Garðar

Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata „frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn“, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, „klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu“. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Í Örnefnalýsingu 1958 er Garðastekkur sagður vera norðaustan Presthóls, „niður við hraun“. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hann „í hraunbrún Gálgahrauns miðs vegar milli Garðaholtsenda og Lambhúsatjarnar […] spölkorn niður frá vegamótum. Þar eru hleðslur og tættur gamla stekksins.“ Við hann eru kennd Garðastekkatún „grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.“

Garðastekkur

Fjárborg ofan Garðastekks.

Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“

Garðahverfi

Garðahverfi.

Kristján Eldjárn skoðaði svo minjarnar og lýsti þeim árið 1978: „Beint austur af [Presthól], við jaðar Gálgahrauns, heitir Stekkur og er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti. Vafalítið mun hafa verið þarna stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Talsverðar minjar er enn að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni. Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. En rétt fyrir norðan réttina er grasivaxin tóft, um 10 m löng og 4-5 m breið. Ekki er skynsamlegt að fullyrða hvað þetta er, en sennilega eru öll þessi gömlu ummerki á einhvern hátt tengd stekkjarlífinu. Mikill graslubbi torveldar að gera sér grein fyrir rústunum. Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt. Heim að Görðum er hæfilegur stekkjarvegur og staðurinn er upplagður sem stekkjarstæði.“

Garðahraun

Götur í og við Garðahraun.

Kristján rissaði upp réttina, hugsanlegar stekkjarleifar og tóft en suðurveggur hennar liggur nokkurn veginn samhliða norðurvegg réttarinnar. Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta um 350 m í norðaustur frá Bessastaðaveg. Þarna er ræktað tún sunnan undir hraunbrúninni, tveir túnbleðlar, og rústirnar þar upp við hraunið. Í vestsuðvestur sést lítill grýttur hóll. Um 10 m eru milli réttarinnar og tóftarinnar en hún er í vestari túnblettinum. Tóftin er skýr þótt hún sé grasi vaxin en lögunin ógreinileg. Hún mælist 10,1 m á lengd og 5,2 á breidd, veggirnir um 1 m á breidd og 0,5 m á hæð. Skrásetjari giskar á að þarna hafi verið fjárkofi. Aftur fór svo fram Fornleifakönnun 1999 og segir þá að í krikanum sem myndast vestan við réttina sé „grasi gróin tóft, 10 x 4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftanúr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.“ Tóftin hefur stefnuna norðvestur-suðaustur.

Fógetastígur

Fógetastígur.

Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u. þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“  Eftir að hafa sagt frá stekknum segir Kristján Eldjárn 1978 að þarna í stekkjarstæðinu séu enn „talsverðar minjar […] að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni. Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin.“

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta „vel hlaðin rétt, skiptist í 4 megin hólf – 1 „safn“ og 3 hólf […] hlaðin úr hvössu grjótinu úr Gálgahrauninu“. Veggir eru 0,3-1 m á breidd og 0,5-1 m á hæð. Við Fornleifakönnun 1999 segir svo: „Grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft. Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. […] Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19 x 6 m og er aðeins gengt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnan við. Þau eru bæði um 5 x 5 m með dyr á suðurvegg.“

Garðastekkur

Garðastekkur (Garðarétt).

Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Garðastekkatún „grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.“  Um það segir Kristján Eldjárn árið 1978: „[…] er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti […] stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt.“ Við Fornleifakönnun 1991 segir: „Stekkjartún hefur verið í kringum stekkinn og hefur það verið ræktað upp og er enn notað. Norðan við stekkjartúnið eru kálgarðar frá þessari öld […] Fjær eru stórgrýttir flagmóar.“

Garðaflatir

Garðaflatir og Garðahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Í Minnispunktum úr skoðunarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: „Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir.

Garðar

Garðar – fjárborg við Garðastekk í Garðahrauni.

Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur. Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað  þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.“

Garðastekkur

Garðastekkur – tóft.

Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera „á hrauntá í jaðri Gálgahrauns“ um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaða veg. Rústin er þá mjög skýr, „hringlaga eða réttur hringur að utanmáli“, um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið. Líklegt má telja að veggir fjárborgarinnar hafi síðar verið nýttir í réttina (stekkinn).

Sjá meira um Fógetastíg og Garðahraun.

Mæðgnadys

Mæðgnadys við Garðagötu.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson: 1964, Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum.
-Orri Vésteinsson: 1999, Fornleifakönnun. Álftanesvegur milli Engidals og Selskarðs. Fornleifastofnun Íslands FS087-99081. Rvk.
-Ari Gíslason: 1958, Örnefnalýsing Garðahverfis.
-Kristján Eiríksson: 1976-7, Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna.
-Kristján Eldjárn: Garðar, Garðahreppi, Gullbringusýslu. Minnispunktar úr skoðunarferð, dags. 20. sept. 1978.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: „1300-80“. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.

Fógetastígur

Fógetastígur.

Ásfjall

Útsýnisskífan á Ásfjalli átti sér langa sögu eins og segir í 50 ára afmælisriti Rotaryklúbbsins. Þegar hún var komin á sinn stað og vígsluathöfn hafði farið fram 26. júní 1987 voru fimmtán ár liðin frá því að fyrst var rætt um það í klúbbnum að hann ætti að beita sér fyrir því að koma upp útsýnisskífu á Ásfjalli. Málinu var hreyft öðru hvoru en úr framkvæmdum varð ekki fyrr en þetta ár að forseti klúbbsins, Steingrímur Atlason, fékk nokkra vaska drengi í lið með sér og verkið var unnið.

Ásfjall

Frá vígslunni.

Frá vígslu á útsýnisskífunni á Ásfjalli. Þessir félagar voru auk forsetans: Jón Bergsson og Sigurbjörn Kristinsson, Gísli Guðmundsson, Hjalti Jóhannsson, Einar Ágústsson og Gunnar Hjaltason. Gunnar heitinn Ágústsson hafði einnig liðsinnt í þessum efnum. Lögðu þeir allir fram góð ráð, mikla vinnu og fagþekkingu án þess að ætlast til launa.

Útlagður kostnaður við verkið varð þó um 100 þúsund krónur og kom í hlut klúbbsins að greiða hann. Loks stóðu 14 manns á Ásfjalli við vígslu skífunnar 26. júní 1987.

Steingrímur Atlason

Steingrímur Atlason.

Forseti og Jón Bergsson röktu sögu framkvæmda og veðurguðir sáu um hressilega vatnsskírn því að regn bókstaflega hvolfdist úr loftinu.

Vígsluskálina hafði forseti í fórum sínum og þótti mönnum ekki vanþörf á. Þegar menn bergðu á veigunum reyndust þær vera íslensk mysa. Sló þá þögn á mannskapinn! – um stund.

Útsýnisskífan er efst á Ásfjalli, skammt austan við endurhlaðna vörðuna.

Heimild:
-http://gamli.rotary.is/rotaryklubbar/island/hafnarfjordur/verkefni/utsynisskifa/
-Ljósmyndir; Gísli Jónsson.

Ásfjall

Ásfjall – uppdráttur ÓSÁ.

Hreindýr

Guðmundur G. Bárðarson skrifar um „Hreindýr á Reykjanesskaga“ í Náttúrufræðinginn árið 1932:

Kerlingaskarð

Kerlingaskarð.

„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum veiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau hafi flest fallið harða veturinn 1880—1881, en eftir það hafi þeim nokkuð fjölgað aftur. Segir hann, að 1890 hafi sézt 15—20 hreindýr í einum hóp nærri Bláfjöllum. (Lýsing Íslands II, bls. 457—58).

Hreindýr

Hreindýr.

Síðar munu eigi hafa komið svo harðir vetur, að hreindýrunum hafi stafað veruleg hætta af. Þó er nú svo komið, að hreindýrin munu vera orðin afar fágæt hér á skaganum, ef ekki alveg horfin. Síðustu sumrin hefi eg farið mjög víða um fjalllendin og hraunin á Reykjanesskaga, gengið upp á flest fjöllin, og notið útsýnis með góðum sjónauka yfir héruðin umhverfis þau; en hvergi hefi eg getað komið auga á hreindýr, og ekki heldur fundið horn eða bein af hreinum. Ýmsa kunnuga menn, sem fengizt hafa við smalamennsku, hefi eg líka spurt um hreindýrin, og kváðust þeir ekki hafa séð þau síðustu árin.

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum. Hvalhnúkur fjær.

Guðmundur Jónsson, frá Setbergi í Hafnarfirði, er manna kunnugastur í hraununum og fjöllunum suður og austur frá Kaldárseli. Hann hefir sagt mér, að hann hafi séð 35 hreindýr í hóp uppi á Lönguhlíðarfjöllum fyrir vestan Brennisteinsfjöll. Það var um haustið, í réttum, árið 1880. Um aldamótin síðustu sá hann 2 hreindýr seint í maímánuði; var það bæði kýr og tarfur, og fylgdi þeim kálfur. Það var fyrir neðan Skörðin, fyrir vestan Þrívörðuhnúk. Smalahundur Guðmundar hljóp á eftir hreinunum, og flýðu dýrin upp brekkuna; varð þar brattur skafl á leið þeirra. Runnu þau upp skaflinn, en þar varð kálfurinn seinfærari og hrataði niður skaflinn aftur. Sótti þá hundurinn að honum. Snéru þá fullorðnu dýrin í skyndi aftur. Réðist tarfurinn móti hundinum með miklum ofsa og reyndi að stanga hann. En kýrin lagði af stað með kálfinn upp skaflinn á meðan; lét hún hann ganga við hlið sér, brekkumegin, svo að hann hefði stuðning af sér, meðan þau sneiddu fönnina. Loks tókst Guðmundi að aftra hundinum. Tók þá tarfurinn á rás eftir hinum dýrunum. — Guðmundur kveðst sjálfur ekki hafa séð hreindýrin hér á skaganum eftir þetta.

Hreindýr

Hreindýr.

Á árunum 1885—’90 voru tvö hreindýr skotin hjá Sandfelli, fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjánsdölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vetur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hundum og flýðu norður fyrir Búrfell.
Ólafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Lönguhlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brokki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteinsfjöll.

Brennisteinsfjöll.

Í Brennisteinsfjöllum.

Dr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum.

Hreindýr

Hreindýr.

Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Bláfföllum. Í september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lyklafelli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nærlendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan.
Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að all-mikið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kringum Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. Voru þau þá talsvert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra.
Hreindýr
Guðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á fjöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hliðar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í einstigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu, og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna.

Marardalur

Marardalur.

Segja sumir, að hann hafi að lokum orðið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skotmaður var. Þætti mér vænt um, ef einhver gæti frætt mig um það.
Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheimkynni hreindýranna hafi verið í f jöllunum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög tölunni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýrir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum. Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálendið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum.
Hreindýr
Eigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? Í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátrunar. — þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurf jöllin á Reykjanesskaga virðast ágætiega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grend, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góður ætti að vera til beitar handa hreindýrum.
Hreindýr
Nú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum.

Hreindýr

Hreindýr.

— Ef til vill gætu og hreindýrin þrifist í þrengri girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harðindum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skaganum ættu að geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr.
Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eftirlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. Þar er víðlendi nokkuð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og hagagirðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum.“ – G.G.B.

Sjá meira um hreindýrin á Reykjanesskaga HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn – 1.-2. tölublað (01.02.1932), G.G.B. – Hreindýr á Reykjanesskaga, bls. 7-10.

Hreindýr

Hreindýrshorn við Hjartartröð ofan Hafnarfjarðar.

Reykjanes

Á vefsíðunni eldey.is má lesa eftirfarandi fróðleik um Reykjanes:

Reykjanes – Stórbrotið hraun og eldstöðvar

Reykjanes

Reykjanes – Skálafell.

„Á Reykjanesskaga má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi. Talið er að um tólf hraun hafi runnið þar frá því að land byggðist eða að meðaltali eitt hraun á öld.
Á Reykjanesskaganum eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku. Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi þar sem jarðsjórinn er notaður til að hita upp kalt vatn fyrir Hitaveitu Suðurnesja.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.
Reykjanesskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sveimar.

Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.

Grindavík

Grindavík – skemmdir á Dvalarheimili aldraðra eftir jarðskjálftahrinu árið 2023.

Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.

Jarðsaga

Reykjanes

Reykjanes – Háleyjabunga.

Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.

Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).

Ísöld

Reykjanes

Reykjanes – Stóra-Sandvík.

Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.

Patterson

Lífstöðumyndanir (skeljar) við Pattersonflugvöll.

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Eldgos á Reykjanesi

Reykjanes

Reykjanes – Karlinn.

Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.

Eldgos

Eldgos á sprungurein ofan Grindavíkur 2024.

Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Eldgos á sögulegum tíma

Reykjanes

Reykjanes – eldgos ofan Grindavíkur 2024.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.

Jarðhiti

Jarðhiti er mjög algengur á íslandi. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.

Gunnuhver

Reykjanes – Gunnuhver.

Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.

Gunnuhver

Við Gunnuhverá Reykjanesi.

Jarðhiti er ein aðalorkulind Íslands Nær 90% húsa eru beint eða óbeint hituð með hveravatni. Háhitasvæðin eru einnig noðuð til raforkuframleiðslu.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka.

Brú milli heimsálfa

Mið-Atlantshafshryggurinn sem klýfur Atlantshafið í tvær úthafsplötur, sem rekur hvora frá annari, kemur í land á Reykjanesi. Þar eru glögg merki gliðnunar sem fólki gefst kostur á að upplifa með því að ganga yfir brú milli heimsálfa sem staðsett er við Sandvík.

Reykjanes

Reykjanes – Brú milli heimsálfa.

Skilin milli flekanna sem reka í sundur birtast ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem gígaraðir og er brúin staðsett við eina slíka en Reykjanesið er virkasti hluti gosbeltisins. Hægt er að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi hafi „gengið milli heimsálfa“ á Upplýsingamiðstöð Reykjaness.

Áhugaverðir staðir
Víða er að finna áhugaverða staði á Reykjanesi. Þar eru mikil fuglabjörg og stutt er í ákjósanlega staði fyrir fuglaskoðun svo sem á Hafnabergi. Brimfjörur eru stórbrotnar, t.d. við Reykjanesvita. Árið 1878 var fyrsti viti á Íslandi byggður á Valahnúki skammt norðan við Reykjanestá.

Síðasti Geirfuglinn veginn

Geirfugl

Geirfugl á Náttúruminjasafninu.

Þann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi.
Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.

Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en eins og áður segir voru síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey.
Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.

Sigurður Eiríksson

Sigurður Eiríksson í Norðurkoti með geirfugla, sem hann hannaði eftir frummyndinni.

Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kjörlendi göngufólks

Reykjanes

Reykjanes – Sandfellshæð.

Segja má að Reykjanesskaginn sé kjörlendi göngufólks en þar er fjöldi merktra gönguleiða frá fornu fari. Á gönguleiðum má skoða merka jarðfræðisögu eða menjar um gamla búskaparhætti.“

Á vefsíðu Markaðsstofu Reykjaness; „Visit Reykjanes„, er hún sögð vera „samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Megin hlutverk stofunnar er að vinna að markaðssetningu fyrir svæðið á innlendum markaði og erlendis og stuða að samstarfi innan greinarinnar á þeim vettvangi. Markaðsstofan vinnur einnig að ýmsum verkefnum sem styðja við rekstarumhverfi greinarinnar og uppbyggingu innviða í landshlutanum„.

Reykjanesskagi

Reykjanesskaginn er „lifandi“ eldfjallagarður.

Rétt er að vekja athygli á að nefnd „stofa“ eða „stofnun“ á Reykjanesskaganum hefur aldrei, hvorki reynt að eiga samstarf við þátttakendur gönguhópsins né vefsíðuna www.ferlir.is, sem u.þ.b. 800.000 manns heimsækja á hverju ári í leit að fróðleik um möguleika svæðisins – bæði innlendir og erlendir.

Heimild:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Reykjanes
-https://www.visitreykjanes.is/is/thjonusta/markadsstofa-reykjaness

Eldgos

Eldgos vekja jafnan mikla athygli. Eldgos í Fagradalsfjalli ofan Grindavíkur 2023.

Kleifarvatn

Pálmi Hannesson skrifaði um „Kleifarvatn“ í Náttúrufræðinginn árið 1941. Þá skrifaði geir Gígja um vatnið í Sunnudagsblað Vísis sama ár:

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

„Sumarið 1930 rannsakaðii ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og kunnugt er, og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Í þennan tíma var eigi bílfært nema skammt eitt suður frá Hafnarfirði, og gat ég því eigi komið við þeim tækjum, er ég hefði helzt kosið. Ég keypti norskan bát, fjórróinn, og lét flytja hann suður að vatninu með allmiklum erfiðismunum. Dvaldist ég við vatnið í vikutíma um miðjan júlímánuð, ásamt þeim kennurunum, Einari Magnússyni og Sveinbirni Sigurjónssyni, sem voru mér til aðstoðar. Bjuggum við í tjaldi í brekkukorni gegnt Lambhaga og höfðum yfirleitt allgott veður. Að lokum settum við bátinn á hellisskúta einn í Lambhaga, og sá lengi síðan nokkur merki þeirrar útgerðar.

DÝPTARMÆLINGAR.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Höfuðverkefni mitt var það að fá vitneskju um dýpi vatnsins og botnlag, enda hafði hvorugt verið nannsakað áður, svo kunnugt væri. Mældi ég dýpi á fjórum línum þvert yfir vatnið, en auk þess allvíða annars staðar, bæði út frá landi og úti á vatninu.

Niðurstaðan af mælingunum er í stuttu máli þessi: Vatnið er yfirleitt mjög djúpt eftir stærð og víðast mjög aðdjúpt, einkum undir Sveiflubálsi. Mest dýpi í vatninu, 87,5 m, mældist út frá Syðri-Stapa, aðeins 200 m frá landi. En þar er megindýpið mjóst, því að Stapinn þrengir að því sín megin, en frá hinu landinu gengur grunn lengra út en í mitt vatnið.

Fremri-Stapi

Stapi við Keifarvatn.

Sunnan við þessa mjódd breiðist megindýpið út, og er vatnsbotninn suður þaðan nokkuð regluleg skál með jöfnu aðdýpi og þó allmiklu, allt suður undir Geithöfða. Þó verður þar um 50 m. hár hamar, er gengur suður frá Syðri-Stapa nokkuð úti í vatninu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Vatnsflöturinn er um 9,5 km2, og er þá mælt eftir uppdrætti herforingjaráðsins danska, sem gerður er samkv. mælingu frá 1908, en þá var mjög hiátt í vatninu. Árið 1930 var vatnið allmiklu minna. Þá var þurr fjara framan við Innri-Stapa, norðurvík vatnsins, Lambhagatjörn, þurr með öllu, svo að hvergi sá þar vatn, en að sunnan vatnaði aðeins inn fyrir tangana, sem afmarka víkina, er gengur upp að Nýjalandi. Telst mér svo til, að þá hafi flatarmál vatnsins verið um 8,65 km2 eða nærri 90 ha minna en þá, er mest er í vatninu.

BOTN.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í öllu megindýpi vatnsins er leirbotn og raunar víðast þar, sem dýpi er 15 m eða meira. Út frá Syðri-Stapa eru þó hamrar og stórgrýti að minnsta kostá niður á 40 m dýpi. Leirinn á vatnsbotninum er límkenndur og mislitur, víðast gráblár eða grár, en sums staðar þó svartur, rauðleitur eða mógulur. Hann reyndist að langmestu leyti ólífrænn, enda mun hann vera veðrað móberg og hafa borizt í vatnið með vindi og í leysingum. Nokkuð er hann þó blandaður rotleifum (detritus) og eskilögnum (diatomea), og sunnan til í vatninu reyndist í honum vottur af brennisteini. Á grunnunum er sandur í botni, eða leir, en grjót næst landinu og sums staðar móibergsklappir alllangt úti. Ofan á sandinum er víðast mógrátt lag eða himna, og kveður þar mest að lífrænum efnum, rotleifum og eskilögnum. Í víkunum undir Sveifluhálsi er dökkur vikursandur, léttur og hvarflandi fyrir öldugangi. Við báða enda vatnsins og víkina sunnan við Lambhaga er kastmöl í fjörum og út þaðan í vatnið. Hefir öldurótið orpið henni upp í granda og malargarða.

FJARA.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Við suðvesturlandið er fjaran víðast föst, og er þar víðast grjót, en sums staðar klappir. Svo er og við stapana báða, Lambatanga, Geithöfða og Lambhaga, nema hvað þar eru hamrar víðast. Í víkunum beggja vegna við Syðri-Stapa er dökkur vikursandur mjög laus, en malarfjörur við vatnsendana, eins og áður getur.

HITI.

Kleifarvatn

Jarðhiti í og við Kleifarvatn.

Þá daga, er ég dvaldist við vatnið, neyndist yfirborðshiti þess um 10° C eða mjög hinn sami og meðalhiti loftsins í júlímán., enda breyttist hann með lofthitanum. Botnhiti á megindýpinu mældist 4,6° C, en á grunnunum tæp 9° C. Hitavarp (Sprungschicht) virtist eigi greinilegt, en þó lækkað hitinn mest á 20—30 m dýpi.
Tveir hverir að minnsta kosti koma upp í vatninu, báðir í því sunnanverðu, er annar skammt norður frá Lambatanga, en hinn austan við Geithöfða, nærri landi. Virðast þeir hafa hlaðið um sig hóla á vatnsbotninum og kemur allmikið vatn upp úr þeim.

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Hita gætir þó eigi nema örskammt út frá þeim og aðeins í yfirborði, enda hafa þeir engin áhrif á hita vatnsins í heild. Sumarið 1930 vatnaði yfir hveri þessa, en þó eigi meira en svo, að báturinn flaut ekki yfir þann eystri, og rauk þar upp úr vatninu, þegar loft var kyrrt og rakt. Árið 1932 voru þessir hverir komnir upp úr vatninu.

AÐRENNSLI OG VATNSKOSTIR.

Svæði það, er veitir vatni til Kleifarvatns, er ca 30 km-, enda hefir vatnið ekkert fast aðrennsli ofan jarðar.

Seltún

Seltún – hverasvæði við Krýsuvík.

Lækjarkorn eitt rennur þó að jafnaði sunnan í það, en sumarið 1930 þornaði þessi lækur upp áður en hann næði vatninu. Hann kemur frá hverasvæðinu hjá Seltúni og er nokkuð mengaður brennisteinssamböndum.
Allt umhverfis vatnið má kalla gróðurleysur, nema að suðvestan, en þar liggja engjalönd frá Krýsuvík. Mjög lítið af áburðarefnum, einkum köfnunarefni, mun því berast í vatnið, enda er það ófrjótt. Sjóndýpi mældist ca 8 m norðanvert í vatninu, en ca 4,5 í því sunnanverðu, og hygg ég, að þar kenni brennisteinssambanda frá hverunum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – uppdráttur.

GRÓÐUR OG DÝRALÍF.
Botnfastur gróður í vatninu er nær einvörðungu bundinn við grunnin, en þar eru talsverðar græður af þara allt út á 10 m dýpi.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Annarra plantna gætir lítið. Allstórir blettir eru þó á víð og dreif gróðurlausir með öllu, og yfirleitt eru plönturnar heldur þroskalitlar, enda mun köfnunarefni skorta. Grunnin og þeir aðrir hlutar vatnsins, þar sem botngróður getur þrifizt, munu varla vera meira en ca 180 ha, þegar ekki eru taldar víkurnar við vatnsendana, er þurrar voru vorið 1930.

Á grunnunum er allmikið um vatnabobba, einkum nærri landi, þar sem grýtt er. Mest virðist mér kveða að þeim sunnan til, og nálægt hverunum voru þeir mjög margir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – sprengjuhluti a botni vatnsins.

Eigi fann ég önnur botndýr, en þó nokkuð af hömum og hýsum eftir skordýralirfur, bæði í vatninu sjálfu og vogrekum úr því. Aftur er mikil mergð hornsíla í vatninu og mörg stórvaxin. Mjög mörg þeirra voru með bandorm, svo að ég hefi hvergi annars staðar slíkt séð. Veltust þau hundruðum saman við fjörurnar dauðvona með orminn hálfan út úr kviðnum.
Heyrt hefi ég, að eitt sinn hafi lifandi silungur verið fluttur í vatnið, en hans sér nú engin merki. Svifdýr eru fá, einkum virðist einstaklingafjöldinn lítill í samanburði við önnur vötn, og eigi fann ég nema hinar algengustu tegundir.

Fjörubeltið er tiltakanlega lífsvana, og veldur þar vafalaust miklu, að vatnið vex og minnkar frá vori til hausts og ári til árs. Vikurfjaran niður frá Sveifluhálsi má heita aldeyða, og líku máli gegnir um malarfjöruna við vatnsendana. Helzt er líf að finna í fjörunni suðaustan við vatnið, enda er hún grýtt og föst. Nokkurt mý var við vatnið og fáeinar vorflugur. Sundfuglar dvöldust þar ekki að jafnaði, en nokkrar stokkendur komu þangað öðru hverju sem gestir.

VATNSHÆÐARMÆLINGAR.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpt.

Það er gamalt mál, að í Kleifarvatni gæti flóðs og fjöru og komi hvorttveggja á 40 ára fresti þannig, að vatnið vaxi í 20 ár, en minnki í önnur 20. Tvenn merki höfðu menn til þessa. Annað er það, að Krýsvíkingar fóru með kaupstaðarlestir sínar fram með vatninu, þegar þar var fært með hesta, en þar er ófært talið nema fara megi fjöru framan við Innri-Stapa. Hitt merkið er engiland frá Krýsuvík, sem liggur sunnan við vatnið og fer í kaf, þegar hæst er í því. Má gera ráð fyrir því, að Krýsuvíkurmenn hafi gefið gaum að þessum merkjum, og er því líklegt, að munnmælin um vatnið hafi við rök að styðjast.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Guðmundur Jónsson, sem síðastur bænda bjó að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, sagði mér það, sem hér fer á eftir: Árið 1880 fluttist Árni sýslumaður Gíslason að Krýsuvík. Var vatnið þá talið minnkandi, en þó mikið. Engjarnar voru komnar upp, en fífugróður þar svo mikill, að á Nýjalandi „fékkst vel á engjalest“, og bendir gróðurfar þetta til þess, að engjarnar hafi verið komnar undan vatni fyrir nokkrum árum, en þó blautar.
Árið 1895 fluttist Guðmundur að Nýjabæ. Var vatnið þá talið vaxandi, og ófært fyrir Stapann. Ekki vissi Guðmundur, hvenær vatnið hefði orðið minnst milli 1880 og 1895, en taldi þó, að það hafi alltaf verið fremur mikið á því tímabili og vafasamt, hvort þá hafi verið fært fyrir Stapann, enda var tíðarfar kalt og votviðrasamt á þeim árum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Eftir 1895 óx vatnið jafnt og þétt, og fóru Krýsuvíkurengjar í kaf árið 1907 eða 1908. Telur Guðmundur, að vatnið hafi komizt hæst árið 1912, en tekið síðan að lækka, og árið 1916 komu engjarnar aftur upp úr. Eftir 1920, einkum eftir 1924, hyggur hann að mestu hafi munað um lækkunina, en ekki var þó farið fyrir stapann fyrri en 1929, en þá var komin þar allgóð fjara, svo að hann telur líklegt, að þar hafi verið fært 1—2 árum fyrr.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Á uppdrætti herforingjaráðsins er vatnsborðið talið 135,00 m yfir sjó árið 1908, en ekki mun sú ákvörðun alls kostar nákvæm. Eftir samanburðarmælingum, sem Jón Víðis hefir gert, stóð vatnið 132,44 m yfir sjó árið 1930, en 131,67 m árið 1932, þegar það var lægst. Samkvæmt þessu hefir vatnið staðið 3,33 m hærra árið 1908 en árið 1932, en eftir 1908 hækkaði það enn til 1911 eða 1912, og má því ætla, að munurinn á mestu og minnstu hæð þess hafi verið 4,0—4.5 m.
Árið 1926 tók Emil Jónsson, vitamálastjóri, mynd við vatnið, og mátti af henni marka hæð vatnsins þá með mikilli nákvæmni. En síðan 1930 hefir vatnshæðin verið mæld árlega og sum árin oftar en einu sinni. Mælingarnar annaðist Emil Jónsson frá 1932 —1938, en vegamálastjórnin eftir það.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Það gefur að skilja, að þessar mælingar séu of fáar til þess, að af þeim megi draga miklar ályktanir um breytingar vatnsins, hversu þær gerist eða hve lengi hver umferð (cyclus) standi. Þó sýna þær, að vatnið hefir ekki vaxið jafnt hin síðari ár, heldur í stökkum með kyrrstöðu á milli eða jafnvel afturhvarfi. Þannig hækkaði vatnsborðið um 212 cm frá 1932—1934, stóð svo í stað til 1935, en lækkaði síðan á næsta ári um 107 cm. En heimildir þær, sem hér hefir verið getið, benda til þess, að hið síðasta breytingaskeið vatnsins hafi verið um 40 ár, eins og munnmælin herma, og má því ætla, að þau styðjist við athuganir. Að minnsta kosti má telja víst, að vatnið hafi orðið mest árið 1911 eða 1912, en farið síðan minnkandi til 1932.

ORSAKIR VATNSBORÐSBREYTINGA.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Ýmsar tilgátur hafa komið upp um það, hvað valda muni þessum breytingum á vatninu, og mun sú almennust, að það hafi afrennsli neðanjarðar gegnum gjár eða hella, er ýmist teppist eða lokist einhverra orsaka vegna. Sumir hugsa sér þetta afrennsli sem einhvers konar sogpípu, er taki að verka, þegar vatnið er hœst, en fyllist lofti, þegar í því lækkar. Ekki virðast mér þessar skýringar næsta sennilegar, og kennir þar raunar misskilnings á eðli stöðuvatna. Mun því rétt að ræða þetta mál nánar og freista þess að finna skýringu, er við megi hlíta, að minnsta kosti sem undirstöðu frekari rannsókna.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – kort herforingjaráðsins.

Kunnugt er, að Kleifarvatn vaxi á vetrum, en minnki á sumrum, hvað sem hinum langvarandi breytingum líður. Guðmundur í Nýjaibæ sagði mér, að þegar hátt væri í vatninu, gengi það hærra á Krýsuvíkurengjar á vetur en sumar, og er fjara tæki. Kæmu engjarnar upp úr að sumrinu aðeins, en hyrfu undir vatn á veturna fyrst í stað.
Sumarið 1931 mældum við Emil Jónsson lækkun vatnsborðsins frá efstu fjörumörkum um vorið til 15. júlí, og nam hún 70 em. Síðari mælingar sýna og, að vatnið minnkar frá vori til hausts. Þannig lækkar vatnsborðið um 20 cm frá 18. maí til 25. nóv. árið 1938, en árið 1936 lækkar það um 20 em frá 16. júlí til 16. ágúst, eða nærri því um 0,6 cm á sólarhring að meðaltali. Kleifarvatn er ekkert einsdæmi að þessu leyti, heldur eiga öll afrennslislaus vötn sammerkt í því, og er munurinn á vatnsborðinu vor og haust sums staðar miklu meiri, t. d. í ýmsum smávötnum á hálendinu. Þar hefi ég mælt fulla 6 m frá vatni að efstu fjörumörkum ársins.

Grænavatn

Grænavatn í Krýsuvík.

Skýringin á þessum árlegu vatnshæðarbreytingum virðist mér í stuttu máli þessi: Afrennslislaus stöðuvötn eru hluti af jarðvatninu og verða þar, sem jarðvatnið liggur ofar en yfirborð jarðar. Vatnsborð þeirra er því raunar jarðvatnsborðið sjálft. Nú nærist jarðvatnið á úrkomunni, þeim hluta hennar, sem ekki gufar upp eða rennur fram ofanjarðar. Jarðvatnsyfirborðið hækkar því í úrkomum, en lækkar í þurrkum. Sama máli gegnir þá um afrennslislaus vötn. Þau hækka því að jafnaði yfir veturinn, en lækka yfir sumarið. Á hálendinu verður þessi árstíðamunur meiri en á láglendinu, því að þar geymist vetrarúrkoman að mestu sem snjór, er leysir á skömmum tíma á vorin. Vötnin verða því mest, er leysingum lýkur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnsborð eftir árum.

Hver er þá orsök hinna langvarandi vatnsborðsbreytinga?
Samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefir verið lýst, verður að ætla, að þær stafi af langvarandi breytingum á úrkomu. Ekki er mér kunnugt um, að slíkar úrkomubreytingar hafi verið rannsakaðar hér á landi, en svo ber við, að erlendir fræðimenn hafa fært að því veigamikil rök, að þær eigi sér stað.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Kleifarvatn liggur í djúpri dalkvos milli brattra hlíða. Beggja vegna við það hlýtur því jarðvatnsborðið að liggja allmiklu hærra en vatnsflöturinn og halla að honum. Jarðvatnið hlýtur því að streyma stöðugt til vatnslægðarinnar, en aðstreymi þess er ekki svo mikið, að það nægi til þess að fylla hana svo, að vatnið fái framrás ofanjarðar. Hins vegar hallar svo stóru svæði að vatninu, að óhugsanlegt er, að uppgufun frá vatnsfletinum hamli á móti aðrennslinu. Vatnið hlýtur því að hafa afrennsli neðan jarðar, og það afrennsli er rennsli jarðvatnsins. Nú getur jarðvatnið ekki fremur en annað vatn runnið þangað, sem hærra vatnsborð er fyrir, en þannig er háttað beggja megin við Kleifarvatn, eins og áður segir. Hæð Grœnavatns og Gestsstaðavatns sýnir, að sama máli gegnir um lægðina suðvestur frá vatninu. Afrennsli vatnsins hlýtur því að vera til norðausturs, undir skarðinu, sem verður milli Lönguhlíðar og Sveifluháls. Í Kleifarvatni öllu er því straumur til norðausturs — straumur jarðvatnsins.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Þegar vatnið er svo hátt, að Lambhagatjörn sé þurr, liggur afrennslið undir botni hennar. En ef vatn er í tjörninni, rennur fyrst inn í hana úr aðalvatninu, en síðan aftur út úr henni um norðausturfjöruna. Í ósnum hlýtur straumurinn að vera mestur, og þar má mæla afrennslið. Mjög væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvort þetta afrennsli er jafnt eða ekki. Í miklum þurrkum er trúlegt, að uppgufunin úr vatninu verði meiri en aðrennsli þess, og ætti þá að renna úr tjörninni inn í vatnið, að minnsta kosti ætti straumurinn í ósnum að verða mjög lítill. Í júlí 1930 mældi ég vatnshæðina daglega, og virtist mér bún fara mjög eftir veðri.

Arnarvatn

Arnarvatn í Krýsuvík.

Mest var lækkunin 0,9 cm á sólarhring, og var þá hinn glaðasti þurrkur. Samkvæmt því hafa á þessum tíma horfið úr vatninu um 778 500 smálestir og svarar það til nærri 9 m3  rennslis á sekúndu. Er næsta ótrúlegt, að aðrennslið nemi svo miklu.
Jarðvatnsborðinu hallar alls staðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu. Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð og eykst því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er ekki ósennilegt, að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn.“

Geir Gígja skrifaði um „Leyndardóm Kleifarvatns„:

Kleifarvatn

Kleifarvatn – loftmynd.

I.
Kleifarvatn hefir lengi verið mönnum ráðgáta. Fá vötn, sem ekkert gefa í aðra hönd, hafa vakið eins mikla athygli hjá alþýðu manna og einmitt það.

Kleifarvatn

Kleifarvatn um Stapana.

Aðalástæðan til þessa eru breytingar þær, sem verða á yfirborðshæð vatnsins og hafa valdið tjóni á engjum í Krýsuvík, sem liggja að vatninu að sunnan. Einnig er leiðin um fjörurnar, fram með vatninu að vestan, ófær, þegar hátt er i því. Kleifarvatn hefir lítið verið rannsakað vísindalega fram til ársins 1940, að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans lét gera nákvæmar rannsóknir á því í samráði við Hafnarfjarðarbæ, sem kostaði þær að mestu leyti. Við dr. Finnur Guðmundsson unnum að rannsóknum þessum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Rannsökuðum við vatnið á 32 stöðum, þannig, að við mældum dýpi þess, hita við botn og yfirborð með samanburði við lofthita og tókum jarðefni á vatnsbotninum og sýnishorn af gróðri hans og dýralífi. Einnig tókum við sýnishorn af svifi við yfirborð vatnsins og sýnishorn af vatninu sjálfu til efnarannsókna. Við athuguðum og fjörurnar fram með vatninu, gróður þeirra og dýralíf og jarðmyndanir í umhverfi vatnsins. Sá, sem þetta ritar, hefir auk þess gert nokkrar athuganir í sambandi við hækkun og lækkun á yfirborði Kleifarvatns, og verða hér birtar í fáum dráttum helztu niðurstöður af þeim.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnshæðarmælir.

En áður en farið er út í það, skal geta um nokkra fræðimenn, er hafa athugað vatnið og sumir þeirra getið þess í ritum sínum. Þorkell Vídalín segir t. d., að Kleifarvatn hafi breytzt við jarðskjálfta árið 1663. Þorvaldur Thoroddsen lýsir umhverfi vatnsins og skýrir frá ferð sinni fram með því 1883. Segir hann, að vatnið hækki og lækki til skiptis og getur þess, að svo hátt hafi verið í því, þegar hann var þar, að ekki hafi verið fært fyrir Stapann.
Árið 1930 lét Emil Jónsson vitamálastjóri setja merki við Kleifarvatn til þess að sjá, hvernig hækkun og lækkun í vatninu væri háttað. Hefir svo afstaða merkjanna til vatnsyfirborðsins verið athuguð árlega síðan. Sama ár athugaði Pálmi Hannesson rektor vatnið og mældi dýpi þess, en ekkert hefir hann birt um þær rannsóknir.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1936 ritar dr. Bjarni Sæmundsson grein, er hann nefnir „Suðurkjálkann“. Segir þar meðal annars: „Kleifarvatn er þriðja stærsta vatn á Suðurlandi, 6—7 km. langt frá NA til SV, og 2 km. breitt og auðsjáanlega orðið til við landsig milli Sveifluháls og vesturhlíða Lönguhlíðarhásléttunnar. Liggur vatnið þarna allniðurgrafið á milli hamraveggja Sveifluháls og snarbrattra skriðna Vatnshlíðarinnar, afskekkt og lítið þekkt eins og óbyggðavatn, enda þótt það hafi hingað til verið nálægt byggð og árlega heyjað á bökkum þess, og má það furðulegt heita, þegar þarna er um eitt merkasta stöðuvatn heimsins að ræða, enda þótt umhverfið sé hrjóstrugt í meira lagi.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnshæðamælingar á vegum Orkustofnunar.

Vatnið hefir lítilsháttar aðrennsli, en ekkert sýnilegt frárennsli. Það er stórmerkilegt vegna þess,að yfirborð þess,sem að jafnaði er ca. 135 m.y.h. hækkar ca. 4 m. á fáum árum og lækkar svo smám saman aftur á ca. 30 árum, án þess menn viti neitt um, hvernig á því stendur.“ Dr. Bjarni hafði þekkt Kleifarvatn um langt skeið, að minnsta kosti af afspurn, því að hann var alinn upp í Grindavík og sjálfur hafði hann séð vatnið. Er því óhætt að fullyrða að það, sem hann segir hér um það, er það réttasta, sem vitað var um það á þeim tíma.

Árið 1938 athugaði Ólafur Friðriksson rithöf. Kleifarvatn og lét í ljósi þá skoðun, að hækkunin og lækkunin í því stafaði af breytingu á afrennsli þess neðan jarðar. Ekkert hefir hann birt á prenti um þessar athuganir sínar.

Kleifarvatn

Eyja, „Litla-Grindavík“, kom upp úr vatninu fyrir nokkrum árum. FERLIRsfélagar helguðu sér hið nýja land.

Árni Óla blaðamaður getur um Kleifarvatn í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932 og 1940. Í síðari greininni, þar sem hann ræðir um hækkun og lækkun í vatninu, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að vatnið fái afrennsli um sprungur, er opnist við jarðskjálfta, en sígi svo saman og smáfyllist af sandi.

II.

Lambhagatangarrétt

Lambhagatangarrétt.

Hér á undan hefi eg drepið á það helzta, sem gert hefir verið til þess að auka þekkingu manna á Kleifarvatni, sérstaklega með tilliti til hækkunar og lækkunar í vatninu, og skal nú fara um það nokkrum orðum.
Menn virðast helzt hafa hallazt að þeirri skoðun, að breytingarnar á yfirborði vatnsins væru jarðfræðilegs eðlis. Þorkell Vídalín getur um lækkun í vatninu við jarðskjálfta, Ólafur Friðriksson álítur orsökina breytilegt niðurrennsli og Árni Óla telur breytingarnar á vatninu stafa af jarðskjálftum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það þarf ekki annað en að koma að Kleifarvatni og sjá jarðlögin í Sveifluhálsinum til þess að ganga úr skugga um, að miklar byltingar af völdum jarðskjálfta hafa átt sér þar stað, enda mun vatnið aðallega myndað við landsig. Og það er ekki ósennilegt, að enn geti jarðhræringar valdið breytingum á vatninu. Eg hefi þó ekki getað aflað mér neinna upplýsinga, sem benda tilþess, að svo hafi orðið undanfarna áratugi. Magnús Ólafsson, sem hefir átt heima í Krýsuvík um hálfa öld, telur, að engar sýnilegar breytingar hafi orðið á vatninu, þegar hinn mikli gufuhver — Austurengjahver — breyttist í sína núverandi mynd árið 1924, eða endranær, þegar jarðhræringar hafa verið þar syðra. Breytingunum á vatninu er heldur ekki þann veg háttað, að líkur séu til að þær eigi yfirleitt rætur sínar að rekja til jarðskjálfta.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það sem dr. Bjarni Sæmundsson segir um breytingarnar á vatnshæðinni i Kleifarvatni, er í aðaldráttum i samræmi við það, sem eg hefi heyrt eftir mönnum, sem átt hafa heima í Krýsuvík fyrr eða síðar, og hafa orðið að veita þessu nána athygli vegna þess að vatnið flæðir fljótt yfir meira eða minna af engjunum, þegar hækkar í því. Hæð vatnsborðsins snerti þvi beinlínis afkomu manna þar, og því hlutu þeir að fylgjast með öllum stærri breytingum, sem urðu á því.
Hin síendurtekna hækkun og lækkun i vatninu, getur ekki að öllu leyti stafað af niðurrennsli um vatnsbotninn, enda hefir engum tekizt enn þá að finna eðlilegt samband þar á milli. Eg mun síðar í þessari ritgerð sýna fram á, að aðalorsakirnar eru líka allt aðrar, nefnilega, tímabilaskipti í úrkomunni. En með því er ekki sagt, að niðurrennsli eigi sér ekki stað, þó að í því sé ekki að finna skýringuna á aðalbreytingunum á vatnsborðinu.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Nokkrar líkur eru fyrir því, að Kleifarvatn hafi frárennsli neðan jarðar í Lambhagatjörn, en það lítur út fyrir að vera svo takmarkað, að það geti ekki tekið á móti nema vissu vatnsmagni, þyi að það virðist ekki hafa yeruleg áhrif á breytingar vatnsins, eins og síðar mun sýnt fram á. En það, sem bendir til þess, að vatnið hafi þarna afrennsli, er sífellt innstreymi í tjörnina úr Kleifarvatni. Þann 23. ágúst i sumar kom i ljós við nákvæmar mælingar, að úr Kleifarvatni og inn í Lambhagatjörn runnu 282,5 lítrar á sek., en í vatnið runnu samtals (lindir og lækir) 234,75 lítrar á sek. eða 47.75 lítrum minna en úr því. Ef niðurrennsli, sem enginn hefir enn séð, á sér stað úr Lambhagatjörn, getur það haft nokkur áhrif á lækkun vatnsins ásamt uppgufuninni, gagnstætt úrkomunni, sem er aðalgerandinn í hækkun þess.

Kleifarvatn

Hellir í Fremri-Stapa.

III.
Til þess að fá úr því skorið, hvaða orsakir lægju til breytinganna á Kleifarvatni, hefi eg í fyrsta lagi fylgst með hækkun og lækkun vatnsborðsins að undanförnu, í öðru lagi gert samanburð á vatnshæð Kleifarvatns og Rauðavatns, sem er hér austan við Reykjavík, og í þriðja lagi hefi eg gert samanburð á vatnshæð Kleifarvatns og úrkomu á Eyrarbakka.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það sem vakti fyrst athygli mína, þegar eg fór að fylgjast með breytingunum á vatnshæðinni i Kleifarvatni, var það, að þegar þurrviðri gengu, lækkaði stöðugt i vatninu og gat lækkað nm 2 cm. á sólarhring og stundum meira. En þegar úrkomur voru, lækkaði hins yegar minna í því, stóð í stað eða jafnvel hækkaði, eftir því hvað úrkoman var mikil, Eg sá á þessu, að úrkoma og uppgufun áttu mikinn þátt í breytingunum á vatnshæðinni eða voru aðalástæðurnar.
Syðst í vatninu er og nokkur jarðhiti, sem hefir ef til vill örfandi áhrif á uppgufun þess. Svo þegar hátt er í vatninu og það gengur upp á engjarnar í Krýsuvík, myndast þar grynningar, sem hafa tiltölulega meiri uppgufun en vatnið sjálft. Þá er Lambhagatjörn norðan við vatnið með miklu flágrynni, en ekki djúp. Tjörnin er enn þá inniluktari en vatnið, því að hár höfði, Lambhagi, er á milli. Á tjörninni er stundum hlýtt og „sléttur sjór“, þó að kul og alda sé á vatninu. Þar ætti því einnig að vera talsverð uppgufun og tiltölulega meiri en úr vatninu. Þá vinnur og niðurrennsli, ef á sér stað, að lækkun í vatninu eins og uppgufunin, svo sem fyrr er greint.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

IV.

Hér á undan hefi eg leitast við að sýna fram á, að hækkun og lækkun í Kleifarvatni stafaði aðallega af úrkomu og uppgufun, og það væri úrkoman, sem aðalbreytingunum ylli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það ætti því að vera vaxandi úrkoma, sem veldur því, að Kleifarvatn fer smáhækkandi ár frá ári um langt skeið, þó að stundum smálækki á milli, og svo aftur minnkandi úrkoma, sem veldur þvi, að vatnið fer lækkandi um mörg ár, unz hækkun hefst að nýju, og svo koll af kolli. Til þess að geta gengið úr skugga um þetta, vantaði enn tilfinnanlega úrkomumælingar frá KIeifarvatni, eða fjallgarðinum þar í grennd, úrkomumælingar, sem næðu yfir marga tugi ára, helzt tvö eða fleiri tímabil að jafnlengd við þau, sem Kleifarvatn á að þurfa til þess að hækka og lækka, svo að bera mætti saman, hvort nokkur slík sambærileg hækkunar og lækkunar tímabil væru í úrkomunni.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

V.
Vegna þess, hvað vatnshæðarmælingar á Kleifarvatni ná skammt aftur í tímann, hefi eg aflað mér upplýsinga hjá mönnum, kunnugum vatninu, um breytingarnar á yfirborði þess fyrr á tímum.

Jón Magnússon, sem bjó i Krýsuvik á árunum 1907—14 hefir tjáð mér, að þegar Árni Gíslason sýslumaður fluttist þangað um 1880, hafi verið að koma slægja á Nýjalandi, en svo heitir engjaflæmi, sem Krýsuvík á við suðurenda Kleifarvatns, og vatnið flæðir yfir að meira eða minna leyti, er hátt er í því.

Nýjaland

Nýjaland.

Nýjaland kvað hafa gefið af sér um 600 hesta, þegar bezt var. Jón segir og, að árið 1907, þegar hann fluttist þangað, hafi verið síðasta árið, sem hægt var að heyja á Nýjalandi um langt skeið, vegna þess hvað þá var orðið hátt í vatninu, og hafi aðeins kragi af Nýjalandi verið upp úr, enda ekki heyjaðir nema um 100 hestar það ár. Sama ár er haft eftir Guðmundi, sem þá bjó í Nýjabæ og hafði búið að undanförnu, að hann hefði aldrei séð vatnið eins mikið og þá, en þó segir Jón Magnússon, að hækkað hafi í því eftir það.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Um 1912 kvað svo hafa verið hæst i vatninu á þeim tíma, sem Jón Magnússon var í Krýsuvík, og mun það þá hafa flætt hér um bil yfir Nýjaland. Skömmu síðar fór svo vatnið að lækka og hefir yfirleitt farið lækkandi fram til ársins 1932, en úr þvi fór það svo að hækka aftur, sem kunnugt er, og hefir farið hækkandi í stórum dráttum síðan.
Í þau sjö ár, sem Jón Magnússon bjó i Krýsuvík, var ófært fyrir Stapann. Þess má og geta, að árið 1908, þegar herforingjaráðið danska vann að landmælingum við Kleifarvatn, hafði vatnið flætt upp á Nýjaland, samkvæmt því sem kortið eftir þessum mælingum sýnir. Um 1880 er að koma slægja á Nýjaland, af því að yfirborð vatnsins hefir farið lækkandi að undanförnu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Nú koma ár, þegar Nýjaland gefur af sér nokkur hundruð hesta, og það hefir verið snemma á þessu tímabili. En árið 1907 er orðið svo hátt i vatninu, að það er síðasta árið, sem þar er heyjað um langt skeið. Og þá hefir Guðmundur í Nýjabæ heldur aldrei fyrr séð vatnið svona hátt. Það átti þó enn eftir að hækka og úrkoman í Vestmannaeyjum er einnig miklu hærri árið eftir. Um 1912 var svo hæst í vatninu að sögn Jóns Magnússonar, og flæddi það þá um það bil yfir Nýjaland.

VI.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Það, sem eg hefi viljað sýna fram á í þessari ritgerð og færa rök að, er þetta: Að hækkunin og lækkunin í Kleifarvatni, sem telja má reglubundna, en ýmsir hafa álitið að stafaði af breytilegu niðurrennsli um vatnsbotninn, eigi aðalorsakir í tímabilaskiptum í úrkomunni.

Sjá Myndir.

Heimildir:
– Náttúrufræðingurinn 3.-4. tölublað (01.10.1941) – Pálmi Hannesson: KLEIFARVATN, bls. 256 – 168.
-Sunnudagsblað Vísis, 29. okt. 1941, Geir Gígja; Leyndardómur Kleifarvatns, bls. 1,2,3 og 7.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar.
Innsiglingavörður ofan við vörina á Þórkötlustaðanesi
Fróðlegt og friðsælt er að ganga um svæðið á góðum degi, anda að sér sjávaranganinni og skoða og rifja upp söguna. Fyrir skömmu var gengið um Nesið á milli Kónga og Strýthóla í fylgd Grindvíkingsins Péturs Guðjónssonar, en hann fæddist í einu húsanna, sem þar voru.
Pétur skýrði svo frá:

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðahverfi.

“Jú, það er rétt. Ég fæddist í Höfn árið 1931 og er alinn upp á Þórkötlustaðanesinu fram yfir fermingu. Foreldrar mínir voru Guðjón Jónsson og Guðbjörg Pétursdóttir, bæði úr Þórkötlustaðahverfinu. Hann var frá Einlandi og hún frá Valhöll. Þau höfðu flutt út á Nesið árið 1928. Húsið, sem þau nefndu Höfn, höfðu þau byggt árið áður. Systkini mín voru fimm; fjórir strákar og ein stelpa. Haukur var elstur, en hann er látinn, síðan Guðmundur sem býr nú í Höfn við Túngötuna, þá ég og Jón Elli. Sjálfur bý ég við Hvassahraun, en Elli býr í Grafarvogi. Systir okkar heitir Guðjörg, kölluð Stella. Hún býr við Litluvelli í Grindavík.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Arnarhvol 2020.

Á Þórkötlustaðanesinu voru auk Hafnar, húsin Arnarhvol og Þórshamar. Í Arnarhvoli, sem var vestan við Höfn, bjuggu Engelbert Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. Hafliði Jónsson og Gíslína Guðmundsdóttir bjuggu í Þórshamri, en húsið stendur að hluta til enn sunnan við Flæðitjörnina.

Þórkötlustaðanes

Pétur Guðjónsson við Höfn í Þórkötlustaðanesi.

Fólkið mitt á Höfn hélt skepnur; 2-3 beljur, 50-60 kindur, 5-6 hesta og 12-15 hænur, líkt og á öðrum bæjum á Nesinu og úti í hverfi. Engar skepnur voru þó Arnarhvoli, en fé var í Þórshamri. Alltaf var eitthvert stúss í kringum dýrin. Við krakkanir sáum aðallega um gjöfina. Fjárhúsið okkar var sunnan við Arnarhvol. Síðan var byggður skúr, hestús og fjárhús fyrir gemlinga heima við húsið. Við þurftum að bera hey og vatn í þetta daglega. Vatninu var safnað af húsþökunum, en í þurrkatíð var dæmi þess að vatn væri sótt alla leið upp í Seltjörn. Kom þó sjaldan fyrir, sem betur fer. Hvergi var vatn að fá í hrauninu, en á veturnar og þegar mikið rigndi var vatn stundum sótt í polla handa fénu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn 2020.

Ekkert rafmagn var í Nesinu. Það kom ekki til Grindavíkur fyrr en 1947. Þangað til voru gasluktirnar mest notaðar, bæði við beitningu og annað sem til þurfti. Bölvað stúss í kringum það.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn; kjallari. Hæðin var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi.

Umstangið gat verið erfitt hjá okkur eins og öðrum. En þrátt fyrir barninginn var alltaf nóg að bíta og brenna. Eðlilega var mest um fiskmeti yfir vertíðina. Þá var rauðmagi bæði sóttur í Bótina og hirtur upp í fjörunni. Ég er ekki frá því að rekni rauðmaginn hafi bara bragðast betur eftir að hafa veltst þarna um í þanginu. Fugl var skotinn, bæði mávur og skarfur. Einkum var mávarunginn hirtur. Allt var þó nýtt til hins ýtrasta. Oft var soðið úr þessu hin fínasta kjötsúpa. Hún fæst ekki betri í dag, en það væri varla hægt að bjóða pizzufólkinu slíkt í dag. Það komu alltaf einhverjir utan úr hverfi á skytterí í Nesinu. Þeir röðuðu sér suður kambinn út undir vita og skutu á allt sem hreyfðist. Sjálfur fór ég á skytterí 13 ára gamall.
ÞórshamarÁ meðan við bjuggum í Nesinu var hér mikil útgerð. Nesvörin þar sem bryggjan er nú var vel nýtt. Hér var líka alltaf landað þegar ekki var hægt að landa í Buðlunguvör. Útgerðaruppgangurinn byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum. Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí. Sumir réru líka héðan svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshöfn.

Á sumrum var venjulega róið á minni bátum. Aflinn var bæði þurrkaður og saltaður. Stundum var seldur slægður og jafnvel óhausaður fiskur til Reykjavíkur. Það fór bara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Sími var í Höfn, en símstöðin í Sólbakka uppi í hverfi. Öll verslunin fór í gegnum símann, einkum eftir að vörubílar fóru að fara á milli staða. Þá var hringt í Höfn og krakkarnir síðan látnir hlaupa eftir formönnunum og sækja þá í símann. Það voru þegar fiskkaupmennirnir sem voru að panta. Þessi hlaup lentu yfirleitt á Stella systur minni. Einar Þorgilsson í Hafnarfirði keypti t.d. talsverðan fisk af þeim.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshamar 2020.

Fólk kom víða að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Þetta fólk bjó á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var. Hér var því mannmargt í litlu húsi.
Fornar minjar í StrýthólahrauniÁður lentu bátanir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður út á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum. Fyrsti skúrinn var byggður um 1928, sennilega af fólki frá Einaldi. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Á meðan ég átti heima í Nesi var mest um að fiskurinn væri saltaður, enda bera saltþrærnar þess glögg merki. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar voru sem dæmi beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi – bryggjan.

Bryggjan, um 70 metra löng og 10 metra breið steinbryggja, var síðan byggð um 1933 enda vélar þá komnar í flesta báta. Fiskinum var eftir það kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Gamall Fordbíll var til í Höfn um tíma, en hann grotnaði síðar niður undir húsgaflinum. Þá var keyptur bíll í félagi útgerðarmannanna, nefndur “félagsbíllinn”. Á honum var fiskinum ekið upp í fiskhúsin.
Þegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar, en þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.
Spilið á NesinuÁður en bryggjan var byggð voru bátanir drengir á land upp á kambinn norðan hennar. Síðan, þegar stokkarnir voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, sá um það. Það var bensinvélarknúið með Ford-vél. Vélarhúsið við það er horfið. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetninguni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Þegar bryggjan var lengd voru ker forsteypt uppi á kambinum og þeim rennt niður stokkana og síðan sökkt ofan á sandpokahleðslur, sem búið var að raða undir þau af kaförum.
En eftir að grafið hafði verið inn í Hópið úti í hverfi árið 1939 og alvöru hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út hérna. Segja má að útgerðin hafi verið aflögð árið 1946. Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvol var svo flutt þangað árið eftir, en húsið hafði verið byggt í Nesinu um 1930. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.
Bára á BótinniJóhann vitavörður Péturssson bjó um tíma í Þórshamri, en húsið var byggt laust eftir 1930. Eftir að flutt var úr hinum húsunum í Nesinu var Jóhann eitthvað að breyta veggjum hjá sér. Varð það til þess að einn þeirra féll á hann og slasaði hann talsvert.
Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu áður en ég fæddist. Ekkert var þurrkað þar í minni tíð í Nesinu. Strýthólaranir eru syðst í hrauninu, en Leiftrunarhóll austast, suðaustan við Þórshamar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – örnefni.

Helsti hlífðarfantaður sjómanna voru stakkar, sjóhattar og klofstígvél. Ullavettlingar voru á höndum. Alltaf þurfti að eiga slatta af þeim því þeir þófnuðu og urðu fljótt of litlir, auk þess þeir áttu það til að harðna. Konurnar sátu við og prjónuðu á karlana.

Strýthóll

Efri Strýthóll.

Sums staðar þurftu húsbændurnir að skaffa sjómönnunum vettlinga og jafnvel annan fatnað sem og kost. Útgerðarmennir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgana þegar gaf og fóru síðan fótgangandi heim aftur á kvöldin.
Flestar minjar í Nesinu eru gömlu hlöðnu ískofarnir, fiskhúsin, lifrabræðslan og grunnar beitningaskúranna. Lifrabræðslan var að mig minnir byggð um 1934-35. Öll lifrin var brædd. Guðmann Guðmundsson í lifrabræðslunni keypti alla gotu. Hann bjó í bræðslunni, í skúr nyrst í bræðslunni, kölluð kompan. Þar svaf karlinn á einum bedda. Seldi malt og appelsín.

Grútartjörnin eða Grútarskotti var norðan við lifrabræðsluna. Hún þornaði á sumrum þegar ekkert var verið að vinna þar. Þá kom fyrir að grúturinn væri skorinn upp og hann notaður í eldinn. Hann var reyndar ekki notaður af fólkinu í Nesinu, en fólk kom utan úr hverfi og sótti grút í eldinn. Ég man sérstaklega eftir einum karli, sem það gerði.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Aðvitað man maður eftir nokkrum minnistæðum einstaklingum í útgerðinni. Sumir þóttu gamansamir. Gísli á Hrauni var einn þeirra. Hann sagði í seinni tíð um hvað gera ætti við fiskinn. Eitt sinn þegar hann kom inn skúr Sveinbjörns nokkurs, svipti hann upp hurðinni og fylgdi því eftir með eftirfarandi orðum: “Það á að hausa hann Sveinbjörn”. Margar sögur eru til sem gaman væri að rifja upp síðar.
Vegurinn náði að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan út að vörðunni Siggu á vestanverðu Hópsnesi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – örnefni.

Vitinn hafði verið byggður á fyrstu árum aldarinnar. Ruddur slóði var út að honum, en hann var síðar lagaður. Nú er kominn hringvegur um Nesið.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – minjar á Kóngum. Höfn fjær t.h.

Innsiglingavörðurnar voru fyrir framan við Buðlungu, þar sem steypti veggurinn er nú, og önnur upp í heiðinni. Eftir þeim var siglt inn í djúpsundið. Síðan var vent til vesturs þegar komið var á móts við innsiglingavörðurnar ofan við Nesbryggjuna. Á þeirri siglingu braut yfirleitt á hlið á bátnunum, sem gat stundum verið slæmt. Að jafnaði var ekki mikið um brim inni á Bótinni. Hins vegar braut oft talsvert sitt hvoru megin, einkum ef eittvað var að veðri. Auðvitað komu hér líka mjög slæm veður. Ég man þó ekki eftir að bátur hafi brotnað á siglingu inn, en í miklum veðrum gekk sjórinn upp á og inn yfir kambinn. Og það kom fyrir að skip, sem þar stóðu, brotnuðu. Ég man eftir því er sjórinn braut hliðar í skúrum næst sjónum í afar vondu veðri, t.d. á skúr afa þíns, hans Árna í Teigi.
Minjar á NesinuHeilmikil útgerð var líka við Flæðitjörnina norðan við Þórshamar. Aðalleiksvæði barnanna var við tjörnina og þar var verið öllum stundum, ýmist við róðra, veiðar og aðgerð. Bóklærdómurinn fór því oft fyrir lítið. Ef ekki var verið við tjörnina var farið niður á bryggju eða út með ströndinni.
Mikil hleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíl, líkt og aðrar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Við hann var dæla, sem notuð var til að dæla sjónum upp upp úr. Nú er búið að sturta yfir brunninn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – leifar lifrabræðslunnar.

Þetta voru ágætis ár þrátt fyrir erfiða tíma á stundum. Allir urðu að hafa eitthvað fyrir stafni. Erfitt gat verið að sækja sjóinn, en þau voru líka mörg handtökin í landi.
Þegar grafið hafði verið inn í Hópið breyttist allt. Þá lagðist allt af í Þórkötlustaðanesinu og atvinnulífið færðist út í Járngerðarstaðahverfið.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Nú standa minjarnar hér eftir sem tákn hins liðna – en eftirminnilega.

-Ómar Smári Ármannsson skráði. (Birtist í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 2003).

Vitinn á Þórkötlustaðanesi

Vitinn á Þórkötlustaðanesi. Vitinn hefur einnig verið nefndur „Hópsviti“. Nesið skiptist í tvennt; annars vegar Hópsnes að vestanverðu og Þórkötlustaðanes að austanverðu. Mörkin liggja um Markalón við Markastein í fjörunni u.þ.b. 60 m vestan við vitann og þaðan í Hagafell. Vitinn er því allur í Þórkötlustaðanesi.

Kristjánsdalir

Kofatóft úr torfi og grjóti undir Bollum, utan í Kristjánsdölum, við hraunkantinn milli Kerlingaskarðsvegar og Grindaskarðsvegar, hefur löngum vakið forvitni göngufólks, en fátt er vitað um tilurð hans og tilgang. Þorvaldur Thoroddsen getur kofans í skrifum sínum í Andvara árið 1884 í lýsingu sinni um „Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883„:

Kristjánsdalir

Tóft ofan Kristjánsdala.

„Frá Kaldárseli fórum við fyrst Grindaskarðsveg upp að fjöllunum og síðan austur á við milli hrauns og hlíða um svo kallaða Kristjánsdali; þar er mjög grasgefið land, en ekkert vatn neinstaðar; þar höfðu lestamenn hesta sína, þeir er sóttu brennistein í Brennisteinsfjöll, og er þar dálítill kofi síðan. Dólerít er hjer ofan til í fjöllum, en móberg undir. Mjög illt var að klöngrast yfir hraunfossana, sem fallið hafa niður hjá Kóngsfelli, því bæði eru þeir breiðir og hraunið mjög umsnúið og erfitt yfirferðar.“

Kristjánsdalir

Tóft við vatnsstæði í Kristjánsdölum.

Þrátt fyrir framangreind orð Þorvaldar er ágætt vatnsstæði í Kristjánsdölum, skammt norðan Grindaskarðsvegar. Við það er nánast jarðlæg tóft, sem væntanlega hefur verið afdrep Selvogsmanna á leið þeirra millum Vogs og Fjarðar fyrrum. Þar höfðu rjúpnaskyttur úr Hafnarfirði afdrep undir það síðasta. Enn önnur tóftin, grunnur undir timburhús, tengd brennisteinsnáminu í Fjöllunum, er ofar og austar, upp undir Kerlingarskarði.

Heimild:
-Andvari – 1. tölublað 01.01.1884, „Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883“; Þorvaldur Thoroddsen, bls. 30.

Kerlingarskarð

Búð námumanna undir Kerlingaskarði.

Íslandskort

Samkvæmt Íslendingabók var Ísland fyrst numið af norskum og gelískum (skoskum og írskum) landnemum undir lok níundu aldar og á tíundu öld. Fornleifarannsóknir virðast staðfesta þessa frásögn í meginatriðum.

Íslandskort 1544

Íslandskort 1544.

Á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi svar við spurningunni „Hver gaf Íslandi nafn?
„Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 til 320 f. Kr., sigldi gríski landkönnuður Pýþeas frá Massalíu og norður til Bretlandseyja. Í heimildum kemur fram að eftir að hann kom þangað hafi hann siglt í sex daga í norður og komið þá að landi sem var umlukið hafís. Nefndi hann landið Thule sem í fornu máli merkti oftast staður eða eyja. Sumir hallast að því að hann hafi í raun fundið Ísland en engar óyggjandi sannanir eru til fyrir því að um Ísland hafi verið að ræða. Á ýmsum kortum frá miðöldum er Ísland merkt sem Thule.

Íslandskort

Íslandskort 1548.

Fyrir hið eiginlega landnám Íslands bjuggu hér líklega írskir einsetumenn, kallaðir Papar, og hafa þeir án efa notað eitthvert nafn um landið sem þeir dvöldu á. Það nafn hefur þó ekki varðveist í heimildum.
Um miðja 9. öld kom landnámsmaðurinn Naddoddur til „Íslands“ sem samkvæmt hans vitneskju hét ekki neitt. Hann kom að landi í Reyðarfirði á Austurlandi og sá snæviþakin fjöll og gaf landinu nafnið Snæland.
Seinna kom hingað Garðar Svavarsson sem var sænskur maður að ætt. Hann nefndi landið upp á nýtt og kallaði það Garðarshólma, í höfuðið á sjálfum sér.

Íslandskort 1576

Íslandskort 1576.

Tilvist landsins í vestri spurðist út á vesturströnd Noregs og hélt Flóki Vilgerðarson, norskur maður, af stað til að finna landið. Flóki er betur þekktur sem Hrafna-Flóki en þjóðsagan segir að hann hafi notast við þrjá hrafna til þess að rata til landsins. Á leiðinni sleppti hann einum í senn til að vísa sér veginn. Sá fyrsti flaug til baka til Noregs en annar hrafninn flaug upp og settist niður á skipið aftur þar sem hann sá ekkert land. Sá þriðji flaug áfram og í átt að Íslandi, sem þá hét reyndar ekki Ísland.
Með Flóka í för voru meðal annarra bændurnir Þórólfur og Herjólfur. Þeir komu að landi í Vatnsfirði á Barðaströnd og var fjörðurinn fullur af veiðiskap. Svo mikil var veiðin að Hrafna-Flóki og menn hans gleymdu að heyja um sumarið með þeim afleiðingum að allar skepnur þeirra drápust um veturinn. Flóki gekk upp á fjall eitt í Vatnsfirði og sá þá ofan í annan fjörð, líklega Arnarfjörð, og var hann fullur af hafís.

Íslandskort

Íslandskort 1571.

Í 2. kafla Landnámu segir að eftir þetta hafi Hrafna-Flóki og menn hans nefnt landið Ísland. Hrafna-Flóki hafði litlar mætur á landinu. Í Landnámu segir að hann hafi siglt aftur til Noregs með mönnum sínum:
Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið (Landnámabók, 2. kafli).
Samkvæmt Landnámu voru það því Hrafna-Flóki, Þórólfur og Herjólfur sem nefndu landið fyrst Ísland.“

Í raun og veru hefur „Íslandi“ aldrei verið gefið það eiginnafn. Á gelísku þýðir orðið „island“ eyja. Svo mun og vera á öðrum skyldum tungumálum. Þegar Flóki gekk upp á fjallið ofan Vatnsfjarðar uppgötvaði hann að land það er hann stóð á var „Eyja“ og nefndi það því nafni. Alla tíð síðan hafa „Íslendingar“ (Eyjafólkið) farið villu vega.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6729#
-Landnámabók.
-Forn Íslandskort. Sótt 10.1.2010.

Íslandskort

Íslandskort 1713.

Krýsuvík

Þessi grein um Krýsuvík, „Landið og framtíðina„, birtist í Skinnfaxa árið 1951 og er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði. varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu:
„Myndirnar 3 af húsum í Krýsuvík eru teknar núna í marz, en óvenju mikill snjór hefur verið þar í vetur.

Krýsuvík

Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðar-kaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum. Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu þar um 40 manns. Var sauðf járræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn. — Síðan tók fólki stöðugt að fækka og byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þar að lokum, að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við í leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.

Krýsuvík

Krýsuvík 1906 – herforingjaráðskort.

Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á Alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengdist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri. — Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km.
Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir og boranir eftir jarðhita.

A. Gróðurhús.

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í gróðurhúsi í Krýsuvík (HH).

Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. 1 gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur og blóm. Í sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró, þar sem katli hefir verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi.
Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skólpræsi og rafmagn frá dieselrafstöð.

B. Búskapur.
Í Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegt graslendi, en auk þess melar, sem e.t.v. mætti rækta með sérstakri aðferð. Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið. Meginhlutann mætti þó fullvinna undir grasfræssáningu á þessu vori. Grafnir hafa verið 8 km langir, opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m í þvermál og 14 m háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2021.

Hér er komið að framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður því naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir, að þarna mætti hafa um 300 kýr. Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna ræktunar í gróðurhúsum og fyrirhugaðs búskapar, eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

C. Boranir eftir jarðhita.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom. Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðhorar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.
Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve horar vildu festast.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur i svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá. — Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbomum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þref alt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krísuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum i Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, síðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu. Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti í hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst. Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum i Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þelta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Komið hefur í ljós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál. Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan i sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kílóvött rafmagns.  Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og hún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.
Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram í Krýsuvík.“ – S.J.

Heimild:
-Skinfaxi – 1. tölublað (01.04.1951), Landið og framtíðin: Krýsuvík, S.J., bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Eldfjallagarður

Hér fer á eftir Framtíðarsýn Landverndar gjörð í kjölfar aðalfundar 29. apríl 2006. Lagt er til að Reykjanesskagi verði ,,Eldfjallagarður og fólkvangur“.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Framtíðarsýn Landverndar fyrir Reykjanesskaga, þ.m.t. Hengilssvæðið, er að frá Þingvallavatni og út á Reykjanestá og Eldey verði stofnaður ,,Eldfjallagarður og fólkvangur.“ Þessi framtíðarsýn grundvallast á náttúruvernd samhliða fjölbreyttri annarri nýtingu á auðlindum Reykjanesskagans. Skaginn hefur óumdeilanlega jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu og í reynd skortir alþjóðleg viðmið til að staðfesta verndargildi hans. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Fjölmörg náttúruvætti og minjar á náttúruminjaskrá yrðu innan „Eldfjallagarðsins og fólkvangsins“, þ.á.m. Reykjanesfólkvangur og Bláfjallafólkvangur. Jarðmyndanir á Reykjanesskaganum hafa margar hverjar hátt verndargildi og gætu orðið helsta aðdráttarafl skagans fyrir ferðamenn og útivistarfólk.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Fágætt er að slíkar landslagsheildir sé að finna svo nálægt þéttbýli og er mikilvægt að halda þeim ósnortnum.

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Verðmætar menningarminjar eru einnig víðsvegar á Reykjanesskaganum og má þar nefna Selvog, Herdísarvík, Krýsuvík, Húshólma og Selatanga. Þá ber að nefna mikilfenglegt lífríki, s.s. fuglalíf í Eldey, Hafnarbjargi og Krýsuvíkurbergi, mosaþakin nútímahraun og gróskumikil svæði með háplöntum á stöku stað. Á svæðum sem þessum þarf að leggja ríka áherslu á að varðveita menningarlandslag, lífríki, einstaklega fjölbreyttar jarðmyndanir og minjar um eldvirkni á úthafshryggnum.

Seltún

Hverasvæðið í Seltúni.

Á Reykjanesskaga eru nokkur háhitasvæði, Reykjanes, Eldvörp, Svartsengi, Sandfell, Trölladyngja, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengilssvæðið. Umtalsverð orkuvinnsla er þegar til staðar á svæðunum austast og vestast á skaganum. Helst er skynsamlegt að þróa áfram nýtingu jarðvarmans á þeim svæðum sem þegar hafa verið virkjuð að hluta. Leggja þarf áherslu á rannsóknir og djúpboranir sem gætu margfaldað orkuvinnslugetu þessara svæða.
Auk orkunýtingar væru á virkjunarsvæðum starfrækt heilsuböð og nýting jarðhitaefna s.s. í framleiðslu húðvara, upplýsingastöðvar og þjónustumannvirki fyrir ferðamenn, útivistarfólk og íbúa.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg undir Geitahlíð.

Á og við Reykjanesskaga búa nú um 200 þúsund manns og er fyrirsjáanlegt að þeim fjölgi á næstu árum. Þannig vex þörfin fyrir fjölbreytt og skipulagt útivistarland í nágrenni þéttbýlisins enn frekar. Flestir ferðamenn sem koma til landsins fara um Keflavíkurflugvöll og spár benda til að eftir áratug verði árlegur fjöldi þeirra allt að ein milljón. Rannsóknir sýna að íslensk náttúra dregur þá flesta til landsins og bætt aðgengi að náttúru og menningarminjum skagans myndi efla ferðaþjónustu innan svæðisins til mikilla muna því flestar gistinætur ferðamanna hérlendis eru einmitt á Reykjanesskaganum.

Sogin

Horft yfir Sogin.

Með því að nýta hin mörgu tækifæri sem Reykjanesskagi hefur upp á að bjóða til náttúruverndar, útivistar og ferðaþjónustu auk orkuvinnslu og nýtingu jarðhitaefna, er unnt að skapa mikinn arð fyrir samfélagið. Framtíðarsýn Landverndar um náttúruvernd og fjölbreytta nýtingu felur í sér jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi í anda sjálfbærrar þróunar.

Heimild:
-http://www.landvernd.is/

Ferlir

„Græna stöffið“ í hellinum FERLIR.