Entries by Ómar

Sýslusteinn

Farið var að Sýslusteini á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Þaðan var haldið niður í Seljabót með viðkomu við brunn Herdísarvíkursels. Ætlunin var að leita að helli “framan í berginu”, sem getið er um í landamerkjalýsingu jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur (eða sýslumarkanna). Mörk jarðanna eru/voru önnur en sýslumörkin eða u.þ.b. einum kílómetra vestar, sbr. dysjar Herdísar […]

Gömlu Hafnir

Gengið var með Leó M. Jónssyni um Kirkjuhöfn, Sandhöfn og Hafnaeyri (Eyri – Eyrarhöfn) vestan Hafna. Um er að ræða eitt áhrifamesta minjasvæði á landinu er lagðist í auðn vegna sandfoks um aldarmótin 1700. Þarna eru tóftir í sandorpnum hólum, gerði og garðar, vörslugarðar, byrgi, refagildra, rétt, grafreitur o.fl. o.fl. Haldið var um Merarholt sunnan […]

Gleymdu ekki að hlusta…..

Eftirfarandi ljóð Guðmundar E. Geirdals var tileinkað Sigvalda Kaldalóns, tónskáldi, en eins og kunnugt er bjó Sigvaldi í Grindavík. Ljóðið heitir „Gleymdu ekki að hlusta…“ og birtist í ljóðabók Guðmundar „Lindir niða“ er gefin var út árið 1951. Ljóðið minnir Grindvíkinga og aðra á hversu mikilvægt er að kunna að hlusta á þögnina, umhverfið og […]

Mosaskarð – hellirinn FERLIR

Tveir fræknir FERLIRsfélagagar tóku að sér að kanna bestu hugsanlegar leiðir að FERLIR, m.a. til að undirbúa væntanlega för þangað með HERFÍsmönnum. Skv. kortamælingum virtist vera jafn langt á svæðið frá öllum hugsanlegum nálgunarstöðum. En með því að fara upp Mosaskarð og síðan velja þaðan hentuga um tvo Óbrennishólma leið virtist nokkuð greiðfært að opinu. […]

Reykjanesbrautin – Hafnarfjörður / flugstöðin

Hér er 55 atriða listi yfir nokkra áhugaverða staði í nálægð við Reykjanesbrautina milli Hafnarfjarðar og flugstöðvarinnar í Sandgerðishreppi, sem gaman er að virða fyrir sér eða ganga að og skoða. Ef farið er frá flugstöðinni þarf ekki annað en að byrja á hæsta númerinu og feta sig upp listann. Áhugasamir geta skoðað heimildarlistann hér […]

Breiðagerðisborg – Hlíðarendasel – Litlalandssel

Fyrst var skoðuð Breiðagerðisborg á hól norðan þjóðvegarins skammt austan Breiðagerðis. Þá var gengið upp með Búrfelli vestan Hlíðarenda og Ólafsskarðsvegi fylgt áleiðis að Geitafelli. Þegar farin hafði verið ca. 2/3 af leiðinni (u.þ.b. ½ klst) birtist Hlíðarendaselið á milli hóla þar sem leiðin ber efst í brúnina. Um er að ræða tvær tóttir sitt […]

Litluborgir – forkönnun

Gengið var frá Kaldárseli upp með Kaldárhnjúkum vestari og inn með gígaröðinni sunnan Gvendarselshæða og stefnan síðan tekin á Skúlatún, gróðurvin í hrauninu vestan Dauðadala. Engin sýnileg ummerki eru eftir minjar á Skúlatúni. Þaðan var gengið til baka að Gullkistugjá og gjánni fylgt til austurs að suðurhorni Helgafells. Komið var við í “Minni Dimmuborgum” (stundum […]

Þorbjarnastaðaborg – Fornasel – Gjásel

Gengið var til vesturs frá hliði við Krýsuvíkurveg að skógræktarsvæði SR skammt sunnan við rallykrossbrautina. Eftir u.þ.b. 10 mín. göngu eftir ruddri braut var beygt til suðurs inn á rudda braut áleiðis að Brunntorfum. Hægra megin við enda hennar, á mosahraunkantinum, er Þorbjarnarstaðafjárborgin, hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjóna um aldamótin 1900. Greinilegt er að borgin hefur […]

Selvogsgata – Kristjánsdalir

Gengið var um gömlu Selvogsgötuna frá Helgadal, upp með Valahnjúkum án viðkomu í Valabóli og Músarhelli, en þess í stað haldið áfram upp Mygludali (sem sumir segja að heiti eftir hryssu Ingólfs Arnarssonar, en aðrir að þeir dragi nafn sitt af myglunni, sem þarna legst yfir sem grá slæða á ákv. árstímum), inn með Kaplatór, […]

Óttarsstaðasel I

Gengið var frá Rauðamel að fjölfarinni Alfaraleiðinni á milli Innesja og Útnesja. Henni var fylgt að Gvendarbrunni, einum þeirra mörgu brunna, sem Guðmundur góði vígði í sinni tíð. Norðvestan brunnsins er Gvendarbrunnshæð. Sunnan í því er ónefnt fjárskjól frá Óttarsstöðum, hlaðið fyrir skúta. Skammt vestan brunnsins var beygt s Óttarstaðaselsstíg. Önnur nöfn á stígnum eru […]