Bolalda

Snemma árs 1897 fóru bræðurnir Þorsteinn Kjarval og Ingimundur fiðla fótgangandi úr Ölfusi yfir Hellisheiði.

Sandskeið

Vatna-sæluhúsið við Sandskeið.

Þeir sungu sálma á leiðinni að Kolviðarhóli þar sem þeir gistu; næsta dag lentu þeir í blindbyl í Svínahrauni og var nauðugur einn kostur að gista í Vatnakofanum, rústir hans eru örskammt frá vegamótum Suðurlandsvegar og Bláfjallavegar, sjá ljósmynd.
Í þessari fjallaferð var Ingimundur fiðlulaus en sálmasöngurinn brást þeim bræðrum ekki; vindgígjan annaðist undirleikinn. Morguninn eftir var komið sæmilegt veður og næturgestirnir í húsi sælunnar héldu áfram för sinni í áttina að höfuðstað Íslands.

Vatna-Sæluhús

Vatna-Sæluhúsið við Sandskeið.

Hagldir

Jón Karlsson frá Gýgjarhólskoti skrifar um “Skógarnytjar” í Litla Bergþór árið 1999:

Birkiskógur

Birkiskógur.

“Vafalaust hefur skógur verið notaður hér á landi allt frá landnámi og fram á tækniöld, þó það hlyti að dragast saman eftir því sem skógarnir gengu til þurrðar og líklegt má telja að vinnubrögð og nýting hafi yfirleitt verið með svipuðum hætti. Lítið mun vera til af heimildum um þennan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar og ekki minjar nema axir og axarblöð og svo reipi, reiðingar og klyfberar, sem jafnframt var notað við heyskap og aðra flutninga, en miklu meira er um heimildir um þau vinnubrögð bæði í máli og myndum.
Á fjórða og fimmta áratug þessarar aldar kynntist ég nokkuð nýtingu birkiskóga eins og tíðkast hafði frá ómunatíð en var að hverfa við breytta þjóðlífshætti. Til ársins 1943 átti ég heima í Efstadal í Laugardal, einni víðlendustu skógarjörð í héraðinu og líklega þó víðar væri leitað. Þar sem við, sem munum þessa tíma, erum nú hver af öðrum ýmist að varða gamalærir eða fara í gröfina, vil ég reyna að festa á blað það sem ég man um þessi efni, bæði hvernig staðið var að verki við að afla skógarins og hvernig hann var notaður. Þá var þó hætt að fella skóginn með öxi en farið að nota skógarklippur, en allt var flutt heim á reiðingshestum. Venjulega var farið fyrst með klippurnar og skógurinn tekinn upp eða felldur eins og það var líka nefnt. Ef kostur var á að hafa með sér ungling eða liðlétting þótti gott að láta raða saman nokkrum hríslum í knippi eins og þær áttu að liggja í bagganum svo fljótlegra væri að leggja í baggann þegar bundið var.

Reipi

Reipi.

Nauðsynlegt var að leggja rétt í baggann og áttu allir lurkar að snúa eins og ná jafnlangt fram. Þar sem nær allar birkihríslur eru bognar áttu þær allar að snúa kryppunni upp þannig að bagginn yrði bungumyndaður og átti reipissilinn að vera á bungunni á bagganum, annars rákust lurkarnir í hausinn á hestinum. Þá þurfti að gæta þess að láta reipin snúa sitt á hvað svo baggarnir ættu hvor sínu megin á hestinum. Einhvern veginn sáu menn út hvenær bagginn var orðinn hæfilega stór og var þá reipið lagt yfir hann, dregið í hagldir og hert og síðan farið með töglin út fyrir endana á bagganum sitt hvoru megin ef tveir bundu saman. Síðan var töglunum brugðið í reipið á baki baggans og hert þar í en ekki bundin saman bakreipin eins og á heysátu. Væri skógurinn hávaxinn, þannig að bagginn yrði langur og mjór, var reiptaglinu stundum brugðið utan um hann aftur nær endanum og hert þar að en ekki lagt út fyrir endann á honum. Ef einn maður batt skógarbagga þá herti hann fyrst taglið sem nær var liminu og fullgekk frá því og síðar því sem nær var lurkunum. Þegar skógarbaggar voru látnir upp á hesta voru lurkarnir látnir snúa fram og upp. Var gengið undir baggann, hann reistur upp á endann með limið niður, staðið fram með hestinum með aðra hendina á reipissilanum og honum krækt á klakkinn. Ef baggarnir voru langir dróst limið við jörð en lurkarnir stóðu upp fyrir haus á hestinum.

Klyfberi með reiðing

Klyfberi með reiðing.

Fyrst var látið upp á aftasta hestinn í lestinni því hestur með böggum gat ekki gengið á milli bagganna sem búið var að færa saman tvo og tvo til að láta þá upp.
Skógurinn var að langmestu leyti notaður til eldsneytis og þótti best að nokkuð mikið væri af lurkum, limið þótti lélegt eldsneyti, þótti fuðra fljótt upp og gefa lítinn hita. Var stundum sagt að það væri eintómt helvítis brum. Því var sóst eftir að taka skóg þar sem hann var fremur stórvaxinn, en í Efstadalsskógi var lítið um mjög stórar hríslur með sverum lurkum. Skógurinn hefur kannski verið of þéttur til að hríslurnar næðu þroska og yfirleitt náðist að fella þær með skógarklippunum. Menn höfðu líka furðanlegt lag á að jaga utan úr stofninum með klippukjaftinum þar til hann náði að gapa utan um lurkinn. Stundum kom fyrir að klippuskaftið var brotið við þessi átök og var þá einhvern veginn losaður lurkur sem nota mætti í nýtt skaft, farið með hann heim ásamt brotnu klippunum og smíðað nýtt skaft. Nauðsynlegt þótti að hafa skán (sauðatað) í eldinn með birkiskóginum, en hún brann hægar og logaði lengur og var kallað eldfesta.

Klyfberi

Klyfberi.

Skógur var notaður við að þurrka skánina og var þá sett lag af skógi á jörðina, svona meters breið röst, síðan lag af skán og svo skógur og skán á víxl þar til kominn var hæfilega hár hraukur. Efst var sett nokkuð þykkt lag af skógi og látinn mynda hrygg. Svo var þakið með torfi, eða kannski þakjárni ef það var til síðustu árin sem þetta tíðkaðist. Mór var þurrkaður með sama hætti þar sem bæði var kostur á mó og skógi. Viðurinn úr hrauknum var þurrari en annar viður, nefndur skánarviður og þótti góður til uppkveikju. Viðurinn var kurlaður niður með skógarklippunum svo hann kæmist í það eldstæði sem kynda átti. Reynt var að geyma eldivið inni eftir því sem húspláss leyfði og þurfti þá að kurla hann eitthvað niður til að nota plássið. Þá var skógur notaður undir torf á fénaðarhúsum og var þá nefndur raftur eða raftviður. Var smíðuð grind úr timbri, sperrur og langbönd, og síðan raðað á það skógi og reynt að gera þétt og slétt yfirborð eins og hægt var. Erfitt var að leggja það úr kræklóttum viði og var helst  reynt að finna skóg sem hafði þrúgast niður undan snjóþyngslum svo hríslurnar lágu flatar með jörðinni. Illa munu þessi þök hafa enst því rafturinn var alltaf blautur undir torfinu og fúnaði fljótt enda var þetta að mestu niðurlagt fyrir mitt minni.

Torfljár

Torfljár.

Algengt var að nota skóg sem aðhald við aðrekstra á fé og var þá böggunum raðað saman án þess að sundra þeim. Stundum voru líka gerðar fjárréttir með þessum hætti, en fé sem vant var að ganga í skógi var nokkuð áleitið að smjúga út úr þess háttar réttum. Einnig þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að raða skógi kringum útihey, bæði til skjóls og til að verja þau fyrir skepnum. Allt var þetta síðan notað í eldinn þegar það hafði lokið þessu bráðabirgðahlutverki.
Ásmundur Þorleifsson, sem lengi bjó í Efstadal, mun hafa gert lítið eitt til kola eftir 1920. Reiddi þá skóginn heim ólurkaðan með liminu og gaf nautgripum limið, en hann var þá með smábúskap á litlum parti af jörðinni, háaldraður maður.

Kerin

Birkilurkar ofan við Kerin.

Lítilsháttar var smíðað úr birkilurkum, svo sem hagldir á reipi, sköft á heykróka, skammorf á torfljái, klyfberabogar, aktygjaklafar og fleira smálegt. Þá voru bundnar saman mjúkar greinar í vendi til að sópa hlöðugólf og annað því um líkt og voru þeir nefndir sóflar. Þá var og sjálfsagt að hafa hríslu í hendinni hvort sem reka þurfti skepnur eða hvetja latan reiðskjóta. Einnig var mikilvægt fyrir börn og unglinga að hafa frjálsan aðgang að þessum smíðaviði þegar annað timbur var tæplega til. Börkur af birki mun eitthvað hafa verið notaður til að lita föt og band til fatagerðar. Skógarnýra var einhvers konar æxlismyndun sem einstöku sinnum fannst á birkihríslum og var þjóðtrú að ekki yrði eldsvoði á bæ þar sem það væri geymt.
Mest var flutt heim af skógi á haustin til að hafa í eldinn yfir veturinn og minnir mig að talið væri þurfa eina 100 hestburði á hausti. Svo var alltaf tekið eitthvað á vorin líka í skánarhraukana, að fjárréttinni og til kyndingar við ullarþvott sem unninn var við læk fyrir utan tún. Heldur þótti skógarreiðslan fara illa með reipi og reiðinga. Aftur á móti var talið mjög gott að byrja að temja tryppi með því að reiða á þeim skóg, því þau sáu lítið nema aftan í næsta hest þegar búið var að láta upp á lestina.

Reipi og hagldir

Reipi með hagldir.

Fróðlegt væri að vita hvað mikið var tekið upp í Efstadalsskógi ár hvert, en það verður ágiskun. Tvíbýlt var á jörðinni og ef ætla mætti að 100 hestburðir væru fluttir heim á hvorum bæ að haustinu og auk þess nokkuð á vorin gætu það verið allt að 300 hestar samtals. Þá var sóttur skógur frá öðrum bæjum, Böðmóðsstöðum nokkuð, en ekki mjög mikið því hverinn sparaði mjög eldivið þar. Einnig var sóttur skógur frá Haga og Vatnsholti í Grímsnesi og eitthvað var flutt austur í Biskupstungur. Það gætu því hafa verið teknir 300 til 400 hestburðir á ári.

Hagldir

Hagldir.

Ekki held ég að þessi nýting hafi haft nein teljandi áhrif á vöxt skógarins í heild, kannski í fremur auðveldað honum að endurnýja sig. Kolagerð mun hafa lagst niður að mestu um 1870 og mun skógurinn hafa verið í stöðugum vexti síðan fram að þessum tíma, eða um 70 ára skeið. En á fimmta áratug aldarinnar gjörféllu víðáttumiklar skógarbreiður sem voru það langt frá bæ að þangað var hvorki sóttur skógur til eldiviðar né hann nýttur til vetrarbeitar. Skiptar skoðanir voru um hvað valda mundi. Sumir kenndu skógarmaðki, aðrir stórviðri. En Grímur Jónsson föðurbróðir minn, sem síðar bjó á Ketilvöllum og var manna gjörkunnugastur Efstadalsskógi, sagði mér að greina hefði mátt feigðarmerki á skóginum nokkrum árum áður en hann fór að fúna niður. Fúi hefði verið kominn í miðja lurkana, brúnleitur mergur, og áleit hann að skógurinn hefði nær allur vaxið upp samtímis eftir að kolagerð lagðist niður og því verið jafngamall og dáið úr elli.

Skógarnýra

Skógarnýra.

Árið 1943 fluttist ég með foreldrum mínum og systkinum að Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Nokkur fyrstu árin fengum við að taka smávegis af skógi í Einholtslandi. Þar var skógur ekki víðáttumikill en mun stærri hríslur og gildari stofnar en í Efstadalsskógi. Var sagt að skógurinn hefði verið grisjaður, líklega síðan fyrir aldamót, skildar eftir fallegustu hríslurnar en tekið frá þeim til að auka þeim vaxtarrými og var mælst til að við héldum sama verklagi.

Kerin

Birkið ofan við Kerin í Undirhlíðum.

Nú eru þessir vöxtugu runnar ýmist gjörfallnir eða fúnir fauskar, en þar sem áður var smákjarr er að vaxa upp skógur. Víða eru smá birkihríslur að skjóta upp greinum sínum á skóglausum svæðum eftir að sauðfé fækkaði og vetrarbeit lagðist niður. Einnig bjóða framræstar mýrar upp á nýja möguleika og má sjá litlar birkihríslur á skurðbökkum til og frá. Virðist fræið geta borist nokkuð langar leiðir, sennilega með skafrenningi. Vafalaust tekur mjög langan tíma fyrir skóginn að klæða landið á ný og er mannsævi varla nema spölur í þeirri vegferð.
Þetta hef ég verið að skrifa upp í smáköflum veturinn 1998 til ’99, en Inga Kristjánsdóttir frá Gýgjarhóli aðstoðaði mig við að raða efninu saman og setja í tölvu. Kannski mætti enda pistilinn á stöku sem ég gerði á ári trésins:

Yndi vekur öllum hjá
iðgrænn skógur fríður.
Hríslu þarf í hendi sá
sem hesti lötum ríður.” – Jón Karlsson, Gýgjarhólskoti.

Heimild:
-Litli Bergþór – 2. tölublað (01.07.1999), Jón Karlsson frá Gýgjarhólskoti; “Skógarnytjar”, bls. 20-21.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Stóri-Skógarhvammur.

Brunnur

Skrifað var um “Vatnsból og brunna” í Eir árið 1899:

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina.

“Neysluvatn á að vera boðlegt til drykkjar og óskaðvænt heilsu manna. Vatnið er því að eins boðlegt til drykkjar, að það sé bragðgott, litlaust, tært og lyktarlaust og hæfilega kalt bæði sumar og vetur. Vatnið er gómtamara ef ögn er í því af kolsýru (uppsprettuvatn). Vatnið er óskaðvænt heilsu manna, ef ekki eru saman við það nein þau efni, dauð eða lifandi, er sýkt geti líkamann, ef vatnsins er neytt, en um þetta verður oft ekki dæmt í fljótu bragði; þarf til þess nákvæma efna- og gerlarannsókn.
Hvergi á jörðunni finnum vér alvog hreint vatn. Á leiðinni úr skýjunum niður á jörðina tekur regnvatnið i sig ýmis efni úr loftinu, bæði loftkennd efni, ryk og gerla; þá er niður er komið, fær vatnið í sig ýmis efni úr jarðveginum, leysir þau upp, eða blandast þeim.

Vatnsból.

Straumssel

Eyjólfur Sæmundsson í vatnsstæði Straumssels.

Ár og vötn eru ekki hentug vatnsból. Vatnið verður oft of volgt á sumrum, og of kalt á vetrum. Í leysingum og úrkomutíð verður það óhreint (gruggugt, skolótt); loks er hætt við, að saurindi komist i það, ef mikil byggð er nærri. Skal jafnan gæta þess, að hafa ekki peningshús, hauga eða forir nærri bæjarlæknum, fyrir ofan þann stað, þar sem vatn er sótt í hann.
Jarðvatn er besta neysluvatnið; það er hreinast og jafnkaldast. Viða kemur það sjálfkrafa upp úr eða út úr jörðinni; það köllum vér uppsprettur eða lindir. Vatnið í þeim ei álíka kalt sumar og vetur, aldrei volgt á sumrum, aldrei ískalt á vetrum. Er hitinn í þessu vatni mjög líkur meðalárs-hitanum i héraðinu kring um uppsprettuna. Lindirnar frjósa þess vegna ekki á veturna og eru því oft kallaðar kaldavermsli. Lindirnar gruggast ekki í leysingum á vorin; þær eru jafn-hreinar allan ársins tíma. Lindir eru því miklu betri vatnsból en ár og lækir, og lindarvatn er besta, hreinasta og ljúffengasta vatnið, sem hægt er að fá.

Gufuskálar

Lind á Gufuskálum – við bæ Steinunnar gömlu?

Þar sem engar lindir eru, má engu að síður víðast hvar ná i jarðvatnið, ef jarðvegurinn er þannig gerður, að hægt er að vinna hann og vatnið ekki afar-djúpt í jörðunni; ekki þarf annað en gera gang beint niður í jarðveginn, þar  til er kemur niður í jarðvatnið. Jarðvatnið safnast þá á gangbotninn.
Slíka ganga köllum vér brunna. Þeir eru tvenns konar, leggbrunnar og strokkbrunnar. Það or strokkbrunnur, ef gangur er grafinn niður í jarðveginn, en leggbrunnur ef járnpípa er rekin niður í jörðina. Allir brunnar hór á landi eru strokkbrunnar, enginn leggbrunnur til. Strokkbrunnar eiga að vora hlaðnir innan úr grjóti, og er mjög áríðandi, að hleðslan sé vatnsheld, til þess að óhreina vatnið í efstu jarðlögunum (leysingavatn, regnvatn) komist ekki inn í gegn um hleðsluna og niður í brunninn. Ef brunnurinn or mjög grunnur, 4 – 8 fet, og byggt ból í kring, þá er ávalt hætt við, að óhreinindi geti komist niður í jarðvegsvatnið kringum brunninn og runnið inn í hann undir hleðsluna. Ef kostur er á vatni djúpt í jörðu, 20—40 fet eða meira, og brunnurinn gerður svo djúpur, þá má treysta því, að vatnið sé hreint. í hleðsluna er ýmist hafður grásteinn eða múrsteinn og bor jafnan að líma stein við stein með steinlími (sementi).

Brunnur

Dæmigerður grafinn brunnur á Reykjanesskaga – við Norðurkot.

Hér á landi er víðast siður að sækja vatn í brunna á þann hátt. að sökkva fötu niður í brunninn og vega hana upp á handafli eða með vindu. Brunnurinn er þá opinn og engin trygging fyrir því, að óhreinindi geti ekki komist niður í hann.

Bakki

Bakkabrunnur á Vatnsleysuströnd.

Brunnar eiga jafnan að vera lokaðir; skal hafa vatnsheldan hlemm yfir brunnopinu og vatnsdælu gegn um hann miðjan til þess að ná upp vatninu. Ef hlemmurinn fellur alveg loftþétt að brunnopinu (i frostum á veturna) og dælt er úr brunninum nokkuð að mun, þá hættir vatn að koma úr dælunni innan skamms af því að ekki kemst loft niður í brunninn í stað vatnsins, sem tekið er. Þess vegna á að vera strompur gegn um hlemminn við hliðina á dælunni og burst yfir strompinum; þessi strompur er líka nauðsynlegur til þess að óhreint loft
safnist ekki í brunninn.

En ekki er allt fengið þó að vatnið sé nógu mikið, það verður líka, heilsunnar vegna, að vera hreint og óskaðvænt og vera ljúffengast. Besti svaladrykkur í heimi er vatn, blákalt vatn. – G. B. ”
Sjá MYNDIR af brunnum á Reykjanesskaga.

Heimild:
-Eir – 9. tölublað (01.09.1899), G.B.; Vatnsból og brunnar, bls. 129-137.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Kaldársel

Í kynningu bókar Daniels Bruun; “Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“, segir m.a.:
„Daniel Bruun hefur skynjað að hann varð hér vitni að einstæðri þjóðfélagsbreytingu, með þjóð sem hafði staðið nánast í sömu sporunum hvað snerti verkhætti í 1000 ár. Hér var þjóðfélag að ganga úr álögum, ef svo má segja, kasta af sér miðaldaham.
Daniel BruunOg þá kom mér í hug orð gamla bóndans, sem sagði við ungan arftaka sinn: Milli mín og þín eru þúsund ár, en milli mín og Egils Skallagrímssonar eru aðeins fáein ár.”
Svo fórust Þór Magnússyni, þjóðminjaverði, m.a. orð er hann opnaði sýningu um þjóðfræðinginn og fornleifafræðinginn Daniel Bruun í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands í síðasta mánuði. Tilefni sýningarinnar var útkoma bókarinnar Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – frá landnámi til loka 19. aldar eftir Bruun í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. í bókinni, sem kom fyrst út á dönsku um síðustu aldamót, eru á áttunda hundrað teikningar og ljósmyndir eftir höfundinn, en Daniel Bruun var einn af brautryðjendum í rannsóknum menningarminja á Íslandi. Grípum aftur niður í erindi Þórs Magnússonar, en hann ritar einnig formála að bókinni, sem bókaforlagið Örn og Örlygur gefur út.

Daniel Bruun

Rit Daniels Bruun um búsetu Íslendinga á Grænlandi.

„Daniel Bruun var einn mikilvirkasti og merkasti rannsakandi hins gamla íslenska þjóðfélags fyrir daga hinnar miklu þjóðfélagsbyltingar… Hann hafði á fyrri árum fengist við fornleifarannsóknir á Grænlandi og síðan beindist áhugi hans að Íslandi.
Hann ferðaðist um ísland ásamt fylgdarmönnum sínum, um byggð og óbyggð, kannaði landið en kannaði ekki síst þjóðlífið, hið gamla, íslenska þjóðlíf, sem hann sá manna bezt að var þá óðum að þoka fyrir nýjum þjóðfélagsháttum. – Gömlu torfbæirnir þokuðu fyrir timburhúsum og jafnvel steinhúsum í sveit og bæ, seljabúskapur var því nær alveg horfinn, hestakerrur fóru að koma til sögu og menn þurftu þá ekki lengur að hefja allar byrðar á klakk, og jafnvel sá hilla undir bílaöld með sinni ómældu breytingu. Gufuskip voru að komast í eigu landsmanna og fyrsti vélbáturinn var tekinn í notkun um aldamótin. Farið var að smíða brýr á vatnsmestu fljótin og leggja vagnvegi þar sem áður voru aðeins hestagötur…

Daniel Bruun

Daniel Bruun 1910.

Daniel Bruun heillaðist fyrst af fornleifafræðinni og fyrstu rannsóknir hans hérlendis beindust einkum að uppgreftri fornrústa, hofa og hörga, sem menn töldu svo vera, rústa af bæjum og öðrum mannvirkjum, sem tengdust landnáms- og söguöld. En það sést glöggt að brátt beindist áhugi hans ekki sízt að því þjóðlífi, sem þá gat enn að líta en var senn að kveðja, og hann virðist þá hafa einbeitt sér að því að skrá og skýra frá mannlífinu í landinu eins og það var þá… Og hér á sýningunni má einkum sjá ljósmyndir og teikningar og vatnslitamyndir þeirra Daniels Bruun og Johannesar Klein auk mynda annarra ljósmynda, sem Daniel Bruun hefur aflað á ferðum sínum. En allt beindist þetta að sama marki, að bjarga og varðveita heimildir um þetta fornlega þjóðfélag á hjara heims, sem hafði að geyma svo mörg einkenni járnaldar í Evrópu, sem þá var þar löngu um garð gengin.
Daniel BruunEr við litumst um hér á sýningunni sjáum við hvarvetna hvernig áhugasvið Daniels Bruun birtist. Og við getum ekki annað en heillast af því sem honum varð starsýnast á og vildi festa á filmu fyrir eftirkomendur okkar… Maður verður meira en lítið snortinn við að virða fyrir sér myndir eins og t.d. af þeim nafnkennda klerki sr. Þorvaldi á Melstað stíga á bak blesótta klárnum sínum, eða Eggert í Helguhvammi spila á langspilið sitt, Indriða bónda í Gilhaga fara yfir Svartá með hund sinn á lendinni á klárnum eða myndina af mjaltastúlkunni Svanfríði Jóhannesdóttur í Bárðardal, sem gengur heim af stöðli með mjólkurföturnar í grind, en sú mynd prýðir bæði auglýsingamyndsýningarinnar og hlífðarhylki bókarinnar…
Mér hefur alltaf fundist, frá því ég sá þessa mynd fyrst, að hér hafi ljósmyndarinn hitt á það augnablik óskastundarinnar eins og Sigurður Sigurðsson segir í kvæði sínu: Sól, stattu kyrr… Hér segir Daniel Bruun: “Andartak, stattu kyrrt. – Og þar með er það orðið eilíft.”

Daniel Bruun

Eitt af mörgum ritum Daniels Bruun.

Flestir Íslendingar, sem útivistum og ferðalögum unna og eitthvað hafa lesið um þau efni, munu kannast vel við Daniel Bruun höfuðsmann, sem oft og mörgum sinnum hefir ferðast um hér á landi og skrifað margar gagnlegar og góðar bækur um ferðalög á íslandi og náttúru þess. Hann lést að heimili sínu í Hellerup í Danmörku á þessu hausti, 75 ára að aldri.
Daniel Bruun var mjög víðförull maður. Strax á unga aldri ferðaðist hann til Afríku og skrifaði síðar bók um þá ferð, er hann nefndi »Algier og Sahara«. Eftir að hafa ferðast víða um suðurlönd, hneigðist hugur hans norður á bóginn og fór hann síðan margar ferðir til Íslands og Grænlands og virðist, eftir bókum hans að dæma, að hin norðlægari lönd hafi síst hrifið hann minna en hin suðlægari. Helstu bækurnar, sem hann hefir ritað um ferðir sínar á norðurhveli jarðar, eru: »Det höjeNord«, »Erik den röde«, »Turistruter paa Island« og »Fortidsminder og Nutidshjem paa Island«.

Daniel Bruun var maður vel menntaður og fer saman í öllum hans frásögum fróðleikur og fagurt mál. Einnig var hann ágætur teiknari og eru flestar ferðabækur hans prýddar teikningum eftir hann sjálfan.

Daniel Bruun.

Daniel Bruun.

Það þarf ekki lengi að lesa bækur Bruun’s til þess að finna, hve hlýtt honum var til íslensku þjóðarinnar og hve mikil ítök náttúra landsins átti í huga hans og hjarta.

Eitt sinn mættust þeir Bruun og F. W. Howell í óbyggðum uppi. Þeir slógu upp tjöldum sínum og dvöldu saman næturlangt. Í bók sinni »Det höje Nord«, lýsir Bruun þessum samvistum þeirra þannig: »Það leið á kvöldið. Samferðamennirnir voru þreyttir og gengu til hvíldar í tjald sitt. En við Howell sátum lengi í tjaldi hans og ræddum um þetta dýrlega land, þar sem sjóndeildarhringurinn virtist óendanlega langt í burtu. —

Daniel Bruun

Rit Daniels Bruun um hálendi Íslands 1907.

Þetta land, sem við elskum báðir, því þar nutum við frjálsir og glaðir hinnar mikilfenglegu náttúru þess. Við skiptumst á lýsingum af landfræðilegum staðháttum. Howell var Englendingur. Hann hafði yndi af að ferðast hér á landi og kom hingað sumar eftir sumar. Hann var djarfur og athugull ferðamaður og fór til ýmissa þeirra staða hér á landi, sem menn höfðu sjaldan eða aldrei komið á áður.
Hann fór t. d. fyrstur manna (ásamt tveim Englendingum og tveim Íslendingum) yfir Langjökul (1899), á svipuðum stað og skátarnir fóru í sumar, Svo sorglega tókst til, að eitt sinn, er Howell, ásamt fylgdarmönnum sínum, var á ferð í Skagafirði (sumarið 1901) drukknaði hann í á einni, er þeir ætluðu að ríða yfir. Fylgdarmenn hans voru búnir að finna vaðið á ánni, og voru um það bil að leggja í hana með baggahestana, þá leggur Howell i ána á hesti sínum, en mun hafa farið litið eitt afvega, svo straumurinn hrifsaði bæði hestinn og manninn, og náðist ekki í Howeli, fyr en hann var látinn.

Daniel Bruun
Hinar mörgu lýsingar, sem Daniel Bruun hefir skrifað um íslenska fjallvegi þykja bæði glöggar og réttar og koma enn að góðu gagni innlendum og erlendum ferðamönnum. Hann hefir og gert uppdrátt af Íslandi, sem var gefinn út árið 1913 með styrk úr landssjóði Íslands.

Daniel Bruun

Mynd; Daniel Bruun.

Bruun þótti maður viðkynningargóður og hefir eflaust eignast marga vini hér á landi. Hans hefir þó ekkert verið getið hér á prenti, svo teljandi sje, síðan hann lést, en vel virðist það eiga við, að eitthvert hinna íslensku tímarita birti nú frásögn um ævistörf hans.

Ég hefi að eins kynst Daniel Bruun í gegnum bækur hans og svo mun um fjölda Íslendinga. Eftir þá viðkynningu munu allir sammála um, að við andlát hans hafi fallið í valinn óvenju þrekmikill, drenglyndur og gáfaður máður, sem okkur Íslendingum ber að minnast með þakklæti fyrir það, sem hann hefir fyrir okkur gert.
Árið 1929 var hann gerður að heiðursfélaga í Ferðafélagi Íslands.
Daniel Bruun lætur eftir sig ekkju og tvo uppkomna syni, Frantz og Erling að nafni.

Asmildklaustur 1909

Amildklaustur í Viborg 1909.

Hermaðurinn, Daniel Bruun, var ungur liðsforingi í danska hernum, fornleifafræðingur og rithöfundur. Hann fæddist 27. janúar 1856 í Asmild-klaustri nálægt Viborg á Jótlandi. Faðir hans var þar grósseigandi og mikilsmetinn maður.
Bruun var alinn upp við ósnortna heiðanáttúru og naut hann mikils frjálsræðis í æsku. Hann var að eigin sögn óstýrilátur og hafði lítinn áhuga á skólabókarlærdómi en var haldinn sterkri útþrá og ævintýralöngun. Hann var stuttan tíma við nám í latínuskólanum í Viborg en réðst í siglingu 16 ára gamall. Komst hann í sinni fyrstu ferð allt suður til Höfðaborgar í Suður-Afríku.

Daniel Bruun

Mynd; Daniel Bruun.

Síðan fékkst hann við eitt og annað þangað til hann settist í liðsforingaskólann danska. Hann varð lautinant í hernum 1879 og gegndi þar ýmsum störfum og varð höfuðsmaður er tímar liðu. Hann lét ekki af herþjónustu fyrr en 1918 en þá hafði hann verið sjálfboðaliði á styrjaldarárunum 1914 til 1918. Á sínum herþjónustuárum fór Bruun ýmsa hliðarkróka eins og í rannsóknarferðir til Grænlands og íslands, var í tvö ár í Útlendingahersveitinni frönsku í Alsír, fór rannsóknarferðir til afskekktustu svæða Túnis og Mansjúríu og var stríðsfréttaritari Berlingske Tidende í Mansjúríu í stríðinu milli Rússa og Japana 1904.
Frá því á unga aldri vakti fornleifafræðin áhuga hans og allt það sem henni við kom. Hann hefur sennilega erft þennan áhuga frá föður sínum því sá hafði mikinn hug á fornleifarannsóknum. Þá spilaði líka inní að í héraðinu kringum Viborg voru sífellt að finnast fornleifar frá fornsögulegum tíma. Með því öllu fylgdist Bruun og var hann skipaður eftirlitsmaður með öllu slíku af hálfu Þjóðminjasafnsins danska, þegar hann gegndi störfum fyrir her og lögreglu. Aldrei nam hann fornleifafræðin í háskóla en hann las allt sem hann náði í um fræðin og varð hinn lærðasti á fornleifasviðinu. Fornleifafræðin beindi hug hans til Grænlands og þangað ferðaðist hann, fyrst 1894 um Eystri byggð og seinna um Vestri byggð 1903. Á Grænlandi er margt minja frá Íslendingabyggðinni fornu en í ferðum sínum kannaði Bruun fjölda bæjarrústa í hinum fornu byggðum Grænlendinga og vann aðallega við rannsóknir á húsagerð þeirra. Bruun varð brautryðjandi í fornleifarannsóknum á Grænlandi.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson, skáld og fræðimaður, bjó í Gerðiskoti frá 1911 með syni sínum Degi Brynjúlfssyni búfræðingi (síðar oddvita í Gaulverjabæ) er hóf búskap á jörðinni 1907. Kona Dags var Þórlaug Bjarnadóttir (1880-1966) frá Sviðugörðum í Gaulverjabæjarhreppi. Brynjúlfur kvæntist aldrei, en hann átti Dag með stúlku, Guðrúnu að nafni Gísladóttir, frá Káragerði í V.-landeyjum. Brynjúlfur er fæddur að Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 26. sept. 1838. Foreldrar hans voru Jón Brynjúlfsson og Margrét Jónsdóttir, er lengi bjuggu að Minna-Núpi. Brynjúlfur er kominn í beinan karllegg frá Þorláki biskupi Skúlasyni, en móðir afa hans var dóttir Halldórs biskups Brynjúlfssonar. 17 ára fór hann fyrst til sjóróðra, og reri upp frá því 13 vetrarvertíðir, flestar í Grindavík og nokkrar vorvertíðir í Reykjavík. Þar komst hann í kynni við ýmsa menntamenn, og má helst til þess nefna dr. Jón Hjaltalín landlækni Árna Thorsteinsson landfógeta, Jón Pjetursson yfirdómara, Jón Árnason bókavörð og Sigurð Guðmundsson málara. Þeir tveir er fyrst voru nefndir vöktu áhuga hans á ýmsum greinum náttúrufræðinnar, en hinir þrír á fornum fræðum íslenskum: ættvísi, þjóðsögum og fornmenjarannsóknum. Þá kom það fyrir vorið 1866, að hann missti snögglega heilsuna. Var það helst kennt bilun við byltu af hestbaki. Heilsubilun þessi lýsti sér einkum í magnleysi, er kvað svo ramt að, að hann mátti ekkert á sig reyna. Þótt hann að nafninu til væri oftast á ferli, átti hann erfitt með allan gang og riðaði sem dauðadrukkinn maður; gat hann og hvorki klætt sig né afklætt sjálfur, né heldur lesið eða skrifað og þegar hann aftur styrktist svo mikið að hann fór að geta lesið og skrifað þá gat hann það þó því að eins að hann héldi bókinni eða blaðinu og skriffærunum beint fram undan augunum. Smám saman komst hann aftur til nokkurn veginn heilsu, en um venjulega líkamsáreynslu var ekki framar að tala. En þá kom fróðleikur sá er hann hafði aflað sér honum að notum. Stundaði hann þá barnakennslu nokkra vetur á Eyrarbakka og las og samdi ýmislegt í hjáverkum. En á sumrin ferðaðist hann á milli kunningjanna. Árið 1892 komst hann svo í þjónustu Fornleifafélagsins. Síðar fékk hann titilinn “dannebrogsmaður”. Brynjúlfur lést úr lungnabólgu 1914. En það ár flytja Dagur og Þórlaug frá Gerðiskoti. Upp frá því lagðist Gerðiskot í eiði en nokkrar deilur hafa spunnist um landamerki á þessum slóðum, en Eyrarbakkahreppur keypti jörðina þegar hún féll úr ábúð. Teikningin er eftir Daniel Bruun. Heimild: -Tímaritið Óðinn 01.10.1908 og 01.11.1916. Alþýðublaðið , 223. Tölublað. 1961 Konur fyrir rétti eftir Jón Óskar. Frjáls Þjóð 1959 Alþýðubl. 10.9.1947 & 5.10.1961 Morgunbl. 297 tbl. 1983.

Upphaf rannsókna Bruuns á Íslandi er rakið til rannsókna hans á Grænlandi 1894. Á Grænlandi heppnaðist honum að finna hvernig fornbýlin hefðu verið gerð, byggingarlag og húsaskipan og byggingarefni og tókst honum einnig að finna marga hina fornu kirkjustaði og leiða rök að hvar hin fornu höfuðból Brattahlíð og Garðar hefðu verið. Fundir Bruuns á Grænlandi vöktu athygli í Danmörku og hann afréð að sækja um rannsóknarstyrk til dönsku stjórnarinnar svo hann mætti kanna fornleifar á Íslandi því þar voru enn til bæir af sömu gerð og voru fyrir mörg hundruð árum og rústir eyðibýla frá fornöld. Margt þóttist hann geta fundið í Noregi og í Færeyjum, en á Íslandi mest.

Daniel Bruun

Mynd; Daniel Bruun.

Það var sumarið 1896, sem Bruun fór fyrstu ferð sína til Íslands. Fór hann víða um land, en skoðaði fátt til hlítar heldur undirbjó hann jarðveginn undir framhaldsrannsóknir. Verkefnið var stærra en hann hafði búist við í fyrstu því það snerist ekki eingöngu um fornleifakönnun heldur einnig um könnun á húsagerð seinni alda og síðasta hluta 19. aldarinnar og rekja eftir því þróunarsögu húsagerðar á Íslandi. Húsunum tengdust ótalmörg atriði menningarsögunnar, búskaparhættir, mataræði, ferðalög og klæðnaður og ýmislegt fleira.

Eina farartækið í þá daga var hesturinn og með tilliti til þess og að landið var vega- og brúarlaust að mestu, vekur það furðu manna hve víða Bruun fór hverju sinni. Íslendingar vissu naumast hvað vegur var og segir Bruun á einum stað af konu einni, sem fór um nýlagðan veg yfir flóasund. Lét kerling illa af ferð sinni, hesturinn hafði legið á kviði hvað eftir annað og hún varla komist leiðar sinnar og svo spurði hún til hvers garðurinn væri, sem lá með fram veginum. Þessi garður, sem kerling átti við, var nýi vegurinn en hún hafði riðið eftir brautarskurð. Seyðisfjörður var fyrsti viðkomustaður Bruuns á Íslandi en á meðan hann dvaldist þar gekk hann um og teiknaði umhverfið.

Daniel Bruun.

Uppdráttur Daniels Bruun og Finns Jónssonar af verslunarstaðnum á Gásum við Eyjafjörð 1907.

Fyrsta landferð Bruuns var frá Húsavík til Mývatns og var þá fylgdarmaður hans Guðmundur nokkur Magnússon. Bruun leist ekki betur en svo á manninn að hann lét hann fara þegar þeir komu á Akureyri. Það er misjafnt hvað Bruun þykir um Íslendinga ef marka má fyrstu dagbók hans af íslandi. Hann hefur miklar mætur á einstökum mönnum. Þannig er Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum „glæsilegur ungur maður, hagsýnn og vísindamaður í senn,” séra Árni á Skútustöðum, „geðfelldur og gáfaður”, bændurnir Björn og Páll á Hofstöðum við Mývatn „hjálpsamir og elskulegir menn”. Það voru þó ekki allir sem fengu þessar ágætiseinkunnir hjá Bruun og er að sjá sem aðrir hafi reynst honum verr. Bruun skrifar: „Margir Íslendingar eru furðulegur skríll, ruddalegir og ryðjast inn á mann feimnislaust, blístara, hrækja allt í kringum sig, en gestrisnir eru þeir við alla, og allir virðast jafnir í þeirra augum, fylgdarmaðurinn jafnt og fararstjórinn.” Þegar leið á átti hið gagnstæða eftir að verða uppi á teningnum þegar Bruun ræðir um Íslendinga en ef hann hefði ekki komið oftar til Íslands hefðu Íslendingar setið uppi með þennan dóm.
Daniel BruunBruun fór víða um landið í sinni fyrstu ferð. Hann ferðaðist mikið um Suðurlandið og austur með. Kom á Þingvelli, í Skálholt og á Reyki á Skeiðum og hafði m.a. náttstað á Stóra-Núpi. Þar bjó séra Valdimar Briem en hann var vinur Björns M. Ólsens rektors sem var Bruun samferða. Það fóru fram fjörugar samræður þetta kvöld á Stóra-Núpi á skrifstofu prestsins og að þeim loknum fóru menn að sofa. Rétt áður er þeir festu svefn ræddu þeir félagarnir um hvað það væri gott og notalegt að dveljast í íslensku torfbæjunum. Síðan sofnuðu þeir í næturkyrrðinni grunlausir um að áður en mánuðinum lyki hefðu jarðskjálftar lagt setrið í rúst og svift fólkið húsaskjóli.

Frá Stóra-Núpi hélt Bruun einn síns liðs inn í Þjórsárdalinn og gisti þar að Ásólfsstöðum. Hann segir svo frá: „Fólkið var að heyskap en stúlkur mjólkuðu ær í kvíum. Ekki brást íslenska gestrisnin hér fremur en annars staðar, einu áhyggjur húsfreyju og bónda virtust vera þær, að þau gætu ekki látið fara nógu vel um okkur.

Daniel Bruun

Mynd Daniels Bruun af Íslendingi um aldamótin 1900.

Allt var hreint og snoturt innanhúss eins og á öllum þeim stöðum sem ég hefi komið á í þessum sveitum. En til dæmis um hve fábrotið lífið er í sveitunum má geta þess, að sonur bóndans, fullorðinn maður, hafði aldrei smakkað te, fyrr en hann drakk það hjá okkur um kvöldið.”
Ferðaðist Bruun víðar um Suðurlandið en ferðalýsingu sinni lýkur hann með eggjan til Dana um að leggja fram skerf til fjársöfnunar þeirrar, sem þegar var hafin undir vernd konungs til hjálpar á landskjálftasvæðunum.
Það var ári seinna, á Þingvöllum 25. júlí 1897, að Daniel Bruun og fylgdarlið hófu aðra Íslandsferð sína. Nú var hann með fasta áætlun og var hún liður í kerfisbundnum rannsóknum, sem ríkisstjórnin danska og Carlsberg-sjóðurinn höfðu veitt styrk til. Var ætlunin á þessu sumri að kanna nokkra elstu bæina og skipan þeirra, bæði norðan lands og sunnan og fá úr því skorið hvort munur hefði verið á húsagerð eftir landshlutum. Á Þingvöllum þennan júlídag voru samankomnir fimm menn, með tuttugu og sex hesta, þrjú tjöld með tveimur ferðabeddum og rúmum átján ferðakoffortum, fullum af nesti og öðrum ferðabúnaði.

Daniel Bruun

Svanfríður Jóhannesdóttir í Bárðardal – ljósm. Daniel Bruun.

Leiðangursmenn voru auk Bruuns þeir Fonnesbech-Wulff riddarakapteinn, Magnús Vigfússon aðalfylgdarmaður, Jóhann Zoega og Páll Guðmundsson aðstoðarmenn. Þeir ætluðu yfir Kjöl. Þeir komu við á Hruna þar sem Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi og Snorri Jónsson frá Hörgsholti slógust í för með þeim. Bruun þótti Brynjólfur mest líkjast hetju úr fornsögunum, með ljóst skegg sitt þar sem hann kom riðandi fót fyrir fót að Hruna. „Þessi gamli fátæki bóndamaður, iðjusamur og þaulkunnugur fornsögu Íslands gladdist mjög af að hitta mann, sem honum var kunnugt um að kunni vel að meta rannsóknir hans, og augu hans ljómuðu af ánægju.” Og seinna segir Bruun: „Fornleifafélagið kostar ferðalög hans, kemur hann á hverju hausti heim með verulegan árangur, svo er skarpari athugunargáfu hans og framúrskarandi áreiðanleik fyrir að þakka.” Og ekki líst Bruun verr á Snorra Jónsson. „Hann er lítill vexti, sköllóttur með ljóst alskegg og ljómandi, hvöss augu og hlær hjartanlega. Hann er í einu orði sagt skínandi maður, og augu hans ljóma, þegar hann segist vilja koma með okkur og honum verður tíðrætt um árnar, vöðin og tóttirnar. Hann hefur farið á öræfin 40 sinnum, og allir, sem leggja leiðir sínar þangað inn eftir vilja fá Snorra með sér.”

Daniel Bruun

Portretmynd Daniels Bruun af Brynjúlfi Jónssyni.

Fyrsta ágúst voru leiðangursmenn komnir að Tungufelli og þaðan var haldið á fjöllin að morgni. Fjórða ágúst höfðu þeir grafið í tóttirnar á Þórarinsstöðum og Laugarhvammi og í Tjarnarkoti við Hvítárvatn, þar sem nú er sæluhús Ferðafélags Íslands. Fimmta ágúst skrifar Bruun í dagbók sína: „Rigning og hvassviðri, svo að við lá að tjöldin fykju, en við festum þau niður með skóflunum. Ég leit í Íslendingatjaldið. Brynjólfur sat og réri í gráðið. Honum var vel heitt.” „Hér er gott að vera, ó hversu gott,” sagði hann. Við höfðum grafið allan daginn og Brynjólfur gamli hafði ekki vikið frá greftrinum, þessi góði, gamli maður. Honum til óblandinnar ánægju fundum við eldstæði í þeirri tótt, sem hann hafði haldið áður að væri eldhús. Honum var létt í skapi, þar sem hann stjáklaði um í regnkápu sinni við hugsunina um að hann hefði lifað ágætan dag. Augu hins fátæka, ljúfa öldungs ljóma af ástúð, mildi og þakklátssemi, hverju sinni sem ég ræði við hann um rannsóknir hans, en þær eru í sannleika sagt góðar. Að loknum máltíðum staulast hann til mín við staf sinn, til að þakka mér fyrir matinn, enda þótt ég hafi beðið hann að spara sér það ómak.”

Daniel Bruun

Færikvíar – ljósmynd Daniels Bruun.

Lýsing Bruuns á samferðamanni sínum Brynjólfi og fleirum gefa nokkuð góða mynd af anda þeim, sem hefur ríkt í ferðum Bruuns og hvað honum þótti um þá, sem hann kynntist að ráði. Gekk þessi hin fyrri Kjalarferð Bruuns óhappalaust. Kom hann og fylgdarlið á Akureyri 21. ágúst en þaðan lá leið þeirra austur um Þingeyjarsýslu þar sem Bruun kannaði rústir fremst í Bárðardal.
Síðan hélt Bruun og lið hans að Öskju en þeir sáu þar ekkert fyrir þoku svo þeir fóru þaðan snarlega en þegar þeir komu niður úr fjöllunum var bjart og besta veður og gekk þeim greiðlega að finna rústirnar í Hrauntungu, sem Bruun hafði heyrt að væru þar og grófu þeir í þeim. Bruun fór Sprengisand suður en á þessum tímum var ekki óalgengt að nokkur uggur væri í mönnum við að leggja á sandinn einkum ef veðurútlit var ótryggt og nokkurt afrek þótti að fara þessa leið. Það var lengstum fimm til sex gráðu frost á leiðinni suður Sprengisand og nóttina sem þeir gistu við Dalsá var tíu stiga gaddur.

Daniel Bruun

Portretmynd Daniels Bruun af Íslendingi.

Komu þeir til Reykjavíkur 6. september. Bruun var ánægður með árangur þessarar ferðar um Ísland. Tvisvar hafði hann farið þvert yfir hálendið, skoðað margar fornrústir og séð að engu verulegu munaði á húsaskipan sunnan lands og norðan og að sú skipan að reisa bæjarhúsin um göng í miðju var ekki til í fornöld. Það er önnur ferð Bruuns yfir Kjöl, sem þeir Ísfilmmenn ætla að kvikmynda í sumar.
Þá ferð fór hann 1898 og fór hann þá suður Kjöl. Að ríða suður yfir Kjöl var aðalferð hans þetta sumar. Honum hafði orðið ljóst sumarið áður að mikil samgöngubót væri að því, ef leiðin suður Kjöl væri greinilega merkt og auðsær væri sá tímasparnaður að fara þá leið milli landsfjórðunga hjá því að fara þjóðveginn um Holtavörðuheiði. Þá var honum einnig ljóst að margt væri skoðunarvert fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og að ferðamannastraumur til Íslands gæti orðið landinu nokkur tekjulind, en vel varðaður vegur yfir Kjöl væri álitleg ferðamannaleið. Því var það að loknum fornleifarannsóknum Bruuns 1898 að hann ræddi við Pál Briem amtmann en hann þekktist boð Bruuns um að hafa tilsjón með að Kjölur yrði varðaður.

Daniel Bruun

Teikning Daniels Bruun frá Kaldárseli – Borgarstandur.

Í för með Bruun þetta sumar var danskur málari, Johannes Klein að nafni en hans hlutverk var að mála og teikna, en auk þess var hann snjall ljósmyndari. Svo var það 12. ágúst, sem leiðangursmenn komu saman með hesta og farangur að Gilhaga í Skagafirði. Um ferðina skrifaði Bruun rit, sem hann nefndi „Tværs over Kelen” og er hin fyrsta eiginlega leiðarlýsing hans frá Íslandi. Samferðamönnum sínum lýsir Bruun svona: „Fyrstan skal telja Magnús Vigfússon, sem sér fyrir öllu. Hann er ungur maður frá Reykjavík og fyrirmynd allra fylgdarmanna. Ekkert er honum léttara en að stjórna hesti, og hann fer auðveldlega með heilan flokk af klyfjahestum. Hann talar dönsku reiprennandi, er afbragðs matsveinn, lipur rakari og fimur framreiðslumaður. Auk þess er hann hógvær maður, háttvís og síviljugur.

Daniel Bruun

Mynd Daniels Bruun af íslenskum kvenmanni um aldamótin 1900.

Á vetrum bindur hann bækur, er veitingaþjónn, baðvörður eða hvað sem býðst af vinnu. En á sumrin er hann fyrst í essinu sínu, þegar ferðamennirnir koma til landsins og ævintýrin blasa við. Ég get ekki hrósað honum nógsamlega eftir að hann hefir verið fylgdarmaður minn tvö sumur, og ég mæli með honum við alla ferðamenn, en einkum þó þá, sem vilja fara Kjalveg, því að hann þekkir Magnús öllum mönnum fremur.
Úr Reykjavík var einnig Ámundi Ámundason, kyrrlátur og rólyndur maður, sem hafði allt í röð og reglu og ætíð var hægt að treysta. Þá var og Böðvar Bjarnason, prestaskólastúdent frá Reykhólum, ágætur maður. Ég réð hann heima hjá sér, aðallega sem túlk. Það er ekki óvanalegt, að íslenskir stúdentar ráði sig til allskonar starfa á sumrin, til að afla sér fjár til að standast námskostnaðinn á vetrum. Þeir eru í kaupavinnu, fylgdarmenn með ferðamönnum, og raunar taka hvaða vinnu sem býðst. Þeir þykjast ekki of fínir til að vinna erfiðisvinnu, og er það mjög geðfelldur þáttur í fari þeirra. Enn koma til tveir menn, sem fylgdu okkur suður yfir fjöllin. Annar þeirra var sjötugur bóndi, Indriði að nafni, frá næsta bæ við Gilhaga, traustur, gamall maður, en þótt hann væri tekinn að gefa sig hikaði hann ekki við að gerast fylgdarmaður okkar, þegar ég lýsti því fyrir honum, hversu mikilvægt það væri fyrir mig að njóta aðstoðar hans og kunnugleika, til að merkja leiðina yfir öræfin, sem hann þekkti öllum mönnum betur. Tengdasonur hans, Magnús bóndi í Gilhaga, kom einnig með honum, svo að Indriði yrði ekki einn á ferðinni á heimleiðinni.”

Daniel BruunFerðin hófst 13. ágúst. Upp úr Gilhagadalnum var haldið upp á hásléttuna og lá leiðin til vesturs upp á Litlasand. Fyrsta áin sem þeir fóru yfir var Svartá. Þar sá Bruun í fyrsta sinn hvernig menn reiddu hunda sína yfir vatnsföll. Indriði kallaði á hund sinn, sem stökk þegar í stað upp á lend hestsins og þannig náðu þeir þrír, maður, hundur og hestur, yfir ána. Þeir áðu hjá sæluhúsinu við Aðalmannsvatn. Um nóttina sváfu þeir sunnan við Ströngukvísl en komu að Blöndu eftir tveggja tíma reið þann 14. ágúst. Þar kom í hlut Indriða og tengdasonar hans að finna vað og tókst þeim það vandræðalítið. Bruun og Klein riðu síðan upp á Rjúpnafell og Indriði fór með lestina til Hveravalla, þar sem þeir tjölduðu.

Kjölur

Á Kili.

Þeir merktu alla leiðina vandlega með smávörðum og einkum vöðin á ánum en árið eftir voru hlaðnar varanlegar vörður undir umsjón Magnúsar Vigfússonar. Það var dvalið í tvo daga á Hveravöllum. Skoðaðar voru minjar um dvöl Fjalla-Eyvindar, kofatóttina og hverinn, sem hann sauð mat sinn í. Þá skoðuðu þeir og gamla tótt, sem verið gat af sæluhúsi eða útilegumannakofa, eða jafnvel hús frá landnámsöld þegar Þjóðólfur hinn hvinverski hafði vetursetu á Kili. Þó vörðu þeir mestum tíma sínum í að kanna hraunið og merkja leiðina frá Dúfufelli að Kjalfelli. Í hrauninu fundu þeir nokkrar vörður, sem sönnuðu að þar hefði verið farið fyrrum. Við sumar vörðurnar voru bein og komust þeir seinna að því að þau mundu vera úr fé Reynistaðarbræðra, sem fórst þar á Kili, sem kunnugt er. „Indriða vöknaði um augu, þegar hann sá beinin og varð um leið hugsað til þeirrar harmsögu, er þarna hafði gerst,” skrifar Bruun.

Daniel Bruun

Teikningar og myndir Daniels Bruun frá Kaldársseli.

Á Hveravöllum skildu Gilhagamenn við Brunu. Kvöddust þeir með virktum og var Bruun þeim innilega þakklátur fyrir fylgdina og aðstoðina. 16. ágúst var lagt af stað á ný suður til byggða. Þeir fóru vestan við Kjalhraun og komu við í Þjófadölum. Þeir lentu í sandroki en er lengra dró suður gekk á með regn- og slydduéljum. Næsta dag fóru þeir niður með Hvítá en ætlunin var að ríða hana á svonefndu Skagfirðingavaði. Þeir fundu vaðið eftir nokkrar árangurslausar tilraunir en það liggur í krókum milli hólma og eyra og reyndist engan veginn hættulaust. Ekkert mátti út af bera svo að allt færi ekki á kaf í sandbleytu. Magnús hrökk af baki þegar hestur hans festi framfæturna í sandbleytunni. Hann náði sér og hestinum þó upp, en sökk í sandinn upp að öxlum í þeim umbrotum. Bruun barst litlu neðar út af vaðinu í miðri ánni og fór þar á hrokasund. Magnús reið honum þegar til hjálpar og náðu þeir við svo búið á bakkann hinu megin. Þar gistu þeir um nóttina.

Daniel Bruun

Úr leiðangri Daniels Bruun árið 1898.

Daginn eftir komu þeir að Gullfossi og Geysi og þaðan riðu þeir til Þingvalla og gistu þar. Vígja átti Valhöll daginn eftir. Þegar vígslan fór fram var ekki flaggað dönskum fána heldur fálkamerkinu íslenska. Sárnaði Brunn það mjög og þótti það óvirðing við Danmörk. Reið hann þaðan í fússi. Spunnust af þessu einhver blaðaskrif og fóru einhverjir óvirðingarorðum um Bruun en aðrir skrifuðu afsökunargreinar og tóku upp hanskann fyrir Bruun. Ditlev Thomsen konsúll skrifaði Daniel Bruun afsökunarbréf fyrir hönd íslenska ferðafélagsins, sem hann veitti forstöðu. Varð ekki meira úr því máli.

Daniel Brrun

Mynd Daniels Bruun.

Eins og áður sagði fór Bruun alls 13 ferðir um landið og er ógjörningur að geta þeirra allra í stuttri blaðagrein. Við skulum ljúka þessu á orðum hans sjálfs sem er að finna í endurminningabók hans. Þannig fer hann orðum um ævistarf sitt: „Þegar ég horfi til baka og renni huganum yfir atburði langrar ævi hlýt ég að viðurkenna með þakklæti, að mér hefir auðnast að lifa í samræmi við eðlisfar mitt og hæfileika, en á hinn bóginn verð ég að játa að það leið mjög langur tími, þangað til ég vegna óstöðugs skaplyndis míns fann þær brautir, sem mér var áskapað að fara eftir. Ég sé það nú, að hefði ég frá upphafi kunnað að einbeita mér að einhverju einu áhugaefna minna, gæti ég ef til vill hafa unnið meira og leyst verk mitt betur af hendi, en raun hefir á orðið, t.d. sem fornfræðingur, stríðssagnaritari, rithöfundur eða hermaður, en þetta varð allt eins konar „skæruhernaður”. En hvað um það, ég hefi fengið fullnægju við að starfa á þessum mörgu og ólíku sviðum, sem hugur minn stóð til, og vonandi unnið einhver þau verk, sem hafa gildi bæði í nútímanum og framtíðinni. Ég hugsa þá fremur öðru til rannsókna minna á Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.”
— Samantekt Arnaldur Indriðason.

Heimildir:
-Þjóðlíf – Bókakynning (01.11.1987), Örn og Örlygur; Daniel Bruun – Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár, bls. 9-11.
-Úti – 1. tölublað (15.12.1931), bls. 6 og 26.
-Morgunblaðið – 145. tölublað – II (04.07.1982), Daniel Bruun, “Hermaður, fornleifafrœðingur og rithöfundur”, bls. 45, 46, 52 og 53.

Daniel Bruun

Úr bókinni – teikning Daniels Bruun.

 

Eldborg

Í “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)” skrifar Sesselja Guðmundsdóttir m.a. um Eldborgina undir Trölladyngju og næsta nágrenni.

Eldborg

Jarðhiti við Eldborg.

“Jarðhiti er í suðurenda Vestra-Lambafells í brekku sem snýr til vesturs. Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, eða 1—3 m á breidd, en víkkar þegar ofar dregur, lengd sprungunnar er um 150 m og hærra veggstálið er 20-25 m hátt. Það er skemmtilegur „álfabragur“ á því að geta gengið inn í fjall og síðan upp úr því. Í fellinu er bólstrabrotaberg og í gjárveggjunum sést hver „koddinn“ við annan. Örnefnið Lambafellsklofi hefur einnig heyrst og þá er átt við gjána og ein heimild nefnir fellið sjálft Klofningsfell.

Jarðhiti

Jarðhiti í Lambafelli.

Með hlíðum Lambafella liggur Mosastígur (Rauðamelsstígur) . Fyrrum var farið meðfram Núpshlíðarhálsi eða yfir hann allt eftir því hvort fólk var á leið til Krýsuvíkur, á Vigdísarvelli, Selatanga eða til Grindavíkur og var leiðin þarna um kölluð Hálsagötur. Dr. Bjarni Sæmundsson lýsir þessum götum í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1936 og segir hann Grindvíkinga nota orðasambandið „aðfara inn í Fjall“ þegar þeir fóru göturnar vestan hálsins.

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju í dag.

Frá Vestra-Lambafelli höldum við yfir svolítið hraunhaft og komum að Eldborg eða Katli en síðara nafnið er að finna í heimild frá Hvassahrauni. Eldborgin var fallega lagaður gígur um 20 m hár með djúpa og gróna gígskál. Borgin var á náttúruminjaskrá en er þar ekki lengur. Mikið efni hefur verið tekið úr gígnum allt frá því vegur var lagður þarna upp eftir og fram til dagsins í dag.

Lambafellsklofi

Í Lambafellsklofa.

Framkvæmdir við tilraunaborholur á svæðinu hafa tekið sinn toll úr Eldborg og er borgin nú sorglegt merki um aðför að náttúrugersemum. Jarðhiti er í og við borgina. Jón Jónsson jarðfræðingur segir í einni ritsmíð sinni: „Gosið í Eldborg er án efa með þeim síðustu á þessu svœði og sennilega hið síðasta. Það er yngra en Afstapahraun …”. Hraunið er frá sögulegum tíma eins og fyrr segir.

Eldborgarhraun sem þekur tæplega fimm ferkílómetra rann upp að Lambafellum og síðan áfram norður og niður úr. Hraunið liggur m.a. að Mosum, Snókafelli og Sóleyjakrika. Sumir kalla fyrrnefnt hraun Lambafellshraun en líklega er réttara að kenna það við Eldborgina sem það kom úr.
Jónsbrennur heitir hitasvæðið suður og vestur af Eldborg og þar sjáum við töluverða gufu á nokkru svæði. Ekki er vitað frá hvaða manni nafnið er komið. Menjar um gamla tilraunaborholu frá Orkustofnun má sjá ofan Jónsbrenna, fast við norðurrætur Trölladyngju.”

Í bókinni “Icelandi pictures” eftir Frederik W.W. Howell frá árinu 1893 má sjá teiknaða mynd af Eldborginni.

Eldborg

Teikning Frederik W.W. Howells af Eldborginni 1893.

Árni Óla segir í bók sinni “Strönd og Vogar” eftirfarandi um Eldborgina undir Dyngjum:
“Norðan við Trölladyngju er stór, gamall og rauður eldgígur, sem nefnist Eldborg. Hann er um 70 fet á hæð. Milli hans og fjallsins er mikill jarðhiti og koma vatnsgufur þar víða upp, allt inn að Höskuldarvöllum og út að Sogi. Fara má norðan við fjöllin og austur fyrir þau. Blasir þá við fell skammt norðaustur í hrauninu. Kallast það Mávahlíðar. Þar eru einnig stórkostlegar gosstöðvar. Rétt fyrir neðan efsta toppinn á þeim (237 m) er stór gígur, allur sundur tættur af eldsumbrotum. Héðan hafa runnið mikil hraun, og sum eftir landnámstíð.”

Eldborg

Jarðhitinn við Eldborg.

Vatnsgufusvæðið umleikis Eldborgina er mismundandi greinanlegt. Það sést best þegar kólnar í veðri. Norðan hennar eru hleðslur, sem einhverjir hafa hlaðið til gufubaðsnota um tíma.

Heimildir:
-Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja Guðmundsdóttir, bls. 123-126.
-Strönd og Vogar, Eldfjöllin, Árni Óla, bls. 250.
-Icelandi pictures, Frederik W.W. Howell, London 1893, bls. 141

Eldborg

Eldborg norðan Trölladyngja. Lambafell fjær.

Selgjá

Í Selgjá [Norðurhellragjá] eru leifar a.m.k. 11 selja Álftanesbæja; Sandhúsa, Hliðs, Selskarðs, Miðhúss, Brekku, Svalbarðs, Sviðholts, Deildar, Mölshúss, Breiðabólastaða og Urriðakots.

Selgjá

Selgjá – skilti.

Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Sandhúsum: „Selstöðu á jörðin og hefur brúkað átölulaust þar sem heita Norðurhellrar.“

Selgjá

Norðurhellrahellir nyrst í Selgjá.

Í Örnefnaslýsingum má m.a. sjá eftirfarandi um selstöðurnar:
(Ö)  Selgjá: Grunn en allbreið gjá syðst í Urriðakotshrauni. Nær allt suður í Hrafnagjá, við Gjáarrétt. Í þessari gjá mun vera að finna Norðurhellrasel Álftnesinga.

(Ö)  Selgjársel: Selstættur eru þarna margar hlaðnar upp við Barmana [Selgjárbama] bæði sunnan og vestan. Mun þarna vera um 11 samstæður, með nær 30 byggingum bæði húsarústum og kvíarústum.

(Ö) Selgjá: Mikill hluti hennar heyrir til Fjallinu, syðri hlutinn.

(Ö) Um Norðurhellragjársel segir: Nokkur seljanna í gjánni eru sunnan markalínu.

Árið 1839 var Garðabrauð metið. Í lýsingu koma m.a. fram eftirfarandi upplýsingar: “Kirkiann i Gördum á land sem liggr til fialls fyrir ofan Setbergs, Áss, Ofridarstada og Hvaleyrarland; þar hefir verid og getur verid gód Selstada,” …

Selgjá

Tóft í Selgjá.

Árni Helgason segir í Lýsing Garðaprestakalls 1842: “Ég veit ekki nema það, að Garðar eiga selstöðu í því svokallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliðavatns- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöllin. Hitt veit ég og, að nú brúkar enginn hér selstöður, og séu Garðar undanteknir, sem höfðu pening í seli til 1832, hafa ei selstöður héðan verið brúkaðar í næstliðin 50 a 60 ár.”

Í Jarðatali á Íslandi, gefið út af J. Johsen, segir um Garða: ” Örnefnalýsing fyrir Urriðakot (Urriðavatn).  279 Örnefnalýsing fyrir Urriðakot (Urriðavatn). 280 Álftanes – Afréttarland – Fjallið.  281 Álftanes – Afréttarland – Fjallið. 282 Garðakirkjuland. 283 Brauðamat Garða 1839, ásamt uppskrift að hluta (C. V. 79 B). 284 Árni Helgason, Lýsing Garðaprestakalls 1842, s. 209, …en á sumrum nær því hagalaust heima við; en upp til fjalla fyrir ofan Setberg, Áss, Ófriðarstaða og Hvaleyrar land, á kirkjan land, og getur þar verið selstaða góð, enda má heyja þar, en fjarlægðarinnar vegna er heldur keypt eingi á Elliðavatni.”

Selgjá

Fjárskjól í Selgjá.

Í Guðlaugur Rúnar Guðmundsson segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar að: “Í Selgjá eru margar vallgrónar seljarústir, sem flestar eru fremur smáar í sniðum og minni en t.d. Vífilsstaðasel. Rústirnar standa flestar þétt við barma gjárinnar beggja vegan, en aðrar eru dálítið fjær. Selstaða þessi er nefnd í Jarðabókinni 1703 og virðast samkvæmt henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa hafr þar í seli. Athyglisvert er, að ávallt er rætt um selstöðu þarna í þátíð og jafnvel þannig, að hún virðist að því komin að falla í gleymsku.“

Selgjá

Seltóftir í Selgjá.

Höfundur skoðaði minjarnar í Selgjá  árið 2002: Hleðslur eru á mörgum stöðum beggja vegna í Selgjá. Vel sést móta fyrir a.m.k. þremur seljum enn þann dag í dag, en talið er að þau hafi verið allt að 11 talsins þegar mest var.  Rústirnar sjást sumar vel, en aðrar ver. Flest hafa selin verið minni í sniðum en t.d. Vífilsstaðasel, sem er þarna skammt norðar. Rústirnar standa fast upp við gjárbarmana og eru mjög aðgengilegar. Einnig má sjá rústir á tveimur stöðum með börmum Búrfellsgjár, en gjárnar eru í sömu hrauntröðinni.

Selgjá

Selgjá – Uppdráttur ÓSÁ.

Heimildir um selin eru þessar helstar:

-J. Johnsen. Jarðatal á Íslandi með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum o.fl. Kaupmannahöfn 1847, bls. 103.

-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. 2001. Bls. 133. Fjárskjól í Selgjá.

Selgjá

Tóft í Selgjá.

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Hliði: „Selstöðu hefur jörðin haft þar sem heita Norðurhellrar, þó ei ummælalaust af Garðastaðarhaldara, en ei hefur sú misgreining til laga komið.”

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Selskarði: „Selstöðu má jörðin brúka í staðarins landi.“

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Mölshúsum: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Brekku: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Svalbarði: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“

Selgjá

Þorsteinshellir við Selgjá.

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Sviðholti: „Selstöðu hefur jörðin brúkað í Norðurhellrum.“

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Deild: „Selstaða hefur brúkuð verið til forna í Norðurhellrum.“

-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Breiðabólstað: „Jörðin er þrönglend á sumardag og hefur selstaða brúkuð verið fyrir ofan Álftanes þar sem Norðurhellrar heita.“

-Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Urriðakoti, en hins vegar segir: “Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjár, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sumar þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi… Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar.”

Samantekt:
-BA-ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um “Sel vestan Esju” – 2007.

Selgjá

Selgjá – Uppdráttur ÓSÁ.

FERLIR

Ómar Smári Ármannsson skrifaði um “Hina vanmetnu útivistarperlu Reykjanesskagans” í Fjarðarpóstinn árið 2004:

Grindavíkurfé

Grindavíkurá.

“Það er svo margt smálegt sem hægt er að gleðja sig við á hverjum degi” varð manni nokkrum að orði er kunni að njóta umhverfisins, náttúrunnar og lífsins. Hann gerði sér grein fyrir áhrifum lífssteinsins að vori, yl sumarsins, litadýrðinni að hausti og fegurð sólsetursins að vetri.

Grindarskörð

Kvöldsýn frá Grindaskörðum, ystu mörkum Krýsuvíkur í norðri.

Þekkt er og sagan af manninum, sem dó eftir að hafa þrælað allt sitt líf og safnað fyrir öllu öðru en því sem hann þráði; kyrrð og ró. Hann skyldi eftir sig auðlegð, sem var önnur en sú er hann leitaði að; auðlegðinni í tilgangi lífsins. Vitað er að hún verður ekki keypt fyrir peninga. Hún er ókeypis; hún er falin í skilningi og nálgun. Sá svartsýni segir venjulega: „Það er ský fyrir sólinni”. Sá bjartsýni segir hins vegar: „Það er sól á bak við skýin”. Margir leita mikillar gleði á sem skemmstum tíma og kosta til þess miklu fé. Í dag virðist lífið þeirra einungis snúast um fundið fé í formi hlutabréfa og happdrætta. Hér áður fyrr var lífið mun erfiðara, en einnig einfaldara. Það fólst einungis í tvennu; feitu fé og fenginn fisk. En hefur tilgangur lífsins í raun breyst svo mikið frá því sem þá var?

Selatangar

Selatangar – Uppdráttur ÓSÁ.

Á Reykjanesskaganum búa nú rúmlega tvö hundruð þúsund manns. Einungis örfáir gera sér grein fyrir verðmætum svæðisins hvað varðar útivist og sögu – og nálgun lífsgilda. Þar eru hinar merkustu fornminjar, sögulegar minjar eru hvert sem farið er þar sem lesa má búsetu- og atvinnusögu svæðisins allt frá landnámi norrænna manna til okkar daga, að ógleymdum stórbrotum útivistarsvæðum. Um fimmtán hraunanna hafa runnið á sögulegum tíma. Í þeim má og finna fjölmarga hella og hraunskjól með ómetanlegum dýrgripum. Í þeim eru fjölbreytilegar mannvistarleifar. Þjóðsögulegir staðir eru margir og tilvist þeirra sýnilegir sem og staðir þar sem draugasögur eiga uppruna sinn. Þar er fegurðin hvert sem litið er.

Húshólmi

Húshólmi – Uppdráttur ÓSÁ.

Fjöldi mannvistarleifa

Til glöggvunar þeim, sem ekki til þekkja, þá má finna á Reykjanesskaganum leifar um 140 selja og selstöðumannvirkja, þ.e. bygginga, fjárskjóla, vatnsstæða, stekkja, kvía, nátthaga og rétta, 78 letursteina, 132 vörður er tengjast sögum og sögnum, 152 gamlar leiðir á milli byggðarlaga eða einstakra áfangastaða, 72 fjárborgir, 83 gamlar réttir, 82 gamla brunna og vatnsstæði, 23 hlaðnar refagildrur, 272 sæluhús og aðrar merkilegar tóftir, 350 hella og hraunskjól, vita, dali, fjöll, strandir, hamra, hraun læki, dýralíf, gróður, auk fagurrar náttúru og tilkomumikils umhverfis.

Ekkert áhugavert að sjá?

Selsvellir

Selin á Selsvöllum. Uppdráttur ÓSÁ.

Því miður eru margir enn með sama viðhorf gagnvart Reykjanesinu og náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson árið 1794 er hann sagði það „ömurlegt á að líta, þar væri auðn og ekkert áhugavert að sjá”. Þeir, sem hafa gengið um svæðið og kynnt sér verðmæti þess vita hins vegar að raunin er önnur. Svæðið hefur upp á allt að bjóða, sem merkilegast getur talist hér á landi. Það er í nánd við fjölmennasta þéttbýli landsins, aðstaða er fyrir hendi til að taka við áhugasömu fólki, tilefnin eru ærin og fjölmargt að skoða og sagan er svo til við hvert fótmál.

Út og skoðið!

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Minjasvæðin í Selvogi, í Herdísarvík, í Klofningum, í Krýsuvík, við Selöldu, í Húshólma, í Grindavík, í gömlu Höfnum, við Ósabotna, Básenda, Stafnes, Fuglavík, Sandgerði, Garð, Njarðvík, Stapa, í Vatnsleysuheiðinni, Hraunum, Selgjá og í upplandi Almenninga, Undirhlíða, Lönguhlíða, Brennisteinsfjalla, Austurháls og Vesturháls að ógleymdu Fagradalsfjalli, eru ógleymanleg þeim er þangað hafa komið.
Undirritaður vill hvetja alla þá, sem unna útivist, hreyfingu og áhuga á söguskoðun að kynna sér möguleika Reykjanesskagans – fegurð hans jafnt sem fjölbreytni.” – ÓSÁ

Heimild:
-Fjarðarpósturinn – 8. tölublað (26.02.2004), Ómar Smári Ármannsson, Reykjanesskaginn – vanmetin útivistarperla, bls. 6.

Sel í Selgjá

Sel í Selgjá. Uppdráttur ÓSÁ.

Gjár

Ómar Smári Ármannsson skrifaði um “Kaldársel og nágrenni” í Fjarðarpóstinn árið 2002:

Kaldársel og nágrenni

Kaldársel

Kaldársel og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

“Gamli bærinn í Kaldárseli stóð á túnblettinum, sem núverandi hús stendur á, þ.e. á móts við miðju þess er snýr að árbakkanum.

Kaldársel

Kaldársel – Teikning Daniels Bruun frá lokum 19. aldar. Inn á teikninguna er felld inn líkleg upphaflegu selshúsin áður en bætt við þau til búsetu.

Áður tilheyrði landið Garðakirkju og hafði hún þar í seli fram til ársins 1836. Frá árinu 1873 hafði Hvaleyri þar leigusel. Sel Garða voru flest í Selgjá vestan Búrfellsgjár. Enn sjást þar tóttir selja með hraunbarminum beggja vegna, einkum að sunnanverðu, svo og fallegir fjárhellar, bæði í gjánni og efst í Urriðavatnshrauni. Hafnarfjarðarbær keypti árið 1912 allmikinn hluta af Garðakirkjulandi og Kaldársel þar með.

Heimildir frá 1703
Elsta heimild um Kaldársel er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar segir að Hvaleyri eigi selstöð þar sem heitir Hvaleyrarsel suður af Hvaleyrarvatni í Selshöfða, auk selstöðvar í Kaldárseli. Aðrir munu ekki hafa nýtt það sel. Þegar Hvaleyrarbóndi hætti selförum að Kaldárseli lagðist selstöð þar niður með öllu, annað hvort 1865 eða 1866.

Kaldársel

Gengið um Kaldársel og nágrenni.

Útlendir ferðamenn

Kaldársel

Teikning Daniels Bruun af baðstofunni í Kaldárseli 1882.

Í húsvitjunarbók Garðaprestakalls má sjá að árið 1867 er kominn ábúandi í Kaldársel. Hann hét Jón Jónsson, en hann var þar stutt. Eftir það lagðist búskapur niður um nokkur ár. Árið 1876 kom þangað Þorsteinn Þorsteinsson eða Þorsteinn í Selinu, eins og hann var jafnan nefndur. Enn er efst í Heiðmörkinni fallegur fjárhellir, Þorsteinshellir, sem lengi var talinn týndur. Þorsteinn var nokkuð sérkennilegur í háttum. A hans tíma voru í Kaldárseli nokkrar byggingar, matjurtagarður, sem lá frá bænum niður að ánni mót suðri og vörslugarður. Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð. Í því var baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr.

Kaldársel

Kaldársel eftir uppdrætti Daniels Bruun – teikning ÓSÁ.

Tætturnar voru allar vel hlaðnar úr sléttum og þykkum hraunhellum, en hvergi mold eða torf á milli, svo sem venja var.
Jón Guðmundsson á Setbergi keypti húsin í Kaldárseli sem og kindur. Þau voru öll rifin, nema baðstofan, sem stóð uppi fram undir aldamót. Hún var einkum notuð sem sæluhús fyrir fjármenn Setbergsbænda, sem þá héldu fé sínu, einkum sauðum, víðs vegar þar í högum.

Einnig var gott fyrir Krýsvíkinga að hafa þarna afdrep á ferðum sínum. Haustleitarmenn Grindvíkinga leituðu alla leið að Kaldá og höfðu náttstað í Kaldárseli.

Kaldársel

Í tóftum Kaldársels 1934.

Þá var mikil umferð útlendra ferðamanna til Krýsuvíkur, einkum til að skoða hinar nýyfirgefnu brennisteinsnámur, sem þar voru. Þeir gistu margir í Kaldárseli. Baðstofan bar þess merki. Í sperrur og súð voru skorin ófá mannanöfn af ýmsum þjóðernum.
Að liðnum aldamótum 1900 var ekkert hús lengur í Kaldárseli. Ferðum útlendinga fækkaði, Krýsvíkingar týndu ört tölunni, fjallleitir Grindjána styttust og hið stóra Setbergsheimili tvístraðist. Og fénaðurinn hvarf úr högunum.

Síðasti bóndinn í Kaldárseli
Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Þorláksson Kaldársel til afnota, síðar stórbóndi í Stakkavík. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir sínar 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Ekki hafði hann not af gömlu tóttunum að öðru leyti en því að hann gat nýtt úr þeim hraunhellurnar, sem hann gerði af miklum dugnaði. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við gömlu hellana, sem eru skammt norður af Selinu. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun þar sem honum bauðst vist. Hann var því síðasti bóndinn í Kaldárseli.

Kaldársel

Gengið um Kaldársel og nágrenni.

Letursteinar KFUM-K

Kaldársel

Kaldársel – einn letursteinanna.

Eins og sjá má á uppdrættinum er margt að skoða í nágrenni við Kaldársel. Vestan við Kaldá, fast við árbakkann, eru letursteinar frá upphafi veru KFUM  og K á staðnum. Efst á Borgarstandi er fjárborgin og undir honum að norðanverðu eru tóttir gamals stekkjar og fjárhýsisins. Enn norðar eru hleðslur í Nátthaganum. Austan hans eru fjárhellarnir og hleðslurnar í kringum op þeirra. í einum hellanna er hlaðinn garður eftir honum miðjum.

Stærsti hellirinn er sá syðsti. Í honum er gott rými. Vatnsleiðslan gamla er austan Kaldárselsvegar og er forvitnilegt að sjá hvar hún hefur komið yfir Lambagjá, en í gjánni er mikil hleðsla undir hana. Sú hleðsla mun hafa að nokkru leiti hafa verið tekin úr austari fjárborginni á Borgarstandi.

Kaldársel 1932

Kaldársel 1932. Tóftir selsins hægra megin.

Í Gjám enn norðar eru hellar, hleðslur og hellisop. Austan við gamla veginn að Kaldárseli má enn sjá elstu götuna til og frá selinu, klappaða í bergið. Enn vestar, austan Fremstahöfða, er hálfhlaðið hús, líkt því sem sjá má á gömlu ljósmyndum frá 1892, að gamla selið í Kaldárseli hefur litið út.
Eins og sjá má þarf ekki að ganga alla leið á Helgafell til að finna tilefni til gönguferða í kringum Kaldársel.”

Sjá meira um Kaldársel og  nágrenni m.a. HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Heimild:
-Fjarðarpósturinn – 42. tölublað (31.10.2002), Ómar Smári Ármannsson, Kaldársel og nágrenni, bls. 4.

Lambagjá

Hleðslur undir vatnsleiðsluna um Lambagjá.

Árbær

Á uppdrætti með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur, sést örnefnið “Árbæjarborg” skammt ofan (norðan) við bæjarhúsin í Árbæ. Ofan og vestan við hana er örnefnið “Borgarmýri”.

Árbær

Árbær – túnakort 1916. Tóftin er nr. 262-2.

Örnefnið “Árbæjarborg” er ekki að finna í takmarkaðri örnefnalýsingu af Árbæ, en í örnefnalýsingu Grafarholt eftir Björn Bjarnarson segir; “Borgarmýri, mest öll í Árb. landi, kennd við Árbæjarborg”.
Á uppdrættinum er Árbæjarborg staðsett þar sem í fornleifaskráningu fyrir Árbæ frá árinu 2017 segir; “Hænsnahús – tóft, 1900-1950. Á túnakorti Árbæjar eru merkt inn tvö hús um 60 m fyrir norðvestan Árbæinn. Nú eru þetta rústir. Hús þessi voru úr torfi og grjóti og sneru langveggjum saman. Nyrðra húsið var um 2×4 m að stærð, en syðra húsið 10x 6m. Dyr snéru í vestur á báðum húsunum en gluggi var í þilinu fyrir ofan dyrnar á nyrðra húsinu.” Árbæjarborgar er ekki getið í fornleifaskráningunni.

Árbær

Árbær – borgin var þar sem útihúsin v.m. eru á myndinni frá 1948.

Um Árbæ segir í fornleifaskráningunni:
“Austur af Ártúni var jörðin Árbær, en bæjarhúsin eru nú innan safnsvæðis Árbæjarsafns. Hluti núverandi byggðar í Ártúnsholti og neðrihluti Árbæjarhverfis eru byggðir í landi Árbæjar, en jörðin lá upp með Elliðaánum og tilheyrðu Blásteinshólmi og Árbæjarhólmi henni.
Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd.

Árbær

Árbær 1911.

Saga Árbæjar er hins vegar mun eldri en þekktar heimildir gefa til kynna því árið 2016 leiddu fornleifarannsóknir á bæjarstæðinu í ljós að þar var búið á 11. öld og jafnvel þeirri tíundu. Leiða má að því líkur að það sama eigi við um búsetu á öðrum þeim jörðum sem hér eru til umfjöllunar.
Síðustu ábúendur í Árbæ voru hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson sem bjuggu þar frá 1881 og dóttir þeirra Kristjana, sem tók við búinu árið 1935 og bjó þar til 1948, en þá fór bærinn í eyði. Í tíð Margrétar og Eyleifs var fjölsótt greiðasala í Árbæ, með svipuðu móti og verið hafði í Ártúni.

Árbær

Árbæjarborg?

Eins og áður segir keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jörðina ásamt Ártúni og fleiri jörðum árið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.”

Líklegt má telja að örnefnið “Árbæjarborg” sé miklu mun eldra en “hænsnahúsið” eða önnur útihús þar, þ.e. að það/þau hafi síðar verið byggt upp úr borginni. Gamla nafnið hafi verið látið halda sér enda ástæðan fyrir nálægum örnefnum, s.s. “Borgarmýri” og “Borgarholt”.

Árbær

Árbær og nágrenni. Uppdráttur með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur. Uppdrátturinn hékk lengi í klúbbhúsinu í Grafarholti en er nú geymdur á Korpúlfsstöðum. Höfundur er óþekktur.

Uppmæling tóftanna ofan Árbæjar líkist óneytanlega að mörgu leyti útliti fjárborgar að grunni til.

Heimildir:
-Byggðakönnun; Borgarhluti 7 – Árbær, Reykjavík 2017, bls. 12 og 81.
-Uppdráttur með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða (1963).
-Örnefnalýsing Björns Bjarnarsonar um Grafarholt.

Árbær

Árbæjarborg?

Flensborg

Eftirfarandi ávarp Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, er hann flutti á afmælishátíð Flensborgarskóla, gat að lesa í Lesborg Morgunblaðsins árið 1982 undir fyrirsögninni “Fyrsti kennaraskóli landsins“:

Flensborgarskóli“Í dag er mikill hátíðisdagur í Flensborgarskóla. Liðin eru á þessu ári 100 ár frá stofnun hans, og þess er nú minnst á veglegan hátt við skólaslit. Flensborgarskóli er því með allra elstu skólum í landinu og á sér hina merkustu sögu.
Ég vil leyfa mér að benda áheyrendum á að kynna sér sögu Flensborgarskóla í 100 ár og persónusögu þeirra mikilhæfu manna, sem mestu hafa ráðið um störf skólans þetta tímabil. Það er menntandi út af fyrir sig að kynnast mönnum og málefnum tengdum Flensborgarskóla. Í ljós mun koma að áhrif skólans á þróun almennra skólamála í landinu og þjóðlífið að sínu leyti, eru mikil og eftirtektarverð.
FlensborgarskóliFlensborgarskóli skipar virðulegan sess í skólasögu Íslendinga og það svo, að sumt í starfi hans hefur skipt sköpum í sögu íslenskra skólamála. 100 ár eru að vísu langur tími, og margt hlýtur að gerast á heilli öld í þjóðarævi. En síðustu 100 ár skera sig úr öðrum öldum Íslandssögunnar vegna hinna miklu og öru breytinga sem orðið hafa á þjóðarhögum. Þetta á ekki síst við um skólamál.
Varla er hægt að segja að verulegar umræður um stofnun almennra skóla komi til fyrr en um og eftir miðja 19. öld, eða jafnvel síðar, og framkvæmdir í þeim efnum voru býsna hægfara lengi framan af. Eiginlegur vöxtur skólakerfisins gerist reyndar ekki fyrr en á þessari öld og þá á nokkrum síðustu áratugum öðrum fremur. Svo stutt er saga almennra skóla á Íslandi.
FlensborgFlensborgarskólinn ruddi nýjar brautir í skólamálum á sinni tíð ásamt Möðruvallaskóla, sem stofnaður var um svipað leyti á Norðurlandi. Þessir tveir skólar eru fyrstu gagnfræðaskólar landsins þar sem unglingum voru kenndar almennar námsgreinar eftir að barnafræðslu var lokið. Miðað við skólamenntunaraðstöðu í landinu á þeirri tíð var það ekkert lítilræði fyrir menn að stunda nám í Flensborg eða á Möðruvöllum, enda voru gagnfræðingar frá þessum skólum taldir til menntamanna og voru eftirsóttir til vandasamra starfa og félagsmálaforystu. Því var það að á fyrri hluta þessarar aldar mátti finna í hópi forystumanna í landinu fjölmarga Flensborgara. Þannig síuðust áhrifin frá skólanum víða um þjóðlífið. Og reyndin er sú að Flensborgarskólinn var lengst af kunnur sem merkur gagnfræðaskóli á gamla vísu, sem skólinn var að meginstefnu allt frá stofnun 1882 fram til þess að honum var breytt í fjölbrautaskóla árið 1975, samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið. Reyndar hafði skólinn nokkru áður stofnað framhaldsdeildir og stefnt að því að búa nemendur undir stúdentspróf.

Flensborg

Stefán Júlíusson.

Fyrsti kennaraskóli landsins
En vafalaust er þó sá þáttur Flensborgarsögu merkastur og minnisstæðastur, að Flensborgarskólinn er fyrsti kennaraskóli á Íslandi. Á þessu vori eru 90 ár síðan Flensborgarskóli brautskráði fyrstu sérþjálfuðu kennarana á Íslandi samkvæmt sérstakri reglugerð um kennaranámskeið, sem skólanum hafði verið sett. Frá 1896—1908 starfaði föst kennaradeild við Flensborgarskóla, og hún var ekki lögð niður fyrr en Kennaraskóli íslands tók til starfa 1908. Eftir það gegndi Flensborgarskóli áfram aðalhlutverki sínu sem gagnfræðaskóli í Hafnarfirði, sem þó var sóttur af nemendum víða að af landinu og hafði algera sérstöðu áratugum saman ásamt Gagnfræðaskólanum á Akureyri, sem nú er menntaskóli.
Það er varla hægt að segja sögu Flensborgarskóla í færri orðum en ég hef gert, og mannanöfn hef ég ekki nefnt  í þessari frásögn. Því má þó ekki gleyma að þessi skóli var stofnaður af merkum mönnum, og honum hafa ætíð stjórnað mikilhæfir skólamenn, og hér hafa starfað ágætir kennarar mann fram af manni. Ég vil leyfa mér að þakka öllum — lifandi og látnum — sem unnið hafa Flensborgarskóla, og innt af hendi ágæt störf á þessu aldarskeiði. Nöfn þeirra eru geymd en ekki gleymd.

Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson.

Ekki má þó láta ógetið stofnenda skólans, sr. Þórarins Böðvarssonar í Görðum og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur. Þau voru að vísu stórefnafólk, en við skulum minnast þess að þau létu stofna Flensborgarskóla sem einkaskóla og sjálfseignarstofnun og gáfu skólahús og allstóra bújörð með öllum húsum til skólahaldsins. Það er vandasamt nú að meta þessa gjöf til fjár þannig að nútímamenn skilji hvers virði hún var peningum, en engin smágjöf var þetta, heldur stórgjöf til menningarmála, sem varla á sinn líka. Einnig vil ég minnast fyrsta skólastjórans, Jóns Þórarinssonar, sem reyndar var sonur stofnenda, en Jón Þórarinsson var fyrir margra hluta sakir tímamótamaður í sögu íslenskra fræðslumála. Barátta hans á Alþingi og virk forganga hans fyrir kennaramenntun mun lengi halda minningu hans lifandi. Auk þess varð hann síðar æðsti embættismaður yfir almennum fræðslumálum í landinu og mikill áhrifamaður í þeim efnum.

Í fararbroddi enn í dag
Þannig getum við rakið sögu Flensborgarskóla og þeirra sem við hann hafa starfað og hljótum að sannfærast um að skólinn hefur verið farsæl stofnun og gegnt hlutverki sínum með ágætum alla tíð. Það er vissulega gott að eiga góða fortíð. Það hlýtur að vera skólanum styrkur og hvatning. En ég vil þó umfram allt minnast skólans eins og hann er í dag og þakka núverandi skólameistara og kennurum og nemendum fyrir það sem Flensborgarskóli er á líðandi stund. Skóli á að vera lifandi stofnun handa lifandi fólki. Og það veit ég að Flensborgarskólinn er.
Skólinn gerist e.t.v. gamall að stofni til, orðinn 100 ára, en hann er ekki rykfallinn og enginn safngripur. Flensborgarskólinn tekur þátt í framsæknu skólastarfi af lífi og sál og hefur tekið að sér ný hlutverk af áhuga og einurð. Miklar breytingar hafa verið að gerast í skólanum síðustu 10 ár, og það hefur einmitt komið í hlut núverandi skólameistara að fylgja þeim eftir. Flyt ég honum og samstarfsmönnum hans þakkir og árnaóaróskir.
Ég óska Flensborgarskóla innilega til hamingju með 100 ára afmælið.”

Stefán Júlíusson skrifaði um sögu Flensborgarskólans í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1962:

“Þegar ég var að alast upp í Hafnarfirði, vitnuðu mörg örnefni í bænum um starfsemi erlendra manna á liðnum öldum. Þar var Hellyersstöð, Brydehús, Hansensbúð, Haddensbryggja, Linnetsstígur, Proppélóð. Sum þessara örnefna voru ný, önnur aldagömul, enda mátti svo heita, að Hafnarfjörður væri vettvangur erlendra kaupsýslu- og útgerðarmanna frá því um aldamótin 1400 og fram á þriðja tug þessarar aldar.

Flest þessi nöfn eru nú horfin, eða að hverfa. Enn hef ég þó ekki nefnt það útlenda heitið, sem einna oftast var á vörum fólks, og raunar var landskunnugt, en það er Flensborg. Og þetta heiti mun ekki hverfa úr sögunni, þótt önnur erlend nöfn týni nú óðum tölunni, því að gagnfræðaskólinn í bænum hefur nú borið þetta nafn í átta áratugi, og engar líkur eru fyrir því, að þar verði breyting á gerð. Enda er svo ráð fyrir gert í ráðuneytisbréfi frá árinu 1932, að skólinn skuli framvegis heita Flensborgarskóli, eins og hann hafði þá verið kallaður í hálfa öld.

Flensborg

Flensborgarhöfnin 1909.

Það er naumast nema von, að ég velti því fyrir sér, hvers vegna Hafnfirðingar telja það sjálfsagt og eðlilegt, að framhaldsskóli þeirra ber þetta gamla, danska nafn. Eins mætti líka spyrja: Hvernig stendur á þessu nafni í bænum, og hvers vegna hefur það unnið sér slíkan þegnrétt í hugum bæjarbúa og landsmanna allra? Skólar á Íslandi bera yfirleitt ekki erlend nöfn, og fremur hefur verið hamlað gegn því á undanförnum áratugum, að opinberar stofnanir beri útlend heiti. Flensborgarar settu ávallt allmikinn svip á bæinn , þegar ég var að alast upp, og í fyrstu þótti mér þetta auðkennisheiti skólafólksins þar dálítið furðulegt. En þegar ég var sjálfur orðinn nemandi í skólanum, hefði ég ekki annað viljað kallast en Flensborgari, þótt við skólafélagarnir værum stundum kallaðir Flensarar í háðungarskyni, ef einhver þóttist eiga okkur grátt að gjalda.
Flensborg í Hafnarfirði dregur nafn sitt af jósku borginni Flensborg, en hún stendur sunnarlega á Jótlandi, í Slésvíkurhéraði, sem ásamt Holtsetalandi var löngum þrætuepli Dana og Þjóðverja. Nú eru landamærin rétt norðan við borgina, og mun hún vera nokkru stærri en Reykjavík. Frá þessari suðurjózku borg komu kaupmenn   til Hafnarfjarðar fyrir um það bil eitt hundrað og áttatíu árum og reistu sér síðar verslunarhús fyrir botni fjarðarins, þar sem hann gengur lengst inn í landið að sunnanverðu.
FlensborgEkki verður fyllilega séð af gögnum, hvaða ár þetta var, en líkur mæla með því, að þeir hafi byggt árið 1794. Tóku þeir lóðina á leigu af konungi. Var hinn nýi verslunarstaður kallaður eftir heimaborg þeirra, og festist nafnið fljótt við staðinn. Var þetta allmikið landsvæði, enda þurfti töluvert olnbogarými fyrir verslun á þeirri tíð. Seinna keypti verslunin svo landareignina.
í Flensborg var verslað til ársins 1875, og voru margir verslunarstjórar á þeim átta til níu áratugum, sem þar var verslað, ýmist danskir eða íslenskir. Afkomendur þeirra sumra urðu merkir menn í íslensku þjóðlífi. Má meðal þeirra nefna Thorgrímsen verslunarstjóra á Eyrarbakka og Morten Nansen skólastjóra í Reykjavík, sem báðir voru fæddir í Flensborg í Hafnarfirði. Gísli J. Johnsen stórkaupmaður mun vera afkomandi Flensborgarkaupmanna.
En árið 1876 urðu mikil þáttaskil í sögu Flensborgar. Það voru þessi þáttaskil, sem urðu því valdandi, að nafnið lifir til þessa dags og mun halda áfram að lifa um ókomin ár. Þá keypti íslenskur maður Flensborgareignina, ekki í því augnamiði að reka þar áfram verslun, heldur til þess að setja þar á stofn barnaskóla fyrir Garðaprestakall á Álftanesi. Þetta var harla merkilegt tiltæki af kaupandanum, í rauninni einstakt framtak, því að á þeirri tíð var enn næsta lítið hugsað fyrir alþýðumenntun og barnafræðslu með föstu sniði.
Sá, sem keypti Flensborgareignina í þessum tilgangi fyrir áttatíu og sex árum, var prófasturinn í Görðum, sr. Þórarinn Böðvarsson. Seljendur voru Knudtzonfeðgar, sem lengi höfðu verið athafnasamir kaupmenn í Hafnarfirði, enda var ætt þeirra kunn kaupsýsluætt í Danmörku. Ári síðar en kaupin voru gerð, stofnuðu þau prófastshjónin í Görðum skólasetur í Flensborg og gáfu til þess miklar eignir, svo skólinn gæti orðið sjálfseignarstofnun, er stæði sem mest á eigin fótum. Skólann stofnuðu þau til minningar um son sinn, Böðvar, er andaðist árið 1869, 19 ára gamall, þá nemandi í lærða skólanum í Reykjavík. Var Böðvar bráðefnilegur piltur, góður námsmaður og hvers manns hugljúfi. Gjafabréf þeirra prófastshjóna er á þessa leið:

Flensborg

Ómar Smári Ármannson, Inspector Scholae í Flensborg 1875-’76, með Páli Þorleifssyni, húsverði. Axel, Sigurður og Gunni Einars í bakgrunni.

Síðan forsjóninni fyrir 8 árum síðan þóknaðist að svipta okkur hjónin okkar elskaða syni Böðvari, hefur það verið ósk okkar að heiðra minningu þessa okkar ógleymanlega sonar með því að gefa nokkurn hluta af eignum okkar til einhvers þess fyrirtækis, sem eflt gæti menntun og góða siði meðal almennings í föðurlandi okkar, og höfum við í þessum tilgangi afsalað og gefið til stofnunar alþýðuskóla þær fasteignir, er nú skal greina:
1. Húseign okkar í Flensborg í Hafnarfirði með þar tilheyrandi túni og annarri lóð, eins og hún er afsöluð með afsalsbréfi hins fyrra eiganda, stórkaupmanns P. C. Knudtzons, dags. 17. júlímán. f.á.
2. Eignarjörð okkar, heimajörðina Hvaleyri í Álftaneshreppi í Gullbringusýslu, 18.3 hndr. að dýrleika eftir nýju mati, með tilheyrandi húsum.

Um þessa gjöf lýsum við yfir þeim vilja okkar, að hún verði höfð til stofnunar alþýðuskóla, að þessi skóli verði fyrst og fremst barnaskóli fyrir Garðaprestakall á Álftanesi.

Flensborg

Stjórn Nemedafélags Flensborgarskóla 1975-’76. Þarna má sjá marga þjóðþekkta einstaklinga.

-að hún verði höfð til stofnunar alþýðuskóla,
-að þessi skóli verði fyrst og fremst barnaskóli fyrir Garðaprestakall á Álftanesi.
-að hann þar næst, eftir því sem efni og kringumstæður leyfa, jafnframt verði almennur menntunarskóli, þar sem kostur sé á að afla sér þeirrar þekkingar, sem álíta má nauðsynleg hverjum alþýðumanni, er á að geta kallast vel að sér.

Flensborg

Inga Blandon, kennari, og Ólafur Þ. kristjánsson, skólastjóri. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Enn fremur er það vilji okkar, að skólinn og skólaeignirnar séu undir stjórn þriggja manna nefndar, er stiftsyfirvöldin yfir Íslandi skipi, en að stiftsyfirvöldin hafi yfirumsjón með skólanum og gæti þess, að efnum hans sé varið samkvæmt tilgangi gjafarinnar, svo og, að stiftsyfirvöldin eftir tillögum skólanefndarinnar setji reglugerð fyrir skólann um allt fyrirkomulag hans og stjórn. Fyrir því afsölum við hér með frá okkur og okkar erfingjum í hinu umrædda augnamiði ofannefnda húseign og jörð, og eru eignir þessar upp frá þessu fullkomlega heimilar til allra umráða og afnota handa slíkri skólastofnun, sem að ofan er um getið, en verða undir okkar umsjón þangað til skólanefnd hefur verið skipuð og hún getur tekið við umráðum yfir þeim; Görðum, 10. ágúst 1877 – Þórarinn Böðvarsson / Þórunn Jónsdóttir.”

FlensborgVerslunarhúsið í Flensborg, sem nú varð skóli, var mikil bygging og traustlega byggt. Það var reist upp úr 1812, en þá brann fyrsta verslunarhúsið í Flensborg. Byggingin var næstum 20 m löng og 9 m breið, með háu risi, sem sneitt var við báðar burstir. Byggingarlistin var dönsk, og má enn sjá mikil hús af þessari gerð frá valdadögum Dana á ýmsum stöðum hér á landi. Ekki þurfti að nota allt húsið til kennslu, enda hafði það bæði verið íbúð verslunarstjórans, skrifstofur og búð. Varð Flensborg nú um skeið sýslumannssetur, eða fram undir áratug, til ársins 1887. Barnaskólinn var til húsa í norðaustur-endanum, sýsluskrifstofan í hinum endanum, en sýslumaður bjó uppi.

Flensborg

Kristján Bersi Ólafsson, kennari og skólastjóri. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Vísir að fastri barnakennslu hafði komist á fót í Hafnarfirði nokkru áður, þótt mjór væri, svo að telja má, að í bænum hafi verið föst barnakennsla í um það bil 90 ár. Þorsteinn Egilsson cand. theol., sonur Sveinbjarnar Egilsson rektors og tengdasonur sr. Þórarins í Görðum, byrjaði að kenna börnum tveim árum áður en skólinn í Flensborg tók til starfa. Hann var einnig fyrsti kennari þar.

Áður en lengra er haldið, er rétt að gera hér grein fyrir því, hversu mikil sú gjöf var, sem prófastshjónin í Görðum gáfu til skólahaldsins. Húsið sjálft var metið á 10.000 kr., geymsluhús á 450 kr., þriggja dagslátta tún og kálgarðar á 750 kr. Heimajörðin á Hvaleyri, sem skyldi renna stoðunum undir skólahaldið, var metin á 2.200 kr. Nokkrum árum seinna bætti svo sr. Þórarinn við strandlengjunni með fram Flensborgarlóðinni, sem hann keypti í þeim tilgangi og metin var á 1000 kr. Auk þess gaf hann þá skólanum ágóða af óseldum eintökum af Lestrarbók handa alþýðu, sem hann hafði gefið út þjóðhátíðarárið 1874. Alþýðubókin var hið merkasta rit og vitnar mætavel um hug sr. Þórarins til alþýðumenntunar, áður en hann stofnaði skólann í Flensborg. Til marks um það, hve Alþýðubókin var mikill aufúsugestur á heimilum víða um land, má geta þess, að þegar skáldið Örn Arnarson var beðið að yrkja vígsluljóð, er nýja Flensborgarskólahúsið á Hamrinum var tekið í notkun haustið 1937, lét hann svo ummælt, er hann varð við þessum tilmælum, að sér væri ljúft að minnast útgefanda Alþýðubókarinnar. Ekki er nú vitað, hve mikið hefur runnið til skólans fyrir bókina, en gjöf þeirra prófastshjóna hefur alltaf numið allt að 15 þús. kr. Varla munu tök á því að umreikna þessa fjárhæð nákvæmlega í núgildandi peninga, en víst er, að gjöfin hefði skipt milljónum í dag, þótt ekki væri að öllu leyti reiknað með breyttum aðstæðum.

Flensborg

Halldór Ólafsson, kennari. [ljósm: Guðm. Böðvars]

Barnaskóli var í Flensborg í átján ár, eða til ársins 1895. En þremur árum eftir að skólinn tók til starfa, kom hinn nýstofnaði Bessastaðahreppur á fót hjá sér skóla þar úti á nesinu. Grímur skáld Thomsen á Bessastöðum mun hafa átt frumkvæðið að þessari skólastofnun. Var því fleygt, að hann hefði að öðrum þræði gert það til að skaprauna nágranna sínum, sr. Þórarni í Görðum, og draga frá skólanum í Flensborg. Hann hafði frá upphafi fengið nokkurn opinberan styrk, en nú hlaut skólinn úti á nesinu að fá hluta af honum. Þótt grunnt væri á því góða með þeim prófastinum í Görðum og skáldinu á Bessastöðum, og þeir eltu stundum grátt silfur saman, þarf þessi skólastofnun úti á nesinu ekki að hafa verið af þeim toga spunnin, því að óneitanlega var erfitt fyrir börn framan af nesi að sækja skóla inn í Hafnarfjörð. En hvort sem þessir úfar með þeim stórmennunum hafa valdið eða ekki, varð þessi skólastofnun úti á nesinu meðal annars til þess, að sr. Þórarinn tók að hyggja að skólanum í Flensborg á nýjan leik. Og þessi athugun leiddi til þess, að þau prófastshjónin í Görðum breyttu gjafabréfi sínu árið 1882 og stofnuðu gagnfræðaskólann í Flensborg. Þá bættu þau líka við gjöfina, eins og áður var rakið. Og nú gátu þau hjónin lagt skólanum til meira en hús, land og fé: Nú varð sonur þeirra, Jón, skólastjóri hins nýja gagnfræðaskóla. Hafði hann með námi erlendis beinlínis búið sig undir skólastjórnina. Það var einstætt á þeirri tíð.

Flensborg

Einar Bollason, kennari. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Sr. Þórarinn Böðvarsson var mikill umsýslu- og búmaður og kunni vel að sjá fótum sínum forráð á veraldlega vísu. Með því að láta Jón son sinn búa sig undir skólastjórn í Flensborg, sló hann tvær flugur í einu höggi: Hann sá syni sínum fyrir framtíðaratvinnu, og hann tryggði óskabarni sínu, skólanum í Flensborg, trausta og farsæla stjórn gegnum brim og boða í upphafi siglingar. Ekki þarf að fara í grafgötur um það, að hagsýni sr. Þórarins hefur ekki síður miðað að því, að skólastofnun þeirra hjóna færi ekki forgörðum, þótt þeirra missti við. Ekki hefur hann lagt sig minna fram um þetta, eftir að hann fann andann frá skáldinu á Bessastöðum og öðrum öfundarmönnum. Hann hefur treyst syni sínum vel til starfans, og þar reyndist hann sannspár og giftudrjúgur, því að Jón Þórarinsson hafði erft traustleika og raunhyggju föður síns í ríkum mæli. Auk þess var hann mikill skólamaður og frumkvöðull í þeim efnum, svo að engin ráð voru ráðin í skólamálum um hans daga nema hann kæmi þar til, enda varð hann fyrsti fræðslumálastjórinn árið 1908. Þeir feðgar mótuðu þannig í sameiningu starfsemi skólans í Flensborg á byrjunarskeiði hans, en sr. Þórarinn sat að sjálfsögðu í skólanefndinni til dauðadags árið 1895.

Flensborg

Jón Thor Haraldsson, kennari. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Miklar breytingar urðu í Flensborg, eftir að gagnfræðaskólinn var stofnaður þar árið 1882 og Jón Þórarinsson tekinn við skólastjórn. Húsið var stækkað með því að setja tvo kvisti þvert yfir það, og var það íbúð skólastjóra æ síðan, meðan húsið stóð. Þegar sýslumannssetrið var flutt þaðan árið 1887, var sett þar á stofn heimavist. Nokkru síðar var allmikill tómstundaskáli byggður norðan við húsið, þar sem skólapiltar iðkuðu leika og smíði, en seinna var bókasafn skólans, Skinfaxi, þar til húsa. Um skeið störfuðu þrír skólar í Flensborg, barnaskóli, gagnfræðaskóli og kennaraskóli. Kennaradeildin var sett á stofn tíu árum eftir að gagnfræðaskólinn tók til starfa. Var hún fyrst 6 vikna vornámskeið að gagnfræðaprófi loknu, en gagnfræðaskólinn var þá tveggja vetra skóli. En árið 1896 varð hún eins konar 3. bekkur og starfaði í 7 1/2 mánuð árlega. Þetta var fyrsti kennaraskóli á Íslandi, og eru því á þessu ári 70 ár liðin frá því að reglubundin kennsla undir kennarastarf hófst hér á landi. Þessi fyrsti kennaraskóli komst á fót fyrir áhuga, dugnað og framsýni Jóns Þórarinssonar skólastjóra. En ekki væri sanngjarnt að geta þar að engu samverkamanns hans, Jóhannesar Sigfússonar kennara í Flensborg, sem studdi hann með ráðum og dáð í þessum framkvæmdum, enda var hann hinn merkasti skólamaður.

Flensborg

Hallgrímur Hróðmarsson, kennari. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Árið 1906 var byggt sérstakt skólahús á Flensborgarlóðinni, snertispöl norðan við gamla húsið. Þetta nýja skólahús var einlyft, 18 m langt og 9 m breitt; í því voru 3 kennslustofur, góður gangur og kennaraherbergi. Þetta hús entist skólanum í rúm 30 ár. Við þessa byggingu rýmkaðist mjög um heimavistina í gamla húsinu, svo að nú rúmaði hún 28 pilta, en áður komust þar fyrir helmingi færri. Eins og alkunnugt er, voru fyrstu almennu fræðslulögin sett hér á landi árið 1907. Ekkert sýnir betur gengi Flensborgarskólans um þessar mundir en það, að þegar kom til að framkvæma þessi lög (árið eftir), urðu kennarar frá Flensborg til að hafa þar á hendi forustuna. Skólastjórinn, Jón Þórarinsson, gekk inn í hið nýja embætti fræðslumálastjóra, og annar kennari þaðan, sr. Magnús Helgason, varð skólastjóri nýstofnaðs kennaraskóla í Reykjavík. Hann hafði komið að skólanum árið 1904, þegar Jóhannes Sigfússon varð yfirkennari við menntaskólann, en raunar hafði hann verið kennari þar fyrsta vetur gagnfræðaskólans, áður en hann gerðist prestur.
FlensborgÞriðji kennarinn í Flensborg, Ögmundur Sigurðsson, hefði vel mátt fá stöðu við kennaraskólann nýja, enda sótti hann um stöðu þar. Hann hafði gerst kennari í Flensborg árið 1896 og hafði jafnan á hendi æfingakennslu í kennaradeildinni, enda var hann óumdeilanlega í fremstu röð skólamanna landsins. En Ögmundur fékk ekki stöðu við kennaraskólann, hann varð skólastjóri í Flensborg. Vafalaust hefur það þótt of mikil blóðtaka fyrir Flensborg að missa alla þrjá aðalkennarana í einu, og má fara nærri um það, að Jóni Þórarinssyni hefur ekki getist að því. Ögmundur Sigurðsson var svo skólastjóri í Flensborg í 23 ár við mikinn og góðan orðstír. Í hans tíð, eða árið 1912, varð skólinn þriggja vetra skóli, og það var hann fram á síðasta áratug. Nú er hann fjögurra vetra skóli, eins og aðrir gagnfræðaskólar í kaupstöðum.
Lengi var það áhugamál skólastjóra og kennara í Flensborg, að nemendur með góðu gagnfræðaprófi þaðan hefðu rétt til að setjast í lærdómsdeild menntaskólans. Það varð þó aldrei. Til þess þurftu þeir viðbótarnám og að heyja inntökupróf í 4. bekk menntaskólans. Ýmsir nemendur úr Flensborg fóru þó þessa leið sama vor og þeir tóku  gagnfræðapróf þaðan. Nú hefur landsprófið leyst þennan vanda.

Flensborg

Þórarinn Andrewsson, kennari, með stærðfræðina á hreinu. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Ég var í Flensborg á árunum 1929—32. Þessi ár voru mikil breytinga- og umbrotaár í sögu skólans. Eftir fyrsta vetur minn í skólanum skemmdist gamla Flensborgarhúsið svo 1 eldi, að ekki þóttu tiltök að gera við það. Var þá rifið það, sem eftir stóð. Þá stóð eftir á sjávarbakkanum gamla skólahúsið frá 1906, lág bygging og hnípin, gisin og úr sér gengin á margan hátt, svo að gjörla mátti sjá endalokin. Samt varð hún að endast í sjö ár enn. Eftir brunann hætti Ögmundur Sigurðsson skólastjórn, sjötugur að aldri, og heimavistin lagðist að sjálfsögðu niður. Fullur hugur var í forráðamönnum skólans að fá ungan og ötulan skólastjóra til að taka við starfi hins kunna skólamanns. Það tókst líka. Sr. Sveinbjörn Högnason varð skólastjóri haustið 1930, þá rúmlega þrítugur. En hann var aðeins einn vetur. Sóknarbörn hans austur í Rangárþingi vildu ekki missa hann, og hvarf hann þá austur aftur. Hef ég varla séð meira eftir öðrum manni úr starfi. Þá tók Lárus Bjarnason við skólastjórn, en hann hafði komið að skólanum með sr. Sveinbirni. Stýrði hann skólanum í tíu ár.

Þorvaldur Jakobsson

sr. Þorvaldur Jakobsson.

Við gagnfræðingarnir, sem brautskráðumst frá Flensborg á hálfrar aldar afmæli skólans, árið 1932, höfðum því þrjá skólastjóra, og önnur kennaraskipti voru einnig mikil. Hellubjargið í kennaraliðinu á þessum umbrotaárum var sr. Þorvaldur Jakobsson, sem kenndi íslensku og stærðfræði, merkur ágætiskennari. Á þessum árum sagði heimskreppan til sín í skólahaldi sem öðru. Við vorum tuttugu og fjögur, sem hófum nám í 1. bekk, en aðeins tíu runnu skeiðið til enda, hin höfðu helst úr lestinni. Samt brautskráðumst við þrettán gagnfræðingar þetta vor; þrír höfðu bæst í hópinn á leiðinni. En aðalbreytingin var þó sú, að á þessum árum komu til framkvæmda ný lög um gagnfræðaskóla í landinu. Skyldu þeir kostaðir af opinberu fé í öllum kaupstöðum landsins.

Á þessum árum breyttist Flensborgarskólinn því úr sjálfseignarstofnun í ríkisskóla. Reglugerð fyrir ríkisskólann var einmitt sett árið 1932, á hálfrar aldar afmæli skólans, og setti ráðuneytið þá ný ákvæði um gjöf prófastshjónanna í Görðum, sem ekki þurfti lengur að standa undir skólanum í Flensborg.

Flensborg

Arnaldur Árnason, kennari, ábúðarfullur. [ljósm: Guðm. Böðvars.]

Þegar héraðs- og gagnfræðaskólar tóku að rísa upp víðs vegar um landið, varð Flensborgarskólinn að sjálfsögðu í æ ríkari mæli skóli fyrir Hafnarfjörð, en áður höfðu löngum sótt hann nemendur víðs vegar að, enda voru gagnfræðaskólar lengi aðeins tveir á landinu. Forráðamenn skólans vildu þó gera sitt til að halda við gamalli skipan, og þegar nýtt skólahús var reist á Hamrinum, var höfð í því heimavist. En tímarnir voru óumdeilanlega breyttir; heimavistin lagðist fljótlega niður. Bæjarbúum fjölgaði líka ört á þessum árum. Ekki kom til greina að byggja aftur upp á gamla staðnum niðri í fjörunni fyrir botni fjarðarins. Aukið athafnalíf og nýtt skipulag kaupstaðarins hlaut að krefjast Flensborgarlóðarinnar gömlu til annarra hluta. Nú stendur íshús Hafnarfjarðar þar, sem skólahúsið stóð, og Strandgata og Hvaleyrarbraut greinast þar, sem Flensborgartúnið var áður.

Flensborg

Bjarni Jónsson, kennari. [ljósm: Guðm. Böðvarsson].

Lárus Bjarnason var skólastjóri, þegar skólinn flutti í hina veglegu byggingu uppi á Hamrinum árið 1937. Hann var skólastjóri til ársins 1941 en þá tók Benedikt Tómasson skólayfirlæknir við skólastjórn. Var hann til ársins 1955, að núverandi skólastjóri, Ólafur Þ. Kristjánsson, tók við. Þannig hafa aðeins sex skólastjórar verið í Flensborg þau áttatíu ár, sem gagnfræðaskólinn hefur starfað; þar með talinn sr. Sveinbjörn Högnason, sem aðeins var eitt ár.

Nú kynni einhver að spyrja: Hvað varð þá um gjöf þeirra prófastshjóna í Görðum, þegar ekki var lengur grundvöllur fyrir sjálfseignarskólann Flensborg. Því er til að svara, að gjafasjóður sr. Þórarins og frú Þórunnar er enn til, og enn er hann í tengslum við skólann. En í reglugerðinni frá 1932, sem ég gat um fyrr, er þetta ákvæði: „Aldrei má verja fé sjóðsins til útgjalda, sem greiða skal lögum samkvæmt af opinberu fé.” Þótt ákvæðið sé að sjálfsögðu réttmætt, er hlutverki sjóðsins þannig óneitanlega þröngur stakkur skorinn. Þó hafa nemendur skólans oft notið fjárframlaga úr sjóðnum á undanförnum árum, bæði til gagns og ánægju. Bæjarfógeti og bæjarstjóri í Hafnarfirði hafa á hendi stjórn sjóðsins, ásamt einum stjórnskipuðum fulltrúa, sem nú er skólastjórinn í Flensborg. Árið 1956 keypti Hafnarfjarðarbær eignarlendir sjóðsins með mjög hagstæðum kjörum. Og alla tíð hefur bærinn notið ríkulega gjafar þeirra prófastshjóna, og stendur Hafnarfjarðarkaupstaður því í ævarandi þakkar- og fjárhagsskuld við Flensborgarskólann. Gjafasjóðurinn er nú rúmar 2 milljónir króna.

Flensborg

Úr félagslífi Flensborgarskóla 1975-’76.  Tryggvi Harðarson, Daníel Hálfdánarson o.fl. fylgjast með félaga sínum Halldóri Árna Sveinssyni.

Af því, sem ég hef nú rakið, má það ljóst vera, að Flensborgarnafnið á gagnfræðaskólanum í Hafnarfirði er eins konar minnistákn um höfðingslund prófastshjónanna í Görðum og þann merka skóla, sem þau stofnuðu til minningar um son sinn. En jafnframt er í nafninu bundin minning um hinn soninn, sem svo farsællega stýrði skólanum fyrsta aldarfjórðunginn og gerði garðinn frægan. Þótt nafnið hljómi allútlenskulega, er það samt norrænt að uppruna.

Flensborg

Flensborgarskóli 2021.

Borgin á Jótlandi hét upprunalega Fleinsárborg, virkið við Fleinsá. Mannsnafnið Fleinn mun hafa verið til á Norðurlöndum í fornöld, í líkingu við nafnið Geir. En vel gat áin líka dregið nafn sitt af vopni, sem þar hefur týnst eða fundist. Fleinsárborg hefur síðan breyst í Flensborg, og Fleinsborg í Flensborg.
Ég get þessa hér í lokin til gamans fyrir þá, sem áhuga hafa á nafngiftum og nafnbreytingum. Mestu máli skiptir þó hitt, að í átta áratugi hefur í skjóli Flensborgarnafnsins gerst í Hafnarfirði hin merkasta saga, sem er snar þáttur af þjóðarsögunni sjálfri. Vonandi verður svo áfram um alla framtíð.
(Grein þessi er útvarpserindi, flutt s. l. sumar. Heimildir: Saga Hafnarfjarðar, Minningarrit Flensborgarskóla, skólaskýrslur o. fl. S.J.)”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 23. tölublað (03.07.1982), Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra; “Fyrsti kennaraskóli landsins”, bls. 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar – Jólablað 1962 (15.12.1962), Stefán Júlíusson, Flensborg í Hafnarfirði, bls.8-10.

Flensborg

Flensborg.