Entries by Ómar

Byggð í Aðalstræti á 10. öld – skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Byggð í Aðalstræti á 10. öld„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik: „Skálinn í Aðalstræti var svipaður því sem tíðkaðist almennt í Norður-Evrópu á víkingatíma. Hann var aflangur með tveimur stoðarröðum eftir endilöngu og vönduðu eldstæði á miðju gólfi. Á skálanum vorutveir inngangar, aðaldyr á framhlið (austurhlið) […]

Reykjavík þá og nú – skilti

Á Miðbakka í Reykjavík er sýning á 18 skiltum undir yfirskriftinni „Reykjavík þá og nú„. Sýningin er á vegum Faxaflóahafna. „Á 19. öld var Reykjavík lítið þorp með lágreistum timburhúsum, sem með tímanum hafa vikið fyrir stærri og endingarbetri byggingum. Á þessari sýningu er fylgst með þessari þróun og sýnt hvernig nokkir valdir staðir í […]

Lukkugefinn – skilti

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Lukkugefinn„; tveggja manna fari á Suðurnesjum: „Lukkugefinn er talinn hafa verið smíðaður 1880-1890. Lengd, breidd og dýpt bátsins er 6.7 x 1.45 x 0.58 m. Hann er úr ljósum við, súðbyrtur. Hann er með mastur og var […]

Kálfatjarnarbáturinn – skilti

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Kálfatjarnarbátnum„; grásleppubát á Vatnsleysuströnd: „Báturinn er opinn vélbátur, smíðaður 1942. Smiður var Ingimundur Guðmundsson í Litlabæ, Vatnsleysuströnd, þ.e. nágranni Kálfatjarnarfólksins: Hann smíðaði marga báta bæði með og án vélar. Stærð: 1.5 tonn. Lengd, breidd og dýpt í […]

Lækjarbotnar – vatnsveita; skilti

Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður til bæjarins. Sjá má leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið. […]

Hernámið og örnefni

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson fjallaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu„, auk þess sem ýmsir hafa tekið saman og fjallað um um hernámið hér á landi. Hér verður augunum aðallega beint að höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Hernámið Aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Fyrirboði hernámsins var flugvél […]

Ísland – upphaf byggðar

Í „Íslandssögu til okkar daga“ eftir þá Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson er m.a. fjallað um landnám Íslands. Landnám og menjar Ísland var nær ósnortið af mönnum og grasbítum, þegar víkinga bar þar að strönd, svo að landnámssaga þess er skráð mannvistarleifum út um holt og hæðir. Jarðvegsmyndun hefur verið ör sökum veðrunar og öskufalls […]

Ómar Smári – afmæliskveðja

„Félagi minn og FERLIRsfélagi, Ómar Smári Ármannsson, á stórafmæli í dag, 20. ágúst. Hann fæddist á sólríkum föstudegi um miðja síðustu öld. Hann ólst frjáls upp í fjörum Grindavíkur, en lenti í bílsslysi fimm ára gamall þar í miðjum bænum og þurfti að liggja á Landsspítalanum, mjaðmagrindarbrotinn, í u.þ.b. sex mánuði. Með einstökum dugnaði tókst […]

,

FERLIR – fyrstu ferðirnar

Föstudaginn 1. maí árið 2020 varð FERLIR tuttugu og eins árs. Þennan dag fyrir jafnmörgum árum hittust nokkrir starfsfélagar í Lögreglunni í Reykjavík við Kaldársel. Ætlunin var að skoða nærumhverfið með tillliti til sögu svæðisins, minjar og náttúru þess; hvort sem varðaði flóru eða fánu. Jafnframt var takmarkið að nýta áhugavert svæði, Reykjanesskagann (fyrrum landnám […]

,

Fróðleikssöfnun…

Á vefsíðunni hefur af og til verið fjallað um einstaka staði, minjar eða minjasvæði á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs). Tilgangurinn með umfjölluninni er hefur m.a. verið að fá viðbrögð fólks, sem hugsanlega kann að búa yfir vitneskju um hvorutveggja – og jafnvel ýmislegt umfram það. Með því hefur verið hægt að safna bæði ábyggilegum og áður […]