Gunnuhver er gufuhvera- og leirpyttaklasi.
Gufu- og leirhverir stafa af suðu í jarðhitageymi. Gufan Gunnuhver-12leitar upp og blandast yfirborðsvatni. Henni fylgja gastegundir. Þær gera vatnið súrt. Af því umbreytist hraungrýti og móberg í leir. Gufustreymið jókst mjög er þrýstingur lækkaði í jarðhitageyminum við vinnslu vatns og gufu úr honum. Stærsti leirhver landsins, nú með digrum suðustólpa í 20 m víðum stampi, er efst í brekkunni. Um tíma náði gosstólpinn um 10 m hæð og slettur úr honum hlóðust á barmana.
Óróasamt er á Reykjanesi af völdum jarðskjálfta. Þeir koma í hrinum en eru vægir, þeir stærstu rúmlega 5 á Richter. Í helstu hrinunum hefur sprunga sem liggur frá Valbjargagjá til norðausturs um Gunnuhver hreyfst til, síðast fyrir um 40 árum. Við slík umbrot hefur hveravirkni aukist um tíma og efnaríkt vatn úr jarðhitageyminum náð til yfirborðs og myndað goshveri með útfellingum af hverahrúðri.
Gunnuhver-13Þetta voru sjóhverir. Kísilhóll er nefndur eftir kísilhellu efst á honum. Í henni eru skálar eftir kulnaða goshveri. Kulnaður bolli Hversins 1919 er um 100 m sunnar, ofan vegar. Hann var síðast virkur kringum 1970. Skammt þar suðvestan við var Geysir (Reykjanes-Geysir) virkur kringum aldamótin 1900 og framan af 20. öld. Engin merki sjást um hann nú.

Heimild:
-http://isor.is/efni/9-gunnuhver-%E2%80%93-hverasvaedi

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Ólafsskarð

Gengin var gömul þjóðsagnakennd þjóðleið, Ólafsskarðsvegur. Gangan hófst í Jósefsdal, austan Vífilsfells, þaðan var gengið upp Ólafsskarðið um fyrrum skíðabrekkur, áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, milli gíganna Leitis og Eldborga og að Fjallinu eina norðvestan Geitafells. Svo virðist sem gatan hafi legið beggja vegna smáfjallsins, áfram niður með grónum hraunbrúnum (Hrossaflatir) og áleiðis niður með austanverðu Geitafelli. Gatan hefur verið merkt með stikum, en á köflum fara þar út fyrir annars augljósa götuna. Nokkur ofan við vestnorðanvert Geitafell má sjá gatnamót Ólafsskarðsleiðar og Heiðarvegar er liggur um austanverða Heiðina há að Grindarskörðum.

Svæðið

Ólafsskarðsvegir austan Ólafsskarðs.

Haldið var niður af heiðinni vestan Krossfjalla og komið niður að Litlalandi í Ölfusi. Á þessum heiðarkafla eru nokkra markaðar leiðir og sérhver ekki ómerkilegri en önnur.
FERLIR hefur ekki áður gengið þessa leið, en rakið aðrar götur á svæðinu, bæði upp með Búrfelli og um Krossfjöll. Þessar fornu götur koma ekki fram í fornleifaskráningum af svæðinu.
Ólafsskarðsvegur er nefndur eftir samnefndum bryta í Skálholti. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi segir að einni sinni hafi lyklakippa Skálholtsstaðar týnst, og fannst hún hvergi. Varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram, þangað til 12 ár voru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sama, að ráðsmaður (eða bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér, er hann reið í Reykjavíkurkaupstað, og hafði týnt þeim í fellinu, er hann áði.

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur.

Um Lyklafell fjallar og þekkt þjóðsaga af sama meiði. Hún er um nefndan Ólaf bryta í Skálholti. Á að hafa soðið upp úr milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal Ólafsskarðveg og heitir skarðið eftir honum. Steðjaði hann austur sýslur á Fjallabaksleið syðri. Við Brytalæki á Fjallabaksleið austanverðri datt hann dauður niður.
Frábært veður (reyndar það frábærasta er um getur). Leiðin, sem er 20.0 km, varði í 5 klst.

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur ofan Ólafsskarðs.

 

Fagradalsfjall

Dalssel er eitt þeirra 400 selstöðva, sem hvað erfiðast er að staðsetja á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs. Minjarnar um þetta fyrrum sel eru þó enn vel sýnilegar á ystu mörkum Þórkötlustaðabæjanna í Grindavík (sem þó hafði verið ágreiningur um, bæði af hálfu Vogamanna og Járngerðarstaðabænda).
Vestan EsjuÍ BA-ritgerð ÓSÁ í fornleifafræði (birt með góðfúsleguleyfi höfundar), nefnir hann allar þekktar og óþekktar selstöður á Reykjanesskaganum vestan Esju. Þar kemur eftirfarandi fróðleikur um Dalssel. „Guðrún Ólafsdóttir segir um Sel og selstöður í Grindavíkurhreppi að Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu Jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi: …aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar. Um selstöður frá Stóru-Vogum segir í Jarðabókinni 1703: „Selstöðu vissa á jörðin eina nærri þar sem kallað er Vogaholt, aðra vill hún eigna sjer þar sem heitir Fagridalur, en þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðarmenn í Grindavík vilja eigna sjer þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar.‘‘
Í Dalsseli norðan Nauthólaflata - í FagradalÁrni Óla segir í bók sinni strönd og Vogar frá Dalsseli: „…auk þess eignuðust Stóru-Vogar sér selstöðu í Fagradal, þar sem heitir Dalssel, en um það var ágreiningur, því að Járngerðarstaðamenn í Grindavík eignuðu sér það líka.“
Höfundur skoðaði tóftir Dalssels í Fagradal árið 2003. Þær eru á sunnanverðum uppþornuðum lækjarbakka norðan við Nauthóla og Nautaflatir. Sjá má móta fyrir húsum og stekk eða kví ofar. Veggir sjást grónir, en ekki er að sjá hleðslur í þeim. Erfitt er að greina nákvæma rýmisskipan.“
Rétt er að geta þess að fyrrnefnd ritgerð er án efa það rit, sem finna má hvað viðarmestar upplýsingar um sel, staðsetningu þeirra og nýtingu á tilteknu svæði landsins, er um getur fyrr og síðar. Þá má vel koma fram að eftir að ritgerðin var skrifuð (vorið 2007) hefur höfundur bætt um betur og skráð allar selstöður norðan, vestan og austan Esju, þ.e. í öllu fyrrum landnámi Ingólfs, eða u.þ.b. 250 selstöður, rissað þær upp, staðsett þær með hnitum og lýst ástandi þeirra. Ekki er þó vitað til þess að sótt hafi verið um styrk til verksins, en slíks væri vel veitandi þótt ekki væri til annars en gefa mætti ritgerðina sem og viðbótina við hana út á prenti (með meðfylgjandi ljósmyndum og uppdráttum) – til varðveislu og fróðleiks upplýsinganna. Það er alltaf sárt til þess að vita að eintak slíks verks skuli að lokinni langri og mikilli vinnu vera lagt upp í hillu á safni, sem einungis örfáir hafa aðgang að.

Í DalsseliSkoðum Dalsselið svolítið nánar. Skógfellshraun er norðan Skógfellanna. Upp úr Skógfellshrauni rís allhátt fell sunnanvert, sem heitir Stóra-Skógfell. Litla-Skógfell er þar nokkru norðar, en er allmikið lægra og skiptir það löndum á milli Voga og Járngerðarstaða (að sumir telja). Stóra-Skógfell skiptir löndum á milli Járngerðarstaða og Þórkötlustaða (að aðrir telja) og eru merkin í næsta hnúk. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur (frá fyrri hluta 19. aldra var hann nefndur Sandakravegur) og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum. Hraunið á milli Skógfella og Fagradalsfjalls heitir Dalahraun og nær það fram á móts við Kast. Það er lágt og víða sléttar klappir og mosaþembur. Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði. Samkv. þessu er Sandhóll, sem er vestur af Kasti og Fagridalur, sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða.

Fagridalur - loftmynd

Aurar heita melar innan við og austan Dalahrauns og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. [Hér hefur jafnan gleymst að Þórkötlustaðir höfðu selstöðu í Dalseli í Fagradal, norðan Nauthólaflata]. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða. Slokahraun er á milli túnanna á Hrauni og Þórkötlustöða. Aðrar heimildir, sem fyrr er getið, kveða á um að Járngerðarstaðamenn hafi haft selstöðu í Fagradal. [Að öllum líkindum er um misskilning að ræða því engar skráðar heimildir eru til um að Járngerðarstaðabændur hafi haft selstöðu í Fagradal]. Bæði þeir og Hraunsmenn hafa hins vegar viljað eigna sér svæðið milli Vatnskatla, Kálffells og Litla-Skógfells. Það hafa einnig Vogamenn viljað gera sbr. framangreindu.
Í skrifum Guðrúnar Ólafsdóttur um sel og selstöður í Grindavík (Söguslóðir, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979) segir hún m.a.: „Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum. Í Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar.

Staðarhverfi - næsta "landnemaverkefni" FERLIRs

Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum (sjá meira undir lýsingar). Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fékk aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. [Hér segir af selstöðu Þórkötlustaðabænda á Vigdísarvöllum, sem er skammt sunnan við þann stað er samnefndur bær stóð síðar undir Bæjarhálsi.]
Krýsuvíkurbændur nutu þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. [Hér er hinu týnda Kaldranaseli lýst í mýrinni austan Nýjalands].
Gísli Sigurðsson, varðstjóri í Hafnarfirði, hefur um áraraðir viðað að sér fróðleik um þetta efni og vissi manna best um það. Hann hefur farið um allan skagann og leitað seljarústa, mælt og teiknað upp grunnmyndir af þeim, sem hann hefur fundið. Hann fullyrti að leifar væru að finna eftir sel á öllum þeim stöðum, sem nefndir hafa verið hér að framan nema við Seltún, á Baðsvöllum og í Fagradal. Við Seltún hafa ummerki horfið vegna umsvifa í sambandi við brennisteinsnám á 18. og 19. öld. Á Baðsvöllum er nú skógræktarlundur Grindvíkinga. Dalssel hefur Gísli aldrei fundið, þrátt fyrir nokkra leit.
BaðsvallaselDalssel er að öllum líkindum millitíðaselsminjar, þ.e. leifar minja frá 17. og 18. öld. Áður voru selin óregluleg hús, þrískipt; annars vegar sambyggð baðstofa og búr og hins vegar eldhús, en en undir lokin, líkt og áður, tók húsaskipanin og -gerðin mið af þróun íslensla torfbæjarins – í fyrstu óregluleg, en er á leið með reglulegri rýmisskipan. Þannig má sjá nýjustu selstöðurnar með reglulegri formgerð og jafnvel svolítið stærri rýmum en áður var. Hafa ber í huga að hér er miðað við selstöður á Reykjanesskaganum, en sel í öðrum landshlutum gætu verið með öðrum kennimiðum en hér er greint frá.
Sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: “Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.”.
Ekki hefur tekist að timasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll.“
Nýjustu upplýsingar benda til þess að selstöður hafi tíðkast á landssvæðinu allt frá landnámi til loka 19. aldar. Selstöður einstakra bæja breyttust á tímabilinu – nýjar voru teknar upp og eldri lögðust af. Ástæður staðsetninga þeirra breyttust einnig. Elstu selstöðurnar voru hvorutveggja tákn um nýtingarþörf og landnámsvernd, þ.e. þær voru staðsettar á ystu mörkum líkt og til að sýna fram á eignarréttinn. Síðar endurspegluðu selstöður bæði ástand í búskaparmálum landssvæðisins og möguleikum ábúendanna. Harðræði og erfitt árferði fækkaði selstöðum og jafnvel sameinaði aðrar nálægar. Hafa ber í huga að að allt líf landsmanna snerist um að halda lífi í sauðkindinni svo hún mætti halda lífi í mannskepnunni. Undir lok 19. aldar urðu umtalsverðar breytingar – líkt og oft vilja verða – sauðfé fjölgaði margfalt með aukinni heimatúnræktun, fólki fækkaði að sama skapi, en kúm bænda fjölgaði að sama skapi. Þetta varð til þess að ekki varð lengur nauðsynlegt að nytja ær í seli heldur var kúamjólkin unnin heima á bæ til mótvægis. Fé, sem áður var nýtt til mjólkurnytja, var nú fyrst og fremst nýtt til kjötnytja – í því fólst ágóðinn. Hér verður, fyrrum líkt og eftirleiðis, að horfa til markaðslögmálanna tveggja – framboðs og eftirspurnar sem og breyttrar samfélagsmyndar.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall, Nauthólar og Dalssel.

 

 

Refur

Ætlunin var að ganga frá Sýslusteini í Lyngskjöld og leita uppi greni, sem þar á að hafa verið.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Á þeim slóðum átti svonefnt þrætugreni að vera, en það var nefnt svo vegna þess að hvorki Selvogsmenn né Grindvíkingar töldu grenið vera í þeirra landi. Heyrir það til undantekninga að bændur afneiti landi því oftar en ekki hafa þeir deilt um yfirráð á slíkum svæðum. Bréfaskrifti fóru á millum hreppsnefndanna vegna þessa þar sem ítrekaðar voru skyldur hvorrar fyrir sig að vinna grenið. Ástæðan var fyrst og fremst sú að grenið var á ystu mörkum sveitarfélaganna og langt að fara fyrir báða aðila, þó heldur lengra fyrir Grindvíkinga. Líklegt mátti því telja að Lyngskjaldargrenið hafi verið það greni er olli framangreindum deilum fyrrum, nefnt „Þrætugreni“. Hafa ber í huga að akvegur þarna var fyrst gerður um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Að sögn kunnugra er grenið við landamerkjavörðu á „Skildi“ og eiga hlaðin byrgi skyttu að vera nálægt greninu.

Lyngskjaldargreni-1

Ólafur Þorvaldsson, síðasti bóndinn í Herdísarvík, getur um Lyngskjaldargrenið í lýsingu sinni af Herdísarvík: „…Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar. Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraungrýtissteinn, og er hér Sýslusteinn, auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gullbringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Úr Sýslusteini liggja sýslumerki yfir Lyngskjöld, sem er bunga í brún fjallsins, og hefur yngsta hraunið runnið ofan af fjallinu, austan hans og vestan. Gren er á Lyngskildi, austan marka, Lyngskjaldargren. Meiri gróður er í Lyngskildi en umhverfis hann, t. d. mikið um eini, og er oft á haustin gott þar til einiberja…“
Mosavaxið hraun liggur neðan, ofan og beggja vegna Lyngskjaldar. Hann er í eldra greiðfærara helluhrauni. Svæðið hallar snarlega upp á stall vestan Herdísarvíkurfjalls. Hallinn er lyng- og hrísvaxinn. Þegar upp á hann er komið tekur við fyrrnefnt tiltölulega slétt hellurhraun. Ofar eru rásir og í þeim nokkir litlir hellar. Stallurinn er kjörið grenjasvæði því alls staðar má sjá op á yfirborðsrásum.

Þrætugrenin

Hleðslur við Þrætugrenin.

Lyngskjaldargrenið (-grenin) er rétt fyrir ofan hallann, fremst á stallinum, vestast í honum. Lítil varða er ofan við brúnina og síðan má sjá hvert opið á greninu á fætur öðru. Þau eru öll merkt með tveimur steinum. A.m.k. tvö byrgi refaskyttu eru sitt hvoru megin við grenjasvæðið. Meginopið er í nokkurs konar „urð“ skammt suðaustan við efra byrgið. Innan við það var skít að sjá, en hvergi var fiður eða önnur nýleg ummerki eftir ref í eða við grenin. Talsvert var af rjúpu í nágrenninu, sem bendir fremur til þess að refur hafist ekki við í greninu um þessar mundir. Hnit voru tekin. Af afstöðunni má ætla að grenið sé nokkurn veginn á sýslumörkunum fyrrnefndu, en þó heldur innan Selvogslands ef eitthvað er.

Þrætugrenin

Eitt þrætugrenjanna.

Refur hefur löngum verið veiddur á Reykjanesskaga. Í frétt í Morgunblaðinu 1987 segir m.a. um tófuveiðar á Reykjanesskaganum: „Tófu fjölgar ört í Gullbringusýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hefur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur í vor, og virðast tófurnar vera um allt. Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjardyrnar hjá sér á Vatnsleysu. Tófur hafa verið felldar við Innri-Njarðvík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðs-stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Einar Þórðarson og Lárus Kristmundsson refaskyttur í Vatnsleysustrandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni.
MelrakkiÍsólfur Guðmundsson, bóndi í Ísólfsskála, refaskytta í Grindavíkurlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði. Í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar
refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson refaskyttur í Hafnahreppi hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af eru 3 tófur er voru felldar í Njarðvíkurlandi.
Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fjöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra voru felldar samtals 38 tófur í Gullbringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 voru felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 voru þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 voru þær 2, árin 1981 og 1982 voru engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá voru veiddar 11 tófur, árið eftir 31.“

Þrætugrenin

Skjól refskyttu við Þrætugrenin.

Og svolítill fróðleikur um tófuna: Talið er að tófan hafi sest að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en talið er að hún hafi komið hingað á hafís.
Fullvaxinn refur getur orðið tæpur metir á lengd, skrokkurinn ekki nema 56-60 cm. Og þyngdin getur orðið allt að 6 kg. Læðurnar eru yfirleitt léttari.
Til eru nokkur litarafbrigði af Íslenska heimskautarefnum en aðallitirnir eru mórautt og hvítt. Dýr af mórauðakyninu eru dökkbrún allt árið en geta verið með hvítan blett eða rák á bringu. Á sumum mórauðu dýrunum getur feldurinn orðið upplitaður á vorin, svo að hann sýnist ljósbrúnn eða grábrúnn. Dýr af hvíta afbrigðiðu eru aftur á móti grábrún á baki og ljósbrún á kvið á sumrin, en þau eru alhvít á vetrum. Mórauða afbrigðið er algengast á Íslandi þegar á heildina er litið. Trýni refsins er alltaf svart og eyrun upprétt. Refir ganga úr hárunum tvisvar á ári. Þeir skipta yfir í sumarfeldinn á tímabilinu frá miðjum maí til miðjan júní. Vetrarfeldur fullorðinna dýra vex út aftur í byrjun vetrar og er að vaxa eitthvað fram yfir áramót.

Þrætugreni

Skjól refaskyttu við Þrætugrenin.

Húsakynni tófunnar er kallað greni. Greni tófunnar eru margvísleg. Greni hennar eru víðast í stór-grýtisurðum neðarlega í fjallshlíðum eða í hraunrásum. Vitað er með vissu að mörg greni hafa verið notuð áratugum saman, þótt ekki sé það á hverju ári.
Tófan gýtur að jafnaði um miðjan maí eftir c/ 52 daga meðgöngu. Afkvæmi tófunnar kallast yrðlingar.
Meðal gotstærð íslensku tófunnar er 5-6 yrðlingar. Þeir fæðast blindir en augun opnast eftir 15 daga. Yrðlingarnir eru alveg háðir móðurmjólkinni fyrstu þrjár vikurnar en þá byrja þeir að éta kjöt. Læðan venur þá síðan af spena við 6-10 vikna aldur.
Báðir foreldrar hjálpast að við uppeldið. 

Vembla

Fyrstu þrjár vikurnar fer læðan lítið frá greninu og steggurinn sér að mestu einn um aðdrætti. Refaparið notar afmarkað heimasvæði sem það fer um í ætisleit og reynir að verja gegn öðrum refum. Heimasvæði sem varið er fyrir öðrum dýrum sömu tegundar er nefnt óðal. Bæði kynin merkja óðalið með þvagi á áberandi stöðum.
Yrðlingarnir taka smám saman að fara í stuttar og síðar lengri ferðir frá greninu. Þegar þeir eru orðnir um það bil tólf vikna gamlir, sem er venjulega snemma í ágúst, eru þeir oft farnir að dreifa sér og sofa á daginn í holum og glufum sem ekki teljast eiginleg greni. Næstu fjórar vikurnar eykst sjálfstæði þeirra og síðast er vitað til að refur hafi fært yrðlingum fæðu í lok ágúst þegar yrðlingarnir voru tæplega 14 vikna gamlir. Í byrjun september virðast þeir vera farnir að finna alla sína fæðu sjálfir.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

 Um miðjan september taka fyrstu yrðlingarnir að yfirgefa óðal foreldranna. Steggir virðast fara fyrr en læður.
Fæðan fer eftir aðstæðum, ýmislegt sjórekið, hrognkelsi, kræklingur, fuglar, egg, hreindýrahræ, rjúpur, þangflugnapúpur, ber, hagamýs o.fl.
Fá dýr eiga sér eins margar nafngiftir og refurinn á Íslandi.
Önnur Íslensk heiti eru: Djangi, djanki, dýr, dratthali, fjallarefur, fjallrefur, gráfóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, melrakki, melkraki, rebbali, rebbi, refur, skaufhali, skolli, tófa, tæfa, vargur og vembla.
Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verslunarvara.. Um tíma var bændum gert skylt að stunda grenjaleit á jörðum sínum og afréttum á eigin kostnað, þótt veiðimönnum væri greitt fyrir veiðina.“
Til baka var gengið eftir torsóttri fjárgötu undir Lyngskildi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1943-1948. Herdísarvík í Árnessýslu, eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 134.
-Morgunblaðið 14.07.1987, bls. 26.
-Villt spendýr, bls. 74-85.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

Þýskabúð

Sunnudaginn 23. apríl 1995 fundust mannabein í fjörunni norðan við Straum. Maður, sem verið hafði á gangi í fjörunni vestan við Straumsvík, gekk þar fram á bein, u.þ.b. 300 metrum norður af Straumsbænum. Fundurinn hefði ekki komist á vefsíðu FERLIRs nema vegna þess að beinin reyndust vera af fornmönnum.

Fjaran

Við skoðun á vettvangi hafði komið í ljós að um mannabein væri að ræða. Þetta voru um 40 bein, s.s. lærleggir, brot úr höfðukúpu, rifbein, hryggjarliðir, tennur o.fl. Beinin voru að rannsókn lokinni tekin í vörslu lögreglunnar.
Sýnishorn af beinafundinum var í framhaldinu sent til rannsóknarstofu í Danmörku. Í ágústmánuði barst niðurstaðan eftir nákvæma geislakolsrannsókn. Beinin reyndust af fleiri en einni manneskju. Þau höfðu legið í sjó og þess vegna þurfti að taka tillit til þess við aldursákvarðanir. Sjórinn varðveitir betur samsætur en landið. Með leiðréttri aldurgreiningu reyndist aldur beinanna vera frá því um miðja 11. öld.
Geislakol (C14) er geislavirk kolefnissamsæta. Með greiningu á geislakoli er hægt að ákvarða raunaldur lífræns efnis. Allar lífverur taka í sig C14 úr umhverfinu. Þegar lífvera deyr hættir upptaka efnisins en það sem eftir situr í vefjum minnkar jafnt og þétt. Helmingunartími geislakols er 5730 ár. Með því að mæla magn geislakols í lífrænu efni er hægt að reikna út hvenær lífvera dó. Aldursgreiningu með geislakoli er hægt að gera á t.d. beinum, viðarbútum, kolum, fræjum og skjeljum sjávardýra. Aðferðin var þróuð af Williard Libby og kom fyrst fram 1949.
Beinin Geislavirk frumefni klofna og mynda ný frumefni með jöfnum hraða. Frumefnið fer að klofna um leið og bergið storknar eða lífveran deyr. Helmingur af upphaflega efninu klofnar og verður að öðru efni á ákveðnum tíma og sá tími er kallaður helmingunartími en klofnunin er stöðugt ferli. Hlutfallið á milli efnanna er síðan mælt til að ákvarða aldurinn.
Helmingunartíminn er ein milljón ára. Með því að reikna út prósentuhlutfall geislavirks móðurefnis og stöðugs dótturefnis má aldursgreina sýnið. Í þessu dæmi, þar sem magn móðurefnis og dótturefnis er jafnt (1:1), vitum við að einn 9 helmingunartími er liðinn og að sýnið er 1 milljónar ára gamalt. Þegar hlutfall móðurefnis og dótturefnis nær 1:15 vitum við að sýnið er 4 milljóna ára. Þegar helmingunartími er gefinn er yfirleitt gefin upp mæliskekkja, þ.e. ± einhver ár.
Öll atóm hafa þéttan kjarna sem inniheldur svo til allan þunga atómsins. Umhverfis atómið eru neikvætt hlaðnar rafeindir. Kjarninn inniheldur tvær gerðir af ögnum, róteindir, sem eru jákvætt hlaðnar agnir, og nifteindir sem eru óhlaðnar. Rafeindir segja til um sætistölu en massi atómsins er samanlagður massi róteinda og nifteinda (massatala). Kolefni hefur atómnúmerið 6 en atómmassi þess getur verið 12, 13 eða 14. Þegar kraftarnir, sem binda nifteindir og róteindir saman, eru ekki nægjanlega sterkir klofnar kjarninn og er ferlið geislavirkt.
Hér á landi hafa einkum tvær aðferðir verið notaðar til að reikna út raunverulegan aldur jarðlaga. Önnur þeirra er framangreind geislakolsaðferð. Hún byggist á því að við stöðuga skothríð nifteinda myndar 14N (köfnunar-efni) í háloftunum 14C (kolefni) samsætu sem er geislavirk. 14C blandast síðan hinu venjulega 12C og kemur þannig inn í CO2 (koltvíoxíð) og þaðan til lífveranna. Þegar lífveran deyr hættir hún að taka við CO2 svo að þá er sama magn af 14C og 12C í lífverunni og í andrúmsloftinu. 14C samsæturnar byrja aftur á móti að brotna niður í lífverunni um leið og hún deyr. 14C brotnar þá niður í 14N og sá tími sem það tekur helming þess að breytast er 5.730 ± 40 ár og er það helmingunartími 14C þar sem um stöðugt ferli er að ræða.
Straumur Þessi aðferð mælir styrk geislakols í sýni og byggist á náttúrlegri β-geislun. β stendur fyrir svokallaða betageislun sem verður til í kjarna þegar nifteind breytist í róteind og orkumikla rafeind. Á síðustu árum hefur nýrri aðferð verið beitt til mælinga á geislakoli en sú aðferð byggir á massagreiningu (AMS), þ.e. þeirri staðreynd að nýtt geislakol er heldur þyngra en hinar kolefnissamsæturnar. Kostir þessara mælinga eru að minna sýni þarf til mælinganna og sá tími, sem tekur að mæla sýnið. er mun styttri.
Geislakolsaldur er gefinn upp sem aldur í geislakolsárum BP (before present) og er þá talið frá árinu 1950 en það ár hefur verið valið sem staðalár. Mæliniðurstöður beggja aðferða þarf að leiðrétta svo hægt sé að lesa úr þeim raunaldur í almanaksárum.
10 Geislakolsaðferðina er aðeins hægt að nota á lífrænar leifar. Plöntur taka til sín CO2 við ljóstillífun og dýr með kalkskeljar nota CO2 úr sjó við gerð skeljanna. Auk þess lifa dýr á lífrænu efni, þ.e. jurtum sem tillífa. Þannig er hægt að aldursgreina tré, kol, mó, fræ, skeljar, bein, pappír, hár, tennur og eggjaskurn svo eitthvað sé nefnt.
StraumsvörEkki er hægt að nota þessa aðferð lengra aftur í tímann en 50 þúsund ár og eiginlega varla lengra aftur en 30 til 35 þúsund ár en þá er orðið svo lítið eftir af 14C að það er tæplega mælanlegt. Geislakolsaðferðin hefur nýst fleirum en jarðfræðingum, svo sem fornleifafræðingum, sagnfræðingum og mannfræðingum.
14C/12C hlutfallið í andrúmsloftinu endurspeglar nánast samstundis framleiðslu 14C í heiðhvolfinu. Blöndunin tekur um það bil tvö ár. Þetta samsætuhlutfall er til staðar í öllum lífverum, sem anda að sér andrúmslofti og lifa á landi, þannig að aldur þeirra er núll ár við dauða, með tilliti til geislakolsgreininga. Blöndun 14C/12C hlutfallsins í andrúmsloftinu við heimshöfin tekur miklu lengri tíma, og mismunurinn milli hlutfallsins í andrúmsloftinu annars vegar og sjónum hins vegar leiðir til sýndaraldurs (reservoir age) sjógerða, sem er hærri en núll, og nemur hann hundruðum og allt að þúsundum ára á okkar dögum, með tilliti til geislakolsgreininga. Þetta stafar af því að sjávardýr og plöntur taka til sín gamalt kolefni með breyttu 14C/12C hlutfalli meðan þær lifa.
Í rauninni er beinafundurinn fyrrnefndi eitt og aldurgreiningaraðferðin önnur. Hvorutveggja er mikilvægt. Vitundin um mikilvægi hins síðarnefnda hefur verið viðurkennd eftir miklar rannsóknir, en vitundin um hið nærtæka, mögulegan vettvang og tengsl hans við fundinn, hefur verið vantækt.

StraumurLjóst er að beinin, sem eru úr fleirri en einni manneskju, gætu hafa verið umvafin sjóblandi um nokkurn tíma, en þeim hefur ekki skolað langt. Til þess eru of litlar líkur að þau hafi fundist svo mörg saman á einum stað á tilteknum tíma.
Í viðtölum við gamalt fólk kemur fram að sjórinn nemur að jafnaði um 50 metrum af strönd Reykjanesskagans á einum mannsaldri. Að vísu er það mismunandi eftir staðsetningum, minna í innvíkum en útnesjum, en að teknu tilliti til meðvitaðra minja og staðsetningu þeirra miðað við strandstöðu má áætla „landaftökuna“.
FERLIR fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Norðan við Straum eru nokkrar varir, s.s. Straumsvörin og Þýskubúðarvarir. Svo vill til að 300 m norðan við Straum eru norðausturmörk Þýskubúðar, þekkts verslunarstaðar frá og eftir miðaldir (fram eftir 16. öld). Efsti hluti notadrjúgra hlaðinna mannvirkja ofan Straumsvarar sjást enn, u.þ.b. öld eftir að þau voru gerð.
Tangi er út í Straumsvíkina skammt norðaustan fundarstaðarins. Milli hans og annars tanga í vestri eru Þýskubúðarvarir (tvær). Innan þeirra er hlaðinn garður, varnargarður hinnar síðustu Þýskubúðar sjávarmegin.
ÞýskabúðSögn er um bænhús eða kirkju á Bænhúshól austan Óttarsstaðabæjanna. Staðurinn, sem er á grónum hól, hefur ekki verið rannsakaður. Sá trúarstaður er þó að líkindum yngri en sá sem hér greinir.
Telja verður ólíklegt að beinin séu af fólki, sem af einhverri ástæðu gæti hafa verið komið fyrir í sjónum í Straumsvík. Líklegra er að það hafi verið lagt þarna til hinstu hvílar, í föstu landi. Sjórinn hafi síðan smám saman tekið það til sín og þar með beinin.
Ef svæðið landmegin er skoðað af varfærni mætti ætla að hluti þess hafi verið manngert. Ferkantaður blettur, innan malarkambsins (og austan kálgarðsins austan núverandi húss), er bæði sléttari og hærri en umhverfið. Hann er afgirtur með hlöðum garði. Ekki er útilokað að þar hafi fyrrum verið grafreitur. Hann hafi síðan verið færður annað, gróið yfir og hann síðan gleymst smám saman. Því má ætla að beinin, sem fundust þennan sunnudag 1995, gætu hafa verið úr ystu gröfum þessa fyrrum grafreits – og að fleiri grafir megi finna þarna.
FERLIR skoðaði er ekki kunnugt um að að þarna hafi framangreindu möguleiki verið kannaður.
Þetta dæmi er því miður ágæt vísbending um að ekki séu nægilega mikilvæg tengsl á milli rannsóknaraðila hjá lögreglu og fornleifafræðinga, sem mögulega kunna að halda áfram hinum „meinlega“ og um leið skammtímalega þætti rannsóknar.

Heimildir m.a.:
-LH – RLR – MBL – 1995.
-http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/
-http://www.flensborg.is/

Óttarsstaðasel

Efitt er að finna ritaðar lýsingar á verklagi því er viðhaft var í seljum á Reykjanesi. Tiltækar lýsingar eru þó í flestu samhljóða. Þótt víst megi telja að verklagið hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum aldirnar má því eins víst vera að það hafi þó lítið breyst í grundvallaratriðum.

Dyljáarsel

Í Dyljárseli í Eilífsdal.

Til að gefa einhverja innsýn í verklagið er vitnað hér í grein Ólafs Þ. Kristjánssonar, fyrrverandi skólastjóra Flensborgarskóla og kennara höfundar, sem hann ritaði árið 1978 í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga um selsbúskap í Holtaseli í Önundarfirði, og í handriti Sigurlínu Sigtryggsdóttur, Æsustöðum í Eyjafirði, er nefnist “Upp til selja”.
Ólafur virðist hafa leitað eftir og safnað fróðleik um verklag í seljum, “en það er með Holtasel eins og fleiri sel á landinu að næsta lítið er vitað um hvernig vinnubrögðum þar var háttað og yfirleitt hvernig selið var hagnýtt”. Hann skrifaði þó eftirfarandi eftir Ágústi Guðmundssyni, bónda á Sæbóli á Ingjaldssandi, það sem hann hafði eftir móður sinni, Guðrúnu Sakaríasdóttur (hún var í Holti um 1870) um Holtasel: “2-3 stúlkur voru í selinu að jafnaði. Kýrnar voru mjólkaðar fyrst, og var það oftast búið þegar féð kom. Ein stúlkan fór að öllum jafnaði þegar búið var að mjólka kýrnar og ærnar fyrri mjölt til þess að setja mjólkina, en hinar mjólkuðu eftirmjölt. Smérið var flutt heim í krókum, en skyrið einu sinni í viku í strokkum. Drukkurinn var fluttur heim í tvíbytnum að vetrinum, dreginn á sleða”.

Gljúfursel

Gljúfursel.

Þorkell Guðmundsson, heimildamaður Ólafs lýsir selsbúskapnum svo: “Eftir fráfærur voru ærnar reknar fram í Holtasel. Yfirleitt var ekki setið hjá ánum nema kannski einn dag, heldur var þeim smalað allan fráfærutímann. Eftir mjaltir kvölds og morgna voru þær reknar fram á Heiðará á Mjóadal. Ekki er bema 7-8 mínútna gangur frá selinu fram að Heiðará eða tæplega það….”. Smalinn var vakinn kl. 3-4 á nóttunni til smalamennskunnar og einnig var farið að smala um svipað leyti, kl. 3-4, að degi til. Smalinn hélt alltaf til í selinu.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Venjulega voru 3 stúlkur í selinu, selráðskonan og 2 mjaltakonur. Selráðskonan annaðist matseld og mjólkina, renndi trogum og sá um smjörgerðina, en undanrennan var daglega flutt heim að Holti í tveimur 80 marka (40 lítra) kútum og þar var skyrið búið til. Dallur með dagssmjörinu var reiddur ofan á milli á hestunum.
Selkonurnar fóru oft heim að Holti á daginn til þess að þurrka og raka þegar svo stóð á, en voru alltaf í selinu yfir nóttina.

Í sláttarlok flutti svo fólkið úr selinu heim að Holti og tók ærnar með sér. Eftir þann tíma munu þær ekki hafa verið mjólkaðar nema einu sinni á dag. Kýr voru aldrei hafðar í selinu á æskuárum Þorkels”.

Esjubergssel

Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.

Sigurlína lýsir Hvassafellsseli og segir “mislangt í hinum ýmsu byggðarlögum síðan búsmali í seljum lagðist af. Hann hafi varað einna lengst í Eyjafirði. Fyrsta verk í selinu var að sópa og hreinsa hátt og lágt og þvo og sjóða öll ílát. Hvassafellssel var hlaðið að mestu úr grjóti. Var það baðstofa, búr og eldhús, mjólkurbúr og skyrbúr… Voru um 120-140 ær í kvíum. Í selinu voru líka 4-5 kýr. Lágu þær úti, en voru mjólkaðar á kvíabóli. Tvær stúlkur mjólkuðu kvíærnar og kýrnar og gerðu skyr og smjör úr mjólkinni. Var flutt heim úr selinu þrisvar í viku á þremur hestum í hvert sinn. Sóttu vinnumennirnir í Hvassafelli fram í selið og komu með þurrt sauðatað á hestunum til eldiviðar.

Hraunssel

Hraunssel.

Venjulega stóð seltíminn yfir í mánuð til fimm vikur. Var oft glatt á hjalla í seljunum, þó mikið væri að gera. Var oft um helgar, þegar gestkvæmt var, slegið í leiki úti á sléttum velli og jafnvel glímt af konum sem körlum, því að á þeim tímum voru sumar stúlkur svo leiknar í glímum, að piltarnir máttu vara sig. Þegar komið var heim með mjólkurföngin úr selinu, var skyrið látið í stór keröld eða sái, en smjörinu drepið í hálftunnur og hvort tveggja geymt til vetrar, það sem gekk af daglegri notkun.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta.

Mjög þótti það áríðandi að hafa trúa og ötula selsmala. Ærnar máttu helst ekki missa máls, en svo var það kallað, er vantaði af ánum til að mjalta. En nú eru kvíarnar og selin hrunin og fólkið horfið þaðan. Flest ungt fólk elst nú upp við léttari og betri lífsskilyrði, sem betur fer, en áður þekktist”.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Efra-Sandgerði

Efra-Sandgerði er elsta íbúðarhúsið í Sandgerði.  Nýlega komu snillingarnir í Lions, þeir Gunnar og Eðvarð, upp glæsilegu skilti við innkeyrsluna að húsinu. Á skiltinu er sögð saga hússins. Sagan ætti ekki að framhjá neinum því hún er sú sama á bak og fyrir:

Efra-Sandgerði

Textinn á skiltinu við Efra-Sandgerði.

Efra-Sandgerði

Myndatexti á skiltinu við Efra-Sandgerði.

Efra-Sandgerði

Efra-Sandgerði og nágrenni (mynd Reynir Sveinsson).

Efra-Sandgerði

Efra-Sandgerði (mynd Reynir Sveinsson).

Efra-Sandgerði

Skiltið við Efra-Sandgerði – framhlíð.

Efra-Sandgerði

Skiltið við Efra-Sandgerði – bakhlið.

Efra-Sandgerði

Efra-Sandgerði.

Efra-Sandgerði

Efra-Sandgerði.

Selatangar

Hugsandi er Vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi. Eftirfarandi grein Lilju Bjarkar Pálsdóttur um „Rannsókn fiskbyrgja á Gufuskálum og Selatöngum„, má lesa á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands. Hér er um úrdrátt að ræða.

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Við upphaf þeirrar rannsóknar sem hér verður fjallað um voru settar fram ýmsar spurningar sem leitast var við að svara. Spurningarnar voru af ýmsum toga en flestar tengdust mannvirkjunum sjálfum, aldursgreiningu, byggingarforminu og byggingarefninu, fjölda og varðveislu. Auk þess voru almennari spurningar um fiskbyrgi; Hvort þau er að finna víðar en á Gufuskálum og Selatöngum og hvaða heimildir eru um slík mannvirki?

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Engin samantekt hefur átt sér stað um fjölda byrgja, gerð, ástand og dreifingu þeirra að því er höfundur kemst næst og hefur því land verið lagt undir fót síðustu misseri til að skoða og skrá einkenni hinna ýmsu byrgjastaða. Markmiðið er að skrá sem flestar þyrpingar byrgja og einkenni hvers staðar fyrir sig, ef einhver eru og með því, meðal annars, varpa skýrara ljósi á notkun byrgjanna og þar með framleiðsluaðferðir skreiðar fyrir vélaöld.
Gufuskálabyrgin eru hugsanlega þekktust ásamt byrgjum við Selatanga á Suðurnesjum. Það er erfiðleikum bundið að aldursgreina fiskbyrgin þar sem byggingarefnið gefur ekkert uppi um slíkt. Að vísu eru til aðferðir sem notaðar eru til að aldursgreina skófir og af þeim er nóg á byrgjunum, en sú aðferð er ekki mikið, ef eitthvað, notuð hér á landi. Sú aldursgreiningaraðferð sem mest er notuð, gjóskugreining, dugar ekki á Gufuskálum því ekki finnast nothæf, greinanleg gjóskulög á norðanverðu Snæfellsnesinu.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Við skráningu byrgjanna fyrir þessa rannsókn var reynt að skipta þeim í aldursflokka eftir ástandi og útliti. Þau sem voru mikið fallin með miklum skófum, mosa- og/eða lyngvaxin voru skráð elst og svo framvegis.
Á hinum endanum voru þau sem stóðu nær alveg heil en þau eru einnig minna yfirvaxin og minna er af skófum á þeim. Með þessari aðferð er hægt að fá einskonar innbyrðis aldursgreiningar, en hún segir að sjálfsögðu ekkert um raunverulega tímasetningu byrgjanna. Því er eðlilegast að reyna að tímasetja þau út frá verstöðinni sem þau tilheyra.
Byrgin  [á Gufuskálum] eru misfallin og sum yfirvaxin gróðri og hafa þau því ekki verið öll í notkun á sama tíma. Elstu byrgin virðast vera á jöðrum minjasvæðisins, þ.e. lengra uppi í hrauninu en einnig fjær verbúðunum/bæjarhólunum.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Yngstu byrgin, þ.e. þau sem standa enn vel og eru jafnvel heil, virðast raðast beint fyrir ofan verbúðirnar/bæjarhólana og eru sem næst hraunjaðrinum. Hugsanleg skýring er sú að eftir því sem umsvif minnkuðu hafi umfang svæðisins einnig minnkað og fjarlægari byrgi því orðið óþörf.
Lögun byrgjanna og stærð hefur ráðist af staðsetningu þeirra og byggingarefninu þar sem oft hefur verið notast við hraunkletta og hlaðið utan í þá. Byrgin eru yfirleitt ekki breið en geta hinsvegar verið löng. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þrátt fyrir að óreglulegt hraungrýtið henti vel í hleðslur og festist vel saman, ber það ekki kúpt þakið (borghlaðið) ef breitt er milli langhliðaveggja. Af sömu ástæðu hentar vel að hafa veggina sporöskjulaga eða rúnnaða. Staðsetning byrgjanna er heldur ekki tilviljun. Uppi í hrauninu er byggingarefnið og þar eru hæstu staðirnir þar sem vel blæs svo fiskurinn þornar vel.
Slétt svæði sem finnast við sum byrgin á Gufuskálum eru athyglisverð. Slétt svæði myndast væntanlega við efnistöku fyrir byrgin, en það skýrir þó ekki svæðin að öllu leyti þar sem greinilega hefur verið hlaðið í kringum sum þessara sléttu svæða. Þá er hlutverk grjóthleðslanna utan um sléttu svæðin óljóst. Ef aðeins er verið að bera fisk í byrgin til herslu þarf varla að hlaða garða til varnar búfénaði, þar sem inngangi byrgjanna var lokað og fiskurinn því öruggur. Ef fiskurinn var hinsvegar lagður í kös fyrir utan byrgin líta svæðin öðruvísi út. 

Áhugavert væri að líta undir gróðurþekjuna innan garðanna og sjá hvort merki um fiskvinnslu sé þar að finna. Mögulega kæmi sú vinnsla í ljós með fiskibeinum og lífrænum úrgangi, þ.e. í meiri mæli en myndi myndast við að leggja frá sér fiskböggla á meðan verið væri að koma fisknum hálfþurrum í byrgið. Engir fiskigarðar voru sjáanlegir eða greindir í hrauninu á Gufuskálum. Þeir eru ekki heldur greinilegir við verbúðarhólana eða á flatlendinu fyrir neðan hraunið. Möguleg skýring á þessum afmörkuðu svæðum við byrgin er, að þar hafi verkunin hugsanlega farið fram að miklu leyti og að þessi sléttu vinnusvæði séu í raun kasarreitirnir. Sandfok er og hefur ávallt verið mikið vandamál á þessu svæði og því er kannski líklegt að betra hafi verið að kasa og hálfþurrka fiskinn í hrauninu, hátt yfir sandsvæðinu. Einnig er alls ekki víst að notast hafi verið við fiskigarða á Gufuskálum, heldur einhverskonar hjalla eins og Lúðvík bendir á, en talið er að á Gufuskálum hafi fiskurinn verið hnakkaflattur, þ.e. þurrkaður á rám. Slíkur fiskur þótti heldur síðri en plattfiskurinn sem var þurrkaður á fiskigörðum. Við eitt byrgið leit út sem einhverskonar stoðarpakkning, þ.e. grjót sem notað hefur verið til að styðja við stoð, væri á vinnusvæði utan við inngang. Þetta gæti verið vísbending um lofthjall. Ef slíkir hjallar hafa verið notaðir er ekki líklegt að mikið finnist af þeim eða ummmerkjum eftir þá vegna áðurnefndrar gróðurþekju sem sveipar hraunið. Áhugavert væri þó að kanna svæðið aftur með þessi ummerki í huga.
Það sem einkennir minjarnar á Selatöngum eru hinir mörgu grjóthlöðnu garðar sem tilheyra hverju byrgi. Saman mynda þessir garðar og byrgin flókið kerfi athafnasvæða þar sem fiskverkun af einhverjum toga hefur átt sér stað. Verkunarsvæðin innan garða við byrgin á Selatöngum styðja þá kenningu að vinnusvæði sé að finna við sum byrgin á Gufuskálum. Fiskbyrgjunum í Dritvík svipar mikið til byrgjanna á Selatöngum hvað stærð og hleðslur varðar en auk þess eru greinilegir garðar tengdir byrgjunum og mynda verkunarsvæði.
Margt er þó ólíkt með stöðunum og eru jafnvel byrgin sjálf greinilega öðruvísi. Á Selatöngum eru byrgin hlaðin mikið til úr hraunhellum (þó ekki algilt) og við það líta þau út fyrir að vera mun reglulegri en byrgin á Gufuskálum, sem með sínu óreglulega hraungrýti líta svolítið út eins og þau hafi verið hlaðin í flýti og ekki vandað til verks. Ef betur er að gáð er hleðslan hinsvegar vönduð, þar sem hver steinn skipar mikilvægan sess í hleðslunni, eigi ekki allt að falla saman.
SelatangarLjóst er að mikið verk er eftir ef kanna á fiskbyrgi á Íslandi til hlítar og er þessi rannsókn langt frá því að vera tæmandi. Hinsvegar er ekki síst mikilvægt að skoða minjar sem þessar í ljósi þess að ótrúlega lítil áhersla hefur verið í fornleifafræði á minjar tengdum sjósókn og fiskverkun hér á landi. Þrátt fyrir hversu stór þáttur og mikilvægur sjósókn hefur verið Íslendingum frá upphafi er undarlegt hversu lítið af verbúðum og öðrum sjávarminjum hefur verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Þónokkuð hefur verið skrifað um efnið og má þar sem dæmi nefna rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávarhættir en einnig eru nýlega komin út þrjú bindi Jóns Þ. Þórs, Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi. Með því að skoða fiskbyrgin er vonast til að upplýsingar um mismunandi verkunaraðferðir milli verstöðva, ef ekki landshluta komi í ljós. Þá gæti fjöldi þeirra og stærðir í tengslum við verstöð gefið vísbendingar um hvort um fisk til heimabrúks er að ræða eða söluvöru og bætt þannig við vitneskju okkar um sjósókn fyrri tíma. Þá væri fróðlegt að athuga hversu mikið magn af flöttum fiski kemst fyrir í meðal byrgi en þannig væri hugsanlega hægt að áætla umfang útgerðarinnar.“

Heimildir:
-Gavin M Lucas. 2009. Samkæmt samtali.
-Magnús Á. Sigurgeirsson. 2009. “Könnun á gjóskulögum“. Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi. Bráðabirgðaskýrsla. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1982. Íslenzkir sjávarhættir. 2. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík
-Lúðvík Kristjánsson. 1983. Íslenzkir sjávarhættir. 3. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1985. Íslenzkir sjávarhættir. 4. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Sigfús M. Johnsen. 1946. Saga Vestmannaeyja. 1.-2. bindi. Ísafoldarverksmiðja hf. Reykjavík.

Aðgengi:
-http://hugsandi.is/articles/rannsokn-fiskbyrgja-a-gufuskalum-og-selatongum/

Nótarhóll

Fiskbyrgi á Nótarhól.

Landnám

Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er sagt frá því að Steinunn gamla hafi fengið Romshvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá

Landnám

Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og hafði bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga (Voga) þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.

Gufuskálar

Gufuskálar – bæjarstæði Steinunnar gömlu!? – uppdráttur ÓSÁ.

Sjáland er nafn á strandhverfi við Arnarnesvog í Garðabæ.
Hugmyndasmiður nafngifta gatna, torga Sjaland-2og svæða er Hallgrímur Helgason rithöfundur. Hallgrímur segir tilvalið að tengja götur og göngustíga við gömlu höfuðborgina við Eyrarsund, ekki síst þar sem heilt hverfi í Kaupmannahöfn sé lagt undir íslensk nöfn og örnefni. Tengingin eigi sérlega vel við þar sem verið sé að reisa nýja höfn og hafnarhverfi í Sjálandi.
Gert er ráð fyrir að um 760 íbúðir verði í fullbyggðu Sjálandi, þar af  200 fyrir eldri borgara. Íbúar hverfisins verða um 2000 talsins. Íbúðarhúsin munu mynda lága byggð, aðallega meðfram sjávarsíðunni. Uppfylling og kví sem nú er á staðnum verður framlengd út í voginn og lítil bátahöfn mynduð í skjóli nýja tangans sem við það myndast. Á tanganum verður til fallegt byggingarland. Meginhluti bygginganna verður íbúðir en jafnframt verða í Sjálandi leikskóli auk verslunar og þjónustu.
Meirihluti Sjaland-3bílastæða í hverfinu verður í bílageymslum undir húsunum en önnur meðfram götum og aðkeyrslum.
Arkitekt hverfisins, Björn Ólafs, segir að í hverfinu verði byggingarlist gert hátt undir höfði. Það verði gert með skilmálum sem veiti arkitektum einstakra húsa svigrúm til að setja sinn svip á húsin en
tryggja um leið heildarsvip hverfisins með ákveðnum skilmálum og lita- og efnisvali.
Framangreind lýsing á hinu nýja hverfi er frá árinu 2003. Nú, árið 2010 er hverfið að mestu risið með mótuðum strandlínum og göngustígum. Við leikskólann má m.a. sjá fallega afmarkaða og notadrjúga sandströnd, eitthvað sem gera mætti meira af við strandir Skagans.

Sjáland

Sjáland (MWL).