Entries by Ómar

Stekkjarkot – skilti

Við tilgátusmábýlið Stekkjarkot í Ytri-Njarðvík (Reykjanesbæ) er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Á 19. öld risu fjölmörg kot við sjóinn og voru þau fyrsti vísirunn að þéttbýliskjörnum. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855-1857 og var þurrabúð. Þurrabúðir stóðu á leigulandi og þurftu ábúendur að reiða sig á sjósókn til að draga fram […]

Hellisgerði – Kaldársel 100 ára; skilti

Í skrautgarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði eru sex aðskilin skilti með yfirskriftinni „Kaldársel í 100 ár„. Fyrsta skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1925-1945: „Í Kaldárseli reis fyrsti sumarbúðakálinn sem KFUMfélögin hér á landi eignuðust. Félögin byggðu húsið árið 1925 til sumardvalar fyrir börn og var það vígt 25. júní sama ár. Jólel Friðrik Ingvarsson var […]

Grasagarðurinn – skilti

Við innganga í Grasagarðinn í Reykjavík eru skilti. Á þeim má lesa eftirfarandi texta: „Velkomin í Grasagarðinn. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er eitt af söfnun Reykjavíkurborgar. Hlutverk hans er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í honum eru átta safndeildir með um 5.000 plöntum. Heildarfjöldi tegunda, undirtegunda, afbrigða og […]

Rauðhólar – friðlýsing

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti á árinu 1961 vegna jarðminja en einnig landsslags, lífríkis og útivistargildis, og sem fólkvangur frá árinu 1974. Stærð hins friðlýsta svæðis er um 45 ha og er afmörkun þess sýnd á uppdrættinum. Fólkvangar eru útivistarsvæði í umsjón sveitarfélaga þar sem reynt er að auðvelda aðgang almennings án þess að náttúran […]

Maríuhellar – skilti

Við bifreiðastæði við Heiðmerkurveg sunnan Maríuhella er skilti með eftirfarandi upplýsingum: „Maríuhellar er samheiti á þremur hellum á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða, Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli. Tveir fyrstnefndu hennarnir voru áður fyrr notaðir sem fjárhellarr en víða í Búrfellshrauni er að finna hella og skúta sem voru fjárskjól. Fjárhellar eru fornleifar og friðaðir samkvæmt þjóðminjalögnum. […]

Rauðhólar – skilti

Við bifreiðastæði við Heiðmerkurveg sunnan Rauðhóla er skilti. Á því má lesa eftirfarandi: Gervigígar Rauðhólar eru gervigígar. Þeir myndast þegar hraun rennur yfir grunn stöðuvötn, votlendi eða í árfarvegi. Gervigígar eru jafnan í óreglulegum þyrpingum. Oft má styðjast við skipulagsleysið og legu í dældum eða dölum til að greina gervigíga frá eldgígum. Myndunarsaga Rauðhóla Fyrir […]

Ártúnshöfði fyrrum

Um Ártúnshöfða er fjallað í „Fornleifaskrá fyrir Ártúnshöfða“ frá árinu 2021. Þar er m.a. rakin saga svæðisins frá fortíð til nútíma: „Landsvæðið sem núverandi borgarland Reykjavíkur nær yfir skiptist á öldum áður upp í jarðir lögbýla. Það landsvæði sem nú er skilgreint sem Ártúnshöfði tilheyrði áður að mestu tveimur bújörðum. Landið á vestanverðum höfðanum tilheyrði […]

Fornilundur – skilti

Á Ártúnshöfða í Reykjavík er fallegur skógarreitur, „Fornilundur“ við fyrrum Krossamýrarblett 1, í landi Hvamms, nú Breiðhöfða 3. Krossamýrarblettir voru fimmtán skikar sem var úthlutað til leigu eða erfðafestu á árunum 1936-38. Krossamýrarvegur var lagður þar sem gatan Breiðhöfði liggur nú, frá Mosfellssveitarvegi, Vesturlandsvegi, til norðurs og var blettur nr. 1 vestan við veginn en […]

Reykjavík 200 ára árið 1986 – bústaður fyrsta landnámsmannsins?

Í ritstjórnargrein MBL 17. ágúst 1986, sem ber yfirskriftina „Reykjavík 200 ára“ segir m.a.: „Um þessa helgi og sérstaklega á morgun, 18. ágúst, er þess minnst með glæsilegum hætti, að 200 ár eru liðin síðan Reykjavík og fimm kaupstöðum öðrum voru veitt kaupstaðarréttindi. Á árinu 1786 hófst saga Reykjavíkurkaupstaðar, saga, sem lýkur ekki, á meðan […]

Brýrnar yfir Fúlutjarnarlæk

Fúlutjarnarlækur í landnámi Ingólfs, síðar í umdæmi Seltjanarneshrepps og loks Reykjavíkurbæjar (reyndar um stund í umdæmi Reykjavíkurborgar frá 1908) var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Nafnið dregur hann af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón […]