Kálfatjörn

“Munnmæli eru um að aðalkirkjan á Vatnsleysuströnd hafi staðið upphaflega á Bakka, fram við sjóinn, en verið flutt að Kálfatjörn vegna landbrots af sjávargangi. En þar sem Bakki á að hafa staðið upphaflega, er nú grængolandi sjór. Þetta gæti staðizt, því að tvívegis hefir Bakki verið færður undan sjávargangi, 1779 og 1838.
Í Vilkinsmáldaga segir að Péturskirkja sé á Galmatjörn, og í athugasemdum í Fornbréfasafni segir að þetta muni hafa verið hið forna nafn staðarins. — kalfatjorn 1965Torfkirkja var í Kálfatjörn fram til 1624, en þá var þar reist kirkja með torfveggjum og timburþaki Fyrsta timfburkirkjan var reist þar 1844, en kirkja sú, er nú stendur þar, og er með allra stærstu sveitarkirkjum, var reist 1S93. Prestar sátu á Kálfatjörn fram til 1919, en þá varð Kálfatjörn útkirkja frá Görðum á Álftanesi. —
Kálfatjörn stendur nokkurn veginn miðsvæðis á Ströndinni og var þangað fyrrum drjúgur kirkjuvegur frá innstu og yztu bæum. Var þar yfir hraun að fara og lá vegurinn í ótal krókum og sem næst sjónum, og var því mörg um sinnum lengri en akvegur inn er nú. Ekki voru þó ár til trafala, því að á Vatnsleysuströnd er ekkert rennandi vatn. Þó var þár á vorin ein afar ill torfæra fyrir þá, sem komu að utan, og nefndist hún Rás. Í leysingum á vorin gat safnazt fyrir mikið vatn fram í heiði og fékk það farveg til sjávar um. Rásina og var þar stundum beljandi elfur sem tók mönnum í mitti. Farvegur þessi er skammt fyrir vest an Kálfatjörn. Mönnum mun hafa leikið hugur á að sigrast á þessari torfæru, og árið 1706 var gerð heljarmikil brú úr grjóti þvert yfir Rásina. Sjást leifar hennar enn með fram stauragirðingunni hér á myndinni. Fékk vegarbót þessi nafnið Kirkjubrú vegna þess, að hún var gerð til þess, að kirkjufólk gæti komist óhindrað að staðnum. Á einn stein í rústum þessarar brúar er höggvið ártalið 1706, og af því draga menn þá ályktun að brúin hafi verið gerð það ár, og er því þessi vegarbót 260 ára gömul.”

Heimild:
-Morgunblaðið 1 júní 1965, bls. 5.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – loftmynd.