Entries by Ómar

Leirdalur – Breiðdalur – Slysadalir – Fagridalur

Gengið var suður og vestur með Leirdalshöfða. Svæðið e rmjög gróið á köflum, en þess á milli hefur orðið þarna mikil jarðvegseyðing. Suðvestan í höfðanum er dalverpi, Leirdalur syðri. Sunnan hans er Leirdalsvatnsstæðið. Nokkurt vatn var í því. Ekki er að sjá að þarna gætu verið tóftir, en þó má, ef vel er að gáð, […]

Víkingaskipin – ritgerð

Hér er birt „lokaorð“ eins FERLIRsfélaganna í tilefni af lokaritgerð hans í námi við HÍ; Fornleifafræði Norðurlanda. Orðin eru birt með leyfi höfundar. Ritgerðin er að sjálfsögðu mun ítarlegri umfjöllun um efnið: „Víkingaskipin voru með stærstu „gripum“ víkingaaldar, á tímabilinu 800-1100. Samkvæmt heimildum voru fjölmörg skip smíðuð á tímabilinu – af ýmsum stærðum og gerðum. […]

Tómas Þorvaldsson – minning um góðan mann

Megi minning um góðan mann lifa. Tómas Þorvaldsson lést þann 2. desember s.l. (2008). Hann bjó lengst af að Gnúpi í Grindavík, fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember árið 1919. Foreldrar hans voru Þorvaldur Klemensson, bóndi á Járngerðarstöðum í Grindavík (1891-1967) og Stefanía Margrét Tómasdóttir (1893-1969). Systkini Tómasar voru Margrét (1917), Halldóra (1921), Guðlaugur […]

Hjartartröð – Þríhnúkar

Gengið var eftir Hjartartröðinni í Stórabollahrauni og skoðaðir hellastubbarnir á leiðinni. Úr vestasta niðurfallinu heldur rásin, víð og breið, áfram til vesturs undir nýrra hraun. Innan í henni er mikið hrun, en hægt er að komast áfram hægra megin í rásinni, fast við hellisvegginn. Þar fyrir innan er nokkurt hrun, en ef vilji er fyrir […]

Selöldursel (Krýsuvíkursel)

Stefnan var tekin á austanverða Selöldu. Þegar komið er yfir hálsinn blasir við gróin brekka suðvestan undir honum. Mikið landrof hefur orðið þarna í gegnum tíðina, en þó markar enn fyrir hleðslum neðst í brekkunni er gætu hafa verið mjög gamall stekkur. Einhvern tímann hefur allstór lækur runnið austast vestur með sunnanverðri Selöldunni. Vestar með […]

Veturinn – staðgengill vorsins

 Allar eiga ártíðarnar sína álfa og sín tröll; hraun, skóga, dali og fjöll. Hver ártíð á auk þess sér sinn sjarma; vorið kemur með morgunroðann og laufilman, sumarið með hlýindin og blómgunina, haustið með kvöldroðann og dvalann og loks veturinn með frostmyndanirnar og snjóinn. Allar bjóða þær því upp á útvist með tilbrigðum – allt […]

Hraun – dys

Tekið var hús á Sigurði Gíslasyni á Hrauni við Grindavík. Gengið var með honum um svæðið. Þegar komið var að hleðslum á grónum hraunhól norðan þjóðvegarins skammt vestan heimkeyrslunnar að bænum sagði Siggi aðspurður að þar væri líklega um dys að ræða. Hann kvaðst ekki kunna frekari deili á dysinni, en sagði dr. Kristján Eldjárn […]

Auðartóftir – merkingar eru nauðsynlegar

Víða um land eru duldar (faldar) söguminjar, jafnvel allt frá upphafi landnáms norrænna manna. Sumstaðar eru minjarnar þó bæði heillegar og í rauninni stórmerkilegar í sögulegu samhengi. En svo virðist sem bæði forsvarsfólk sveitarfélaga vegna áhugaleysis og ferðamálafólk ómeðvitað hafi bundist samtökum um að fela þessa aðdrætti fyrir áhugasömum ferðalöngum. Hér skal tekið nýlegt dæmi. […]

Söfnun menningarheimilda

Allt of lítið hefur verið gert að því að leita til eldri Íslendinga með það að markmiði að fá hjá þeim upplýsingar um æviskeið þeirra, sérkenni, breytingar, þróun og aðra vitneskju, t.a.m. um tilvist sjáanlegra minja, tilurð þeirra og notkun. Til eru sérstakar opinberar stofnanir, sem ætlað er að sinna þessu hlutverki, en betur mætti á halda en […]

Vitavarsla og dulræn fyrirbæri

Gísli Sigurðsson ræðir við hjónin Hönnu Jóhannsdóttur vitavörð og Óskar Aðalstein fyrrum vitavörð á Horni og í Galtarvita um ýmis fyrir bæri þessa heims og annars. Viðtalið átti sér stað þegar Hanna var vitavörður í Reykjanesvita. Hér birtist hluti þess: „Ætlar ekki telpan að koma með ykkur inn?“ „Hvaða telpa“, spurði ég forviða. „Telpan, sem […]