Kleifarvatn

Pálmi Hannesson skrifaði um Kleifarvatn í Náttúrfræðinginn árið 1941. Þá skrifaði geir Gígja um vatnið í Sunnudagsblað Vísis sama ár:

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

“Sumarið 1930 rannsakaðii ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og kunnugt er, og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Í þennan tíma var eigi bílfært nema skammt eitt suður frá Hafnarfirði, og gat ég því eigi komið við þeim tækjum, er ég hefði helzt kosið. Ég keypti norskan bát, fjórróinn, og lét flytja hann suður að vatninu með allmiklum erfiðismunum. Dvaldist ég við vatnið í vikutíma um miðjan júlímánuð, ásamt þeim kennurunum, Einari Magnússyni og Sveinbirni Sigurjónssyni, sem voru mér til aðstoðar. Bjuggum við í tjaldi í brekkukorni gegnt Lambhaga og höfðum yfirleitt allgott veður. Að lokum settum við bátinn á hellisskúta einn í Lambhaga, og sá lengi síðan nokkur merki þeirrar útgerðar.

DÝPTARMÆLINGAR.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Höfuðverkefni mitt var það að fá vitneskju um dýpi vatnsins og botnlag, enda hafði hvorugt verið nannsakað áður, svo kunnugt væri. Mældi ég dýpi á fjórum línum þvert yfir vatnið, en auk þess allvíða annars staðar, bæði út frá landi og úti á vatninu.

Niðurstaðan af mælingunum er í stuttu máli þessi: Vatnið er yfirleitt mjög djúpt eftir stærð og víðast mjög aðdjúpt, einkum undir Sveiflubálsi. Mest dýpi í vatninu, 87,5 m, mældist út frá Syðri-Stapa, aðeins 200 m frá landi. En þar er megindýpið mjóst, því að Stapinn þrengir að því sín megin, en frá hinu landinu gengur grunn lengra út en í mitt vatnið.

Fremri-Stapi

Stapi við Keifarvatn.

Sunnan við þessa mjódd breiðist megindýpið út, og er vatnsbotninn suður þaðan nokkuð regluleg skál með jöfnu aðdýpi og þó allmiklu, allt suður undir Geithöfða. Þó verður þar um 50 m. hár hamar, er gengur suður frá Syðri-Stapa nokkuð úti í vatninu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Vatnsflöturinn er um 9,5 km2, og er þá mælt eftir uppdrætti herforingjaráðsins danska, sem gerður er samkv. mælingu frá 1908, en þá var mjög hiátt í vatninu. Árið 1930 var vatnið allmiklu minna. Þá var þurr fjara framan við Innri-Stapa, norðurvík vatnsins, Lambhagatjörn, þurr með öllu, svo að hvergi sá þar vatn, en að sunnan vatnaði aðeins inn fyrir tangana, sem afmarka víkina, er gengur upp að Nýjalandi. Telst mér svo til, að þá hafi flatarmál vatnsins verið um 8,65 km2 eða nærri 90 ha minna en þá, er mest er í vatninu.

BOTN.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í öllu megindýpi vatnsins er leirbotn og raunar víðast þar, sem dýpi er 15 m eða meira. Út frá Syðri-Stapa eru þó hamrar og stórgrýti að minnsta kostá niður á 40 m dýpi. Leirinn á vatnsbotninum er límkenndur og mislitur, víðast gráblár eða grár, en sums staðar þó svartur, rauðleitur eða mógulur. Hann reyndist að langmestu leyti ólífrænn, enda mun hann vera veðrað móberg og hafa borizt í vatnið með vindi og í leysingum. Nokkuð er hann þó blandaður rotleifum (detritus) og eskilögnum (diatomea), og sunnan til í vatninu reyndist í honum vottur af brennisteini. Á grunnunum er sandur í botni, eða leir, en grjót næst landinu og sums staðar móibergsklappir alllangt úti. Ofan á sandinum er víðast mógrátt lag eða himna, og kveður þar mest að lífrænum efnum, rotleifum og eskilögnum. Í víkunum undir Sveifluhálsi er dökkur vikursandur, léttur og hvarflandi fyrir öldugangi. Við báða enda vatnsins og víkina sunnan við Lambhaga er kastmöl í fjörum og út þaðan í vatnið. Hefir öldurótið orpið henni upp í granda og malargarða.

FJARA.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Við suðvesturlandið er fjaran víðast föst, og er þar víðast grjót, en sums staðar klappir. Svo er og við stapana báða, Lambatanga, Geithöfða og Lambhaga, nema hvað þar eru hamrar víðast. Í víkunum beggja vegna við Syðri-Stapa er dökkur vikursandur mjög laus, en malarfjörur við vatnsendana, eins og áður getur.

HITI.

Kleifarvatn

Jarðhiti í og við Kleifarvatn.

Þá daga, er ég dvaldist við vatnið, neyndist yfirborðshiti þess um 10° C eða mjög hinn sami og meðalhiti loftsins í júlímán., enda breyttist hann með lofthitanum. Botnhiti á megindýpinu mældist 4,6° C, en á grunnunum tæp 9° C. Hitavarp (Sprungschicht) virtist eigi greinilegt, en þó lækkað hitinn mest á 20—30 m dýpi.
Tveir hverir að minnsta kosti koma upp í vatninu, báðir í því sunnanverðu, er annar skammt norður frá Lambatanga, en hinn austan við Geithöfða, nærri landi. Virðast þeir hafa hlaðið um sig hóla á vatnsbotninum og kemur allmikið vatn upp úr þeim.

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Hita gætir þó eigi nema örskammt út frá þeim og aðeins í yfirborði, enda hafa þeir engin áhrif á hita vatnsins í heild. Sumarið 1930 vatnaði yfir hveri þessa, en þó eigi meira en svo, að báturinn flaut ekki yfir þann eystri, og rauk þar upp úr vatninu, þegar loft var kyrrt og rakt. Árið 1932 voru þessir hverir komnir upp úr vatninu.

AÐRENNSLI OG VATNSKOSTIR.

Svæði það, er veitir vatni til Kleifarvatns, er ca 30 km-, enda hefir vatnið ekkert fast aðrennsli ofan jarðar.

Seltún

Seltún – hverasvæði við Krýsuvík.

Lækjarkorn eitt rennur þó að jafnaði sunnan í það, en sumarið 1930 þornaði þessi lækur upp áður en hann næði vatninu. Hann kemur frá hverasvæðinu hjá Seltúni og er nokkuð mengaður brennisteinssamböndum.
Allt umhverfis vatnið má kalla gróðurleysur, nema að suðvestan, en þar liggja engjalönd frá Krýsuvík. Mjög lítið af áburðarefnum, einkum köfnunarefni, mun því berast í vatnið, enda er það ófrjótt. Sjóndýpi mældist ca 8 m norðanvert í vatninu, en ca 4,5 í því sunnanverðu, og hygg ég, að þar kenni brennisteinssambanda frá hverunum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – uppdráttur.

GRÓÐUR OG DÝRALÍF.
Botnfastur gróður í vatninu er nær einvörðungu bundinn við grunnin, en þar eru talsverðar græður af þara allt út á 10 m dýpi.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Annarra plantna gætir lítið. Allstórir blettir eru þó á víð og dreif gróðurlausir með öllu, og yfirleitt eru plönturnar heldur þroskalitlar, enda mun köfnunarefni skorta. Grunnin og þeir aðrir hlutar vatnsins, þar sem botngróður getur þrifizt, munu varla vera meira en ca 180 ha, þegar ekki eru taldar víkurnar við vatnsendana, er þurrar voru vorið 1930.

Á grunnunum er allmikið um vatnabobba, einkum nærri landi, þar sem grýtt er. Mest virðist mér kveða að þeim sunnan til, og nálægt hverunum voru þeir mjög margir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – sprengjuhluti a botni vatnsins.

Eigi fann ég önnur botndýr, en þó nokkuð af hömum og hýsum eftir skordýralirfur, bæði í vatninu sjálfu og vogrekum úr því. Aftur er mikil mergð hornsíla í vatninu og mörg stórvaxin. Mjög mörg þeirra voru með bandorm, svo að ég hefi hvergi annars staðar slíkt séð. Veltust þau hundruðum saman við fjörurnar dauðvona með orminn hálfan út úr kviðnum.
Heyrt hefi ég, að eitt sinn hafi lifandi silungur verið fluttur í vatnið, en hans sér nú engin merki. Svifdýr eru fá, einkum virðist einstaklingafjöldinn lítill í samanburði við önnur vötn, og eigi fann ég nema hinar algengustu tegundir.

Fjörubeltið er tiltakanlega lífsvana, og veldur þar vafalaust miklu, að vatnið vex og minnkar frá vori til hausts og ári til árs. Vikurfjaran niður frá Sveifluhálsi má heita aldeyða, og líku máli gegnir um malarfjöruna við vatnsendana. Helzt er líf að finna í fjörunni suðaustan við vatnið, enda er hún grýtt og föst. Nokkurt mý var við vatnið og fáeinar vorflugur. Sundfuglar dvöldust þar ekki að jafnaði, en nokkrar stokkendur komu þangað öðru hverju sem gestir.

VATNSHÆÐARMÆLINGAR.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpt.

Það er gamalt mál, að í Kleifarvatni gæti flóðs og fjöru og komi hvorttveggja á 40 ára fresti þannig, að vatnið vaxi í 20 ár, en minnki í önnur 20. Tvenn merki höfðu menn til þessa. Annað er það, að Krýsvíkingar fóru með kaupstaðarlestir sínar fram með vatninu, þegar þar var fært með hesta, en þar er ófært talið nema fara megi fjöru framan við Innri-Stapa. Hitt merkið er engiland frá Krýsuvík, sem liggur sunnan við vatnið og fer í kaf, þegar hæst er í því. Má gera ráð fyrir því, að Krýsuvíkurmenn hafi gefið gaum að þessum merkjum, og er því líklegt, að munnmælin um vatnið hafi við rök að styðjast.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Guðmundur Jónsson, sem síðastur bænda bjó að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, sagði mér það, sem hér fer á eftir: Árið 1880 fluttist Árni sýslumaður Gíslason að Krýsuvík. Var vatnið þá talið minnkandi, en þó mikið. Engjarnar voru komnar upp, en fífugróður þar svo mikill, að á Nýjalandi „fékkst vel á engjalest”, og bendir gróðurfar þetta til þess, að engjarnar hafi verið komnar undan vatni fyrir nokkrum árum, en þó blautar.
Árið 1895 fluttist Guðmundur að Nýjabæ. Var vatnið þá talið vaxandi, og ófært fyrir Stapann. Ekki vissi Guðmundur, hvenær vatnið hefði orðið minnst milli 1880 og 1895, en taldi þó, að það hafi alltaf verið fremur mikið á því tímabili og vafasamt, hvort þá hafi verið fært fyrir Stapann, enda var tíðarfar kalt og votviðrasamt á þeim árum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Eftir 1895 óx vatnið jafnt og þétt, og fóru Krýsuvíkurengjar í kaf árið 1907 eða 1908. Telur Guðmundur, að vatnið hafi komizt hæst árið 1912, en tekið síðan að lækka, og árið 1916 komu engjarnar aftur upp úr. Eftir 1920, einkum eftir 1924, hyggur hann að mestu hafi munað um lækkunina, en ekki var þó farið fyrir stapann fyrri en 1929, en þá var komin þar allgóð fjara, svo að hann telur líklegt, að þar hafi verið fært 1—2 árum fyrr.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Á uppdrætti herforingjaráðsins er vatnsborðið talið 135,00 m yfir sjó árið 1908, en ekki mun sú ákvörðun alls kostar nákvæm. Eftir samanburðarmælingum, sem Jón Víðis hefir gert, stóð vatnið 132,44 m yfir sjó árið 1930, en 131,67 m árið 1932, þegar það var lægst. Samkvæmt þessu hefir vatnið staðið 3,33 m hærra árið 1908 en árið 1932, en eftir 1908 hækkaði það enn til 1911 eða 1912, og má því ætla, að munurinn á mestu og minnstu hæð þess hafi verið 4,0—4.5 m.
Árið 1926 tók Emil Jónsson, vitamálastjóri, mynd við vatnið, og mátti af henni marka hæð vatnsins þá með mikilli nákvæmni. En síðan 1930 hefir vatnshæðin verið mæld árlega og sum árin oftar en einu sinni. Mælingarnar annaðist Emil Jónsson frá 1932 —1938, en vegamálastjórnin eftir það.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Það gefur að skilja, að þessar mælingar séu of fáar til þess, að af þeim megi draga miklar ályktanir um breytingar vatnsins, hversu þær gerist eða hve lengi hver umferð (cyclus) standi. Þó sýna þær, að vatnið hefir ekki vaxið jafnt hin síðari ár, heldur í stökkum með kyrrstöðu á milli eða jafnvel afturhvarfi. Þannig hækkaði vatnsborðið um 212 cm frá 1932—1934, stóð svo í stað til 1935, en lækkaði síðan á næsta ári um 107 cm. En heimildir þær, sem hér hefir verið getið, benda til þess, að hið síðasta breytingaskeið vatnsins hafi verið um 40 ár, eins og munnmælin herma, og má því ætla, að þau styðjist við athuganir. Að minnsta kosti má telja víst, að vatnið hafi orðið mest árið 1911 eða 1912, en farið síðan minnkandi til 1932.

ORSAKIR VATNSBORÐSBREYTINGA.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Ýmsar tilgátur hafa komið upp um það, hvað valda muni þessum breytingum á vatninu, og mun sú almennust, að það hafi afrennsli neðanjarðar gegnum gjár eða hella, er ýmist teppist eða lokist einhverra orsaka vegna. Sumir hugsa sér þetta afrennsli sem einhvers konar sogpípu, er taki að verka, þegar vatnið er hœst, en fyllist lofti, þegar í því lækkar. Ekki virðast mér þessar skýringar næsta sennilegar, og kennir þar raunar misskilnings á eðli stöðuvatna. Mun því rétt að ræða þetta mál nánar og freista þess að finna skýringu, er við megi hlíta, að minnsta kosti sem undirstöðu frekari rannsókna.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – kort herforingjaráðsins.

Kunnugt er, að Kleifarvatn vaxi á vetrum, en minnki á sumrum, hvað sem hinum langvarandi breytingum líður. Guðmundur í Nýjaibæ sagði mér, að þegar hátt væri í vatninu, gengi það hærra á Krýsuvíkurengjar á vetur en sumar, og er fjara tæki. Kæmu engjarnar upp úr að sumrinu aðeins, en hyrfu undir vatn á veturna fyrst í stað.
Sumarið 1931 mældum við Emil Jónsson lækkun vatnsborðsins frá efstu fjörumörkum um vorið til 15. júlí, og nam hún 70 em. Síðari mælingar sýna og, að vatnið minnkar frá vori til hausts. Þannig lækkar vatnsborðið um 20 cm frá 18. maí til 25. nóv. árið 1938, en árið 1936 lækkar það um 20 em frá 16. júlí til 16. ágúst, eða nærri því um 0,6 cm á sólarhring að meðaltali. Kleifarvatn er ekkert einsdæmi að þessu leyti, heldur eiga öll afrennslislaus vötn sammerkt í því, og er munurinn á vatnsborðinu vor og haust sums staðar miklu meiri, t. d. í ýmsum smávötnum á hálendinu. Þar hefi ég mælt fulla 6 m frá vatni að efstu fjörumörkum ársins.

Grænavatn

Grænavatn í Krýsuvík.

Skýringin á þessum árlegu vatnshæðarbreytingum virðist mér í stuttu máli þessi: Afrennslislaus stöðuvötn eru hluti af jarðvatninu og verða þar, sem jarðvatnið liggur ofar en yfirborð jarðar. Vatnsborð þeirra er því raunar jarðvatnsborðið sjálft. Nú nærist jarðvatnið á úrkomunni, þeim hluta hennar, sem ekki gufar upp eða rennur fram ofanjarðar. Jarðvatnsyfirborðið hækkar því í úrkomum, en lækkar í þurrkum. Sama máli gegnir þá um afrennslislaus vötn. Þau hækka því að jafnaði yfir veturinn, en lækka yfir sumarið. Á hálendinu verður þessi árstíðamunur meiri en á láglendinu, því að þar geymist vetrarúrkoman að mestu sem snjór, er leysir á skömmum tíma á vorin. Vötnin verða því mest, er leysingum lýkur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnsborð eftir árum.

Hver er þá orsök hinna langvarandi vatnsborðsbreytinga?
Samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefir verið lýst, verður að ætla, að þær stafi af langvarandi breytingum á úrkomu. Ekki er mér kunnugt um, að slíkar úrkomubreytingar hafi verið rannsakaðar hér á landi, en svo ber við, að erlendir fræðimenn hafa fært að því veigamikil rök, að þær eigi sér stað.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Kleifarvatn liggur í djúpri dalkvos milli brattra hlíða. Beggja vegna við það hlýtur því jarðvatnsborðið að liggja allmiklu hærra en vatnsflöturinn og halla að honum. Jarðvatnið hlýtur því að streyma stöðugt til vatnslægðarinnar, en aðstreymi þess er ekki svo mikið, að það nægi til þess að fylla hana svo, að vatnið fái framrás ofanjarðar. Hins vegar hallar svo stóru svæði að vatninu, að óhugsanlegt er, að uppgufun frá vatnsfletinum hamli á móti aðrennslinu. Vatnið hlýtur því að hafa afrennsli neðan jarðar, og það afrennsli er rennsli jarðvatnsins. Nú getur jarðvatnið ekki fremur en annað vatn runnið þangað, sem hærra vatnsborð er fyrir, en þannig er háttað beggja megin við Kleifarvatn, eins og áður segir. Hæð Grœnavatns og Gestsstaðavatns sýnir, að sama máli gegnir um lægðina suðvestur frá vatninu. Afrennsli vatnsins hlýtur því að vera til norðausturs, undir skarðinu, sem verður milli Lönguhlíðar og Sveifluháls. Í Kleifarvatni öllu er því straumur til norðausturs — straumur jarðvatnsins.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Þegar vatnið er svo hátt, að Lambhagatjörn sé þurr, liggur afrennslið undir botni hennar. En ef vatn er í tjörninni, rennur fyrst inn í hana úr aðalvatninu, en síðan aftur út úr henni um norðausturfjöruna. Í ósnum hlýtur straumurinn að vera mestur, og þar má mæla afrennslið. Mjög væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvort þetta afrennsli er jafnt eða ekki. Í miklum þurrkum er trúlegt, að uppgufunin úr vatninu verði meiri en aðrennsli þess, og ætti þá að renna úr tjörninni inn í vatnið, að minnsta kosti ætti straumurinn í ósnum að verða mjög lítill. Í júlí 1930 mældi ég vatnshæðina daglega, og virtist mér bún fara mjög eftir veðri.

Arnarvatn

Arnarvatn í Krýsuvík.

Mest var lækkunin 0,9 cm á sólarhring, og var þá hinn glaðasti þurrkur. Samkvæmt því hafa á þessum tíma horfið úr vatninu um 778 500 smálestir og svarar það til nærri 9 m3  rennslis á sekúndu. Er næsta ótrúlegt, að aðrennslið nemi svo miklu.
Jarðvatnsborðinu hallar alls staðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu. Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð og eykst því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er ekki ósennilegt, að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn.”

Geir Gígja skrifaði um “Leyndardóm Kleifarvatns“:

Kleifarvatn

Kleifarvatn – loftmynd.

I.
Kleifarvatn hefir lengi verið mönnum ráðgáta. Fá vötn, sem ekkert gefa í aðra hönd, hafa vakið eins mikla athygli hjá alþýðu manna og einmitt það.

Kleifarvatn

Kleifarvatn um Stapana.

Aðalástæðan til þessa eru breytingar þær, sem verða á yfirborðshæð vatnsins og hafa valdið tjóni á engjum í Krýsuvík, sem liggja að vatninu að sunnan. Einnig er leiðin um fjörurnar, fram með vatninu að vestan, ófær, þegar hátt er i því. Kleifarvatn hefir lítið verið rannsakað vísindalega fram til ársins 1940, að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans lét gera nákvæmar rannsóknir á því í samráði við Hafnarfjarðarbæ, sem kostaði þær að mestu leyti. Við dr. Finnur Guðmundsson unnum að rannsóknum þessum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Rannsökuðum við vatnið á 32 stöðum, þannig, að við mældum dýpi þess, hita við botn og yfirborð með samanburði við lofthita og tókum jarðefni á vatnsbotninum og sýnishorn af gróðri hans og dýralífi. Einnig tókum við sýnishorn af svifi við yfirborð vatnsins og sýnishorn af vatninu sjálfu til efnarannsókna. Við athuguðum og fjörurnar fram með vatninu, gróður þeirra og dýralíf og jarðmyndanir í umhverfi vatnsins. Sá, sem þetta ritar, hefir auk þess gert nokkrar athuganir í sambandi við hækkun og lækkun á yfirborði Kleifarvatns, og verða hér birtar í fáum dráttum helztu niðurstöður af þeim.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnshæðarmælir.

En áður en farið er út í það, skal geta um nokkra fræðimenn, er hafa athugað vatnið og sumir þeirra getið þess í ritum sínum. Þorkell Vídalín segir t. d., að Kleifarvatn hafi breytzt við jarðskjálfta árið 1663. Þorvaldur Thoroddsen lýsir umhverfi vatnsins og skýrir frá ferð sinni fram með því 1883. Segir hann, að vatnið hækki og lækki til skiptis og getur þess, að svo hátt hafi verið í því, þegar hann var þar, að ekki hafi verið fært fyrir Stapann.
Árið 1930 lét Emil Jónsson vitamálastjóri setja merki við Kleifarvatn til þess að sjá, hvernig hækkun og lækkun í vatninu væri háttað. Hefir svo afstaða merkjanna til vatnsyfirborðsins verið athuguð árlega síðan. Sama ár athugaði Pálmi Hannesson rektor vatnið og mældi dýpi þess, en ekkert hefir hann birt um þær rannsóknir.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1936 ritar dr. Bjarni Sæmundsson grein, er hann nefnir “Suðurkjálkann”. Segir þar meðal annars: „Kleifarvatn er þriðja stærsta vatn á Suðurlandi, 6—7 km. langt frá NA til SV, og 2 km. breitt og auðsjáanlega orðið til við landsig milli Sveifluháls og vesturhlíða Lönguhlíðarhásléttunnar. Liggur vatnið þarna allniðurgrafið á milli hamraveggja Sveifluháls og snarbrattra skriðna Vatnshlíðarinnar, afskekkt og lítið þekkt eins og óbyggðavatn, enda þótt það hafi hingað til verið nálægt byggð og árlega heyjað á bökkum þess, og má það furðulegt heita, þegar þarna er um eitt merkasta stöðuvatn heimsins að ræða, enda þótt umhverfið sé hrjóstrugt í meira lagi.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnshæðamælingar á vegum Orkustofnunar.

Vatnið hefir lítilsháttar aðrennsli, en ekkert sýnilegt frárennsli. Það er stórmerkilegt vegna þess,að yfirborð þess,sem að jafnaði er ca. 135 m.y.h. hækkar ca. 4 m. á fáum árum og lækkar svo smám saman aftur á ca. 30 árum, án þess menn viti neitt um, hvernig á því stendur.” Dr. Bjarni hafði þekkt Kleifarvatn um langt skeið, að minnsta kosti af afspurn, því að hann var alinn upp í Grindavík og sjálfur hafði hann séð vatnið. Er því óhætt að fullyrða að það, sem hann segir hér um það, er það réttasta, sem vitað var um það á þeim tíma.

Árið 1938 athugaði Ólafur Friðriksson rithöf. Kleifarvatn og lét í ljósi þá skoðun, að hækkunin og lækkunin í því stafaði af breytingu á afrennsli þess neðan jarðar. Ekkert hefir hann birt á prenti um þessar athuganir sínar.

Kleifarvatn

Eyja, “Litla-Grindavík”, kom upp úr vatninu fyrir nokkrum árum. FERLIRsfélagar helguðu sér hið nýja land.

Árni Óla blaðamaður getur um Kleifarvatn í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932 og 1940. Í síðari greininni, þar sem hann ræðir um hækkun og lækkun í vatninu, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að vatnið fái afrennsli um sprungur, er opnist við jarðskjálfta, en sígi svo saman og smáfyllist af sandi.

II.

Lambhagatangarrétt

Lambhagatangarrétt.

Hér á undan hefi eg drepið á það helzta, sem gert hefir verið til þess að auka þekkingu manna á Kleifarvatni, sérstaklega með tilliti til hækkunar og lækkunar í vatninu, og skal nú fara um það nokkrum orðum.
Menn virðast helzt hafa hallazt að þeirri skoðun, að breytingarnar á yfirborði vatnsins væru jarðfræðilegs eðlis. Þorkell Vídalín getur um lækkun í vatninu við jarðskjálfta, Ólafur Friðriksson álítur orsökina breytilegt niðurrennsli og Árni Óla telur breytingarnar á vatninu stafa af jarðskjálftum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það þarf ekki annað en að koma að Kleifarvatni og sjá jarðlögin í Sveifluhálsinum til þess að ganga úr skugga um, að miklar byltingar af völdum jarðskjálfta hafa átt sér þar stað, enda mun vatnið aðallega myndað við landsig. Og það er ekki ósennilegt, að enn geti jarðhræringar valdið breytingum á vatninu. Eg hefi þó ekki getað aflað mér neinna upplýsinga, sem benda tilþess, að svo hafi orðið undanfarna áratugi. Magnús Ólafsson, sem hefir átt heima í Krýsuvík um hálfa öld, telur, að engar sýnilegar breytingar hafi orðið á vatninu, þegar hinn mikli gufuhver — Austurengjahver — breyttist í sína núverandi mynd árið 1924, eða endranær, þegar jarðhræringar hafa verið þar syðra. Breytingunum á vatninu er heldur ekki þann veg háttað, að líkur séu til að þær eigi yfirleitt rætur sínar að rekja til jarðskjálfta.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það sem dr. Bjarni Sæmundsson segir um breytingarnar á vatnshæðinni i Kleifarvatni, er í aðaldráttum i samræmi við það, sem eg hefi heyrt eftir mönnum, sem átt hafa heima í Krýsuvík fyrr eða síðar, og hafa orðið að veita þessu nána athygli vegna þess að vatnið flæðir fljótt yfir meira eða minna af engjunum, þegar hækkar í því. Hæð vatnsborðsins snerti þvi beinlínis afkomu manna þar, og því hlutu þeir að fylgjast með öllum stærri breytingum, sem urðu á því.
Hin síendurtekna hækkun og lækkun i vatninu, getur ekki að öllu leyti stafað af niðurrennsli um vatnsbotninn, enda hefir engum tekizt enn þá að finna eðlilegt samband þar á milli. Eg mun síðar í þessari ritgerð sýna fram á, að aðalorsakirnar eru líka allt aðrar, nefnilega, tímabilaskipti í úrkomunni. En með því er ekki sagt, að niðurrennsli eigi sér ekki stað, þó að í því sé ekki að finna skýringuna á aðalbreytingunum á vatnsborðinu.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Nokkrar líkur eru fyrir því, að Kleifarvatn hafi frárennsli neðan jarðar í Lambhagatjörn, en það lítur út fyrir að vera svo takmarkað, að það geti ekki tekið á móti nema vissu vatnsmagni, þyi að það virðist ekki hafa yeruleg áhrif á breytingar vatnsins, eins og síðar mun sýnt fram á. En það, sem bendir til þess, að vatnið hafi þarna afrennsli, er sífellt innstreymi í tjörnina úr Kleifarvatni. Þann 23. ágúst i sumar kom i ljós við nákvæmar mælingar, að úr Kleifarvatni og inn í Lambhagatjörn runnu 282,5 lítrar á sek., en í vatnið runnu samtals (lindir og lækir) 234,75 lítrar á sek. eða 47.75 lítrum minna en úr því. Ef niðurrennsli, sem enginn hefir enn séð, á sér stað úr Lambhagatjörn, getur það haft nokkur áhrif á lækkun vatnsins ásamt uppgufuninni, gagnstætt úrkomunni, sem er aðalgerandinn í hækkun þess.

Kleifarvatn

Hellir í Fremri-Stapa.

III.
Til þess að fá úr því skorið, hvaða orsakir lægju til breytinganna á Kleifarvatni, hefi eg í fyrsta lagi fylgst með hækkun og lækkun vatnsborðsins að undanförnu, í öðru lagi gert samanburð á vatnshæð Kleifarvatns og Rauðavatns, sem er hér austan við Reykjavík, og í þriðja lagi hefi eg gert samanburð á vatnshæð Kleifarvatns og úrkomu á Eyrarbakka.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það sem vakti fyrst athygli mína, þegar eg fór að fylgjast með breytingunum á vatnshæðinni i Kleifarvatni, var það, að þegar þurrviðri gengu, lækkaði stöðugt i vatninu og gat lækkað nm 2 cm. á sólarhring og stundum meira. En þegar úrkomur voru, lækkaði hins yegar minna í því, stóð í stað eða jafnvel hækkaði, eftir því hvað úrkoman var mikil, Eg sá á þessu, að úrkoma og uppgufun áttu mikinn þátt í breytingunum á vatnshæðinni eða voru aðalástæðurnar.
Syðst í vatninu er og nokkur jarðhiti, sem hefir ef til vill örfandi áhrif á uppgufun þess. Svo þegar hátt er í vatninu og það gengur upp á engjarnar í Krýsuvík, myndast þar grynningar, sem hafa tiltölulega meiri uppgufun en vatnið sjálft. Þá er Lambhagatjörn norðan við vatnið með miklu flágrynni, en ekki djúp. Tjörnin er enn þá inniluktari en vatnið, því að hár höfði, Lambhagi, er á milli. Á tjörninni er stundum hlýtt og „sléttur sjór”, þó að kul og alda sé á vatninu. Þar ætti því einnig að vera talsverð uppgufun og tiltölulega meiri en úr vatninu. Þá vinnur og niðurrennsli, ef á sér stað, að lækkun í vatninu eins og uppgufunin, svo sem fyrr er greint.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

IV.

Hér á undan hefi eg leitast við að sýna fram á, að hækkun og lækkun í Kleifarvatni stafaði aðallega af úrkomu og uppgufun, og það væri úrkoman, sem aðalbreytingunum ylli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það ætti því að vera vaxandi úrkoma, sem veldur því, að Kleifarvatn fer smáhækkandi ár frá ári um langt skeið, þó að stundum smálækki á milli, og svo aftur minnkandi úrkoma, sem veldur þvi, að vatnið fer lækkandi um mörg ár, unz hækkun hefst að nýju, og svo koll af kolli. Til þess að geta gengið úr skugga um þetta, vantaði enn tilfinnanlega úrkomumælingar frá KIeifarvatni, eða fjallgarðinum þar í grennd, úrkomumælingar, sem næðu yfir marga tugi ára, helzt tvö eða fleiri tímabil að jafnlengd við þau, sem Kleifarvatn á að þurfa til þess að hækka og lækka, svo að bera mætti saman, hvort nokkur slík sambærileg hækkunar og lækkunar tímabil væru í úrkomunni.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

V.
Vegna þess, hvað vatnshæðarmælingar á Kleifarvatni ná skammt aftur í tímann, hefi eg aflað mér upplýsinga hjá mönnum, kunnugum vatninu, um breytingarnar á yfirborði þess fyrr á tímum.

Jón Magnússon, sem bjó i Krýsuvik á árunum 1907—14 hefir tjáð mér, að þegar Árni Gíslason sýslumaður fluttist þangað um 1880, hafi verið að koma slægja á Nýjalandi, en svo heitir engjaflæmi, sem Krýsuvík á við suðurenda Kleifarvatns, og vatnið flæðir yfir að meira eða minna leyti, er hátt er í því.

Nýjaland

Nýjaland.

Nýjaland kvað hafa gefið af sér um 600 hesta, þegar bezt var. Jón segir og, að árið 1907, þegar hann fluttist þangað, hafi verið síðasta árið, sem hægt var að heyja á Nýjalandi um langt skeið, vegna þess hvað þá var orðið hátt í vatninu, og hafi aðeins kragi af Nýjalandi verið upp úr, enda ekki heyjaðir nema um 100 hestar það ár. Sama ár er haft eftir Guðmundi, sem þá bjó í Nýjabæ og hafði búið að undanförnu, að hann hefði aldrei séð vatnið eins mikið og þá, en þó segir Jón Magnússon, að hækkað hafi í því eftir það.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Um 1912 kvað svo hafa verið hæst i vatninu á þeim tíma, sem Jón Magnússon var í Krýsuvík, og mun það þá hafa flætt hér um bil yfir Nýjaland. Skömmu síðar fór svo vatnið að lækka og hefir yfirleitt farið lækkandi fram til ársins 1932, en úr þvi fór það svo að hækka aftur, sem kunnugt er, og hefir farið hækkandi í stórum dráttum síðan.
Í þau sjö ár, sem Jón Magnússon bjó i Krýsuvík, var ófært fyrir Stapann. Þess má og geta, að árið 1908, þegar herforingjaráðið danska vann að landmælingum við Kleifarvatn, hafði vatnið flætt upp á Nýjaland, samkvæmt því sem kortið eftir þessum mælingum sýnir. Um 1880 er að koma slægja á Nýjaland, af því að yfirborð vatnsins hefir farið lækkandi að undanförnu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Nú koma ár, þegar Nýjaland gefur af sér nokkur hundruð hesta, og það hefir verið snemma á þessu tímabili. En árið 1907 er orðið svo hátt i vatninu, að það er síðasta árið, sem þar er heyjað um langt skeið. Og þá hefir Guðmundur í Nýjabæ heldur aldrei fyrr séð vatnið svona hátt. Það átti þó enn eftir að hækka og úrkoman í Vestmannaeyjum er einnig miklu hærri árið eftir. Um 1912 var svo hæst í vatninu að sögn Jóns Magnússonar, og flæddi það þá um það bil yfir Nýjaland.

VI.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Það, sem eg hefi viljað sýna fram á í þessari ritgerð og færa rök að, er þetta: Að hækkunin og lækkunin í Kleifarvatni, sem telja má reglubundna, en ýmsir hafa álitið að stafaði af breytilegu niðurrennsli um vatnsbotninn, eigi aðalorsakir í tímabilaskiptum í úrkomunni.

Sjá Myndir.

Heimildir:
– Náttúrufræðingurinn 3.-4. tölublað (01.10.1941) – Pálmi Hannesson: KLEIFARVATN, bls. 256 – 168.
-Sunnudagsblað Vísis, 29. okt. 1941, Geir Gígja; Leyndardómur Kleifarvatns, bls. 1,2,3 og 7.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.