Selatangar

Gengið var um Katlahraun frá Moshólum. Jón Jónsson, jarðfræðingur, gaf hólunum þetta nafn. Taldi hann þá með merkilegri jarðfræðifyrirbrigðum landsins því í þeim mátti sjá þverskorinn eldgíg (gjall- og klepragíg) sem átti sér fá fordæmi í heiminum. Ekki leið þó á löngu að vegagerðarmenn komust í gíginn og eyðilögðu merkilegheitin.
MoshólarMoshólar eru leifar af eldri gígaröð en þeirri er nálægt hraun, Ögmundarhraun, kom frá árið 1151. Frá þeim liggur falleg hrauntröð til suðurs, áleiðis að Katlinum (Borginni) í Katlahrauni (Borgarhrauni). Katlahraun er á náttúruminjaskrá.
Áður en haldið var í Katlahraun var leitað fararnestis hjá Kristjáni Sæmundssyni, jarðfræðingi Íslands nr. eitt. Kristján brást vel við að venju:
„Ég á svo sem ekki mikið um hraunið. Veit þó um aldurinn, en hann er um 2000 ár. Niðri undir sjó skammt vestan við Selatanga (byrgin) er heilmikið jarðfall í hrauninu. Áður en það myndaðist hefur orðið fyrirstaða í rennslinu og hraunið bunkast upp. Yfirborðið hefur storknað og hraunbráðin síðan hlaupið fram undan bungunni. Klóruför sjást hér og þar, þar sem yfirborðshellan hefur strokist við innveggi jarðfallsins.
Ketillinn í KatlahrauniÞetta er fágæt hliðstæða við Dimmuborgir nema þar er meira gjall í bungunni. Innar á hrauninu, norðvestur af jarðfallinu, eru minni dokkir, en þær held ég að hafi ekki myndast við undanhlaup, heldur við írennsli í hraunið sem áður var storknað efst og neðst, en tjakkaðist við það upp, og dældir urðu til þar sem það var gegnstorkið.“
Við þetta bætti svo Kristján: „Smáviðbót við Katlahraun. Moshólar eru suðvesturstu gígarnir á langri gossprungu sem nær norðaustur í Trölladyngju (í vesturhlíðinni). Afstapahraun kom upp í þessu sama gosi úr gígnum skammt vestan við Hverinn eina. Mig minnir að aðalgígurinn þar heiti Melhóll [Moshóll]. Afstapahraun var lengi talið hafa runnið eftir landnám, en það er ekki svo.
Katlahraun - standurÉg gróf víða á því í fyrrasumar og landnámsöskulagið (frá 871) er ofan á hrauninu sem og annað lag um 1400 ára gamalt. Fékk svo Magnús Sigurgeirsson (aðalsérfræðinginn í öskulögum á Reykjanesskaga) til að skoða með mér. Hann staðfesti.“
Framangreindar upplýsingar Kristjáns eru fyrir marga hluta áhugaverðar. Í fyrsta lagi upplýsir hann um aldur Katlahrauns, en þær upplýsingar hafa ekki legið á lausu hingað til. Í öðru lagi segir hann frá myndun Ketilsins og nálægra jarfræðifyrirbæra. Í þriðja lagi upplýsir hann í fyrsta skipti um raunaldur Afstapahrauns. Í fjórða lagi getur hann um uppruna hraunsins og í fimmta lagi kynnir hann samhengi Moshóla við aðrar eldstöðvar, alveg upp undir suðvesturrætur Trölladyngju. Allur þessi stutti, en mikli, fróðleikur gerir svæðið ennþá áhugaverðara til skoðunnar.
KatlahraunsskjólÞegar gengið var um Katlahraun mátti vel bæði sjá og finna hversu slétt helluhraunið er. Kvikan hefur verið þunnfljótandi og runnið í átt til sjávar líkt og vatn. Hin minnsta fyrirstaða hlóð upp tjörnum, sem kvikan bræddi sér leið framhjá. Þess vegna má víða sjá litla katla, sem myndast hafa við þessar aðstæður. Miklar hrauntraðir liggja frá Moshólum áleiðis niður í Ketilinn. Nýrra hraun (apalhraun) hefur runnið ofan frá og umleikið Moshóla. Hraun þetta virðist vera úr gíg undir Höfða og inn undir Selsvöllum. Leggjarbrjótshraun og Skolahraun eru hluti af þeim.
Aðspurður um framangreint svaraði Kristján: „Það er verið að vinna í nýju korti af þessu hrauni. Það verður klárað í næsta mánuði [jan. 2010].
Það er gamalt hraun á smábletti ofan við Moshóla.
HöfðiNA-framhald gossprungunnar í Moshólum er utan í Höfða að austan. Hraunið úr þeim gígum hefur runnið fram milli Núphlíðar og Moshóla. Það nær langleiðis niður að Selatöngum.
Næsti kafli gossprungunnar er austan við Sandfell. Þaðan eru Leggjabrjótshraun (vestan við Höfða) og Skolahraun (austan við Sandfell).
Gossprungan heldur svo áfram inn úr og liggur nærri Selvallafjalli þar til kemur að Selvöllum. Þá víkur hún vestur og er vestan við Vellina. Sá kafli hennar endar í Melhól.
Innsti kafli hennar er svo utan í Trölladyngju (nær reyndar suður fyrir Sogalækinn) og endar loks í Eldborg.
Þessir gígar og hraun er allt af svipuðum aldri, um 2000 ára.
Ég á von á C14-aldursgreiningu á kvistum undan hrauni við Trölldyngju neðst, aðeins sunnar en þar sem vegurinn frá Oddafelli þverbeygir suðvestur með henni.
Það hraun tilheyrir þessu sprungugosi.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Selatangar

Gengið um Katlahraun og nágrenni.

 

Glóra

Á Álfsnesi á Kjalarnesi eru tóftir þriggja bæja, Álfsness, Glóru og Niðurkots. Lítið er til af heimildum um þessi gömlu kot, en talsverðar leifar sjást enn eftir búsetu á Nesinu.
Bæði Glóra og Niðurkot eru í raun ágæt dæmi um heilstæðar

Álfsnes

Álfsnes – loftmynd.

búsetuminjar, annars vegar frá 19. öld og hins vegar frá 17. öld. Flestar eldri minjar við bæinn Álfsnes eru horfnar undir núverandi íbúðar- og útihús, en þessar minjar hafa fengið að vera svo til óraskaðar allt fram á þennan dag.
SORPA er með urðunarstað á Álfsnesi, en ekki er að sjá að þar hafi verið hróflað við minjum. Þær minjar, sem næst standa, eru 19. aldar fjárhústóft frá Álfsnesi. Háir moldarbakkar eru fast við tóftina, en hún hefur fengið að standa vestan í Háheiðarmýrinni, austan við Álfsnesbæjarins.

Nýr Vesturlandsvegur; Sundabrautin svonefnda, á að liggja um þetta svæði. Við það mun verða verulegt rask og ef ekki verður að gætt munu minjar framangreindra bæja (hjáleiga), hverfa eins og aðrar slíkar á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Álfsnes

Álfsnes – Glóra / Urðarkot; loftmynd.

Segja má að minjar nær allra bæja, sem núverandi byggð stendur á, hafi verið þurrkaðar út (að Árbæ undanskyldum). Dýrmætustu minjasvæðin, sem eftir eru næst höfðuborgarsvæðinu, eru Þorbjarnarstaðir í Hraunum, sunnan Hafnarfjarðar, og þessir bæir, sem hér er fjallað um. Stundum þarf einungis örlitla hugsun og frumkvæði til að koma í veg fyrir varanlegan skaða. Ágætt dæmi voru framkvæmdirnar við Tjarnargötu í Reykjavík á fimmta áratug síðustu aldar. Ef einungis einn maður hefði staðið keikur gegn byggingaráformum Hjálræðishersins og húss Happdrættis Háskólans; og sagt sem svo: „Færum okkur 50 metra ofar í landið“ þá ættu landsmenn nú elstu minjar búsetu hér á landi (talið er víst að bær Ingólfs hafi verið þar sem fyrrnefnd hús standa nú).

Brunnur Glóru

Oft munar ekki meiru milli feigs og framtíðar þegar minjarnar eru annars vegar. Allt og oft hafa misvitrir forsvarsmenn skipulagsmála fengið að ráða ferðinni. Þeir hinir sömu virðast, af dæmum að meta, hvorki hafa þekkingu né áhuga á fortíðinni og hafa því, hingað til a.m.k., komist upp með að eyðileggja ómetanlega sögulega verðmætasköpun framtíðarinnar.
Þegar FERLIR kom á svæðið var dagsbirtan u.þ.b. að sigra næturmyrkrið á einum dimmasta degi ársins. Við blöstu urðunarhaugarnir og lyktin var eftir því. Loftmyndir af svæðinu voru dregnar fram og líkleg mannvirki áætluð.

Álfsnes

Niðurkot / Sundakot – loftmynd.

Minjasvæðin virtust aðallega tvö; Glóra og Niðurkot. Ofarlega á túnum Víðinsess vitist móta fyrir tóftum. Annars er það kapítuli út af fyrir sig hversu erfitt það getur verið fyrir áhugasama einstaklinga að nálgast upplýsingar og fróðleik hjá annars kostnaðarsömum ríkisfyrirtækjum. Að vísu er Örnefnastofun Íslands (Svavar og Jónína) alger undantekning þar frá, en aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki virðast „gleypa“ allar upplýsingar og leggja sig fram við að torvelda öðrum aðgengi að þeim. Rándýrar fornleifaskráningar eru sumar hverjar ekki aðgengilegar nema gegn gjaldi og ef fá á eina loftljósmynd frá Landmælingum Íslands þá kostar hún þúsundir króna.

Túngarður Glóru

Að vísu hefur þetta ekki bitnað svo mjög á FERLIR því á þeim bænum hafa þeir einkaðailar, sem leitað hefur verið til, verið einkar hjálpsamir, auk þess sem þátttakendur hafa jafnan verið sjálfum sér nægir, þ.e. þeir hafa leitað og lesið úr torveldum landfræðilegum upplýsingum líkt og aðrir lesa texta í bókum. Aukinheldur hafa þeir sýnt frábæran árangur, bæði í starfi og námi. Einn nemanna fékk t.a.m. 10.0 í fornleifaskráningu við HÍ. Hinar fjölmörgu lýsingar á vefsíðunni eru ágætt dæmi um þetta. Í dag er svo komið að fornleifafræðingar nota vefsíðuna við störf sín og vita til hennar, bæði í myndum og texta.
Áður en lagt hafði verið af stað var leitað til Bjarka Bjarnasonar, höfundar Sögu Mosfellsbæjar. Hann er auk þess sá aðili er hvað best gjörþekkir sögu og minjar bæjarlandsins. Reyndar tilheyrir svæðið nú sameinuðu Kjalarneshreppi og Reykjavík (frá árinu 1998).

Álfsnes

Tóftir Glóru.

Bjarki Bjarnason svaraðir fyrirspurninni eftirfarandi: „Ég kannast við bæjarnafnið Glóru en hins vegar er hvorki Glóra né Niðurkot nefnt í Jarðabókinni [1703] og hafa væntanlega ekki verið í byggð þá. Aftur á móti eru tvær hjáleigur nefndar í jarðabókinni, annars vegar Landakot, sem þá var nýfarið í eyði, og hins vegar Sundakot. Þessi kot virðast hafa verið hjáleigur frá Þerney“.
Þegar lengra er haldið virðist ljóst að Landakot var hjáleiga Þerneyjar í eyjunni sjálfri. Sundakot virðist að öllum líkindum hafa verið umrætt Niðurkot enda benda tóftirnar til þess að þar hafi verið byggð áður en Jarðábókin var skrifuð (sjá uppdrátt).
Minjar á Glóru - gervitunglamynd
Í Jarðabókinni 1703 er getið um Landakot, Sundakot, Vidernes, Alsnes (Alfsnes), Urðarkot (Hallsneshjáleiga/Glóra) og Háheide, auk Þerneyjar. Um síðastnefndu jörðina segir m.a.: „…Hestlán eitt til alþingiss. Dagslættir tveir til Viðeyjar hvort sem á býr einn eður fleiri, og fæðir bóndinn sig sjálfur síðan í tíð Jóhanns Klein; alt þángað til var þar matur gefinn þrímælt, en nú alleina lítilsháttar af mjólk, tveimur eður þrem, sem lítt mætti einum nægja í senn. Hrísshestar tveir og kann bóndinn þeirra ekki að afla nær en suður í Almenningum, og kostar það þriggja daga tíma.

Þerney

Þerney – bæjarstæðið.

Móhestar oftast tveir, skjaldan einn. Móskurður til eldiviðar, síðan aflögðust skipaferðir í Heidemanns tíð; skal bóndinn skera tíu fóta breiða gröf og þrjátíu fóta lánga… Torfrista og stúnga er eydd í eyjunni að mestu og því sókt á fastaland, og liggur þar annar helmingur þessarar jarðar… Heimræði er árið um kring þegar fiskur gekk til sunda, en verstaða hefur hjer aldrei verið fyrir aðkomandi sjófólk… Selstöðu hefur jörðin til forna um lánga æfi brúkað í Stardal, og fæst hún nú ekki síðan þar var bygð sett… Kirkjuvegur lángur og erfiður.“

Uppdráttur af Glóru

Um Landakot segir: „Hjáleiga, nú í auðn og hefur so verið í 3 ár. Hún var bygð að nýju, þar sem ei hafði fyr býli verið fyrir vel þrjáríi árum… Kvaðir voru mannslán ár um kring og dagsláttur einn, hvortveggja til heimabónda. Item að styrkja til móskurðar á Bessastöðum bóndans vegna… Þessi hjáleiga stendur á eyjunni.“
Um Sundakot segir: „Önnur hjáleiga á fastalandi… Ábúandinn Magnús Hákonarson… Kvaðir eru mannslán árið um kring utan sláttar. einn dagsláttur. Hvortveggja til heimabóndans… Sjávarhlunnindi hefur hjáleigan engin. Átroðningur er mikill. Þessi hjáleiga er eldri en menn til minnast.“
Um Vidernes (Víðines) segir: „Heimræði árið um kring þegar fiskur gekk til sunda, en skipgata löng.“ Víðines er á sunnanverðu Álfsnesi. Bendir þetta til þess að gert hafi verið út frá Þerney þó svo að lending sé víða góð við vestanvert Álfsnes. enda voru kvaðir á jörðinni sbr.: „Kvaðir eru mannslán um vertíð og hálfur skiphlutur utan vertíðar, ella mannslán árið um kring utan sláttar…“

Kjalarnes

Kjalarnes – bæir.

Um Alsnes (Alfsnes/Álfsnes) segir: „Tún og engi meinþýft… Landþröng eru mikil og því er þessari jörð til beitar og annara nytja forn eyðijörð hjer nær, sem kallast Háheiði, segja menn, að þá hafi hjer landskuld aukin verið til helminga fyrir þessarar eyðijarðar brúkun. Stórviðri skaðar stundum hús og hey. Kirkjuvegur er lángur og erfiður. Vatnsból er slæmt en skortir þó ekki fyrir pening. Neysluvatn þarf annarstaðar að sækja.“
Um hjáleiguna Urðarkot (Glóru) segir: „Jarðardýrleiki reiknast með heimajörðinni… Vatnsból er á heimajörðinni. (Í Jarðabókinni er á lausu blaði brjef um Urðarkot og hljóðar svo:
Landskuld í Hallsnesshjáleigu, sem kölluð er Urðarkot eður Glóra, betalast með fiski ef til er eður peningum uppá fiskatal).
Glóra - Álfsnes fjærHér virðist Urðarkot, Hallsneshjáleiga og Glóra vera ein og sama bújörðin, auk þess sem Niðurkot og Sundakot virðast vera þær sömu. Af landamerkjavörðum að dæma er að sjá að Niðurkot hafi tilheyrt Þerney sem og Gunnunes. Þá er ljóst að Víðines hafi verið þess megin fyrrum.
Allt eru þetta hinar merkilegustu upplýsingar í ljósi þeirra minja, sem enn má finna á vestanverðu Álfsnesinu.
Við Glóru má sjá bæði tvöfalda fjárhústóft með miðjugörðum, sauðakofa, matjurtargarða o.fl. Af ummerkjum að dæma virðist Glóra hafa verið byggð upp úr eldri hjáleigu (Urðarkoti og Hallsneshjáleigu), en öll núverandi ummerki benda til 19. aldar býlis (reglulaga með fjórum stöfnum mót vestri), auk þess sem túngarðurinn er enn „reisulegur“ á köflum. Hlaðið er um brunnstæðið norðaustan bæjarins og matjurtargarður gefa góða vísbendingu um síðaldur bæjarins.

Rétt suðvestan Niðurkots

Niðurkot (Sundakot) er augljóst dæmi um 17. aldar bæ, sem fyrr segir. Hann er ekki óreglulegur, en ekki heldur reglurlegur. Fjós er norðan í húsaþyrpingunni, sem er af einfaldri gerð. Baðstofa og búr eru mót vestri, þótt dyr baðsofunnar snúi að Þerney. Lendingin er og var neðan bæjarins, sem bendir til þýðingu hjáleigunnar sbr. Jarðabókina 1703. Haðinn garður og gerði eru vestan, sunnan og austan bæjarins. Tóft, sennilega sauðakofi, er skammt suðaustar (innan túngarðs), og einfalt fjárhús sunnar. Það virðist byggt eftir seinni tíma forskrift og hefur því væntanlega tilheyrt Niðurkoti frekar en Sundakoti. Norðvestar virðist vera hleðsla af fiskgeymsluhúsi og mun vestar er hlaðin rétt í gróningum ofan við ströndina. Vörin og aðallending Þerneyjar er neðan við bæinn, malarfjara, sem enn er notuð til flutnings fólks út í Þerney. Bæjarstæðið þar „kallar“ á lendinguna, enda hefur bæði þörfin og mikilvægið augljóslega verið mikið fyrrum. 

Niðurkot

Í Þerney var kirkja á 13. öld. Á 18. öld var leiguliði bóndans verðlaunaður með konungsúrskurði fyrir haglega gerða garðhleðslu.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Keldum, hefur m.a. skrifað um „Uppruna íslensku kýrinnar og innflutning á lifandi nautgripum og erfðaefni“. Þar segir kemur Þerney við sögu sbr.: „Um landnám mun svipaður nautgripastofn hafa verið á öllum Norðurlöndunum. Samkvæmt tiltækum upplýsingum, sem greint er frá hér á eftir, virðist íslenska kúakynið vera af norskum uppruna. Það er trúlega eitt af örfáum eða jafnvel eina kynið í heiminum sem haldist hefur lítt eða ekki blandað öðrum kynjum jafn lengi eða allt frá því á landnámsöld.
Í Íslandslýsingu sinni frá því um 1590 getur Oddur Einarsson biskup þess, að flestir nautgripir á Íslandi séu hyrndir en kollótt naut komi þó fyrir. Nautgripir frá Danmörku voru nokkrum sinnum fluttir til landsins á 19. öld. Áhrif þess Uppdráttur af Niðurkotiinnflutnings eru talin mjög lítil. Norskur fræðimaður, O. Bæröe, sem ferðaðist um Ísland árið 1902, taldi íslenska nautgripi líkjast mest nautgripum á Þelamörk og í Austurdal í Noregi. Umfangsmiklar blóðrannsóknir voru gerðar á íslensku nautgripunum árið 1962 og samanburður gerður við nautgripakyn í Noregi. Niðurstaðan var sú að íslenskir nautgripir höfðu mjög svipaða blóðflokkagerð og gömlu landkynin í Noregi, þ.e. Þelamerkur-, Dala- og Þrændakýr.
Í „Lýsingu Íslands“, sem út kom árið 1919, getur Þorvaldur Thoroddsen þess að lengi hafi verið talað um nauðsyn þess að bæta kúakynið, en ekki hafi orðið af framkvæmdum nema það að menn fengu sér við og við útlendar kýr á 18. og 19. öld. Innflutningur á 19. öld, sem Þorvaldur nefnir er þessi: 1816 fékk Magnús Stephensen frá konungsbúum Sjálandi rauða kvígu og bola. 1819. Fékk hann veturgamlar 2 kvígur frá Holtsetalandi (óvíst um innfl. M.Steph. 1831).

Túngarðurinn við Niðurkot

Magnús gerði tilraunir með dönsku nautgripina í Viðey. Fyrir 1840 voru danskar kýr fluttar til nokkurra staða á Íslandi skv. sóknarlýsingum. 1933 komu til landsins frá Skotlandi 5 nautgripir af 4 mismunandi holdakynjum. Sagt er frá þessum innflutningi í bókinni „Þættir um innflutning búfjár og Karakúlsjúkdóma“, sem út kom 1947. Gripirnir komu með Brúarfossi til Reykjavíkur hinn 4. júlí 1933 og voru fluttir samdægurs í einangrun til Þerneyjar, en þá var þar bóndi, Hafliði að nafni, með fjölskyldu sína og hafði búið þar m.a. við nautgripi og sauðfé.

Álfsnes

Álfsnes og nágrenni.

Dýralæknirinn í Reykjavík var fjarverandi vegna framboðs til Alþingis, þegar gripirnir komu og var aðstoðarmaður hans Guðmundur Andrésson (ekki dýralæknislærður) fenginn til að skoða nautgripina áður en þeir voru teknir úr skipinu. Taldi hann þá heilbrigða, en ekkert vottorð var gefið út um það. Hinn 10. júlí sama ár voru fluttar til Þerneyjar 20 Karakúlkindur frá Þýskalandi. Ásgeir Þ. Ólafsson dýralæknir í Borgarnesi var fenginn til að gera læknisskoðun á fénu og framkvæmdi hann skoðunina þegar kindurnar voru teknar í land í Þerney og síðan skoðaði hann tarfana, sem þangað voru komnir áður, en kvíguna náðist ekki í til skoðunar. Ásgeir taldi tarfana heilbrigða og hina prýðilegustu að útliti. Samkvæmt skýrslu Hannesar Jónssonar dýralæknis fóru að koma hrúðraðir hárlausir blettir á eitt nautið u.þ.b. einni viku eftir að gripirnir komu til Þerneyjar og fylgdi því mikill kláði.

Þerney - loftmynd

Eftir 3-4 vikur voru allir gripirnir komnir með útbrot. Hannes taldi sjúkdóminn vera Hringorm (Hringskyrfi, Herpes tonsurans) og var sú sjúkdómsgreining seinna staðfest á Rannsóknarstofu Háskólans. Eftir að upplýsingar höfðu fengist erlendis frá og talsverðar vangaveltur var ákveðið að lóga gripunum. Heimanautgripir í Þerney smituðust einnig og voru felldir vorið eftir. Fólk í Þerney smitaðist einnig af hringskyrfi en hvorki sauðfé né hross, sem þar voru. Lógað var öllum innfluttu gripunum 5 að tölu og var það gert hinn 9. janúar 1934, en kálfur undan Gallowaykúnni þá tæplega vikugamall hafði verið tekinn úr karinu og fluttur inn í eldhús. Galloway-kálfurinn í Þerney var fluttur samkvæmt leyfi stjórnvalda í land hinn 16. febrúar 1934. Hann var hafður í einangrun í kjallara á bænum Blikastöðum til 27. apríl sama ár. Hann sýktist ekki og hringskyrfi var upprætt í Þerney.
Glóra (Urðarkot) fór í eyði 1896, tíu árum á eftir Niðurkoti (Sundakoti).
Gengið var um Gunnunes og til baka. Í bakaleiðinni voru m.a. ígrunduð landamerki Þerneyjar o.fl. (3:03).

Heimildir m.a.:
-Jarðabókin 1703, bls. 329-335.
-Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Keldum.
-Bjarki Bjarnason.
-Kjalnesingar, 1989.

Álfsnes

Álfsnes – Glóra.

Bessastaðir

Í skýrslu Þjóðminjasafns Íslands 2013, Guðmundar Ólafssonar, um Bessastaðarannsókn II – Kirkjugarður og miðaldaminjar,uppgraftarsvæði 12-15, má lesa eftirfarandi niðurstöðu:
Bess II-2„Helstu niðurstöður rannsóknarinnar árið 1988 eru þær að undir bílaplaninu norðan Bessastaðastofu á svæðum U12-U14, reyndist vera þykkur öskuhaugur frá 17., 18. og 19. öld. Þar voru fá mannvirki en nokkuð fannst þar af leirkera-, krítarpípu- og glerbrotum. Undir heimreiðinni á svæðum U14-U15, voru grafnar fram 75 grafir og þar kom í ljós að kirkjugarðurinn hafði náð mun lengra til norðurs á 18. og 19. öld en nú er.
Norðurveggur hans fannst undir miðri núverandi heimreið.
Áhugaverðar mannvirkjaleifar fundust einnig frá miðöldum á svæði U12. Þar reyndust vera mörg byggingarskeið sem erfitt var að greina á milli en þau höfðu skipt margsinnis um hlutverk. Hleðslubrotin voru svo mörg að byggingarnar virtust líka hafa verið endurnýjaðar mjög oft.
Enda þótt minjarnar væru aðeins rannsakaðar að hluta var ljóst út frá afstöðu gjóskulaga að á suðurhelmingi svæðisins höfðu staðið mannvirki allt frá síðari hluta 10. aldar eða byrjun 11. aldar. Kolefnisgreining á klæðisbút (Þjms 1988-213-224) styður þessa aldursgreiningu. Flest mannvirkin á svæðinu voru komin úr notkun um 1500. Elsta mannvirkið var hugsanlega leifar af garðlagi. Ofan á eða við þá hleðslu voru síðan reist hús sem af viðarkolablettum að dæma gætu upphaflega hafa verið íveruhús, þó að þau virtust fljótlega hafa fengið annað hlutverk.
Vonir standa til Bess-II-3þess að þegar úrvinnslu fleiri svæða hefur verið lokið, verði hægt að tengja þessar minjar betur við aðrar miðaldaminjar. Skordýraleifar bentu til þess að þarna hafi um tíma verið kamar, útihús eða úrgangur frá slíkum húsum en varðveisluskilyrði lífrænna minja á þessu svæði voru sérlega góð. Af áhugaverðum minjum má t.d. nefna leifar af kjól og tveimur skinnskóm frá þessum tíma og skordýraleifar, eins og elstu kóngulóarbjöllu sem fundist hefur hér á landi.

Nokkrir gripir undirstrikuðu sérstöðu Bessastaða sem höfðingjaseturs á Íslandi. Þar má nefna brot úr þremur til fjórum kakalofnum frá 16.-17. öld, sem sýna að hér var ekkert venjulegt heimili, þegar haft er í huga að á Íslandi öllu var talið að aðeins sjö til átta býli byggju þá við slíkan munað (Kålund, 1916:60). Tuttugu og sex brot úr passaglösum eru líka margfalt fleiri en þekkist annars staðar á Íslandi. Á biskupssetrinu á Hólum hafa fundist fáein brot og í Skálholti hefur aðeins fundist eitt brot úr passaglasi. Einn óvæntasti fundur þessa árs voru samt vínberjakjarnarnir sem fundust í miðaldalagi á svæði U12. Þeir vitna um stöðu Bessastaða sem höfðingjaseturs ásamt fleiri gripum, eins og t.d. passaglösunum og kakalofnunum, sem sýna að yfirstéttin á Íslandi reyndi eftir bestu getu að halda í við yfirstéttina í Norður-Evrópu og fygja siðum þeirra og lífsstíl“.
Í dag er uppgraftarsvæðið undir heimreiðinni (frá kirkjuhliðinu) að Bessastöðum.

Heimild:
-Guðmundur Ólafsson, Bessastaðarannsókn II. Kirkjugarður og miðaldaminjar, uppgraftarsvæði 12-15 – skýrslur Þjóðminjasafns Íslands 2013.

Bessastaðir

Bessastaðir.

 

Nessel

Gengið var austur með Smalaholtinu, sem er í raun vesturhlíð Rjúpnahæðar, ofan við Leirdal og að Selshrygg norðan hlíðarinnar. Þar eru tóftir undir hlíðinni. Þær munu hafa verið notaðar sem beitarhús frá Fífuhvammi, en nafnið bendir til þess að þarna gæti fyrrum hafa verið selsstaða frá þeim bæ. Fyrir miðjum Selshrygg heitir Selsvellir. Þar er vatn og ógreinilegar tóftir, óskráðar. Líklega er þar um að ræða gamla selstaðan frá Fífuhvammi.

Fifuhvammssel

Fífuhvammssel.

Úr bókinni “Viðeyjarklaustur” eftir Árna Óla: “Samkvæmt máldaga klaustursins 1234 hefir það eignast selför í Þormóðsdal efri. Mun þar sennilega átt við þann dal, sem nú kallast Seljadalur, og hefir sennilega fengið það nafn af seli klaustursins. En hve lengi klaustrið hefir haft þar í seli, er ekki vitað, en seinna hafði það í seli undir Selfjalli, skammt frá Lækjarbotnum.

[S.G.] “Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð. Var spöl fyrir innan það litla sem ég fann í gær, þ.e. nær Grímarsfellinu, inn í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Talaði við Guðjón Jensson í Mos. og hann sagði að við Nessel séu miklar tóftir á hól og hefði þar verið lögrétt Mosfellinga, kölluð Kambsrétt, lögð af upp úr 1850, þá flutt í Árnakrók austan við Selvatn fram til aldamóta 1900 og svo byggð við Hafravatn. Hann taldi jafnvel að þar sem Kambsrétt stóð hafi verið selstaðan frá Viðey verið áður en hún var flutt undir Selfjall”.
Frábært veður.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Hafurbjarnastaðir
Í grein S.M. í Faxa, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112, fjallar dr. Kristján Eldjárn um „Kumlið á Hafurbjarnarstöðum„.
Í greininni segir m.a. frá staðsetningum kumlanna (sem voru feiri en eitt), fjölda þeirra og grafgripum (haugfé). Vangaveltur hafa verið um staðsetningu kumlanna; ein sagan segir að þau hafi verið þar sem núverandi hús eru nú, en önnur að þau hafi verið í sendnum jarðvegi ofan við ströndina. Kristján ritaði um Hafurbjarnastaðafundinn í riti sínu, „Kuml og Haugfé“, sem kom út hjá Norðra 1956. Hann ritaði einnig um minjafund þennan í Árbók fornleifafélagsins 1943-1948 á bls. 108-122.

Hafurbjarnarstaðir

„Hafurbjarnarstaðir er landnámsjörð skammt fyrir norðan Kirkjuból á Miðnesi. Þar voru sveinar Kristjáns skrifara drepnir í janúar 1551…
Í grein S.M. í Faxa, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112, fjallar dr. Kristján Eldjárn um „Kumlið á Hafurbjarnarstöðum“.
Í greininni segir m.a. frá staðsetningum kumlanna, fjölda þeirra og grafgripum. Vangaveltur hafa verið um staðsetningu kumlanna; ein sagan segir að þau hafi verið þar sem núverandi hús eru nú, en önnur að þau hafi verið í sendnum jarðvegi ofan við ströndina. Dr. Kristján ritaði um Hafurbjarnastaðafundinn í riti sínu, „Kuml og Haugfé“, sem kom út hjá Norðra 1956. Jann ritaði einnig um minjafund þennan í Árbók fornleifafélagsins 1943-1948 á bls. 108-122.
„Hafurbjarnarstaðir er landnámsjörð skammt fyrir norðan Kirkjuból á Miðnesi. Þar voru sveinar Kristjáns skrifara drepnir í janúar 1551…
Kumlateigurinn var í fjörufoksandi miklum, rétt norðan við túnið á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum, hermir, að uppblásin bein úr kumlum hafi verið færð í kirkjugarð þar um 1828. „Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki líkt og á mörgum steyptum beltispörum“.
Veturinn 1868 blés kumlin enn meira og gerði þá Ólafur bóndi Sveinsson skýrslu fyrir Forngripasafnið um það, sem í ljós kom. Síðan hafa bein fundist þarna öðru hverju, en rækilega eftirleit gerðum við Jón Steffensen á staðnum 1947. Skal hér byrjað á árangri þeirrar leitar, en síðan horfið að gömlu skýrslunni.

Hafurbjarnastaðir

Gripir, sem fundust við uppgroft við Hafurbjarnastaði.

Fyrsta kumið var óhreyft og óblásið, rétt innan við Garðskagagarðinn mikla, sem gengur í sjó fram hjá Hafurbjarnarstöðum. Ferkantað steinlag á yfirborði og á botni grafarinnar var framúrskarandi vel varðveitt beinagrind úr konu, sem náð hafði u.þ.b. fertugsaldri. Hvalbeinsplata hafði verið lögð yfir neðri hluta líksins, en stór hella yfir efri hlutann. Haugfé voru hringprjónn, þríblaðanæla, hnífur, kambur, þrjár stórar kúskeljar og járnmolar.
Annað kumlið var barnskuml. Lag af smáum, brimsorfnum fjörusteinum var yfir gröfinni. Líkið hafði verið grafið í lítilli trékistu járnnegldri. Ekkert haugfé var í gröfinni.
Fleir kuml fundum við ekki óhreyfð 1947, en þó nokkrar leifar sem getið er um hér að neðan. Í skýrslu Ólafs bónda Sveinssonar er getið um 7 kuml: „Þriðja kumið var stærst og óhaggað 1868. Þar í var fullorðinn maður og unglingur. Til fóta mönnum lágu beinagrindur hests og hunds. Haugfé var spjót, járnmél, sverð og döggskór úr bronsi, skjaldarbóla, kambur, kambsslíður, hreinbrýni, öxi, garðarhringja, járnketill og rónaglar.
Fjórða kumlið tilheyrði konu. Í gröfini fannst spjót, kambur, sörvistölur og fingurbaugur.
Fimmta kumið mun hafa verið af manni og hundi. Höfuð var milli þjóa og eina haugféð var spjót.

Hafurbjarnastaðir

Hús við Hafurbjarnastaði.

Um sjötta kumlið er lítil vitneskja önnur en að því hafi verið mannabein og hundsbein.
Sjöunda, áttunda og níunda kumlið hafa að geyma beinbrot, sennilega manna og hesta.“
Mannabeinin í kumlunum voru alls af 7 eða e.t.v. af 8 mönnum.
Í greininni er beint á að „gerð hafi verið grein fyrir þeirri röngu skoðun manna, að kuml þessi væru dysjar Kristjáns skrifara og fylgjara hans frá 1551“.
Kumlateigur þessi er væntanlega frá 10. öld og eru eitt þeirra örfá kumla á Íslandi, sem hægt hefur verið að rannsaka vandlega áður en þeim var raskað. Barnagröfin var sú fyrsta sem fannst hér á landi frá heiðni. og „er það eftirtektarvert, hversu smekkvíslega og umhyggjusamlega um er búið, en grynnra er grafið en lík fullorðinna“. Sverðið bendir til þess að kumlið, sem það fannst í, ætti ekki að vera yngra en frá 950.“

Í dag gefst gestum Þjóðminjasafns Íslands kostur á sjá beinagrindur þessar undir gólfi safnsins frá kl. 10:00 til kl. 17:00. Ef hugarfar þeirra, sem um þjóðargersemar eiga að höndla, væri skynsamlegt, myndi minjum þessum vera fyrirkomið sem næst upprunastað þeirra, þ.e. í Sandgerði eða jafnvel á Hafurbjarnarstöðum, þar sem þeim var veitt persónuleg og tilfinningaleg eftirfylgni.

Heimild:
-Faxi, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112 (S.M.).

Hafurbjarnastaðir

Brunnur við Hafurbjarnastaði.

Félagi FERLIRsfélaga, Ríkarður Ríkarðsson (www.rikkir123.is) lagðist í svolitla rannsóknarvinnu um bát þann sem ber við Bjarghús ofan Norðurkots í Sandgerðishreppi.
Hrafnkell-1Bátslagið vakti einkum athygli Ríkharðs, en hann hefur verið mikill áhugamaður um báta, auk þess sem hann er mikill fuglamyndasmiður. Á vefsíðu hans má sjá eftirfarandi um nefndan bát; Hrafnkel.
„Smíðaár ekki vitað og ekki vitað hver smíðaði hann [líklegt er þó, m.v. bátslagið, að hann hafi verið smiðaður að Hvalsnesi um og eftir 1910]. Upphaflega smíðaður sem fjóræringur. Einar Gestsson, fæddur í Bjarghúsum í Garði sagðist hafa keypt bátinn af Guðmundi á Rafnkelsstöðum um 1930-35.
Sigurður K. Eiríksson (Siggi í Norðurkoti) kvaðst hafa farið að velta fyrir sér hvers vegna báturinn héti Hrafnkell. Þá kom í ljós að Rafkelsstaðir hétu áður Hrafnkelsstaðir. Báturinn var allur endursmíðaður af Einari Gestssyni. Sigurður kvaðst hafa farið á sjó með Einari og þetta hefði verið hörkuskip. Sigurður vildi meina að bátnum hafi verið lagt um 1990.“

Hrafnkell-2Við þetta má bæta að Bjarghús eru hlaðið úr lóðréttum hraunhellum, sem verður að þykja svolítið sérstakt á Reykjanesskaganum.
Nefndur Sigurður Eiríksson er mikill hagleiksmaður, hvort sem er til smíða eða varðveislu örnefna.
Nefnt skip; Hrafnkell, er sérstaklega áhugavert viðfangsefni vegna spurningarinnar um aldur og uppruna fornleifa; á t.a.m. að miða við „fæðingu“ eða „dánardægur“ þeirra? Líklegt má telja að svörin verði margflókin… (meira síðar um aldur fornleifa).

Bjarghús

Bjarghús. Rafnkelsstaðabáturinn fremst.

 

 

Hafnir

Eftirfarandi frásögn af húsum og fólki í Höfnum eftir aldarmótin 1900 birtist í Faxa árið 1968:

Hafnir

Í Höfnum.

„Lengst til vinstri sést burst á útihúsi. Önnur burst er yfir bæjardyrum vestan Vesturbæjar, sem kemur þarna næstur í röðinni. Árið 1907 hófu þar búskap Sigríður Bergsteinsdóttir og Ingvar Eiríksson, foreldrar Ólafs Ingvarssonar í Keflavík. Í þessum sama bæ bjuggu þá einnig Vilborg Sveinsdóttir og Jón Snorrason. Þó húvsakynni væru ekki stærri, var samkomulagið hjá fjölskyldunum eins og bezt varð á kosið. Má m. a. marka það á því, að Ólafur lét dóttur sína heita eftir fyrrnefndum húsfreyjum. — En víkjum nú aftur að myndinni. Næstu tvær burstirnar eru á austari Vesturbænum. — Á þessum árum bjuggu þar hjónin Sigríður Björnsdóttir og Ketill Magnússon, foreldrar Magnúsar Ketilssonar bifreiðastjóra í Keflavík, sem lézt fyrir skömmu.
Næsta hús í röðinni lét Olafur heitinn Ketilsson byggja og bjó þar fyrst sjálfur, en síðar var það keypt og endurbyggt af „templurum“ í Höfnum, sem notuðu það til samkomuhalds fyrir góðtemplararegluna í hreppnum.

Kotvogur

Kotvogur.

Næsti bær gekk alltaf undir nafninu Rönkubær. Þar bjó um þessar mundir Guðbjörn Björnsson, með aldraðri móður sinni, sem Rannveig hét. Þaðan mun bærinn hafa fengið Rönkunafnið.
Síðasti burstabærinn á þessari mynd hét Miðbær. Þar bjuggu þá ung hjón, Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Jón Olafsson frá Garðbæ í Höfnum.
Þegar hér er komið upptalningunni, færumst við yfir í nútímann. Stóra húsið, sem við blasir, var laust eftir aldamótin í eigu Vilhjálms Ketilssonar. Hús þetta var nefnt Glaumbær og brann það árið 1910 eða 1912. — Kvöldið áður en það brann mun hafa verið haldinn dansleikur í húsinu, í endanum sem snýr að kirkjunni. Í þessu sama húsi bjó Vilhjálmur Hákonarson lengi miklu rausnarbúi og var reyndar þjóðkunnur maður. Hús þetta með tilheyrandi jarðnæði, hét Kirkjuvogur. Var sú jörð ávallt til stórbýla talin.
Næsta bygging er hús Friðriks Gunnlaugssonar, er hann síðar flutti til Keflavíkur, en á það var minnst í löngu viðtali við Friðrik í jólablaði Faxa 1965. Næstur á undan Friðrik bjó í þessu húsi Magnús Guðmundsson, faðir Guðmundar Ingvars Magnússonar, Hafnargötu 70 í Keflavík. Síðar byggði þessi sami Magnús sér íbúðarhús vestan við þessa bæjaröð, lengra til vinstri. Í því húsi býr nú fyrrverandi oddviti Hafnahrepps, Eggert Ólafsson. Turninn á milli húsanna er reykháfur á hlóðareldhúsi, sem tilheyrði fyrrnefndu íbúðarhúsi Friðriks heitins Gunnlaugssonar. Lengst til hægri skartar svo Kirkjuvogskirkja eins og hún er í dag. Engin teljandi breyting mun hafa verið á henni gerð nú á síðari árum.
Upplýsingar þessar hefi ég fengið hjá Ólafi Ingvarssyni, sem eins og fyrr segir, er fæddur og upp alinn þarna í þessu hverfi og því gagnkunnugur allri húsaskipan þar. – H.Th.B.“

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, 2. tbl. bls. 17.
Hafnir

Eggert Kristmundsson

Eggert Kristmundsson er fæddur í Stakkavík 17. febrúar 1919.
Þann 28. febrúar 2004
s.l. var farið í fylgd hans í Herdísarvík og í Stakkavík með viðkomu í Breiðabás. Eggert var þá nýorðinn Gálgaklettar við Stakkavík85 ára, en ótrúlega hress eftir aldri. Í ferðinni lýsti Eggert staðháttum og sagði sögur af fólki og atburðum. Tækifærið var notað og Stakkavíkursvæðið rissað upp eftir lýsingu Eggerts. Þar lýsti hann m.a. Gálgaklettum, Álfakirkjunni, smalabyrgjum, hlöðnum kálgarðsveggjum, íbúarhúsinu, staðsetningu gamla bæjarins, sem nú er á hólma út í Hlíðarvatni, sýn á huldufólk og fleiru, sem fyrir augu bar. Eftirfarandi frásögn var skráð eftir honum í ferðinni:

Eggert fæddist í Stakkavík og er því manna fróðastur núlifandi manna um svæðið. Hann fluttist þaðan árið 1943 að Efri-Brunnastöðum í Vatnsleysustrandahreppi.
Á leiðinni gat Eggert þess í innskoti að hann hafði heyrt að sá sem hlóð Staðarborgina ofan við Kálfatjörn hafi fengið einn tóbaksbita fyrir verkið. Bitinn kostaði þá 2 krónur.
Eggert lærði að lesa hjá Önnu, dóttur Ólafs Þorvaldssonar í gamla bænum í Herdísarvík. Hann sagði Ólaf hafa verið mjög skemmtilegan mann, sem sagði mjög vel frá og las afburða vel upp úr bókum. Eggert var í skóla í Selvogi í einn vetur en svo kom kennari annað slagið heim í Stakkavík. Hann var fermdur í Strandakirkju.

 Eggert Kristmundsson heima á Brunnastöðum

Eggert var um 10 ára þegar hann villtist í Breiðabáshelli, en þangað var förinni m.a. heitið. FERLIR hefur um nokkurt skeið leitað opsins, en sjávarkamburinn hefur nú hulið með öllu.
Eggerts minntist ummæla útgerðarmanns í Selvogi varðandi föður þeirra: “Þótt ég þyrfti að bera Kristmund út í bátinn þá verður hann minn háseti”. Kristmundur þótti mjög fiskinn. Hann var líka var mikill söngmaður. Það var Guðni í Þorkelsgerði einnig.
Eggert minntist þess að Gísli Scheving, móðurbróðir Eggerts, hafi komið um Stakkavíkurveg með grammafón á bakinu frá Hafnarfirði árið 1925 ásamt 30 sauðum. Grammófónninn þótti mikið undur.
Á leiðinni austur sagði Eggert frá för hans og Gísla bróður hans ásamt 12 ára strák úr Hafnarfirði og föður þeirra með fé frá Krýsuvík áleiðis til Hafnarfjarðar. Þetta var sennilega árið 1935. Þeir hefðu farið frá Stóra-Nýjabæ í góðu veðri, en þegar þeir fóru um Ketilsstíg á Hálsinum versnaði veðrið til muna. Þeir komu þó fénu yfir, en urðu að berjast með það, 35 sauði og 15 lömb í veðrin og villtust. Þeir römbuðu á för sín aftur yfir Ketilstíginn og röktu hann til baka. Þá náði snjórinn í kvið á hestunum. Þeir hörfðu verið 17 tíma í förinni, kaldir og hraktir. Þeir gistu í Stóra-Nýjabæ á leiðinni til baka, voru þar um nóttina. Morguninn eftir þurftu þeir að fara í blautu fötin aftur því þau höfðu ekki náð að þorna um nóttina. Daginn eftir fóru þeir svo með féð til Hafnarfjarðar.
Guðmundur í Stóra-Nýjabæ, sem þótti skemmtilegur í tilsvörum, var eitt sinn spurður um Guðmund nafna hans Guðmundsson á Hrauni, síðar Skála. Hann svaraði: “Hann hefur það gott, hann sofnaði í 40 ár og leitaði gæfunnar, en nú er hann búinn að finna hana, blessaður”. Guðmundur var þá að dunda við að brugga landa.

Íbúðarhúsið í Stakkavík

Guðmundur fór í útgerð og komst hún fyrir í einni tunnu (net og annað). Fór þá Guðmundur í Nýjabæ heim og náði í 1200 krónur, sem hann lánaði til útgerðarinnar.
Fylgdist með þegar verið var á byggja húsið í Herdísarvík. Það var hvítt á litinn.
Einar Ben. var glæsilegur maður þegar hann kom að Herdísarvík, en hann var eins og vofa undir það síðasta. Margir kunningar hans komu í heimsókn og helltu hann fullan. Reyndar hafði Hlín leyfi til að brugga á þeim tíma.
Krakkarnir voru spenntir fyrir að sjá þjóðskáldið fyrsta sinni og fóru því með nýrekna grásleppu sem tilefni heim í Herdísarvík. Hlín tók á móti þeim og sagði við Einar: Þetta eru börnin hans Kristmundar í Stakkavík. “O, ætli ég þekki ekki hann Kristmund, hann var skrifari hjá mér í Ameríku”, svaraði Einar þá. Einu sinni mætti Einar þeim með hvítan vasaklút og sagði: “Þetta er það eina sem ég á”. Í annað sinn, þegar Hlín hafði látið elta Einar að Fálkageiraskarði þar sem hann var á leið í “sorann í Reykjavík” og færa til baka, varð Einari að orði: “Hér er ég fangi milli tveggja svartra fjallla og sé aðeins upp í himininn”.

Herdísarvíkurbærinn

Um drápið á Surtlu sagði Eggert: “Það var nýðingsverk að fella Surtlu. Það var ekkert að henni eins og sést hvernig hún komst ítrekað undan. Ég elti hana, ásamt fleirum, frá Seljabótarnefi og upp fyrir bæinn í Herdísarvík. Lambið, sem var með henni, sprakk á hlaupunum og við náðum því, en Surtla slapp. Surtla var tvílembingur og ég átti hitt lambið”.
“Hlín var einstaklega dugleg og krafðist þess sama af öðrum. Hún var hetja, fögur kona, há og þétt á velli og lagði sig fram við að styðja Einar. Það sem Hlín gerði fyrir Einar hefur verið óþakklátt og henni hefur ekki verið nægilegur sómi sýndur fyrir allt sem hún gerði fyrir hann”.
Bruggið var í tunnu (tunnum) fyrir utan húsið.
Stundum skiptust þau Hlín og Kristmundur á olíu eftir því hvort átti.
Fólk kom í Herdísarvík, bara til að forvitnast, stundum á rútum. Einu sinni var Hlín sofandi en Eggert í heyskap þegar fjöldi manns kom og óð yfir slægjunna og skoðaði inn í öll hús. Þegar Hlín vaknaði spurði hún fólkið hver hefði boðið því þangað.
Stakkavík - uppdrátturHlín fór í fjósið í buxum úr strigapokum. Hún hafði tvo hesta, leirljósan og brúnan. Brúni hesturinn var gamall vagnhestur. Sá leirljósi var mikill reiðhestur. Jón Eldon, sonur hennar, átti hann. Hlín vildi ekki eta hestanna og því var farið með þá að Grænuflöt undir Herdísarvíkurfjalli þar sem þeir Jón, Eggert og fleiri grófu niður tvær mannhæðarháar grafir, þar sem hægt var að ganga inn í, og þar skutu þeir hestanna, Jón þann leirljósa, en Eggert þann brúna. Eggert tók nærri sér að þurfa að gera þetta því hann hafði unnið mikið með þessum hestum, en hann sagðist alltaf hafa hlýtt Hlín. Hún hefði beðið hann um að annast þetta.
Hlín fékk fé sitt frá Sigurði á Hlíðarenda en það var ættað úr Borgarfirðinum.
Sementið í Stakkavíkurbæinn var flutt með Hermóði frá Eyrabakka út í Selvog og þaðan á hestum heim. Náð var í sand í poka út á Víðisand og möl norður fyrir Hlíðarvatn. Víðisandur (Viðarsandur) var stundum nefndur Púkasandur og þá eftir sögum af galdraprestinum [Eiríki Magnússyni á Vogsósum]. Allt borið á bakinu upp á bæjarhólinn og voru 17 menn við verkið.
Eggert og fleiri náðu í borðviðinn í Stakkavíkurbæinn til Hafnarfjarðar. “Þetta var djöfullegur flutningur”. Borðin stóðu langt upp af makka hestanna og þetta var alltaf að slitna niður. Borðin styttust um 1. fet við að dragast eftir klöppunum.
Í StakkavíkurseliGanga frá Stakkavík að Hrauni í Grindavík tók 7 tíma, 6 tímar yfir fjallið til Hafnarfjarðar, en 10 tíma ef Krýsuvíkurleiðin var farin. Níu tímar voru til Grindavíkur. Þessa leið þurfti Hlín að fara í fyrstu ef hana vantaði mjólk. Stakkavíkurvegur var alltaf notaður nema þegar snjór var kominn á fjallið, þá var farið um Krýsuvík og Ketilsstíg. Notað var orðatiltækið „að fara Skörðin“ þegar farinn var Stakkavíkurvegur og Grindarskörð. Þegar fjölskyldan flutti frá Stakkavík á Höfuðdaginn árið 1943 var t.d. farið Skörðin á fjórum hestum með restina af búslóðinni. Hitt hafði verið flutt á undan.
Á vetrum fór þeir bræður upp Nátthagaskarð með stefnu á Eldborg, fóru sunnan við hana og síðan niður Fagradalsmúla. Þetta var stysta leið til Hafnarfjarðar með rjúpur. Veiddu yfirleitt um 400 rjúpur að hausti og seldu þær til Hafnarfjarðar á 45 aura stykkið.

Uppdráttur af brúnum Stakkavíkurfjalls

Þegar farið var upp Selstíg var fyrst komið að Grænubrekkum og Selbrekkum, Seltúninu, (austar). Ofan við þær er gamla Stakkavíkurselið, “en það var farið í eyði löngu áður en ég man eftir”. Dýjabrekkur liggja fjærst brúninni, ca. miðja vegu að Ásunum. Þær eru augljósar því í þeim er lítill dalur fullur af dýi.
Hættulegt gat verið að fara yfir ósinn (Vogsósinn). Í útfalli, þegar sjór gekk inn í vatnið, var mikill straumur út úr því.
Var einu sinni að fara yfir ósinn á hesti á vaði (Ingjaldsvaði). Þar er malarbotn, en sandbleyta ef farið er út af vaðinu. Hesturinn lenti í sandbleytunni og lagðist á hliðina. Þessu átti Eggert ekki von á. Hesturinn synti á hliðinni og Eggert hélt sér á honum og þannig bárust þeir niður ósinn. Það verður honum til lífs að ná taki í þaraþöngli og gat hann þannig kraflað sig í land. Hesturinn kom að landi annars staðar.
Silungurinn úr Herdísarvíkurtjörninni var allt að fimm pund að þyngd og sá besti sem Eggert hefur smakkað.
Man ekki eftir að hafa séð drauga, en eina sýn sá hann 10 ára, sem hann gleymir aldrei. Í hvammi norðvestan við húsið, skammt austan við hrútakofann (sjá uppdrátt) sá hann einu sinni tvo stráka. Gísli var þá með honum.
Ekki vissi Stekkur við Stakkavíkhann til að aðrir strákar ættu að vera þarna. Þeir voru klæddir í stuttar hnébuxur, með grænar húfur með tíglamynstri og háa reimaða skó. Spjald var aftan á peysunum. Hann kallaði í Gísla og horfði augnablik af þeim, en þegar hann leit til þeirra aftur voru þeir horfnir. Hann hafi alltaf verið sannfærður um að þar hafi huldufólksstrákar verið á ferð. Sá þá aldrei aftur. Betur klæddir en allt sem hann hafði áður séð.
Eggert sló eitt sinn álagahól við Suðurkot í Vogum. Hafði verið bannað að slá hólinn. Hafði líka slegið of ofarlega þegar honum var varnað að halda áfram. Í framhaldi af því blindaðist önnur kvígan á Efri-Brunnastöðum og drapst síðan. Vildu menn meina að það hafi orðið vegna þessa atburðar.
Var einu sinni í níu klukkutíma aftur á vörubílspalli á tveggja manna Fordbíl frá Hveragerði að Kolviðarhól. Hann hélt á sér hita með því að moka snjó frá bílnum ásamt bílstjóranum. Þrír aðrir sem voru með á bílnum fóru af og voru þremur tímum á undan að Kolviðarhóli.
Bátaskjól neðan við bæinnKristmundur keypti bát til að nota á Hlíðarvatni og var hann fluttur með vörubifreið frá Reykjavík og til Vogsósa. Eggert var þá unglingur og var hafður aftur á palli ásamt saltfiski og öðru. Báturinn var með fjórum árum, langur og mjór. Þeir settu í hann “GOJA” vél 1.5. hestöfl. Hann gekk lengi mjög vel. Engar grynningar voru í vatninu, nema þar sem tjarnirnar eru. Yfirleitt um þriggja faðma dýpi í vatninu.
Vörðurnar, beggja vegna vegarins skammt vestan Herdísarvíkur, eru þar sem vegavinnumenn með jarðýturnar mættust með vegina að austan og vestan. Í Herdísarvíkurtjörn var besti silungur, sem hann hefur borðað. Hann kom upphaflega úr Hlíðarvatni. Man eftir gamla bænum í Herdísavík. Drakk þar kaffi hjá Ólafi Þorvaldssyni. Skemmtilegasti maður sem hann hafi hitt. Fór mikið á rjúpur og í annan veiðiskap. Ólafur fór nauðugur frá Herdísavík. Garðanir austan bæjar Herdísarvíkur, voru hlaðnir af vermönnum. Þórarinn Árnason, sonur Árna í Krýsuvík, lét vermenn hlaða þá í landlegum. Þeir græddu einnig upp hraunið með slori. Þannig er Gerðið meira og minna grætt upp – með slóginu.

Hlaðan í Stakkavík

“Gerðið er illa farið af sjávargangi. Gísli móðurbróðir minn nýtti sér næst austustu sjóbúðina um tíma. 70 hestar heys fengust af Gerðinu. Þórarinn lét líklegast hlaða fjárhúsin; Langsum og Þversum, semþar eru. Húsin tóku um 400 fjár. Þá var fé haldið í Breiðabáshelli (300-400 fjár). Alltaf var ákveðin hræðsla um að sjórinn flæddi inn í hellinn. Skiparéttin var í krikanum þar sem fjárréttin varð síðar (sjá uppdrátt).
Fálkageiraskarð er skammt austan Lyngskjaldar. Einar Júlíusson, vinnumaður, náði nafna sínum, Einari Ben. í skarðinu er hann var á leið í sorann fyrir sunnan. Einar hélt þá fram að hann væri “fangi á milli tveggja svartra fjalla”.
Benti á Hulduþúfuhól sunnan vegar austan Herdísarvíkur, hægra megin við gömlu götuna. Saga er tengd honum. Gísli hafði einhverju sinni heyrt söng innan úr hólnum. Eftir það var hann nefndur Hulduhóll.

Þegar ekið er niður í Stakkavík eru fiskgarðar á hægri hönd sem og tveir hlaðnir kálgarðsveggir. Klettur, klofinn er hægra megin við veginn, neðan eystri kálgarðsins. Þar er sem heitir Gálgaklettar. Eggert sagði sögn segja að þar hafi menn verið hengdir fyrrum. Sjá má tóftir gamla bæjarins í austasta hólnum út í vatninu neðan við núverandi bæjarstæði. Eftir að hækkaði í vatninu þurfti að færa bæinn upp á hólinn, sem rústir hans eru nú.

Álfakirkjan - sú rétta

Vestan við hann er jarðhús, sem Guðni í Þorkelsgerði byggði, og við hlið þess gamalt fjárhús, sem var notað til að baða fé. Hrútakofi er ofan og utan garðs. Í Austurnesi eru tvö beitarhús. þau tóku 170 og 200 fjár. Eystra húsið var stærra. Rétt er á Réttarnesi og þar, ofan við Botnavík, eru smalabyrgi.
Eggert sagði að fyrrum hafi verið farið með hesta upp Selskarð. Þegar komið var niður með þá þurfti að setja rófubönd undir stertina og tók þá jafnan í.
Mjög varasamt var að fara norður fyrir vatnið þar sem þar voru miklar skriður. Hægt var að fara með fé og á hestum með því að vera upp í fjallinu, upp undir klettabeltinu.
Kleifarvallaskarð er austan Selstígs, austar er Urðarskarð og þá Hlíðarskarð.
Hlíðareyja fylgdi Stakkavík, austarlega á Hlíðarvatni. Hún var dagslátta.
Eggert keypti fyrst byssu 13 ára í Veiðivöruversluninni í Reykjavík, haglabyssu. Kostaði þá 75 kr. Dró 80 faðma. Mesti kostagripur. Hann hafði farið ásamt bróður sínum í Veiðivöruverslun Reykjavíkur, en fékk ekki afgreiðslu. Gistu þeir hjá Þórði Eyjólfssyni, fyrrum bónda á Vogsósum, sem þá var fullorðinn. Gekk hann við fallegan staf með glerhandfangi. Eftir fýluferðina í búðina og mikil vonbrigði fór Þórður með þeim og keypti byssuna.

Fjárhús í Stakkavík

Á heimleiðinni stillti Þórður göngustafnum upp á veggi og garða og sýndi drengjunum hvernig ætti að fara að og þeir öpuðu eftir með byssunni. Vegfarendur urðu undrandi og gerðu athugasemdir. Þá sagði Þórður: „Þeir fara sér ekki að voða ef þeir kunna með hana að fara“. Skeptið, sem var mjög fallegt, tapaðist af byssunni þegar Jón Eldon, reyndi að kraka önd að landi sem hann hafði skotið við Herdísarvíkina. Seinna var svo smíðað nýtt skepti.
Sveinn Halldórsson í Bjargi í Selvogi var þúsundþjalasmiður. Hann gerði við m.a. útvarpstæki. Gísli fór með útvarpstæki til viðgerðar hjá Sveini. Þegar hann gekk til baka til Stakkavíkur og var að fara um Víðisand heyrði hann að honum var veitt eftirför. Hann byrjaði að hlaupa og það sem var á eftir honum fylgdi á eftir og skrjáfaði í því eins og skeljum. Hann var alveg skelfingu lostinn og hljóp eins hratt og hann gat. Hann komst undan en allir lamparnir voru brotnir í tækinu eftir öll hlaupin.
StakkavíkurborgMikill draugagangur var jafnan í Nesi í Selvogi. Bóndi, sem bjó á undan Guðmundi í Nesi, Þorbjörn Guðmundsson, tók alltaf steina úr gamla kirkjugarðinum þegar hann vantaði byggingarefni. Þetta hefndist honum fyrir, eins og dæmin sanna og sagnir geta um.
Guðmundur í Nesi var best gefni bóndi sem hann þekkti. Hann reisti girðingu sem náði frá Selvogsvita, upp á Geitarfell og niður á Þrívörður. Skildi eftir 2. fet af landinu utan girðingar og setti 200 sauði á beit utan girðingarinnar við lítinn fögnuð annarra bænda.
Magnús í Krýsuvík hélt fé í fjárhúsinu á Krýsuvíkurheiði. Hann hélt einnig fé í Litlahrauni. Þegar Magnús hafði drepið fé sitt og flust til Hafnarfjarðar gekk hann á hverjum degi upp á Jófríðastaðahól, settist á hann og horfði síðan daglangt í áttina til Krýsuvíkur. Sonur Magnúsar í Krýsuvík gaf honum nokkur lömb (kindur) þegar hann sá söknuðinn hjá föðurnum. Magnús flutti þá aftur til Krýsuvíkur með lömbin, en fjölskyldan varð eftir í Hafnarfirði.
Fjárhús frá StakkavíkLandamerki Krýsuvíkur og Herdísarvíkur er milli dysja Herdísar og Krýsu. Hann hafi alldrei heyrt annað nefnt. Sýslumörkin eru hins vegar við Sýslustein með stefnu í Seljabót.
Beitarhúsin í Stakkavík voru í Höfðanum. Þaðan var féð rekið til beitar á vetrum niður í fjöru í landi Vogsósa (Löngusker) og setið yfir þeim í tvo tíma. Ferðin fram og aftur í Löngusker tók fjórar klst, ferðin alls um sex klst. Skipt var á fjörubeitinni og venjulegri beit við Vogsósabóndann.
Smalar sváfu stundum í hellinum undir Hellunni við Kleifarvatn.
Stakkavíkurfjárborgin er við Borgarhóla. Hún gat hýst 70 kindur. Eggert vissi ekki hver byggði borgina, en hún er nokkuð gömul og óvenju heilleg. Álfakirkja sú, sem jafnan er nefnd svo í ritum og er sögð vera austan við borgina, er í rauninni mun austar, svolítið austan fjárhússtóftanna neðan Selstígs.
Í ferðinni var Eggert greinilega á heimaslóðum. Hann þekkti sérhvern stað með nafni, tiltók örnefni og sagði sögur af liðnum atburðum. Honum er þökkuð samfylgdin þennan fagra dag febrúarmánaðar.
Eggert lést þann 12. jan. 2010.
(Frásögn og lýsing Eggerts á aðstæðum og mannlífi í Stakkavík og Herdísarvík samrýmist vel öðrum lýsingum, sem fram koma hér á vefsíðunni).

Hér má sjá og heyra viðtal Jóhanns Davíðssonar við Eggert.

Ómar Smári Ármannsson, Jóhann Davíðsson og Sesselja Guðmundsdóttir skráðu.

Stakkavík

Hlíðarvatn – Stakkavík – örnefni.

Þorkell Kristmundsson

Þorkell Kristmundsson lést á Landsspítalanum 24. apríl 2003 eftir slys, sem hann varð fyrir þann 30. mars.
Þorkell fæddist í Stakkavík í Selvogi 12. september 1925. Foreldrar hans voru Kristmundur Þorláksson, bóndi í Stakkavík, og Lára Elín Sceving Gísladóttir, frá Ertu í Selvogi. Systkini Þorkels eru Gísli, f. 1918, Eggert, f: 1919, Elín Kristin, f: 1923, Anna Sigríður, f: 1924, og Lárus Ellert, f: 1931. Valgeir , f: 1921, lést 2001.

Þorkell

Þorkell Kristmundsson

Fimmtudaginn 6. mars 2003, eða rúmlega þremur vikum áður en slysið varð, fór FERLIR að Herdísarvík og Stakkavík í fylgd Þorkels – í frábæru veðri. Þorkell var í Stakkavík fram til 1943, eða þangað til hann fluttist að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hér á eftir verður getið um hluta af því sem bar á góma í þessari síðustu ferð Þorkels í heimahagana.

Ekið var um Krýsuvíkurveg. Þegar komið var upp úr Vatnsskarði með útsýni inn í Fagradal sagði Þorkell að áður fyrr hefðu þeir bræður farið upp Mosaskarð á Stakkavíkurfjalli ef þeir ætluðu til Hafnarfjarðar með rjúpur eða endur, sem skotnar höfðu verið, áfram upp á fjöllin, framhjá Eldborg og komið niður Fagradalsmúlann, einkum að vetrarlagi. Sú ganga hafi jafnan tekið fimm klst. í stað átta, sem hefði tekið þá að fara Selvogsgötuna. Þegar hún var farinn var venjulega komið niður í Kerlingaskarðið, þar sem Selvogsgatan liggur um í dag, en ekki Grindarskörðin, sem eru þar skammt austar. Hann var aldrei með drykk með sér, treysti t.d. á að drykkjarsteininn við Selvogsgötuna væri með vatni.

Krýsuvíkurkirkja á þessum tíma

Krýsuvíkurkirkja.

Þegar farið var á milli Stakkavíkur og Grindavíkur var oft gist í Krýsuvíkurkirkju hjá Magnúsi Ólafssyni. Það gat þó orðið köld vistarvera þegar hætt var að kynda ofninn á kvöldin því reynt var að fara sparlega með rekaspýturnar sem notaðar voru til upphitunar. Magnús var lítt hrifinn af því er ofninn varð kynntur rauðglóandi. Það var þó oft gott að geta gist þarna á löngu ferðum.
Nokkrar góðar sögur fylgdu í kjölfarið. M.a. þegar fara þurfti með 300 sauði til slátruna til Einars ríka í Grindavík eftir að fé þeirra var tekið í Ölfusréttir þar sem upp kom riðuveiki. Hann hefði sofið með Ísólfi á Skála í hellinum við Lat. Ísólfur var þá með fjárhús úr járni skammt frá vegamótunum að Selatöngum. Þangað var gott að koma með féð sem þá var orðið uppgefið eftir að hafa verið rekið alla leiðina að austan.
Þorkell sagði frá smala, sem týndist í þoku í Krýsuvík, en kom fram daginn eftir. Hann var allur blóðugur í hvítri úlpu og sagðist hafa orðið að slátra 18 sauðum vegna riðu. Smalinn var vitlaus og gólaði og var það til vitnis um að óveður væri í nánd. Til Krýsuvíkur frá Hafnarfirði var venjulega farið upp með Undirhlíðum og austur fyrir Kleifarvatn. Vatnið náði þá upp undir fjósið, sem nú er. Ný tún mynduðust þegar lækkaði í vatninu. Þegar Magnús í Krýsuvík var ungur hélt Árni sýslumaður Gíslason honum við sauðahúsið á Krýsuvíkurheiði (Jónsbúð) og þaðan mátti hann ekki víkja. (Gæti verið skýringin á hlaðna húsinu sunnan undir heiðinni). Magnús nýtti síðar Arngrímshelli í Klofningum sem fjárskjól.

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

Ekið var framhjá hlöðnu skjóli utan í Fjárskjólshrauni. Þorkell sagði það t.a.m. hafa verið notað yfir fé. Hann taldi þó að skjólið hafi oftast verið notað af ferðamönnum. Ekki hafi verið þak yfir því.

Þorkell var í skóla í Torfabæ í Selvogi þar sem kennt var í litlu herbergi í kjallaranum. Það hafi kennt Þórður frá Hveragerði, einfættur.

Þegar ekið var eftir Herdísarvíkurvegi var komið að tveimur hlöðnum vörðum beggja vegna vegarins skömmu áður en komið var að Herdísarvík. Þær voru hlaðnar þarna þegar vegirnir mættust, annars vegar að vestan og hins vegar að austan. Menn voru heilt sumar að gera veg við Krýsuvík. Þeir voru að hlaða upp kanta með lélegum verkfærum. Í ágúst komu tvær jarðýtur og voru menn þá sendir heim. Ýtunar fóru á tveimur dögum frá Krýsuvík og að Herdísarvík og ruddu þar með veginn.

Grænaflöt er upp undir Herdísarvíkurfjalli. Þar sagði Þorkell að hann hefði verið viðstaddur þegar tveir hestar voru skotnir á Grænuflöt. Annar var reiðhestur Einars, „Brúnn“, og hinn hestur Hlínar sem hún keypti fyrir son sinn austur í sveitum. Sá var leirljós og mjög viljugur. Hestarnir voru orðnir gamlir. Hann aðstoðaði síðan Hlín við að dysja hestana í miðju túninu og var gerður kross, c.a. einn metri, úr steinum, yfir dysinni. Hann á að vera um miðja flöt.

Stakkavík

Stakkavíkurborg.

Þá var komið að Herdísarvík. Þorkell sagðist minnast vondra veðra. Hlín hafi t.d. flúið með Einar Ben. vafinn í teppi þegar gerði ofsaveður af suðvestri. Bærinn varð þá umflotinn og þurftu

þau að hafast við um hríð í hellisskúta ofar í hrauninu. Sonur Hlínar átti bát með vél. Utan við víkina lágu stundum tugir skútna. Hann minntist þess að hann hafi, ásamt dóttur Hlínar og Kela, farið á páskadag út í skútur, færeyskar, í góðu veðri. Skútusjómennirnir komu oft til Herdísarvíkur og náðu í ís í bergið. Þeir voru að spara hafnargjöld. Þeir fóru þá gangandi upp í Mosaskarð og náðu í snjó sem þeir báru síðan á bakinu niður í Herdísarvík. Eitt sinn hafi hann horft á bát vera með yfirfull net alveg upp undir tanganum við Herdísarvík. Svo mikill var fiskurinn að þeir voru nærri reknir upp á fjöru. Hann sagðist telja að Hlín hefði ekki efnast mikið á sölu til skútumanna úr íshúsi sínu. Sagðist minnast þess enn hve kjötið hafi verið gott úr reykhúsi Hlínar og því reykurinn hafi verið orðinn svo kaldur þegar hann hafði farið eftir stokknum inn í reykhúsið. Hann vissi til þess að Kristján Eldjárn hafi skoðað fiskigarðana við Herdísarvík, sem eru þarna nokkrir kílómetrar að lengd í það heila tekið.

Haldið var inn í Gerðið austan Herdísarvíkur. Þar er vel gróið, bæði í kringum sjóbúðirnar og fjárhúsin skammt austar. Þorkell sagði að þarna hefði áður verið brunahraun líkt of ofar. Sjómennirnir hefðu hins vegar borið slor á hraunið og því hafi það gróið svona vel upp. Garðana hlóðu sjómennirnir í landlegum. Hann nefndi sjóbúðirnar og sagði að þar vestar hafi verið bátarétt. Hún er nú kominn undir kampinn. Neðan hennar var lendingin. Hann sagði fjárborgirnar tvær hafa verið austast á túnin þar sem fjárhúsin Þversum og Langsum eru nú. Fyrrum hafi þau verið hlaðnar fjárborgir, en síðar verið reft yfir.
Þorkell lýsti staðháttum Hann sagði m.a. að klettabelti (dökkur blettur) beint upp af og austan við Mosaskarð nefndist Hamragerði. Þar austan við eru Mjóigeiri og Breiðigeiri. Þá tekur Nátthagaskarðið við, en neðan þess og vestan við er Flatiskógur. Austan við skarðið er Lyngskjöldur.

Álfakirkja

Haldið var um Stakkavíkursvæðið. Litið var á Stakkavíkurborg, en Þorkell sagði að götóttur hraunklettur sem þar er skammt austan við hefði ranglega verið nefnd Álfakirkja. Hann fylgdi okkur að hinni eiginlegu Álfakirkju síðar. Réttarnes er þarna neðar og á henni Réttin. Sagði hann frá er hann þurfti að eltast þar við ólman sauð í ull. Var hann í vandræðum með að að handsama sauðinn, en gat loks króað hann af í réttinni á Nesinu, en hrúturinn hafi verið orðinn svo vitlaus að hann stökk yfir vegginn og út í vatnið. Þorkell sagðist hafa séð á eftir hrútnum langt út á vatn þar sem hann hafi synt í nokkra hringi og sokkið síðan. Inn í vík einni þarna skammt frá hafi snjóhengja fallið yfir 16 kindur eitt vorið og kæft þær allar. Bóndi missti eitt sinn 300 fjár þegar vatnið lagði og féð fór yfir að nóttu til og flæddi í skerjum. Svona hafi nú lífið verið í þá daga.

Neðan við Selsstíg heitir Höfði. Þar eru tvær stórar útihúsatóttir frá Stakkavík neðan við veginn. Í austanverðum Höfðanum er hin rétta Álfakirkja, kletthóll með glugga að því er virðist. Þorkell sagði að Gísli, bróðir hans, hafi eitt sinn smíðað og reist kross upp á hólnum. Um nóttina dreymdi hann að álfkona kæmi til hans og skipaði honum að fjarlægja krossinn, ella myndi hann hafa verra af. Daginn eftir lá krossinn við hlið kirkjunnar í fjórum pörtum.

Ekið var niður að Stakkavíkurbænum. Á leiðinni eru tvö hlaðin gerði við veginn. Sjá má móta vel fyrir gamalli ruddri götu í gegnum hraunið. Gerðin sagði Þorkell að hefðu verið kálgarðar. Þegar komið er að Stakkavík er þar fyrir hlaðin rétt, hvammur niður við vatnið, hrútakofi, kartöflukofi, lambús og bæjarhúsinn þar sem steyptir gaflarnir eru fallnir út. Þorkell sagði að eldri bærinn hafi verið þar sem norðvesturhornið á húsinu er nú. Enn eldri bær var þar sem nú er stór hólmi í suðri út í vatninu, en hann lagðist af þegar hækkaði í vatninu. Þorkell sagði að Eggert bróðir hans hefði eitt sinn verið við hvamminn, en í honum var báturinn jafnan geymdur, þegar hann hafi séð huldudrengi vera að leika sér þar. Þeir hefðu verið í litskrúðugum peysum og með skrautlegar húfur. Þetta hafi enst um stund, en þeir síðan horfið sjónum hans. Þorkell sagðist lítt hafa trúað að álfa- og draugasögur. Hann hefði þó einu sinni séð draug, en það var ofan við bæinn Hlíð. Þar hefði hann séð mann, sem nokkru áður hafði drekkt sér í Hlíðarvatni. Söng hefði hann hins vegar aðeins einu sinni heyrt úr klettum. Það var í Hafnarfjarðarhrauni þegar hann var þar á ferð. Talaði hann um hve mikið hefði verið eyðilagt af fallegum stöðum í hrauninu, klettum og hraunbollum.

Breiðabás

Í Breiðabás.

Þá var haldið í Breiðabás. Ætlunin var að reyna að staðsetja opið á Breiðabáshelli. Eftir að Þorkell hafði litast þar um stutta stund, tekið mið og kannað kennileiti, s.s. gömlu fjárgötuna ofan úr hrauninu, gekk hann að tilteknum stað á kampinum, gegnt götunni, staðnæmdist, benti niður fyrir sig og sagði: „Hér er opið – gæti skeikað tveimur til þremur metrum“. Áður hafði verið leitað að opinu á þessu svæði, en á röngum stað og munaði þar allnokkru. Þorkell sagði að áður fyrr hafi varða verið ofan við opið, sem kampurinn hefur nú algerlega hulið. Opið hafði snúið út að sjó. Þurfti að loka hellinum þegar óveður gekk yfir til að koma í veg fyrir að fé flæddi inni í honum. En þarna væri opið undir.
Sögn er til að smali hafi verið heilan dag í villu í hellinum. Þorkell sagðist muna að hæðin á opinu hafi verið í axlarhæð. Inni hafi verið salur og í honum þröngt op inn úr. Þegar komið var inn fyrir þrenginguna tók við víð rás. Sjálfur hafi hann aldrei farið þar inn, enda lítt hrifinn af hellum. Í sumum hellum höfðust villikettir við í, illir viðureignar. Einn félagi hans varð t.d. eitt sinn fyrir alvarlegri árás villikattar. Honum hafi verið komið til bjargar þegar kötturinn var rifinn af honum. Bar hann merki eftir viðureignina alla ævi.

Í spjalli við Þorkel kom fram að foreldrar hans hefðu verið það gott vinafólk fólksins í Guðnabæ í Selvogi að við fæðingu hafi hann verið skírður í höfuðið á Þorkeli Árnason, sem síðar bjó á Þorbjarnarstöðum í Hraunum, langafa eins þeirra, sem var með í þessari fróðlegu síðdegisferð í Herdísarvík og Stakkavík.

Líf Þorkels snérist um fé, bæði á meðan hann var í Stakkavík og á Brunnastöðum.
“Ég vildi aldrei vera annað en fjármaður”, sagði hann skömmu áður en hann kvaddi samferðamenn sína með virtum á hlaðinu á Brunnastöðum. Nokkrum mánuðum varð hann undir heyrúllu og lést skömmu síðar.

Minningin um Þorkel Kristmundsson mun lifa.

Ómar Smári Ármannsson og Jóhann Davíðsson skráðu.

Stakkavík

Stakkavíkurborg.

Vörðufell

Á leið að Strandarhæð var komið við í tóttum bæjarins Fell í Krýsuvík. Tóttirnar eru í gróinni kvos skammt sunnan við Grænavatn, í hæðinni þar sem hún halar til vesturs.

Strandarhellir

Strandarhellir.

Á Strandarhæð var byrjað á því að skoða Bjargarhelli, helli þann er Selvogsbúar ætluðu að dyljast fyrir Tyrkjum, ef þeir snéru aftur. Skammt austan hans er Gapið, rúmgóður fjárhellir. Umhverfis hann er gerði, Gapstekkur, en umhverfis gerðið er annað ytra gerði. Frá Gapinu var gömlu þjóðleiðinni fylgt þangað til komið var á móts við Strandarhelli. Hann er í norður frá götunni. Hellirinn er gamall fjárhellir, stærstur þeirra, í stóru fjarðfalli. Umhverfis jarðfallið hafa verið hlaðnar miklar hleðslur og umhverfis þær eru vítt hlaðið gerði. Þegar komið er ofan í gróið jarðfallið eru hleðslur fyrir hellismunnanum. Skammt norðan af hellinum er hlaðið stórt gerði umhverfis hól. Þaðan blasir Vörðufellið við. Haldið var í átt að því, en skammt sunnan fellsins er Ólafarsel, mjög gamalt sel í grónum hraunkrika Vörðufellshrauns. Skammt austan við selið er hlaðinn stekkur utan í kletti.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – sel. Uppdráttur ÓSÁ.

Á Vörðufelli er Markavarða, landamerkjavarða. Undan henni er fornt krossmark á jarðföstum steini. Marks þessa er getið í mjög gömlum heimildum, en þá sem stafurinn „M“. Ástæðan er sprungur í steininum beggja vegna krossins. Ofar eru Smalavörðurnar, en þeim fylgdi sú þjóðtrú að hlæði smali vörðu á fellinu myndi hann umsvifalaust finna það sem týnt væri.
Á Vörðufelli er líka stór hlaðinn rétt, Vörufellsrétt. Norðan út af henni er hlaðinn leiðigarður. Réttin var lögð af seint á fjórð áratug 20. aldar og önnur nýrri þá hlaðinn ofan við Hellsholtið nokkru ofar í heiðinni.

Eimiból

Eimuból – hleðslu í helli.

Austan við Vörðufell eru þrjú sel. Fyrst er komið að Vindásseli, miklum tóttum á hól. Ofar er Eimuból á bakka jarðfalls. Hefur hellir, sem þar er verið nýttur sem fjárhellir, enda má sjá hringlaga hleðslur á og ofan við opið. Skammt sunnar, í grónu ílöngu jarðfalli, er forn tóft. Við það er fjárhellir. Í honum er hlaðinn stekkur.
Skammt austar er Skyrhellir í hraunhól, en þar var skyr seljafólks geymt fyrrum.
Frábært veður.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt – uppdráttur ÓSÁ.