Entries by Ómar

Urriðarkotshraun – Selgjá

Gengið var að Urriðakotsnátthaga í Urriðakotshrauni, skammt austan við golfvöllinn. Vestan við hraunklett eru hleðslur og hlaðið er upp í vik á klettinum. Skammt austar eru hleðslur, op Norðurhella. Opið er á gangi niður í hellana. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin […]

Svarthóll – Selvogsheiði – Hellholt – Vörðufell – Strandarhæð

Gengið var um Selvogsheiði frá Svarthól, um selin í heiðinni, upp í Hellholt, í fallega hlaðið skjól með miklum mannvistarleifum í, á Vörðufell, í Ólafarsel og síðan niður á Strandarhæð, þar sem litið var í Strandarhelli, Bjargarhelli og Gap áður staðnæmst var við Árnavörðu. Fylgdarmaður í ferðinni var Guðmundur kokkur Óskarsson, uppalinn í Þorkelsgerði í Selvogi […]

Jóra, Elín Skinnhúfa og Margrét

Hér verður sagt frá þremur útilegukonum á Reykjanesskaganum, þeim Jóru, Elínu Skinnhúfu og Fjalla-Margréti.  Jóra „Sagan af Jóru er ein af eldri þjóðsögum Íslendinga og örnefni henni tengd koma fyrir í Íslendingasögum. Þeir sem draga efni sögunnar í efa geta vitaskuld talið örnefnin eldri sögunni. Í stuttu máli er sagan af Jóru þannig; Jórunn hét bóndadóttir […]

Leiðin til Voga

Eftirfarandi er frásögn Magnúsar Jónssonar, fyrrverandi minjavarðar Byggðasafns Hafnarfjarðar, af ferð suður í Voga á Vatnsleysutrönd: „Einu sinni vissi ég til þess, að ung hjón sem að segja mátti að væru á götunni, fóru suður í Voga í Vatnsleysustrandarhreppi til þess að líta á laust húsnæði sem þau töldu sig hafa séð auglýst í blaðaauglýsingu. […]

Grettistak undir Sleðaási

„Gagnheiði heitir nú millum Ármannsfells og Súlna, uppblásin sandheiði; hún er nefnd við för Órækju í Skálholt vIIþ., 158 k., I.b., bls. 396. Það lítr helzt út fyrir, að þessi leið vegr millum Ármannsfells og Súlna hafi verið farinn, þegar koma skyldi sunnarlega í Þingvallasveitina eða þegar farið var fyrir sunnan Þingvallavatn; annarstaðar er eigi […]

Klofningar – Fjárskjólshraun – Keflavík – Bálkahellir – Arngríms-/Gvendarhellir

Ætlunin var að ganga til suðurs um Fjárskjólshraun undir Geitarhlíð við Krýsuvík með viðkomu í Fjárskjólshraunshelli og Fjárskjólshraunsfjárskjólinu, sem hraunið mun draga nafn sitt af, en halda síðan niður í hina skjólgóðu Keflavík og berja gatklettinn augum. Á loftmynd mátti sjá djúpan gíg norðaustan við Keflavíkina. Austan hennar virðist vera hrauntjörn. Svo var að sjá að […]

Eyra – Þríhnjúkar – hellir – Þjófakrikar

Farið var í hellana í Þríhnúkahrauni og Húsfellsbruna upp úr Þjófakrikum undir hlíðunum vestan við Eyra. Eyra er lítill gígur utan í hlíðinni. Hellarnir eru þarna í sléttu helluhrauni, en Húsfellsbruni hefur runnið yfir þá að hluta þannig að a.m.k. tveir hellanna liggja undir hann. Haldið var upp hlíðina og þá komið að fallegum litskrúðugum […]

Dauðadalir – Strompar – Stromphellar (Langihellir)

Stefnan var tekin á Bláfjöll, nánar tilekið Strompasvæðið. Strompahraunið er auðugt af hellum, s.s. Langahelli, Djúpahelli, Tanngarðshelli, Krókudílahelli, Rótahelli, Ranghala, Rósahelli, Bátahelli, Goðahelli og fleirum, sem munu koma við sögu síðar í FERLIRslýsingum af þessu svæði. Nú var ætlunin hins vegar einungis að skoða svæðið kíkja í Langahelli. Á leiðinni um Bláfjallaveginn var ákveðið að […]

Óttarsstaðaborg – Óttarsstaðasel – Lónakotssel

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni, öðru nafni Kristrúnarborg, skammt sunnan við Reykjanesbraut ofan við Lónakot, og inn á Alfararleið. Landamerki Óttarsstaða og Lónakots eru þarna skammt vestar. Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870. Austan við fjárborgina eru hraunhæðir, Smalaskálahæðir. Syðst í því […]

Krýsuvíkurbjarg – Selalda – Strákar – Fitjar – Eyri

Gengið var frá Krýsuvíkurréttinni eftir vegslóðanum niður að Selöldu. Um er að ræða greiðfæra og ákjósanlega leið fyrir alla aldurshópa. Framundan horfið Selaldan við, móbergshryggur sem vatn og vindar hafa sorfið til að ofanverðu og myndað þar alls kyns fígúrur. Rjúpa situr efst á steini, steinrunnin, fálki steypir sér niður og tröll horfa hreyfingarlaus á. […]