Entries by Ómar

Húsafell – Berjageiri – Fiskidalsfjall – Hrafnshlíð – Siglubergsháls – Dúnknahellir

Gengið var frá Hrauni til norðurs með austurhlíðum Húsafell, upp í sandnámur er áður hýstu eina af útstöðvum varnarliðsins, áfram upp Berjageira og norður með vesturhlíðum Fiskidalsfjalls. Haldið var um Stórusteina milli fjallsins og Vatnsheiðar, inn í Svartakrók og áfram upp með Hrafnshlíð. Gengið var áfram um Tryppalágar og inn á gömlu götuna frá Ísólfsskála […]

Fjárskjólshraunsfjárhellir-I

Gengið var um Fjárskjólshraun. Einn FERLIRsfélaginn hafði rekist þar á mjög fornar hleðslur fyrir fjárskjóli í hrauninu. Við athugun reyndist þar vera um miklar hleðslur fyrir rúmgóðum skúta, svo til alveg grónar, en vel sést móta fyrir hlöðnum innganginum, sem er alllangur. Hellirinn sjálfur hefur hýst hátt í hundrað kindur. Fyrirhleðslur eru inni í hellinum […]

Flókaklöpp – Sveinbjörn Rafnsson

Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um „Flókaklöpp“ – Bergristur á Hvaleyri í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1974: „Lega fornminjanna Að grunni mun Hvaleyrarhöfði við Hafnarfjörð vera úr svokallaðri yngri grágrýtismyndun frá hlýviðrisskeiði jökultímans. Frammi á miðjum Hvaleyrarhöfða glyttir í jökulsorfnar grágrýtisklappir. Þar mun Álftanesjökullinn hafa gengið fram fyrir um 12000 árum; stefna jökulrákanna á klöppunum liggur […]

Eldvörp – Þórðarfell – Klifgjá – Lágafell – Gígur – gjá

Gengið var um sunnanverð Eldvörp, skoðaðar mannvistaleifar í helli og Árnastíg fylgt áleiðis að Sandfellshæð, með Sandfelli að Lágafelli. Gengið var upp á Lágafell, gígurinn skoðaður og síðan haldið áfram niður á Árnastíg og gengið um Klifið í Klifgjá, austur með sunnanverðu Þórðarfelli, skoðaðir hellar þar í hrauninu, og síðan gengið upp á brún Gígsins, […]

Hrútagjárdyngja – Sandfell – hellasvæði

Gengið var frá Sandfelli um Hrútagjádyngju og á hellasvæðið norðan hennar. Við Sandfell er Hrútfell, sem dyngjan dregur nafn sitt af. Á toppi þess stendur hrúturinn. Hrúthólmi er vestan dyngjunnar og Hrútafell sunnar. Dyngjan sjálf er mikil um sig. Gígurinn er hringlaga og sléttur í henni vestanverðri. Út frá honum liggja myndarlegar hrauntraðir er mynduðust er […]

Vatnsskarð – Markrakagil – Sandfellsklofi – (Sandfells)klofahellir – Sandfell

Á vinstri hönd er Markrakagil, eða Markraki. Landamerki Garðakirkju lágu um gilið. Eins og svo títt er í landamerkjadeilum telja sumir að þar sem um sama skarð og ræða og Vatnsskarð, en aðrir að hið eiginlega Vatnsskarð sé undir Vatnsshlíðarhorninu þar sem fyrst sér til Kleifarvatns. Hvað sem þeim deilum líður er Markrakagil merkt á […]

Kúadalur – Þórustaðarborg – Stóra-Knarrarnes – steinbrú

Gengið var um Kúadal, yfir að Þórustaðaborg, niður að Knarrarnesi og síðan að Kálfatjörn. Í leiðinni var litið á letursteina við heimkeyrsluna að Stóra-Knarrarnesi og í brú á gömlu götunni vestan Kálfatjarnarkirkju. Stuttu ofan og sunnan við Arnarbæli á Vatnsleysuströnd er klapparholt og þar í djúpri gróinni kvos er fallegur stekkur, sem líklega heitir Ásláksstaðastekkur. […]

Hafravatn – skilti

Við norðurbakka Hafravatns er upplýsingaskilti. Á því stendur: „Hafravatn – Vatnsvík Héðan má fara hringleið um Uxamýri í áttina að Reykjum og síðan upp með Varmá og áfram að Borgarvatni. Þaðan er gengið að Hafravatnsrétt og til baka meðfram Hafravatni. Syttri hringur er að Borgardal og yfir Reykjaborg og síðan niður að Hafravatnsrétt og meðfram […]

Fornasel – Auðnasel – Rauðhólssel – Flekkuvíkusel

Gengið var upp í Fornasel á Strandarheiði ofan Reykjanesbrautar, í Auðnasel og áfram upp í Rauðhólssel. Þaðan var gengið til baka niður heiðina með viðkomu í Flekkuvíkurseli. Fornasel er austan við svofnefnda Strokka. Ein heimild segir það vera frá Þórustöðum, en önnur heimild segir að selið gæti heitið Litlasel og verið frá Landakoti. Í Jarðabókinni […]