Atvinnubótavegur (Járnbrautarvegur)

Járnbrautarvegur

Komið hefur verið upp upplýsingaskilti um Atvinnubótaveginn (Járnbrautarveginn) í Hafnarfjarðarhrauni:
Atvinnubotavegur-skilti-23„Atvinnubótavegurinn [í Hafnarfjarðarhrauni] var stórframkvæmd í lok fyrri heimsstyrjaldar. Hér liggur hann yfir Garðahraun sem er hluti Búrfellshrauns. Hraunið á upptök sín í Búrfelli og nær fram í sjó bæði í Skerjafirði og Hafnarfirði. Upplýsingaskilti um hraunið er hjá húsi Náttúrufræðistofnunar.
Atvinnubótavegurinn var lagður frostaveturinn mikla 1918. Hér strituðu verkamenn í miklum frosthörkum við að ryðja og hlaða upp veg gegnum hraunið með handaflinu einu saman. Engu að síður voru þeir starfinu fegnir. Þetta var eina vinnan sem í boði var á erfiðum tímum og löngu fyrir tíma atvinnuleysisbóta og viðlíka úrræða af hálfu hins opinbera.
Atvinnuleysi var í sögulegu hámarki í kjölfar stríðsins þar sem markaðir fyrir íslenskan fisk erlendis Atvinnubotavegur-skilti-24höfðu hrunið og öll aðföng orðið erfiðari. Árið 1917 var ákveðið að landsstjórnin veitti mönnum atvinnu með því að leggja góðan veg milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þáverandi landsverkfræðingur Geir G. Zoëga mældi fyrir legu vegarins sem vera átti 7 metra breiður þannig að hægt væri að leggja járnbrautarteina á eystri hluta hans en vestari hlutinn var ætlaður almennri umferð ökutækja og reiðmanna. Vegurinn lá frá Suðurlandsvegi vestan Elliðaánna, þaðan vestan við Digranes í Kópavogi, norðan við Hnoðraholt og að Vetrarmýri hjá Vífilsstöðum. Þaðan var hann lagður hér yfir hraunið og um það svæði þar sem Sólvangur í Hafnarfirði er nú, um Hörðuvelli og átti að enda við Lækjargötu í Hafnarfirði.
Atvinnubotavegur-skilti-25Verkamennirnir, sem unnu þann hluta vegarins sem hér liggur, bjuggu í Hafnarfirði. Vinnan hófst í febrúar, hún var erfið og slítandi en kaupið sæmilegt. Framan af höfðu þeir ekkert skýli til að hlýja sér í en þegar á leið var settur upp vinnuskúr þar sem þeir gátu leitað sér skjóls í misjöfnum veðrum. Augljóst er að það var ekkert áhlaupaverk að jafna veg yfir hraungjótur sem væri nægilega sléttur fyrir járnbrautarteina en víða má sjá vandaðar hleðslur og eru þær áberandi hér rétt framan við skiltið.
Þegar fjárveitingin til atvinnubótavegarins var uppurin var verkinu sjálfhætt. Stríðinu lauk, atvinnuleysið minnkaði og hugmyndir um lagningu járnbrautar lognuðust út af. Vegurinn nánast gleymdist og var að stórum hluta aldrei nýttur, svo sem hér í Vífilsstaðahrauni, þar sem hann hefur aðlagast umhverfinu og gróið á köflum. Hann ber verkkunnáttu og dugnaði vegagerðarmanna á fyrri hluta síðustu aldar gott vitni.“

Heimild:
-Texti á skilti við atvinnubótaveginn í Hafnarfjarðarhrauni.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn.