Sel vestan Esju
Árið 2007 ritaði einn FERLIRsfélaga BA-ritgerð í fornleifafræði við HÍ; „Sel vestan Esju„… Í inngangi ritgerðarinnar segir: „Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman, kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703 svo og helstu útlitseinkennum.
Selin og selminjar á svæðinu eru fornleifar – ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð samfellt í 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. [Hafa ber í huga að engir launaðir fornleifafræðingar hafa reynt að afla allra þessara upplýsinga og það þrátt fyrir lögbundið hlutverk Fornleifaverndar ríkisins.] Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá með gps-staðsetningarhnitum og kort. Hvorutveggja fylgir ritgerðinni.“
Að hans sögn er nú (2008) vitað um 400 selstöður í öllu fyrrum landnámi Ingólfs (þ.m.t. austan Esju). Einungis þremur selstöðum hefur verið spillt með framkvæmdum. Þrátt fyrir yfirferðina hefur reynst erfitt að ákvarða aldur einstakra selminja, enda verðu það ekki gert nema með nákvæmari rannsókn á vettvangi, t.d. með uppgreftri. Með fullri virðingu fyrir öðrum má segja að hvergi hefur verið safnað á einn stað jafn miklum upplýsingum um viðfangsefnið á einn stað, sem hér má sjá. Efnisinnihaldið er eftirfarandi:
Efnisyfirlit
I. Inngangur
1.1. Þakkir fyrir veitta aðstoð
1.2. Aðdragandi
1.3. Upplýsingaöflun, vangaveltur og vettvangsskoðun
1.4. Heimildir
1.4.1. Ritaðar heimildir
1.4.2. Munnlegar heimildir
1.4.3. Vettvangsheimildir
1.5. Kort
1.6. Fjöldi selja
1.7. Horfin sel
1.8. Leitir
1.9. Annað
II. Ákvæði
2.1. Friðslýsingaskrá
2.2. Sel og beitarhús
III. Mannvirkin
3.1. Hús – megingerð
3.2. Réttir
3.3. Fjárskjól
3.4. Fjárborg – fjárbyrgi
3.5. Nátthagi
3.6. Stekkur – kví
3.7. Brunnur – vatnsstæði
3.8. Gerði – garður
3.9. Selsstígur – selsgata
3.10. Smalabyrgi
3.11. Selsvarða
IV. Svæðið
4.1. Staðhættir
V. Selin og selstöðurnar – staðsetningar
5.1. Grindavíkur hreppur.
1. Krýsuvíkursel I (Selöldu).
Krýsuvíkursel II (Sogasel).
2. Krýsuvíkursel III (Seltúni).
3. Krýsuvíkursel IV? (Húshólma).
Krýsuvíkursel V (Vigdísarv./Þorkötlust).
4. Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel).
5. Krýsuvíkursel VII?(Litlahraun/Gvendarhellir).
6, 7 og 8. Krýsuvíkursel VIII, IX og X? (Staðarsel I,II og III).
9. Ísólfsskálasel?
10 og 11. Hraunssel (eldra og yngra).
12. Krýsuvíkursel V (Vigdísarvellir/Þorkötlustaðasel).
13. Hópssel
14. Baðsvallasel.
15. Dalssel.
16. Selsvallasel – vestari
17. Selsvallasel – austari.
5.2. Hafnahreppur.
18. Sel við Stampa (Gálmatjörn).
19. Merkines eldra (Miðsel).
20. Merkinessel yngra.
21. Möngusel.
22. Kirkjuvogur.
5.3. Rosmhvalaneshreppur.
23. Stafnessel.
24 og 25 Hvalsnessel.
26. Fuglavíkursel.
27. Ró[sa]sel.
5.4. Vatnsleysustrandarhreppur.
28. Narfakotssel.
29. Innra-Njarðvíkursel.
30 og 31. Vogasel I (Vogasel eldri og Vogaselin yngri).
32. Vogasel III (Nýjasel).
33. Vogasel IV (Þórusel ).
34. Vogasel V (Snorrastaðasel).
35. Vogasel VI (Arasel /Arahnúksel).
36. Vogasel VII (Gjásel).
37. Hólssel (Hólasel).
19. Minni-Vogar.
38. Brunnastaðasel.
39. Hlöðunessel.
40. Ásláksstaðasel.
41 og 42. Knarrarnessel.
43. Auðnasel.
44. Höfðasel.
45. Breiðagerðissel.
46. Fornasel (Litlasel).
47. Þórustaðasel?
48 og 49. Fornusel (nyrðri og syðri).
50, 51 og 52. Sogasel (Krýsuv.sel II), Sogasel ytra og Bakkasel.
53. Flekkuvíkursel.
54 og 55. Oddafellssel (nyrðra og syðra)
56. Rauðhólssel.
57. Kolhólasel (Vatnsleysusel).
58. Hvassahraunssel.
5.5. Álftaneshreppur.
59. Lónakotssel.
60 og 61. Eiðiskotssel og Kolbeinskotssel.
62. Óttarsstaðasel.
63 og 64. Brennisel og Kolasel.
65. Straumssel.
66. Fornasel (Jónssel).
67. Gjásel (Lambhagasel).
68. Hvaleyrarsel.
69 og 70. Ássel og Ófriðarstaðasel.
71. Hamarskotssel.
72. Setbergssel.
73. Kaldársel.
74. Rauðshellissel?
75. Helgadalssel?
76. Garðaflatir?
77. Gvendarsel.
78 Sandhússel.
79. Hliðssel.
80. Selskarðssel.
81. Mölshússel.
82. Brekkusel.
83. Svalbarðssel.
84. Sviðholtssel.
85. Deild.
86. Breiðabólstaðarsel.
87. Vífilstaðir.
88. Hraunsholtssel.
89. Urriðakotssel.
5.6. Seltjarnarnesshreppur.
90. Lambastaðasel.
91. Nessel.
92. Nærsel.
93 og 94. Seljadalssel II? og Seljadalssel III?
95. Örfiriseyjarsel.
96. Víkursel.
97 og 98. Stórasel og Litlasel.
99. Öskjuhlíðarsel (Hlíðarhúsasel /Víkursel).
100. Fífuhvammurssel.
101. Breiðholtssel.
5.7. Mosfellssveit.
102. Grafarsel.
103. Keldnasel.
104. Gufunessel.
105. Viðeyjarsel (Bessastaðasel?).
106. Korpúlfsstaðasel.
107. Blikastaðasel.
108. Suðurreykjasel.
109. Úlfarsfellssel?
110. Lágafellssel.
111. Varmársel.
112. Helgafellssel.
113. Hraðastaðasel.
114. Æsustaðasel?
115. Helgadalssel.
116. Minna-Mosfellssel (Markúsarsel/Leirtjarnarsel).
117. Mosfellssel I (Helgusel).
118. Mosfellssel II (Illaklifssel).
119. Mosfellssel III.
120. Jónssel.
121. Hrísbrúarsel.
5.8. Kjalarneshreppur.
122. Þerneyjarsel.
123. Sámsstaðir (sel?).
124. Lambhagasel.
125. Grafarsel.
126. Mógilsáarsel.
127. Esjubergssel.
128. Móasel.
129. Skrauthólasel.
5.9. Selvogur.
130. Hnúkasel?
131. Snjóthússel.
132. Nessel.
133. Bjarnastaðaból.
134. Götusel.
135. Þorkelsgerðisból.
136. Eimuból.
137. Ólafarsel.
138. Vindássel.
139. Strandarsel.
140. Vogsósasel.
141. og 142. Stakkavíkursel (eldra og yngra).
143. og 144. Herdísarvíkursel og Bótarsel.
145. Hlíðarsel.
5.10. Ölfus
146. Hraunsel.
147. Hlíðarendasel.
148. Litlalandssel.
149. Breiðabólstaður
150. Hjallasel.
151. Núpasel.
152. Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
5.11. Tölfræðileg samantekt
VI. Yfirlit um sel og selstöður á Reykjanesskaga – vestan
Esju.
6.1. Yfirlitið
VII. Selin og selstöðurnar – fjöldi
7.1. Landakort
7.2. Skrif Egons Hitzlers o.fl. um sel
7.3. Tegundir selja
VIII. Selin og selstöðurnar – gerð og einkenni
IX. Selin og selstöðurnar – aldur
9.1. Gullbringu og Kjósarsýsla – fjallskil
X. Selin og selstöðurnar – endalok
XI. Niðurlag
Heimildir
Nafnaskrá
Viðauki
I. Inngangur
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman, kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703 svo og helstu útlitseinkennum.
Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitað-ar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gps-staðsetningarhnitum. Skráin fylgir ritgerðinni.
Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.
Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá, Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.
Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.
Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir.
Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.
Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður), og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu að bæjum. Framangreint er bæði skýrt með litum og táknum.
Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri, auk hnitsetninga.
(Ritgerðina er hægt að panta, en hafa ber í huga að hún er alls 98 MB að stærð sbr. hlutfallslegan prentunarkostnað (sem reyndar er lítill miðað við alla vinnuna).