Garður

Gengið var frá Leirunni um Stóra-Hólm, Litla-Hólm, Gufuskála, Rafnkelsstaði, um Gerðar og skoðaðar hinar 14 varir á leiðinni.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Haldið var áleiðis að Útskálum að Garðskaga með viðkomu við Skagagarðinn, en þangað og þaðan var gengið til suðurs um Hafurbjarnastaði, Kirkjuból og Flankastaði.
Samið hafði verið um hið ágætasta gönguveður á svæðinu og gegkk það eftir þrátt fyrir afleita spá. Á leiðinni var fjölmargt að sjá og skoða, s.s. lendingar, letursteina, vatnsstæði, brunna, fornar tóftir og atburðastaði, auk þess leiðin lá um eitt elsta mannvirki landsins, Skagagarðinn. Litla-Hólmsvörin er eitt af undrum Íslands. Fornmannagrafir eru að Hólmi og í Garði og Steinunn gamla, frænka Ingólfs Arnarssonar, var skráð til heimilis á nesinu um tíma. Þá er umhverfið og náttúran óvíða fallegri.
Með í för var Ásgeir Hjálmarsson úr Garði.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur – fornmannaleiði.

Við Stóra-Hólm var fornmannaleiði skoðað; bátslaga reitur í túninu norðvestan við húsið. Þennan reit hafði aldrei mátt snerta. Hann var afgirtur til langs tíma, en stendur nú sem eyja í túninu. Greinilegar hleðslur eru í grafreitnum. Hvort þarna geti verið um haug Steinunnar gömlu að ræða, skal ósagt látið.

Á Stóra-Hólmi á að vera letursteinn yfir leiði smala, sem drepinn var þar fyr á öldum. Mælti hann svo fyrir um að hann skyldi grafinn við götuna heim að bænum og mun það hafa verið gert, skammt innan við hliðið, að sögn. Gallinn er bara sá að garðanir hafa verið færðir til og frá í gegnum tíðina, allt eftir því hvernig og hvar túnin voru á hverjum tíma.

Leiran

Leiran – Litla-Hólmsvör.

Elstu menn mynnast letursteins, en eftir að síminn var lagður að bænum, mun talsvert rakst hafa orðið á svæði því sem hann mun hafa verið. FERLIR hefur leitað nokkrum sinnum að steininum, en án árangurs. Hitt getur og verið að letrið sé afmáð, en reynslan hefur sýnt að erfitt er að lesa áklappað letur, sem er eldra en frá u,þ.b. 1500.
Neðan við Litla-Hólm er stórbrotin vör, fallega hlaðin til kantanna. Stór björg voru tekin upp úr vörinni með hjálp sjávaraflsins sem og hestaflsins. Þannig tókst berserkjum fortíðar að forfæra björgin smám saman þangað sem þau nú eru. Ofar og vestan við bæinn er fallega hlaðinn brunnur, nokkuð djúpur. Hann er að mestu óvarinn.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Áfram var haldið yfir að Gufuskálum. Innan við garðhliðið á gamla garðinum er vatnsstæði. Norðvestan þess er hlaðið um lind. Líklegt má telja hleðslurnar nokkuð gamlar og eflaust hefur lind þessi verið notuð um langan tíma, jafnvel allt að því frá upphafi byggðar á Gufuskálum. Sagt hefur verið að Útskálar hafi verið annexía frá Gufuskálum, en þarna er myndarlegt bæjarstæði og mikið af tóftum og gömlum görðum, sumum jarðlægum. Hlaðnir og grónir garðar neðst á ströndinni benda til þess að sjórinn hafi brotið þarna eitthvert land þannig að líklegt má telja að þarna hafi verið öðruvísi útlits áður fyrrum.

Gufuskálar

Gufuskálar – uppdráttur ÓSÁ.

Hlaðinn garður er umhverfis Gufuskálatúnin. Í heimtröðinni að gamla bænum er fallegur hestasteinn er myndar drykkjarskál. Hlaðnir kjallaragrunnar eru undir nýrri hús, hlaða aftan við fjós gamals bæjar og tóftir íveruhúss, sem líklega hefur verið breytt í útihús með tilkomu nýja íbúðarhússins.
Á Rafnkelsstaðabergi eru fallegar hraunmyndanir, líkt og við norðan Lónakot vestan Hrauna. Þarna eru og fallega hlaðinn garður úr nokkuð stórum uppreistum grjóthellum. Norðar er Kisturgerði. Þar segir af þjóðsögunni um fornmanngröf og gullkistu. Reyndar eru áhöld um að staðsetning gerðisins sé rétt því við það á að vera, skv. sögunni, letursteinn með rúnum. Sá steinn er nokkru neðar og norðar, við gerði undir berghömrum. Sagt er að menn hafi viljað leita sannleikans um gullkistuna með stórtækum tækjum, en þá hafi letursteinninn, sem verið hafði við gröfina, oltið niður og staðnæmst þar sem hann nú er.

Garður

Áletrun á fornmannaleiði í Garði.

Gangið var með ströndinni og varirnar vestan Kópu (Rafnkelsstaðavörina). Þar eru varir s.s. Vararós og Varavör, Bakkavör og aðrar slíkar, nefndar eftir bæjunum, sem enn bera margir hverjir hin gömlu nöfn, þótt húsakynnin séu nú önnur og öðruvísi en áður var.
Staðnæmst var við íþróttahúsið í Garði. Vestan þess er sést enn u.þ.b. 200 metrar af hinni gömlu kirkjugötu Útskálakirkju. Við endan hans að norðanverðu, þar sem túnskákir taka við, eru tóftir. Sagt er að ein þeirra (vinstra megin), sé tóftir Lykkju þeirrar er getið er um í þjóðsögunni um fornmannagröfina og bóndan á bænum, sem hafði látið taka steinhellu mikla á gröfinni og færa í vegg í nýreistum bæ sínum. Birtist fornmaðurinn honum í draum og linnti ekki látum fyrr en bóndi skilaði aftur hellunni á sama stað. Áður hvíldi hellan á þremur steinum öðrum, en eftir að henni var skilað, liggur hún skökk. Þvert yfir helluna má sjá letur, sem ólæsilegt er. Sunnan við helluna er manngerður hóll. Það er mat fornleifafræðings að hann geti reynst áhugaverður skoðunnar.

Kistugerði

Áletrun á steini við Kistugerði.

Gengið var framhjá Lykkju og yfir að Skagagarðinum. Garðurinn var vörslugarður er náði frá Kirkjubóli að Útskálum. Hann var það hár að maður komst ekki yfir hann og það breiður að tveir menn gátu riðið eftir honum samhliða. Talið er að garðurinn hafi verið reistur í kringum 1000 og þá til að varna fé og fólki inn á akursvæðin á Garðskaga. Nöfn bæjanna Akurhús og Akurgerði benda til kornræktar á svæðinu. Skálareykir voru bær hliðvarðarins og má sjá tóftir hans þar sem hæst ber í hann frá Garði.
Kaffi var þegið í vitavarðabústanum á Garðskaga. Fyrsta leiðarmerki fyrir sjófarendur var sett á Garðskaga árið 1847. Þá var halðinn grjótvarða og stóð upp úr henni járnstöng. Landbort hefur lengi verið mikið við Garðskaga. Heimildir segja að gamla Skagavarðan hafi staðið meira en 100 metrum fyrir utan núverandi sjávarkamb.

Garðaskagaviti

Garðskagaviti.

Danskur skipstjóri, Stillhoff, lagði til árið 1854 að reistur yrði viti á Garðskaga. Þrátt fyrir að tillagan hlyti góðar undirtektir stjórnvalda dróst málið á langinn. Stillhoff drukknaði í nóvember 1857 þegar póstflutningaskip hans fórst við ljóslausa strönd landsins með allri áhöfn.

Ljósker var sett á vörðuna á Garðskaga árið 1884 og jafnframt byggt dálítið hús úr timbri. Kveikt var á ljóskerinu 1. okt. það ár. Árið 1897 var síðan byggður ljósviti á Garðskaga. Ljósgjafinn var olíulampi. Nýr viti var byggður 1944. Ástæðan var sú að sjór hafði gengið mjög á land og brotið það þar sem gamli vitinn stóð. Hann mun vera hæsti viti á landinu.
Skoðað var fuglalífið í fjörunni við Garðskaga og síðan haldið suður með ströndinni. Landamerki Garðs og Sandgerðis eru um Draughól og Sjónarhól. Hinum síðanefnda tengist þjóðsaga um varðveislu vörðunnar, sem á honum er. Á Draughól eru nokkrir þeirra er handteknir voru á Kirkjubóli eftir aðförina að Jóni Arasyni 1550 sagðir hafa verið drepnir og heygðir. Þar við er þriggja stafa letursteinn.

Hafurbjarnastaðir

Hafurbjarnastaðir – merki um friðlýsar minjar.

Grafreiturinn neðan við Kirkjuból hefur nú verið varinn, en sjórinn hafði áður verið að dunda við að brjóta hann niður og hirða úr honum beinin. Jón Gerreksson og hópur hans hafði áður brennt bæinn á Kirkjubóli eftir að heimasætan hafði hafnað einum liðsmanna hans. Það reyndist hópnum afdrifaríkt því stúlkan komst undan brennunni og flúði norður á land. Norðanmenn náðu liðsafnaðinum, drekktu Jóni í sekk og drápu hina.

Á Hafurbjarnastöðum fundust kuml þau, sem nú eru til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands, heillegar beinagrindur og einstak gripir er bentu til þess að fólkið gæti hafa haft tengsl við Suðureyjar eða Bretland. Það er nú kannski lítt undarlegt í ljósi þess að norrænir menn höfðu búið þar um nokkurt skeið áður en haldið var til Íslands. Kumlin fundust á örfoka landi norðan við bæjarhúsin. Bein höfðu verið færð þaðan í kirkjugarðinn á Útskálum, en 1942 hafði enn fokið af beinum og fór Kristján Eldjárn á vettvang ásamt fleirum og gróf frá þeim.
Gangan endaði við Flankastaði.
Veður var frábært. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Leiran

Leiran – uppdráttur ÓSÁ.

Ljósafosslína

Jakob Guðjohnsen skrifaði í Tímarit Verfræðingafélags Íslands árið 1937 um „lagningu háspennulínunnar á Mosfellsheiði árið 1935 frá Ljósafossi í Sogi  (Ölvusvatnsá) að Elliðaánum„. Lína þessi hefur nú verið tekin niður en í gamla línustæðinu má enn víða sjá spor hennar í umhverfinu, bæði eftir vegagerðina og staurana. Hafa ber í huga að framkvæmd þessi fór fram fyrir 86 árum (m.v. 2023).

Undirbúningur

Ljósafosslína

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1937, hefti I.

Árið 1928, þegar starfað var að áætlununni um virkjun Efra-fallsins í Sogi, voru fyrstu athuganir gjörðar á stæði fyrir háspennulínu frá Reykjavík austur að Sogi. Voru á sumrinu afmarkaðar, lengdar- og hallamældar tvær línur um leiðir, sem best þóttu henta sem línustæði.
Fyrri leiðin, sem mæld var, liggur frá Elliðaám og norður meðfram Mosfellssveitarveginum að vestanverðu, upp að vegamótum norðurlandsvegar og nýja Þingvallavegarins, en þaðan austur Mosfellsdalinn austur Mosfellsheiði í stefnu nyrst á Sköflung. Þaðan austur meðfram Jórutind, yfir Krumma, Hagavíkurhraun, fram hjá Hagavík að Ölvesvatnsá í Grafningi, en þá í beina stefnu á Dráttarhlíð, þar sem orkuverið skyldi sett. Mældist lína þessi 44,5 km. á lengd, og er hæsti punktur hennar 334 m. yfir sjávarflöt (á Sköflungi).

Ljósafosslína

Nyrðra línustæði Ljósafossvirkjunar um Mosfellsheiði.

Seinni línan, sem afmörkuð var, er sunnar. Liggur hún frá Elliðaánum austur Reynisvatnsheiði, yfir gamla Þingvallaveginn skamt suður af Miðdal. Þá austur Mosfellsheiði í slefnu á Dyrfjöll, yfir Dyrfjöllin um Dyraleiðina, og þaðan fyrir norðan Nesjavelli í stefnu á Hagavík. Mætir hún nyrðri línunni í suðurjaðri Hagavíkurhrauns. Þessi lína reyndist um 41 km. á lengd austur að Efra-falli í Sogi. Hæsti punktur línu þessarar er í 120 m. hæð yfir sjávarflöt (á Dyrfjöllum). Þó að nyrðri línan væri þannig um 3.5 km. lengri en sú syðri, varð það þó úr, að nyrðri leiðin var valin sem línustæði, þar sem hún þótti á flestan hátt öruggari leið.

Ljósafosslína

Ljósafosslína um Mosfellsheiði – loftmynd.

Nyrðri línan liggur á 1. þriðjungi í byggð, skammt frá Mosfellssheiðarveginum og nýja Þingvallaveginum, sem sjaldnast eru ófærir að vetri langan tíma í senn. Er það góður kostur, hæði við byggingu línunnar, og þá ekki síður til eftirlits og viðhalds á henni. Gamli Þingvallavegurinn þverar línuna á miðri leið, og má komast þangað til eftirlits á skömmu tima, þar sem akfært er þangað á flestum tímum árs. Þá er og nyrðri leiðin talin snjóléttari en sú syðri, sem liggur yfirleitt hærra, um all erfiðan fjallaveg, yfir Dyrfjöllin.

Ljósafosslína

Ljósafossvirkjun í byggingu.

Ennfremur má telja það til kosta nyrðri línunnar, að hún liggur betur við, ef hugsað væri til orkuflutnings frá Soginu lengra norður í landið. Þó má telja, að nyrðri leiðin sé öllu óhagstæðari en sú syðri gagnvart særoki, þar sem hún liggur upp Mosfellssveitina meðfram sjó. Var þetta atriði sérstaklega tekið til greina, með því að hafa meiri einangrun á línunni á þessum parti.
Vorið 1933 var tekin endanleg ákvörðun um að byrja virkjun Sogsins með því að virkja Ljósafoss. Næsta vor, 1934, var mælt fyrir áframhaldi línunnar frá Ölvesvatnsá niður að Ljósafossi, og sést lína þessi i heild á yfirlitsmyndinni hér að aftan. Jafnframt voru mældir þverskurðir vega og þverskurðir hliðarhalla á línunni og gengið frá uppdráttum á langskurði línunnar. Reyndist lengd línunnar frá Elliðaárstöðinni að orkuverinu í Ljósafossi vera 45.67 km., en vegalengd milli þessara staða í loftlínu er réttir 40 km.

Grundvöllur útreikninga

Ljósafosslína

Ljósafosslína – útreikningar sérfræðinga.

Í sameiginlegu áliti verkfræðilegra ráðunauta Reykjavikurbæjar, verkfræðinganna A. B. Berdal og J. Nissen, um hagnýtingu vatnsaflsins í Sogi handa Reykjavík (shr. Tímarit V.E.Í. nr. 1, 1934) var niðurstaðan sú, að hentugasta spennan til flutning orkunnar úr Sogi til Reykjavíkur, væri 60.000 Volt, og vírar 3×50 mm2 gildir margþættir eirvírar. Bil milli staura var ákveðið að vera sem næst 150 m.
Til grundvallar útreikningnum á stólpunum er mesta áraun á gegndreyptu timbri ákveðin 145 kg/cm2, og er þá gjört ráð fvrir vindþrýstingi, sem nemur 125 kg/m2 — 50% á sívölum flötum (vírum og stólpum). Mesta leffileg spenna í járni er sett 1200 kg/cm2. Samkvæmt fyrirmælum rafmagnseftirlil ríkisins eru stólparnir grafnir niður á 1/6 hluta af allri lengd sinni.

Gerð línunnar
LósafosslínaRaffræðilegur ráðunautur Reykjavíkurbæjar við virkjun Ljósafoss, J. Nissen verkfræðingur, hefir út frá þessum forsendum reiknað út og ráðið gerð línunnar og var efni allt til hennar boðið út á norðurlöndum í byrjun ársins 1935. Er hver stólpi samsettur úr 2 trjám, sem í toppi eru fest saman með 2.5 m millibili. Er það grind úr zinkuðu járni, sem heldur þeim saman að ofanverðu, en í rótinni eru trén fest saman með 2 plönkum, sem boltaðir eru og læstir við þá með „bulldogs“ timburlásum. Einangrararnir eru svokallaðir keðjueinangrarar og hanga þeir niður úr járngrindinni, tveir til endanna og einn í miðjunni. Bil milli eirvíranna verður því 2.50 m og liggja vírarnir allir í sama lárétta fleti. Er það talið bezta fyrirkomulagið til að koma í veg fyrir samslátt á vírum. Auk eirvíranna eru festir á stólpana tveir 35 m/m2 margþættir stálvírar, sinn á hvorn stólpatopp. Stálvírarnir eru strengdir 30 kg/mm2 (við —25° C og ísingu) og veita því stólpunum góðan stuðning í línustefnuna, og eru þar að auki til öryggis fyrir eldingum þar sem þeir eru, á hér um bil öðrum hverjum stólpa grunntengdir við jarðplötur úr eir.
LjósafosslínaBurðarstólparnir eru einungis notaðir þar sem línan er bein; eru þeir 278 að tölu í allri línunni. Þá eru ennfremur með ca. 1 km millibili settir svokallaðir fastastólpar (Forankringsmaster) í beinni linu. Eru þeir gerðir úr tvennum A-stólpum, sem i toppi eru tengdir saman með járngrind af líkri gerð og á burðarstólpunum. Umbúnaður í jörðu er þannig, að tré A-stólpannan eru fest saman með plönkum, eins og á burðarstólpunum, en auk þess eru þau tengd saman í línustefnuna með þvertrjám og langtrjám. Burðarstólparnir eiga einungis að bera uppi vírana, en fastastólparnir eiga auk þess að standast átök frá togi víranna, ef vírar slitna öðru megin við stólpann. Við uppsetningu víranna eru þeir strengdir á milli fastastólpa og síðan festir við þá burðarstólpa, sem þar á milli liggja. Fastastólpar eru alls 30 á línunni.
LjósafosslínaÍ hornpunktum línunnar eru settir upp hornstólpar. Þeir eru eins og fastastólparnir, nema að settar eru 2 skástoðir á milli A-stólpanna og eiga þær að standast ho[r]n-átak víranna. Í jörðu er umbúnaðurinn sá sami og á fastastólpunum, nema að bætt er við tveim skástoðum, sem laka eiga á móti hornátakinu. Í línunni eru 12 hornstólpar.
Rofastólpar eru 5 á línunni. Eru stólpar þessir gjörðir alveg eins og hornstólparnir, en auk þess má setja á þá rofa, sem skipta má línunni með í 6 parta. Er þetta gjört með það fyrir augum, að fljótlegra sé að finna bilanir á henni. Fyrst í stað verða einungis settir upp 2 rofar, annar hjá Hraðastöðum i Mosfellsdal, stólpi nr. 117, en hinn nálægt Villingavatni i Grafningi, stólpi nr. 42.
LjósafosslínaVírum línunnar er víxlað á tveim snúningsstólpum í hverjum snúningsstað. Skipta snúningsstólparnir línunni í 3 jafnlanga parta. Loks er á línunni 1 endastólpi. Er það stólpi nr. 1 næst Ljósafossstöðinni. Þessi stólpi á að standast einhliða átak frá öllum vírum línunnar. Öll stólpastæðin eru tölusett frá Ljósafossi að Elliðaánum.
Í línunni eru því alls 330 stólpar og verður því meðalstaurabil 138 m. Mesta staurabilið er við þverun Sogsins, 179 m. Trén eru keypt hjá Norsk Impregneringskompani, Larvik. Eru þau úr vetrarfelldri furu og gegndrept kreosot-olíu, 100—120 kg olíu á m3 eftir aðferð Rüpings. Þau eru frá 10 til 17 m á lengd, flest um 14 m og samsvarar sú lengd meðal-staurabili. Trén og plankar allir þeim tilheyrandi komu boruð og tilskorin í réttum lengdum, svo að ekki þurfti annað við þau að gera en að setja þau saman. Tré öll og stokkar tilheyrandi sama stólpastæði voru tölusett með númeri stólpastæðisins.
LjósafosslínaJárnbúnaður stólpanna, þverslá, toppjárn og boltar er heitzinkaður. Komu þverslár og toppjárn ósamsett í kössum, og þurfti því að skrúfa saman grindurnar áður en þær voru fluttar út á staðinn.
Er járnhúnaðurinn keyptur hjá Berglöfs Verkstæder, Kopparberg í Svíþjóð. Stálvírinn er 35 m/m2 gildur, zinkaður, 7-þættur með slitþoli 110—120 kg/mm2; var hann sendur á 100 keflum með 995 m á hverju kefli. Stálvirinn vegur alls hrúttó 31278 kg, en nettó 28782 kg. Er hann keyptur frá Garphytte Bruk, Svíþjóð. Einangrarar línunnar eru keypir hjá A/S Norden, Köbenhavn. Eru þeir samsettir úr mismunandi mörgum postulínsskálum 280 m/m i þvermál og þola þær 9000 kg þunga. Skálarnar eru tengdar saman með zinkuðum járnhlekkjum.
LjósafosslínaÁ burðarstólpum eru notaðar 3 skálar í hverri einangrararkeðju, nema á síðasla þriðja parti línunnar frá Elliðaánum upp að Hraðastöðum i Mosfellsdal, þar eru hafðar 4 skálar í keðjunni. Er það gjört með tilliti til sjávarseltu, sem þar er helzt að vænta. Þar eru og á fastastólpum notaðar 5 skálar, en annarsstaðar 4 skálar í keðjunni. Við þverun vega er ennþá hætt við 1 skál i keðjuna og auk þess notuð neistahorn til hlífðar skálunum.
Einangrarakeðjurnar eru sendar þannig, að hver keðja kemur að fullu uppsett pökkuð i rimlakassa og voru þær fluttar út á línuna í kössum þessum.
LjósafosslínaEirvírinn er keyptur hjá Svenska Metallverken í Svíþjóð. Hann er 7-þátta harðdreginn eirvír 50 m/m2 gildur, með 40 kg/nim2 slilþoli. Var hann sendur á 159 keflum, sem vega 464 kg brúttó hvert kefli. Allur nettó-þungi eirvírsins er 65262,90 kg og hrúttó-þungi 74317,20 kg. Frá sama firma voru keyptar 150 stk. jarðplötur úr 3 m/m eir, 0.5 m2 að stærð. Voru jarðplöturnar settar á annan hvern stólpa, nema í Hagavíkuhrauni. Þar voru engar jarðplötur settar, þar sem sýnilegt var að þar mundi ekki fást viðunandi jarðsamband. Plöturnar eru tengdar með 35 m/m2 einþættum eirvír við stauratoppjárnin og þar með við toppvírana.

Uppsetning línunnar
LjósafosslínaSíðari hluta vetursins 1935 var lagning línunnar boðin út, og hárust allmörg innlend og eitt erlent tilhoð í verk þetta. Engu tilboðinu var þó tekið, en Rafmagnsveitu Reykjavíkur falið að leggja línuna.
Fyrstu stólparnir komu til landsins í byrjun aprílmánaðar og hófst verkið þann 13. apríl með flutningum á trjánum á akfærum vegi. Þann 22. apríl byrjaði gröftur á holum og 24. apríl útdráttur efnisins frá vegi að holunum. Því næst hófst uppsetning stólpanna þann 7. maí og strenging víranna þann 23. maí. Var svo unnið að línulagningunni um sumarið og verkinu lokið þann 19. ágúst.

Elliðaárvirkjun

Rafstöðin við Elliðaár var ræst 1921.

Straumur var settur á línuna 21. ágúst og hefir hún síðan flutt raforku með 6000 volta spennu frá Elliðaárstöðinni til Ljósafoss, þar sem hún er notuð til véla og ljósa meðan á virkjuninni stendur.
Notaður var 1.5 ts. Studebaker-bíll til dráttar og grind af 3.5 ts. Studebaker-bíl, sem staurunum og öðru efni var ekið á. Var slegið upp sæti fyrir bílstjóra til að stýra aftari vagninum og voru þannig tveir menn við flutningana og affermingu vagnsins. Við fermingu vagnsins unnu 6—8 menn nokkra tíma á dag. Flutt voru í hverri ferð 6—8 tré, ásamt tilbeyrandi plönkum, og þeim velt af við veginn á þeim stöðum, sem næstir voru eða greiðastur aðgangur var að viðkomandi stólpastæði.
LjósafosslínaFyrstu trjánum var ekið út og dreift meðfram Mosfellssheiðarveginum upp að heimreiðinni að Bringubæ. Þá var trjánum næst velt af skammt frá Skeljabrekku og höfðu þá verið flutt öll tré á stólpastæði nr. 328—191.
Varð nú hlé á útflutningi trjánna vegna þess að gamli Þingvallavegurinn var ennþá ófær. En þar sem línan þverar gamla Þingvallaveginn átti að flytja öll tré á stólpastæðin nr. 190 til 107. Þann 19. maí hófust stólpaflutningarnir að nýju og var flutningi á þessi stólpastæði lokið þ. 8. júní.
LjósafosslínaÞví næst var gjörð tilraun með að flytja stólpa nr. 106—101 um Heiðabæ niður með Þingvallavatni að vestanverðu um Jórukleif, en það kom þegar í ljós, að ókleift mundi verða að komast þennan veg með svo fyrirferðamikinn flutning (stólpalengd alll að 17 m), að tekið varð það ráð, að flytja (511 trén niður að Þingvallavatni og fleyta þeim síðar á vatninu. Var fyrstu trjánum ekið niður að vatni hjá Heiðabæ. Sá vegur varð þó brátt ófær vegna rigninga og var þá farið með trén til Þingvalla. Voru þannig flutt öll tré á nr. 103—21. Trén á nr. 20—2 átti að flytja austur yfir fjall og upp með Grafningsvegi vestanvert við Sogið.
LjósafosslínaVegna langvarandi óþurka reyndist þessi vegur ófær og voru þá þessi tré flutt upp eftir Sogsveginum upp fyrir Ljósafoss og var þeim síðan fleytt yfir Sogið rétt fvrir ofan virkjunarstaðinn, en þar er Sogið lygnt og landtaka góð. Flutningi á trjám og plönkum var lokið þann 16. júlí.
Eirvir og stálvír var ekið út jöfnum höndum og stólpunum. Dráttarbíllinn hafði jafnan meðferðis 1—2 kefli af vír, og var til að byrja með flutt 8 kefli eirvírs og 2 kefli stálvírs á hvert fastastólpastæði. Seinna þurfti þó að bæta inn í. Einangrurum og járnþverslám var og ekið með þessum sömu flutningatækjum. Var þessum flutningi ekið niður með Þingvallavatni að vestanverðu um Jórukleif á stólpastæðin í Grafningnum. Flokkur vegagerðarmanna frá vegagerð ríkissjóðs vann að lagfæringu vegarins á þessum slóðum eftir því sem með þurfti.

Ljósafosslína

Jakob Guðjohnsen – (f. 23. janúar 1899, d. 11. október 1968). Jakob fæddist á Húsavík, sonur Stefáns Guðjohnsens verslunarstjóra og konu hans. Hann lauk verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1926 og hóf þá þegar störf sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og gegndi starfi rafmagnsstjóra frá 1961 til dauðadags. Myndin er tekin um 1930 við Kaldárhöfða í Grímsnesi.

Nokkrum járnslám var ekið til Þingvalla og þeim fleytt á stauraflekunum suður vfir vatnið. Loks var einangrurum og járnþverslám á síðasta parti línunnar ekið eftir Grafningsveginum.
Alls hefir verið unnið í 103 daga og ekið í 186 ferðum 530 ts., að meðaltali 2,85 ts. í ferð. Flutningsmagnið er alls um 20000 tskm., samsvarar það meðal flutningalengd 38 km. Ekin vegalengd er 15600 km og bensínnotkun 5700 lítrar eða 36.(5 lítrar á hverja 100 km.
Kostnaður við flutningana hefir orðið alls kr. 9242.17; flutningakostnaður kr. 6322.00 og afhendingarkostnaður kr. 2920.17. Afhendingarkostnaður á ts. nemur kr. 5.50, en kr. 15.70 á ferð. Flutningskostnaður nemur kr. 34.00 á ferð, en kr. 0.315 pr. tskm og er þá reiknað með kr. 4.50 pr. tíma fyrir flutningatækin, bensínnotkun og bílstjóra dráttarbílsins.

Fleyting trjánna
LjósafosslínaAlls var fleytt 202 trjám, ásamt nokkrum þverslám yfir Þingvallavatn í 7 ferðum með 20—38 trjám í hverjum fleka. Fyrsti flekinn, 20 tré, var dreginn á land í Hestvík, en sá næsti að Nesjum og voru í honum 36 tré. Hin trén voru sett á land í Hagavík. Þingvallabáturinn „Grímur Geitskór“ var notaður til þess að draga flekana og tók ferðin alls 0—8 tíma, þegar vel gaf á vatninu. Yfir Sogið voru dregin 58 tré.
Kostnaður við fleytingu á Þingvallavatni varð alls kr. 2149.94 eða um kr. 10.60 á tré, sem skiptist þannig, að fleyting kostaði kr. 7.80, en út- og uppdráttur kr. 2.80. Kostnaður við fleytingu yfir Sogið varð alls kr. 584.15, eða um kr. 10.00 á tré, sem skiptist þannig, að sjálf fleytingin kostaði kr. 6.10, en útdráttur kr. 3.90.

Flutningur frá vegi að stúlpastæðum

Ljósafosslína

Fordson 1937.

Við flutning á trjám og vír frá vegi að stólpastæðum voru notaðar dráttarvélar (traktorar). Var byrjað með 1 Fordson-traktor þann 24. apríl og unnu við þetta, auk ekilsins, tveir menn. Þar sem brátt varð augljóst, að þessi traktor myndi ekki geta annað þessum flutningum einn þegar línan fjarlægðist akveginn, var fenginn með honum 22 ha. Caterpillar-traktor og byrjaði hann þ. 15. júní upp við gamla Þingvallaveginn. Caterpillar-traktorinn dró jafnan 2—4 tré í ferð, ásamt tilheyrandi plönkum og járnþverslám. Hann var því notaður í lengstu ferðirnar og þær erfiðustu.
LjósfosslínaLengsta flutningaleiðin var frá gamla Þingvallaveginum að staurastæði nr. 107, um 7 km. Trén voru fest saman í rótendann með virum við járnplötu, sem endarnir hvíldu á. Var járnplatan beygð upp að framanverðu til þess að hún rynni betur þar sem óslétt var, þýft eða grýtt, og var plönkunum og þverslánum svo raðað ofan á trén. Reyndist þessi umbúnaður ágætlega og hlífði vel trjánum fyrir öllu hnjaski.
LjósafosslínaÍ Hagavíkurhrauni, sem er mjög óslétt og erfitt yfirferðar. Varð að gjöra veg fvrir traktorinn að hverju einstöku stólpastæði. Unnu nokkrir menn við að fylla stærstu gjóturnar og rífa niður hraunnybbur. Gengu flutningarnir yfir hraunið framar öllum vonum og komst hvert tré á sinn stað í tæka tíð. Yfirleitt má segja, að beltistraktorinn hafi reynst ágætlega á þverskonar jarðvegi, grjóti, möl eða graslendi og í bröttum brekkum. Þó voru nokkur stólpastæði, sem hann komst ekki upp á, t. d. stólpastæði nr. 94, 95 og 90 á Krummum og varð þar að draga staurana upp með talíum. Útdrætti allra stauranna var lokið þann 12. ágúst.

Ljósafosslína

Catepillar 1934.

Jafnhliða flutningi á trjánum var stál- og eirvír ekið út að fastastólpastæðunum. Var vírkeflunum komið fyrir á járnplötunni, sem áður var nefnd. Einangrurum var ekið út að mestu á hestvögnum, en traktorarnir hjálpuðu til á lengstu leiðunum, t. d. á Mosfellsheiðinni.

Gröftur og sprenging
Gröftur og sprenging á holunum hyrjaði þann 22. apríl og var lokið þann 12. ágúst. Í þessum flokki unnu auk flokksstjóra 24—25 manns. Þar af voru 2 menn eingöngu við borun á klöpp með þrýstiloftspressu, og 1 maður, sem var við hleðslu og sprengingu. 1 smiður vann að skerpingu verkfæra og annar, sem flutti verkfærin til hans og frá. Hinir voru svo ýmist við gröft á holum eða hreinsun á holunum eftir sprengingu, eftir þvi sem með þurfti.
LjósafosslínaÞær jarðvegsrannsóknir, sem gjörðar voru eftir að línustæðið var ákveðið, báru með sér að víða myndi þurfa að sprengja fyrir staurunum. Til þess að flýta fyrir verkinu var því ákveðið að bora með þrýstilofti og var fenginn 1 Atlas-Diesel þrýstiloftspressa með 2 borum. Pressan var flutt frá holu til holu með traktorunum, en annars voru notaðar 160 m gúmmíslöngur til þess að leiða þrýstiloftið að holunum, og mátti þá jafnan hora í 3 holum, án þess að flytja þyrfti pressuna til. Náðist þannig til flestallra holanna, nema nokkurra í Hagavíkurhrauni og varð þar að hora með handborum. Þá reyndist og vel að nota þrýstiloftsfleyghamra í móbergi og þar sem jarðvegur var mjög þéttur.
LjósafosslínaHolur venjulegs burðarstólpa eru 4 m breiðar og 1,2 til 1 m langar. Þar sem trén eru grafin niður á 1/6 hluta af lengd sinni voru þær frá 2.0 til 2.8 m djúpar. Rúmmál holu því 10—13 m3. Þar sem klöpp var í botni var víða skilið eftir haft á milli stauranna og plankarnir fluttir upp fyrir haftið.
Fastastólpaholur voru frá 22 upp í 50 m3 að rúmmáli eftir hæð trjánna. Alls voru grafnir 281.7 m3 á 84 vinnudögum, eða til jafnaðar 33.5 m3 á dag. Alls var sprengt 1697.2 m3 af klöpp á 78 vinnudögum. eða til jafnaðar 21.7 m3 á dag. Notað var sprengiefnið Minit, 1202.5 kg alls, eða 0.71 kg á m3 klöpp.

Aðflutningur á grjóti
Við aðflutning á grjóti í holurnar unnu 3 menn með 4 hesta og 2 kerrur. Auk þess voru notaðir lítilsháttar bílar þar sem hentugra reyndist að koma þeim að.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Aðstaða til að ná grjótinu var mjög misjöfn; kom sumstaðar nóg grjót upp úr holunum við sprengingarnar og í Hagavíkurhrauni var að sjálfsögðu nóg grjót við hendina. Á öðrum stöðum d. d. sumstaðar á Mosfellslieiði, þurfti að sækja grjótið langar leiðir, því þó að hraunklöpp væri þar næstum í hverri holu, reyndist grjótið stundum of lítið, af því að jarðvegur er þar víða svo laus í sér og mosakenndur, að ekki var hægt að nota hann í fyllingu í holunum.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Að samsetningu trjánna unnu 1 flokkstjóri og 7 menn með honum. Flokkur þessi tók við efninu, trjám, plönkum, járnabúnaði og einangrurum þar sem traktorarnir skildu við það, skrúfaði planka og járnþverslá á trén, festi upp einangrara og gekk þannig frá, að stólparnir voru tilbúnir til uppsetningar í holuna. Við samsetningu á fasta- og hornstólpum var notaður þrífótur með handspili, sem einnig var notaður við uppsetningu stólpanna. Kostnaður á stólpastæði hefir orðið kr. 21.20 að meðallali.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Að uppsetningu stólpanna unnu auk flokksstjóra 14 menn og hestur með kerru, sem notaður var til flutninga á verkfærum á milli holanna. Stólparnir voru reistir með gálga úr stáli, sem spenntur var á trén. Úr gálganum liggur svo dráttartaug að litlu handspili, sem staurarnir voru drengir upp með. Tók það venjulega 10—15 mínútur að reisa venjulegan burðarstólpa með handspilinu. Reynt var að nota traktor við uppsetninguna og reyndist það mjög vel þar sem hægt var að koma því við. Við fasta- og hornstólpa þurfti að nota þrífót til þess að lyfta upp enda stólpans og létta undir með spilinu, en átakið á það er að sjálfsögðu mest meðan stólpinn er að lyftast frá jörðu. Þegar stóljnnn var reistur í holunni var honum fest með fjórum taugum úr toppi hans, sem strengdar eru í járnhæla, sem reknir voru í jörðu hver á móti öðrum. Voru taugar þessar og notaðar þegar rétta þurfti stólpann í holunni og ekki teknar fyr en hann var orðinn vel fastur.

Ljósafosslína

Studebaker 1934, 3.5 t.

Þrír menn úr flokki uppsetningarmanna réttu stólpann við, fluttu hann í línu og röðuðu grjóti með stólpanum í botni, svo að hann gæti ekki haggast. Þá tók við honum flokkur aðfyllingarmanna, en í þeim flokki unnu 11 til 14 menn, venjulega tveir menn saman í burðarstólpaholu, en 4 til 6 í fastastólpaholu. Fremstir í þessum flokki voru tveir menn, sem sáu um að koma fyrir jarðplötunni og þjappa að henni jarðveginum. Þeir réttu stólpana við, ef skekkst höfðu frá því að þeir voru settir upp og gengu þannig frá þeim, að þeir gátu ekki haggast.
Kostnaður við uppsetningu varð kr. 44.80 á stólpa, en kr. 32.80 á stólpa við aðfyllingu.

Uppsetning víra

Ljósafosslína

Ferja; Þingvallavatnsferjan Grímur geitskór, á kerru sem er aftan á traktor. Óþekktur maður stendur á veginum við hlið ferjunar. Aftan á pappírskopíu stendur „Þingvallavegur“. Þetta er á gamla Þingvallaveginum á milli afleggjarans niður að Heiðarbæ og Kjósaskarðsvegar. Horft til vesturs.
„Líklega er þessi mynd frá því að báturinn Grímur Geitskór var fluttur að Þingvallavatni (Valhöll) fyrir Alþingishátíðina 1930.

Að uppsetningu víranna vann auk verkstjóra 8 manns með 3 hesta. Hófst vinnan við þetta þ. 23. maí og var henni lokið þ. 19. ágúst. Vinnunni var hagað þannig, að stálvirinn var settur fyrst á parti. Vírinn var dreginn út með hestum og hengdur upp í kastblakkir á hverjum stólpa, til þess að hann skaddaðist ekki við að dragast eftir jörðunni. Var vírinn strengdur frá fastastólpa lil næsla fastastólpa, þar sem hann var festur í þar til gjörðum klemmum, sem slaka má á eða herða á, þangað til að strenging vírsins var sú rélla. Var strenging vírsins fundin með því að mæla slaka vírsins.
Sami flokkur uppsetningarmanna strengdi og eirvírinn og var jafnan haldið með hann að næsta fastastólpa við enda stálvírsins og þannig sett upp til skiftis stálvír og eirvír. Eirvírarnir voru og hengdir upp í hverjum stólpa í kastblakkir og dregnir út með hestum. Á fastastólpunum var settur upp vinnupallur fyrir uppsetningarmennina, meðan verið var að strengja vírinn og festa í klemmur einangraranna, en á burðarstólpunum var þetta gjört frá sjálfum trjánum.

Ljósafosslína

Fordson 1930.

Sérstakur maður vann að því að ganga frá grunntengingarvírunum og samsetningu þeirra við jarðplöturnar og staurajárnin.
Í Hagavíkurhrauni varð hestunum ekki komið við, við útdrátt á vírum og var vírinn þar dreginn út með handafli og aðstoðuðu menn frá graftrar- og aðfyllingarflokkunum við það.
Kostnaður við strengingu stálvírsins varð kr. 114.00 pr. km, en kr. 168.00 pr. km við strengignu eirvíranna.

Verkamenn og aðbúnaður þeirra

Ljósafosslína

Grímur geitskór á Þingvallavatni.

Að meðaltali á timabilinu unnu við línulagningu þessa 73 menn, en flestir 103 í einu, að meðtöldum 4 mælingamönnum og þeim, sem unnu við hleðslu flutningabílanna og samsetningu á járnabúnaði í bænum.
Fyrst i stað voru verkamennirnir fluttir á vinnustaðinn í bílum, en seinnipartinn í maí fluttu þeir í tjöld og var síðan tjaldað með 6—8 km millibili.
LjósafosslínaFyrsti tjaldstaðurinn var uppi við Varmá, og annar tjaldstaðurinn var við nýja Þingvallaveginn hjá Skeljabrekku. Því næst voru tjöldin flutt upp að gamla Þingvallaveginum hjá stólpastæði nr. 156.
Fjórði tjaldstaðurinn var i Grafningnum og sá fimmti og síðasti í Hagavík, og bjuggu þar um 80 manns, jafnan þrír saman í hverju tjaldi.
Slegið var upp skúr fyrir eldbúsi og voru tveir matsveinar við að elda matinn handa verkamönnunum. Þeir, sem að strengingu víranna unnu, voru um 5—10 km á eftir síðustu mönnum í fyrri flokknum og bjuggu þeir því sér í tjöldum. Einn matsveinn annaðist matreiðslu banda þeim.

Heildarkostnaður
Heildarkostnaður efnisins og uppsetning línunnar; samtals kr. 280154.50.

Heimild:
-Tímarit verkfræðingafélags Íslands 1937 – Háspennulínan Ljósafoss—Elliðaár eftir Jakob Guðjohnsen, hefti 1; bls. 1-8 og hefti II; bls. 9-18.

Ljósafosslína

Rafstöðin við Elliðaár var reist 1921. Hún var undanfari Ljósafossvirkjunar.

 

Bessastaðir

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. aldar.Eftir siðaskiptin vænkast hagur Bessastaða, því að bestu og arðvænlegustu sjávarjarðir Skálholtsstóls á Suðurnesjum voru lagðar undir Bessastaði. Áður voru Bessastaðir heldur lítil og rýr jörð.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Grímur Thomsen keypti Bessastaði 1867 og eftir hans dag voru ýmsir eigendur að Bessastöðum. Sigurður Jónsson gaf ríkinu Bessastaði fyrir ríkisstjórabústað árið 1941 og síðan hefur þar verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra mann, vildi hann síður búa á Bessastöðum í sambýli við amtmann og fékk leyfi til að sitja í Viðey og reisa sér þar bústað 1753-55. Viðey var ein af fjölmörgum kirkjujörðum á Íslandi sem komust í hendur Danakonungs eftir siðaskiptin.
Bessastaðastofa er eitt af elstu húsum landsins. Hún var byggð á árunum 1760-65 í tíð fyrsta íslenska amtmannsins, Magnúsar Gíslasonar. Arkitekt var J. Fortling. Magnús flutti til Bessastaða er húsið var fullbúið vorið 1766, en var þar aðeins skamma hríð, því bæði hjónin létust þar á sama árinu, 1766. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grágrýti og múrað á milli. Kalk, sandur og timbur var flutt frá Danmörku. Veggir voru meira en 1 metri á þykkt og þak reist úr 28 “pommerskum” bjálkum.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Árið 1760 kom til Bessastaða nýútskrifaður læknir, Bjarni Pálsson, sem fyrsti landlæknir á Íslandi og eini lærði læknirinn á landinu. Hann bjó þar í þrjú ár, eða þar til reistur var yfir hann sérstakur bústaður að Nesi við Seltjörn.
 Árið 1804 lauk hlutverki Bessastaða sem aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi. Sá, sem þá tók við, Trampe greifi, settist að í fangahúsinu í Reykjavík og varð sú bygging opinberlega embættisbústaður umboðsmann konungs árið 1819. Meðan Bessastaðir höfðu enn það hlutverk var staðurinn stundum kallaður “Konungsgarður” og fluttist það heiti nú á hús það sem nú kallast Stórnarráð og hýsir forsætisráðherra og áður forseta Íslands, en var upprunalega byggt sem tukthús 1761-1771.
Ástæða er til að vekja athygli á að um miðja 18. öldina voru reist fjögur vegleg steinhús á því svæði sem nú kallast Stór-Hafnarfjarðarsvæði, þ.e. Viðeyjarstofa (1753-55), Nesstofa (1761-66), Bessastaðastofa (1761-66) og Tukthúsið, nú Stjórnarráð Íslands (1761-1771). Einnig var lokið við Hóladómkirkju árið 1763 og Landakirkju í Vestmanneyjum árið 1774.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Meðan Bessastaðir voru enn bústaður embættismanna konungs var sú kvöð á ábúendum annarra konungsjarða í nágrenninu að leggja fram vinnuafl á staðnum og jafnvel víðar svo sem á þeim bátum, sem fulltrúar konungs gerðu út á eigin vegum. Voru menn kvaddir til ýmissa starfa á Bessastöðum, s.s. vinnu við húsagerð, garðhleðslu, heyskap, maltgerð og torfskurð í mógröfum. Einnig voru menn sendir á eigin hestum til veiða í Elliðaánum og flytja laxinn til Bessastaða, sækja hrís suður í Hraun eða timbur austur í Þingvallaskóg.

Skólanaust

Skólanaust við Skansinn.

Einnig þurftu menn að leggja til eigin báta til að sigla með Bessastaðafólkið því til skemmtunar út um allan sjó. Ekki má gleyma þeirri kvöð að flytja fólk frá Bessastöðum yfir Skerjafjörð í Skildinganesi á Seltjarnarnesi eða jafnvel inn í Viðey.
Þegar hlutverki Bessastaða sem embættisbústaðar var lokið 1805 hófst nýr kafli í sögu staðarins. Árið 1805 fluttist þangað Latínuskólinn sem áður starfaði á Hólavelli í Reykjavík.
Skansinn, virki það, sem enn stendur, var byggt um 1668 og var það aðallega hugsað sem varnarvirki gegn “Tyrkjum”, sem hjuggu hér strandhögg 1627, ef þeir skyldu koma hingað aftur.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Kirkjan á Bessastöðum var byggð á árunum 1780-1823 að turninn var fullbyggður. Kirkjuturninn er 15 metra hár og varekki byggður fyrr en á árunum 1822-23. Í turninum eru tvær klukkur, önnur frá 1741 og hin frá 1828. Talið er að kirkja hafi verið á Bessastöðum frá því snemma í kristni eða frá 11. öld. Margt er hægt að sýna ferðamönnum, sem koma að skoða kirkjuna eins og t.d. legsteina Páls Stígssonar, höfuðsmanns (d. 1566) og Magnúsar Gíslasonar, amtmanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur (d. 1766).
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessastaðir urðu forsetasetur. Í henni er t.d. nýtt gólf (gamla gólfið heldur sér í anddyrinu) og loft. Herra Ásgeiri Ásgeirsson lét sé einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafir.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Herra Sveinn Björnsson lét gera róðurkrossin, sem nú er á norðurveggnum. Hann gerði Ríkarður Jónsson og ætlaði Sveinn Björnsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóll er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Alataristaflan er eign Listasafns ríkisins og er eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), 1891-1924. Frú Georgía Thorsteinsson ræktaði sjálf hörinn í altarisdúkinn. Hún var frá Hobro á Jótlandi. Dúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur.
Gjafir, sem kirkjunni hafa borist, er t.d. eikarhurðir í útidyrum, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Arna í Noregi og sömuleiðis tveir stólar með gullskreyttu leðri, smíðaðir eftir stólum frá 1700. Skrá í útihurð er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði verið járnsmiður. Gluggar í kór eru gjöf til herra Ásgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju – altaristafla eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) – vinstra megin minningarskildir um Kristján Eldjárn og Halldóru Eldjárn, svo Svein Björnsson og Georgíu Björnsson. Hægra megin minningarskjöldur um Ásgeir Ásgeirsson og Dóru Þórhallsdóttur.

Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeirs og frú Dóru. Kristhöfðuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af kristslíkneski í Dómkirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti (útg. 1728). Skírnarfontur af óþekktum uppruna (frá um 1200) er í kirkjunni, hefur hann e.t.v. fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skírnarskál er úr tini frá 1702. Oblátur – dósir eða baktursöskjur er á altarinu. Þær voru upprunalega gefnar til minningar um Magnús Gíslason, amtmann og konu hans, og einnig fyrir legstað í kirkjunni. En Jón Vídalín, list- og fornmunasafnari, fékk þær keyptar og eru þær í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking var gerð, og er það hún, sem við sjáum á Bessastöðum. Í kirkjunni eru nýlegir steindir gluggar eftir Finn Jónsson og Guðmund Einarsson. Fyrsti glugginn á norðurhlið (F.J.).

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja – steindur gluggi.

Á altarinu eru oftast sex kertastjakar. Tveir eru 4-álma, gefnir af Guðrúnu Johnson árið 1956. Óvíst er um uppruna litlu koparstjakanna tveggja, en stærri koparstjaka tvo gaf Karen Hólm árið 1734 til minningar um Niels Fuhrmann, amtmann, sem kom að Bessastöðum 1718.
Nokkrum árum eftir að Niels Furhmann kom til Bessastaða kom þangað norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf, sem taldi að Furhmann hefði brugðið við sig heitorði. Hafði hún fengið hann dæmdan fyrir það í Hæstarétti og bar honum að eiga hana og sjá fyrir henni þangað tilþað gæti orðið. Á sama tíma voru á staðnum tvær danskar mæðgur, Katrín Holm og Karen, dóttir hennar. Þótti Appolinia amtmaður hafa meiri mætur á þeim en sér og taldi jafnvel að þær mæðgur vildu hana feiga. Að því kom að Appolonia lést í júni 1724 og upp kom sá kvittur að mæðgurnar hefðu byrlað henni eitur. Ekkert sannaðist um það, en Fuhrmann lést á páskum 1733. Karen Holm gaf kirkjunni tvo koparstjaka til minningar um Fuhrmann, amtmann. Er hann, mæðgurnar og Appolonina öll jarðsett að Bessastöðum.

Bessastaðir.

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Sá orðrómur er uppi að Appolonia gangi aftur á Bessastöðum. Um þetta mál hefur Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, skrifað, skáldsöguna Hrafnhettu og Þórunn Sigurðardóttir hefur skrifað leikritið Haustbrúður.
Á norðurvegg kirkjunnar er platti með skjaldarmerki Íslands. Oft biðja ferðamenn um útskýringar á skjaldarmerkinu. Það sýnir landvættina skv. gamalli hefð eins og sagt er frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Um er að ræða fána Íslands, sem er krossfáni.

Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason / Félagsblað 5/1975. Grein eftir Katrínu Sívertsen.

Bessastaðir fyrrum

Bessastaðir fyrrum.

Sveppur

 Á Íslandi eru nú þekktir um 2000 tegundir af sveppum. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.

Sveppir

Bessastaðasveppir.

Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir. Til kólfsveppa teljast meðal annarra allir svokallaðir hattsveppir. Einnig teljst ryð- og sótsveppir sem lifa á blómplöntum og síkja þær, til kólfsveppa. Einkennandi fyrir kólfsveppi er kólfbeðurinn sem klæðir þá að einhverju leyti að utan, á hattsveppum þekur hann blaðkenndar fanir sem eru neðan á hattinum. Hver kólfur myndar 4 kólfgró á toppnum.
Til asksveppa teljast bæði disksveppir og skjóðusveppir, og einkennandi fyrir þá er askbeðurinn, sem er þéttsettur grósekkjum sem nefnast askar, og eru þeir venjulega hver með 8 gróum sem þeir skjóta upp í loftið þegar þeir eru fullþroska.

Sveppir

Berserkjasveppir.

Margir asksveppir sníkja á lifandi plöntum, en margir eru rotverur sem lifa á dauðum lífrænum efnum. Þeir stærstu mynda oft skrautlega diska eða skálar, og þekur asklagið efra borð þeirra. Aðrir asksveppir eru aðeins sýnilegir sem myglulag utan á því undirlagi sem þeir vaxa á.
Af öðrum minni flokkum sveppa má nefna oksveppi, eggsveppi, kitrusveppi og slímsveppi. Margir oksveppir lifa aðallega á myglustigi, en aðrir sníkja á skordýrum og sýkja þau.

Sveppir

Sveppir.

Eggsveppir valda sumir sjúkdómum á plöntum, en aðrir mynda eins konar myglu á lífrænum efnum í vatni, eða valda sjúkdómum á vatnaplöntum eða fiskum. Kitrusveppir lifa nær eingöngu í vatni. Slímsveppir er sjálfstæður hópur lífvera sem líklega eru óskyldir sveppum. Slímkórallinn er t.d. af flokki slímsveppa.
Sveppir eru því mjög margvíslegir og fjölbreyttir að allri gerð, og ef þú vilt kynnast þeim betur, skaltu velja Flóra Íslands hér til hliðar.
Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur varð fyrstur Íslendinga til að rannsaka og greina íslenzka sveppi af alvöru.

Heimild m.a.:
-http://www.floraislands.is/sveppir.htm

Sveppir

Sveppir.

Hagavíkursel

Hagavík var jörð í Grafningi, hjáleiga frá Ölfusvatni 1706 en þó talið „Gamalt býli“, Skálhotlsjörð. getið í Harðarsögu: „Högni hét maðr [augugr] ok bjó í Hagavík, skammt frá Ölfusvatni“. Jarðarinnar er getið í máldaga Ölfuskirkju sem átti 12 hdr í Ölfusvatni og Hagavík um 1180.

Hagavík

Hagavík – örnefni.

Sunnan Hagavíkur er Bæjarfell. Vestan þess er Leirdalshnúkur. Gata lá upp frá bænum á milli fjallanna um svonefnt Leirdalsskarð. Suðvestan þess er Leirdalur. Dalurinn er gróinn og hefur verið girtur af á einhverjum tíma. Undir girðinguna umleikis hefur verið hrófað upp garði úr mold og gróðri.
Gatan liggur áfram niður að Lómatjörn. Norðaustan hennar eru góðar grasflatir og vestan þeirra, undir hraunbrún Hagavíkurhrauns, er stekkur. Ekki mótar fyrir öðrum mannvirkjum. Þarna hefur að öllum líkindum verið heimasel frá Hagavík um tíma, enda selsstígurinn einungis u.þ.b. 1 1/2 km.

Hagavík

Hagavíkursel – stekkur.

Aðstaðan í þessum ónefnda dal vestan Leirdals og austan Lómatjarnarhálsar er ákjósanleg selstaða; skjól fyrir austanáttinni, nægt beitarland og vatn. Þessarar aðstöðu er reyndar getið í örnefnaskrá, en ekki í fornleifaskráningum af svæðinu.

Guðmann Ólafsson, Skálabrekku í Þingvallasveit, skráði í nóvember 1983 örnefni í og við Hagavík. Hann er fæddur 13. nóvember 1909 og ólst upp í Hagavík frá unga aldri, en 1941 fluttist hann að Skálabrekku.

Hagavík

Hagavíkursel – stekkur.

Þar segir m.a.: „Vestan við bæinn er Bæjarhálsinn. Hann liggur frá norðaustri til suðvesturs, vestan Leirdalsskarðs. Utast á hálsinum er Leirdalshnjúkur. Suðvestur af bænum eru gamlar götur, sem liggja á ská upp hálsinn, kallaðar Snið. Um Sniðið var oft farið áður fyrr. Sunnan Lághrauns eru svonefnd Klungur og ná suður að Hagavíkurvöll síðar) og vestan frá Rauðhólsgjá og austur á móts við (sjá Lómatjarnarháls). Þessi hraun, sem ég hef nefnt hér, eru hluti af Hagavíkurhrauni. Það er mikið stærra og nær frá landamörkum Nesjavallalands austur að Þingvallavatni og Bæjarhálsi, og Hrauntöglin liggja til suðurs milli Bæjarháls og Lómatjarnarháls.

Hagavík

Leirdalur (túnið) sunnan Leirhnúksskarðs.

Vestan í Bæjarhálsinum eru tveir hvammar, Heimrihvammur og Syðrihvammur. Syðrihvammur er vestan undir Leirdalshnjúk. Um Heimrihvamm lágu gamlar ferða-mannagötur upp svonefnda Klyfberabrekku, eftir að hafa farið yfir Hrauntöglin ofarlega. Þessar götur lágu síðan yfir Bæjarháls til suðausturs niður á Hagavíkurflatir við svonefndan Kúadal, sem er lítill hvammur eða kriki vestan við Ferðamannagilið undir Skógarbrekkum. Þessi leið hefur sennilega lagzt niður á fyrstu árum tuttugustu aldar.

Hagavík

Bæjarfell norðan Leirdals.

Sunnan Leirdalsskarðs og Leirdalshnjúks er Leirdalur. Norðaustur af Leirdal gengur Leirdalskriki hátt upp í Sandfell og afmarkar Bæjarfellið frá Sandfelli að nokkru leyti ásamt Sandfellskrika, sem er suðaustan í fellinu, Ölfusvatnsmegin.
Vestan Leirdals eru Stekkjarflatir, sem liggja að Hrauntöglum; þar er gamall stekkur. Á móts við þær, vestan Hrauntagla, er kriki í Lómatjarnarhálsi, sem nefnist Leynir, og eiginlega nær Leynirinn langt norður með hálsinum; þarna leyndust oft kindur í smalamennskum.

Lómatjörn

Lómatjörn í ónefndum dal.

Suður af Hrauntöglum er Lómatjörn. Vestur af Leirdal gengur fram hrygg að Lómatjörn, sem er eins og bak á smádýri. Heitir hann Músarhryggur. Sunnan Músarhryggs og Lómatjarnar eru Krikar. Í Krikum er allstórt undirlendi og brattar skógi vaxnar brekkur í kring. Í Krikum eru fjögur gil. Syðst og vestast er Vestra-Krikagil, austar er Mælifellsgil, sem á upptök sín í Mælifelli; þar er Mælifellsflöt, undir fellsöxlinni. Lítið eitt austar er Löngugrófargil, sem kemur ofan úr Löngugróf. Hún er á milli Sandfells og Mælifells og nær alla leið suður í
Ölfusvatns-gljúfur. Eystra-Krikagilið er austan í Krikum; það á upptök Það ber oft með sér aur og grjót niður á undirlendið, í leysingum. Öll þessi gil eru þurr á sumrin.

Hagavík

Selstígurinn sunnan Leirhnúkaskarðs.

Suður af Krikum eru Hvíthlíðarbekkir. Lómatjarnarháls nær frá Hvíthlíðarbekkjum vestan Krika og alla leið norður að Klungrum. Vestan Lómatjarnarháls er víðáttumikið flatlendi, sem heitir Hagavíkurvellir.

Til er skrá um Örnefni í Ölfusvatns- Hagavíkur- og Krókslöndum, rituð eftir Sæmundi Gíslasyni, fyrrum bónda að Ölfusvatni, af Sveini Benediktssyni 23. júlí 1967. Þeir þá staddir að
Ölfusvatni. Sæmundur Gíslason er fæddur að Ölfusvatni 28. marz 1891 og ólst þar upp. Dvaldist hann þar til fardaga 1944, að hann réðst til Þorgeirs Magnússonar að Villi[n]gavatni
og var þar í tvö ár. Þá fluttist Sæmundur til Hafnarfjarðar. Í þessari lýsingu er hvorki getið um Leirdalinn, túnræktunina, stekkinn undir Hraunkrika í Hagavíkurhrauni, né Lómatjörn.

-Heimildir:
-Örnefnaskrá fyrir Hagavík – Guðmundur Ólafsson.
-Fornleifar í Grafningi – Orri Vésteinsson og Sædís Gunnarsdóttir.
– Örnefnaskrá Ölfusvatns, Hagavíkur og Króks. Sveinn Benediktsson skráði eftir Sæmundi Gíslasyni 1967.

Hagavík

Leirdalshnúkur. Leirdalshnúkaskarð t.h.

ísólfs

Eftirfarandi eru friðlýstar fornleifar og minjastaðir á Reykjanesskaganum:

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

Þingvellir, Alþingisstaðurinn forni. Þar var Alþingi Íslendinga háð frá því um 930 til ársins 1798. Á Þingvöllum eru friðlýstar allar þingbúðarústir og aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað beggja vegna Öxarár ásamt rústum fornra býla. Þingvellir er fyrsti þjóðgarður Íslendinga frá árinu 1928.

Þingnes gengur fram í Elliðavatn, fyrir ofan Reykjavík. Þar hafa verið gerðar fornleifarannsóknir. Tilgátur erum að Kjalarnesþing hafi verið háð þar.

Herdísarvík. Allar fornleifar á jörðinni Herdísarvík voru friðlýstar 1977. Þar er að finna fiskigarða, verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshús og önnur útihús. Þar eru líka leifar af rústum sels í Seljabót.

Selatangar

Selatangar.

Selatangar. Rústir fornrar verstöðvar á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Þar var útræði á vegum Skálholtsstóls fyrr á öldum.

Básendar á Suðurnesjum var verslunarstaður sem fór í eyði í mesta sjávarflóði sem sögur fara af aðfaranótt 9. janúar 1799. Þar eru greinilegar leifar kaupstaðarins og hafnarinnar. Roskin kona drukknaði í hamförunum og kaupmaðurinn danski varð gjaldþrota.

Bessastaðir

Bessastaðir – FERLIRsfélagar í heimsókn.

Bessastaðir á Álftanesi eru fornt höfuðból. Fornleifarannsóknir á árunum 1987 til 1996 leiddu í ljós mikla byggð allt frá 10. öld. Þar var aðsetur fulltrúa konungs frá 14. öld til loka 18. aldar. Þar hafa ríkisstjóri og forsetar Íslands setið frá 1941 og er forsetabústaðurinn á Bessastöðum eitt elsta hús á Íslandi, reist sem amtmannssetur úr steini á árunum 1761-1766.

Bessastaðakirkja var reist á árunum 1777-1823. Bessastaðaskans er norðarlega á Bessastaðanesi við Dugguós (heitir nú Bessastaðatjörn). Þar var hlaðið virki til varnar í Tyrkjaráni 1627.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – fyrirmyndar frágangur eftir uppgröft.

Hofstaðir í Garðabæ. Þar hafa verið grafnar upp rústir myndarlegs skála frá 10. til 12. Aldar með stóru hringlaga gerði. Ýmsir merkilegir gripir fundust við fornleifarannsóknina, m.a. bronsnæla. Á Hofsstöðum er nú minjagarður um hina fornu byggð.

Kapella. Kapelluhraun er milli Hafnarfjarðar og Straums. Árið 1950 fannst þar við uppgröft líkneski frá 15. Öld af heilagri Barböru og bendir það til að þar hafi verið bænastaður í kaþólskum sið. (Lambhagi. Kapellutóft forn úr grjóti í Kapelluhrauni. Sbr. Árb. 1903: 34. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938).

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.

Kópavogsþingstaður. Einn af fjórum þingstöðum í Gullbringusýslu var Kópavogur. Þar hafa verið gerðar fornleifarannsóknir. Við Kópavogsþingstað er minningarsteinn um Kópavogseiðana árið 1662. (Þinghússtóft syðst á túninu og fangakofatóftir skamt frá. 2. Dysjar austan túns, nefndar Hjónadysjarnar og Systkinaleiðin. Sbr. Árb. 1929: 29-33. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938).

Af húsum í umsjá Þjóðminjasafnsins má nefna:

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Nesstofa við Seltjörn. Fyrsti íslenski landlæknisbústaðurinn, hlaðinn úr tilhöggnu grjóti á árunum 1761-63. Þar var einnig fyrsta opinber lyfsala á Íslandi. Höfundur húsins er danski hirðsteinsmiðurinn Jacob Fortling. Í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1979. Í húsinu er læknaminjasafnið Nesstofusafn.

Krýsuvíkurkirkja. Turnlaus timburkirkja, reist 1857 af Beinteini Stefánssyni smið. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64. Í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1964.

Heimild:
-Þjóðminjasafn Íslands – 2004.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn var lagður frá Geithálsi austur að Almannagjá á árunum 1890-1896 undir verkstjórn Árna Zakaríassonar og Einars Finnssonar. Guðjóni Helgason á Laxnesi vann m.a. að endurbótum vegarins snemma á 20. öld.

Gamli Þingvallavegur

Sæluhúsin við Gamla Þingvallaveginn.

Gamli Þingvallavegurinn var mikið framfaraspor á sínum tíma, hann var byggður á hestvagnaöld en nýttist einnig eftir að tímar bílsins runnu upp. Vegurinn var þó aðeins notaður í fáeina áratugi sem aðalleið til Þingvalla því ráðist var í vegagerð norðar á heiðinni fyrir Alþingishátíðina árið 1930. Gamli Þingvallavegurinn var þá fljótlega aflagður og hefur verið spillt til beggja enda en á háheiðinni er hann mjög heillegur á löngum kafla, þar er að finna ýmsar fornminjar, meðal annars hleðslur, vörður, grjóthlaðin ræsi og brýr.

Þrír áningastaðir eru þekktir á Mosfellsheiði; við elstu Þingvallaleiðina til vesturs að Seljadal og Bringum, undir Gluggavörðunni vestan Moldabrekkna, sæluhúsið í Moldabrekkum á sömu leið og loks sæluhúsin við Gamla Þingvallaveginn austan Rauðkuhóls. Rauðkuhóll er klappahóll til vinstri við veginn er vegurinn er farinn til austurs. Segir sagan að þar hafi fótbrotnað hryssa, er Rauðka hjet, hjá ferðamönnum úr Þingvallasveit. Meðal þeirra var Jónas hreppstjóri Halldórsson í Hrauntúni. Hafði hann broddstaf mikinn í hendi og keyrði í enni hryssunnar, og var hún þegar dauð.

Gamli Þingvallavegur

Sæluhúsið og „áningahúsið“ við Gamla Þingvallaveginn.

Kålund lýsir Þigvallaveginum svo 1877: „Yfir Mosfellsheiði (400 feta há) liggur fjölfarinn vegur til gamla alþingisstaðarins, Þingvalla, og þaðan greinist leiðin til fjarlægra héraða landsins. Úr öllum dölum Mosfellssveitar liggur leið upp á Mosfellsheiði; þó er aðalvegurinn eftir hinum syðsta þeirra, svonefndur Seljadalsvegur. Þá er farið – ef Reykjavík er hugsuð sem upphafsstaður – þegar nýkomið er yfir Elliðaár – í landnorður yfir grjótholt, oftast upp brekkur, fram hjá nokkrum tjörnum, þar til eftir nokkurra stunda reið er komið í Seljadal, lítill óbyggður dalur, og liðast á eftir honum, þar er venjulega áfangastaður, áður en lagt er á Mosfellsheiði“ (bls. 47).

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur.

„Árið 1886 var hafin lagning vegar um Mosfellsheiði. Var sú vinna hafin við Suðurlandsveg um dálitla lægð í Hólmsheiði, þar sem síðar urðu mjög kunn vegamót, því árið 1904 byggði Guðmundur Nordahl allreisulegt hús við vegamótin og kallaði það Geitháls, sem svo var greiðasölu- og gistihús í hartnær hálfa öld. Um þessa áðurnefndu lægð var svo vegurinn lagður upp á Hólmsheiðina fyrir sunnan bæinn Miðdal og þaðan á Mosfellsheiði sunnan við Grímmannsfell, norðan Borgarhóla um Moldbrekkur, að þar sem þverbeygja er nú á Þingvallaveginum, og þar sér enn fyrir gamla veginum. …

Þingvallavgegur

Gamli Þingvallavegurinn.

Þessari vegagerð um Mosfellsheiði, sem hófst árið 1886 var að fullu lokið árið 1891. Mikil vegagerð hefur það verið á þeim tíma, sem enn má sjá merki til, því enn má sjá ýmsar minjar, sem sýna hve vel hefur verið vandað til þessa vegar, sem þá var ætlað að taka við allmikilli umferð. Spá manna þá var sú að hestvagnar, sem reyndar voru ekki farnir að flytjast til landsins, myndu innan skamms tíma verða mikið notaðir á þessari leið. … Vegurinn liggur austan við Seljadalinn, en áður lá leiðin um þann dal…. Verkstjóri við lagningu Þingvallavegarins var Erlendur Zakaríasson, en hann og bróðir hans Árni, voru þekktir vegaverkstjórar á síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu“ (Adolf J. E. Petersen, bls. 90-92).

Af framangreindri lýsingu Kålunds má a.m.k. lesa tvennt; hann skrifar lýsingu sína 1877 og er þá að lýsa elstu Þingvallaleiðinni um Seljadal um Moldabrekkur, sem er nokkuð norðan Gamla Þingvallavegarins, sem byggður var á árunum 1890-1896. Við þá leið var byggt sæluhús í Moldabrekkum 1841. Húsið var byggt úr svnefndum Sýsluvörðum (Þrívörðum). Vatnslind er þá neðan við húsið. Lýsingunni virðist hafa verið bætt við upphaflegu lýsinguna.

Gamli Þingvallavegur

Eldra sæluhúsið við Gamla Þingvallaveginn.

Í Lögbergi-Heimskringlu 1890 segir að við Gamla Þingvallaveginn hafi verið byggt sæluhús 1890, á háheiðinni. Hleðslumeistari hafi verið Sigurður Hansson (1834-1896), sem hlóð einnig reisulegar vörður meðfram veginum. Hafa ber í huga að vörður a fyrirhugðum vagnvegum voru jafnan hlaðnar nokkru áður en fyrirhuguð vegagerð hófst.

Í framangreinda lýsingu virðist hafa gleymst að „sæluhús“ úrt torfi og grjóti hafði þegar verið reist á framangreindum stað, líklega fyrir 1890. Tóftir hússins eru skammt austan steinhlaðna hússins, sem líklegt er að hafi verið byggt um 1906 í tilefni af væntanlegri konungskomu Friðriks VIII árið 1907. Aftan (norðan) við gamla sæluhúsið mótar fyrir gerði.

Sæluhús

Sæluhúsið við gamla Þingvallaveginn um 1912.

Fyrirmenn hafa væntanlega ekki talið „sæluhús“ vegagerðarmanna, gert upp á íslenskan máta úr torfi og grjóti, boðlegt hinum konungbornu og því verið ákveðið að gera nýtt álitlegra „áningahús“ við hlið þess. Innandyra var aðstaða fyrir ferðamenn á upphækkuðum trépalli að austanverðu og fyrir nokkra hesta að vestanverðu.
Frá hússtæðunum er frábært útsýni, á góðum degi, yfir Þingvallasvæðið framundan. Framan við gamla „sæluhúsið“ hefur verið grafinn og gerður upphlaðinn brunnur. Vel má enn merkja ummerki hans.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – horft til austurs, í átt til Þingvalla, frá sæluhúsinu.

FERLIRsfélagar heimsóttu verkmenn við endurbyggingu „áningahússins“ við Gamla Þingvallaveginn og skoðuðu minjarnar. Var tekið vel á móti þeim og verkefninu lýst með ágætum.

Sjá meira um gamla sæluhúsið í Moldarbrekkum HÉR.

Heimildir:
-https://www.visir.is/g/2016161219351/thingvallavegur
-Adolf J. E. Petersen. Samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju. Reykjavík miðstöð þjóðlífs. Safn til sögu Reykjavíkur. Sögufélagið 1977.
-Kålund, P. E. Kristian. Íslenskir sögustaðir. þýð. Haraldur Matthíasson. Reykjavík 1984.
-Stefán Þorvaldsson. „Lýsing Mosfells- og Gufunessókna“. Sýslulýsingar og sóknalýsingar. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík 1937-1939.
-Sveinn Pálsson. Ferðabækur Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Reykjavík 1945.

Gamli Þingvallavegurinn

FERLIRsfélagar ásamt verkönnum við endurgerð gamla „áningarstaðirns“.

Hvalsnesgata

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrenni.

Keflavíkurflugvöllur

Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif á íslensk stjórnvöld, m.a. valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948, fyrsta kjarnorkusprenging Sovétríkjanna í september 1949 og upphaf Kóreustríðsins í júni 1950. Árið 1949 gerðist Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins. Honum er ætlað að tryggja varnir Íslands og stuðla að friði og öryggi áþví svæði sem samningurinn tekur til.

Braggar

Braggar við Keflavíkurflugvöll.

Varnarliðið samanstendur af mörgum aðskildum starfseiningum innan Bandaríkjahers, en þar starfa einnig hermenn og fulltrúar frá Hollandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Um 750 Íslendingar starfa fyrir varnaliðið (en þeim fer fækkandi). Varnarliðið rekur ratsjárstöðvar, annast skipa- og kafbátaeftirlit, flugvallarekstur, þyrlubjörgunarflug, fjarskipti og landvarnir.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Það var árið 1941 að Ísland og Bandaríkin gerðu með sér herverndarsamning. Samningurinn batt í raun endi á þáverandi hlutleysisstefnu Íslands. Sama ár komu fjögur þúsund landgönguliðar til landsins. Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands kom til landsins, en að því tilefni var haldin stærsta hersýning, sem um getur. Árið 1943 var bandaríski heraflinn á Íslandi hvað fjölmennastur, eða um 45.000 manns. Þá voru hér á landi um 50.000 hermenn (einnig frá Bretlandi og Kanada), eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum tók að fækka í heraflanum.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Keflavíkurflugvöllur var lagður af bandaríkjaher í heimstyrjöldinni síðari. Skömmu eftir hernám landsins hófu Bretar flug frá Kaldaðarnesi á bökkum Ölfusár og sumarið 1941 hófst flug þeirra frá Reykjavíkurflugvelli, þrátt fyrir að gerð hans væri ekki að fullu lokið. Jafnframt voru sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var útbúinn á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.
Bandaríska herráðið áætlaði lagningu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins ásamt minni flugvelli fyrir orrustuflugsveit er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og svæðið nánast hindrunarlaust til flugs.

Hvalsnesgata

Gengið um Hvalsnesgötu við flugvöllinn.

Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942. Var Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.
Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.

Pattersonflugvöllur

Pattersonflugvöllur 1958.

Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946. Nafnið á vellinum kom frá flugmanni, sem hafði farist í flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Vél hans flæktist í vírum við brautarendann og skall í Skerjafjörðinn (SJ). Flugvöllurinn hlaut þá nafnið Keflavíkurflugvöllur og varð alþjóðaflugvöllur í eigu Íslendinga.

Það var árið 1946 sem íslensk stjórnvöld höfnuðu beiðni Bandaríkjamann um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma. Keflavíkursamningurinn var undirritaður og ákveðið að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram tiltekin afnot af Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var síðan afhentur Íslendingum. Árið eftir yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir svæðið.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturn.

Árið 1949 gerast Íslendingar stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu. Aðildin veldur innanlandsdeilum og óeirðum við Alþingishúsið. Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí 1951 og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þær voru undir stjórn hershöfðingja í landhernum, sem laut stjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Vallarsvæðið og nágrenni verður meginathafnasvæði varnarliðsins. 1955 var fjarskiptastöðin Broadstreet við Seltjörn flutt til Grindavíkur.
Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum, en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á árunum eftir stríð. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með þeim stærstu í heimi, allmikla endurbóta við.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Varnarliðið hefur allnokkrum sinnum komið við sögu björgunarmála. Má þar t.d. nefna Vestmannaeyjagosið 1973 og Goðastrandið 1994. Árið 2001 fékk þyrlubjörgunarsveitin viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971.
Í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar var Háaleiti fyrir ofan Keflavík einungis sorfinn jökulruðningur. Efst á honum trjónaði háreist gígopið (þar sem flugstjórnarturninn á Keflavíkurflugvelli stendur nú). Norðan þess stóð Kalka, hvítkölkuð stór varða, áberandi landamerki og kennileiti á Miðnesheiði.

Fuglavíkursel

Fuglavíkursel við Keflavíkurflugvöll.

Allnokkrar minjar eru innan varnarsvæðisins. Má t.d. nefna Fuglavíkursel, gömlu Hvalsnesleiðina, Stafnessel, Gamla-Kirkjuvog, tóftir við Djúpavog og á Selhellu, Kaupstaðagötuna, Hansakaupmannaverslunarstaðinn við Þórshöfn og Kirkjuvogssel, auk þess sem svæðið sker í sundur Skipsstíginn, hina gömlu þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Mikilvægt er fyrir stolt okkar Íslendinga að endurheimta það svæði, u.þ.b. 50 metra breytt þar sem hitaveitulögnin liggur í gegn, sem fyrst. Bandaríkjamenn ættu að hafa skilning á því að ávallt er mikilvægt að halda þjóðleiðunum opnum, jafnvel á stríðstímum.

Hvalsnesgata

Varða við Hvalsnesgötu.

Annars hafa minjar innan svæðisins verið ágætlega varðveittar án þess að það hafi beinlínis verið ásetningur þeirra, sem með það höndla.
Þess má geta að lokum, til fróðleiks, að í aðalstjórnstöð NATO á Keflavíkurflugvelli hangir stórt spjald með tveimur myndum undir yfirskriftinni Wanted Dead and Alive; annars vegar er mynd af Bin Laden (dead) og hins vegar (alive) er mynd af hvíthærðri FERLIRsálfkonu. Svo virðist sem hermönnunum sé meira í mun að ná hinni síðarnefndu – alive.

-Upplýsingarnar eru m.a. úr riti um 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001 og frá Friðþóri Eydal

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson og Gunnar Erlendsson, bóndi á Kálfatjörn lýsa hér Kálfatjarnarhverfinu. Gunnar er fæddur í Tíðagerði í febrúar 1920. Tíðagerði var byggt úr landi Norðurkots. Hann fluttist að Kálfatjörn fárra vikna gamall og er uppalinn þar. Ólafur er einnig fæddur í Tíðagerði, í október 1916, og ólst þar upp til tvítugs. Hér er getið hluta lýsingar þeirra lesendum til fróðleiks og glöggvunar. Þessi lýsing er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að golfarar að Kálfatjörn hafa verið einka skeytingalausir um varðveistu fornra minja á svæðinu.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson með FERLIRsfélaga við Landabrunninn.

“Kálfatjörn hefur verið kirkjustaður líklega frá upphafi kristins siðar hér á landi. Kálfatjarnarland var, eins og gera má ráð fyrir um kirkjustað, allmikið. Kringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll, einnig önnur, er ekki nutu þeira hlunninda. Þau voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Aðallífsframfæri hafði þetta fólk, sem við sjóinn bjó, af sjávargangi. Hverju býli var úthlutað dálitlum fjöruparti, þar sem skera mátti þang. Það var notað til eldiviðar, einnig þönglar. Um rétta leytið var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða, líka var þurrkað það þang, sem rak á fjöru utan þess, sem þangað var. Þegar þangið var þurrt var því hlaðið í stakka. Lýsingarnar á merkjum milli fjörupartanna kunna mönnum nú að þykja smásmugulegar. Það gat þó gilt 1-2 mánaða eldsneyti, hvort þessi grandinn eða skerið tilheyrði býlinu eður ei.

Kálfatjörn 1920

Kálfatjörn 1920.

Bærinn á Kálfatjörn stendur því sem næst í miðju túni á allstórum bala. Austan bæjarhúsanna er kirkjan. Allt umhverfis hana er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, og þó aðallega norðan og austan megin.

Umhverfis grafreitinn er hlaðinn garður úr grjóti og sniddu, og hefur lengst af þjónað því tvíþætta hlutverki að verja grafreitinn ágangi búfjár, en einnig og ekki síður sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera verður sökum þess hversu jarðvegurinn er hér grunnur.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – gömlu húsin, um 1960, sett inn í mynd frá 2020.

Nú, um áratugi, hefur garðurinn verið girtur með vírneti. Beint fram af kirkjudyrum er hlið á girðingunni, sáluhliðið. Veit það mót vestri sem vænta má. Sunnan og suðvestan megin bæjarins er túnið, nefnt Land, slétt og hólalaust, utan hólbunga, allmikil um sig, suður við túngarðinn og niður undir Naustakotstúninu svonefndu.

Ólafur Erlendsson

Ólafur Erlendsson við Kálfatjörn.

Hólbunga þessi heitir Hallshóll. Efst í suðurtúninu, ofan við landið, er Landamóinn,nú fyrir alllöngu slétt tún að mestu leyti utan dálítil ræma meðfram Heiðargarði, en svo nefnist garðurinn, er ver túnið þeim megin sem að heiðinni veit. Í landamóanum, rétt við túngarðinn, er vatnsból á sléttum bala. Kallast það Landabrunnur; er hann um 2×3 m ummáls og 1.3 m á dýpt. Þar þrýtur sjaldan vatn. Austan og norðaustan bæjarins er kallað Upptún. Heim undir bæjarhólmanum að norðanverðu er Fjóshóll. Hann er brattur mót norðri og norðvestri. Það stóð fjósið lengi.
Vestan við bæinn er Kálfatjörnin. Þar segir af skepnum – sækúm.

Kálfatjörn

Letursteinn (skósteinn) í Kirkjubrúnni á Kálfatjörn.

Sjávargata kallast slóðin til sjávar niður í Naustin og lendinguna. Niður með sjávargötunni og fast við hana, um 70 m frá hlaðvarpanum, er brunnurinn, vatnsból, sem enn er notað, og var það fyrsta á Vatnsleysuströnd, sem grafið var svo djúpt í jörð að þar gætti flóðs og fjöru. Slíkt var kallað flæðivatn. Síðan þegar sprengiefni kom til sögunnar var þessi brunnur dýpkaður, svo ekki þryti vatn um stórstraumsfjöruru. Þá voru og teknir brunnar á flestum býlum smám saman, en áður hafði verið notast við vatn, er safnaðist í holur og sprungur á klöppum og voru þetta kölluð vatnsstæði eða brunnar og þá gjarnan kennd við bæina.

Kálfatjörn

Kálfatjarnarbrunnur.

Á sumrum, einkum er þurrkasamt var, voru hin mestu vandræði með neysluvatn uns flæðibrunnarnir komu. Var þá gripið til þess ráðs að sækja í fjöruvötn, en svo voru kallaðar uppsprettur, er komu íljós þegar út fjarðaði. Voru þau all víða. Þessar uppsprettur voru oft kenndar við bæina, til dæmis Bakkavötn. Við þau var þvegin ull og þvotur. Var þá gerð stýfla úr steinum og þangi. Myndaðist þá dálítið lón svo skola mátti.

Neðan við Rásina er Naustakotstún. Neðst í því er mýrartjörn, Naustakotstjörn. Á kampinum fast norðan við tjörnina stóð kotbýlið Naustakot (í byggð1703), hefur lengi verið í eyði. Þarna eru nú fjárhús. Sunnan við þau er fjárrétt og fast við hana að sunnanverðu grasigróið gerði.Það var kallað Hausarétt. Þar voru þurrkaðir þorskhausra í sumartíð uns það lagðist niður með öllu á stríðsárunum síðari.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

Rétt ofan við Eyrina og fast sunnan við Kálfatjörnina er Sjóbúðin. Þar eru rústir sjóbúðar er séra Stefna Thorarensen lét byggja, er hann var prestur á Kálfatjörn. Agt er a sjóbúð þessi rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Hér mun býlið Hólkot hafa staðið (talið í eyði 1699 og ekki nefnt síðan).
Þegar nálgast suðausturhorn Kálfattjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfajarnartúns) uns hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. Við vesturenda baðstofunnar í Hliði, lá gatan milli bæjanna og heim að Kálfatjörn, Kirkjugartan. Rétt ofan við götuna lá grjótsrétt þvert yfir Goðhólstúnin, kölluð Kirkjubrú. Mælt er að Kirkjubrúin hafi verið til þess gerð að aðvelda kirkjufólki för yfir hana. Í brúnni er ártalsstein (1790). Líklega hefur hann gegnt hlutverki skósteins.
Í heiðinni er Staðarborgin, gömul fjárborg frá Kálfatjörn.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.

Duushús

Kaupstaðurinn Keflavík stendur við samnefnda vík er markast af Hólmsbergi að norðanverðu, af Vatnsnesi að sunnanverðu, og gengur inn úr vestanverðum Stakksfirði, en svo nefnist syðri hluti Faxaflóa, sem markast af Rosmhvalanesi og Kvíguvogastapa að austanverðu.

Keflavík

Gamli Keflavíkurbærinn.

Heimafólk segir að fallegt sé í Keflavík – þegar vel viðrar. En þar gnauða líka vindar allra átt. Landsynningurinn og Útsynningurinn hlaupa óhindraðir yfir lágan skagann og norðanstormurinn stendur beint uppá víkina, – þá þeytist sjórokið yfir bæinn, og þeim, sem ókunnugir eru, finnst þá ömurlegt um að litast. Því miður endurspeglar þetta um of viðhorf heimamanna þegar þeir lýsa aðstæðum fyrir utanaðkomandi.
En svona hefur þetta verið frá aldaöðli, þeir bera því vitni klettarnir á Vatnsnesinu og Berginu, þeir eru brimsorfnir langt inn til lands. “Landið er til að láta sér þykja vænt um það. Með því einu er hægt að fá landið til að umbera mann.”

Keflavík

Gamli Keflavíkurbærinn.

Jörðin Keflavík var ekki stór. Með sjávarsíðunni afmarkast hún að norðan af “Grófinni”, sem næst er Berginu, að sunnanverðu af Nástrandargróf, sem aðrir kalla Nærstrandar, eða þar sem nú er neðsti hluti Tjarnargötu.
Landamerkin að norðanverðu voru bein lína dregin úr Gróf upp í “Keflavíkurborg”, en svo nefnist gamall stekkur á holtinu upp af Garðvegi, rétt norðan við núverandi byggð, og þar er nú mælipunktur frá Landmælingum Íslands. Þaðan lá svo bein lína í átt að Kölku (sem var stór og mikil hvítkölkuð varða á Háaleitinu), þar til sjónlínu úr Nástrandarvörðu er skar hana í holtinu suðvestur af Iðavöllum.

Keflavík

Brunnur ofan Stekkjarhamars.

Til suðurs frá Grófinni rís landið muög, svo að sjávarkanturinn nær allt að 6 metra hæð og gengur suður að svokallaðri “Stokkavör” þar sem uppsátur Keflavíkurbóndans hafði alltaf verið.

Upp af þessum sjávarkanti reis landið nokkuð og náði 9 metra hæð á áberandi hól, og þar fast fyrir sunnan mun bærinn hafa staðið eftir sögn elstu manna, en túninu hallaði frá bænum í allar áttir.
Marta Valgerður Jónsdóttir getur þess í grein í Faxa í maí 1947, til sannindamerkis um bæjarstæðið sunnan við hólinn, að greint hafi verið frá því, aðþar hefðu fundist greinilegar minjar um byggt ból, er túnið var sléttað í tíð eldri Duus.

Keflavík

Drykkjarsteinn ofan Keflavíkurbjargs.

Þá hafa einnig verið sagðar sögur af miklum landspjöllum af völdum sjávar. Bakkarnir meðfram höfninni áttu að hafa verið hærri og skagað lengra fram til sjávar og undirlendi nokkurt fyrir neðan bakkana, en sjórinn brotið það land og bakkarnir hrunið smátt og smátt fram.
Frá Stokkavör suður af Nástrandargróf reis landið aftur fram við sjóinn, og náði sjávarkanturinn þar enn um 6 metra hæð. Það urðu mikil landbrot á því svæði, sem ekki var stöðvað fyrr en 1949 er lokið var að gera steinsteyptan sjávargarð á verstu staðina.
Ekki er vitað hvenær búskapur hefur hafist í Keflavík, um það eru engar sagnir, en ætla má að það hafi verið nokkuð snemma, en sennilega hefur sá búskapur aldrei verið mikill, aðeins kotbúskapur sem að miklu leyti hafur byggst á útræði.

Keflavík

Keflavík – gamli bærinn fremst.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir svo um Keflavík: “Hér er fyrirsvar ekkert, jarðardýrleiki óviss. Eigandi kongl. Majestat. Ábúandi Halldór Magnússon, landsskuld (þ.e. afgjald) 25 álnir, sem borgast 1 vætt og 2 fjórðungar fiska í kaupstað í reikning umboðsmannsins á Bessastöðum.
Við til húsábóta leggur ábúandinn. Kúgildi er ekkert. Inntökuskip eru hér engin, lending slæm. Engjar engar, úthagar í betra lagi og vatnsból í allra lakasta máta sumar og vetur. Kirkjuvegur langur og margoft ófær um vetrartímann.”

Keflavík

Keflavík – vinda í Duushúsum.

Samkvæmt jarðabók er hægt að gera sér grein fyrir að land jarðarinnar hafi verið ólíkt grasgefnara þá og fyrr, en varð á síðustu árum og hefur uppbástur eytt jarðvegi og gróðri á þeim tæpum 3 öldum, sem eru liðnar, því allt land fyrir ofan kauptúnið var orðið örfoka, en eldra fólk benti á þykk rofabörð eins og eyjur upp úr melunum með þéttum grasverði, sem sýnishorn af því sem verið hafði.

Keflavík

Stekkur undir Stekkjarhamri.

Í Faxa í maí 1947 segir MVJ um kvaðirnar á Keflavíkurbóndanum. “Kvaðir um mannslán mun láta undarlega í eyrum nútímanna, en svo sem kunnugt er. Hafði konungsvaldið eða umboðsmenn á Bessastöðum, lagt á herðar manna hinar þyngstu skyldur, er þeir urðu að inna af hendi kauplaust, auk þess urðu þeir venjulega að fæða sig sjálfir. Bændur voru skyldugir að leggja til menn á skip Bessastaðamanna, er þeir höfðu í aflabestu verstöðvunum, verka fisk þeirra og skila þurrum og óskemmdum í kaupstað, vinna að húsagerð og landbúnaðarstörfum, bera fálka og margt fleira.”

Keflavík

T.d. voru sumir Innnesjamenn skyldir til að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Básenda, þegar þaðan voru sendir lifandi fálkar með verslunarskipunum til Danmerkur.
Allar þessar kvaðir lágu sem þungt farg á landsmönnum og voru orðnar nær óbærilegar, er þeir Árni og Páll sömdu jarðabókina.
Keflavíkurbóndinn hefur verið laus við allar þessar kvaðir, en í staðinn hefur hann verið þjónn Keflavíkurkaupmannsins og gætt verslunarhúsa hans á vetrum, er kaupmaður var brottsigldur.
Keflavík
Í Setbergsannál er getið um Grím Bergsson í Keflavík er andaðist 8. janúar 1649 í einni heyótt á kvöldtíma. Grímur hafði fyrrum verið sýslumaður í Kjósasýslu. Hann bjó fyrst á Kirkjubóli á Miðnesi, síðan í Ytri Njarðvík og loks í Keflavík. Á meðan hann var í Ytri Njarðvík varð hann velgjörðarmaður Hallgríms Péturssonar. Tók hann þátt í að liðsinna Hallgrími þegar hann kom frá Kaupmannahöfn vorið 1637, félaus og vinafár með konuefni sitt Guðríði, en þau komu út í Keflavík.

KeflavíkÁrið 1750 er í Keflavík einn meðalbær og lítið kot. Þegar bændamanntal er tekið 1762 býr þar Hannes Höskuldsson. Hann mun vera síðasti bóndinn í Keflavík og leggst jörðin undir verslunina þar eftir hans daga.
Hinn 27. júní 1792 var samkvæmt fyrirskipan Ólafs stiftamtmanns háð söluþing í Reykjavík þar sem hann bauð til kaups 24 konungsjarðir á Miðnesi. Jörðin Keflavík var þar á meðal. Hún var slegin kaupmanninum í Keflavík, Christen Adolph Jacobæusi fyrir 50 ríkisdali.

-Guðleifur Sigurjónsson – Keflavík í apríl 1985.

Keflavík

Keflavík – Gamli bærinn á miðri mynd.