Húsafell – Berjageiri – Fiskidalsfjall – Hrafnshlíð – Siglubergsháls – Dúnknahellir
Gengið var frá Hrauni til norðurs með austurhlíðum Húsafell, upp í sandnámur er áður hýstu eina af útstöðvum varnarliðsins, áfram upp Berjageira og norður með vesturhlíðum Fiskidalsfjalls. Haldið var um Stórusteina milli fjallsins og Vatnsheiðar, inn í Svartakrók og áfram upp með Hrafnshlíð. Gengið var áfram um Tryppalágar og inn á gömlu götuna frá Ísólfsskála […]