Entries by Ómar

Seljadalur – Gamli Þingvallavegur

Haldið var inn Seljadalinn og áfram upp á gamla Þingvallaveginn og síðan línuveginn á Þingvallaveg. Farið var inn á slóðina skammt neðan við grjótnám Reykjavíkurborgar innan við Þormóðsdal. Síðan var haldið upp með Seljadalsá að norðanverðu. Sást þá gamla leiðin þar sem hún kemur að sunnan og yfir ána. Komið var að grindarhliði á girðingunni […]

Hellugata/Fornugötur (Alfaraleið) og Vogsósavöð

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, 2015“ og í örnefnalýsingum fyrir Stakkavík og Vogsósa, má lesa eftirfarandi um hraunmarkaðar götur vestan Víðisands suðvestan Hlíðarvatns í Selvogi. Göturnar eru markaðar í helluhraunshelluna allt að apalhrauni Herdísarvíkurhrauns þar sem þær hverfa undir nýrra hraun. Ljóst er að mikil umferð hefur verið um þessa leið, […]

Stakkavík

Stakkavík er jörð í Selvogi, norðan Hlíðarvatns. Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfus – Áfangaskýrsla I, 2015„, er m.a. fjallað um Stakkavík: „Jarðardýrleiki x að sögn, en engin geldst hjer tíund af.“ JÁM II, 464. Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Lýngrif brúkast til eldiviðar bjarglegt. Rifhrís og til eldiviðar brúkast […]

Gömlu-Hafnir; Fornleifakönnun 1996

Í „Fornleifakönnun á framkvæmdarsvæði Magnesíumverksmiðju 2.-3. nóvember 1996„, framkvæmd af Fornleifadeild Þjóðminjasafnins sama ár má lesa neðangreint um minjar á svæði Gömlu-Hafna, vestan Drauga að Hafnarbergi. Fornleifakönnunin var gerð vegna fyrirhugðrar magnesíumverksmiðju sunnan við Hafnir á Reykjanesi, sem síðan ekkert varð úr – sem betur fer. Aðdragandi Þann 31. október hafði Hallgerður Hreggviðsdóttir hjá Verkfræðistofu […]

Strandarkirkja – Jónas Guðmundsson

Í Vísir 13. ágúst 1968 er grein, „Strandarkirkja – Hugleiðing úr sunnudagsferð til Strandarkirkju„, eftir Jónas Guðmundsson. „Eftir að komið er fram hjá Kleifarvatni og Krýsuvík beygir leiðin til austurs. Útsýni opnast til suðurs. Þótt örskammt sé til þröngbýlisins í Reykjavík, er hér allt svo undarlega friðsælt og ósnortið. Hraunfossar komnir úr Trölladyngju fyrir liðlega […]

Reiðskarð – Stapagata – Grímshóll – Seltjörn – Háibjalli

Gengið var upp Reiðskarð austast á Vogastapa með útsýni yfir Hólmabúð, Brekku, Stapabúð og Vogavík. Rifjuð var upp sagan af huldukonunni með kúna er hvarf sjónum vegfaranda efst í þokukenndu skarðinu. Stapagötunni var fylgt að Grímshól, en þar segir þjóðsagan að vermaður hafi gengið í hólinn og róið með hólsbónda, huldumanni. Gamla Grindavíkurveginum var fylgt […]

Gerðistangaviti – Halldórsstaðir – Ásláksstaðir

Gengið var frá Strandarvegi á Vatnsleysuströnd áleiðis að Gerðistangavita á Atlagerðistanga. Lagt var af stað frá gamla samkomuhúsinu Kirkjuhvoli. Við veginn að norðanverðu er gróinn hóll. Við hann er hlaðið umhverfis ferkantaðan lítinn túnvöll eins og svo víða þarna norðan af. Sjá má hvernig grjótið hefur verið borið til í litlar hrúgur og þúfurnar sléttaðar. […]

FERLIR – Myndir

Hér á vefsíðunni má m.a. sjá ljósmyndir og uppdrætti af áhugaverðum svæðum Reykjanesskagans, fyrrum landnámi Ingólfs frá 874, hvort sem um er að ræða umhverfi eða minjar. Þá má t.d. sjá myndir af eldgosunum árin 2021, 2022 og 2023 í og við Fagradalsfjall. Eina sem áhugasamir/áhugasöm þurfa að gera er annað hvort að fara inn […]

Reykjanes eða Reykjanesskagi? – Ásgeir Eiríksson

Þann 27. apríl 2023 skrifaði Ásgeir Eiríksson áhugaverða grein á vefsíðu Víkurfrétta (Vf.is) undir fyrirsögninni „Reykjanes eða Reykjanesskagi„. Innihald og niðurstaða greinarinnar á erindi til allra er vilja eða hafa áhuga á að tjá sig réttilega um örnefni á Skaganum, en á það hefur verulega skort, ekki síst hjá sveitarstjórnarfólki, löggæsluyfirvöldum og fréttafólki einstakra fjölmiðla. „Ég […]

Seltún – Arnarvatn

Ásdís Dögg Ómarsdóttir jarðfræðingur, gönguleiðsögumaður og einn eigenda Asgard ehf. og starfsmaður Fjallakofans hefur smekk fyrir ævintýrum. Hún elskar náttúruna og dýrkar Ísland. Hún deilir hér með okkur gönguleið vikunnar sem er 5 km ganga sem tekur einn og hálfan tíma til tvo tíma að ganga og er erfiðleikstigið 2 á skalanum 1-5. Leiðin er […]