FERLIRsfarar voru fyrstir til að skrá sig í gestabókina á toppnum þennan sumardaginn fyrsta. Sjá mátti smáa og stóra flokka mjakast áleiðis að fjallinu niður á sléttlendinu, sem hópurinn síðan mætti á leiðinni niður. Keilir er 379 m hár og tiltölulega auðveldur uppgöngu. Niðurgangurinn er ekki síðri. Frábært útsýni er af fjallinu um norðan, austan og vestanverðan Reykjanesskagann. Þokan, sem hulið hafði topinn, vék frá stutt stund, í lotningu fyrir viljanum til að njóta.
Í bakaleiðinni var haldið til suðausturs yfir hraunið og eftir ónafngefnum stíg (Þórustaðastíg) austan Driffells yfir Höskuldarvallahraun að suðurenda Oddafells.
Gengið var austur með norðanverðu Oddafelli og skoðaðar hlaðnar kvíar og gamlar selsrústir, sem enn eru þar greinilegar, bæði utan í hraunkantinum og skammt austar, norðan í Oddafellinu.
Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Keilir. Rauðhólar fremst.