Þingvellir

Á skilti við Þingvallabæinn má lesa eftirfarandi fróðleik: “Þingvallabær er opinber sumardvalur forsætisráðherra. Hann er jafnframt notaður fyrir móttökur á vegum forsætisráðherra.

Þingvellir

Þingvellir – skilti.

Á Þingvöllum hefur líklega staðið skáli að fornu en á 19. öld stóð þar gangabær sem sneri stöfum til suðurs. Sbemma á 10. öld voru Þingvellir teknir til afnota fyrir Alþingi og var þá öllum sem þingið sóttu þar frjáls ummgangur. Þingvellir þóttu góð jörð til úsetu enda skógurinn nýttur til kolagerðar og beita að vetri til. Jörðinni fylgdi silungsveiði í Þingvallavatni og Öxará. Töldust jarðirnar Skógarkot, Hrauntún, Arnarfell, Svartagil og Vatnskot hjáleigur Þingvalla.

Þingvellir

Þigvellir – konungshúsið.

Konungshúsið var reist á völlunum skammt fyrir neðan Öxarárfoss árið 1907 fyrir komu Friðriks VIII. Næstu ár eftir konungsheimsóknina var húsið leigt út til veitingasölu. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var húsið flutt á ís suður yfir Öxará að Þingvallavatni og gistu Kristján X og Alexandrína drottning þar yfir Alþingishátíðina 1930. Eftir það dvöldu ráðherrar í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og ungur dóttursonur Benedikt Vilmundarson.

ÞingvellirNúverandi Þingvallbær var byggður árið 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Fyrst voru reistar þrjár burstir og voru ær nýttar þjóðgarðsverði til úsetu sem jafframt var prestur Þingvallakirkju. Eftir bruna Konungshússins var ákveðið að byggja tvær burstir við Þingvallabæinn. Hefur forsætisráðherra frá 1974 haft opinberan sumardvalarstað í Þingvallabænum. Þjóðgarðsvörður hætti búsetu í Þingvallabænum 1995 og var þá tveimur burstum bætt undir forsætisráðuneytið. Í nyrstu burstuni er aðstaða fyrir þóðgarðsvörð og prest Þingvallakirkju.

Þingvellir

Þingvellir 1882.

Kirkja hefur verið á Þingvöllum frá því skömmu eftir kristnitöku árið 1000. Í Kristnisögu er þess getið að Ólafur helgi Noregskonungur, sem kom til valda árið 1015, hafi gefið sérvalin kirkjuvið til að reisa kirkju á Þingvöllum. Ekki er vitað með vissu hvar sú kirkja stóð en þ.e. þingmannakirkja og búendakirkja. Rannsóknir haf asýnt fram á að kirkjan hafi verið færð á staðinn, þar sem hún stendur nú, um 1500. Núverandi Þingvallakirkja var byggð árið 1859 og vígð á jóladag sama ár. Turninum var bætt við árið 1907. Þar eru þrjár klukkur, ein forn án ártals, önur gefnin kirkjunni af Jóni Vídalín biskupi árið 1698, og sú þriðja er “Íslandsklukkan” frá 1944.

ÞingvellirTil austurs á bal við kirkjuna er Þjóðargrafreiturinn. Garðurinn var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni og hófst gerð hans 1940. Þar hvíla bein skáldanna Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) og Einars Benediktssonar (1864ö1940).

Kirkjugarður hefur verið á Þingvöllum um aldir og er elsta minningarmerkið yfir séra Þórð Þórleifsson (d. 1676). Garðurinn hefur verið fyrir meðlimi sóknarinnar. Hér hvíla sumir fyrrum ábúendur ýmissa býla sem núr eru komin í eyði. Síðasti prestur sem borinn var til moldar hér var sér Heimir Steinsson (d. 2000) sem jafnframt gegndi embætti þjóðgarðsvarðar.

Þingvellir

Þingvellir 2023.

Í tengslum við 150 ára afmæli kirkjunnar árið 2009 var ráðist í að endurhlaða stóran hluta af umgjöð kirkjugarðsins. Um leið var smíðað nýtt sáluhlið sem teiknað var eftir gömlum ljósmyndum frá Þingvöllum. Nemendur í Iðnskólanum í Hafnarfiirði smíðuðu hliðið og spreyttu sig þannig á gömlu handvirki undir stjórm kennara skólans.”

Þingvellir

Þingvellir.