Entries by Ómar

Í seli

RÚV var með fróðlegan talsmálsþátt 11. des. 2022 um seljabúskap á Íslandi; „Man ég það sem löngu leið – Samtíningur um seljabúskap á Íslandi„. Eftirfarandi er lesið í þættinum: „Bernskuminning um Miðhópssel“ eftir Stefaníu S. Jósefsdóttur, birt í Húnavöku árið 1975″, „Minningar Þormóðs Sveinssonar úr Goðdölum„, „Sögukaflar af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochumsson“ og „Sel […]

Kaldársel – Búrfell

Gengið var um Lambagjá, en hún hefur verið friðuð. Með í för voru skiptinemar á vegum Lionshreyfingarinnar, annar frá Króatíu og hinn frá Slóvaníu. Ætlunin var m.a. að gefa þeim innsýn í myndun landsins og sýna þeim hrauntraðir, hraunhella og eldgíga. Í Lambagjá eru hlaðnar þverfyrirhleðslur á a.m.k. tveimur stöðum og einnig er hlaðið fyrir […]

Hænsn – íslenskar hænur

Jafnan er talað um „landnámshænsn“ og þá átt við þau hænukvikyndi sem landnámsmenn komu með hingað til lands frá Noregi og/eða Færeyjum. Á sjöunda áratugnum var þetta hænsnakyn sem hugsanlega hefur verið til í landinu frá landnámi, mjög nálægt því að deyja út. Íslenska hænsnakynið var mjög harðgert og hafði ýmsa aðra eiginleika sem önnur […]

Staðarborg

Gengið var að Staðarborg á Strandarheiði. Lagt var upp frá Prestsvörðu sunnan Strandarvegar skammt austan afleggjarans að Kálfatjörn. Ofar eru svonefndar Klifflatir. Vörður eru á leiðinni svo auðvelt er að nálgast borgina. Staðarstekkur er í lágum hól skammt norðan við hana. Staðarborg er hringlaga fjárborg, hlaðin eingöngu úr grjóti og er hverjum steini hagrætt í hleðslunni […]

Kaldrani – Hvalvík – Brunnflatir – Nýibær – Litla-Sandvík

FERLIR fer jafnan víðreist þegar lagt er af stað á annað borð. Að þessu sinni var ætlunin að skoða nánar meint bæjarstæði Kaldrana norðvestan Kleifarvatns, mögulegar leifar verslunarstaðar ofan Hvalvíkur austan Hrauns í Grindavík, fornan brunn á Brunnflötum ofan Þórkötlustaðarbótar, gamlar bæjarleifar hins þjóðsagnakennda Nýjabæjar ofan Staðar í Staðarhverfi sem og sagðar sjóbúðaleifar í Litlu-Sandvík. […]

Selin í sögu og lögum

FERLIR hefur löngum fjallað um seljabúskap á Reykjanesskaganum – m.a. lýst öllum 401 seljunum, sem þar er að finna, gerð þeirra og sérstöðu, aldri m.t.t. heimilda o.s.frv. Í riti Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 131 skrifar Bjarni Guðmundsson um seljabúskap, bæði út frá staðbundinni athugun hans á seljum í Dýrafirði sem og almenn út frá sögum og […]

Minna-Knarrarnes- brunnur – letursteinn

Gengið var frá letursteininum við garðhliðið að Stóra-Knarrarnesi, um fjöruna og litið á hlaðna garða og sjávarhús á bakkanum neðan við Minna-Knarrarnes. Birgir Þórarinsson, prestur í Vogum og ábúandi á Minna-Knarrarnesi, fræddi þátttakendur um örnefni, fyrrum bæjarstæði, álagabletti, dysjar, brunna og leturstein. Gamli bærinn að Knarranesi stóð þar sem útihúsin eru núna suðvestan við núverandi […]

Útivistarperlan Reykjanesskaginn

Nútíminn hefur vaxandi áhuga á umhverfi og umhverfisvernd, útivist og ódýrri heilsueflingu, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs og kröfu um ráðdeild. En hvað með söguna, varðveislu og nýtingu hinna áþreifanlegu minja? Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi sögulegra minja. […]

Hof – Jón Jónsson

“Í tveimur íslenskum fornsögum, – Eyrbyggju og Kjalnesingasögu, – eru all-ítarlegar lýsingar á hofum hér á landi í fornöld, og viljum vér taka þær hér upp, þótt þær ef til vill séu ekki sem áreiðanlegastar í alla staði, því ólíklegt er, að eigi sé eitthvað á þeim að græða. Eyrbyggja lýsir hofi Þórólfs Mostrarskeggs á […]

Selstöður – Jón Jónsson

“Í fornöld tíðkuðust mjög selstöður á sumrum, og er víða í sögunum getið um sel og selfarir. Voru bæjarhúsin til aðgreiningar frá seljunum nefnd vetrarhús. Var stundum margt manna í seli og selin tvö, svefnsel og búr, og var þá annað haft til íbúðar, en hitt til matargerðar. Voru hér sumarhagar fyrir búfé og mjólkin […]