Hraun

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni “Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu”:
Cap Fagnet á strandstaðAðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á starndsstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að takast mætti að koma á sambandi milli skips og lands.
BjörgunUm hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir í 1. bindi bókaflokksins “Þrautgóðir á raunastund”, björgunar- og sjóslysasögu Íslands.
“Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná henni, en skjótt er hún í höndum þeirra. Samband er fengið við land.”
Björgun skipsbrotsmFluglínubyssan á sýningu bjsv. Þorbjörnsannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukktímum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu að slík tæki voru komin til allra deilda SVFÍ umhverfis landið.
Þann 24. mars árið 2006 voru 75 ár síðan slysavarnardeildin Þorbjörn bjargaði fyrrnefndri 38 manna áhöfn. Af því tilefni var fjallað um atburðinn: “Í dag eru 75 ár síðan fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í Fluglinan var geymd í sérstökum trékassa, merkt slysavarnardeildinninóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.”
Á sýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þann 3. nóvember 2007, í tilefni af 60 ára afmæli björgunarsveitarinnar, voru ýmiss tæki, tól og munir til sýnis í aðalstöðvum hennar við Seljanót. Má þar m.a. nefna tvennt er tengist framangreindum atburði, auk ljósmynda af slyssstað. Utan við aðalinnganginn var stór svartmáluð skrúfa. Á henni var miði og á honum stóð: “Skrúfa þessi er af franska síðutogaranum CAP FAGNET sem strandaði við bæinn Hraun hinn 24. mars 1931.

Frá Fécamp - heimabæ áhafnar Cap Fagnet í Frakklandi

Slysavarnadeildin Þorbjörn, sem stofnuð hafði verið röskum fimm mánuðum áður, bjargaði 38 manna áhöfn togarans með fluglínutækjum, og var það í fyrsta skipti sem slíkur björgunarbúnaður var notaður hér á landi. Síðan þá hefur Slysavarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit hennar, auðnast sú mikla gæfa að bjarga 205 íslenskum og erlendum sjómönnum úr strönduðum skipum með fluglínutækjum. Auk þess hefur björgunarsveitinni auðnast að bjarga 6 íslenskum og erlendum sjómönnum úr sökkvandi skipum með björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Björgunarsveitarmenn í Þorbirni náðu skrúfunni af hafsbotninum vorið 1998 og verður hún, með leyfi landeigenda að Hrauni, minnisvarði um þessa fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi.” [Líklega er hér um varaskrúfu togarans að ræða. Aðalskrúfan er enn á strandsstað og standa vonir til að hún verði sótt þótt síðar verði].

Cap Fagnet

Við fluglínubyssuna, sem einnig var til sýnis stóð eftirfarandi: “Línubýssa þessi er af Shermuly gerð og var notuð við fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi þegar franski togarinn CAP FAGNET strandaði við bæinn Hraun 24. mars 1931. Björgunarsveitin notaði þessa byssu til ársins 1977 en þá tók við ný tegund línubyssa, svokölluð tunnubyssa, þar sem rakettan og línan voru í einum pakka. Línubyssur eru skyldubúnaður um borð í skipum og bátum og koma að gagni víðar en við skipsströnd og má þá t.d. nefna þegar koma þarf dráttartógi milli skipa úti á rúmssjó. Þær tunnubyssur sem sveitin notar í dag eru einnig af Shermuly gerð.”

Heimildir m.a.:
-www.grindavik.is
-Útkall rauður – Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 60 ára – 2007.

Skúfa Cap Fagnet við aðalstöðvar bjsv. Þorbjörns í Grindavík

Mosfellssel

FERLIR hafði áður skoðað rústir Mosfellssels undir Illaklifi ofan Leirvogsvatns, á svonefndri Selflá. Við skoðun nú komu í ljós fleiri minjar, sem gáfu tilefni tiil að ætla að selstaðan hafi  verið mun eldri en ætla mætti.

Mosfellssel-22

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006” má sjá eftirfarandi um Mosfellssel: “Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir: „Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237).
„Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra.

Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki Mosfellssel-23valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Selrústir. Samanstanda af þremur húsum, sem öll snúa dyrum í N. V húsið er um 3 x 4 m, að innanmáli. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, móti vatninu. Sjást grjóthleðsl-urnar í veggjunum vel. Miðhúsið er aflangt og eru dyr á miðri N-langhlið. Stærð þess er um 3 x 6 m að innanmáli. Hæð veggja er um 1 m, þykkt veggja um 1 m. Hér sjást grjóthleðslurnar í veggjum sérlega vel. Þessi tvö hús (mið- og vesturhús) eru að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið.
Austasta húsið er skemmt að hluta en þó má vel sjá lögun þess. Stærð þess er um 2 x 3 m. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, niður að vatninu eins og hin tvö, og á honum eru dyr. Þessi hús, sem mynda selið, standa samsíða. Dálítið bil er á milli miðhúss og austurhMosfellssel-25úss.
Mætti e.t.v. giska á að þar hafi eldaskáli eða hús verið. Miðhúsið svefn- eða íveruhús og það vestra mjólkurhús. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).

 

Mosfellssel-24

Aftan við selið er kvíarúst (N-við). Garðar hafa verið hlaðnir þar við stóra steina og myndar umhverfið þannig verulegan hluta kvíanna. Ofan við kvíarnar er brött og grýtt hlíð (Illaklif). Kvíunum er skipt í tvo hluta með garði og framan við innganginn er aðrekstrargarður til að auðvelda innrekstur ánna. Að innanmáli eru kvíarnar um 5 x 6 m. Eru þær að mestu eða öllu leyti hlaðnar úr grjóti. Veggjahæð er 0,5 – 1,2 m. Selið er allt hlaðið úr torfi og grjóti, en grjót er þó mest áberandi í innri veggjahleðslum (Ágúst Ó. Georgsson).”
Hér kemur síðan vísbending um tilvist fyrstnefndu minjanna, þ.e. hugsanlegs kúasels: “Um 12-13 m austan við kvíarnar eru aðrar kvíar sem eru all frábrugðnar að lögun. Þessar kvíar eru aflangar, um 2 x 14 m, með inngang á miðjum N-langvegg. Veggjaþykkt er ca 1 m og veggjahæð 0,5 m ca. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps. (Heimildaskrá:
Ágúst Ó. Georgsson, Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns).”
Svo virðist  sem þarna gæti jafnvel hafa verið kúasel forðum, sem síðar hafi, annað hvort breyst í fjársel eða verið fært nær Mosfelli. Minjarnar undir Illaklifi benda þó til þess fyrrnefnda.  Auk Mosfellssels má sjá merki um kúasel víðar á Reykjanesskaganum, s.s. við Urriðavatn, í Helguseli í Bringum, í Helgadal, í Kringlumýri, í Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og í Fornaseli.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006, Þjóðminjasafn Íslands.

Mosfellssel

Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Staðarhverfi

Í tilefni af 60 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík 2007 var gefið út sérstakt afmælisblað “Útkall rauður”. Þar segir m.a. um björgun áhafnarinnar á togaranum Skúla fógeta þann 10. apríl 1933:
“Laust eftir miðnætti klukkan 0:40 strandaði togarinn Skúli fógeti vestanvert við Staðarhverfiið í Grindavík, í kafaldsbyl og austan hvassviðri. Strax eftir að skipið strandaði var sent út neyðarskeyti og heyrðist það í loftskeytastöðinni í Reykjavík, er náði fljótlega sambandi við togarann Haukanes sem var á veiðum á Selvogsbanka og fór þegar áleiðis til strandstaðarins.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Einnig gerði loftskeytastöðin SVFÍ viðvart um strandið, er reyndi að ná símasambandi við Grindavík, en tókst ekki. – Var þá lagt af stað til Grindavíkur á bíl frá Reykjavík, en það reyndist ófært vegna fannkyngi og kafaldsbys, er var svo dimmur, að vegurinn sást ekki. Þegar veðurfréttu var útvarpað kl. 1:45, hugkvæmdist þeim manni, er vörð hafði á loftskeytastöðinni í Reykjavík, að segja frá strandinu og fékk símstöðvarstjórinn í Grindavík á þann hátt vitneskju um strandið og tilkynnti það formanni slysavarnarsveitarinnar á staðnum, Einari Einarssyni í Krosshúsum. Brá hann skjótt við og lét kalla saman björgunaliðið, sem hélt af stað til að leita að skipinu, en menn höfðu ekki vissu hvar það var. Klukkan var þá um þrjú. Björgunarsveitin lagði af stað á bílum og hafði með sér línubyssu, 14 eldflaugar, 2 skotlínur í pökkum og eina grind, 170 faðma líflínu, um 400 faðma tildráttartaug með halablökk, björgunarstól, þrífót og fjórskorna talíu. Auk þessara áhalda hafði formaður sveitarinnar til vara tekið með sér 2 stk. 5 lbs. línur, 3 stk. 31/2 lbs. línur, gaslukt, 2 handluktir og 4 brúsa með lýsi, er hve rtók 25 lítra, svo og bensín og tvist.

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Sökum fannkyngi og ýmiss konar ergiðleika kom björgunarliðið ekki að starndstaðnum fyrr en rúmlega fimm og var þá lítilsháttar farið að birta af degi, en um háflóð og gekk stórsjór látlaust á skipið.
Þegar skipið strandaði fengu þeir sem ekki voru á verði ráðrúm til að klæða sig í olíuföt og taka á sig lífbelti. Litlu síðar slengdi stórsjór skipinu til, svo það fór að aftan út af flúðinni, er það hafði fyrst staðið á. Seig það þá mikið niður og brotnaði jafnskjótt svo strórt gat kom á það í vélarrúminu, að það fyllti og eyðilegaði ljósavélina og þar með sendistöð loftskeytanna, og var ekki eftir það mögulegt að hafa símasamband við skipið. Þegar brimið skellti skipinu niður af klettinum, er það fyrst stóð á, var það með svo skjótri svipan, að stýrimimaður og háseti, er voru aftur á að mölva lýsistunnur til aðleggja brimið, höfðu engin ráð önnur en að klifra upp í aftursigluna og halda sér þar. 

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Aðrir skipverjar, um 12 að álitið var, komust í brúnna og um 23 á hvalbakinn. Gengu svo ólögin lukt yfir skipið, að leið ekki á löngu þar til brimið sópaði mönnunum, sem voru í brúnni, fyrir borð. Aftur á míti stóðust felstir, sem á hvalbaknum voru, ólögin, nema einn maður, sem skolaðist þaðan í einu ólaginu, vegna þess að ketja sem hann hélt sér í slitnaði.
Um háflóð gekk sjórinn svi að segha stanslaust yfir þá sem á hvalbaknum voru. Voru margir þeirra mjög þjakaðir og máttfarnir en þegar sást til björgunarliðsins óx þeim hugrekki og þrek, svo þeir fengu betur staðist ólögin en ella. Enginn getur gert sér í hugarlund hvílík aflraun það hefur verið að standa þarna í 5-6 klukkustundir í sliku veðri sem þá var, stormi með frosti og blindhríðarbyl. Að frásögn stýrimannsins sem ásamt einum hásetanum hékk á aftursiglunni gekk brimlöðrið á fætur þeirra.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Þegar björgunarliðið kom á strandstaðinn og hafði komið björgunartækjunum fyrir, var skotið úr eldflugu með línu, en fyrsta skotið misheppnaðist. Í næsta skoti lenti eldflugan í bómu um borð í skipinu og náðu þá skipverjar sem á hvalbaknum voru í skotlínuna.
Drógu þeir nú halablökkina með tildráttartauginni til sín, þar sem þeir urðu að halda sér meðan ólögin riðu yfir. Þegar þeir höfðu náð í halablokkina var hún fest í framsigluna og gerði það Kristinn Stefánsson, 2. stýrimaður. Sömuleiðis festi hann líflínuna þegar hún var drefin út. Eftir að samband var þannig fengið milli skips og lands tókst björgunin fljótt og vel og var öllum bjargað sem lifandi voru þegar björgunarsveitin kom á vettvang. Fyrsti stýrimaður og sá sem með honum var í aftursiglunni urðu að bíða nokkuð lengur en hinir þar sem ófært var að komast fram á skipið fyrr en komið var fast að fjöru. Uðru þeir að sæta lagi til að komast fram á hvalbakinn, sem tókst að lokum og komust þeir einnig lifandi í land.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Jafnóðum og mönnunum var bjargað var þeim fylgt heim að Móakoti og Stað í Grindavík og voru undir umsjón hérðaslæknisins Sigvalda Kaldalóns og nutu þeir hinnar vestu aðhlynningar sem kostur var eftir að í land kom.
Alls tókst að bjarga 24 mönnum úr Skúla fógeta en 12 fórust, en þeir voru allir drukknaðir áður en björgunarsveitin kom á vettvang.”
Við þetta má bæta að “rúmum þremur árum síðar eða 6. september 1936 strandaði enski línuveiðarinn Trocadero á fjörum Járngerðisstaðahverfis. enda þótt skipið væri langt frá landi tókts að koma línu yfir í það og draga alla 14 skipverja að landi.
Á fyrstu sex árum Slysavarnardeilarinnar Þorbjörns var því hvorki meira né minna en 76 sjómeönnum bjargað með fluglínutækjum. Því má segjha að stofnun SVFÍ og kaup á tækjum sem þessum hafi valdið straumhvörfum í björgunar- og sjóslysasögu Íslendinga.”
Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á vettvangi, verða að teljast einstakar. Þær voru sennilega teknar af Einari Thorberg.

Heimild m.a.
-Útkall rauður – Afmælisblað bjsv. Þorbjörns 2007, bls. 32-33.

Grindavík

Grindavík.

Brennisteinsfjöll

“Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum.
Brenn-2221Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn. Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”.”
Brennisteinsnamur-222Að þessu sinni var gengið upp í Fjöllin um Kerlingarskarð (sem ranglega hefur í skrifum verið sagt Grindarskarð), eftir endurlöngum Draugahlíðum, um námusvæðið og síðan Kistufellsgíg að Hvyrfli uns haldið var niður Þverdal undir Kerlingarhnúkum. Í leiðinni var tækifærið notað til að kíkja í nokkur göt í hraununum austan Kistufells.
“Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.
Brennisteinsnamur-uppdratturÍ Brennisteinsfjalla-reininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.
Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum (Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001)) [Ísor 2004. Brennisteinsfjöll. Þættir vegna rannsóknarborana. Kristján Sæmundsson, Unnið fyrir VSÓ Ráðgjöf. Greinargerð Ísor-04141. Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson 2001. Brennisteinsfjöll. Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll. TEM-Viðnámsmælingar. OS-95044/JHD-06. September 1995. ISBN 9979-827-62-9].
kist-21

Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í námuskvompunum í kring. Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.

Brennisteinsfjoll-222

Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/-Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-223

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.”

Brennisteinsfjoll-224

Árni Óla fjallar um svæði í Lesbók Morgunblaðsins 1946: “Upp úr hrauninu í austurhlíð Brennisteinsfjalla, koma gufur sums staðar og litlir brennisteinsblettir eru utan í rönd þess. Á því haf a menn þóst vita að þarna væri brennisteinsnámur og hafa svo» gefið f jöllunum nafn af því.
Sumarið 1851 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir nokkuð hjer um land til að rannsaka brennisteinsnámur, þar á meðal námurnar í Krýsuvík. Frjetti hann þá um þessar námur uppi í Brennisteinsfjöllum, og fór að spyrjast fyrir um það hvar þau væri, en svörin voru mjög sitt á hvað, sagði einn þetta annar hitt. Var það ekki fyr en að áliðnu sumri, að hann fann mann úr Selvogi, sem kvaðst þekkja fjöll þessi. Bauðst hann til að fylgja Jóni þangað, og lögðu þeir á stað í það ferðalag skömmu fyrir veturnætur. Fann Jón þarna fjórar námur og leist mjög vel á 3 þeirra. Þær eru í Krýsuvíkurlandi. Sjö árum seinna (1858) keypti Englendingur nokkur, J. W. Busby að nafni þessar námur og 

Brennisteinsfjoll-225

Krýsuvíkurnámurnar fyrir milligöngu dr. Jóns Hjaltalíns. Eftir kaupbrjefinu máttu Englendingar taka allan brennistein í Herdísarvíkur og Krýsuvíkur landareignum svo og allar málmtegundir, er þar kynni að finnast, og ýmis önnur rjettindi voru þeim áskilin. Seljendur voru þeir síra Sig. B Sivertsen á Útskálum og Sveinn Eiríksson í Krýsuvík og var söluverðið 1400 dalir.
Var nú stofnað námuhlutafjelag í Englandi og hafið brennisteinsnám. En fjelagið tapaði og gengu hlutabrjefin kaupum og sölum, og óvíst hvar þau eru nú niður komin. En í Brennisteinsfjöllum má enn sjá verksummerki eftir brennisteinsnámið.

Brennisteinsfjoll-226

Á dálítilli grasflöt við læk eru rústir húsanna, sem Englendingar reistu og skamt þar fyrir sunnan eru námurnar. Hefir ekki verið neinn hægðarleikur að vinna þær, því að þær eru undir hrauninu. Hafa Englendingar brotið þar stórar skvompur í hraunið, urðu að brjóta um tveggja mannhæða þykkt blágrýtishraunið til þess að komast að brennisteininum, því að hann hefir sest í glufur og hraunholur niður undir jörð. Hitinn í gufuholunum þarna er talinn vera 26—78 gráður. Hefir gufan soðið og etið hraunið í sundur allavega og umbreytt því, svo að þar hafa myndast krystallar og marglitir steinar, sem gaman er að eiga.
Leiðin frá Kaldárseli upp í Brennisteinsfjöll liggur um Kerlingarskarð, sem er rjett fyrir sunnan Grindaskarðaveginn. Eru þar á brúninni margir gígar og úr þeim hafa komið hraunin fyrir neðan Langahlíð. Einn af stærstu gígunum á þessum slóðum er Kistufell. Er af því víð og mikil útsýn. Gígurinn er mikill um sig og um 70 Brennisteinsfjoll-229metra á dýpt. Vestan við Kistufell er viðsjált hraun. Eru þar sums staðar hringlaga gígop, þverhnýpt niður og svo djúp, að jökull er í botni þeirra.”
Í ferðinni var m.a. komið við í Námuhvammi við tóftir húss námumanna. Skoðað var í stórt jarðfall austan undir Kistufelli. Hægt var að komast niður undir það að sunnanverðu, en um framhald var ekki að ræða. Jarðfallið virtist vera hluti af rás, sem liggur niður frá Kistufellsgígnum og sjá má á nokkrum stöðum þar á millum.
Kíkt var í rásina á nokkrum stöðum, en ávallt var um að ræða tiltölulega stutta kafla, sem hægt var að feta jörðuunnundir. Líklegt má telja að þarna kunni að leynast áhugaverðar rásir, ef vel er grunngert. Annars eru móbergstindarnir norðaustan Kistufells ekki síður áhugaverðir skoðunnar því í þeim má víða sjá mun þróaðra móberg en finna má á móbergshálsunum á hliðstæðum sprungureinum.
Ferðin tók 5 klst og 5 mín (17.7 km). 

Heimild:
-http://www.natturukortid.is/svaedi/reykjanes/brennisteinsfjoll/
-http://www.rammaaaetlun.is/media/lysingar-kosta/Brenni.pdf
-Lesbók Morgunblaðsins, Órni Óla – Á næstu grösum III. UM HRAUN OG HÁLSA, 1. sept. 1946, bls. 352.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Trölladyngja

Eftirfarandi grein birtist í Náttúrufræðingnum 1941 og fjallar um Trölladyngjur (hér er hún lítillega stytt):
Trolladyngja-222“Íslenzkir annálar og árbækur geta 6 sinnum eldgosa í Trölladyngjum, en þar sem fjöll með þessu nafni eru tvö á landi hér, annað í Ódáðahrauni, hitt á Reykjanesskaga, hafa fræðimenn ekki orðið á eitt sáttir um það, hvoru beri að telja þessi gos.
Trölladyngja í Ódáðahrauni er hraunbunga mikil í suðurhluta hraunsins, formfögur og regluleg. Trölladyngja á Reykjanesi er röð af óreglulegum móbergshnjúkum, skammt vestur af Sveifluhálsi.
Þorvaldur Thoroddsen telur líklegt, að Trölladyngjugosin hafi orðið í Trölladyngju á Reykjanesi og nágrenni hennar, því Trölladyngja í Ódáðahrauni hafi ekki gosið síðan land byggðist. Þó viðurkennir hann, að Trölladyngja á Reykjanesi hafi tæplega gosið nema einu sinni síðan á landnámstíð, en hyggur að önnur gos þar í nágrenninu hafi verið við hana kennd. Rök þessi eru ákaflega veik, því með sama rétti má segja, að gos í nágrenni Trölladyngju í Ódáðahrauni hafi verið við hana kennd, en þess mun þó ekki við þurfa, því hægt er að færa sterk rök að því, að gos þessi, flest eða öll, hafi orðið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni.
Það, sem fyrst vekur athygli við rannsókn þessa máls, er sú staðreynd, að tvö fjöll, gerólík að uppruna og útliti, bera sama nafnið. Þetta er vafalaust mjög sjaldgæft, þegar um forn nöfn er að ræða og getur aðeins byggst á því, að þeir, sem nöfnin gáfu, hafi lagt ólíkan skilning í nafnið. Nú er aðeins notuð eintölumynd nafnsins; hvort fjallið sem í, hlut á, en í eldri ritum er fleirtölumyndin lang algengust og er það réttmætt, þegar Trölladyngja á Reykjanesi á í hlut, því hún er ekkert einstakt fjall, heldur safn af óreglulegum hnjúkum, en jafn fráleitt væri að tala um reglulegt og einstakt fjall í fleirtölu, eins og Trölladyngju í Ódáðahrauni.
HerdubreidÞetta hvorutveggja stangast svo óþægilega, að varla getur dulizt, að eitthvað sé nú orðið bogið við notkun þessara örnefna. Á uppdrætti Knopfs af Íslandi frá 1734, og kortum þeim, sem gerð eru eftir honum í ferðabókum ýmsum, sjáum við, að Trölladyngjur í Ódáðahrauni eru ýmist sýndar, sem mikið óreglulegt fjall, eða þyrping af fjöllum, skammt suðvestur af Herðubreið. Á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, frá 1844, er hraunbungan Trölladyngja nefnd Skjaldbreiður eða Trölladyngja, en milli Herðubreiðar og Bláfjalls eru Dyngjufjöll hin nyrðri, eða Trölladyngjur.
Þeesi fjöll munu nú heita Herðubreiðarfjöll. Í bók Kaalunds (Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island) er kort af Þingeyjarsýslu, gert eftir uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, með leiðréttingum Prof. Jonstrups frá 1876. Þar eru Dyngjufjöll syðri og Dyngjufjöll nyrðri nefnd einu nafni Trölladyngjur. Sé þetta rétt, er fullt samræmi fengið. Þessar stóru fjallþyrpingar eru einmitt safn af óreglulegum hæðum og hnjúkum, eins og Trölladyngja á Reykjanesi, og þess vegna er vel til fundið að nota fleirtölumynd nafnsins og nefna þær Trölladyngjur.
1. Árið 1151 er í fyrsta sinn getið um gos í Trölladyngjum (Isl.ann.). Frásögnin er mjög stuttorð og hljóð Hannes Finnsson segir í ritgerðinni Mannfækkun á Íslandi af hallærum, (Lærdómslistafélagsrit 1793) að Trölladyngjur hafi gosið 1152 og nefnir eftirfarandi vetur sóttarvetur. Jónas Hallgrímsson telur (Rit J. H. IV. bls. 164) að klausan: ,.Húsrið og manndauði”, sé óræk sönnun þess, að gosið hafi verið í suðvesturhluta landsins, því þeim gosum fylgi mestir landskjálftar og óhollnusta. Þessi rök eru ákaflega hæpin. í hinni fáorðu frásögn þarf ekkert beint samband að vera milli setninganna: „Eldur í Trölladyngjum” og „Húsrið og manndauði.” Landskjálfti og manndauði hafa oft gert usla hér á landi, þótt ekki hafi valdið eldgos, og óhollusta og tjón af gosum mun venjulega hafa farið meira eftir því, hvort um öskugos eða hraungos var að ræða, heldur en hinu, hvar á landinu gosin voru. Frásögnin er ákaflega fáorð, sem bendir til þess, að gosið hafi verið fjarri mannabyggðum og því lítið um það vitað. Það er ósennilegt, að ekki hefði verið sagt fleira frá gosi á Reykjanesi, eða einhver örnefni nefnd í sambandi við það. Mér virðist því sennilegast, að gos þetta hafi verið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni.

Trölladyngja

Trölladyngja norðan Vatnajökuls.

2. Árið 1188 segir svo (Isl. ann.): „Eldsuppkoma í Trölladyngjum”. Lengri er frásögn þessi ekki og því ósennilegt, aS gos þetta hafi verið á Reykjanesi.
3. Árið 1340 hefjast hér mikil eldgos. Um það segir Annáll Gísla Oddssonar (Analium in islandia farago. Islandica vol. X), það, sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu: ,,Á árunum 1340 og tveimur eftirfylgjandi tók fjallið Hekla að brenna í sjötta sinn með hræðilegum dunum og dynkjum. Sömuleiðis fjallið Lómagnúpur. Jafnframt kastaði úr sér byrðinni annað fjall nokkurt, Trölladyngjur, allt til hafsins hjá héraði því við sjóinn, sem nefnt er Selvogur. Sömuleiðis var skaginn Reykjanes meira en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti, kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gömlu segja Drifarsteinn. Sömuleiðis Geirfuglasker þar sem flestir steinar til þessa sjást vera útbrunnir. Á sama tíma brann einnig fjall á suðurhluta Íslands, Síðujökull og mörg önnur fjöll eyðandi heil héruð, einhverju sinni einnig í hafinu eldur brennandi auðsénn, og hin logandi fjöll steyptust frá meginlandinu fram í sjó. Slíkar breytingar á þeim tíma, sénar á íslandi, höfðu í för með sér ósambærilegt tjón fyrir landið, og hefir það aldrei beðið þess bætur.”
Ég tek hér alla þessa klausu til samanburðar við annað gosár, sem sagt verður frá hér á eftir og ranglega hefir verið talið eitt hið mesta gosár hér á landi.
Thoroddsen sá aldrei Annál Gísla Oddssonar, sem var geymdur í Englandi, en hafði fréttir af honum. Í Lýsing Íslands (II.,bls. 125) heldur hann, að hér sé átt við gos í Brennisteinsfjöllum, því auðvitað hafi hraun frá Trölladyngju ekki getað runnið yfir tvo fjallgarða, niður í Selvog. Á öðrum stað (De Gesch. d. isl. Vulk., bls. 185) gizkar hann á, að Ögmundarhraun, vestan við Krýsuvík, hafi runnið þetta ár, en það hraun er hvorki runnið úr Trölladyngju né niður í Selvog.
Jónas Hallgrímsson fer aðra leið; hann heldur því fram, að frásögn annálsins sanni, að Trölladyngjur hafi verið samnefni fyrir mörg fjöll, líka fjöllin upp úr Selvogi, en færir engin rök fyrir þessu, og vitanlega nær þetta engri átt.
Frásögn Gísla Oddssonar er þannig, að mjög örðugt er að sanna við hvorar Trölladyngjurnar er átt, en þó virðist mér allt eins mikið styðja þá skoðun, að átt sé við Trölladyngjur í Ódáðahrauni. Orðalagið: „Kastaði úr sér byrðinni” gæti átt við ösku eða vikurgos,og má þá skilja frásögnina þannig, að aska hafi borizt allt suður í Selvog. Ég veit ekki hvort nckkuð bendir til þess, að Trölladyngja á Reykjanesi hafi gosið vikri, en ef svo hefði verið, gat það varla verið í frásögur færandi, þótt vikurinn bærist í Selvog. Frásögnin er öll ruglingsleg og hlaupið úr einu í annað; gæti vel verið, að frásögnin hefði eitthvað brjálazt í meðferð, ef við t. d. setjum orðin: ,,Hraun rann” á undan setningunni: „allt til hafsins” þá hefir Selvogur sitt gos, óháð Trölladyngju og er það sízt meiri skáldskapur, heldur en tilgátur þeirra Jónasar og Thoroddsens. Það vekur líka grunsemd um, að gos þetta hafi ekki verið á Reykjanesi, hve ókunnuglega er frá því sagt. Frá gosunum á Reykjanesskaganum er sagt af miklu meiri kunnugleik, og mætti því halda, að annálshöfundurinn hafi ekki verið eins ókunnugur á Reykjanesi og ætla mætti af frásögninni af Trölladyngjugosinu.

Trölladyngja

Trölladyngja norðan Vatnajökuls – gígurinn.

Öll væru þessi rök þó veigalítil á báðar hliðar, ef ekki væri fleira við að styðjast, en nú vill svo vel til, að frá þessum gosum er skýrt á öðrum stað (Isl. ann.). Þar segir svo um dó fénaður, naut og sauðir, um Rangárvelli eyddust nálægt 5 hreppar, annar eldur í Hnappavallajökli, þriðji í Herðubreið yfir Fljótsdalshéraði og vóru allir jafnsnemma uppi. Eldsuppkoma með þeim fádæmum, að eyddust margar nálægar sveitir. Öskufall um Borgarfjörð og Skaga svo fénaður féll og hvarvetna þar á milli.” Hér er sagt frá gosi í Herðubreið. Auðvitað hefir Herðubreið ekki gosið svona seint, en vel gat gosið borið svo við, eða verið í nágrenni Herðubreiðar og var þá eðlilegt að kenna það við þetta nafnkunna fjall. Heklugos hafa ekki öll verið í Heklu sjálfri og Kröflugosin 1725—30 voru ekki í Kröflu, heldur í nágrenni hennar. Sennilegt er, að þetta Herðubreiðargos hafi verið í Herðubreiðarfjöllum, en þau hafa vafalaust verið nefnd dyngjur og ef til vill Trölladyngjur ytri og getur þá vel staðizt, að gosið sé ýmist talið í Herðubreið eða Trölladyngjum.
4. Íslenzkir annálar skýra frá mikilli eldsuppkomu í Trölladyngjum á tímabilinu 1354—1360, en frásagnirnar um gos þetta eru mjög á reiki cg ónákvæmar og hafa gefið tilefni til ýmiskonar ágizkana. Tel ég því rétt að rekja hér umsagnir heimildanna hverja fyrir sig. Skálholtsannáll 1354 segir svo: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum og eyddust margir bæir í Mýdal af öskufallinu, en vikurinn rak vestur á Mýrar og sá eldinn af Snæfellsnesi.”
Gottskálksannáll 1357: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum, leiddi þar af ógnir miklar og dunur stórar, öskufall svo mikið að nær alla bæi eyddi í Mýdalnum og víða þar nálægt gerði mikinn skaða. Vikurreki svo mikill austan til, að út frá Stað á Snæfellsnesi rak vikurinn og enn utar.” Flateyjarannáll 1360: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum og eyddust margir bæir í Mýdal af öskufalli, en vikurinn rak allt vestur á Mýrar, en sá eldinn af Snæfellsnesi. Mannfall við Mývatn, hálfur 9 tugur manns í þremur kirkjusóknum.” Í Árbókum Espólíns 1354 stendur þetta: „Þá var eldur uppi í Trölladyngjum, eyðilögðust margir bæir í Mýdal af öskufalli og sá eldinn af Snjófellsnesi”, og ennfremur 1360: „Þá var eldur uppi í Trölladyngjum.” Hannes Finnsson segir um árið 1357 í grein sinni: Mannfækkun af hallærum o. s. frv.: „Var eldsuppkoma í Trölladyngjum, eyddust margir bæir í Mýdal af öskufalli og sá eldinn af Snæfellsnesi,” og um árið 1360: „Mannfall mikið við Mývatn í harðrétti dóu þar um 170 manneskjur.” Hér eru þá taldar þær heimildir, sem við höfum um þetta gos, og mun mörgum virðast, að örðugt sé að finna þann samnefnara, sem öll þessi brot gangi upp í. Jónas Hallgrímsson segir, að þar sem vikur hafi rekið á Mýrum og eldarnir sézt af Snæfellsnesi, sé það augljóst, að gos þetta hafi verið á Reykjanesi. Með Mýdalinn er hann í nokkurum vanda, en hyggur þó, að það sé misritun fyrir Mýrdal, en þar sem sá dalur hafi oft orðið fyrir þungum búsifjum af völdum eldgosa, hafi annálsritarinn, vegna landfræðilegrar fákænsku,sett þetta gos í samband við hann (Rit J. H., IV., bls. 165—166). Thoroddsen segir, að hér sé að líkindum átt við Trölladyngju á Reykjanesi, en ef til vill hafi samtímis verið eldur uppi í Austurjöklum. Báðir telja þeir, Jónas og Thoroddsen, að eldgosið hafi orðið árið 1360.
Ég vil strax taka það fram, að mér virðast ö11 rök hníga í þá átt, að gos þetta hafi verið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni. Þegar skýrt er frá eins miklu gosi, eins og ætla má, að þetta hafi verið, gat það ekki verið neitt tiltökumál, þótt eldar sæjust á Snæfellsnesi og vikur ræki á Mýrum, ef gosið var á Reykjanesi. Hins vegar var það í frásögur færandi, ef gosið var inn í Ódáðahrauni. Nafnið Mýdalur er vafalaust sótt í sameiginlega heimild. Hugsanlegt er, að það sé misritun fyrir Mýrdal og vel gat gosmökk frá Dyngjufjöllum lagt þannig, að mest tjón yrði í Mýrdal, en sennilegasta skýringin er, að með Mýdal sé átt við byggðina kringum Mývatn, en vegna ókunnugleika hefir annálsritarinn haldið, að vatnið lægi í dal og gefið dalnum nafn Þá er líka fengin góð skýring á mannfalli því við Mývatn, sem Flateyjarannálls kýrir frá, en Hannes Finnsson telur þær hálfu meira. Aðeins með þessari skýringu er hægt að láta frásagnirnar allar falla í ljúfa löð.

Trölladynggja

Trölladyngja norðan Vatnajökuls – hraun.

5. Þá er komið að árinu 1390, sem talið hefir verið mjög mikið gosár, en um öll þau gos, að Heklugosinu undanskildu, er Espólín einn til frásagnar (Árb. Esp.). Frásögn Espólíns hljóðar svo: „Logaði Hekla með miklum undrum og Lómagnúpur og Trölladyngja, allt suður í sjó og vestur að Selvogi og allt Reykjanes, brann þar hálft og stendur þar eftir í sjó fram Dýptarsker og Fuglasker og er það allt eldbrunnið grjót síðan, einnig logaði Síðujökull og mörg önnur fjöll og sveitir heilar eyddust af eldgangi.” Espólín segir ennfremur, að eldurinn hafi haldizt í Heklu og fleiri jöklum hinn sami árið eftir. Engum getur dulizt, að hér er á ferðinni frásögn Gísla Oddssonar af eldgosunum 1340. Isl. ann. nefna aðeins Heklugos þetta ár (1390), en engin önnur. Það er því augljóst, að frásögn þessi er komin á rangan stað hjá Espólín og er vafalaust mislestri á ártölum um að kenna. Við getum því með góðri samvizku strikað út eitt mesta gosárið í sögu landsins. Mér hefir verið þetta ljóst alllengi og sé, að Matthías Þórðarson þjóðskjalavörður hefir komizt að sömu niðurstöðu. (Athugas. við Rit J. H. IV., bls. 314—315). Nauðsynlegt er að benda sem rækilegast á þessa villu, sem gengur í gegnum flest eða öll meginrit okkar um jarðelda, og er meðal annars tekin athugasemdalaust upp í Sögu Íslendinga í Vesturheimi, sem er nýútkomin.
6. Árið 1510 segir Biskupsannáll, að eldur hafi verið uppi bæði í Trölladyngjum og Herðubreið (Safn. t, s. Isl. I., bls, 44). Engin ástæða er til að rengja þetta, þótt aðrar heimildir geti þess eigi. Af því má ráða, að gos þessi hafi verið fjarri mannabyggðum og ekki valdið tjóni. Samtímis er mikið Heklugos, sem vitanlega dró að sér mesta athygli. Þá eru Trölladyngjugosin talin og er hér litlu við að bæta. Þó má geta þess, að þeir Eggert og Bjarni telja, í ferðabók sinni, Trölladyngjur og Herðubreið í Ódáðahrauni, mikil eldfjöll: „Der har sprudet en forfærdelig Ild i gamle Dage.” Þetta hefðu þeir tæplega gert, ef ekki hefðu farið sögur af gosum þessara fjalla.
Við megum ekki gleyma því, að þeir Eggert og Bjarni eru um 200 árum nær hinum sögulegu frásögnum um þessi gos heldur en við og gátu því betur dæmt um þetta. Það væri líka dálítið kynlegt, ef Trölladyngjur á Reykjanesi hefðu gosið hvað eftir annað, á tímabilinu 1150—1510, en svo hætt með öllu, en Dyngjufjöll, sem nú gjósa með litlu millibili og öll bera augljós merki eldsumbrota frá fyrri tímum, hefðu aldrei bært á sér allan þennan tíma svo í frásögur þætti færandi. Þótt Þorv. Thoroddsen hallist á þá sveif, að Trölladyngjugosin hafi verið á Reykjanesi, þá gerir hann það auðsjáanlega hikandi og ég hygg, hann hefði litið öðruvísi á það mál, ef honum hefði verið ljóst, að Trölladyngjur í Ódáðahrauni voru sama og Dyngjufjöll. Ég tel þetta mikilsvert atriði og hefi álitið rétt að benda rækilega á það, þótt ég telji ekki æskilegt, að nöfnum verði breytt á ný í hið upprunalega horf á þessum slóðum.
Sumum kann að virðast, að ekki skipti miklu máli í hvorri Trölladyngjunni gos þessi hafi verið, en þetta skiptir einmitt miklu máli. Það hefir nokkura almenna sögulega þýðingu og getur haft verulega þýðingu fyrir jarðfræði landsins, og auk þess er ætíð skylt að leita hins rétta og hafa það er réttara reynist.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 1941, Ólafur Jónsson, Trölladyngjur, bls. 76-88.

Trölladyngja

Trölladyngja á Núpshlíðarhálsi.

Jarðfræðikort

Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesskaga. Þar segir m.a.: “Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun og Kapelluhraun 1151 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Kapelluhraun er frá 1150. Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerfum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Þar má finna helstu gerðir íslenskra eldstöðva eins og hraunskildir (dyngjur), gígaraðir, gígahópar og sprengigígir t.d. Grænavatn. Auk þess má sjá sigkatla t.d. Hvirfill og Kistufell”.

Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Þó eru víða smávötn (Djúpavatn, Grænavatn, Seltjörn, Snorrastaðatjarnir, Hvaleyrarvatn og Urriðavatn) og tjarnir (Augun í Krýsuvík, Hraunsfells-Vatnsfells vatnstæðið, Fagradals-Vatnsfells vatnstæðið), bæði í lægðum og gígum. Vatnsstæðin og sum vötnin hafa þótt aðlaðandi selstæði, t.a.m. Hvaleyrarvatn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir sem og Kaldá við Kaldársel.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Selin eru yfirleitt í eldri hraunum en þeim er runnu á sögulegum tíma, enda gróður þar skemmra á veg kominn en í þeim eldri. Nýrri hraunin enn mosavaxin, en önnur víða grasivaxin og klædd lyngi, birki og víði; ákjósanleg til beitar.

Sjá meira um jarðfræði Reykjanesskaga HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Gestahúsið við Garðhús er að öllum líkindum að uppruna elsta húsið í Grindavík, frá því um 1882.
GestahusEftir að það hafði verið gert upp að hluta var það flutt frá Garðhúsum yfir á svonefndan sjómannareit í hjarta bæjarins og betrumbætt þar. Það hýsti um tíma upplýsingamiðstöð bæjarins, en er nú handverkshús.
Flagghúsið er eitt af elstu húsum Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Það stóð að efni til einnig við Garðhús,e n var flutt á núverandi stað ofan við Norðurvör. Í dag er þetta hús upphaf skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur m.a. verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar „Sölku Völku”. Húsið var gert upp fyrir nokkrum misserum.
FlaggGömlu Grindavíkurhúsin eru nú bæði mörg og margvísleg, sum byggð af vanefnum. Þegar gengið er um gamla bæjarhluta, hvort sem er í Þórkötlustaðarhverfi eða Járngerðarstaðahverfi, má berja húsin augum. Flest voru þau byggð úr timbri í byrjun 20. aldar. Mörg þeirra hefur síðustu ár skort samfellt viðhald líkt og sjá má. Mikilvægt er nú, í ljósi tilboðs núverandi ríkisstjórnar, að bretta duglega upp ermar og nýta tilboð um skattaafslátt til endurbóta húseigna svo endurheimta megi duglega hina gömlu mynd þess tíma er þau voru byggð. Með góðum samtakamætti gæti Grindavík orðið til fyrirmyndar í þeim efnum á landsvísu.

Grindavík

Grindavík.

Grindavík

Þessi “Skýrsla um skipströnd í Grindavík á svæðinu frá Hraunsandi til Staðarbergs árin 1850—1927, byrtist í Ægi árið 1927:
1. „Delphin”, frönsk loggorta, strandaði á Kasalóni laust eftir 1850. -Menn björguðust allir. Skip þetta var tekið út sumarið eftir. Keyptu það Sveinbjörn Ólafsson kaupmaður í Keflavík o. fl.
Glitner-2312. „Beta”, dönsk jakt lítil. Rak hún á land í Hrólfsvík, en skipshöfn mun hafa druknað í hafi. Var skipið á leið til Búða með vörur.
3. „Kapracius”, frönsk skonnorta, strandaði á Þorkötlustaðabót. -Menn björguðust allir.
4. „Vega” 30. apríl 1885, þýsk skonnerta, með saltfarm til Reykavíkur, strandaði á Þorkötlustaðnesi. -Menn björguðust allir.
5. „Brise”, frönsk skonnerta, standaði á Arfadal. Skip þetta hafði orðið fyrir ásiglingu á hafi úti og sigldi upp vegna leka, um bjartan dag.
6. „Lonaine”, frönsk skonnerta. Strandaði 28. apríl 1885 á Hraunssandi og var leka um kent. -Menn björguðust allir.
7. „Petit Jean”, frönsk skonnerta. Rak upp á Hraunsfjörur og varð ekki vart við neinn mann. Hafa því að líkindum allir drukknað áður en skipið kom að landi.
8. „Glitner”, norskur galeas. Rak á land á Járngerðarstaðvík 11. júlí 1896. -Menn björguðust allir.
9. „Fortuna”, dönsk skonnerta. Rak á land á Járngerðarstaðavík 29. júlí 1897. -Allir björguðust.
10. „Flora”, norskur galeas. Rak á land á Járngerðarstaðavík 7. júlí 1903. -Menn björguðust.
11. „Oddur”, gufubátur frá Eyrarbakka. Rak á land á Járngerðarstaðavík. -Menn björguðust.
12. „Minna”, þýsk skonnerta. Rak á land á Járngerðarstaðavík 17. júlí 1906. -Mannbjörg.
einar g. einarsson-23113. „Henrij Rheid”, mótorbátur frá Hafnarfirði, Rak á land á Járngerðarstaðavík 16. febrúar 1907. -Mannbjörg.
14. „Engjanes”, botnvörpuskip frá Vídalínsútgerðinni í Hafnarfirði. Strandaði á flúðum utan við Járngerðarstaði, aðfaranótt 3. okt. 1899. Kent um óþektum straum og truflun á áttavita. -Menn björguðust allir.
15. „Rapid”, norskt flutningagufuskip, strandaði á sama stað og nr. 14. Strandið kent, að sést hafi ljós í glugga, er yfirmenn álitu að væri Reykjanesviti, einnig skekkju á áttavita. Þetta skeði 15. nóv. 1899, kl. 3 árdegis. -Menn björguðust.
16. „Anglaby”, enskur togari, strandaði á tanga austan við Karfabás 14. jan. 1902. Drukknuðu þar allir. Skipstjórinn var Nelson, hinn alþekti landhelgislagabrjótur,
17. „Sheldon Abbey”, ensk skonnerta, strandaði á Þorkötlustaðanesi. Var með salt og tunnufarm til Reykjavíkur. -Menn björguðust.
18. „Varonell”, enskur togari, strandaði á flúðum, utan við Járngerðarstaði
20. janúar 1913. Þrír menn druknuðu, en hinum tókst að bjarga.
19. „Karl Markmann”, þýskur togari. Rakst á sker, líklega Þorkötlustaðanes, en losnaði aftur og sökk skipið skamt undan landi 8. des. 1913. —Menn björguðust á skipsbátnum og náðu landi á Sandvík vestan við Reykjanesvita.
20. „Resolut”, mótorkútter frá Reykjavík, strandaði vestan við Hásteina 10. spet. 1916. Hafði stýri bilað. — Mannbjörg.
21. „Schlutrup”, þýskur togari. Strandaði við Stekkjarnef. -Menn björguðust allir.
22. „Anna”, færeyskur kútter, strandaði austan við Staðarberg 3.—4. apríl 1924. Týndust allir menn 15 að tölu; ráku 9 á land og voru jarðsungnir hér í Reykjavík 11. apríl. („Anna” hét áður „Sléttanes” og var keypt héðan).
23. „Ása”, togari H. P. Duus verslunar í Reykjavík. Strandaði á flúðum vestan við Járngerðarstaði. Áttavitaskekkju kent um. -Allir björguðust. (Skipið nýtt).
24. „Hákon”, mótorkútter frá Reykjavík. Strandaði við Skarfatanga 9. maí 1926. Sigldi á land í svörtum bil. -Menn björguðust í skipsbátnum.

Sjóslys

Sjóslys.

 Þessa skýrslu um skipaströnd hefir hr. kaupmaður Einar G. Einarsson í Garðhúsum tekið saman eftir beiðni, og bætir eftirfarandi við:
„Til skýringar skýrslu þessari vil ég taka þetta fram, að hún er skrifuð eftir minni og ekki þar stuðst við nein heimildarrit eða minnisbækur og vegna þess er flestum ártölum slept, samt geri ég ráð fyr að hún sé í öllum aðalatriðum rétt og að ekki sé neitt skip rangtalið, sem hér hefir strandað á þessu timabili.
En frekari upplýsingar um þetta má eflaust fá í Þjóðvinafélagsalmanakinu, yfir þann tíma, sem það nær, svo og í bókum Gullbringusýslu, þvi fram til síðustu tíma voru öll skipströnd meðhöndluð af sýslumönnum.
5 skip eða nr. 8—12 í skýrslunni, hafa slitnað upp á Járngerðarstaðavík. 2 skip, nr. 2 og 7 hafa sennilega rekið mannlaus á land, skipshafnir verið búnar að skilja við þau, eða hafa druknað á rúmsjó, og 2 skipin, nr. 5 og 6, líklega siglt viljandi á land.

Sjóslys

Sjóslys.

Öll hin skipin, 15 að tölu, hafa strandað af einhverjum atvikum, sem menn ekki hafa getað ráðið við, og þá líklega í mörgum tilfellum, að einhverju leyti, af skekkju á áttavitum. Í því sambandi mætti ef til vill geta sér til, að hraunið hér, sem alstaðar liggur út í sjó, kunni að vera mengað þeim efnum (járni), er hafi áhrif á áttavitana.

Garðhúsum 27. júní 1927. (Sign.) Einar G .Einarsson.

Skýrslan og skýringar þessar eru settar í „Ægi” til þess að benda á, að hér muni eigi vanþörf að vita verði hið bráðasta komið upp. Síðasta Alþingi hafði þetta með höndum og munu undirtektir hafa verið hinar bestu og að sögn vitamálastjóra, mun viti verða reistur á Hópsnesi á komandi sumri.

Sjóslys

Sjóslys.

Til áréttingar því, sem hr. Einar G. Einarsson segir um áttavitaskekkju á þessum slóðum, sem sjómenn hafa orðið varir við, geta þar einnig verið óreglulegir straumar, sem mönnum er það ekki hulið, að vegna jarðskjálfta, hefir komið fyrir að Reykjanesviti hefir ekki logað þegar hann átti að gjöra það. Er því brýn nauðsyn, að fyrirhugaður viti í Grindavík, sendi frá sér ljós, sem sé vel aðgreint frá Reykjanesljósinu, svo aldrei komi það fyrir, að skip, sem úr hafi koma, geti vilst á þeim. Hafi orðið að slökkva ljósið á Reykjanesvitanum i fyrra vegna jarðskjálfta, getur hið sama orðið í ár og önnur ár. Enginn segir fyrir, hvenær skip þurfi a Reykjanesvita að halda; getur það orðið jafnt í jarðskjálfta, þegar ekki er auðið að sýna ljós, og þegar alt er í lagi; en sökum þessa mikla ókosts Reykjaness fyrir sjófarendur, virðist svo, sem brýn nauðsyn heimti, að Grindavíkurvitinn verði góður viti vegna þess, að svo getur viljað til, að hann verði eini landtökuvitinn á þessum hættulegu slóðum.
(Ég hef bætt ártölum og mánaðardögum inn í skýrslu Einars eftir föngum).

Reykjavík, 15. okt. 1927. Sveinbjörn Egilson”

Heimild:
-Ægir, 20. árg. 1927, bls. 220-222.

Grindavík

Grindavíkurbrim.

Þingvellir

Guðmundur Davíðsson ritaði um “Vegakerfið á Þingvöllum” í Alþýðublaðið árið 1940:
“Nokkru fyrir aldamótin síðustu var gerður akvegur frá Reykjavík til Þingvalla. Hann er lagður, eins og kunnugt er yfir há-Kongsvegur-231Mosfellsheiði, bak við alla bæi í Mosfellssveit og kom því sveitinni að engum notum. Hann var nokkurskonar öræfavegur. Meðfram honum var nálega hvergi snöp handa ferðamannahestum um há sumarið og undir snjó lá hann allan veturinn. Nú er hætt að nota hann að mestu. En í annan stað er búið að gera veg gegnum Mosfellssveit, yfir lág heiðina og til Þingvalla. Hann var lagður í tilefni af Alþingishátíðinni 1930.
Þegar búið var að leggja háheiðarveginn austur á bak við Skálabrekku var um tvær leiðir að velja með hann ofan á Þingvelli. Annaðhvort varð að fara með hann skáhalt austur aið Þingvallavatni og upp með því, nálægt gömlu þingmannaslóðunum, upp á Þingvelli, eða norðaustur fyrir neðan túnið á Kárastöðum og ofan í Almannagjá, og var sú leið valin. Verkfræðingurinn, sem þá var, áleit að heppilegra væri að leggja veginn upp með vatninu, og mældi þar fyrir honum. En þetta fór öðruvísi en ætlað var. Ráðin voru tekin af verkfræðingnum. Honum var boðið að hætta við að fara með veginn þessa leið, en taka hina leiðina, þar sem vegurinn liggur nú, ofan í Almannagjá. Að þessu lágu þau atvik, sem nú skal greina. Bóndanum, sem þá var á Kárastöðum, var það ljóst — að loku var skotið fyrir það, að hann hefði mikinn hagnað af greiðasölu, ef vegurinn lægi fjærri bænum upp með vatninu. Hann gerði sér vonir um, að gestir, á leið til Þingvalla, mundu frekar slæðast heim að bæ sínum, ef vegurinn lægi rétt hjá túninu. Bóndi fór því á fund prestsins á Þingvelli og fékk hann á sitt mál til að fá ráðstöfun verkfræðingsins breytt. Prestur talaði við landshöfðingja um þetta mál. Eftir þessa krókaleið, á bak við verkfræðinginn, bar bóndi sigur úr býtum. Þannig varð hagnaðarvon, lítilsiglds kotbónda, af greiðasölu, orsök til þess að skemmdar voru ýmsar merkar sögumenjar á Þingvöllum og stór spillt útliti staðarins. Í tilefni af veginum voru hús reist á óheppilegum stöðum innan fornu þinghelginnar, gerð spjöll á jarðvegi og fornum búðarleifum, vegir lagðir og troðnir stígar um vellina þvera og endilanga.
Ríkið hefir orðið að kosta stórfé til” að afmá lýtin á Þingvöllum, þó aldrei verði það hægt um sum þeirra, einungis fyrir glappaskot að leggja veginn um Almannagjá, en ekki upp með Þingvallavatni, eins og upphaflega var ráð fyrir gert.
Árið 1896 var farið með veginn ofan í Almannagjá um svonefndan Kárastaðastíg. Þar var áður einstígi upp úr gjánni. — Sögulegast við hann er það, að sagt er, að Flosi Þórðarson og Eyjólfur Bölverksson hafi gengið þarna upp á efri gjábakkann árið 1012, er Eyjólfur þáði mútu til að taka að sér vörn í brennumálinu. En það atvik varð einn aðdragandinn að bardaga á Alþingi. Þegar vegurinn var lagður, voru klappirnar þarna sprengdar og rifnar niður.
Miklu stórgrýti Kongsvegur-233var rutt óreglulega í neðri vegkantinn. Meðfram berginu var gerð mikil uppfylling undir veginn og aflíðandi halli ofan í gjána. Niðri í Almannagjá voru leifar af stórri fornmannabúð, sem giskað var á að Gestur Oddleifsson, spekingurinn frá Haga á Barðaströnd, hafi átt. Þær voru þurrkaðar út með öllu.
Þegar komið var með veginn að Drekkingarhyl var þar öllu umturnað. Sprengt úr gjábakkanum og stórgrýti dembt ofan í hylinn þar, sem hann var dýpstur. Trébrú var síðan lögð yfir gljúfrið þar, sem áin féll úr hylnum og ofan á vellina. Vegurinn var lagður stuttan spöl austur fyrir brúna, var þá hætt við hann í það sinn. Það mátti afsaka, að vegurinn var lagður eftir gjánni og jarðrask, sem af því stafaði, ef ekki hefði verið um aðra leið að gera, en það var síður en svo, eins og áður er sagt. Oft kemur fyrir að vegurinn í gjánni verður ófær af snjó frá hausti og fram á vor, kemur hann þá engum að gagni. Konungskomu ár var 1907. Í tilefni af því var þá byrjað á veginum aftur, þar sem áður var fráhorfið. Nú var gerð skörp beygja á veginn og hann lagður þvert yfir miðja Neðri vellina (Lögréttuvöllinn forna) og suður með hraunjaðrinum fyrir endann á Flosagjá, en þar var gerð einhver sú krappasta bugða, sem til er á þjóðvegi hér á landi.
Tveimur vögnum með hestum fridrik VIII - 231fyrir, varð ekki ekið eftir bugðunni, hvorum á eftir öðrum, nema maður fylgdi hverjum hesti til að koma í veg fyrir útaf keyrslu. Þarna hefir bifreiðum verið ekið útaf veginum, minnsta kosti 5 sinnum síðan 1930, þó hefir ekkert slys hlotizt af. Trébrú var lögð yfir Nikulásargjá. Hún var látin víkja fyrir steinsteypubrú laust fyrir 1930. Eftir að gjáin var brúuð 1907, var farið að grýta ofan í hana peningum. Síðan fékk hún nafnið „Peningagjá.”
Veginum var haldið áfram frá gjánni, austur hraunið að Vellankötlu. Þar hvíldist vegagerðin í 30 ár. En vegurinn frá Þingvöllum þangað austur var lagður í eins dags nauðsyn, eða eingöngu til þess, að hægt væri að aka konungi yfir hraunið, sem þó aldrei þurfti á að halda. Vegurinn var í síðan kallaður “Konungsvegur”. Þar, sem vegurinn var lagður með hraunjaðrinum, frá Neðri völlunum, sást á stöku stað votta fyrir leifum af fornum búðum. En menjar þeirra hurfu algerlega eftir að vegurinn kom. Á þessari leið var Brennugjá. Henni var einnig að mestu leyti spillt með því að hlaða veginn upp þvert yfir hana, þar sem hún opnast úr hrauninu fram að Öxará.
Um 1920 var loksins farið að byrja á að hlynna eitthvað að Þingvöllum. Vegurinn, sem lagður var 1907 þvert yfir Neðri vellina var tekinn í burtu og lagður í víðri bugðu á klöpp milli Efri og Neðri vallanna, þar sem lítið bar á honum. Var síðan sléttað rækilega yfir vegarstæðið á völlunum og öll sár grædd, sem af því stöfuðu.
Thingvallavegur gamli-231Gistihúsið „Valhöll” var rétt austan við Neðri vellina, við hina svonefndu Kastala, árið 1898. Var talið víst að því hafi verið hlassað þarna of n í æfa gamla búðartóft. Þetta var mjög óheppilegur staður. Þarna var gert ýmiskonar jarðrask, sem enn sjást merki, og áberandi óþrifnaður dreifðist út frá húsinu í allár áttir. Enginn vegur var lagður sérstaklega heim að húsinu, en þar mynduðust útflattir troðningar eftir bifreiðar, hesta og gangandi fólk. Rétt fyrir Alþingishátíðina, þegar húsið hafði staðið þarna í 30 ár, var það flutt vestur fyrir Öxará, þar sém það stendur nú. Jafnað var yfir gamla grunninn og þakinn með torfi og reynt að bæta úr áberandi jarðraski kringum hann.
,,Konungshúsið” var reist 1906 vestan við Efri vellina upp við hallann gegnt Öxarárfossi. Móttökunefnd konungskomunnar valdi því þennan stað, vegna þess, að fossniðurinn heyrðist þarna svo vel heim að húsinu. Heppilegra var þó að láta það standa austan við vellina. Þaðan mátti sjá fossinn hverfa ofan í gjána og líka heyra í honum. Þessi ráðstöfun hafði í för með sér að lagður var götuslóði eftir eridilöngum Efri völlunum heim að húsinu. Nokkrurn árum síðar var hann aflagður, en gerður vegur ofan frá húsinu þvert austur yfir vellina, og beygður í rétt horn með hraunjaðrinum heim að „Valhöll.” „Konungshúsið” var flutt um sama leyti og „Valhöll” vestur fyrir Öxará, eftir að hafa staðið þarna í liðlega 22 ár, en þvervegurinn var látinn óhreyfður. Nú er hann eingöngu notaður af gangandi fólki, sem þarna á leið upp í Almannagjá.
Enn hefst nýr þáttur í vegagerð á Þingvöllum í tilefni af undirbúningi Alþingishátíðarinnar 1930. Þá var lagður akvegur norður Efri vellina, eftir endilöngum Leirum og upp fyrir Almannagjá um svo nefndan Leynistíg, var hann látinn koma á Kaldadalsveginn fyrir sunnan Ármannsfell. Annar akvegur var lagður frá „Konungsveginum” fyrir austan Þingvallatúnið og vestur með suðurjaðri þess, yfir nýgerða steinsteypubrú á Öxará og heim á hlað í „Valhöll.” Fyrir vestan brúarsporðinn var enn lögð akbraut suður á móts við „Konungshúsið.” Braut þessi var byrjun á vegi, sem gert var ráð fyrir að síðar yrði lagður með Þingvallavatni, eða sömu leið og áætlaða vegarstæðið frá 1896. Gamla tröðin heim að Þingvallabænum var endurbætt um þetta leyti og gerð fær bifreiðum, en steinlagður, vegspotti, sem lagður var, fyrir nokkrum árum heim túnið á bak við kirkjuna, tekinn í burtu. Þá var gerður steinlagður göngustígur ofan með kirkjugarðinum, að norðanverðu fram á Öxarárbakkann, og nokkrum árum síðar haldið áfram með hann suður að Öxarárbrú, enda var þá búið að leggja niður tröðina, sem frá fyrri tímum lá frá bænum suðaustur í gegnum túnið. Er nú þarna opin leið fyrir þá, sem koma norðan frá völlunum vilji þeír stytta sér Ieið, heldur en að fara hringinn austur fyrir túnið og heim að „Valhöll.”
Eru nú taldir allir vegir á Þingvöllum, sem gerðir hafa verið af mannahöndum í seinni tíð. Flestar götuslóðir, troðnar af hestafótum á víð og dreif um Þingvelli, voru nú lagðar niður og græddar út. Þær gátu ekki lengur fullnægt farartækjum eða umferðarþörfinni. Dagar þeirra voru því taldir, hvort sem var.
konungshusid-231Þingvellir eru viðkvæmari staður, ef svo mætti segja, en nokkur annar blettur á Íslandi. Við svo að segja hvert skref þar, eru tengdir einhverjir sögulegir viðburðir frá fyrri tímum. Öll nýbreytni á þessum stað í vegagerð, húsabyggingum eða öðrum mannvirkjum, sem til lýta mega teljast, er hliðstæð því að skafa út letur á fornu og dýrmætu skinnhandriti og krota í staðinn aðra óskylda stafi.
Fyrir austan Öxará hefir miklu verið kostað til að bæta úr lýtum, sem stöfuðu frá ýmsum nýgerðum mannvirkjum, akvegir færðir til og vegarstæðin grædd út, vellirnir sléttaðir, hús, sem þarna voru til óprýðis, flutt á ánnan stað að undanskildu einu, timburkofanum við Efri vallargjána, sem enn hefir ekki verið þokað. Ýmislegt fléira er eftir að taka þarna í burtu, sem lítil prýði er að. Eitt af því er girðingafarganið á völlunum.
Þegar eftir Alþingishátíðina kom það brátt í ljós, að engin leið var að halda völlunum óskemmdum vegna bifreiðaumferðar. Ekið var yfir þá þvert og endilangt og rist ofan í þá djúp hjólför. Þá var það ráð tekið að girða þá með vírneti og gaddavír. Þetta var neyðarúrræði, en varð ekki komizt hjá því. Til þess að hægt sé að losna við girðingarnar á völlunum verður fyrst að breyta þar vegi og umferð frá því, sem nú er. Skal nú skýrt frá, hvernig það má gera.
Það stendur til að krappa bugðan við Flosagjá, frá 1907, verði bráðlega tekin af með því að sveigja veginn í víðari bugðu örfáum vegagerd fyrrum-233metrum norðar, þvert yfir gjána. Verður þá að sprengja allmikið úr öðrum gjábakkanum og auk þess að flytja að mikið grjót til að fylla upp gjána, sem þarna er hyldjúp. Efnið í uppfyllinguna hefir mönnum dottið í hug að sprengja úr berghlein í Almannagjá rétt við alfaraveginn. Ef að þessu yrði horfið, væru gerðar hér tvenns konar skemmdir. bæði þar, sem efnið er tekið, og á staðnum, sem það er látið. Um það verður ekki deilt, að stór lýti yrðu á báðum stöðunum. Þegar vegurinn var færður af Neðri völlunum, var gengið svo vel frá vegarstæðinu, að hvergi sást hvar það hafði legið. Við Flosagjá verður ekki hægt að fara eins að. Krappa bugðan , myndi verða látin standa óhreyfð þó að hin kæmi. Þá yrðu þarna framvegis tvær bugður, hvor við hliðina á annari, til stórra lýta í augum allra, sem um veginn fara.
Bugðan á veginum við Flosagjá eins og hún er nú veldur engum öðrum farartækjum slysahættu nema bifreiðum. Er þá hægt að gera hana óskaðlega hvað þær snertir með öðrum hætti en að breyta henni?
Hér að framan hefi ég bent á, að allur bifreíðaakstur ætti að leggjast niður eftir vegum um Þingvelli, frá nýju þjóðleiðinni eftir að hún er komin. Ef þetta yrði framkvæmt, hyrfi bifreiðaumferð um kröppu bugðuna við Flosagjá. Hún er þá orðin hættulaus og því óþarft að breyta henni, en gangandi fólki veldur hún engum slysum.”
G.D.

Heimildir:
-Alþýðublaðið 5. mars 1940, bls. 2-3.
-Alþýðublaðið 6. mars 1940, bls. 3-4.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Gjásel

Í umföllun um selin á Reykjanesskaga vestan Esju verður lýst tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, notkun, aldri, umfangi og hvernig umhorfs var í sumum þeirra um síðustu aldamót (2000). Bornar eru saman upplýsingar úr NesselJarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 við sel, sem þekkt eru á Skaganum og reynt að lýsa hvernig sel á svæðinu voru frábrugðin seljum annars staðar á landinu með hliðsjón af skrifum Egons Hitzlers. Einnig voru skoðuð skrif Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel. Meðfylgjandi eru síðan skrif fólks um sel á afmörkuðum hlutum Reykjanessins er birt hafa verið, s.s. Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin. Loks fylgja með lýsingar höfundar á mörgum seljanna er skoðuð voru árið 2000, tafla um fjölda þeirra og staðsetningu sem og ljósmyndir (153) og uppdrættir (27) af seljum og seljasvæðum.

Þá er fjallað um fornleifar, gildandi lög og reglugerðir um þær og mikilvægi þess að varðveita minjar, sem geta haft sögulegt gildi eða tengjast lífsháttum fólks og atvinnuháttum í gegnum aldir.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Samkvæmt rituðum heimildum, frásögnum staðkunnugra manna og eftir nákvæma leit á svæðum, sem líklegar selstöður gætu verið að finna á Reykjanesi, liggur fyrir að selin hafi a.m.k. verið 139 talsins á 102 stöðum . Þau hafa öll nema eitt verið skoðuð og staðsett. Þórusel, sem vera á skammt ofan við Reykjanesbraut á Vatnsleysuströnd, hefur ekki verið staðsett af nákvæmni því að a.m.k. tveir staðir í og við hraunhóla koma til greina, en óverulegar minjar eru á báðum stöðunum. Einnig segir í heimild að jörðin hafi átt selstöðu “þar sem kallaðar eru Fornuselshæðir” [Sýrholt], en verið aflögð. Þá eru þrjú sel horfin með öllu, þ.e. Reykjavíkurselið í Ánanaustum, Hraunsholtsselið við Flatahraun og sel frá Kalmannstjörn undir Stömpum. Fyrrnefndu selin voru eyðilögð af mannavöldum en hið síðastnefnda “eyddist að mestu fyrir sandi” .

Þorkelsgerðisból

Þorkelsgerðisból.

Þrátt fyrir að miklu hafi verið safnað um fornminjar og mannvirki á Reykjanesi og margt skráð og skrifað um búskaparhætti hefur seljunum lítill gaumur verið gefinn. Brynjúlfur Jónsson fór t.a.m. um Reykjanesið skömmu eftri aldarmótin 1900 og leitaði og skráði minjar, en ekkert um sel. Í söfnun Magnúsar Grímssonar um fornminjar á Reykjanesi tókst honum að fara um allt Nesið og safna miklu efni án þess að minnast á eitt einasta sel.

Nessel - tóftir

Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, landfógeta, um Lýsingu Gullbringusýslu og Kjósarsýslu er getið þess merkasta í hverri sókn. Einungis í tveimur þeirra er minnst á sel. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir að “nú brúkar enginn hér selstöður og séu Garðar undanteknir, sem höfðu pening í seli til 1832. Hafa ei selstöður héðan verið brúkaðar í næstliðin 50-60 ár”. Geir Bachmann segir og í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 að “Staður eigi selstöð á Selsvöllum sem og allir bæir í sókninni, nema Hraun, sem hefur í seli litlu vestar..… Vanalegt er að hafa í seli 8du viku sumars og aftur í 16 eða síðast í 17 viku af sumri, nema óþurrkar hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum”.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar tófta seljanna var leitað og þær skoðaðar árið 2000 var hægt að ganga að sumum þeirra á vísum stöðum, en að öðrum þurfti að leita oftar en einu sinni. Tóftir fundust á fjórum stöðum þar sem líklegt má telja að haft hafi verið í seli, a.m.k. um tíma, þrátt fyrir að staðanna sé hvergi getið. Einn þeirra er í Hnúkunum og annar vestast í landi Lónakots, svo til alveg niður við sjó, sem reyndar er óvenjuleg staðsetning á seli miðað við staðsetningu annarra selja á Reykjanesi. Hafa ber þó í huga að hið eiginlega Lónakotssel neðan við Krossstapana var talið lélegt og þaðan hafi þurft frá að hverfa vegna vatnsskorts í þurrkum.

Seltóftir

Minjarnar vestan Lónakots gætu bent til þess að selið hafi verið fært þangað niður eftir vegna þessa, en það er, ef marka má mannvirki, sem þar eru, mun yngra. Þau bera þó öll merki seljabúskapar, s.s. tvískiptur stekkur, kví, tóftir með selshúsalagi, fjárskjóli og gerði og jafnvel nátthagi og rétt. Ekki er útilokað að þaðan hafi einnig verið gert út með einhverju lagi vegna nálægðarinnar við sjóinn. Sjóbúðin í Lónakoti var þó á sjávarkambinum svo til neðan við bæinn. Tóftir í Hnúkunum virðast hins vegar miklu mun eldri. Við þær er holur hraunhóll. Í honum og við eru manngerðar hleðslur. Skammt norðan við tóftirnar er gott vatnsstæði í gróinni dalkvos. Hvorugar þessara minja hafa verið skráðar svo vitað sé þar til nú. Þá er minja, sem fundust við leit á Garðaflötum, ekki getið annars staðar en í þjóðsögu af leifum bæjar, sem átti að vera þar “áður en hraunið rann”.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Í sögunni áttu Garðar að hafa verið þar áður en fólkið flúði undan hrauninu með lampa. Átti það, skv. sögunni, að reisa sér bæ að nýju þar sem ljósið slokknaði. Það mun hafa verið þar sem Garðar og Garðakirkja eru í dag. Í gróinni brekku við norðaustanverða vellina eru nokkrar tóftir, garður, hringlaga gerði og mannvirki er gæti hafa verið kví eða stekkur. Fornar kirkjulýsingar frá Görðum benda til þess að staðurinn hafi nýtt Selgjá, Búrfellsgjá og jafnvel Garðavelli sem selstöðu. Loks má telja líklegt að Rauðshellir norðan Helgadals hafi verið notaður fyrir selstöðu því við hann er að finna gamlan, næstum jarðlægan, stekk. Í grunnu grónu jarðfallinu gætu verið leifar húss og við op hellisins eru hleðslur líkt og í öðrum fjárskjólum við sel á Reykjanesi. Einnig eru sambærilegar hleðslur inni í hellinum að vestanverðu. Nefndur stekkur hefur ekki fyrr verið skráður. Tóftir og fjárskól á tveimur stöðum Selvogsheiði, vestan Hellholts, hafa heldur ekki verið skráð, en þar eru hús á tveimur stöðum, stekkir sem og fjárskjól með hleðslum.

Hvassahraunssel

Þjóðsögur hafa tengst seljum, s.s. um samskipti huldumanna og selráðskvenna, dráp (nykur varð selráðskonu að bana við Hvaleyrarsel um 1880 ), hróp í Kirkjuvogsseli o.fl., en þær sögur verða ekki raktar hér.

Í ritgerðinni er fjallað um mannvirkin í og við selin, s.s. fjárskjól, stekki, kvíar, brunna, nátthaga, réttir, vatnsstæði, garða og gerði. Einnig leiðir (stíga og götur) að sumum þeirra.

Getið er um og vitnað til fyrri skrifa og heimilda um sel og selsbúskap hér á landi, s.s. skrifa Daniel Bruun um selbúskap, Jónasar Jónassonar, Ólafs Þ. Kristjánssonar og Sigurlínar Sigryggsdóttur um lífið í seljum. Þá hefur verið farið yfir margt, sem ekki var talið ástæða til að tiltaka að þessu sinni, bæði vegna þess að meginefnið kemur fram annars staðar eða vegna þess að umfangið var þegar orðið of yfirgripsmikið. Það bíður því annars tilefnis og betri tíma.

Sjá meira um einkenni seljanna á Reykjanesskaga HÉR.

Sel

Sel vestan Esju – ÓSÁ.