Selatangar
„Rústir sjóbúða er að flnna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem mlnna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til velða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður.
Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á þeim stöðum þar sem stutt var á miðin og heppilegt að sitja fyrir fiskgöngum á vissum tímum árs.
Misjafnlega margir bátar voru saman komnir á hverjum stað og voru áhafnir þeirra þar um kyrrt meðan á veiðum stóð enda höfðu þær þar ýmist hlaðnar verbúðir eða tjöld. Sjósókn úr þessum útræðum var þjóðinni ákaflega mikilvæg á fyrri öldum enda bætti hún hag hennar til muna frá því sem var þegar landsmenn höfðu varla úr öðru að moða en afurðum búfjárins.
Mikilvægi búðanna sést kannski best þegar talan hundrað fimmtíu og fjórir er nefnd, en hún segir einmitt til um þann f jölda útvera sem talið er að hafi verið reist við strendur landsins. Ein heillegasta og best varðveitta sjóbúðin frá fyrri tíð er vafalítið útverið Selatangar á sunnanverðum Reykjanesskaga. Það er að finna — með öllum sínum fornlega blæ — þar sem ögmundarhraun liggur út í sjó milli Hælsvíkur og Hraunsvíkur. Selatangar eru langt utan alfaraleiðar og er reyndar nokkuð erfitt að komast að útverinu landleiðina. Þessi einangrun búðanna hefur sennilega átt mestan þátt i þvi hvað þær hafa varðveist lengi og vel og hvað þær eru í rauninni ósnortnar af því sem heitir nútími.
Ef draga má ályktanir af því, að skoðanir fil. dr. Sveinbjarnar Rafnssonar séu réttar eða nálægt sanni, má ætla að útróðrar frá Selatöngum hafi hafist seint á 15. öld eða nálægt aldamótunum 1600. Má þá slá því föstu að stöðugt útræði hafi verið þaðan um nærfellt þriggja alda skeið. Ekki er nokkur leið að sannreyna með nokkurri nákvæmni hvenær sjóróðrar hafi hafist þaðan. Aftur á móti er fullkomin heimild fyrir því, að þeir hafi verið stundaðir þaðan allar götur fram til ársins 1884.
Í bók Ólafs Þorvaldssonar Harðsporum segir: „Útræði mun hafa að mestu lagst niður á Selatöngum á síðari hluta nítjándu aldar og munu síðustu útgerðarmenn þar hafa verið þeir Beinteinn smiður í Arnarfelli og Sveinn ríki á Læk“. Þórarinn Einarsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd skýrði Lúðvíki Kristjánssyni frá því á sínum tíma, að faðir hans, Einar, hafi verið þar við sjóróðra og að seinasta vertíð hans hafi verið 1884, en að þar með hafi líka sjóróðrar frá Selatöngum lagst niður. Einar faðir Þórarins fæddist og ólst upp í Nýjabæ í Krýsuvík og koma að sjálfsögðu tengslin við sjóróðrana þaðan.“
„Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, voru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur voru suðaustan andir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá aðalhverfinu, en þar um slóðir var Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða aðeins Hálsinn.
Í jarðabók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi sjö af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar var sjötíu manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því, að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, Þá hefur hún verið næsta lítilfjörleg á slíkri afbragðs hagagöngujörð. Hrossafjöldi er og mjög af skornum skamti, en mjólkurkýr telja þeir vera tuttugu og tvær.
Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláts til sölvatekju.“ Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar þó merkilega slæm“.
En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, að minnsta kosti alltaf öðru hverju. Til er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má.“ En endar svo: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“
Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi, sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðarmikill að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá. Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó að eins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins austan heimabergsins, en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en hundrað og fimmtíu og ekki að veiða meir en þrjú hundruð fugla (svartfugl, álku og lunda. Ekki fylgdu heldur engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessara býla mátti fóðra. tvær kýr, hesta eftir þörfum, en um sauðfjáreign munu engin ákvæði hafa verið né þótt þurfa. Þegar Nýjulöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut af hvoru Nýjalandi um fimmtíu hestburði af nautgæfu heyi.
Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar. Er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja þaðan á Krísuvíkurengjar.
Langt mun nú síðan Gestsstaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í riti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en þrjá eða fjóra töðukapla, þegar bezt lætur.
Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um eða fram yfir 1870, en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1390. Þá er túnið var í rækt, var talið, að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum vorn nokkuð stæðilegar bæjartóftir fram yfir siðastliðin aldamót. Þar var og, safngryfja, sem óvíða sást merki til annars staðar i hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafá þaðan á Efri-Fitum, Lundatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur langur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.“
Þegar gengið er um fjöru Selatanga má víða sjá brak úr báti. Um er að ræða brak úr Arnar ÍS 125, sem fórst þar fyrir utan í nóvembermánuði árið 1986. Um atvikið er m.a. fjallað í Ægi árið 1987: „Arnar ÍS 125 fór í línuróður frá Sandgerði um miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 23. nóvember 1986.
Skipverjar, er voru tveir, töluðu við sjómenn á öðrum bátum um nóttina, síðast klukkan rúmlega 8 á laugardags-morguninn. Þeir voru þá skammt frá Selatöngum á sunnanverðu Reykjanesi. Annar sjómannanna var á svokallaðri baujuvakt og er ekki vitað annað en að þá hafi allt verið í lagi. Daginn eftir, sunnudaginn 23. nóvember, gengu tvær rjúpnaskyttur frá Hafnarfirði fram á björgunarbát í fjörunni við Selatanga og var „Arnar“ strandaður á grynningum um 100 metra frá björgunarbátnum. Kom í ljós að „Arnar“ hafði farið upp á grynningar og laskast töluvert á þeim og stöðvast um 40-50 metra frá fjöruborðinu. „Arnar“ var þá þegar mikið brotinn, stjórnborðssíðan var t.d. alveg farin úr honum ásamt hálfu dekkinu og stórt gat var einnig á bakborðssíðunni. Björgunarbátur „Arnars“ var uppblásinn en mannlaus.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út til leitar og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif kom einnig fljótlega á vettvang. Skipuleg leit hófst síðan mánudaginn 24. nóvember, en hún bar engan árangur.
Með „Arnari“ fórust: Jón Eðvaldsson, skipstjóri, Suðurgötu 28, Sandgerði, fæddur 20. janúar 1933, kvæntur og lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og Jóhannes Pálsson, Suðurgötu 16, Sandgerði, fæddur 31. maí 1952, kvæntur og lætur eftir sig þrjú ung börn.“
Heimild:
-DV. 18. júní 1983, bls. 2.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. nóvember 1989, bls. 9.
-Tíminn Sunnudagsblað 25, júní 1967, bls. 543 og 550.
-Ægir, 80. árg. 1987, 2. tbl., bls. 82.