Færslur

Jamestown

Í Ægi árið 1930 er m.a. fjallað um “Reykjanesstrandið mikla” utan við Valahnúksmöl á Reykjanesi og “Stóra strand” Jamestown við Hvalvík utan við Ósa, gegnt Höfnum:

“Hr. hreppstjóri Ólafur Ketilsson á Óslandi í Höfnum, hefur sent »Ægi« ágæta grein um skipströnd þar syðra. Með því hér er um langt mál að ræða, en rúm í «Ægi« af skornum skammti, er eigi unnt að birta greinina í einu lagi, en þar eð hún er bæði ítarleg og skemmtileg, verður hún að birtast í pörtum eftir því sem rúm leyfir.

Valahnúksmöl (Reykjanesstrandið mikla).

Valahnúkur

Valahnúkur og Valahnúskmöl.

Á fyrsta tug 19. aldarinnar, rak á land á svo nefndri Valahnúkamöl á Reykjanesi, geysilega stór timburfloti; var flotinn benslaður með sverum járnböndum þversum og langsum. Í flota þessum voru mörg hundruð ferköntuð tré frá 12—18 álna löng, og frá 12—18 þml. á kant.

James Town

Frá James Town í Ameríku.

Flest voru trén úr furu — Pitch-pine, og svo nokkur eikartré. Um stærð flotans má nokkuð marka af því, að 18 al. löng trén stóðu upp á endann, sem bindingur til og frá í flotanum, og svo haganlega var hann byggður, að hvergi var hægt að fela hönd á millum trjánna, en fleiri þúsund smá eikarbútar frá 1—3 al. voru líka í flotanum, kallaðir tylftarstykki, til uppfyllingar í allar holur millum trjánna. Sagt var að floti þessi hefði átt að fara til Englands frá Ameríku, en að skipið hefði farist, sem hafði hann í drætti en sennilega hefur skipið verið komið upp undir Reykjanes er það fórst, því mikið af fataræflum og öðru dóti var á flotanum, sem sýndi að menn höfðu verið á honum, fyrir skemmstu, áður en hann bar að landi.

Hestaklettur

Hestaklettur – Hafnir að handan.

Uppboð var haldið á öllum trjánum, eftir að búið var að bjarga öllu undan sjó, en um verð á trjánum er mér ekki vel kunnugt, en dýrasta tréð fór á 12 dali (24 kr.) og keypti það Brandur heitinn Guðmundsson langafi Björns Þórðarsonar kaupmanns á Laugavegi 46.
Tugi ára var svo verið að saga niður í borðvið öll þessi tré, sem keypt voru mestmegnis af Vatnsleysustrandar, Rosmhvalaness, Grindavíkur og Hafnahreppsbúum; var allt reitt á hestum, þegar búið var að koma því í borð. Aðeins Hafnahreppsmenn fluttu flest trén heil sjóveg, höfðu stundum 5—6 tré aftan í skipinu í einu; var þá lagt á stað frá Reykjanesi um stórstraumsfjöru, og norðurstraumurinn svo látinn hjálpa til með róðrinum. Síðustu tré Hafnamanna voru sótt 1852, af Gunnari sál. Halldórssyni, föður séra Brynjólfs sál. mágs mín, sem var prestur að Stað í Grindavík.*

Jamestown (stóra strandið).

Vorið 1881, á hvítasunnumorgun rak á land norðanvert við Kirkjuvogssund, geysilega stórt skip, í hafrótar-vestanroki, var sjáanlegt, meðan skipið var að veltast í brimgarðinum, að það mundi mannlaust með öllu. Ekki var hægt að komast út í skipið þrjá fyrstu dagana eftir að það strandaði, fyrir brimi. Þegar skipið strandaði, lá á »Þórshöfn« skammt þar frá, er skipið strandaði, danskt kaupskip frá H. P. Duusverzlun í Keflavík.

Jamestown

Jamestown – ankeri í Höfnum.

Skipstjórinn hét Petersen; sagði hann okkur strax, sem skipið var strandað, að það væri amerískt timburskip, fullt stafna á milli af tómum plönkum, og 3500 tonn að stærð. Var svo að heyra, sem skipstjóri væri nákunnugur skipinu, því hann sagði okkur líka nákvæmlega um allan útbúnað á því ofandekks, sem allt stóð heima, er komið var um borð í skipið. Hefur skipstjóri sennilega verið búinn að hitta skipið í hafi, áður en að það strandaði hér við land.

Á fjórða degi var sjór loks orðinn það dauður, að komist var um borð, og er óhætt að fullyrða að mörgum manninum var orðið meir en mál að komast um borð í báknið!

Jamestown

Ólafur Ketilsson við ankeri af Jamestown.

Og aldrei gleymi ég þeirri stund, þegar ég, þá 16 ára unglingur, stóð í fyrsta sinni inn á þilfari »Jamestown«, og horfði undrandi og hugfanginn á þetta 60 faðma langa skipsbákn 1 Set ég hér stutta lýsingu á »Jamestown« hinu stærsta skipi, sem strandað hefur við Ísland, síðan landið byggðist.
»Jamestown« var þrímastraður barkur, og eins og áður er sagt, nákvæmlega 60 faðmar á lengd, en um breidd þess man ég ekki með vissu, en það var jafnbreitt og franska skútan var löng, sem um sumarið var höfð til að flytja planka úr því.
Þrjú þilför voru í skipinu, og óskiptur geimur hver lest, og hver lest troðin eins og síld í tunnu, af tómum plönkum, og enn þá eftir 50 ár blasir við augum mínum einn óskaplegi geimur, efsta lestin, þegar búið var loks að tæma hana, 60 faðma langa, og hátt á þriðju mannhæð á dýpt, á af því nokkurn veginn gera sér grein fyrir, hver kynstur hafi rúmast í öllum þessum geim, af plönkum.
Tveir stórir salir voru á efsta þilfari; var annar salurinn miðskips, en hinn Willum aftasta og mið siglutrés, var aftari salurinn hið mesta skrauthýsi, eða réttara sagt, hafði verið, því búið var að brjóta þar allt og bramla, sennilega bæði af manna- og náttúrunnar völdum, en fyrir aftan öftustu siglu, var hálfdekk, sem tæplega var manngengt undir, hefur að öllum líkindum verið forðabúr skipsins, því þar var að finna ýmislegt matarkyns, svínsflesk, nautakjöt m. m., og hrannir af spýtnabraki, póleruðu mahoni, bæði í útskornum rósum og þiljum, sem borist höfðu þangaðúr salnum, og auk þess voru þar kynstrin öll bæði af skrám, lömum og skrúfum, sem allt var úr kopar. 6 herbergi höfðu verið sitt til hvorrar hliðar í salnum, sennilega allt svefnherbergi, en allt var það orðið brotið að mestu, en mátti þó sjá, að öll höfðu herbergin verið mjög skrautleg, því útskornar, póleraðar mahoní-rósir á millum bita, og mahoníþiljur voru sums staðar óbrotnar, en flest voru þó skilrúm millum herbergjanna brotin að meiru og minnu. Fremri salurinn var að öllu íburðarminni, en var þó að nokkru leyti skipt í svefnherbergi, en ekki líkt því eins vönduð, og sjáanlegt var að borðsalur hafði verið í öðrum enda salsins, þó ekkert fyndist þar afborðbúnaði, eða neinu því, sem verðmæti var í.
Af öllu því tröllasmiði, sem sjá mátti á skipi þessu, var þó þrennt, sem mesta undrun mína vakti, — fyrst miðsiglutréð, tveir feðmingar að gildleika, með 18 afarsverumjárngjörðum, annað undirbugtspjótið, sem kallað er, 36 þml. á kant, og það þriðja, stýrislykkjurnar (3) úr kopar, en hvað þær hver um sig voru þungar, get ég ekki gert neina ágiskun um, en ég vil þó geta þess, að einn sunnudag fórum við Eiríkur sál. bróðir minn, ásamt þriðja manni, til þess að reyna að ná efstu lykkjunni, því hún hékk á einum nagla, og því að kalla mátti laus úr sæti sínu (stýrið var brotið af). —

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn ofan Ósa – að Jamestownsrekanum

Bundum við afarsverum nýjum kaðli í lykkjugatið, en vorum þeir aular að hafa dálítinn slaka á kaðlinum, svo þegar við loksins vorum búnir að losa naglann, og vega hana úr sætinu (falsinu), þá purpaði hún kaðalinn eins og brennt bréf hefði verið, um leið og hún hrökk niður, og munaði minnstu að hún mélaði bátinn, sem við vorum í.
Sægur af fólki, hvaðanæva af landinu, kom um sumarið til þess að skoða þetta skipsbákn, og mátti stundum heyra óp og vein, og guð almáttugur ! þegar verið var að drösla kvenfólkinu upp þennan 17 tröppu riðlandi stiga, sem náði upp að öldustokk skipsins.
Eftir að »Jamestown« strandaði og ráðstöfun hafði verið gerð til þess af landshöfðingja Hilmar Finsen, að fara að bjarga til lands plönkunum, neituðu suðurnesjabændur algerlega að hreyfa hönd að björgun, töldu það alveg óvinnandi verk, en vildu hins vegar fá skipið keypt með öllu, eins og það stóð. En er því var neitað, buðu sig fram til að bjarga úr skipinu þrír menn í Reykjavík, þeir kaupmennirnir Páll sál Eggerz og Jón sál. Vídalín og Sigurður Jónsson járnsmiður, sem enn þá er á lífi, nú á níræðisaldri. Komu þeir hingað á strandstaðinn snemma í júnímánuði á franskri skútu (Loggortu); var skipstjóri Ólafur Benediktsson Waage. Fengu þeir félagar mikið af verkafólki hér, því þeir buðu óvenjulega hátt kaup í duglega menn, 25 aura um tímann! 3 kr. um daginn fyrir 12 tíma þrælkun, þótti þá óheyrilega hátt kaup, og allt borgað í skíru gulli og silfri, á hverju laugardagskvöldi. Keflavíkurkaupmennirnir voru ekki í þann tíð vanir að borga verkafólki í gulli og silfri vinnu sína, heldur i uppskrúfuðum vörum, þurrum og blautum! Var þessari nýjung um greiðslu verkkaups tekið með hinum mesta fögnuði af suðurnesjabúum, og margur sá maðurinn, sem átti laglegan skilding um haustið í kistuhandraðanum, því í þá daga þekktust ekki tálsnörur núlímans, bíóin, kaffihúsin m. m., sem nú tæma vasa verkamannsins verkalaunum sínum!

JamestownHvað margir »Loggortu«farmar af plönkum voru fluttir til Reykjavíkur man ég ekki með vissu, en jafnaðarlega var verið i tvo daga að ferma skútuna, og svo aðra tvo daga að flytja í land í stórum flotum, því öllu var skipað í land upp á helming. Þegar kom fram í júlímánuð fóru bændur líka að bjarga upp á helming, voru þá oft frá 12—20 plankar á hvern mann, í helmingaskiptum, og stundum var það mikið meira, sem hver maður hafði í sinn hlut eftir daginn, þegar svo stóð á að sunnanstormur var, því þá var plönkunum dyngt í sjóinn og látnir reka til lands, frá 600—800 st. í einu!
Í júlímánaðarlok var loksins efsta lestin tæmd af timbrinu. í tvo mánuði voru fleiri tugir manna að tæma eina skipslest og þó þrásinnis fleygt í sjóinn mörg hundruð plönkum á dag! Það ætti að gefa nútíðarmanninum nokkurn veginn ljósa hugmynd um hver ógrynni af plönkum hafi verið í öllum (3) lestum skipsins.
Þegar efsta lestin var tæmd, var fyrsta uppboðið haldið, var sjávarströndin á fleiri hundruð faðma svæði þá ein óslitin plankahrúga. Voru í hverju númeri frá 10—20 plankar. Voru plankarnir 6—9 ál. langir, en 3 1/2 tom. þykkir, og af mismunandi breidd 6—11 tom. Kristján sál. Jónsson, hæstaréttardómari, var þá sýslumaður i Gullbringusýslu, og hélt hann fyrsta uppboðið. Stóð uppboðið í tvo daga; var verð á plönkunum 25—50 au. og mundu það þykja góð timburkaup nú. Að plankauppboðinu loknu, var sjóboðið haldið. Keypti faðir minn möstrin og alla kaðla (vantinn) og víra m. m. á 24 kr„ en skipið sjáltt með öllu timbri sem í því var í mið og neðstu lest, var hæstbjóðandi H. P. Duus, kaupmaður í Keflavík, fyrir kr. 301,00, en hann bauð í það fyrir föður minn og aðra suðurnesjabændur, en kom þar aldrei nálægt eftir uppboðið.

Jamestown

Grjót úr ballest Jamestown.

Strax eftir uppboðið var byrjað að skipa upp úr skipinu aftur og því haldið áfram stanslaust til 10. sept., en þá kom suðvestanrok með stórbrimi og klofnaði skipið þá í tvennt og rak hver spíta til lands. Var stórfengleg sjón að sjá allan þann flota, þegar hann kom að landi, mundi engum manni hafa dottið í hug, ef ekki hefði vitað, að öll sú plankabreiða væri úr einu skipi og þó var búið að taka meiri partinn úr miðlestinni og allt úr efstu lestum er skipið brotnaði.
Ég minnist þess, að þegar skipið var nýstrandað, kom til föður míns maður, sem hét Sölvi Sölvason, og lengi var búinn að vera í siglingum. Sagði hann föður mínum, að hann þyrði að taka 18 sextíulesta skonnortufarma úr skipinu, en faðir minn taldi það þá öfgar einar. En það hefði verið áhættulaust að tvöfalda þá tölu. Allt var skipið eirslegið í sjó og koparseymt og voru það laglegir koparboltar, sem gengu í gegnum botnrangirnar. Sendi faðir minn mörg þúsund kg. til Englands af kopar. Það eina, sem tapaðist og aldrei sást, var afturstafn skipsins með stýrislykkjunum. Hefir það sennilega sokkið sökum þyngslanna af lykkjunum.
Hver kynstur að sumir af suðurnesjabændunum söfnuðu að sér af plönkunum, má meðal annars marka af því, að faðir minn seldi í einu til Jóhanns nokkurs snikkara á Eyrarbakka 1200 st. og sá ekki á eftir, að á hafði verið tekið.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir í Hraunu. Húsið var að mestu byggt úr viðum Jamestown.

Þegar leið á sumarið fór að kvisast að ballest skipsins væri afar mikils virði, jafnvel meira verðmæti en skipið sjálft með öllum farminum. Um nýjársleytið kom svo fyrirspurn til föður míns frá landshöfðingja um hvað orðið hefði af ballestinni og hvort ekki væri hægt enn þá að bjarga henni, því hún (ballestin) hefði verið auðæfi mikil, óhreinsað silfurgrjót frá Mexico. Hleypti þessi fregn heldur en ekki púðri í okkur strákana og var ekki dregið á langinn að fara og slæða botninn á strandstaðnum. En allir þessir silfurloftkastalar okkar hrundu og urðu að engu, þó við værum að slæða dag eftir dag, fengum við aldrei einn einasta mola og gátum aldrei séð einn einasta stein í botninum þó við sæjum vel í botn.

Jamestown

Ankeri úr Jamestown. Viktor Guðmundsson stendur hjá.

Vorið eftir kom svo Sigurður Jónsson, járnsmiður, sem áður er nefndur, í sömu erindagerðum og var ég oft með honum við að slæða, en það fór á sömu leið. Við höfðum erfiðið og ekkert annað. Sennilega hefir svo farið, að þegar skipið brotnaði, hefir botninn sagast fram í briminu og hvolft þar úr sér á leirbotni áður en botninn rak til lands. Hins vegar alveg óskiljanlegt, að í þau 50 ár, sem liðin eru síðan að skipið strandaði, skuli aldrei einn moli hafa borist til lands í öllum þeim hafrótum, sem komið hafa i þessi 50 ár.

Ólafur Ketilsson

Ólafur Ketilsson í Höfnum.

Það eina, sem mér er kunnugt um að náðst hafi af ballestinni, er einn hnullungsmoli, sem Sigurður Ólafsson, bóndi í Merkinesi náði. Skreið hann eitthvað niður með afturstafni skipsins og fann þá þennan mola. Var Sigurður mikill járnsmiður sem kunnugt er. Fór hann með molann í smiðju sína og bræddi úr silfrið, en hve mikið hann fékk af silfri veit ég ekki, því ég sá það aldrei.
Eg hefi orðið nokkuð langorður um þetta stóra strand, þó ótal margt sé enn þá ósagt, en sökum þess að mér er ekki kunnugt um, að nokkur maður, allt til þessa hafi skrifað einn sögulegan staf strandinu viðvíkjandi, þá hefi ég ekki viljað láta undir höfuð leggjast að skrásetja það helsta um þetta mikla strand, svo jafn-stórmerkur viðburður ekki týndist algerlega úr annálum Íslands.
Einkennileg tilviljun má það kallast, að tvö alstærstu timburströndin, sem borið hefir að ströndum þessa lands skuli hafa lent í Hafnahreppi.”
Sjá meira um Reimleika í Valahnúkshelli í tengslum við “Reykjanesstrandið mikla og einnig meira um Jamestown-strandið.

Heimildir:
-Ægir – 11. Tölublað (01.11.1930) – bls. 138-140.
-Ægir – 12. Tölublað (01.12.1930) – bls. 273-275.

Ásláksstaðir


Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd eru að mestu byggðir úr viðum Jamestown.

Grindavík

Söguskilti  um skipsströnd á svæðinu frá Hrauni að Hópi var nýlega vígt í Þórkötlustaðanesi. Skiltið er ofan við Þórshamar og utan við Höfn á austanverðu Nesinu. Þetta nýja söguskilti segir sögu skipsstranda frá Hraunsandi vestur um að Hópsvör. Það var vígt í tilefni af 80 ára afmæli Slysa-varnadeildarinnar Þorbjörns. Deildin var stofnuð 2. nóvember 1930. Skiltin voru unnin í samvinnu Þorbjarnar og Fjórhjólaævintýrisins ehf. með tilstyrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi

Í tilefni af vígslunni var gengið undir leiðsögn Gunnars Tómassonar, fyrrum formanns Slysavarnadeildarinnar og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, um Þórkötlustaða- og Hópsnesið en á leiðinni voru, auk söguskiltisins, endurvígð 8 skilti er lýsa strandi hvert á sínum stað. Nesið geymir afar merka sjóhrakningasögu. Þar má m.a. sjá skipsflök eftir strönd. Björgunarsveitin Þorbjörn og Slysavarnadeildin Þorbjörn hafa samtals bjargað 232 sjómönnum í 22 sjóslysum þar sem 47 hafa farist á þessum 80 árum sem liðin eru frá stofnun deildarinnar.
Á skiltinu fyrrnefnda koma m.a. fram eftirfarandi upplýsingar um einstök sjóslys og björgun áhafna við strönd Grindavíkur þar sem björgunarsveitin Þorbjörn kom við sögu:
1931 – Cap Fagnet, franskur togari, við Hraun, 38 bjargað.
1933 – Skúli fógeti, fiskiskip, vestan Staðarhv., 24 bjargað, 13 fórust.
1936 – Trocadero, enskur línuveiðari, Járngerðarst.hverfi, 14 bjargað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-2

1947 – Lois, enskur togari, við Hraun, 15 bjargað, 1 fórst
1950 – Clam, enskt olíuskip, Reykjanestá, 23 bjargað, 27 fórust.
1950 – Preston North End, enskur togari, Geirf.sk, 6 bjargað, 1 fórst.
1955 – Jón Baldvinsson, ísl. togari, Reykjanestá, 42 bjargað.
1962 – Auðbjörg, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 6 bjargað.
1971 – Arnfirðingur II, ísl fiskiskip, Hópsnesi, 11 bjargað.
1973 – Gjafar, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 12 bjargað.
1974 – Hópsnes, ísl. fiskiskip, Staðarhv., 2 bjargað.
Skiltid á Thorkotlustaðanesi-31977 – Pétursey, ísl. fiskiskip, Bótin, 1 bjargað.
1987 – Skúmur, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 7 bjargað.
1989 – Mariane Danielsen, danskt flutningask., Hópsnesi, 4 bjargað.
1991 – Miranda, norskt flutn.skip, vestan Reykjaness, 4 bjargað.
1991 – Jóhannes Gunnar, ísl. bátur, við Reykjanes, 2 bjargað.
1991 – Eldhamar, ísl. fiskibátur, Hópsnesi, 1 bjargað, 5 fórust.
1993 – Sigurþór, ísl. fiskiskip, Krýsuv.bergi, 2 bjargað.
1993 – Faxavík, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 1 bjargað.
1999 – Eldhamar, ísl. fiskiskip, Krýsuv. bergi, 9 bjargað.
2003 – Trinket, erl. flutn.skip, innsiglingunni, 6 bjargað.
2004 – Sigurvin, ísl. fiskibátur, innsiglingunni, 2 bjargað.
Skiltid á Thorkotlustaðanesi-5Fleiri sjóslys hafa orðið við Grindavík þar sem sjómönnum hefur verið bjargað af öðrum
.

Auk þess eru eftirfarandi sjóslys, sem orðið hafa milli Hrauns og Hóps, tíunduð:

1.  Árið 1602 fórst farmskip Skálholtsstaðar fyrir framan Þórkötlustaði. Þar drukknuðu allir skipverjar, 23 karlmenn og eins túlka. Voru þeir flestir jarðaðir frá bænhúsinu á Hrauni.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-4

2. Um miðja 19. öld rak mannlaust seglskip (skonnorta) á land í Hrólfsvík. Skipið var lestað bankabyggi, það var þurrkað og selt.

3.  Eftir miðja 19. öld strandaði frönsk skúta í Þórkötlustaðabótinni. Áhöfnin bjargaðist sjálf í land og komst heim að Einlandi en þá tókst ekki betur til en svo að skipstjórinn festist í hlandforinni við Einland.

4.  Kútter Vega, saltskip strandaði fremst á Hópsnesinu [Þórkötlustaðanesi] austur af vitanum við Austurbæjarlátur einhvern tímann á bilinu 1880-´90. Áhöfnin bjargaðist en skipið brotnaði á strandsstað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-6

5. Um 1890 strandaði frönsk fiskiskúta á Hraunssandi austan við Dunkshelli. Veður var með besta móti. Áður en skútan strandaði hafði hún siglt á milli Þórkötlustaðakipanna, sem öll voru á sjó. Áhöfnin bjargaðist og var allt hirt úr skipinu sem nýtanlegt var.

6.  Þrímastra briggskip með saltfarm, strandaði í norðan kalda en sléttum sjó, á svipuðum stað og Vega um 10 árum seinna (189?). Skipið komst á flot aftur lítið skemmt.

7.  Fyrir 1900 – Rétt fyrir aldamótin 1900 slitnaði “spekulantaskipið” Fortuna upp af legunni á Járngerðarstaðasundi og rak upp á Rifshausinn í mynni Hópsins og strandaði þar.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-7

8. Frönsk fiskiskúta fannst á hvolfi við Dunkshelli austan við Hrólfsvík um 1890. ekkert er vitað um áhöfnina.

9. 1 maí 1917 strandaði ensk þriggja mastra skonnorta Scheldon Abby með saltfarm, víkurmegin við Leiftrunarhól. Suðaustan andvari var, súld og svarta þoka. Skipshöfnin var 9 aldraðir sjómenn sem allir björguðust en skipið liðaðist í sundur á strandstað.

10. 8. desember 1923 strandaði þýskur togari við Grindavík, komst út aftur, en sökk líklega út af Þórkötlustöðum. Áhöfnin komst í björgunarbát og bjargaðist í land við Blásíðubás á Reykjanesi. Allir björguðust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-8

11. 9. maí 1926 strandaði kútter Hákon frá Reykjavík norðan við Skarfatanga við bæinn Hraun austan við Grindavík í norðaustan roki og snjókomu og afleitu skyggni. Áhöfnin fór í björgunarbát og rak með landinu að Blásíðubás vestur á Reykjanesi og bjargaðist þá á land. Skipstjórinn á Hákoni var áður stýrimaður á Resolut þegar hann strandaði 1917 í Katrínarvík.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-9

12. Aðfaranótt 24. mars árið 1931, röskum fimm mánuðum eftir að Slysavarnadeildin Þorbjörn var stofnuð, varð þþess vart að togari hafði strandað sunnan undir Skarfatanga við bæinn Hraun austan við Grindavík. Skipið, sem hét Cap Fagnet og var frá Fécamp í Frakklandi, tók niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir. Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet gekk Skiltid á Thorkotlustaðanesi-10að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukkustundum eftir björgunina brotnaði skipið í spón á strandstaðnum. Hér var í fyrsta skipti skotið úr línubyssu og fluglínutæki notuð til björgunar á Íslandi. (Sjá meira um Cap Fagnet HÉR og HÉR.)

13. Enskur togari strandaði í Þórkötlustaðavík við Leiftrunarhól í sunnan kalda, en svarta þoku og sléttum sjó 23. mars 1932. Varðskipið Ægir náði honum á flot. Allir skipverjar björguðust.

14. 1. mars 1942 er talið að vélbátur úr Vestmannaeyjum, Þuríður formaður VE 233, hafi farist austan við Þórkötlustaðabótina á Slokanum. Allir skipverjarnir 5 fórust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1115. Rétt eftir að sérstök björgunarsveit var stofnuð innan Slysavarnadeild-arinnar strandaði breski togarinn Lois frá Fleetwood. Lois strandaði í Vondufjöru í Hrólfsvík austan við bæinn Hraun 6. janúar 1947. Fimmtán skipverjum var bjargað til lands, en skipstjórinn tók fyrir borð er hann ætlaði síðastur allra að yfirgefa skipið í stólnum. 

16. 7. febrúar 1962 strandaði Auðbjörg RE 341 í dimmviðri og mikilli snjókomu og byl, suðaustan í Þórkötlustaðanesi. Sex manna áhöfn var bjargað af Björgunarsveitinni Þorbirni. Skipið eyðilagðist á strandstað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1217. 3. febrúar 1987 strandaði Skúmur GK 22 á leið út úr höfninni. Skipið tók niðri, við það varð stýrið óvirkt. Sjö menn úr áhöfn Skúms voru dregnir í land í björgunarstól, en aðrir skipverjar urðu eftir um borð og biðu þess að skipið yrði dregið á flot.

18. 2. mars 1942 strandaði Aldan VE frá Vestmannaeyjum vestanvert á Hópsnesinu á móts við Hellisboðann. Báturinn var vélarvana og sundið ófært, en skipverjum tókst að sigla á fokkunni (segl) inn að Sundboðanum, þá tók brotsjór bátinn og færði hann upp á kambinn. Allir skipverjar björguðust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1319. Hinn 22. febrúar 1973 hlekktist Gjafari VE 300 á í brimi og stórsjó á leið út víkina. Lágsjávað var og tók skipið niðri svo að gat kom á það. Þegar komið var á strandstað var hörku aðfall. Línu var skotið út í skipið og tókst að bjarga öllum tóft skipverjunum í land. Sjórinn gekk yfir skipið meðan þeim síðustu var bjargað og hálftíma síðar var skipið komið á kaf í brotsjóinn.

20. 28. nóvember 1959 fórst Þórkatla GK 97 við innsiglinguna inn til Grindavíkur vestan í Hópsnesinu. Skipverjarnir átta björguðu sér allir í gúmmíbjörgunarbáti í land.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1421. Að kvöldi 20. janúar 1989 strandaði flutningaskipið Mariane Danielsen þegar það var á leið út úr höfninni. Þyrka Landhelgisgæslunnar flutti átta skipverja í land, en yfirmenn skipsins neituðu að koma í land. Daginn eftir komu svo yfirmennirnir í land í björgunarstól sveitarinnar.

22. Hinn 20. desember 1971 hlekktist Arnfirðingi II GK 412 á í innsiglingunni að Grindavík með þeim afleiðingum að hann strandaði. Öllum skipverjum, 11 mönnum, var bjargað í land með fluglínutækjum.

23. 12.04.1976 fórst Álftanes GK 51 um 2.7 sm suðaustur af Þórkötlustaðanesi (Hópsnesi). Þennan dag voru suðvestan 4 til 5 vindstig. Sex Skiltid á Thorkotlustaðanesi-15skipverjum var bjargað af nærstöddu skipi en tveir skipverjar drukknuðu.

24. Snemma morgun 12. febrúar 1988 strandaði Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 fremst í Hópsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði allri áhöfninni, 11 mönnum. Björgunarsveitin var til taks og tók við skipverjum úr þyrlunni.

25. Vélbáturinn Eldhamar GK 13 strandaði yst í Hópsnesinu að kvöldi 22. nóvember 1991. Björgunarsveitin fór strax á staðinn en ekki tókst að koma línu um borð í Eldhamar. Brotsjóir gengu yfir bátinn hvað eftir annað og færðist hann til í fjörunni og sökk að framan ofan í gjótu fremst í nesinu, gálgi bátsins stóð samt upp Skiltid á Thorkotlustaðanesi-16úr. Skipverjum skolaði fyrir borð. Enn skipverja komst lífs af. Fimm skipverjar fórust.

26. Suður af Hópsnesinu fórst vélbáturinn Grindvíkingur GK 39 er hann var að koma úr róðri 18. janúar 1952 í hvössu hríðarveðri og slyddubyl þannig að ekki sást í vitann frá sjó. Með bátnum fórust fimm ungir og duglegir sjómenn. Grindvíkingur var stærsti bátur Grindvíkinga á þessum tíma.

Fyrirhugað er að setja upp annað sambærilegt skilti í Staðarhverfi er lýsa á skipsköðum vestan Hóps að Valahnúk.

Heimild:
-Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi

Sjóslysaskilti

Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.

Lois

 Í blaði björgunarsveitarinnar Þorbjörns í tilefni af 60 ára afmæli hennar (árið 2007) “Útkall rauður” er m.a. fjallað um björgun áhafnarinnar á togaranum Lois frá Fleetwood. Byggt er á frásögn Tómasar (Todda) Þorvaldssonar:
Afmælisrit Þorbjörns í tilefbi af 60 ára afmælinuUm það leiti sem sveitin var stofnuð eða í byrjun ársins 1947 strandaði togarinn Lois frá Fleetwood á Hraunsfjöru utan við Hraun í Grindavík. Að kvöldi hins 5. janúar 1947 voru tvær stúlkur á leið í fjós til mjalta á bænum Hrauni, sem stendur við sjóinn ekki alllangt frá Grindavík.
Það var niðarmyrkur, sunnan stormur og haugbrim. Allt í einu heyra þær eimpípublástur frá skipi gegnum stormhvininn.
Á Hrauni bjuggu bræðurnir Gísli og Magnús Hafliðasynir, en þeir komu báðir við sögu, þegar skipshöfn franska togarans Cap Fagnet var bjargað í mars 1931 og hin nýstofnaða slysavarnardeild okkar hlaut eldskírn sína.
Stúlkurnar hraða sér aftur heim í bæinn og láta Magnús bónda vita, hvers þær hafa orðið áskynja. Þegar Magnús kemur út, heyrir hann feiknamikinn skruðning úr fjörunni fyrir neðan fjósið hjá sér. Það kastar éljum og er dimmt á milli, en þegar hann kemur niður kambinn fær hann staðfestingu á illum grun sínum. Hann sér skip veltandi í brimgarðinum.
Magnús hendist heim í hendingskast – hringir til Tómasar. Það er breski togarinn Lois frá Fleetwood, sem var í nauðum staddur. Hann hafði strandað við svokallaða Hrólfsvík milli klukkan átta og níu um kvöldið.
“Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarmerki frá skipinu klukkan 9:10, gerði Slysavarnarfélagi Íslands þegar viðvart, og þaðan var haft samband við hina nýstofnuðu björgunarsveit hér í Grindavík,” segir Tómas og bætir við að þá hafði björgunarsveitinni þegar borist vitneskja um strandið frá Magnúsi á Hrauni og voru í óða önn að búa sig udnir að leggja af stað.
Loftmynd af svæðinuAðstaða bar nokkuð erfið, en þó var bót í máli, að við gátum ekið bíl langleiðina með björgunartækin, en þurftum ekki að ebra þau um vegleysur, eins og við máttum oft reyna síðar. Við vorum komnir á strandstað rösklega hálfri klukkustund eftir að við féttum um skipbrotið, og það þótti skjót viðbrögð.
Við komumst sems agt auðveldlega að, en fjaran var grýtt og erfitt að fóta sig á hálum steinunum,” heldur Tómas áfram.
Skipið lá flatt fyrir í brimgarðinum og valt geysilega.
“Þegar við höfðum komið tækjum okkar fyrir, skaut Árni Magnússon af línubyssunni, hæfði skipið þegar í fyrsta skoti, áhöfn togarans heppnaðist að draga til sín líflínuna og hnýta hana fasta í frammastrið. Þar með gat björgunin hafist, og við drógum hvern skipverjann á fætur öðrum í land. Við beittum nýrri aðferð að þessu sinni, og hún reyndist vel; settum líflínuna aldrei fasta, heldur höfðum hana lausa og gátum því gefið eftri af henni ef með þurfti, þegar skipið valt,” segir Tóams.
“Ég stóð þarna framarlega í fjörunni og tók á móti þeim sem komu í land. Það vakti athygli mína, að tveir skipsbrotsmanna, sem ég ræddi lítilega við höfðu orð á hinu sama: Að svo hlyti að fara, þegar vínið væri annars vegar.
Björgun úr sjávarháskaÁ miðnætti höfðum við bjargað fimmtán mönnum af skipshöfn togarans. Þá var aðeins einn eftir – skipstjórinn, en hann hafði staðið í brúnni allan tímann, sem verið var að bjarga áhöfn hans. Við héldum stólnum lengi við skipshlið, en togarinn valt stöðugt og sjór gekk yfir hann.
Allt í einu sáum við, að skipstjórinn kemur út úr brúnni og gengur fram á dekk.
Við sjáum, að hann er kominn að stólnum, en í sama bili ríður ólag yfir skipið, hann hrasar og fellur útbyrðis. Það er ekki viðlit að koma honum til bjargar. Hann hvarf á svispstundu í ólgandi brimlöðrið,” segir Tómas.
Skipsbrotsmennrnir voru fluttir heim að Hrauni. Þeir voru allir þrekaðir og sumir svo máttfarnir, að þeir gátu naumast gengið óstuddir. Á bænum var þeim veitt góð aðhlynning, svo að þeir hresstust von bráðar.
Clam á strandstaðNóttina eftir björgunina færðist Lois töluvert nær landi, og daginn eftir var hægt að ganga þurrum fótum út að skipinu á fjöru. Það var bersýnilega mikið laskað, einkum stjórborðsíða þess, og ekki var gerð tilraun til að ná því af strandstað.
Síðar um daginn fannst lík skipstjórans  rekið uppundir Festi.
Nokkrum dögum seinna afhenti sendiherra Breta á Íslandi, G. Shephard, Ólafi Thors, forsætisráðherra, þakkarávarp vegna björgunarinnar. Ólafur afhenti Slysavarnarfélagi Íslands ávarpið, en það var svo hljóðandi: “Bresk stjórnvöld hafa kynnt sér atburð varðandi strand breska togarans Lois í sunnan stormi, 5. janúar, á hinni klettóttu strönd námunda við Grindavík, og kemur sú eftirgrennslan alveg heim við frásagnir blaðanna.

Jón Baldvinsson á slysstaðÖll þau íslensku samtök er að björguninni stóðiu sýndu sérstakt hugrekki, fórnfýsi og leikni. Björgunarsveitin var sérstaklega fljót á strandstað, örugg og viss í að skjóta björgunarlínu um biorð í skipið, og útbúa björgunarstól til skjótrar notkunar.
Þeir sem tóku á móti björgunarstólnum í brimgarðinum lögðu sig í mikla hættu á sleipum klettunum, meðan hinir, er tóku við skipbrotsmönnunum. eftir að þeir komu í land, spörðuðu ekkert til að hlynna að þeim eftir kuldann og sjóvolkið.
Það veitir mér alveg sérsakla ánægju að biðja yður, háttvirtur ráðherra, að koma á framfæri innilegu þakklæti og viðurkenningu frá skipsbrotsmönnunum og mér sjálfum til Íslendinga þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og þá sérstaklega til deildar Slysavarnarfélags Íslands í Grindavík og húsbændanna á Hrauni, sem veittu skipsbrotsmönnunum hina bestu aðhlynningu.”
Einnig kom breski sendiherrann hingað til Grindavíkur og veitti okkur viðurkenningu.
Og Bretar gerðu það ekki endasleppt við okkur fyrir þessa björgun.
Útgeðarfélagið, sem átti togarann Lois, gaf okkur nýja línubyssu, sem gat skotið þrefalt sverari línu en okkar byssa og margfalt lengri leið. Hún var þannig útbúin, að hleypt var af henni með rafmagnsþræði, svi að skyttan gat staðið nokkra tugi metra frá. Henni fylgdi skotgrind og fótur, sem þurfti að bera grjót á til að hann stæði af sér titringinn, þegar hleypt var af.
Þetta var hin nýtískulegasta byssa, og við æfðum okkur oft á henni með ágætum árangri.
Tómas ÞorvaldssonEn einhvern veginn fór það svo, að við notuðum hana aldrei, þegar til kastann kom. Við treystum betur á gömlu byssuna.
Miklu meiri mannskaði varð hins vegar er breska olíuflutningaskipið Clam rak á land á Reykjanesi 28, febrúar 1950 eftir að hafa slitnað aftan úr dráttarbátnum Englishman. Í fyrstu var gugað að því aðs enda bát til móts við hið stjórnlausa skip, en frá því var horfið vegna brims. Því var farið til míts við skipið landleiðina út frá Reykjanesi en það tók land við Reykjanesvita. Um leið og skipið tók niðri fór hluti áhafnarinnar í skipsbáta.
Vegna sjógangs fyllti bátna á skammri stundu og fórust nær allir sem í þeim voru. Þá átti björgunarsveitin skammt ófarið að strandstaðnum en vitaðvörðurinn og aðstoðarmaður hans einir til hjálpar. 23 mönnum var bjargað af skipinu en 27 fórust og er almennt álitið að þeim hefði öllum mátt bjarga,e f þeir hefðu haldið kyrry fyrir í skipinu. Mikill ótti mun hafa rekið mennina í bátana því stöðugt braut yfir skipið á strandstað.
15. apríl sama ár tók björgunarsveitin þátt í að bjarga áhöfn breska togarans Preston North End er stranað haði á Georfuglaskerjum. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík fengu Emil Jónasson skipsstjóra á mótorbátnum Fróða frá Njarðvík til að fara með sig út að hinu strandaða skipi, því ekki reyndist unnt að komast á bátum frá Grindavík. Þeir náðu síðustu sex mönnunum af togaranum með því að leggja sig í mikla hættu er vont var í sjóinn og mjög erfitt að athafna sig nærri strönduðu skipinu. Þykir björgunarsveitarmönnum þetta hafa verið einhver erfiðasta björgun sem þeira hafa átt hluta að.
Fjölmennasta áhöfn sem Þorbjörn hefur bjargað af einu skipi var áhöfn nýsköpunmartogarans Jóns Baldvinssonar, 42 menn. Það mun jafnframt vera stærsta björgun úr einu skipi sem björgunarsveit SVFÍ hefur framkvæmt með fluglínutækjum.
Þessi nýjasti togari flotans sigldi á land við Reykjanesvita 31. mars 1955, á svipuðum slóðum og Clam rak upp. Aðeins fáeinum stundum eftir að mönnunum hafði verið bjargað á land stóð aðeins botn hins glæsilega skips upp úr sjónum. Björgunin gekk greiðlega og tók aðeins um 2 stundir að ná allri áhöfninni frá borði.
Heimildir eru fengnar úr Árbókum SVFÍ nema annars sé getið.”

Heimild m.a.:
-“Útkall rauður – afmælisrit björgunarsveitar Þorbjörns 2007, bls. 36-28.Ský

Hraun

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni “Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu”:
Cap Fagnet á strandstaðAðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á starndsstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að takast mætti að koma á sambandi milli skips og lands.
BjörgunUm hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir í 1. bindi bókaflokksins “Þrautgóðir á raunastund”, björgunar- og sjóslysasögu Íslands.
“Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná henni, en skjótt er hún í höndum þeirra. Samband er fengið við land.”
Björgun skipsbrotsmFluglínubyssan á sýningu bjsv. Þorbjörnsannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukktímum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu að slík tæki voru komin til allra deilda SVFÍ umhverfis landið.
Þann 24. mars árið 2006 voru 75 ár síðan slysavarnardeildin Þorbjörn bjargaði fyrrnefndri 38 manna áhöfn. Af því tilefni var fjallað um atburðinn: “Í dag eru 75 ár síðan fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í Fluglinan var geymd í sérstökum trékassa, merkt slysavarnardeildinninóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.”
Á sýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þann 3. nóvember 2007, í tilefni af 60 ára afmæli björgunarsveitarinnar, voru ýmiss tæki, tól og munir til sýnis í aðalstöðvum hennar við Seljanót. Má þar m.a. nefna tvennt er tengist framangreindum atburði, auk ljósmynda af slyssstað. Utan við aðalinnganginn var stór svartmáluð skrúfa. Á henni var miði og á honum stóð: “Skrúfa þessi er af franska síðutogaranum CAP FAGNET sem strandaði við bæinn Hraun hinn 24. mars 1931.

Frá Fécamp - heimabæ áhafnar Cap Fagnet í Frakklandi

Slysavarnadeildin Þorbjörn, sem stofnuð hafði verið röskum fimm mánuðum áður, bjargaði 38 manna áhöfn togarans með fluglínutækjum, og var það í fyrsta skipti sem slíkur björgunarbúnaður var notaður hér á landi. Síðan þá hefur Slysavarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit hennar, auðnast sú mikla gæfa að bjarga 205 íslenskum og erlendum sjómönnum úr strönduðum skipum með fluglínutækjum. Auk þess hefur björgunarsveitinni auðnast að bjarga 6 íslenskum og erlendum sjómönnum úr sökkvandi skipum með björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Björgunarsveitarmenn í Þorbirni náðu skrúfunni af hafsbotninum vorið 1998 og verður hún, með leyfi landeigenda að Hrauni, minnisvarði um þessa fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi.” [Líklega er hér um varaskrúfu togarans að ræða. Aðalskrúfan er enn á strandsstað og standa vonir til að hún verði sótt þótt síðar verði].

Cap Fagnet

Við fluglínubyssuna, sem einnig var til sýnis stóð eftirfarandi: “Línubýssa þessi er af Shermuly gerð og var notuð við fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi þegar franski togarinn CAP FAGNET strandaði við bæinn Hraun 24. mars 1931. Björgunarsveitin notaði þessa byssu til ársins 1977 en þá tók við ný tegund línubyssa, svokölluð tunnubyssa, þar sem rakettan og línan voru í einum pakka. Línubyssur eru skyldubúnaður um borð í skipum og bátum og koma að gagni víðar en við skipsströnd og má þá t.d. nefna þegar koma þarf dráttartógi milli skipa úti á rúmssjó. Þær tunnubyssur sem sveitin notar í dag eru einnig af Shermuly gerð.”

Heimildir m.a.:
-www.grindavik.is
-Útkall rauður – Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 60 ára – 2007.

Skúfa Cap Fagnet við aðalstöðvar bjsv. Þorbjörns í Grindavík

Grindavík

Þessi “Skýrsla um skipströnd í Grindavík á svæðinu frá Hraunsandi til Staðarbergs árin 1850—1927, byrtist í Ægi árið 1927:
1. „Delphin”, frönsk loggorta, strandaði á Kasalóni laust eftir 1850. -Menn björguðust allir. Skip þetta var tekið út sumarið eftir. Keyptu það Sveinbjörn Ólafsson kaupmaður í Keflavík o. fl.
Glitner-2312. „Beta”, dönsk jakt lítil. Rak hún á land í Hrólfsvík, en skipshöfn mun hafa druknað í hafi. Var skipið á leið til Búða með vörur.
3. „Kapracius”, frönsk skonnorta, strandaði á Þorkötlustaðabót. -Menn björguðust allir.
4. „Vega” 30. apríl 1885, þýsk skonnerta, með saltfarm til Reykavíkur, strandaði á Þorkötlustaðnesi. -Menn björguðust allir.
5. „Brise”, frönsk skonnerta, standaði á Arfadal. Skip þetta hafði orðið fyrir ásiglingu á hafi úti og sigldi upp vegna leka, um bjartan dag.
6. „Lonaine”, frönsk skonnerta. Strandaði 28. apríl 1885 á Hraunssandi og var leka um kent. -Menn björguðust allir.
7. „Petit Jean”, frönsk skonnerta. Rak upp á Hraunsfjörur og varð ekki vart við neinn mann. Hafa því að líkindum allir drukknað áður en skipið kom að landi.
8. „Glitner”, norskur galeas. Rak á land á Járngerðarstaðvík 11. júlí 1896. -Menn björguðust allir.
9. „Fortuna”, dönsk skonnerta. Rak á land á Járngerðarstaðavík 29. júlí 1897. -Allir björguðust.
10. „Flora”, norskur galeas. Rak á land á Járngerðarstaðavík 7. júlí 1903. -Menn björguðust.
11. „Oddur”, gufubátur frá Eyrarbakka. Rak á land á Járngerðarstaðavík. -Menn björguðust.
12. „Minna”, þýsk skonnerta. Rak á land á Járngerðarstaðavík 17. júlí 1906. -Mannbjörg.
einar g. einarsson-23113. „Henrij Rheid”, mótorbátur frá Hafnarfirði, Rak á land á Járngerðarstaðavík 16. febrúar 1907. -Mannbjörg.
14. „Engjanes”, botnvörpuskip frá Vídalínsútgerðinni í Hafnarfirði. Strandaði á flúðum utan við Járngerðarstaði, aðfaranótt 3. okt. 1899. Kent um óþektum straum og truflun á áttavita. -Menn björguðust allir.
15. „Rapid”, norskt flutningagufuskip, strandaði á sama stað og nr. 14. Strandið kent, að sést hafi ljós í glugga, er yfirmenn álitu að væri Reykjanesviti, einnig skekkju á áttavita. Þetta skeði 15. nóv. 1899, kl. 3 árdegis. -Menn björguðust.
16. „Anglaby”, enskur togari, strandaði á tanga austan við Karfabás 14. jan. 1902. Drukknuðu þar allir. Skipstjórinn var Nelson, hinn alþekti landhelgislagabrjótur,
17. „Sheldon Abbey”, ensk skonnerta, strandaði á Þorkötlustaðanesi. Var með salt og tunnufarm til Reykjavíkur. -Menn björguðust.
18. „Varonell”, enskur togari, strandaði á flúðum, utan við Járngerðarstaði
20. janúar 1913. Þrír menn druknuðu, en hinum tókst að bjarga.
19. „Karl Markmann”, þýskur togari. Rakst á sker, líklega Þorkötlustaðanes, en losnaði aftur og sökk skipið skamt undan landi 8. des. 1913. —Menn björguðust á skipsbátnum og náðu landi á Sandvík vestan við Reykjanesvita.
20. „Resolut”, mótorkútter frá Reykjavík, strandaði vestan við Hásteina 10. spet. 1916. Hafði stýri bilað. — Mannbjörg.
21. „Schlutrup”, þýskur togari. Strandaði við Stekkjarnef. -Menn björguðust allir.
22. „Anna”, færeyskur kútter, strandaði austan við Staðarberg 3.—4. apríl 1924. Týndust allir menn 15 að tölu; ráku 9 á land og voru jarðsungnir hér í Reykjavík 11. apríl. („Anna” hét áður „Sléttanes” og var keypt héðan).
23. „Ása”, togari H. P. Duus verslunar í Reykjavík. Strandaði á flúðum vestan við Járngerðarstaði. Áttavitaskekkju kent um. -Allir björguðust. (Skipið nýtt).
24. „Hákon”, mótorkútter frá Reykjavík. Strandaði við Skarfatanga 9. maí 1926. Sigldi á land í svörtum bil. -Menn björguðust í skipsbátnum.

Sjóslys

Sjóslys.

 Þessa skýrslu um skipaströnd hefir hr. kaupmaður Einar G. Einarsson í Garðhúsum tekið saman eftir beiðni, og bætir eftirfarandi við:
„Til skýringar skýrslu þessari vil ég taka þetta fram, að hún er skrifuð eftir minni og ekki þar stuðst við nein heimildarrit eða minnisbækur og vegna þess er flestum ártölum slept, samt geri ég ráð fyr að hún sé í öllum aðalatriðum rétt og að ekki sé neitt skip rangtalið, sem hér hefir strandað á þessu timabili.
En frekari upplýsingar um þetta má eflaust fá í Þjóðvinafélagsalmanakinu, yfir þann tíma, sem það nær, svo og í bókum Gullbringusýslu, þvi fram til síðustu tíma voru öll skipströnd meðhöndluð af sýslumönnum.
5 skip eða nr. 8—12 í skýrslunni, hafa slitnað upp á Járngerðarstaðavík. 2 skip, nr. 2 og 7 hafa sennilega rekið mannlaus á land, skipshafnir verið búnar að skilja við þau, eða hafa druknað á rúmsjó, og 2 skipin, nr. 5 og 6, líklega siglt viljandi á land.

Sjóslys

Sjóslys.

Öll hin skipin, 15 að tölu, hafa strandað af einhverjum atvikum, sem menn ekki hafa getað ráðið við, og þá líklega í mörgum tilfellum, að einhverju leyti, af skekkju á áttavitum. Í því sambandi mætti ef til vill geta sér til, að hraunið hér, sem alstaðar liggur út í sjó, kunni að vera mengað þeim efnum (járni), er hafi áhrif á áttavitana.

Garðhúsum 27. júní 1927. (Sign.) Einar G .Einarsson.

Skýrslan og skýringar þessar eru settar í „Ægi” til þess að benda á, að hér muni eigi vanþörf að vita verði hið bráðasta komið upp. Síðasta Alþingi hafði þetta með höndum og munu undirtektir hafa verið hinar bestu og að sögn vitamálastjóra, mun viti verða reistur á Hópsnesi á komandi sumri.

Sjóslys

Sjóslys.

Til áréttingar því, sem hr. Einar G. Einarsson segir um áttavitaskekkju á þessum slóðum, sem sjómenn hafa orðið varir við, geta þar einnig verið óreglulegir straumar, sem mönnum er það ekki hulið, að vegna jarðskjálfta, hefir komið fyrir að Reykjanesviti hefir ekki logað þegar hann átti að gjöra það. Er því brýn nauðsyn, að fyrirhugaður viti í Grindavík, sendi frá sér ljós, sem sé vel aðgreint frá Reykjanesljósinu, svo aldrei komi það fyrir, að skip, sem úr hafi koma, geti vilst á þeim. Hafi orðið að slökkva ljósið á Reykjanesvitanum i fyrra vegna jarðskjálfta, getur hið sama orðið í ár og önnur ár. Enginn segir fyrir, hvenær skip þurfi a Reykjanesvita að halda; getur það orðið jafnt í jarðskjálfta, þegar ekki er auðið að sýna ljós, og þegar alt er í lagi; en sökum þessa mikla ókosts Reykjaness fyrir sjófarendur, virðist svo, sem brýn nauðsyn heimti, að Grindavíkurvitinn verði góður viti vegna þess, að svo getur viljað til, að hann verði eini landtökuvitinn á þessum hættulegu slóðum.
(Ég hef bætt ártölum og mánaðardögum inn í skýrslu Einars eftir föngum).

Reykjavík, 15. okt. 1927. Sveinbjörn Egilson”

Heimild:
-Ægir, 20. árg. 1927, bls. 220-222.

Grindavík

Grindavíkurbrim.

Brim

“Á þessum 25 árum hafa hjer orðið alls 237 skipströnd. Það er að meðaltali um 9 skip á ári, sem hafa farist eða brotnað.
sjor-231Af þessum 237 skipum hafa 98 skip verið undir seglum, er þeim barst á, 103 hefur rekið á land úr legu, og um 36 veit enginn, þau hafa horfið, og enginn komið fram til að segja hvernig.
Flest hafa skipströndin orðið á vesturströnd Íslands, þ. e. 43 á Reykjanesskaganum og sunnanverðum Faxaftóa, á norðurströnd landsins 59, á austurströndinni 33, og suðurströnd 55, og fara þar vaxandi, og eru flest á svæðinu frá Skaftárós að Kúðafljóti.
11. september 1884 var afspyrnurok á útsunnan um allt land. Þá rak 14 skip á land við Hrísey í Eyjafirði, og vita menn eigi til, að slíkt hafi hent svo mörg skip, hvorki fyrr nje síðar. Flest voru þessi skip norsk. Í norðanveðrinu 2. maí 1907 rak 5 skip á land við Höfn hjá Horni — öll voru þau fiskiskip.
Farist og strandað hafa:
1879—1883 alls 42 skip
1884—1888  —  55 —
1889—1893  —  35 —
1894—1898  —  50 —
1899—1903  —  55 —
2016 menn hafa komist lífs af frá þessum skipströndum og gegnir það furðu, þar sem engin björgunartæki hafa verið fyrir hendi, og mörg ströndin orðið á versta tíma árs í dimmu, hríðum og frosti. – Ægir.”

Heimild:
-Vísir, 30. júní 1914, bls. 2.

Grindavíkurbrim

Grindavíkurbrim.

Kalmannstjörn

Um skipstapann frá Galmannstjörn 10. þ. mán. (Eptir kandid. Odd V. Gíslason).
Hafnir-spil-221Þann 10. þ. m. milli dagmála og hádegis, fórst skip á Gálmatjörn í Hafnahrepp með 15 manns, af hverjnm að 7 náðust lifandi, en 8 drukknuðu og vorn þeir: 1. Formaðurinn Þorgils Eiríksson frá Kambi í Holtum, 2. Hannes Ólafsson, vinnumaður á Gálmatjörn, 3. Ólafr Snjólfsson vinnumaður á Gálmatjörn, 4. og 5. bræðurnir Sigurður og Ísleifur Árnasynir vinnum. frá Garðsauka í Hvolhrepp, 6. Guðmundur Sigurðsson frá Götu í Holtum, 7. Jón Hinriksson frá Ölversholti í Holtum, 8. Jón Vigfússon vinnumaður í Miðkrika í Hvolhrepp. Allir þessir menn voru í bezta aldri frá 20 — 50 ára og voru allir ókvæntir.
Skipstapinn orsakaðist þannig, að sjó tók að brima, og þegar á sund það kom, sem farið var inn um á lendingu, varð frákastið að norðanverðu svo mikið í ólaginu að eigi neitti stjórnar og barst skipið að nefinu, sem er að sunnanverðu við sundið, stóð þar og hvolfdi allt í einu; komust nokkrir á kjöl, og nokkrum varð náð úr landi og á áttæring sem fram var settur, því eigi höfðu aðrir róið þennan dag, og náðust allir.
Þeir sem dauðir voru, voru bornir heim að bæ og var nú óðar sent til Vilhjálms bónda Hákonarsonar í Kirkjuvogi, og brá hann við snögglega, þótt hann væri sjálfur nýkominn úr skinnklæðunum, hljóp suður að Gálmatjörn og að hans tilstuðlan var allt það reynt sem unnt var, til að endurlífga hina drukknuðu, opnuð æð á handlegg, lagðir á tunnur til þess að ná úr þeim sjónum; þarnæst voru spenntir handleggir þeirra fram og upp með höfðinu og svo niður aptur til þess að hleypa lopti í lungun, burstaðir á fótinn, handleggjum og herðum og var þessum tilraunum haldið áfram allan daginn en allt til einskis. Ekki varð vart við nokkurt lífsmark.”

Heimild:
-Þjóðólfur, 18. árg. 1865-1866, bls. 103.

Junkaragerði

Junkaragerði og Kalmanstjörn.

Coot

Stundum er gaman að fylgjast með störfum fornleifafræðinga – og heyra hvað þeir hafa að segja um ólíklegustu hluti. Hafa ber þó jafnan í huga að þeir eru bara mannlegir eins og allir aðrir þegar störf þeirra og orð eru metin.

Coot

Coot.

Ágætt dæmi um þetta er Coot, fyrsti togarinn, sem Íslendingar eignuðust. Hann kom til heimahafnar í Hafnarfirði þann 5. mars árið 1905. Þann 8. desember 1908 strandaði togarinn við Keilisnes. Mannbjörg varð, en ekki reyndist unnt að ná togaranum aftur á flot. Brak úr honum má enn finna á Keilisnesi. Gufuketill og stýri voru t.a.m. flutt til Hafnarfjarðar þar sem hvorutveggja hefur staðið við horn Strandgötu og Vesturgötu, skammt frá Byggðasafninu, sem verðugur minnisvarði um þennan fyrsta togara landsins.
Þegar spil var nýlega tekið úr leifum Coot á strandstað og flutt í Sjóminjasafn Íslands hefur án efa legið fyrir heimild frá Fornleifavernd ríkisins eða sú stofnun fylgst mjög náið með þeirri framkvæmd frá upphafi sbr. lagaákvæði þar að lútandi.
Samkvæmt gildandi Þjóðminjalögum teljast munir, sem náð hafa 100 ára aldri, til fornleifa. Með ákvæðum laganna njóta þeir þar með sérstakrar verndar.
Spurningin í þessu tilviki er; hvenær varð gufuketillinn úr Coot fornleif? Fornleifafræðingur einn svaraði því til fyrir skömmu, aðspurður, að ketillinn væri í raun ekki fornleif. Hann yrði það ekki fyrr en árið 2008, talið frá og með árinu sem togarinn strandaði við Keilisnes.

Coot

Skoðum þetta svolítið nánar. Torgarinn kom til landsins árið 1905. Þá var hann a.m.k. til sem slíkur, og ketillinn þar með. Ef betur er að gáð kemur í ljós að togarinn var smíðaður í Glaskow árið 1892. Þá var gufuketillinn settur í hann. Ketillinn er því a.m.k. frá þeim tíma og því óneitanlega orðinn fornleif. Og ekki er hægt að halda því fram með góðum rökum að einungis gripir eða minjar, sem búnir hafa verið til innanlands, gætu með réttu talist til fornleifa, hafi þeir náð 100 ára aldri. Hvað þá með alla þá gripi, sem fundist hafa og sannarlega verið innfluttir?
 Nei, þrátt fyrir framangreint svar, er gufuketillinn úr Coot löngu orðin fornleif og hefði átt að meðhöndlast sem slík.
Enska orðið “Coot” þýðir blesönd á íslensku. Heimsfræg önd er sömu tegundar, þ.e. Andrés Önd og fjölskylda.
Saga Coots varð ekki löng, en þýðingarmikil fyrir íslenskt þjóðarbú. Það voru Íslendingar er stofnað höfðu Fiskiveiðahlutafélag Faxaflóa árinu áður sem keyptu og fluttu togarann til heimahafnar í Hafnarfirði.
“Iðnbyltingin” á Íslandi á heimastjórnartímanum var fólgin í vélvæðingu og aukinni tæknivæðingu atvinnulífsins, en einkum þó við fiskveiðar og fiskverkun. Þilskipin sem farið var að nota á síðustu áratugum 19. aldar höfðu eflt sjávarútveginn og sjávarbyggðirnar, en þeim voru takmörk sett enda seglskip með fábrotin veiðarfæri. Notkun véla í fiskiskipum kynntust Íslendingar fyrst á tíunda áratug 19. aldar þegar breskir togarar (eða botnvörpungar eins og þeir voru nefndir vegna veiðarfærisins, botnvörpunnar) knúnir gufuafli úr kolum fóru að venja komur sínar á fiskimiðin við landið. En fyrirmyndir að fyrstu vélunum í íslenska báta voru þó sóttar til Danmerkur og í stað gufuvéla var notast við sprengihreyfla sem brenndu steinolíu.

Ketillinn

Er vélaöld í íslenskum sjávarútvegi yfirleitt talin hefjast árið 1902 þegar vél var sett í árabátinn Stanley á Ísafirði. Tóku útgerðarmenn og sjómenn um land allt þessari nýjung fagnandi enda skapaði hún möguleika á stórauknum fiskafla. Voru vélbátar orðnir vel á fjórða hundraðið aðeins tíu árum síðar.  Fyrsti íslenski togarinn, knúinn gufuvél, kom sem fyrr sagði, árið 1905 til Hafnarfjarðar. Var hann keyptur á Englandi og nefndur Coot. Útgerðin heppnaðist nema hvað skipið strandaði þremur árum síðar og var úr sögunni. Með Coot var ísinn brotinn og í kjölfarið fylgdi togararinn Jón forseti (1907) á vegum útgerðarfélagsins Alliance. Var hann sérsmíðaður utanlands. Er sagt að útgerðin hafi gengið svo vel að smíðaverðið hafi verið að fullu greitt á þremur árum. Næstu árin kom síðan hver togarinn á fætur öðrum til landsins. Voru þeir orðnir sex árið 1910 og tuttugu árið 1917. Vélbátar og gufutogarar leiddu til þess að miklu meiri fiskafli en nokkru sinni fyrr kom á land, og skapaði þar vinnu og síðan auknar útflutningstekjur.
Togarinn Coot var ekki stórt skip, jafnvel á sínum tíma, og var ekki eiginlegur úthafstogari heldur ætlaður til veiða á innsævi og veiddi hann því aðallega í Faxaflóanum, uns hann endaði “ævi” sína við Keilisnesið á norðanverðum Reykjanesskaganum, líkt og Kópanesið og Haukurinn mörgum árum síðar.
En gufuketillinn úr Coot er sem sagt fornleif – hvað sem hver segir.

Heimildir m.a.:
-http://heimastjorn.is/heimastjornartiminn/atvinnulif/nr/19

Coot

Ketillinn úr Coot.

Hraun

Þann 24. mars 2006 voru 75 ár síðan björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnets undan Hraunsfjöru. Þá var fluglínutæki fyrst notuð til björgunar hér á landi.

Cap Fagnet

Cap Fagnet.

Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.

Cap Fagnet

Björgun við Cap Fagnet.

Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í nóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.

Heimild:
www.grindavik.is

Áhöfnin

Áhöfnin á Cap Fagnet sem bjargað var.

Clam

Við strönd Reykjaness, báðum megin nessins, hafa orðið mörg og mikil sjóslys á umliðnum öldum, ekki síst þeirri tuttugustu. Við Reykjanesið strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam.
Það var 28. febrúar árið 1950. Skipið varð vélarvana eftir að hafa Clam á strandsstaðrekið upp í fjöru í Reykjavík og var á leið til útlanda, dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.
Slysið var þétt upp við hamravegginn sunnan Valahnúks. Um borð voru 50 manns, helmingur Kínverjar og helmingur Englendingar. Hluti áhafnarinnar fór í björgunarbáta, en hluti var um kyrrt í skipinu. Allir sem fóru í björgunarbáta fórust, en hinum var öllum bjargað af björgunarsveitinni Þorbirni frá Grindavík, en skipið brotnaði í spón á staðnum innan skamms. Þessi atburður var rótin að skáldsögunni Strandið eftir Hannes Sigfússon, en hann var einmitt á Reykjanesvita þegar þessir atburðir gerðust.
Víkur nú sögunni að upphafinu. Þann 21. febrúar 1950 rak breska olíuskipið Clam á land við Köllunarklett í Reykjavík og laskaðist nokkuð. Að morgni 28. febrúar var það í togi á leið til Cardiff í Bretlandi til viðgerðar þegar það slitnaði frá dráttarbátnum. Skipið rak stjórnlaust að landi og strandaði, miðja vegu milli gamla og nýja Reykjanesvitans og því sem næst fremst á nesinu. Yfirmenn voru allir enskir en undirmenn flestir af kínversku bergi brotnir. Við strandið greip mikil skelfing um sig meðal kínversku skipverjanna og þustu allmargir til (31 maður, þar af 5 Bretar) og reyndu að bjargast á land í tveimur björgunarbátum. Afleiðingarnar urðu sorgleg endalok 27 manna sem fórust er bátunum Clam á strandsstaðhvolfdi. Aðeins fjórum var bjargað á land. Þeim 19 mönnum, sem eftir urðu um borð í Clam, var bjargað nokkru síðar án teljandi erfiðleika. Viku síðar fundu menn níu lík rekin, um það bil einn kílómetra frá sjálfum strandstaðnum. Þau voru flutt til Reykjavíkur og komið fyrir í Fossvogskapellu. Þar sem líkin reyndust óþekkjanleg, var tæknideild rannsóknarlögreglunnar beðin um aðstoð. Var þá haft í huga að ef til vill yrði hægt að ná fingraförum af líkunum, en fingraför voru til af allri áhöfninni í spjaldskrám skipafélagsins. Rannsókn tæknideildarmanna varð til þess, að fimm líkanna þekktust aftur. Fingraförin sem tekin voru af hinum látnu voru send til Englands þar sem samanburður fór fram. Þetta er í fyrsta skipti sem aðstoð við slíka rannsókn er framkvæmd hérlendis. Bretar heiðruðu Axel Helgason fyrir ómetanlegt starf við þessa rannsókn.
Ýmislegt var hirt úr skipunu áður en grimmur sjórinn á þessum slóðum tók það sem eftir var. Sigurjón Ólafsson, vitavörður í Reykjanesvita, sem hafði komið á slysstað og tekið þátt í björgunaraðgerðunum, náði t.a.m. fágætri kommóðu úr skipinu. Hún var síðar (árið 2005) afhent Byggðasafni Kommóða úr ClamReykjanesbæjar. Kommóðan kom til safnsins frá Ólafi syni Sigurjóns.
Björgunarsveit Grindavíkur undir stjórn Tómasar Þorvaldssonar, bjargaði 19 mannanna með því að skjóta línu út í skipið. Líklegt er talið að bjarga hefði mátt flestum ef ekki öllum úr áhöfninni ef þeir hefðu beðið í skipinu í stað þess að freista þess að ná landi í björgunarbátunum. Fimmtán lík rak á land og voru þau jarðsett í Fossvogskirkjugarði.
Ekki er óeðlilegt að einhverjar spurningar kynnu að vakna um það hvernig stæði á því að 50 manns hafi verið um borð í vélarvana skipi í drætti frá Íslandi til Bretlands á þessum tíma??? Ekki er vitað til þess að þeirri spurningu hafi nokkurn tímann verið svarað – enda kannski aldrei lögð fram!

Heimild:
-http://www.logreglan.is/default.asp?cat_id=660
-http://www.wikipedia.org/wiki/Reykjanes+clam+reykjanes
-http://www.rnb.is/clam+reykjanes
-Ljósmynd 2; í eigu Sævars Jóhannessonar, rannsóknarlögreglumanns í Reykjavík.

Reykjanes

Reykjanes – JÓH.