Entries by Ómar

Kaldásel – Þórarinn Björnsson

Farið var með Þórarni Björnssyni um Kaldársel, en hann er að vinna drög að bók um sögu staðarins. Þórarinn sýndi þátttakendum það sem hann hafði grafið upp um staðinn og FERLIRsfólk sýndi honum annað, s.s. Gvendarsel undir Gvendarselshæð, fjárhellana norðan við Borgarstand, Nátthagann í Nátthaga, Þorsteinshelli vestan Selgjár o.fl. Þórarinn benti m.a. á letursteinana við […]

Straumssel I

Eftirfarandi er byggt á lýsingu Gísla Sigurðssonar um Straumssel: “Gengið var í Straumssel frá Þorbjarnarstaða-Rauðamel, en þaðan er styst í selið, u.þ.b. 20 mínútna ganga. Straumsselsstígurinn austari liggur upp með Þorbjarnarstöðum að austanverðu, suður á milli Stekkjarhólanna, um skarð í Jónasarhól, yfir Seljahraunið og upp í Toppukletta. Þar taka lárnar við allt upp undir Jónshöfða, […]

Reiðskarð – Stapinn – Kerlingarbúð

Gengið var um Reiðskarð, gömlu Stapagötuna, sem er sérstaklega falleg á þessum kafla, og með Vogastapanum að Brekku. Þar eru fallegar hleðslur frá tíð gamla bæjarins og hlaðinn brunnur. Þaðan var gengið yfir að Stapabúð. Segja má að lítið þurfi annað en refta gömlu tóftirnar til að koma þeim í gagnið aftur. Utar er Hólmurinn. […]

Arnarhreiður – Djúpdalur – Hafnarsel

Eftir að hafa hitt elsta íbúa Þorlákshafnar, heiðursmanninn og einn fróðasta leiðsögumann þar ums lóðir, Garðar, var ekki beðið boðanna heldur haldið að Arnarhreiðri og litið niður í jarðfallið. Arnarhreiðrið, einnig nefnt Arnarker, er staðsett í Leitarhrauni. Á undanförnum árum hefur Hellarannsóknarfélag Íslands bætt mjög aðgengi að hellinum. Skilti við veginn bendir á hellinn, stikur […]

Hraunssel

Haldið var norður Leggjabrjótshraun vestan við Núpshlíðarháls og gengið í sólskini að Hraunsseli. Selið er merkilegt fyrir að að hafa verið síðasta selið svo vitað sé sem notað var á Reykjanesi, eða allt fram til 1914. Á sumum kortum er það staðsett uppi á hálsinum, en er í norðan undir honum. Selið eru heillgar tóftir […]

Keilir – uppganga

Gengið var á Keili í frábæru veðri. Lagt var af stað frá austurenda Oddafells, gengið að Höskuldarvallastíg og eftir honum yfir Höskuldarvallahraunið. Stígnum að fjallinu var fylgt eftir Þráinsskjaldarhrauni. Á leiðinni upp var áð um stund í Fyrstu búðum, ofarlega í klettunum til að jafna þrýstingsmuninn og virða fyrir sér Hrafnafell (raninn norður úr fjalinu) […]

Æsubúðir – Eldborg

Gengið var upp hraunána að Stóru-Eldborg, yfir gömlu þjóðleiðina milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur um Deildarháls, áfram upp Hvítskeggshvamm og upp að gígnum á Geitahlíð. Þarna eru heimkynni þokunnar. Eftir stutta dvöl á gígbarminum, brá hún sér af bæ svo hið mikla og kyngimagnaða útsýni birtist þátttakendum í allri sinni dýrð. Í norðri birtust eldborgirnar fallegu […]

Skjónaleiði

Leitað var Skjónaleiðis að Hliði á Álftanesi, en á því var sagður vera áletrunarsteinn frá árinu 1807. Steinninn var friðlýstur árið 1965, en hann hefur verið talinn glataður. Hans er m.a. getið í Árbók Fornleifafélagsins 1966 í umfjöllun Kristjáns Eldjárns eftir að Gísli Sigurðsson sýndi honum hann árið 1963. Gengið var skipulega um svæðið og […]

Fjárskjólshraun – Herdísarvíkursel – Fornigarður

Gamall slóði. Gamli vegur eða Selsgata, var genginn frá Fjárskjólshrauni niður í Herdísarvíkursel suður undan Herdísarvíkurhrauni ofan við Seljabót. Leiðin er mjög falleg í gegnum hraunið og vel greinileg. Selið, sem kúrir undir hraunkantinum mót suðri, hefur verið stórt og eru margar tóttir því tengdu, sem og vatnsstæði vestan við þær. Skoðaðar voru gamlar hlaðnar […]

Brúnavegur

Tómas Þorvaldsson, barnfæddur Grindvíkingur, nú nýlátinn [2. des. 2008], var manna fróðastur um sögu og örnefni í Grindavík. Ekki er langt um liðið síðan hann gekk rösklega að Járngerðardysinni við Járngerðarstaði, staðnæmdist og sagði: „Hér er hún“. Um var að ræða gróna þúst undan beygju á veginum framan við Vík. „Sjómennirnir gengu til skips eftir […]