Selgjá
Gengið var að Urriðakotsnátthaga í Urriðakotshrauni, skammt austan við golfvöllinn.

Selgjá

Fjárhellir í Selgjá.

Vestan við hraunklett eru hleðslur og hlaðið er upp í vik á klettinum. Skammt austar eru hleðslur, op Norðurhella. Opið er á gangi niður í hellana. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin er nokkurs konar viðverustaður. Sunnan við opið er fjárhellir í jarðfalli (Suðurhellir). Einnig er hægt að ganga í gegnum hann og koma upp nær opi Norðurhella. Norðan við þá er einnig fjárhellir (Norðurhellir) í jarðfalli. Hleðslur er skammt innan við opið. Hægt er að fara ofan í hellinn og upp í gegnum Selgjárhellir nyrðri. Hann er nyrst í Selgjánni þarna suður af og eru hleðslur við op hans þar sem hann opnast út í jarðfall við enda gjárinnar.
Enn norðar er op Skátahellis syðri. Varða er við opið. Þegar farið er niður í það er haldið til vinstri og þá birtist hraunrásin, sem nær alllangt inn í hraunið. Skátahellir nyrðri er nokkru norðar. Vörðumynd er ofan við opið. Opið er fremur lítið og ekki auðvelt að finna það. Þar er því greiðfært niður og í fallega hraunrás, sem þar er.

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Selgjáin sjálf er vel gróin. Hún nær að Búrfellsgjá. Samkvæmt Jarðarbókinni 1703 voru 11 sel frá Görðum í gjánni. Gengið var suður með vesturkanti gjárinnar. Strax birtist stekkur við kantinn. Ofan hans, í hraunveggnum er skúti, sem notaður hefur verið sem aðstaða. Síðan tekur hver stekkurinn við af öðrum. Á einum stað að vestanverðu er augljóst sel. Einnig þegar komið er í vik sunnarlega í gjánni. Þar er sel utan í gjárveggnum. Hlaðið er fyrir skúta og framan við hann er stekkur. Skammt sunnar er fjárhellir, Selgjárhellir syðri. Óþarfi er að ganga lengra inn með gjánni ef einungis er ætlunin að sjá minjar því engar virðast vera sunnan við þessa línu. Þar er mun meira kjarr í gjánni sem og hraun. Girðing virðist einhvern tímann hafa legið þarna yfir gjána og sjá má háa vörðu á Vífilstaðahlíðinni hinum megin. Við hornið er langur mjór stekkur og handan þess annar minni. Bendir til þess að þar hafi verið fráfærusel. Við öndverðan gjárvegginn eru tóttir nokkurra selja á tiltölulega afmörkuðu svæði. Haldið var til norðurs frá seljunum með austurveggnum. Þá var komið að steini, sem stóð stutt frá veggnum. Á honum er höggvinn bókstafurinn B. Norðar eru minjar sels, rétt áður en hringurinn lokast við Selgjárhelli nyrðri.
Frábært veður.

Selgjá

Skilti við Selgjá.

Selvogsheiði

Gengið var um Selvogsheiði frá Svarthól, um selin í heiðinni, upp í Hellholt, í fallega hlaðið skjól með miklum mannvistarleifum í, á Vörðufell, í Ólafarsel og síðan niður á Strandarhæð, þar sem litið var í Strandarhelli, Bjargarhelli og Gap áður staðnæmst var við Árnavörðu.

Hásteinar

Hásteinar.

Fylgdarmaður í ferðinni var Guðmundur kokkur Óskarsson, uppalinn í Þorkelsgerði í Selvogi og því gamalreyndur á svæðinu. Segja má að hann hafi etið hundasúru af svo til hverri þúfu í heiðinni er hann ráfaði þar um í leit að fjallagrösum á sínum berskuárum.
Lagt var af stað frá Svarthól, ofan við eyðilegan sumarbústað undir Hásteinum. Á klöpp í Stóra-Hásteini er klappað LM, mörk Ness og Bjarnastaða.

Hásteinar

Hásteinar – letur.

Undir austanverðum Svarthól sést móta fyrir tóftum á tveimur stöðum. Merkjagirðingin liggur þarna áleiðis upp í heiðina. Henni var fylgt eftir áleiðis að vörðu í hæðinni fyrir ofan. Undir henni er Bjarnastaðaból, talsverðar tóftir og stekkur mót vestri. Selið er í raun inni á núverandi Neslandi, en óvíst er hvort þessi mörk hafi verið í gildi þarna fyrrum. Húsin fimm í selinu er vel merkjanleg sem og önnur mannvirki. Það stendur hátt í heiðinni og má sjá frá því niður að Þorkelsgerðisseli í suðvestri, lægra í heiðinni.

Þorkelsgerðisból

Þorkelsgerðisból.

FERLIR hafði áður verið bent á að Bjarnastaðasel (-ból) væri við Hásteina, þ.e. tóftirnar þar, en hér er greinilega um hið rétta sel að ræða. Nessel er suðaustan við Hnúkana.
Þorkelsgerðissel hefur einnig að geyma nokkrar tóftir og stekk utan í hraunhól skammt norðar. Eimuból er norðan við Vörðufell. U.þ.b. 10-15 mínútna gangur er á milli seljanna í heiðinni. Bæði er seltóft ofan við gróið jarðfall og niður í því.

Eimuból

Stekkur í Eimubóli.

Hellholtshellir

Hellholtshellir.

Í Eimuhelli í jarðfallinu er hlaðinn stekkur. Umhverfis jarðaflið er hlaðið gerði. Kví er og ofan við það. Í örnefnaskráningu fyrir Eimu segir m.a.: “Fyrir norðan [Vörðu]fellið er Eimuból alveg við mörkin. Þar eru hellar með húsveggjum.“ Vindássel er skammt vestar, nokkur tóft og stekkur.
Haldið var upp eftir heiðinni, á Hellholt. Í því er Hellholtshellir, stór inngöngu en frekar stuttur. Botninn er flóraður að hluta.
Nokkir smáhellar er undir Hellholti, flestir með mannvistarleifum í. Líkast til hafa þeir verið notaðir sem fjárskjól í gegnum tíðina. Ofan við Hellholtið er Girðingarréttin (Selvogsréttin nýrri). Gamla réttin er á Vörðufelli, stór og dilkrík með löngum leiðigarði til norðurs. Á leiðinni niður að fellinu var komi við í Skjólinu, merkilegu fyrirbæri.

Skjólið

Skjólið – op, hleðslu fyrir framan.

Það er hellisskúti að sjá, en þegar að er komið eru miklar hleðslur, grónar, fyrir munnanum. Gangur liggur niður og þegar þangað er komið tekur við slétt hellisgólf, salur. Varla er arða á gólfi, utan eitt bein inn undir skilum lofts og veggjar. Þarna sést hin mikla hleðsla vel. Hægt er að fara inn fyrir hana hægra megin og inn í afhelli, sem þar er. Ekki er vitað hvaða tilgangi þetta mannvirki hefur átt að þjóna í heiðinni, nema ef vera skyldi forðabúr eða geymsla. Strandarsel er þarna skammt vestar oh fyrrnefnd sel sunnar. Fjárskjól er skammt austar. Ofan við opið er hlaðinn stekkur. Þarna gæti hugsanlega hafa átt að vera selstaða frá einhverjum bænum ef tekið er mið af mannvirkjunum næst Skjólinu.
Á Vörðufelli er, auk réttarinnar, Smalavörður og Vörðufellsvarðan. Smalavörður voru hlaðnar af smölum. Segir sagan að það hafi verið vís leið til að finna eitthvað týnt að hlaða vörðu þarna því þá kom hluturinn óðar í leitirnar. Undir Vörðufellsvörðunni er klappað krossmark á jarðfasta klöpp. Efsti hluti hans hefur brotnað af.

Strandarhaed-34

Hleðslur í Bjargarhelli.

Ólafarsel er skammt sunnan við Vörðufelli, neðan nýrra hrauns, Vörðufellshrauns, sem liggur sunnan fellsins. Það er ein tóft og stekkur skammt austar, undir hraunkletti. Segir sagan að þar hafi áður komið volgt vatn upp úr hraunkantinum. Leiðin upp heiðina, yfir að Hlíðarenda, Litlalandi o.fl. bæjum undir bergbrúnunum, liggur skammt austan við selið.

Strandarhellir

Strandahellir.

Strandarhellir er fornt fjárskjól í jarðfalli. Samkvæmt gömlum heimildum er hann sagður hafa rúmað 200 fjár. Hlaðið er umhverfis ofanvert jarðfallið líkt og í Eimubóli. Skammt norðvestan við það er hlaðið gerði umhverfis hraunhól.
Bjargarhellir er skammt sunnar, fallegur fjárhellir, með sína leyndardóma. Sagt er að í hellinn hafi Selvogsbúar ætlað að flýja ef Tyrkirnir kæmu aftur, en af því varð ekki. Sögnin er sú að við opið hafi átt að vera hraunhella, sem hægt var að láta yfir og loka. Það gengur ekki upp hvað varðar Bjargarhelli.
Skammt suðvestar er hins vegar op í grónum hraunhól. Þegar komið er niður er þar nokkuð rúmgott skjól. Hraunhella gæti auðveldlega lokað opinu. Skammt suðvestar eru Stóri-Skolli og Litli-Skolli, hraunskjól undir Hellholti.
Gapstekkur er skammt vestar. Inni í honum er Gapi eða Gaphellir, einnig fjárskjól. Nafnið er tilkomið vegna þess að þegar komið er að hellinum úr suðri gapir opið við viðkomandi. Gapi var einnig áningarstaður fyrir ferðamenn á leið um Fornugötu. Nokkur önnur mannvirki eru í hæðinni, en þau voru ekki skoðuð að þessu sinni.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt á Vörðufelli.

Staðnæmst var við Árnavörðu á Dalhólum er Kristófer Bjarnason og fleiri endurhlóðu fyrir ekki svo löngu síðan. Hún var lengi eitt af kennileitum hæðarinnar. Skammt norðan við hana liggur gamla þjóðleiðin, Fornugata, sem enn má sjá móta fyrir. sunnar er Dalurinn. Vestar er varða (vörður), nefnd Dalhólabyrgi. Skammt vestar er stór ferhyrnd varða, nefnd „Skálinn“. Umleikis hana eru hleðslur. Þórður Sveinsson telur að þarna hafi fyrrum verið skáli, afdrep, t.d. fyrir smala í heiðinni. Líklegra má þó telja að þarna hafi fyrrum verið gatnamót, annars vegar Selvogsgötu og hins vegar Fornugatna og Útvogsgötu (niður í Selvog).
Af Strandarhæð er ágætt ústýni upp að Svörtubjörgum og inn Strandardal þar sem Selvogsgatan liðast um hann áleiðis að Hvalskarði. Á Svörtubjörgum er Eiríksvarðan. Þótt hún sé ekki nema tæplega mannæða há sést hún vel þar sem hún trjónir efst á fjallinu.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – uppdráttur.

Spenastofuhellir
„Jól og áramót eru hvort tveggja til að halda uppá vetrarsólstöður – að fornum sið. Fyrir 3000 árum síðan kunnu menn að fylgjast með himninum og vissu á hvaða degi vetrarsólstöður lentu á hverju ári.
Kalfatjarnarkirkja-VVVÁ miðöldum tóku svo nefndir valdamanna kirkjunnar við því mikilvæga hlutverki að ákvarða dagsetningu vetrarhátíðarinnar, skálduðu upp sögur í kringum Jesús nokkurn Jósepsson, sem eflaust var mælskur og heillandi maður, en kunnu þá ekki að stilla af dagatal miðað við sólargang, enda slík vísindi ekki á valdi annarra en hinna hæfustu manna. Nefndirnar gátu á þeim tíma ekki orðið sammála um dagsetningarnar og því urðu þær allnokkrar – misgæfulegar.
Nú er aftur leyfilegt að tímasetja vetrarsólstöður eins og þær eru í raun, en við höldum ekki uppá þær sem skyldi (einhverra hluta vegna). Menn dýrka enn Jesús um jól og fagna nýju ári um áramót og þykir hvort tveggja merkilegt en horfa framhjá því hversu stórkostlegt það er að við getum í dag mælt nákvæmlega möndulhalla jarðar og stöðu hennar á braut í kringum sólina og vitum uppá sekúndu hvenær vetrarsólstöður eru. Þetta er í raun allt miklu merkilegra en eldgamlar tilbúnar sögur, sem flestir fylgja enn þann dag í dag (af óskiljanlegri venju).
Framangreint segir sína sögu um hversu nútímamaðurinn er móttækilegur fyrir sjálfgefnum og athugasemdalausum tillögum hversdaglífsins…
Gleðileg jól.“

Vertarsólhvörf

Vetrarsólhvörfum fagnað að jólasið.

 

Jórutindur

Hér verður sagt frá þremur útilegukonum á Reykjanesskaganum, þeim Jóru, Elínu Skinnhúfu og Fjalla-Margréti. 

Jóra
Jórutindur„Sagan af Jóru er ein af eldri þjóðsögum Íslendinga og örnefni henni tengd koma fyrir í Íslendingasögum. Þeir sem draga efni sögunnar í efa geta vitaskuld talið örnefnin eldri sögunni. Í stuttu máli er sagan af Jóru þannig; Jórunn hét bóndadóttir í Sandvíkurhreppi, ung og efnileg en þótti heldur skapstór. Einhverju sinni gerðist það að hestur föður hennar fór halloka í hestaati og varð hún við það svo æf að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það upp að Ölfusá hjá Laxfossi (Selfossi) og þreif þar eitt bjarg mikið úr hömrum við ána og kastaði í hana miðja. Stiklaði hún svo yfir og mælti um leið: „Mátulegt er meyjarstig mál mun vera að gifta sig“. Heitir þar síðan Jóruhlaup en Jóra settist að í Henglinum og gerðist brátt hið versta flagð og grandaði bæði mönnum og málleysingjum. Heitir þar Jóruhellir þar sem hún bjó, Jórusöðull hnjúkur í Henglinum þar sem hún sat löngum og Jórukleif er hamragil þars em hún lá oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá og drepa, eftir það hún var búin með hestlærið.
ÞjófahellirFengu menn ekkert við hana ráðið fyrr en Noregskonungur gaf ráð til hvernig hún yrði unnin og gaf til þess öxli silfurrekna. Sat axarblaðið fast í Jóru milli herðablaðanna þegar hún var unnin en rak síðan upp í á þá sem Íslendingar völdu sér síðar þingstað. Allt þetta sagði Noregskonungur fyrir og heitir áin síðar Öxará.
Enn þann dag nýtur Jóra verðskuldaðrar aðdáunar eins og útilegumnn og valkyrjur hafa alltaf notið með þjóðinni. Á Selfosso er gata nefnd eftir Jóru og bæði kvennakór og kvennaklúbbur kenna sig við þessa konu. en fyrir tveimur öldum síðan voru líka til konur sem dáð hafa þetta framtak og fóru að dæmi hennar. Ein heimild segir Jóru hafa verið úr Helliskoti (Elliðakoti) við Reykjavík. Það er oft sagt að sagan endurtaki sig og er sagan um Elínu Skinnhúfu ótrúlegt dæmi um það.
Annars er þjóðsagan um Jóru í Jóruklifi þessi: „Jórunn hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:

Öxará

„Mátulegt er meyjarstig;
mál mun vera að gifta sig.

Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum; eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð versta tröll og grandaði bæði mönnum og málleysingjum.
Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamrömm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Nú, þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð, eftir það hún trylltist, né heldur til að stökkva henni á burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum. Skinnhúfuhellir
Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, „því ekki er svo vond vættur né svo hamrammt tröll til, að ekki sofi það þá,“ segir konungur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna; „og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Verði hendur við skaft fastar.“ Þá skaltu segja: „Losni þá öxin af skaftinu.“ Mun hvort tveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaðið síðan reka upp í á þá, sem við hana mun kennd verða; þar munu Íslendingar síðan velja sér þingstað.“ Svo mælti konungur; en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þar sem Íslendingar settu alþing sitt.“

Elín Skinnhúfa
Um 1760 lagðist ung stílka sem talin var neðan af Eyrarbakka úti í Grafningi og hafðist um tíma við í helli í landi Villingavatns. Stúlka þessi var kölluð Elín Skinnhúfa og hellririnn heitir eftir henni, SkjólSkinnhúfuhellir. Hún átti vingott við smalann á Villingavatni sem Símin hét og færði hann henni mat og fleira sem hann stal frá húsbændum sínum.
Símonarhellir er við hlið Skinnhúfuhellis, en þar geymdu skötuhjúin þýfi sitt. Svo fór að daginn sem þau ætluðu að leggjast út á fjöll saman skall á hríðarveður og varð Elín þá úti. Símon komst við ilan leik til blja. Bein hennar fundust snemma á 19. öld undir bergsnös austast í svokölluðu Mælifelli, í Ölfusvatnslandi. Reyndar er margt mjög á huldu um Elínu þessa sem þjóðasagn segir að hafi verið sinnisveikur flakkari. Hún er ýmist talin af Eyrarbakka eða úr Grindavík.

Margrét
HellirÞriðja útilegukvendið úr Flóanum á afrétti Ölfusunga og Grafninsgmanna var Fjalla-Margrét, sem vegin var í Svínahrauni um 1810. Margrét þessi var bóndadóttir úr Flóanum eins og Jóra og var svo lýst að hún hafi verið skapstór, illa lynt, áræðin, ófyrirleitin og tilbúin til hvers sem vera skyldi. Hún var mikil vexti og sterk sem karl.
Einhverju sinni mislíkaði henni við föður sinn og lagðist út í Hagavíkurhrauni sem er milli bæja í Grafningi. Hafðu hún ser til atvinnu það sem hendi var næst, kippti þvotti af snúrum kvenna og stal silungi úr netum á Þingvallavatni. Þegar bændur tóku það ráð að verar árar heim úr bátum svo hún kæmist ekki út á vatnið hefndi hún sín með því að hrinda bátunum á flot svo að þá rak fyrir veðri og vindum og sumir týndust.
Þegar líða tók á sumar settist hún að í Henglinum og sauð þar mat sinn við hveri að dæmi Fjalla-Eyvindar. Grafningsmenn bundust loks samtökum að veita henni heimsókn en Margrét frétti af ráðabruggi þeirra og hljóp heim til sín og sat heima í Flóa um veturinn.
Næsta vor lagðist hún enn út og nú á Hellisheiði. Var hún þar á slangri um sumarið og stóð mörgum ógn af henni. Færu menn einir eða fáir saman réðist hún á þá og rændi. Í þoku og dimmviðri fór hún að tjöldum ferðamann og hirti þar plögg. Hún var stórtæk og átti til að kippa skreiðarböggum á bak sér og hlaupa með þá burt.
HverasvæðiÞað urðu endalok Margrétar að seint þetta seinna útilegusumar hennar fór Guðmundur Bjarnason bóndi á Gljúfri í Öldusi til grasa. Karl þessi var talinn bæði stór og sterkur, en með honum var unglingspiltur, lítilsgildur og veikbyggður. Fór svo að Margrét réðist á Guðmund en pilturinn hélt sig fjarri. Hafði hún karl undir og sá hann sitt óvænna. Var það fangráð Guðmundar þar sem flagðið gein yfir honum að hann „dregur hana að sér og bítur á háls henni fyrir neðan hökuna, allt er tennur tóku. Vildi hún þá sem skjótast losna úr slíkum fanmlögum, en þess var enginn kostur. Lagði Guðmundur fast að hálsi hennar, og létti eigi fyrr en hann hafði bitið í sundur í henni barkanna, og varð það hennar bani.
Engum sagði Guðmundur frá þessum viðskiptum sínum við Margréti og þó svo endalok hennar yrðu brátt kunn urðu engin eftirmál af vígi þessu. Bein hennar fundust á síðati hluta 19. aldar sunnarlega í Svínahrauni en engin gangskör var gerð að því að koma þeim í kirkjugarð.“

Heimild:
-Bjarni Harðarson, Fjöllin heilla, æra og trylla, Morgunblaðið, Lesbók, 16. maí 1998, bls. 7-8.

Jórutindur

Jórutindur.

Kálfatjörn

Eftirfarandi er frásögn Magnúsar Jónssonar, fyrrverandi minjavarðar Byggðasafns Hafnarfjarðar, af ferð suður í Voga á Vatnsleysutrönd:
„Einu sinni vissi ég til þess, að ung hjón sem að segja mátti að væru á götunni, fóru suður í Voga í Vatnsleysustrandarhreppi til þess að líta á laust húsnæði sem þau töldu sig hafa séð auglýst í blaðaauglýsingu. Þetta var algjör misskilningur, því að átt var við húsnæði í Vogahverfinu í Reykjavík.

Lónakot

Lónakotsbærinn.

En í blöðunum sá ég að auglýst var eftir kennara við Stóru-Voga-skóla og svo alveg sömu villuna að hnýtt var aftan við . . . á Vatnsleysuströnd. En þetta byggðarlag, Vogarnir, er bara alls ekki á neinu, hvorki á Vatnsleysuströnd né annars staðar, en auðvitað er staðreynd að þeir eru í Vatnsleysustrandarhreppi. Og í þessum hreppi eru tvenn afmörkuð byggðarlög, Vogar og Vatnsleysuströnd og svo veit ég ekki . . . en nánast ætti þá að telja þriðja bæjarhverfið, þarna „innbæina“, og verður síðar komið að því.

Ekki er einasta það, að Vogarnir og Vatnsleysuströndin séu afmörkuð byggðarlög, heldur eru þau að mörgu leyti andstæður.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Úr Vogunum er tiltölulega stutt og auðvelt að sækja vinnu til Keflavíkur eða í Njarðvíkurnar, nú eða þá á Völlinn, ef svo vill verkast. Þarna í Vogunum fjölgar því heldur íbúunum og hús eru byggð. Á Ströndinni er þetta öfugt, þar fækkar fólki og býli leggjast í eyði.
En auk þess að reyna að kveða niður þetta með Voga á Vatnsleysuströnd þá er nokkuð á reiki hvenær og hvar sé komið á hina eiginlegu Vatnsleysuströnd. Sumir telja sig komna þangað strax þegar er komið í álverið eða a.m.k. rétt framhjá því. En það er mikill misskilningur.

Hvassahraun

Hvassahraun – brugghellir.

Komið hefur fyrir að ég sé leiðsögumaður þegar farið er þarna suðurum. Ekki er það traustvekjandi þegar ég byrja míkrófónsmalið með því að segja að ég viti ekki hvað hann heiti fyrsti hraunflákinn sem leiðin liggur um. Annað hvort hafi hann ekkert heiti og að gerð hraunsins sé það sem nefnt er helluhraun, nú, eða þá að hér sé ákveðin nafngift, með stórum staf og þetta heiti Hellnahraun.
En fljótlega erum við komin í Kapelluhraunið, sem er gjörólíkt hinu, miklu úfnara og aðeins með mosagróðri, og því auðvitað ekki nærri eins gamalt og hitt. Um kapelluna, sem hraunið er kennt við, mætti margt segja, en hér verður aðeins minnst á eitt. Það er, að 1950 fannst þarna í tóttinni líkneski af kaþólskum dýrling, heilagri Barböru. Hún var einkum ákölluð við jarðskjálfta, eldsvoða og þessháttar ófyrirséða stórhættu. Hinum megin við veginn eru kerskálar álversins, taldir lengstu hús landsins en getur þá kapellan talist styzta húsið? Nú hefur verið látið töluvert stærra líkneski í tóftina.

Kapella

Kapella í Kapelluhrauni.

Þegar Kapelluhrauninu sleppir komum við að þeirri hraunbreiðu sem á þessari leið er stærst, gróðursælust, elzt og mestri tilbreytni er gædd, af þeim hraunflákum sem leiðin liggur um. Hér má til að minnast á byggðarlagið Hraunin eða í Hraununum. Í samtali við elzta innfædda Hafnfirðinginn, kveðst hann muna eftir tólf bæjum þarna, og finnst mér það ótrúlega mikið. Aldrei voru þarna neinar stórjarðir, en helzt mætti þá nefna Óttarstaði, þar sem oftast var fleirbýli. En ein bygging þarna hefur fengið „andlitslyftingu“ og er þar átt við húsakynnin í Straumi.

Straumur

Straumur.

Straumur er aðsetur listamanna. Íbúðarhúsið er í sama stíl og elztu byggingar á Laugarvatni, enda var víst á báðum stöðum þetta sett í samband við Bjarna Bjarnason, skólastjóra í Hafnarfirði og síðan á Laugarvatni, en hann var með landbúnaðarrómantík, svona í og með. Til Hraunabæjanna taldist líka Lónakotið, þótt það sé nokkru fjær vegi en hinir bæirnir. Það var í byggð fram á miðja þessa öld, sem nú senn kveður.
Ýmsir muna þrjár eða fjórar vísur eftir sr. Árna Helgason stiptprófast í Görðum. Ein er þessi:
Komin er sólin Keili á og kotið Lóna,
Hraunamennirnir gapa’ og góna
er Garðhverfinga sjá þeir róna.
Erum við nú ekki komin á Vatnsleysuströndina? Nei, hreint ekki, Hraunbyggðin taldist löngum vera í Garðahreppi, en nú er þetta víst allt saman Hafnarfjarðarland, og svo er það að við komum í hreppinn með langa nafninu, þegar við förum úr Lónakotslandi.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn gegnt Gerði ofan Péturskots..

„Fyrst“ er þá þar eyðibýlið Hvassahraun. Við höfum næstum lokið leiðinni um Almenninginn og sjáum nú mjög greinilega hvernig miklu yngra hraun, Afstapahraunið, hefur steypst niðuryfir hitt. Hér höfum við því sem sagt bæði örnefnin Hvassahraun og Afstapahraun. Sumir halda að Afstapahraunið sjálft hafi fyrst heitið Hvassahraun, en þetta er upplagt vangaveltuefni fyrir grúskara. Afstapahraunið er jafnvel enn úfnara og ójafnara en Kapelluhraunið. Þegar við höfum næstum lagt allt þetta hraunhröngl að baki, komum við í Kúagerði svokallað, þ.e. smávegis gróðurteygingar, en vegurinn er svo breiður að hann hefur næstum kæft það. En þarna hafa orðið svo mörg umferðarslys, að komin er þar vandlega hlaðin varða, með krossi efst. Hér er um tvo vegi að velja, og er ekkert áhorfsmál að við veljum þann eldri og mjórri, og auðvitað rómantískari. Brátt höfum við hægra megin næstum heila húsþyrpingu, en það er býlið Stóra- Vatnsleysa.

Minni-Vatnsleysa

Minni-Vatnsleysa – flugmynd.

Minni-Vatnsleysa, með svínabúinu stóra, er svo lengra út með sjónum. (Eða er þar kannske ekkert svínabú lengur?) Svo er þarna eitt útvegsbóndabýlið ennþá, með húsum en engum íbúum, en það er Flekkuvík. Ég hætti nú brátt þessum skriftum, en a.m.k. er eftir svarið við því hvenær við erum komin á Ströndina. Það er þegar komið er á samfelldu túnin, og er það þá víst fyrst Litlabæjartúnið. Margir halda að túnin á Ströndinni séu aðeins einhverjir skæklar eða útnárar, en það er nú rétt einn misskilningurinn enn. Tún kirkjustaðarins, Kálfatjarnar, eru enginn smáskiki. Sem sagt, Vatnsleysuströndin er sá hluti hreppsins þar sem hvert túnið tekur við af öðru. Sízt er þó hægt að tala um ræktað tún í nánd við eyðibýlið Breiðagerði, en við „sjáum í gegnum fingur“ í því máli og teljum þetta allt vera samfellt og enda á túnunum umhverfis Halakot. Svo eru það sviplítil svæði sem um er að ræða unz komið er í Vogana.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

Hér var aðeins ætlunin að spyrna við fótum þegar sézt eða heyrist talað um Voga á Vatnsleysuströnd, og hvar hin eiginlega Vatnsleysuströnd sé. Smávegis sönn frásögn úr þessu byggðarlagi að lokum: Kálfatjörn var prestsetur til 1919 en árið eftir fluttust þangað ung hjón, bæði fædd í þessum margumtalaða hreppi, en það voru þau Erlendur Magnússon og Kristín Gunnarsdóttir, systir Ingvars kennara og umsjónarmanns Hellisgerðis í Hafnarfirði.
Erlendur var með afbrigðum vandaður maður til orðs og æðis. Hann hélt þeim fagra sið að lesa húslestur að morgni þá sunnudaga sem ekki var messað í kirkjunni. Var það aðeins nefnt að lesa en lögð virðing og allt að því lotning í það orð í þessu sambandi.
Kálfatjörn
Hjón úr Hafnarfirði voru þar í kaupavinnu sumrin 1929, ’30 og ’31. Sagt er, að í vætutíð komi helzt þurrviðrisstund um helgar, er svo sé þegar þurrviðri er, þá geri oft skúr um helgar. Sumarið 1930 var fremur votviðrasamt. En svo nánast um mánaðamótin ág./sept. á sunnudagsmorgni, stendur allt heimilisfólkið á Kálfatjörn úti á hlaði undir skafheiðríkum himni í norðangolu. Svo mikið hafði rignt undanfarið að segja mátti að bæði tún og hey lægi undir skemmdum. Kaupakonan víkur þá snarlega að Erlendi og segir: „Jæja, á ekki að fara að breiða!?“ Erlendur hikar lítið eitt, þar til hann segir: „Ja, við skulum nú koma inn fyrst. Ég ætla að lesa.“
Þannig hugsaði kirkjubóndinn á Kálfatjörn þá. Guðdómurinn skyldi ganga fyrir og fá sitt fyrst.“

-Magnús Jónsson, fv. minjavörður, Hafnarfirði.

Flekkuvík

Brunnur í Flekkuvík.

Ármannsfell

„Gagnheiði heitir nú millum Ármannsfells og Súlna, uppblásin sandheiði; hún er nefnd við för Órækju í Skálholt vIIþ., 158 k., I.b., bls. 396. Það lítr helzt út fyrir, að þessi leið vegr millum Ármannsfells og Súlna hafi verið farinn, þegar koma skyldi sunnarlega í Þingvallasveitina eða þegar farið var fyrir sunnan Þingvallavatn; annarstaðar er eigi Gagnheiði nefnd.

Armannsfell-221

Þessi örnefni eru öll nefnd í röð eftir í Sturld. við þingreið Þorgils Oddasonar og hafa þau öll sama nafn enn: Víðikjörr, Háls (þ.e. Tröllaháls), Sandvatn, Klyftir, (Sandklyftir) Ármannsfell, Sleðaás. Sumir hafa haldið og halda enn, að Sleðaás sé sama og Tröllaháls. Á Íslandskortinu eftir Björn Gunnlaugsson er Sleðaás settur ofan til við Tröllaháls, og Sveinn Pálsson talar um í Dagbók sinni 1772, að Sleðaás sé einnig þar (sbr. Kålund I, bls. 151), enn þetta getur með engu móti verið rétt, sögurnar sanna það. Sleðaás heitir enn í dag ásklifið, sem gengur suður úr Ármannsfelli fyrir ofan grænu brekkuna, sem kallaður er Bás, og Sleðaáshraun heitir þar niður undan. Grettissaga Kh. 1853 nefnir Sleðaás, bls. 31, þar sem höfðingjarnir áðu, er þeir riðu af þingi, og Grettir hóf steininn, er sagan segir að liggi þar í grasinu. Enginn slíkur steinn er þar nú, sem líklegur er til að vera Grettistak, og enginn hefir neitt vitað um hann með vissu um langan tíma. Grettissaga tekur, bls. 76, betur af tvímælin með Sleðaás: „Hann (Þórhallr) gekk upp undir Sleðaás ok suðr með fjalli því, er Ármannsfell heitir; þá sá hann, vel verið, og að hann hafi legið austur undir Hrafnabjörg. Enn nafnið Sviðningi er nú týnt, sem Ölkofraþáttur talar um að heitið hafi síðan, þar sem skógarnir brunnu.“

Sleðaás

Sleðaás – Steinanir við Sleðaás (Matthías Þórðarson).

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1910 segir hins vegar um hinn sama stein: „IX. Grettishaf (á Innra-Sleöaási ?) – Svo segir í Grettissögu, k. 16: »En er þeir riðu af þingi, höfðingjarnir, áðu þeir uppi undir Sleðaási, áðr en þeir skildu. Þá hóf Grettir stein þann, er þar liggur í grasinu ok nú heitir Grettishaf. Þá gengu til margir menn að sjá steininn, ok þótti þeiin mikil furða at svá ungr maðr skyldi hefja svá mikit bjarg«. Sleðaás hét þegar á Sturlungatíð klettaraninn suður úr Ármannsfelli. En blágrýtisbjargið, sem liggur vestanundir honum, segja kunnugir menn að fallið hafi úr brún hans fyrir ekki mjög löngu. Það bjarg getur þá ekki hafa verið tekið fyrir »Grettishaf«. En í Syðri-Víðikerum, fyrir innan Tröllaháls, er enn stærra ísaldarbjarg, sem hjátrúin hefir kallað »Grettishaf « eða »Grettistak«, og til að koma þessu í samhljóðan við söguna hefir Tröllaháls ósjálfrátt verið gjörður Sleðaási. Ólíklegt er nú samt, að það sé bjargið í Víðikerum, sem söguritarinn hefir í huga. Og að minsta kosti eru menn nú horfnir frá þeirri fjarstæðu. Mun nú almennast haldið að frásögn Grettlu um »Grettishaf« sé ekki annað en tilefnislaus þjóðsaga. Tilefnislaus mun hún samt ekki vera. Mér er, meira að segja, nær að halda, að eg hafi séð hið réttnefnda Grettishaf. En það er ekki neitt heljarbjarg. Og það er ekki á þeim Sleðaási, sem Sturlunga nefnir. Það er á rana þeim sem gengur norðaustur úr Ármannsfelli fyrir innan Sandkluftavatn (nú Sandvatn), en fyrir sunnan Tröllaháls.

Sleðaás

Grettistak við Sleðaás.

Það er vel getandi til, að þessi rani hafi heitið Innri-Sleðaás fyrrum: Það má næstum kalla hann sleðamyndaðan. Sagt er, að vegurinn hafi áður legið um vestari kluftina og fyrir vestan vatnið. Þar fór eg eitt sinn, því þá var vatnið svo fullt af leysingavatni, að ekki varð komist fyrir austan það. Á leiðinni inn með vatninu að vestan blasir raninn við manni. Sá eg, að dálítil strýta stóð upp úr honum á einum stað, hélt eg fyrst að þar sæti örn, en sá, er nær dró, að svo var ekki. Sunnan í rananum er fögur grasbrekka og hefir vel mátt ægja þar hestum, er þessi leið var farin. Þar áði eg hesti mínum og gekk upp á ranann þar, sem eg hafði séð strýtuna. Þar er þursabergsklöpp og á henni tveir blágrýtishnullungar. Er annar næstum teningsmyndaður, en hinn óreglulega eggmyndaður, og er sá settur ofan á hinn þannig, að mjórri endinn veit upp.
Kom mér í hug, að það kynni Grettir að hafa gjört. Virtist mér steinninn hæfilega stór til þess. Nú í sumar (1910) virti eg steinana betur fyrir mér. Leizt mér svo á, að tveim óvöldum mundi fullfengið að hefja hinn efri stein af jafnsléttu og setja hann upp á hinn steininn. En fyrir einn mann, og hann aðeins 15 ára, mætti það telja furðulegt þrekvirki. Sé nú þetta steinninn, sem Grettir hóf, þá mun söguritarinn ekki hafa séð hann sjálfur, því um þennan stein verður ekki sagt, að hann »liggi í grasinu«. Og af orðalagi söguritarans virðist mega ráða, að hann hafi hugsað sér steininn nokkuð stærri en þessi er. Þessi steinn gat þó borið nafn, sem örnefni (»Grettishaf«), meðan vegurinn lá vestanmegin vatnsins, því þá blasti hann lengi við tilsýndar — hann er svo settur. Af veginum fyrir austan vatnið sést hann þar á mót ekki, hefir því gleymst eftir að vestri leiðin var lögð niður. Það gat líka orðið til þess, að Sleðaássnafnið var fært upp á Tröllaháls. Og það lá enn beinna við, ef það er rétt til getið, að raninn, sem steinninn er á, hafi heitið svo. Hann er svo nærri Tröllahálsi.“
„Í sögnum í Grettlu segir um stein þennan: „- Stundum víkja munnmælasögurnar meir frá bóksögunni. Grettis saga getur reyndar nokkurra steina ákaflega stórra sem Grettir hafi reynt afl sitt á, tekið upp, látið undir þá aðra steina og sett þá þar ofan á; er það kallað að setja eða hefja stein á hlóðir. Einn þeirra er á Sleðaási á Kaldadalsvegi fyrir ofan Þingvallasveit, annar á Hrútafjarðarhálsi og hinn þriðji í Hítardal; eru þeir hver um sig kallaðir Grettishaf.“

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1880, bls. 41-42.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 25. árg, 1910, bls. 39-40.
-Snerpa.is – gretla…

Sleðaás

Steinn við Sleðaás (Matthías Þórðason).

Keflavík

Ætlunin var að ganga til suðurs um Fjárskjólshraun undir Geitarhlíð við Krýsuvík með viðkomu í Fjárskjólshraunshelli og Fjárskjólshraunsfjárskjólinu, sem hraunið mun draga nafn sitt af, en halda síðan niður í hina skjólgóðu Keflavík og berja gatklettinn augum. Á loftmynd mátti sjá djúpan gíg norðaustan við Keflavíkina. Austan hennar virðist vera hrauntjörn. Svo var að sjá að hún væri í stefnu neðanvert við enda Bálkahellis, sem gat gefið enn eina von um óvænta aðkomu.

Krýsuvíkurhraun

Krýsuvíkurhraun.

Til baka var ætlunin að ganga um Klofninga með viðkomu í Bjálkahelli og hinum þjóðsagnakennda Arngrímshelli (Gvendarhelli).
Hraunssvæðið/-in, sem hér um ræðir, hafa freistað fárra, enda á fárra vitorði öll merkilegheitin er berja má augum. Ekki eiungis er svæðið sérstak (séríslenskt) heldur felur það í sér minjar og sögur liðinna alda – ef grannt er skoðað. Eru hvorutveggja ágæt dæmi um hvernig landsmenn nýttu sér efni og aðstæður til að þrauka til núlifandi kynslóða. Hversu lítillátt fólk kann að vera nú til dags verður þetta afrek forfeðra og -mæðra okkar að teljast einhverrar viðurkenningar verðar. Þessi ferð var m.a. liður í slíkri viðurkenningu – síðasti hefðbundi göngudagurinn fyrir jólahátíðina 2007. Hafa ber þó í huga að „jólin“ sem slík hafa gjarnan verið ígildi hátíðar eða veislu af fleiru en einu tilefni.
Ferðin var líka kjörið tækifæri til að léttast svolítið fyrir væntanlegt þungmeti jólahátíðarinnar og líta fyrstu geisla hækkandi sólar augum.
Þegar gengið er um hraunssvæðið kemur fljótt í ljós að afurðirnar, sem myndað hefur það, eru nokkrar. Miðjan er bæði tiltölulega slétt og gróin. Þar er eldra hraunið, sem myndar undirstöður annarra hrauna, en flest eiga þau uppruna sinn í Stór og Litlu-Eldborg, auk gíga ofan Sláttudals í Geitahlíð.

Fjárskjólshraun

Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.

Þegar komið var niður niður í Fjárskjólshraun var gengið að opi Fjárskjólshraunshellis, sem þar leynist í grónu jarðfalli. Erfitt er að koma auga á það í víðfeðmninu. Það sést ekki nema staðið sé á brún þess. Niðri er komið í skúta undir berghellunni, en með því að fara til vinstri var komið niður í rúmgóða mannhæðaháa hraunrás. Rásin var alveg heil. Hún er lág í fyrstu, en breið, og um 100 metra löng og endar í fallegum hraungúlp, sem hefur runnið þarna niður í rásina og storknað. Svo virðist sem gúlpurinn hafi bæði þrengt sér upp úr gólfinu og komið út úr veggnum að ofan. Sérkennilegt jarðfræðifyrirbrigði. Gólfið er alveg slétt. Rásin lækkar á tveimur stöðum, en hægt er að ganga hálfboginn þar um. Breidd rásarinnar er um 6 metrar og jafnvel meira á köflum. Neðst er op til hægri. Þegar komið er inn fyrir hana tekur við lágur salur. Rás liggur inn úr honum, tvískipt. Þessi rás er um 40 metra löng. Í heild er hellirinn því um 140 metra langur. Litlir dropsteinar sáust, en að öðru leyti virðist vera lítið um skraut í hellinnum. Flögur eru utan á veggnumá einum stað, líkt og í Leiðarenda. Neðst, þar sem hliðarrásin er, er mikill hraungúlpur, líkur þeim, sem er efst í hellinum. Þetta er fallegur hellir og vel þess virði að skoða hann. Hellir, sem ekki er hægt að skemma og því tilvalinn fyrir áhugafólk.

Gatkletturinn

Leitað var að opum bæði ofan og neðan við jarðfallið. Neðan við það er annað jarðfall, sennilega hluti af sömu rás. Farið var þar inn og reyndist vera um gamalt greni að ræða. Þarna eru nokkur gömul greni á tiltölulega afmörkuðu svæði.
Gengið var áfram niður Fjárskjólshraunið. Sunnan undir lágum hraunhól eru mjög fornar grónar hleðslur fyrir fjárskjóli í hrauninu. Þetta eru í raun miklar hleðslur fyrir rúmgóðum skúta, en vel sést móta fyrir hlöðnum innganginum, sem er alllangur. Hellirinn sjálfur hefur hýst hátt í hundrað kindur. Fyrirhleðslur eru inni í hellinum á þremur stöðum. Mold er í gólfi. Við fyrirhleðsluna, vinstra megin við innganginn er inn er komið hefur verið hleðsla er líkist bæli eða klefa. Þar gæti hugsanlega hafa verið skjól fyrir þann eða þá er sátu yfir ánum í hrauninu. Ekki er ósennilegt að fjárskjólið sé það er hraunið hefur dregið nafn sitt af – Fjárskjólshraun. Ofan við fjárskjólið var vörðubrot.
Þegar fjárskjólið var skoðað betur mátti sjá mjóa fæðurásina innst í því miðju. Hlaðið hafði verið litlum steinum til að varna því að fé færi þar inn. Þar sem gólfið var bæði blaut og þakið mold var ekki ráðlegt að skríða þar inn til að athuga með framhaldið. Þessi hellir hefur orðið til líkt og Strandarhellir og Bjargarhellir í Strandarhæð. Glóandi hraunkvika í lokaðri rás hefur mætt fyrirstöðu um stund, en vegna þrýstings hefur hún hlaðist upp og þakið storknað áður en hún fann sér leið áfram og tæmdi rýmið.

Keflavík

Bergið við Keflavík.

Samkvæmt loftmynd átti að vera gígur nokkru suðvestar. Þrátt fyrir nokkra leit fannst opið ekki, en þess verður leitað aftur síðar.
Á leiðinni niður í Keflavík mátti sjá Skyggnisþúfu nokkru austar. Hún er þar sem hraunið ofan við Krýsuvíkurberg ber hæst mót Herdísarvík. Á þúfunni er varða, Skilaboðavarða. Í hana voru sett boð, sem menn vildu að bærust á milli bæjanna.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Af bjargbrúninni austan við Keflavík blasti við mikill gatklettur, sem skagar út frá því. Brimið lék sér við hann, auk þess sem sólargeislar þessa stysta dags ársins spegluðu sig í haffletinum.
Hraunkaflinn ofan við Keflavíkina er allúfinn. Engu líkara er að þarna hafi verið grunnir pollar ofan á eldra bergi, en þegar hraunið rann þar yfir ýfðist kvikan og safnaðist í hrauka. Fjárgata liggur í gegnum hraunið ofan við bergið. Skammt áður en komið er í Keflavík mátti sjá gróna götu liggja annars vegar upp hraunið og hins vegar áfram að ofanverðri víkinni, sem einnig var nefnd Kirkjufjara.
Keflum hafði verið safnað í hrauk uppi á bjargbrúninni.

Í Bálkahelli

Í Bálkahelli.

Í Kirkjufjöru í Keflavík má sjá hluta af gamla Krýsuvíkurbjargi og fagurt útsýni er úr víkinni austur eftir berginu. Víkin dregur nafn sitt af keflunum, sem nóg virðist vera af, auk plastbelgja. Gatkletturinn sést vel frá víkinni þar sem hann stendur út af berginu að austanverðu. Svonefndir Geldingasteinar eru efst á bjargbrúninni, gulir af fuglaglæðu og öðrum grófari féttum. Vestan þeirra lækkar nýrra hraunið og stallast. (Sjá meira undir Keflavík).
Þá var haldið til baka upp og yfir grófa hraunkaflann. Ofan hans tekur gróna hraunsvæðið við, auðvelt yfirferðar. Stefnan var tekin á Bálkahelli.
Engar sagnir eru til af Bálkahelli aðrar en þær að hann er nefndur nafni sínu í sögunni um Grákollu. Hellirinn fannst þegar einn FERLIRsfélaginn segja má datt niður um eitt snjóþakið opið. Niðri reyndist vera um 250 metra langur hellir, vel manngengur, tvískiptur og dulúðlegur. Dropasteinar á gólfum og hraunstrá í loftum. Hraunbálkar eru með veggjum innan við efsta og stærsta opið. Hellirinn er um 450 metra langur.
Neðsti hluti Bálkahellis er hvað heillegastur. Í henni lækkað rásin nokkuð en hækkar að nýju uns gólf og loft koma alveg saman. Þarna undir vegg eru tvö stór hraundríli. Farið var til baka og niður aðalgönginn. Þau beygja fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þessi göng eru um 200 metra löng og ekkert hrun nema svolítið fyrst.

Arngrímshellir

Í Arngríms- / Gvendarhelli.

Hellirinn er mjög breiður og þarna á gólfum eru fjölmargir dropasteinar og hraunstrá hanga í loftum. Fara þarf varlega um göngin. Hraunnálar eru í lofti. Þessi hluti hellisins hefur varðveist mjög vel og full ástæða til að fara þarna mjög varlega. Um er að ræða einn fallegasta helli á Reykjanesi. Neðst beygir hann enn til hægri og þrengist síðan. Í þrengslunum tekur við samfelld dropasteinabreiða.
Skoðað var að nýju upp rásina í neðsta jarðfallinu. Hún er víð og há uns hún lækkar og þrengist. Loks koma gólf og loft saman. Þessi hluti er um 40 metrar. Þá var haldið niður í miðrásina, á móti þeirri, sem skoðuð var áður. Hún lokast loks í þrengslum, en mikið er um fallega dropasteina og hraunnálar. Alls er þessi hluti hellisins um 100 metrar.

Hleðsla við op Gvendarhellis/Arngrímshellis

Op Gvendar- / Arngrímshellis.

Loks var gengið upp úr miðjarðfallinu og upp aðalhellinn. Hann er víður og hár. Skammt fyrir ofan opið skiptist hellirinn í tvennt og hægt að fara umhverfis tvær breiðar hraunsúlur, en meginrásin er til hægri. Ekki er hægt að villast í Bálkahelli.  Haldið var áfram upp rásina og yfir hrun, sem þar er ofarlega. Þá sést í efsta opið og bálkana beggja vegna, en af þeim mun hellirinn draga nafn sitt. Samtals er Bálkahellir um 450 metra langur, sem fyrr sagði, fyrst hár og víður, en nokkuð hrun, síðan hraunsúlur og syllur, dropsteinar og hraunstrá. Neðsti hluti hans þó sýnum fallegastur.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Að lokum var Arngrímshellir (Gvendarhellir) skoðaður, en frásagnir eru til um hellinn er hann var notaður sem fjárhellir á 17., 18. og 19. öld. Gamlar sagnir eru til af því. Hleðslur eru fyrir opum og er tótt framan við stærsta opið, það nyrsta. Inni í hellinum eru allmiklar hleðslur. Hellirinn er bjartur og auðvelt að skoða sig um þar inni, jafnvel ljóslaus.
Sagan segir að Arngrímur frá Læk í Krýsuvík hafði fyrir aldamótin 1700 fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. Við hellisopið byggði hann lítið fallegt hús úr rekaviði. Var það talið sérstaklega til frásagnar að rúðugler var í gluggum hússins. Fénu beitti Arngrímur í Klofningana sem og í fjöruna, sem þó er all stórbrotin neðan þeirra. Í hrauninu skammt ofan brúnar gamla bergsins má einnig sjá mannvistarleifar í helli. Arngrímur hélt 99 ær og eina að auki frá systur sinni. Sú kind var grákollótt og nefnd Grákolla. Um jólaleytið gerði mikið óveður á þessum slóðum og hraktist féð fram af berginu. Arngrímur gafst upp á að reyna að bjarga fénu. Grákolla barðist þó gegn óveðrinu og reyndi Arngrímur þrívegis að kasta henni fram af bjarginu eftir hinu fénu. Jafnoft tókst henni að krafla sig upp aftur í snjónum og ákvað Arngrímur þá að láta þar við sitja. Komust þau bæði við illan leik í hellinn. Síðan er sagt að allt fé Krýsuvíkurbænda hafi verið af nefndri Grákollu komið.
Eftir aldamótin var Arngrímur við sölvatöku í berginu undan Klofningum er jarðskjálfti reið yfir Suðurland. Féll bjarg á hann og lét hann lífið. Annar maður, sem með honum var, slapp og varð til frásagnar. Sá stökk undan fellunni í sjóinn og gat bjargað sér.

Gvendarhellir

Tóft við Gvendar- / Arngrímshelli.

Enn er hægt að greina tóftina af húsi Arngríms við hellisopið, sem og hleðslur inni í honum. Engar sagnir eru hins vegar til af Bálkahelli, sem er þar austar í hrauninu, önnur en sú, sem um getur í þessari frásögn af Grákollu. Er hann sagður þar skammt frá og að nafn sitt dragi hellirinn af bálkum innan við opið.
Í Blöndu VI 187 segir um þennan sama helli að Guðmundur nokkur hafi gætt á vetrum fjár síns við helli einn í Klofningahrauni, Gvendarhelli, og hélt því mjög til beitar. Framan við hellinn byggði hann skemmu með opi á miðju og sést hún enn þá. Rétt inn af skemmunni afgirti hann skáp úr hellinum og geymdi þar lömbin, ef illt var veður og þörf var á að gefa þeim. Þar hafði hann og rúm sitt, er hann hlóð upp úr grjóti og þakti svo með gæruskinnum, er hann lá á. Út frá hellinum var veðursæld mikil og hagar fyrir sauðfé svo góðir að aldrei brugðust. Guðmundur var þarna um 1830.
Hellirinn hefur fengið að vera nokkurn veginn í friði. Í honum má enn sjá hleðslur fyrir munna, tóft við meginopið, flórað gólfið að hluta, hlaðna stíu og fyrirhleðslur. Stígur liggur frá hellinum vestur yfir hraunið, áleiðis til Krýsuvíkur.
Ekki er vitað nákvæmlega um aldur þessara hrauna. Samkv. upplýsingum Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, er hraunið úr úr Stóru-Eldborg frá fyrri hluta nútíma, þ.e. töluvert eldra en 5000-6000 ára. Hitt úr Litlu-Eldborg er yngra. Það gæti verið kringum 5000-6000 ára.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Arngrímshellir

Í Arngrímshelli.

 

Þrínúkar

Farið var í hellana í Þríhnúkahrauni og Húsfellsbruna upp úr Þjófakrikum undir hlíðunum vestan við Eyra.

Þríhnúkar

Í Þríhnúkum.

Eyra er lítill gígur utan í hlíðinni. Hellarnir eru þarna í sléttu helluhrauni, en Húsfellsbruni hefur runnið yfir þá að hluta þannig að a.m.k. tveir hellanna liggja undir hann.

Haldið var upp hlíðina og þá komið að fallegum litskrúðugum uppstreymisgíg á brúninni. Frá því sést vel í Þríhnúka nokkru sunnar. Austar eru miklar hrauntraðir, sem ætlunin var að skoða í bakaleiðinni. Gengið var því beint á hæstu hæð, sem hefur að geyma hinn þekkta Þríhnúkahelli.

Þríhnúkagígur

Þríhnúkagígur – op.

Þríhnúkar eru þrjú eldvörp ásamt hraunum á lögsagnarmörkum Kópavogs og Garðabæjar í Bláfjallafólkvangi. Þríhnúkar eru meðal sérstæðustu eldstöðva á Íslandi. Tveir austari hnúkarnir eru eldgígar frá nútíma, en þriðji gígurinn og sá vestasti er úr móbergi frá ísöld. Í austasta gígnum, Þríhnúkagíg, sem er innan Kópavogslands, er geysistór, tómur gígketill, um 120 m djúpur. Þetta er dýpsti lóðrétti hraunhellirinn á Íslandi sem vitað er um og jafnvel þótt víðar væri leitað. Á gígbotninum tekur við um 115 m langur hellir með 50° halla. Gígketillinn er einstaklega fallegur, botnsléttur og litadýr. Gott útsýni er frá Þríhnúkum til allra átta.

Sunnan við gígana er hraunbóla með hurð fyrir, en skammt norðvestan við hana er fallegt uppstreymisop. Gengið var austan við sunnanverða Þríhnúka, að mikilli hrauntröð, sem þar er. Fyrst var fyrir djúp gjá. Í hana verður ekki farið nema á bandi. Fróðlegt væri að vita hvað hún hefur að geyma.

Þríhnúkar

Skilti við Þríhnúka.

Hraunhaft er austan gjárinnar, en síðan tekur við opin hrauntröð er sveigist til norðurs undan hallanum og fram af brúninni þar sem áður var komið upp. Í tröðinni eru brýr og brúnir. Nyrst utan í rásinni, áður en hún fer fram af hlíðinni, er fallegur hellir.
Blanka logn og hiti. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.
-http://www.kopavogur.is/displayer.asp?cat_id=418

Eyra

Eyra.

Strompahellar

Stefnan var tekin á Bláfjöll, nánar tilekið Strompasvæðið. Strompahraunið er auðugt af hellum, s.s. Langahelli, Djúpahelli, Tanngarðshelli, Krókudílahelli, Rótahelli, Ranghala, Rósahelli, Bátahelli, Goðahelli og fleirum, sem munu koma við sögu síðar í FERLIRslýsingum af þessu svæði. Nú var ætlunin hins vegar einungis að skoða svæðið kíkja í Langahelli.

Langihellir

Í Langahelli.

Á leiðinni um Bláfjallaveginn var ákveðið að kíkja í Dauðadalahellana undir Markraka. Þar er Flóki einna lengstur og margflóknastur, eins og nafnið ber með sér. Ekki er ráðlegt að fara niður og inn í hann nema með öðrum og þá eftir að hafa gert ákveðnar ráðstafanir áður því auðvelt er fyrir ókunnuga að villast í hellinum. Aðrir smáhellar eru þarna í hrauninu, sem vert að að skoða.

Stromparnir í Strompahrauni eru fallegir smágígar, mosavaxnir. Neðan þeirra er hraunið holuga. Langihellir er um 700 metra langur í heildina. Hann er vestan við Djúpahelli.

Strompahellar

Í Strompahellum.

Meginhellirinn er um 300 metra langur. Ekkert hrun er í honum og því auðveldur í umgengni. Haldið var upp hraunrásina. Á tveimur stöðum skín dagsbirtan inn, en síðan tekur við langur gangur þar sem hellirinn lækkar nokkuð. Innar hækkar hann aftur og skiptist hann þá í tvær megináttir. Þessar rásir ligga um mjög sveran hraunstöpul. Þegar inn fyrir er komið sést falleg hraunsúla. Utan í henni, á stalli, eru allmörg hraunkerti. Hraunkerti eru einnig á gólfum. Skammt þarna fyrir innan er útgangur upp úr hraunrásinni. Nyrsti hluti Langahellis nefnist Goðahellir. Áður hafa verið margir dropasteinar í efri hluta hellisins, en nú er búið að brjóta þá flesta.
Vegna þess hve botninn er sléttur og engu hruni fyrir að dreifa í hellnum, sem telst kostur, er auðvelt að fara um hann með krakka.

Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi eftir Björn Hróarsson

Bláfjallahellar

Bláfjallahellar – uppdráttur ÓSÁ.

Óttarsstaðasel

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni, öðru nafni Kristrúnarborg, skammt sunnan við Reykjanesbraut ofan við Lónakot, og inn á Alfararleið. Landamerki Óttarsstaða og Lónakots eru þarna skammt vestar. Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg.

Austan við fjárborgina eru hraunhæðir, Smalaskálahæðir. Syðst í því er stórt og mikilfenglegt jarðfall, Smalaskálaker, með rauðamelsgúl í miðjunni. Í því er útilistaverk; lítið hús með ranghverfu. Hreinn Friðfinsson, myndlistamaður, reisti það 1974 og nefndi Slunkaríki (það er nú horfið (eftir stendur ótilgreint útlitsverk á sama stað)).
Leiðinni var fylgt skamma leið til vesturs uns komið var að Lónakotsselsstíg. Honum var fylgt upp að Lónakotsseli, en áður en komið var að selinu var gengið vestur með norðanverðum hraunhólunum og skoðað þar í kring. Gengið var að vörðunni efst á hólnum ofan við selið. Stendur hún við fallega sprungu á Skorási. Myndar hvorutveggja myndræna umgjörð um Keili ef horft er þaðan til suðurs.

Lónakotssel

Lónakotssel.

Norðaustan undir hólnum kúra tóttir selsins, fjórar talsins. Suðaustan þeirra er fallegur stekkur og annar skammt norðar, handan lágrar hæðar. Opið vatnsstæði er skammt sunnar, en það þornar örugglega í þurrkum. Vestan við selið er stórt jarðfall. Í því er fallega hlaðinn stekkur og fjárskúti, nefndur kvenmannsnafni.
Um 20 mínútna gangur er í austur yfir í Óttarsstaðasel. Há varða sunnan þess segir til um stefnuna. Rétt áður en komið er að selinu, skammt sunnan vörðunnar, er fallega hlaðið fjárskjól.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Handan hraunhólsins birtist selið. Sunnan þess er hlaðinn stekkur. Vestan þess er skúti í jarðfalli, en þangað hefur líklega verið sótt vatn ef vatnsstæðið sunnan selsins þornaði. Það er þó bæði stórt og vatnsgott. Suðaustan selsins eru miklar hleðslur. Innan þeirra er nátthagi. Sunnan selsins eru hlaðið fyrir fjárskjól. Sennilega heitir þar Rauðhólsskúti, en fjárskjólið vestan selsins Þúfhólskjóls. Engar merkingar eru þarna frekar en í hinum seljunum 139 á Reykjanesi. Skammt norðan við Rauðhólsskúta er nátthagi með hlaðið gerði fyrir hraunlægð.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – nátthagi.

Óttarsstaðaselsstígur liggur til norðurs beint við tóttina. Eftir að hafa gengið spölkorn eftir henni er komið í hvamm. Sunnan í honum eru hleðslur fyrir fjárskjóli, Norðurskúti. Ef stígunum er fylgt áfram til norðurs birtist fljótlega há varða á vinstri hönd, skammt vestan stígsins. Undir henni er Sveinshellir í jarðfalli, falleg hleðsla á tveimur stöðum. Fyrir opinu er birkihrísla svo erfitt er að greina opið á sumartíma. Þegar farið er í gegnum hraunið áfram til norðurs er komið að grófu hrauni í svonefndum Bekkjum. Er yfir það er komið tekur við gróð hraun. Framundan eru hraunhólar. Í einum þeirra er Sigurðarhellir (Bekkjaskúti), stórfallegt fjárskjól utan í jarðfalli. Einstigi liggur að opinu í gegnum hraunklofa.

Brennisel

Brennisel.

Ef gengið er norður og niður úr jarðfallinu birtist varða framundan. Norður undir henni er Brennisel, heil falleg hleðsla og framan við hana er tótt í jarðfalli. Hún sést ekki yfir sumartímann þar sem hrísið þekur hana svo til alveg. Fast austan við stóru hleðsluna er önnur hleðsla fyrir fjárskjóli. Enn norðar er mjög gömul hleðsla utan í hraunhól. Þetta virðist vera enn eldra kolasel.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Ef hins vegar er gengið til norðausturs út á Óttarstaðaselsstíginn er komið að gatnamótum ef hann er genginn spölkorn til norðurs. Við þau eru tvær vörður. Liggur stígurinn til suðsuðvesturs upp landið og er varðaður áfram, a.m.k. upp í Skógarnef. Þarna er líklega kominn svonefnd Skógargata (eða Skógarnefsgata), en Óttarsstaðaselsstígur hefur stundum verið nefndur Skógargata og einnig Rauðamelsstígur. Stígurinn liggur að Óttarsstaðafjárborginni. Honum var fylgt að upphafsreit.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg.