“Á þessum 25 árum hafa hjer orðið alls 237 skipströnd. Það er að meðaltali um 9 skip á ári, sem hafa farist eða brotnað.
Af þessum 237 skipum hafa 98 skip verið undir seglum, er þeim barst á, 103 hefur rekið á land úr legu, og um 36 veit enginn, þau hafa horfið, og enginn komið fram til að segja hvernig.
Flest hafa skipströndin orðið á vesturströnd Íslands, þ. e. 43 á Reykjanesskaganum og sunnanverðum Faxaftóa, á norðurströnd landsins 59, á austurströndinni 33, og suðurströnd 55, og fara þar vaxandi, og eru flest á svæðinu frá Skaftárós að Kúðafljóti.
11. september 1884 var afspyrnurok á útsunnan um allt land. Þá rak 14 skip á land við Hrísey í Eyjafirði, og vita menn eigi til, að slíkt hafi hent svo mörg skip, hvorki fyrr nje síðar. Flest voru þessi skip norsk. Í norðanveðrinu 2. maí 1907 rak 5 skip á land við Höfn hjá Horni — öll voru þau fiskiskip.
Farist og strandað hafa:
1879—1883 alls 42 skip
1884—1888 — 55 —
1889—1893 — 35 —
1894—1898 — 50 —
1899—1903 — 55 —
2016 menn hafa komist lífs af frá þessum skipströndum og gegnir það furðu, þar sem engin björgunartæki hafa verið fyrir hendi, og mörg ströndin orðið á versta tíma árs í dimmu, hríðum og frosti. – Ægir.”
Heimild:
-Vísir, 30. júní 1914, bls. 2.