Þingvellir – gjárnar
Almannagjá er líklega upprunalegt nafn. Framhald hennar er gjárnar Stekkjargjá, Snókagjá og Hvannagjá, sem teygir sig inn að Ármannsfelli. Samtals eru þessar gjár um 8 km langar. Suður undir Hakinu eru Hestagjá, Lambagjá og Hrútagjá, sem bera allar samnefnið Almannagjá. Enn austar er Háagjá og Flosagjá.
Við austurjaðar sigdældarinnar eru Hrafnagjá, Guldruholtsgjá og Heiðargjá, Brennugjá er austan valla meðfram veginum og opnast að Öxará, þar sem vegurinn stendur á uppfyllingu í henni. Sagt er að níu menn hafi verið brenndir í gjármynninu á 17. öld. Flosagjá (Nikulásargjá, Peningagjá) er sunnan Spangarinnar. Kattargjá klofnar út úr Skötutjörn, sem er framhald Flosagjár. Kolsgjá er norðaustan Flosagjár.
Leiragjá er framhald Háugjár, austan Tæpastígs og Leirna. Sleðaásgjá er framhald Leirugjár inni undir Bolaklifi sunnan Sleðaáss. Vallargjá er framhald Flosagjár frá Spangarsporði norður vellina.
Framhald Nikulásargjár (Flosagjár) til vesturs um tún Þingvallabæjarins eru Seigla, Túngjá og Fjósagjá. Silfra, sem er aðeins austar, er horfið undir vatn. Þaðan kemur oftast meira vatn úr uppsprettunum en frá Öxará. Skötugjá er framhald Flosagjár í Þingvallatúni.