Entries by Ómar

Hjarta landsins

Ljóst er að hjarta landsins slær á Reykjanesi. Í ferð FERLIRs um norðanverða Ósabotna var gengið fram á meirt, en mjúkt hjarta, þar sem það var grópað litskrúðugt í grjóthart grágrýtið – skammt frá þeim stað þar sem hella með fangamarki Hallgríms Péturssonar, prests í Hvalsnesi, átti að hafa verið til langs tíma, en er […]

Borgarkot – vatnsstæði

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að brjóta þær niður. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan. Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með ströndinni […]

Keflavíkurflugvöllur – norðursvæði

Stefnan var tekin á Keflavíkurflugvallarsvæðið upp á von og óvon. Svæðið innan Vallargirðingarinnar hefur verið landanum lítt aðgengilegt í u.þ.b. sex áratugi og lítið verið gert að því að skoða það m.t.t. hugsanlegra minja. Eins og flestum er kunnugt um hefur flugvallarsvæðinu sjálfu verið mikið raskað vegna mannvirkjanna og flugbrautanna, sem þar eru. M.a. var […]

Þingvellir – Þórhallsstaðir (Ölkofra)

Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 sem kom saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður […]

Bessastaðir og Bessastaðanes

Þann 30. júní 2023 friðlýsti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Bessastaðanesið. Áður hafði Skansinn á Nesinu verið friðlýstur; 25. okt. 1930. Rökstuðningurinn fyrir friðlýsingunni var að; „Bessastaðanesið er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Skerjafjarðar og er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda og er fræðslu- og vísindagildi svæðisins hátt með tilliti til lífríkis og menningarminja, en […]

Jamestown-strandið – Leó M. Jónsson

FERLIRsmeðlimir hafa ánafnað gönguhópnum brot úr seglskipinu Jamestown er strandaði fyrir utan Hafnir í júnímánuði árið 1881. Eftirfarandi brot úr frásögn um „Jamestown“ má sjá á vefsíðu Leós M. Jónssonar í Höfnum: ”Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes [Hvalvík] á […]

Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II) – Hraunssel Ölfusi

FERLIR sótti heim Breiðabólstaðasel II eð Hafnarsel (Þorlákshafnarsel II) undir Krossfjöllum. Um 10 mín. gangur er að selinu frá Þrengslavegi. Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrslu I“ má lesa eftirfarandi um Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II) undir norðanverðum Krossfjöllum: „Ómar Smári Ármannsson fjallar um þessar minjar á heimasíðu Ferlis. Þar segir: „Þegar FERLIR var […]

Sæluhús í Moldbrekkum og Mosfellssel við Leirvogsvatn

FERLIR ákvað að skoða tvær merkar minjar; sæluhúsið í Moldbrekkum á Mosfellsheiði og Mosfellssel við Leirvogsvatn. Í Árbók Ferðafélags Íslands 2019 segir m.a. um „Sæluhúsið“ í Moldbrekkum: „Árið 1841 var byggt sæluhús í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði og þar vory hlaðnar svonefndar Sýsluvörður á mörkum Kjósarsýslu (nú Mosfellsbæjar) og Árnessýslu. Grjót úr vörðunum var notað […]

Eldborgahellir – Breiðagerðisslakki (flugvélaflak)

Gengið var upp í Eldborgir og reynt að finna Eldborgahelli, skúta, sem grenjaskyttur gistu í þegar þeir lágu á grenjum undir Eldborgum ofan við Knarrarnessel. Um er að ræða athyglisverðan, en oft gleymdan, kafla í mannlífssögunni. Upplýsingarnar voru komnar frá Lárusi Kristmundssyni frá Brunnastöðum (Stakkavík) að tilstuðlan Birgis Þórarinssonar frá Minna-Knarrarnesi. Jafnframt var afráðið að […]

Gluggvarðan og sæluhúsið í Moldbrekkum

Merkileg varða, „Gluggavarðan„, stendur á jökulsorfnu hvalbaki á norðanverði Mosfellsheiði. Sunnan vörðunnar eru ummerki eftir vatnsstæði og gróðursælar torfur í heiðinni. Mýrardrög eru þar nálægt, auk þess sem hin forna „Seljadalsleið“, þ.e. eldri gata um Mosfellsheiðina til Þingvalla, lá í gegnum svæðið með stefnu á sæluhúsatóft í Moldbrekkum. Ljóst er, af hinum mörgu aðlíðandi kindagötum […]