Selskógur

Þorbjarnarfell (Þorbjörn) er hæst 243 m.y.s.
Fellið er bæði merkilegt út frá jarðfræði og þjóðsögum. Norðan undir hlíðum þess eru Thorbjarnarfell IIIminjar fornra búskaparhátta og skógræktar frá síðustu öld. Auðvelt er að ganga umhverfis fellið. Vegarlengdin er 5.0 km. Auk þess er fyrirhafnarlítið hægt að ganga á fellið frá bílastæðunum umhverfis það. Hringganga, ef vegarslóðanum er fylgt og komið niður Klifhóla, er 3.0 km.
Jónsmessuhátið Grindvíkinga hefur í seinni tíð verið haldin hátíðleg á Þorbirni – og er það vel við hæfi, enda mun siðurinn vera frá heiðni kominn (þótt hann hafi í seinni tíð verið eignaður Jóni (Jóhannesi) skírara upp á kristinn sið.

Thorbjarnarfell IIÞægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir aðlíðandi vegi, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell og frá bílastæði við Selskóg norðan þess.

Thorbjorn-223

Möstrin efst á Þorbirni tilheyra Símanum annars vegar og Flugþjónustunni hins vegar. Stóra mastrið, ca, 40 m hátt, er frá Flugþjónustunni og önnur frá Símanum. Nýjasta mastrið [2009] þjónar gsm-sambandi Símans. Auk þess er þarna endurvarp frá Útvarpinu.

Þegar gengið er vestur ofan við suðvesturhlíð fellsins blasa við háir klettadrangar er marka brúnina á kafla. Frá þeim er hið ágætasta útsýni yfir hraunin, Illahraun, Eldvarpahraunin (Bræðrahraun og Blettahraun) Skiptsstígshraun og Arnarseturshraun norðar. Ágætt útsýni er til norðvesturs að Þórðarfelli, Sandfelli, Sandfellshæð, Eldvörpum og allt að Eldey í vestri.
Frá sunnanverðum Þorbirni er líka hið fegursta útsýni yfir óumdeilanlega fallegasta byggðalag suðurstrandar Reykjanesskagans, Grindavík.

Thorbjorn-224Á vef Örnefnastofnunar Íslands segir þetta um örnefnið Þorbjörn: “Þó að þess séu dæmi, að nöfnin sem gætu verið mannanöfn séu til í samsetningum með orðunum fell eða fjall, t.d. Þorbjarnarfell, er ekki hægt að segja, að öll þessi nöfn séu þannig til komin, að þau séu styttingar. Upprunalega nafnið gæti allt eins verið Þorbjörn og orðinu felli bætt við sem merkingarauka (epexegese) til nánari skýringar. Algengt hefur verið á Norðurlöndum að gefa fjöllum nöfn eftir persónutáknunum, þar sem mönnum hefur fundist vera líking með þeim. Þetta hefur líka tíðkast hér. Nægir þar að nefna fjallanöfn, þar sem orðin karl og kerling koma fyrir, t.d. Karl úti fyrir Reykjanesi og Kerling í Eyjafirði. Nöfn með maður, strákur og sveinn vísa til hins sama. Þegar fjalli er valið nafnið Surtur, er verið að vísa til jötuns, og er þá líklegt að fjallið sé svart, af því að allir þekkja þá merkingu orðsins. Þegar það er athugað, að nöfnin Karl og Sveinn geta verið hrein mannanöfn, og að ýmis fjallanöfn geta líka verið mannanöfn, en einnig haft aðra merkingu, er það e.t.v. orðinn álitlegur hópur fjalla, sem ber Thorbjorn-226mannanöfn. Þegar þetta er orðinn útbreiddur nafnsiður, og ýmis fjöll bera einnig nöfn dýra, þá verður ekki fráleitt að nota hvers konar mannanöfn um fjöll, án þess að útlit þeirra þurfi að ráða þar nokkru um. Þá verður það tilviljun hvaða nafn er gefið fjalli, eins og það getur verið tilviljun hvaða nafn maður hlýtur. Útlit ræður því ekki hvort maður heitir Njáll eða Þorfinnur. Útlit fjalls getur tæpast ráðið því, að það fái nafnið Gunnhildur, Hálfdan, Jörundur, Njáll eða Ölver. Að líkindum urðu þessi nöfn til hér sem fjallanöfn í upphafi byggðar, m.a. vegna þess að menn vildu heiðra landnámsmennina með því að kenna fjöll eða tinda við þá.”

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Til mun vera önnur skráð söguskýring á örnefninu “Þorbjörn”. Gamlir Grindvíkingar vísuðu jafnan á “Þorbjörn karlinn” þegar komið var til Grindavíkur bæði eftir SKipsstíg og síðan Grindavíkurveginum frá Gíghæð. Þá blasir við höfuð bergrisans utan í vestanverðu fellinu, líkt og hann hefði lagt sig þar um stund og notað vesturöxl fellsins sem svæfil.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Aðrir hafa viljað tengja nafnið við Hafur-Björn, son fyrsta landnámsmannsin [930], Morlda-Gnúps, en sú tenging þykir langsótt. Fornafnið “Þor” er Þórsskírskotun, þess allra heiðnasta. Nafnið virðist því vera frá fyrstu tíð landnáms hér á landi því kristni varð eigi lögtekin hér fyrr en árið eitt þúsund. Heitið “Björn” gæti hins vegar, aldursins vegna, verið komið frá nefndum Birni er bæði Landnáma og þjóðsögur Jóns Árnasonar kveða á um. Hann hefur þá mögulega geta verið nefndur, á rauntíma, eftir herraguði ásanna (Þórs-Björn), sem með kristninni hefði getað breyst í “Þorbjörn”. Þjóðsagan hefur síðan lifað af hvorutveggja og hann þá nefndur “Hafur-Björn” – slíkt er bæjarmerki Grindarvíkur nú grundvallast á.

Þorbjarnarfell 
Thorbjorn-228Í daglegu tali er Þorbjarnarfell nefnt Þorbjörn. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Fellið er stakt móbergsfell (243 m.y.s) og varð til að hluta á fyrra ísaldarskeiði og hinu síðasta. Það er því með eldri fjöllum, eða fellum, á Reykjanesskaganum. Af fellinu er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðvestan við fellið er mikil jarðhitamyndun (Bláa lónið og Svartsengi) og norður og norðaustur af því er einnig allvíðáttumikið jarðhitasvæði.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn merkilegt fyrirbæri. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist.
Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 Thorbjorn-2291þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva. Hraunin norðan og vestan Þorbjarnar eru flest frá 13. öld.

Eftir Atlantshafshryggnum ganga sprungureinar frá SV til NA. Á þeim eru nokkur stórbrotin misgengi og gjár. Eitt stórbrotnasta misgengið gengur þvert í gegnum Þorbjarnarfellið.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þegar komið er upp fyrir norðurbrúnina og á efri hluti fellsins má vel sjá hvernig fellið hafði fallið niður í miðjunni þannig að austur- og vesturveggirnir standa eftir og ofar. Um er að ræða sigdæld (misgengi) í gegnum fellið. Ástæðan er sú að Þorbjarnarfell varð til á tveimur gostímabilum á tveimur síðustu ísaldarskeiðum. Hluti þess myndaðist á fyrra ísaldarskeiðinu og þegar aftur urðu jarðhræringar á síðasta ísaldarskeiði urðu þessar miklu umbreytingar í fellinu. Ekki komu afgerandi gosefni upp í seinna skiptið því bólstraberg frá fyrra gosinu eru ráðandi hvert sem litið er.

Þjófagjá
Thorbjorn-230Þjófagjá er stór misgengissprunga er klífur topp Þorbjarnarfells. Klettasprungan er með grasi grónum botni. Hún er um 10 m breið, en allt að 80 m djúp. Þrönngur skúti er í sprungunni vestarlega. Einstigi er um Þjófagjá og leiðin greið, ef rétt er að farið. Víða í klettaveggnum má sjá fallega bólstra.
Þjóðsagan segir að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Norðan gjárinnar er dalverpi. Þar var braggabyggð hernámsliðsins í Seinni-heimstyrjöldinni. Enn má sjá leifarnar af þeim.

Baðsvellir
Tóftir Baðsvallaseljanna eru norðan undir Þorbirni. Auk þess eru tóftir vestan undir Hagafelli; sel frá Thorbjorn-231Hópi, enda í Hópslandi. Önnur tóft því tengdu er í lægð undir Selshálsi og er vatnsstæði framan við hana. Hin selin, Baðsvallaselin, eru á Baðsvöllunum sjálfum sem og utan í hraunkantinum vestan þeirra. Þar eru bæði tóftir og a.m.k. tveir stekkir. Fjöldi stekkja í selstöðu segja jafnan til um fjölda selja.

Í umfjöllun Guðrúnar Gísladóttur um Sel og selstöður í Grindavík í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, segir hún m.a.: “Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.”
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum á Baðsvöllum.

Thorbjorn-232

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðuna á Baðsvöllum, en “menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi…” Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls þar sem var Dalssel.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum, nema Baðsvöllum. Þar eru hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Enda mun selstaðan snemma hafa verið færð upp á Selsvelli þar sem Grindavíkurbændurnir höfðu lengi í seli – eða allt frá á seinni hluta 19. aldar.
Önnur megintófin á Baðsvöllum er norðan við greniskóginn, sem þar hefur verið plantaður, en en hin er inni í skóginum, um- og ásetin trjám. Kvíar og stekkir eru með hraunkantinum.

Selskógur
Thorbjorn-233Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur. Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæðinu nafnið Selskógur. Skógræktarfélag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið. Félagið lagðist í dvala árið 1988 en það var svo vaskur hópur skógræktaráhugafólks sem tók sig til og endurvakti félagið 2006. Frá því 2006 hafa verið gróðursettar um 6000 plöntur á svæðinu.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Hugmyndir eru uppi um að byggja upp dæmigerða selstöðu á Baðsvöllum, en selin gegndu stóru hlutverki í búskaparsögu svæðisins í meira en 1000 ár. Selstaðan yrði fulltrúi 286 slíkra, sem enn má sjá í fyrrum landnámi Ingólfs.

Ljóðið Grindvíkingur
Örn Arnarson skáld lýsir Þorbjarnarfelli í ljóði sínu Grindvíkingur:
Við skulum yfir landið líta,
liðnum árum gleyma um stund,
láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd og sund.
Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt.
Þorbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt“
(Jón Böðvarsson, 1988:128).

-ÓSÁ tók saman.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Reykjanesskagi

Nútíminn hefur vaxandi áhuga á umhverfi og umhverfisvernd, útivist og ódýrri heilsueflingu, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs og kröfu um aukna ráðdeild. En hvað með söguna, varðveislu og nýtingu hinna áþreifanlegu minja?

Lindarsandur

Lindarsandur neðan Melabergs.

Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi sögulegra minja er enduspegla búsetu- og atvinnuþróun þess frá upphafi landnáms. Lítill hluti þeirra hefur verið skráður og hlutfallslega fáar áhugaverðar minjar hafa beinlínis verið varðveittar með markvissum aðgerðum eða áætlunum um að gera þær aðgengilegar fólki. Í minjarnar má lesa, líkt og á handritin, söguna frá upphafi, stig af stigi, svo og menningu hvers tíma. Tóftir gamalla bæja, sjóbúðir, sel og selstöður, stekkir, kvíar, nátthagar, hleðslur, fjárborgir og hellar, fjárskjól, þjóðleiðir, mörk og merkingar auk dysja, brunna, flórgólfa, nausta og vara eru minjar genginna kynslóða. Hvert sem farið er liggur sagan geymd – en alls ekki öllum gleymd.

Selalda

Selalda – fjárhús.

Ótaldar eru náttúruminjarnar, sem margar hverjar eiga hvergi sína líka, faldar í hraunum, hlíðum, dölum, fjöllum, hálsum og við læki og vötn.
Lítill áhugi virðist hafa verið fyrir því að rannsaka og/eða endurgera valdar minjar á svæðinu, reisa tilgátumannvirki eða gera söguna aðgengilegri og nýtanlegri en verið hefur. Og það þrátt fyrir að nýyrði eins og “heilstætt búskaparlandslag”, “menningarlandslag” og “sögutengd ferðaþjónusta” hafi hvergi frjósamari jarðveg en einmitt þar.
Allir hafa í raun gott af því að vita af uppsprettunni og gera sér grein fyrir hvar rætur þeirra hafa fengið vökvun um langan tíma, hvaðan droparnir komu og hvernig þeir viðhéldu gróðurlífinu. Uppruninn skiptir máli – hver sem hann er. Þangað sækir fólk næringuna. Sumt af því virðist kannski við fyrstu sýn ekkert sérstaklega burðugt eða til þess fallið að vekja stolt, en þegar betur er að gáð verður raunin önnur – allt önnur. Hún gefur fullt tilefni til að nýta blómin – arfinn – okkur sjálfum og komandi kynslóðum til heilla.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Minjasagan lýsir vel einkennum þjóðarinnar og hvernig hún nýtti landkosti og efni öðruvísi en aðrar þjóðir, hvernig dreifing útvegsbændabyggðarinnar var með ströndum landsins, nýting innlandsins og önnur hagnýting landsgæðanna. Hver var t.a.m. ástæðan fyrir því að landsmenn bjuggu í “moldarhólum” og hlöðnum byrgjum langt fram eftir öldum á meðan fólk víðast hvar annars staðar í Evrópu hafði búið í steinhúsum um árþúsundir? Á Reykjanesi má sjá ástæður þessa og þar er einnig hægt að sjá bæði þróun híbýlanna hér á landi og upphaf steinhúsabygginganna á 19. öldinni – ef vel er að gáð. Fyrsti hlaðni steinviti landsins var reistur á Valahnjúk á Reykjanesi og svo mætti lengi telja. Um hann og ótalmargt annað, bæði fyrst og merkilegast, er fjallað á vefsíðu þessari.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Algengara er í seinni tíð að hópar eða jafnvel vinnustaðafélagar taki sig saman og skipuleggi stuttar gönguferðir starfsmanna. Um er að ræða ódýrt en hollt ráð til að bæta heilsu og líðan þeirra, sem hlut eiga að máli, en jafnframt kjörið tækifæri til að kynnast sögu, minjum og umhverfi svæðisins. Stutt er á þau mið sem og allt, sem til þarf. Frá Reykjavíkursvæðinu tekur t.a.m. ekki nema uþ.b. stundarfjórðung að komast á flest áhugaverðustu svæði Reykjanessins.
Ástæða er til að hvetja fólk til að hreyfa sig umfram hið venjubundna og að áhugasamt fólki nýti sér nálægðina til að kynna sér hið margvíslega sem umhverfið og svæðið allt hefur upp á að bjóða.

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Gönguhópurinn FERLIR hefur nýtt undanfarin ár til að ganga um einstök svæði Reykjanesskagans. Upphaflega var markmiðið að fara eitt hundrað ferðir um svæðið til að skoða það helsta, en þrátt fyrir um 2000 ferðir, sem að jafnaði hafa tekið 1-5 klst hver, eru stór svæði enn ógengin og óskoðuð.
Hópurinn hefur á ferðum sínum um Reykjanesskagann leitað til fólks, sem fætt er eða uppalið á hinum ýmsu svæðahlutum. Hvarvetna hefur hópnum verið vel tekið og fólk verið ótrúlega áhugasamt og viljugt að miðla af fróðleik sínum og þekkingu. Berlega hefur komið í ljós að þetta fólk býr yfir bæði mikilli og ómetanlegri vitneskju um minjar og sögu staðanna. Þessu fólki fer því miður fækkandi og líklega kemur að því að margt af því, sem vitneskja er um í dag, hverfi með tímanum – nema eitthvað verði að gert til að varðveita það (umfram það ágæta sem þegar hefur verið gert).

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.

Komið hefur á óvart hversu ótrúlega mikið og margt Reykjanesskagasvæðið, bæði ofan og utan höfuðborgarsvæðisins, hefur útivistarfólki eða öðru áhugasömu fólki upp á að bjóða – fólki sem nennir að leggja svolítið á sig eða hefur áhuga á að fræðast, hreyfa sig eða skoða sig um.

Í ferðum FERLIRs hefur oft verið um að ræða gönguferðir utan alfararleiða og þá tækifærið verið notað og skoðaðar jarðmyndanir á svæðinu, flóra, fána, fjöll, dalir, hæðir og lægðir, hellar, minjar, s.s. sel, fjárskjól og brunnar, nátthagar, gjár, gamlar þjóðleiðir, vötn, námur, hverir, brunnar, flugvélaflök, eldgígar, eldborgir, vitar, hleðslur og skógræktir. Jafnframt hefur verið reynt að setja sig í spor og kynnast lífi fólks og aðstæðum þess hér á öldum áður, breytingum á staðháttum og þróun frá einum tíma til annars. Sumir staðanna, sem gengið hefur verið á, eru mjög viðkvæmir fyrir átroðningi og því kannski ekki beinlínis æskilegt að hvetja margt fólk til að fara þangað, en ef það er gert þarf ávallt að gæta þess að fara um með varkárni og af tillitssemi.

Leiðarendi

Hellirinn Leiðarendi í Stórabollahrauni.

Til gaman má geta þess að þátttakendur hafa fram að þessu skoðað um tvö hundruð og fimmtíu selstöður á svæðinu frá Hvalfjarðarbotni að Reykjanestá, auk allra mannvirkjanna, sem þeim fylgja, s.s. stekkir, kvíar, fjárskjól, gerði, brunnar, vatnsstæði og leiðir, gamlar hlaðnar réttir, um 600 hella og nafngreinda skúta, fjölmargar gamlar leiðir, gamla hlaðna brunna, letursteina og áletranir, vörður, sem tengdar eru einhverjum sögum, hlaðnar refagildrur sem og margt annað er ætti að þykja áhugavert.
Í ljós hefur komið að þótt einhver áhugasamur vilji kynna sér tiltekinn hluta svæðisins af einhverju viti, leita uppi allar minjar og fá samhengi í nýtingu þeirra, getur það tekið hann langan tíma.

Brynjudalur

Brynjudalur – í Þórunnarseli.

Mikilvægt er að alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og ferðaþjónustuaðilar geri sér grein fyrir verðmæti og möguleikum svæðins, tjái sig jákvætt um það og af þekkingu, efli tiltrú annarra og skapi þannig grundvöll af enn fjölþættari nýtingu þess en verið hefur hingað til.

Mest um verð er þó sú innsýn, sem þátttakendur hafa öðlast á landssvæðið, breytingar á því í gegnum aldirnar, aðstæður fólksins og dugnað þess við takmarkaða möguleika og erfiðan kost. Þetta fólk á skilið mikla virðingu frá okkur afkomendunum. Mikilvægt er og að láta vitundina um það lifa áfram á meðal þeirra sem eiga að erfa landið. Þá er ekki síður mikilvægt að umgangast landið af varfærni og virðingu.

Á Ölkelduhálsi

Á Ölkelduhálsi.

Eldgos

Á vefsíðunni “eldgos.is” er m.a. fjallað um Reykjanesskagann með hliðsjón af eldgosum sem þar hafa orðið – og verða:

Reykjanesskagi

Eldgos.is

Eldgos.is – forsíða.

Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn. 5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki. Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins fyrir utan Reykjanesskagann og að auki er Hengillinn mjög ólíkur öðrum eldstöðvakerfum á skaganum.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sveimar (kerfi).

Þessi fimm kerfi eru nátengd og það virðist gjarnan gjósa í þeim flestum í sömu hrinunum. Þau eru 1. Reykjaneskerfið sem er vestast á skaganum, 2. Svartsengi sem er norður af Grindavík, 3. Fagradalsfjall sem er litlu austar, 4. Krýsuvíkurkerfið, kennt við Krýsuvík, 5. Brennisteinsfjallakerfið sem einnig er kennt við Bláfjöll.

Reykjanesskaginn tilheyrir hinu svonefnda Vestara gosbelti sem nær frá Reykjanesi og norður fyrir Langjökul. það belti er ekki eins virkt og Suðurlands- og Eystra gosbeltið en þó ganga yfir kröftugar rek- og goshrinur á Reykjanesskaganum á 800-1000 ára fresti. Síðast gekk slíkt tímabil yfir á árunum 950-1240 og þar áður fyrir um 1800-2500 árum.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ÍSOR.

Öll fimm kerfin eiga það sameiginlegt að í þeim eru ekki megineldstöðvar og í þeim öllum kemur eingöngu upp basalt. Gosin eru gjarnan sprungugos og magn gosefna í hverju gosi að jafnaði lítið eða innan við hálfur rúmkílómetri. Þó eru undantekningar frá þessu eins og nokkrar stórar dyngjur á skaganum sýna vel.

Mikil eldvirkni hefur verið á Reykjanesskaga á nútíma og yfir þúsund ferkílómetrar lands huldir nýju hrauni auk landauka í sjó. Gjall- og klepragígaraðir eru algengustu eldstöðvarnar en að auki eru fjölmargar dyngjur á skaganum.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – rauðlituð nútímahraun.

Þær hafa þó flestar myndast á fyrrihluta nútíma, reyndar allar taldar yfir 4500 ára gamlar og myndun þeirra tengist væntalega hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins á skaganum. Gossprungur á skaganum á nútíma eru hátt í 200 talsins sem sýnir vel hve virkur skaginn hefur verið þrátt fyrir að engin staðfest gos hafi orðið síðan á 13. öld. Jarðskjálftar eru tíðir á skaganum og jarðhitavirkni mikil.

ReykjanesskagiEldstöðvakerfi raða sér svo til suðvesturs frá Reykjanesskaganum og vitað er um allmörg neðansjávargos á Reykjaneshrygg síðustu aldir. Öflugt gos varð suður af Eldeyjarboða árið 1783. Þá myndaðist eyja sem hvarf þó stuttu síðar vegna ágangs sjávar. Á 19. öld er vitað um 3 gos á þessum slóðum og á 20. öldinni varð nokkrum sinnum vart við ólgu í sjó og gjóskuþústir sem líklega hafa verið af völdum lítilla neðansjávargosa.

Reykjaneskerfið

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi vestanverður – jarðfræðikort.

Vestasta eldstöðvakerfið á skaganum er Reykjaneskerfið. Nær það nokkurn veginn frá Reykjanestá að Grindavík og þaðan í norðaustur yfir skagann. Það nær einnig einhverja kílómetra í suðvestur á sjávarbotni og hafa margsinnis orði gos í sjó í kerfinu.

Mikil goshrina gekk yfir kerfið á árunum 1211-1240. Hófst þessi hrina með gosi í sjá skammt frá landi en síðan urðu allmörg gos á næstu árum á svipuðum slóðum, þ.e. í sjó skammt undan landi.

Eitt hefur verið áberandi mest, árið 1226 og skilur eftir sig gjóskulag sem hefur nýst vel í gjóskulagarannsóknum á Suðvesturlandi. Heimildir eru fyrir þessu gosi í Oddaverjaannál og er þar talað um “Sandfallsvetur á Íslandi”. Gos urðu svo uppi á landi á næstu árum. Þessi gos eru nefnd einu nafni Reykjaneseldar. Síðan þá hefur kerfið ekki bært á sér frekar en önnur eldstöðvakerfi á skaganum hvað gos varðar en jarðskjálftar eru þar tíðir.

Svartsengi

Jarðfræðikort

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Svartsengiskerfið, kennt við samnefnt háhitasvæði, var áður flokkað með Reykjaneskerfinu en þó þau séu um flest lík og nálægt hvort öðru þá eru þau flokkuð sem tvö aðskild kerfi nú. Þau fylgjast hinsvegar að hvað gos varðar og gýs í þeim báðum á svipuðum tíma. Þá rennur syðsti hluti kerfisins saman við Reykjaneskerfið vestan við Grindavík.

Allmargar dyngjur eru í kerfinu sem er um 7 km. breytt og amk. 30 km. langt. Gossvæðin eru þó í suðurhluta kerfisins.

Reykjanesskagi
Goshrina varð í kerfinu fyrir um 2000-2400 árum og rann þá m.a. svokallað Sundhnúkahraun ofan við Grindavík. Hluti Grindavíkur stendur á þessu hrauni.

Grindavík

Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst.

Einnig gaus í kerfinu samhliða Reykjaneseldum í kringum árið 1226. Virðast þá hafa orðið í það minnsta þrjú gos, fremur lítil þó. Illahraun sem orkuverið í Svartsengi stendur á og er við Bláa Lónið rann í einu þessara gosa.

Fagradalsfjall
Kerfið heitir eftir samnefndu fjalli á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkferfanna. Þetta er lítið kerfi og ólíkt hinum eldstöðvakerfunum á Reykjanesskaganum er það fremur lítt virkt hvað gos varðar, liklega hefur ekki orðið þar gos í um 6000 ár. Jarðskjálftar eru hinsvegar tíðir á svæðinu.

Hraun

Ólivínþóleítt hraun – Geldingahraun í Fagradalsfjalli.

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli eftir þriggja vikna mjög ákafa jarðskjálftahrinu. Þetta er fysrta eldgosið á Reykjanesskaga síðan árið 1240 eða í 781 ár og fyrsta gosið í Fagradalsfjallskerfinu í um 6000 ár.
Fljótlega kom í ljós að kvikan er sambærileg kviku úr stóru dyngjugosunum á Reykjanesskaganum sem urðu fyrir um 6000-14000 árum.

Krýsuvíkurkerfið

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Kerfið var áður nefnt Trölladyngjukerfið eftir samnefndri dyngju í kerfinu. Réttara þykir þó að kenna það við helsta kennileiti kerfisins og það svæði í því þar sem er að finna vísi að megineldstöð.

Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Krýsuvíkurkerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið. Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – rann 1151.

Um árið 1150 – 1180 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Hafa þessi eldgos verið nefnd Krýsuvíkureldar. Hraun runnu þá til sjávar báðu megin við Reykjanesskagann. Þá varð gos við Sveifluháls um 1180. Ekki virðist hinsvegar hafa gosið í kerfinu í Reykjaneseldunum á 13. öld þegar mikil goshrina gekk yfir vestar á Reykjanesskaganum.

Brennisteinsfjallakerfið

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Syðsti hluti kerfisins er við Krísuvíkurbjarg og það teygir sig svo í norðaustur yfir Bláfjöll og inn á Mosfellsheiði. Líkt og í flestum eldstöðvakerfunum á skaganum urðu allmikil umbrot í kerfinu skömmu eftir landnám og reyndar öllu fyrr í Brennisteinsfjallakerfinu. Nokkur gos urðu líklega í tveimur megingoshrinum á svæðinu frá Bláfjöllum að Hellisheiði. Þessi gos urðu rétt fyrir og rétt eftir árþúsundin. Þekktast er gosið sem Kristnitökuhraunið rann í árið 1000.

Framtíðarhorfur á Reykjanesskaga

Reykjanesskagi

Meginfarvegir, fyrrum eldvörp og þversnið meginfarvega nærri íbúabyggð innan vatnasviðs Vallahverfisins í Hafnarfirði. Bókastafir vísa til fyrrum eldvarpa. Hafa ber þó í huga að þau hraun, sem áður hafa runnið, renna ekki aftur.

Það verður ekki undan því komist að fjalla örlítið um hve hættulega nálægt byggð eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru nálægt 780 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Uppfært 27. apríl 2021

Geldingadalir

Geldingadalur; eldgos 2021.

Eins og alþjóð veit þá hófst eldgos í Fagradalsfjalli að kvöldi 19. mars 2021. Það var orðið ljóst í byrjun árs 2020 að mikil umbrot væru framundan á Reykjanesskaganum. Vart var við kvikuinnskot í þremur eldstöðvakerfum, Reykjaneskerfinu, Svartsengi og í Krýsuvíkurkerfinu. Jarðskjálftum fjölgaði mjög, sérstaklega þó í kringum Svartsengi og Grindavík og einnig í Fagradalsfjallskerfinu. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að þetta endaði með gosi en staðsetningin kom vissulega á óvart því Fagradalsfjallskerfið hafði ekki gosið í um 6.000 ár.

Þá er einnig um frumstæða kviku úr möttli að ræða, efniviður í dyngjugos sem ekki hefur orðið á Íslandi í þúsundir ára.

Eldvörp

Eldvörp – gígur.

Hvað þetta kann að segja til um virkni á næstu árum eða áratugum á Reykjanesskaga er ekkert mjög erfitt að segja til um. Nýtt virkniskeið er hafið á skaganum. Þetta gos er aðeins upphafið. Það má reikna með óróleikatímabili sem varir í einhverja áratugi, kanski 30-40 ár, með nokkrum gosum og að virknin hlaupi á milli eldstöðvakerfanna. Síðan kæmi rólegra tímabil í 50-100 ár en svo hæfist aftur gostímabil. Þetta er miðað við nokkuð vel þekkta goshegðun í kerfinu á síðasta virknitímabili frá um árið 800-1240.

Óvissan felst ekki í því að segja til um nákvæmlega hvar gosin verða heldur en hvort þau verða!

Heimild:
-https://eldgos.is/reykjanesskagi/
-Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu, “Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða”, Daníel Páll Jónasson, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, 2012.

Stóri-hrútur

Stóri-Hrútur; útsýni yfir að nýjum gíg (2022) ofan Meradala í Fagradalsfjalli.

 

Hettustígur

Gengið var um forna stíga, götur og vegi á Sveifluhálsi. Allmörg örnefni eru tengd þessum leiðum yfir og eftir hálsinum.

Badstofa-26

Til nýjunga verður hins vegar að teljast nýlega merktur og stikaður Hettuvegur frá Ketilsstíg inn á Smérbrekkustíg og Krýsuvíkurleið um Rauðuskriðu. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið farin áður en hún  var merkt sérstaklega með nafninu “Hettuvegur” því sá vegur er sunnan og vestan undir Hettu en ekki norðan hennar, eins hann hefur nú verið merktur. Ferðamenn á leið til eða frá Krýsuvík hefðu heldur aldrei farið að klifra upp hæðir og klungrast niður í dali til að komast þennan kafla þegar þeir gátu farið afliggjandi götu sömu leið. Þá virðast leiðsögumenn á svæðinu ekki vera með fjallsheitin á hreinu og bulla bara einhverja vitleysu.
Að þessu sinni var gengið um Drumbdalaleið, Steinabrekkustíg, Hettuveg, Smjörbrekkustíg og Hattur 26Ketilsstíg. Á göngunni uppgötvaðist a.m.k. ein áður óþekkt leið, sem hefur greinilega verið farin talsvert fyrrum.
Í örnefnalýsingum er þessara leiða getið. Gísli Sigurðsson skrifar m.a. um svæðið: “Spölkorn vestar er allhár melhóll Bleikhóll nefnist hann af lit sínum. Yrpuhóll er nokkru vestar og ber einnig nafn af lit sínum. Bleikhóll er gulbleikur, Yrphóll brúnn eða jarpleitur. Þá kemur hryggur lítill fram úr hálsinum og bak við eða vestan við hann er Seltún. Þar eru Seltúnshverir. Þar rennur Seltúnslækur en upptök sín á hann í Seltúnsgili. Seltúnshvammur er austan lækjarins og Seltúnsbrekka og upp liggur í hlykkjum og bugðum Ketilsstígurinn. Að líkindum hefur Seltúnssel verið hér í hvamminum. Á vesturbakka lækjarins stóð Brennisteinsnámahúsið. Það var gott og vandað hús í upphafi.

Hetta-26

En um 1920 var það nær eingöngu notað sem fjárhús. Seltúnsfjárrétt var við það. Í brekkunni vestan við gilið voru Brennisteinsnámurnar voru þær virkjaðar um aldabil, en með löngum hvíldum á milli. Hér uppi í brekkunni voru hverir og hétu ýmsum nöfnum, svo sem Hattshverir. Pínir eða Pínisströkkur. Hann kom upp eftir jarðskjálfta og lét mikið í honum, eins og í eimpípu gufuskips. Hann hvarf líka við jarðskjálfta og kom þá upp Fúlipollur. Dalhitur og Hechelshver getur Jónas Hallgrímsson um og svo er var Beygingahver. En um alla brekkuna voru hveraaugu. Niður undan Pínir var Pínisbrekka. Niður undan brekkunni voru Seltúnsbörðin.

Hettuvegur-26Á einu barðinu var brennisteinshrúga, sem ekki hafði verið flutt burt er síðasta ferðin í Námur þessar var farin. Hér litlu vestar var Engjafell og þar var Engjafellshver. Neðan undir Engjafelli eru Vaðlarnir. Þá er komið að Vaðlalæknum. Upp með honum er farið og er þá komið í Hveradali. Þar var námagröftur í Hveradalanámum. Má enn sjá dálitla hrúgu brennisteins í Hveradalabrekkunni, sem ekki hefur verið hirt þegar námavinnslan hætti. Upp Námahvamminn lá Námastígurinn frá fyrrnefndri hrúgu upp þangað sem brennisteinninn var tekinn. Hér voru líka Smjörbrekkur. Smjörbrekkustígur upp í Smjörbrekkuskarð. Upp frá Hveradölum til suðurs var brött brekka, Baðstofubrekka, en þar uppi voru klettar með sérkennilegri lögun. Eru þeir nefndir Baðstofa af lögun sinni, en þeir eru eins og burstir tvær og gnæfa við himinn. Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús.

Krýsuvík

Krýsuvík. Grænavatn t.v. og Gestsstaðavatn t.h.

Þar fram undan er Gestsstaðavatn. Kringum það eru svo Gestsstaðamelar. Þess er vert að geta, að Gestsstaðavatn, Grænavatn, Augun og Stampar eru allt sprengigígar, eftir því sem jarðfræðingar telja. Hveradalalækurinn eystri rennur sem fyrr er frá sagt niður í Vaðlana og nefnist þar eftir þeim. Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri.
Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga. Vestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk.
Smerbrekkustigur-26Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina. Vestur héðan frá læknum litla liggur stígur um Steinabrekkur og nefnist Steinabrekkustígur. Alllangt hér vestur með hálsinum er svo komið að móbergskletti, sem nefnist Skuggi mun vera gamalt fjárskjól. Uppi á Hálsinum er fjárbirgi, sem einhverntíma hefur verið reft yfir. Fagraskjól nefnist það. Nokkru vestar er komið að öðrum klettum nefnast Svörtuklettar. Niður undan þeim er komið á Alfaraleiðina frá Krýsuvík til Grindavíkur. En þarna eru líka Vegamót, því héðan liggur upp á hálsinn Drumbsdalastígur, sem var kirkjustígur Vigdísarvallamanna. Einbúi er klettur enn vestar, en hjá honum sveigir vegurinn fyrir vesturenda Sveifluháls og sér hér inn í Drumbsdali. Framundan eru móbergsklettar, nefnast Borgarhólar og eru á vinstri hlið við leiðina. Hér sér enn til gamla troðningsins og hér eru vörðubrot að sjálfsögðu mikið gömul. Fram undan Borgarhólum er Borgin, Fjárborgin eða Borgarhólafjárréttin, því bæði var þetta fjárskjól og einnig var rekið að þarna fé úr Vesturheiðinni.”

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Ennfremur: “Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún. Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur. Nokkrir nafnlausir tindar eru hér fyrir vestan og vestan þeirra er komið á Drumbsdalastíg.

Fagraskjól

Fagraskjól.

Á sunnanverðum hálsinum er Stóri-Drumbur, en norðar er Litli-Drumbur og milli þeirra Drumbsdalir. Hér fram undan eru Borgarhólar og Borgin. Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.”

Krýsuvík

Krýsuvík – kort

Einnig: “Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins. Héðan liggur svo slóðinn frá Hnúknum yfir dalinn að Vigdísarvöllum. Úr dölum þessum kemur lækur og rennur vestur norðan undir Hettu og tekur þar við læk úr Hettu og Hettumýri og nefnist þá Hettumýrarlækur. Enn bætist lítill lækur við, kemur í Kringlumýri og Kringlumýrartjörn með hnúkinn Slögu á hægri hlið þegar vestur er haldið.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Síðan rennur lækur þessi um lægð er nefnist Bleikingsdalur. Þar er Bleikingsdalsvað þar sem Drumbsdalastígur liggur yfir lækinn. Síðan fellur lækurinn norður af og um móbergshjalla, þar sem hann hefur grafið sig niður í móbergið og myndað polla hylji, súlur og boga í margs konar myndum. Lækurinn fellur svo fram og rennur út á hraunið og eftir því og er að fylla gjótur þess og bolla. Þegar hingað er komið blasir við í vesturátt Mælifell Krýsuvíkur-Mælifell eða Innra-Mælifell. Austur úr Mælifelli gengur lágur Mælifellsháls. Austanundir Mælifelli eru Klettavellir. En frá hálsinum milli Mælifells og Borgarhóla liggur Mælifellsdalur. Sunnan í Mælifelli er Mælifellstorfa mið af sjó. Vestur úr Mælifelli gengur Mælifellsás, en framan í því að suðvestan liggur Alfaraleiðin, krækir fyrir hornið og liggur þar framhjá Ögmundardys.”

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar af svæðinu segir m.a.: “Austur af Latsfjalli, norðan vegarins um hraunið, er fell það, sem heitir Krýsuvíkur-Mælifell, og suður af því, við suðurenda Sveifluháls, eru Borgarhólar. Norðaustur frá Borgarhólum fer svo hálsinn að myndast. Nokkuð þar austur með hálsrótunum er smáhnúkur einstakur, sem heitir Einbúi. Þar norður af er annar klettur, sem heitir Skuggi. Þar upp af er hár hnúkur á hálsinum, sem heitir Drumbur. Þar niður undan eru svo Drumbsdalir. Hér liggur yfir hálsinn vegurinn frá Vigdísarvöllum, er síðar getur, til Krýsuvíkur. Þessi vegur heitir Drumbsdalavegur. Þar norður frá er hóll, sem heitir Bleikshóll, og þar niðurundan í norðurhlíðum hálsins er dalur, sem heitir Bleikingsdalur. Þá er vegur, sem heitir Hettuvegur eða Móhálsavegur.”

Krýsuvík

Krýsuvík – Hveradalur.

Ennfremur: “Í Hverafjalli eru margir smádalir með hverum, bæði vatnshverum og brennisteinshverum, og heitir það svæði Hveradalir. Nokkuð suður og vestur frá Hatti er hæsti hnúkurinn þarna, og heitir hann Hetta. Er líkast, að hér sé komin allstórvaxin risafjölskylda. Framan undir Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsum, og er það nafn nú glatað. Austan undir Hatti er hvammur sá, sem heitir Seltúnshvammur. Er komið niður í hann, þegar Ketilstígur er farinn, er síðar getur. Í hvamminum er Seltúnið. Þar eru nokkrir leirhverir, sumir dauðir, en í öðrum kraumar. Úr gili milli Hatts og Seltúns kemur Seltúnslækur, sem rennur um alldjúpt gil á jafnsléttu, Selgil. Þarna eru Seltúnshverir.

Kringlumýri

Kringlumýri – sennilega ein elsta selstaða landsins.

Framan við Seltúnið eru Brennisteinshúsarústir. Eru þær á Seltúnsbarði, sem er sunnan gilsins. Þar höfðu enskir menn brennisteinstöku á 19. öld. Voru þeir líka í Brennisteinsfjöllum. Þegar kemur niður úr Seltúninu niður á láglendið, er leiðin til Krýsuvíkur um Vaðla. Hér hefur gleymzt, að neðan undir Hettu Vigdísarvallamegin er Hettumýri).

Arnarvatn

Arnarvatn.

Norður af Hatti er á hálsinum vatn það, sem heitir Arnarvatn, og norðan þess er hár hnúkur, Arnarnípa. Arnarvatn er í lægð á hálsinum, og gegnum þá lægð liggur vegur, sem nefndur er Ketilstígur. Ef komið er norðan frá yfir hálsinn, liggur hann fyrst upp bratt klettahögg, og þegar upp á það er komið, blasir Ketillinn við, en það er kringlóttur, djúpur dalur eða skál niður í fjallið. Graslendi er í botni hans. Þetta er móbergsfjall, og liggur stígurinn í fullan hálfhring upp Ketilinn, hærra og hærra. Snarbrattar og sléttar skriður eru niður í botn, þegar upp kemur, sést, að hér er hálsinn klofinn norður að svonefndum Miðdegishnúk, sem er upp af Kaldrana, sem fyrr er getið. Þessi klofningur er sanddalir, sem heita Folaldadalir.”
Frábært veður. Gangan tók 4. klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík, Ari Gíslason skráði.
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík. Gísli Sigurðsson skráði.

Seltun-26

Í Seltúni.

Krýsuvíkurkirkja

Á Vísindavefunum má lesa eftirfarandi svar við spurningunni; “Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?”:

Dysjar

FERLIRsfélagar skoða dysjar kerlinganna Herdísar og Krýsu og smalans neðan Kerlingadals.

Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum.
Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið Crisa, fornháþýskt kvenmannsnafn (Über den Namen Krýsuvík. Mittelungen der Islandfreunde 1929, bls. 36-37). Líklegra er þó að nafnið sé dregið af germanskri rót sem merkir ‘beygja’ og hafi vísað til lögunar víkurinnar (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 510 og 512).

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi.

Engin vík heitir nú Krýsuvík þar sem Ögmundarhraun rann yfir bæinn Gömlu-Krýsuvík og í víkina. Næsta vík austan við er nefnd Hælsvík en ekki er vitað hversu gamalt það nafn er eða hvort hún var hluti Krýsuvíkur.
Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir mér því réttara að skrifa Krýsuvík. Þjóðsagan um Krýsu eða Krýsi og Herdísi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (2. útg. I:459-461) er vafalítið til orðin út frá nöfnum víkanna. Þjóðsöguna má lesa með því að smella HÉR.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6532

Krýsuvík - uppdráttur

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Vogar

Í Wikipedia koma fram eftirfarandi upplýsingar um “Suðurnes” á Reykjanesskaga:

Suðurnes

Suðurnes – kort.

“Suðurnes er samheiti þeirra byggðarlaga sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vogar í samnefndu sveitarfélagi á Vatnsleysuströnd, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), Suðurnesjabær (sem myndaður var 2018 úr Garði og Sandgerði) og Grindavík. Á þessu svæði er landnám Steinunnar gömlu, frændkonu Ingólfs, en henni gaf hann Rosmhvalanes allt sunnan Hvassahrauns, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám Molda-Gnúps, sem nam Grindavík. Annars er frásögn Landnámu um þetta svæði mjög óljós.”

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Á Vísindavefnum segir um “Suðurnes” þegar spurt var; “Er Reykjanes það sama og Suðurnes?”:
“Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes:
Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell mitt á nesinu), sem grasgróið er og óskýrt hver eigi.

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Á eftir skrá um hvalskipti Rosmhvelinga, sem Árni birtir í ritinu, segir hann um Suðurnes:
Hér af kann að sjást, að Rosthvalanes er á milli Keflavíkur og Hafnavogs, það sem menn nú kalla Suðurnes eða distinctius (þ.e. nánar tiltekið): Hólmsleiru, Garð, Miðnes, Stafnes.
Í sóknalýsingu sr. Sigurðar B. Sívertsens um Útskálaprestakall sem náði yfir Útskála-, Hvalsness- og Kirkjuvogssóknir árið 1839, segir hann:

Sandgerði

Sandgerði og nágrenni – herforingjaráðskort 1903; Rosmhvalanes.

Úr fjarlægum plátsum eru þessar sóknir kallaðar Suðurnes, til aðgreiningar við Innnes, nl. Seltjarnar- og Álftanes. Eiginlega heitir samt ekki annað Suðurnes en Hvalsnessókn, allt frá því nesinu fer að veita til suðurs frá fyrrnefndum Skaga, sem vestast liggur af landinu.
Hann notar nafnið síðan í eintölu, Suðurnesið.

Í ritinu Landið þitt – Ísland telja þeir Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson að nafnið Suðurnes sé upphaflega komið frá vermönnum, helst Norðlendingum, og hafi verið notað um Rosmhvalanes, Álftanes og Seltjarnarnes til aðgreiningar frá Akranesi og Kjalarnesi. Þeir segja einnig að talið sé að Þorvaldur Thoroddsen hafi fyrstur nefnt svæðið suðvestan Hafnarfjarðar Reykjanesskaga.

Jamestown

Hafnir og nágrenni – kort.

Á fyrri hluta 20. aldar taldist nafnið Suðurnes ná frá Vatnsleysuströnd að Garðskaga og þaðan alla leið til Krýsuvíkur. Síðan hefur þessi notkun fest sig í sessi.
Það má því segja að fyrr á tímum hafi verið gerður skýr greinarmunur á Reykjanesi og Suðurnesjum þar sem það fyrrnefnda var “hællinn” á skaganum en það síðarnefnda “táin”, en í dag sé nokkurn veginn um sama svæði að ræða.”

Málið er að Suðurnes voru jafnan talin vera byggðalögin vestan Hafnarfjarðar á norðanverðum og vestanverðum Reykjanesskaganum. Grindavík á sunnanverðum Skaganum var aldrei talið til “Suðurnesja”.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Su%C3%B0urnes
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=48881

Hafnir

Hafnir.

Kristján tíundi

Í Fálkanum 1930 (Alþingishátíðarriti) er grein um “Konung Íslands og drotningu“:

Konungur Íslands

Kristján tíundi; ríkisár 1912-1947 (Danmörku) 1918-1944 (Íslandi). Skírnarnafn: Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm Glücksburg. Fæddur 26. september 1870 – dáinn 20. apríl 1947 (76 ára). Drottningin er Alexandrína af Mecklenburg-Schwerin. Kristján tíundi kom fjórum sinnum til Íslands og í öll skiptin með skipi. Hann heimsótti Ísland árin 1921, 1926, 1930 og 1936.

“Hinn fyrsta dag Alþingishátíðarinnar setur konungur Íslands og Danmerkur þingfund á Lögbergi. Á Lögbergi hafa áður konungar staðið, en þing hefir eigi verið haldið þar síðan löngu áður en fyrsti konungur Íslands kom hingað til lands. Atburður þessi verður því einslæður í sögu þjóðarinnar.

Liðin saga kennir oss, að konungar vorir hafi margir hverjir verið vinveittir oss Íslendingum og mistök þau, sem urðu á stjórnarfarinu voru að jafnaði því að kenna, að þeir menn, sem konungarnir höfðu sjer til aðstoðar um Íslandsmál voru alls ófróðir um hagi hinnar fjarlægu þjóðar. Það er talandi vottur um þetta, að einmitt á ríkisstjórnarárum hins fyrsta konungs, sem sótti Ísland heim, hefst sú framfaraöld íslenskrar þjóðmenningar, sem nú stendur.

Kristján níundi

Kristján níundi.

Kristján konungur níundi kom fyrstur allra konunga vorra út hingað, með þá „frelsisskrá í föðurhendi”, sem varð undirstaða íslensks stjórnfrelsis. Hann varð Íslendingum það, sem Friðrik sjöundi varð Dönum. Og á efstu ríkisstjórnarárum hans er nýtt spor stigið í íslenskri stjórnarfarssögu, er ráðuneyti Íslands er flutt inn í landið.

Hinn göfuga vilja á því, að verða við óskum Íslendinga sýndi hinn næsti konungur vor, Friðrik áttundi, er hann á fyrsta ríkisstjórnarári sínu boðar íslenska Alþingismenn í heimsókn til Danmerkur, til þess að þeir kynnist dönskum stjórnmálamönnum og í vinahóp gæti rætt áhugamál sín og kröfur við þá. Árið eflir, 1907, heimsækir hann svo sjálfur Ísland með fríðu föruneyti og sýndi í þeirri för, eins og fyr og síðar, vilja sinn á því, að verða við óskum Íslendinga. Hann skipar millilandanefndina til þess að gera tillögur um sambandslög. Þó að ekki verði beinn árangur af starfi hennar, þá varð það samt beinn og nauðsynlegur viðkomustaður á leið þjóðarinnar til sjálfstæðis.

Þingvellir

Kristján tíundi ásamt fylgdarliði á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930.

Það fjell í hlut Kristjáns konungs tíunda, að stíga stærstu sporin, sem stigin hafa verið í sjálfstæðismálum Íslendinga. Fyrst með stjórnarskránni frá 1915, sem veitti Íslendingum viðurkendan fána og síðan með sambandslögunum 1918, sem veittu Íslendingum viðurkenning sambandsþjóðarinnar fyrir því, að þeir væri frjáls og fullvalda þjóð. Dýrmætustu skjölin, sem geyma sönnunina fyrir sjálfslæði Íslands, bera nafn Kristjáns konungs tíunda, þess manns sem fyrstur konunga hafði nafn Íslands í heiti sínu.

Friðrik VIII

Friðrik VIII og Lovísa af Hessen-Kassel. 

Fullyrða má, að Kristján konungur tíundi, sje sá konungur Íslands, sem best hefir kynt sjer hagi þjóðarinnar og hefir hann íslenskan konungsritara sjer við hönd. Hann hefir átt tal við fleiri íslenska menn, en nokkur konungur annar. Og hann hefir tvívegis komið til Íslands, í fyrra skiftið er hann kom hingað í opinbera heimsókn 1921 og í síðara skiftið 1926. Og nú kemur hann í þriðja sinn.
Í bæði skiftin hefir Alexandrine drotning fylgt honum hingað og gerir enn. Hún er hin fyrsta drotning, sem til Ísland hefir komið og því hin fyrsta sem íslensk þjóð hefir haft kynni af. Og tvímælalaust hafa þau kynni orðið til þess að auka virðingu og ást Íslendinga á drotningum.

Konungshjónin koma hingað með herskipinu „Niels Juel“ hinn 25. júní.

Niels Jul

Niels Jul.

Eftir að þau hafa verið á Alþingishátíðinni verða þau um tíma upp í Borgarfirði. Meðan þau standa við hjér í Reykjavík búa þau um borð í skipinu, en á Þingvöllum í konungshúsinu.”

Konungar Danmerkur og Íslands voru eftirfarandi frá upphafi 19. aldar skv. fróðleiksíðum Wikipedia:

Heimild:
-Fálkinn, 25.-26. tbl. 21.06.1930 (Alþingishátín), Konungur Íslands og drotning, bs. 6.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Konungur_%C3%8Dslands
Kristján tíundi.

Garðahraun

Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata “frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn“, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, “klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu”. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Í Örnefnalýsingu 1958 er Garðastekkur sagður vera norðaustan Presthóls, “niður við hraun“. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hann “í hraunbrún Gálgahrauns miðs vegar milli Garðaholtsenda og Lambhúsatjarnar […] spölkorn niður frá vegamótum. Þar eru hleðslur og tættur gamla stekksins.” Við hann eru kennd Garðastekkatún “grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.”

Garðastekkur- fjárborg

Fjárborg ofan við Garðastekk.

Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið.
Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.”

Garðastekkur

Garðastekkur – tóft.

Kristján Eldjárn skoðaði svo minjarnar og lýsti þeim árið 1978: “Beint austur af [Presthól], við jaðar Gálgahrauns, heitir Stekkur og er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti. Vafalítið mun hafa verið þarna stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis. Talsverðar minjar er enn að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni. Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. En rétt fyrir norðan réttina er grasivaxin tóft, um 10 m löng og 4-5 m breið. Ekki er skynsamlegt að fullyrða hvað þetta er, en sennilega eru öll þessi gömlu ummerki á einhvern hátt tengd stekkjarlífinu. Mikill graslubbi torveldar að gera sér grein fyrir rústunum. Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt. Heim að Görðum er hæfilegur stekkjarvegur og staðurinn er upplagður sem stekkjarstæði.”

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Kristján rissaði upp réttina, hugsanlegar stekkjarleifar og tóft en suðurveggur hennar liggur nokkurn veginn samhliða norðurvegg réttarinnar. Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta um 350 m í norðaustur frá Bessastaðavegi. “Þarna er ræktað tún sunnan undir hraunbrúninni, tveir túnbleðlar, og rústirnar þar upp við hraunið. Í vestsuðvestur sést lítill grýttur hóll. Um 10 m eru milli réttarinnar og tóftarinnar en hún er í vestari túnblettinum. Tóftin er skýr þótt hún sé grasi vaxin en lögunin ógreinileg. Hún mælist 10,1 m á lengd og 5,2 á breidd, veggirnir um 1 m á breidd og 0,5 m á hæð. Skrásetjari giskar á að þarna hafi verið fjárkofi. Aftur fór svo fram Fornleifakönnun 1999 og segir þá að í krikanum sem myndast vestan við réttina sé “grasi gróin tóft, 10 x 4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftan úr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.” Tóftin hefur stefnuna norðvestur-suðaustur.

Fógetastígur

Fógetastígur í Garðahrauni.

Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u. þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.” Eftir að hafa sagt frá stekknum segir Kristján Eldjárn 1978 að “þarna í stekkjarstæðinu séu enn “talsverðar minjar […] að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul.”

Garðastekkur

Garðastekkur (Garðarétt).

Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta “vel hlaðin rétt, skiptist í 4 megin hólf – 1 “safn” og 3 hólf […] hlaðin úr hvössu grjótinu úr Gálgahrauninu. Veggir eru 0,3-1 m á breidd og 0,5-1 m á hæð. Við Fornleifakönnun 1999 segir svo: “Grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft. Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. […] Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19 x 6 m og er aðeins gengt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnan við. Þau eru bæði um 5 x 5 m með dyr á suðurvegg.”

Garðahraun

Götur í og við Garðahraun. ÓSÁ

Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Garðastekkatún “grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […]. Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.” Um það segir Kristján Eldjárn árið 1978: “[…] er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti […] stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt.” Við Fornleifakönnun 1991 segir: “Stekkjartún hefur verið í kringum stekkinn og hefur það verið ræktað upp og er enn notað. Norðan við stekkjartúnið eru kálgarðar frá þessari öld […] Fjær eru stórgrýttir flagmóar.”

Mægnadys

Mæðgnadys við Garðagötu.

Í Minnispunktum úr skoðunarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: “Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir. Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur.

Garðastekkur

Garðastekkur – fjárborg.

Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað  þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.”
Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera “á hrauntá í jaðri Gálgahrauns” – um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaðaveg. Rústin er mjög skýr, “hringlaga eða réttur hringur að utanmáli”, um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið”.

Sjá meira um Fógetastíg og Garðahraun.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson: 1964, Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum.
-Orri Vésteinsson: 1999, Fornleifakönnun. Álftanesvegur milli Engidals og Selskarðs. Fornleifastofnun Íslands FS087-99081. Rvk.
-Ari Gíslason: 1958, Örnefnalýsing Garðahverfis.
-Kristján Eiríksson: 1976-7, Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna.
-Kristján Eldjárn: Garðar, Garðahreppi, Gullbringusýslu. Minnispunktar úr skoðunarferð, dags. 20. sept. 1978.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: “1300-80”. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Arnarvatn

Reykjanesið hefur margar fallegar gönguleiðir upp á að bjóða. Reykjanes Geopark í samstarfi við Þráinn Kolbeinsson hefur tekið saman 13 gönguleiðir af Reykjanesinu og nefnist verkefnið “Tindar Reykjaness“. Verkefnið var styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

Norðan við Grindavík og rétt hjá Bláa lóninu liggur fellið Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Fellið myndaðist á síðasta kuldaskeiði ísaldar, við gos undir jökli, og er að mestu úr bólstrabergi. Þrátt fyrir að vera aðeins 243 metra hátt býður það upp á skemmtilegar og nokkuð fjölbreyttar göngur sem ættu að henta flestum. Hægt að byrja gönguna á nokkrum stöðum, en einfaldast er að byrja við bílastæði við Grindavíkurveg. Þar liggur gamall vegur upp eftir mesta brattanum og tvístrast svo þegar upp er komið. Fjallið stendur á misgengissprungum sem hafa myndað grunnan sigdal.

Þorbjörn

Camp Vail á Þorbirni – uppdráttur ÓSÁ.

Þar má sjá ummerki og leifar frá seinni heimsstyrjöld en setulið Bandaríkjamanna setti upp bækistöð í skjóli dalsins. Við sprunguhreyfingar hefur orðið til mikil hamragjá á toppi fjallsins sem kölluð er Þjófagjá. Sagan segir að þar hafi falið sig 15 þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Það var ekki fyrr en bóndasyni frá Hópi tókst að svíkja þá er þeir böðuðu sig á Baðsvöllum, norðan við Þorbjörn, sem þeir náðust loksins. Meira má lesa um þjófana og afdrif þeirra hér. Þegar upp er komið er möguleiki á nokkrum mismunandi leiðum. Upp á topp, í gegnum Þjófagjá og umhverfis toppinn. Hvert sem farið er má búast við frábæru útsýni í allar áttir. Það tekur ekki langan tíma að skoða hina ýmsu kima Þorbjarnar og fyrir þá sem vilja síður ganga upp á fjallið.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Vestan við Kleifarvatn liggur hinn fallegi Sveifluháls en á honum eru margir tindar sem bjóða upp á skemmtilegar göngur. Einn þeirra er Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Til að byrja gönguna er keyrt um Krýsuvíkurveg með fram Kleifarvatni og svo er þægilegt að leggja bílnum á litlum malar afleggjara. Þaðan er svo hægt að ganga beint upp. Þegar upp brattann er komið tekur við flatlendi umkringt stórbrotnum klettum. Haldið er áfram til norðausturs og eftir um 500 metra blasir tindurinn við. Þarna getur verið auðvelt að ruglast á tindum, en taka skal fram að til að komast upp á topp Miðdegishnúks þarf ekkert tæknilegt klifur.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Á leiðinni upp síðasta kaflann tekur á móti manni skemmtilegur hellir þar sem tilvalið er að borða nesti og njóta útsýnisins yfir Vigdísarvelli í vestri. Þegar toppnum er náð blasir við frábært útsýni í allar áttir, eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig yfir Kleifarvatn og Vigdísarvelli. Til vesturs má svo sjá Trölladyngju, Grænudyngju, Keili og fleiri fallega tinda. Hægt að fara sömu leið til baka, en fyrir þá sem vilja aðeins meira brölt er hægt að beygja í átt að Kleifarvatni þegar komið er niður fyrir hellinn. Þar þarf að klöngrast aðeins meira.

Stapatindar

Stapatindar

Stapatindar.

Sveifluháls liggur vestan við Kleifarvatn og þar tróna Stapatindar hæst. Nokkrar leiðir liggja að toppnum og er hægt að leggja á ýmsum stöðum við Krýsuvíkurveg og fara þaðan upp á Sveifluháls og í átt að Stapatindum. Einfaldast er að leggja bílnum á bílastæði við Kleifarvatn og ganga beinustu leið upp á hálsinn. Á leiðinni eru flottir klettar og bergmyndanir sem gaman er skoða áður en mesti brattinn tekur við. Þegar upp á hrygginn er komið tekur við frábært útsýni eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig er gaman að sjá Kleifarvatn úr þessari hæð. Í vestri blasa svo við Trölladyngja, Grænadyngja, Keilir og fleiri fallegir tindar umhverfis Sogin. Til að komast niður er eðlilega hægt að fara sömu leið og komið var upp, en einnig getur verið gaman að halda áfram eftir Sveifluhálsinum í suðvestur og vinna sig þaðan niður.

Grænadyngja

Grænadyngja

Grænadyngja.

Eitt ævintýralegasta göngusvæði Reykjaness felur sig við Grænudyngju og Trölladyngju. Grænadyngja er eldfjall sem myndaðist við gos undir jökli fyrir lok ísaldar og rétt við hana er Trölladyngja, en oft er talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Til að komast að Grænudyngju er ekið eftir Reykjanesbraut og þegar komið er að gatnamótum Vatnsleysustrandar er sveigt út af brautinni og inn á malarveg sem merktur er Keili. Malarvegurinn er nokkuð grófur, en þó fær flestum bílum á sumrin en minni bíla þarf að keyra hægt. Þegar komið er að bílastæði fyrir Keili er haldið áfram til vinstri.

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju.

Eftir um 1 km er aftur beygt til vinstri þar til komið er að gígnum Eldborg þar sem hægt er að leggja bílnum. Beint suður frá Eldborg er lítið gil sem markar upphaf göngunnar. Gilið krefst ekki tæknilegs klifurs en ef einhver treystir sér ekki þar upp er einnig hægt að ganga upp hlíðarnar austan við það. Haldið er áfram niður í grunnan dal og loks upp eftir suðurhlíðum fjallsins. Þar uppi tekur á móti manni einstakt svæði, grasi gróið og yfirleitt skjólsælt. Gengið er aðeins lengra, þar til nokkuð brött skriða blasir við. Gengið er upp eftir henni þangað til toppi Grænudyngju er náð.

Sog

Sogin og Grænadyngja.

Aðeins sunnar er að finna eitt besta mögulega útsýni yfir háhitasvæðið Sogin og vötnin þar í kring. Ef tími og aðstæður leyfa er tilvalið að bæta við gönguna ferð niður í Sogin og Trölladyngju svo úr verði skemmtileg hringferð. Ef ætlunin er að fara niður í Sogin er haldið áfram eins og leið liggur niður suðurhlíðar Grænudyngju þar til Sogunum er náð. Ef ætlunin er að fara einnig upp á Trölladyngju aftur að bílastæðinu, er best að halda í vestur og ganga niður eftir grasi grónum hlíðum Grænudyngju og niður í dalinn sem liggur á milli fjallanna. Ef ætlunin er einfaldlega að komast ofan af Grænudyngju aftur á bílastæðið, er tilvalið að halda niður vesturhlíðar fjallsins, ofan í dalinn þangað til komið er aftur að gilinu sem farið var upp í upphafi göngu.

Trölladyngja

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Trölladyngja er tilkomumikið fjall sem gaman er að ganga upp og frábært útsýni sem bíður manns á toppnum. Gangan hentar flestum og engan sérstakan búnað þarf nema ef um ræðir vetrarferð í hálku og/eða snjó. Rétt hjá Eldborg er lítil malarbílastæði og við upphaf göngu er lítið gil sem er skemmtilegt að fara upp en einnig er hægt að ganga upp auðvelda brekku norð-austan megin við það. Það eru nokkrar útfærslur af heildargöngunni en þær taka flestar um 1-2 klst. og eru um 2-4 km með 260m hækkun. Það er tilvalið að tengja göngu upp Trölladyngju við Grænudyngju og Sogin. Á toppnum er einstakt útsýni yfir Reykjanesskagann (Keili, Grænudyngju, Sogin o.fl.) og alla leið til Reykjavíkur og Snæfellsness.

Selsvallafjall

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Selsvallafjall er staðsett á skemmtilegu svæði sem ekki margir fara um, en tindurinn liggur vestan hinna fögru Vigdísarvalla. Í vesturhlíðum fjallsins fá finna leifar af breskri stríðsflugvél sem fórst þar árið 1943 eftir að hafa verið í eftirlitsflugi vegna kafbáta suðvestan Íslands. Á leiðinni gerði svartaþoku sem varð til þess að flugmaðurinn brotlenti vélinni í hlíðum fallsins en hægt er að lesa meira um slysið hér. Enn má finna leifar af flugvélinni en við biðjum alla þá sem heimsækja staðinn að taka enga muni með sér heim.

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Gönguna upp Selsvallafjall er bæði hægt að hefja við Suðurstrandarveg (nr. 247), þar sem Vigdísarvallarvegur byrjar eða með því að keyra inn Vigdísarvelli. Ef byrjað er við Suðurstrandarveg er gengið norður í átt að Núpshlíðarhálsi og honum fylgt, þangað til Selsvallafjalli er náð. Stuttu eftir að lagt er af stað frá Suðurstrandarvegi má sjá nokkra gíga sem skemmtilegt getur verið að staldra við og skoða. Síðan er haldið áfram þar til við tekur gamall malarvegur sem liggur ofan á hluta hryggjarins. Um 700 metra frá toppnum eru svo leifarnar af flugvélarbrakinu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Af toppi Selsvallafjalls er frábært útsýni í allar áttir og í góðu skyggni má m.a. sjá alla leið til Vestmannaeyja, Snæfellsjökuls og Eldeyjar.

Stóri-Hrútur

Stóri-Hrútur

Stóri-Hrútur.

Austan við gosstöðvarnar í Geldingadal stendur Stóri-Hrútur, 352 metra hátt keilulaga fjall. Ígegnum tíðina hafa örnefni svæða sem þykja sérlega torfarin stundum verið kennd við hrúta. Með núverandi slóða sem liggur upp eftir suðurhlíð hans er Stóri-Hrútur ekki sérlega torfarin en hann er þó brattur og grýttur svo áður fyrr hefur uppferðin verið mun erfiðari. Samkvæmt sögubókum ber Stóri-Hrútur víst fleiri en eitt nafn en Grindvíkingar hafa oft kallað hann Litla-Hrút og aðrir Syðri-Keilisbróður. Bæði nöfnin verða að teljast nokkuð viðeigandi þar sem hann er hvorki mjög hár í loftinu og er alveg í laginu eins og Keilir.

Stóri-hrútur

Stóri-Hrútur; útsýni yfir að gíg ofan Meradala.

Til að komast að Stóra-Hrút eru þrjár leiðir í boði og tilvalið að gera einhvers konar hringferð úr leiðinni. Þægilegaster að leggja bílnum hér og ganga þaðan. Ýmist er hægt að halda upp Langahrygg og ganga eftir honum eða öðru hvoru megin við hann, eftir Merardölum eða norður Nátthaga. Leiðirnar eru mislangar en heildar vegalengd getur verið um 7-10 km báðar leiðir. Nátthagi liggur vestan við Langahrygg en hann er meira og minna fullur af hrauni sem gaman getur verið að skoða. Þar hafa myndast magnaðir litir og getur gufa legið uppúr hrauninu í langan tíma eftir að gosi lýkur og því tilvalið að sjá svæðið á meðan enn er hiti í því. Langihryggur býður svo uppá skemmtilega útsýnisferð en gosstöðvarnar sjást vel þegar gengið er eftir hryggnum. Rúsínaní pylsuendanum er síðan uppi á Stóra-Hrúti sjálfum en þaðan sést einn stærsti gíganna hvað best.

Langihryggur

Langihryggur

Langihryggur og nágrenni.

Áður en gosið í Geldingadölum vatt upp á sig gat fólk nokkurn veginn farið hvaða leið sem er að gosstöðvunum og staðið hvar sem er til að upplifa eldgosið. Nokkrum mánuðum síðar var það ekki alveg jafn aðgengilegt og í kjölfarið varð Langihryggur óvart ein vinsælasta gönguleið landsins. Langihryggur er tæplega 300 metra hár hryggur sem liggur með fram Nátthaga, en það er einmitt dalurinn þar sem gosið náði sem næst sjónum. Leiðin er mjög aðgengileg og hægt að velja nokkra mismunandi upphafspunkta en við mælum með því að bílnum sé lagt á bílastæði 2 fyrir gosið eða bílastæði B.

Langihryggur

Langihryggur.

Frá báðum bílastæðum er auðvelt að fylgja stígum og stikum þar til Langihryggur blasir við, en hann ber nafn með rentu og er einmitt langur hryggur. Gangan er um 5-7 km báðar leiðir með nokkuð þægilegri hækkun. Áður en haldið er upp á hrygginn sjálfan getur verið gaman að ganga niður að hrauninu og skoða það. Þegar gengið er eftir hryggnum er stórbrotið útsýni yfir gosstöðvarnar þar sem einn af síðustu virku gígunum trónir vígalegur á toppnum í fjarska. Reykur og gufur geta sést löngu eftir að gosi lýkur og því er tilvalið að sjá svæðið á meðan enn er hiti í hrauninu. Ef tími og orka leyfa þá getur verið gaman að lengja gönguna aðeins og bæta við hana ferð upp á Stóra-Hrút, en hann tekur við í beinu framhaldi af hryggnum. Þar er einnig frábært útsýni yfir gosstöðvarnar og víðar.

Geitahlíð

Geitahlíð

Geitahlíð.

Geitahlíð er falleg grágrýtisdyngja rétt austan við Krýsuvík sem býður upp á skemmtilega og nokkuð greiðfarna göngu. Auðvelt er að komast að henni, annaðhvort um Krýsuvíkurveg (nr. 42) eða Suðurstrandarveg (nr. 247) og bílastæði er við upphaf göngu. Á láglendinu sunnan við Geitahlíð er gígurinn Stóra-Eldborg sem er tilvalið að kíkja á áður en haldið er upp Geitahlíð. Hægt er að ganga alveg upp á gígbrúnina og sjá ofan í gíginn sjálfan. Við hlið hans er Litla-Eldborg, en slóðinn upp Geitahlíð hverfur fljótlega eftir hana og ekki endilega augljóst hvert skal fara.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Tiltölulega einfalt er þó að vinna sig upp grýtta hlíðina. Þegar upp mesta hallann er komið liggur beint við að halda í átt að hæsta punkti Geitahlíðar, svokölluðum Æsubúðum. Æsubúðir eru nokkuð stór gígur á toppi fjallsins, en sagan segir að þar hafi eitt sinn verið verslunarstaður jötna. Á tímum þegar sjórinn náði upp að Geitahlíð hafi svo verið hægt var að leggja skipum við Hvítskeggshvamm (norðaustan við Eldborgirnar). Þegar upp er komið er skemmtilegt að ganga eftir brúnum Æsubúða og bæta þannig stuttri lykkju við ferðina. Af toppi Geitahlíðar er frábært útsýni til allra átta, sérstaklega yfir Kleifarvatn, Sveifluháls og Stapatinda.

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar. Grænavatn fremst, Djúpavatn t.h. og Spákonuvatn t.v.

Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu með frábæru útsýni yfir Djúpavatn, Sogin, Grænavatn o.fl. Eitt fallegasta göngusvæði Reykjaness er án efa í kringum Sogin, austan Vigdísarvalla, en þar má sjá einstakt háhitasvæði með tilheyrandi litbrigðum innan um fjölbreytta tinda og vötn. Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu um þetta svæði með skemmtilegu útsýni. Til að byrja gönguna er hægt að leggja bílum á þremur mismunandi stöðum: Við gamla borholu við Sogin og svo við sitthvorn enda Djúpavatns.

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar.

Leiðin er ekki stikuð, en fólki ráðlagt að finna sér sem þægilegustu leið upp á hrygginn og ganga svo eftir honum. Auðveldast er að komast upp á hann norðan við Djúpavatn. Á toppi Grænavatnseggja blasir við frábært útsýni til allra átta; yfir Djúpavatn og Vigdísarvelli, í átt að Grænavatni og svo í átt að Trölla- og Grænudyngju. Óháð því hvar byrjað er, þá er auðvelt að lengja gönguna með því að tengja við aðrar leiðir (Sogin, Grænudyngju o.fl.) og tilvalið að halda leiðinni áfram í kringum Grænavatn og aftur til baka í átt að Spákonuvatni með Keili í vestri.

Hverafjall

Hverafjall

Hverafjall.

Einn vinsælasti ferðamannastaður Reykjaness er Seltún við Kleifarvatn. Fjöldinn allur af hverum á litríku háhitasvæði gera staðinn að fullkomnum áfangastað fyrir þá sem hafa áhuga á einstakri og lifandi náttúru. Til að komast þangað er keyrt með fram Kleifarvatni um Krýsuvíkurveg (nr. 42) þar til skilti bendir manni á gott bílastæði. Rétt fyrir ofan Seltún er þó falin perla sem á það til að fara fram hjá þeim sem heimsækja svæðið, Hverafjall. Hverafjall er aðeins um 300 metra hátt og er gangan upp stutt og laggóð.

Hverafjall

Hverafjall.

Umhverfis fjallið er töluverður jarðhiti sem leiðir af sér mikla litadýrð og tilheyrandi gufustróka. Útsýnið á leiðinni og ofan af toppnum er mjög tilkomumikið en þaðan sjást m.a. Grænavatn og Kleifarvatn ásamt fleiri fallegum stöðum. Gangan þarf ekki að taka meira en klukkutíma, en skemmtilegt getur verið að halda áfram á næsta topp sem stendur beint fyrir ofan Seltún (norðan við Hverafjall). Þaðan er svo annaðhvort hægt að fara sömu leið til baka eða halda ferðinni áfram og koma niður að bílastæðinu hinum megin frá.

Keilir

Keilir

Keilir.

Keilir er frábær ganga fyrir fólk á öllum aldri en krefst þess þó að geta gengið upp þokkalega brattan kafla þar sem eitthvað um laust grjót er og laus sandur. Það tekur um 2-3 klst. að ganga frá bílastæði, upp á topp og aftur til baka en vegalengdin er 7-8 km með 280m hækkun. Á toppi Keilis er útsýnisskífa og frábært útsýni í allar áttir – ganga sem allir ættu að prófa.
Flestir hafa séð Keili þegar keyrt er eftir Reykjanesbrautinni, en ekki jafn margir hafa klifið hann. Gönguleiðin er skemmtileg og nokkuð greiðfarin og af toppnum er frábært útsýni í allar áttir. Keilir er móbergsfjall sem myndaðist á ísöld við gos undir jökli, án þess að gosið næði að brjótast upp úr jöklinum.

Keilir

Keilir – gestabókastandur á toppnum.

Leiðin að Keili er nokkuð einföld en keyrt er eftir Reykjanesbraut (nr. 41) og loks beygt af veginum á sama stað og ef ætlunin væriað fara Vatnsleysustrandarveg (nr. 420), en vegurinn að Keili er við sömu gatnamót en fer í gagnstæða átt. Áberandi skilti við veginn vísar á Keili. Þar tekur við malarvegur sem er í grófari kantinum, en þó fær flestum bílum á sumrin en á minni bílum er best að fara sér hægt. Eftir um 8 km blasir við bílastæði og upplýsingaskilti um gönguna á Keili. Gangan sjálf er skemmtileg og á flestra færi, en tvær leiðir að fjallinu eru í boði. Annars vegar eftir stikaðri leið í gegnum hraunið og hins vegar eftir hrygg Oddafells. Skemmtilegt getur verið að gera úr leiðinni hringferð. Upp eftir Keili liggur svo slóði sem á endanum leiðir mann að dýrindis útsýni yfir stóran hluta Reykjaness.

Fagradalsfjall – Langhóll

Langhóll

Á Langhól.

Það þarf eflaust ekki að minna marga á eldgosið sem hófst 19. mars 2021, kennt við Fagradalsfjall. Hæsti tindur þess svæðis heitir Langhóll og er um 390 metra hár. Þótt gangan hafi boðið upp á fallegt útsýni áður en gosið átti sér stað, þá varð útsýnið alls ekki síðra eftir það. Á leiðinni er gott útsýni yfir gosstöðvarnar og magnað að sjá hvernig hraunið hefur fyllt upp í botn Geldingadals. Til að komast að Langhóli er ýmist hægt að keyra Suðurstrandarveginn (nr. 427) um Krýsuvík eða Þorlákshöfn eða með því að fara í gegnum Grindavík. Gott er að byrja gönguna við bílastæði 1 fyrir gosstöðvarnar. Þaðan er gengið eftir merktum stíg í gegnum hraunið og í átt að gossvæðinu.

Langhóll

Langhóll – merkjastöpull.

Eftir rúman kílómeter skiptist stígurinn í tvennt, önnur leiðin liggur í átt að gosinu, en til að komast að Langhóli skal beygja til vinstri. Leiðin er stikuð og leiðir mann í átt að smá brekku brölti, en þar er þessi fíni kaðall sem gerir ferðina upp auðveldari. Þegar upp er komið halda stikurnar áfram og leiða mann stystu leið að útsýni yfir gosstöðvarnar. Þar sem engar stikur beina manni í átt að Langhóli getur verið þægilegt elta stikurnar þar til gígurinn og hinn nýlega hraunfyllti Geldingadalur blasir við og halda svo áfram með fram brúninni. Frá kaðlinum eru um 2,5-3 km að toppi Langhóls og þar sem hann er hæsti punktur svæðisins liggur beinast við að fara brattann og vinna sig hægt og rólega upp í móti. Þegar nær dregur toppnum ætti að glitta í útsýnisskífu. Á toppnum er svo frábært útsýni yfir Þráinsskjaldarhraun, Keili og til Grindavíkur. Skemmtileg ganga sem hentar flestum.

Heimild:
-https://reykjanesgeopark.is/is/tindar-reykjaness/

Arnarnýpa

Arnarnýpa. Hæsti tindur Sveifluhálsins.

Þingvellir

Í Fálkanum, Alþingishátíðarútgáfunni, árið 1930 er m.a. fjallað um “Bústaði Alþingis“:

Þingvellir

Konungshúsið á Þingvöllum.

“Það liggur nær að halda að þinghald hafi lagst niður hjer á landi fyrir húsnæðisleysi. Framan af öldum hefir þingið jafnan verið haldið undir beru lofti, og þó er þess aldrei getið, að þinghald hafi farist fyrir vegna óveðurs, þó að hlífðarföt hafi vitanlega verið ófullkomin í þá daga. En þegar kemur fram á 17. öld hafa þingmenn verið orðnir svo kulvísir að þeir fundu þörf til að halda fundi undir þaki, enda hefir móðurinn ekki verið mikill í þeim í þá daga. Var þá bygð tóft á vesturbakka Öxarár, sem en sjest móta fyrir, og tjaldað yfir hana dúki meðan á þingi stóð. Var það sama tilhögunin og menn áður höfðu haft á búðum sínum. En árið 1691 var hús bygt á sama stað til þinghalda.

Þetta alþingishús hefir líklega aldrei verið sjerlega vandað og auk þess hefir því verið haldið illa við. Svo mikið er víst, að þegar kemur fram undir lok átjándu aldar er húsið orðið svo hrörlegt, að ýmsir þingmenn telja heilsu sinni hættu búna af að sitja þar á fundum og auk þess svo að falli komið, að giska má á, af ummælum sumra manna, að búast hafi mátt við, að húsið hryndi þá og þegar yfir þá, sem í því voru. Þing var síðast haldið þarna sumarið 1798.

Menntaskólinn í Reykjavík.

Menntaskólinn (Latínuskólinn) í Reykjavík.

Þegar Alþingi var endurreist var Latínuskólinn í smíðum. Var hún langstærsta og fullkomnasta bygging landsins í þá daga og enda lengur, og ein af tilkomumestu byggingum Reykjavíkur enn í dag. Skólinn var smíðaður í Noregi úr gildum viðum, sem settir voru svo saman þegar hingað kom og stofur allar múrfóðraðar að innan. Þótti skólinn sjálfkjörið samkomuhús þingsins og þar var það haldið frá 1845 til 1881, í salnum á annari hæð í vesturenda skólans, þeim, sem nú eru hátíðasalur hans. Geymir Latínuskólinn þannig minninguna um þau þing sem háð voru um daga Jóns Sigurðssonar, og segja þeir menn, sem til ára eru komnir, að vel hafi mátt heyra til hans neðan af Lækjargötu, er gluggarnir voru opnir, er hann hjelt ræður sínar. Þjóðfundurinn 1851 var líka haldinn í skólanum, hin merkilega samkoma, þar, sem úr skar um það hvort Íslendingar ættu að vægja í sjálfstæðismálinu eða leggja út í hina löngu baráttu fyrir sjálfstæði sínu.

Alþingishúsið

Alþingishúsið 1930. Alþingishúsið var reist á árunum 1880-1881 á Kirkjustíg við sunnanverðan Austurvöll. Húsið var teiknað af Ferdinand Meldahl en byggingastjóri hússins var F. Bald, sá sami og byggði húsið við Pósthússtræti 3. Grjótið í húsið var tekið úr Þingholtunum þar sem Óðinsgata er nú. Húsið hefur hýst löggjafarsamkomu Íslendinga frá árinu 1881 en einnig var Háskóli Íslands hýstur í húsinu á árunum 1911-1940.

Árið 1881 var lokið við að byggja Alþingishúsið. Var það fyrsta stórbyggingin, sem landsmenn rjeðust í að reisa, eftir að þeir fengu sjálfræði i fjármálum. Húsið var bygt úr grásteini og vel til þess vandað; er hjer hergjaskipun þess í aðalatriðum hin sama nú og var í fyrstu. Á fyrstu hæð eru stofur, sem Háskólinn hefir notað síðan hann var stofnaður, en áður var þar Landsbókasafnið. Á annari hæð eru deildarsalirnir báðir og er hæð þeirra tvöföld, svo að þeir ná líka um þriðju hæð. Á annari hæð er ennfremur skrifstofa Alþingis, lestrarsalur þingmanna, herbergi forseta og stofur til nefndastarfa og blaðamannaherbergi og á þriðju hæð íbúð skrifstofustjóra Alþingis.

Húsið bygði danskur steinsmiður og byggingameistari, Bald að nafni.”

Heimild:
-Fálkinn, 25.-26. tbl. 21.06.1930, Bústaðir Alþingis, bls. 33.

Konungshús

“Konungshúsið” á Selfossi er endurgerð af Konungshúsinu, en upprunalega húsið var reist um vorið 1907 á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. Var það kallað Konungshúsið.
Húsið var leigt út til kaffisölu og gistingar næstu sumur og í því voru haldin réttarböll á haustin. Fyrir alþingishátíðina 1930 var ákveðið að flytja húsið og gera það upp og var það staðsett um 200 metrum utan við Valhöll. Var húsið haft sem bústaður Kristjáns konungs og Alexandrínu drottningar á Alþingishátíðinni.
Upp frá þessu mun það hafa farið að tíðkast að ráðherrar dveldu í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Var það oft nefnt forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Árið 1946 er talað um hann sem „sumarhús ráðherra hins íslenska lýðveldis“.
Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir kona hans og ungur dóttursonur. Þar er nú minnisvarði um þau.