Entries by Ómar

Dauðsmannsvörður – Prestsvarða – Stúlkuvarða

Haldið var að gamla Sandgerðisveginum ofan við Bæjarsker með viðkomu í Kampstekk. Þar stendur Efri-Dauðsmannsvarðan á syðsta Draughólnum. Veginum var fylgt til norðurs áleiðis að Sandgerði. Eftir stutta göngu sást hálffallin ferköntuð varða rétt vestan við veginn. Hún var úr tengslum við veginn og því sú eina, sem kemur til greina sem Neðri-Dauðsmannsvarða, enda á […]

Sveinn Björnsson – listmálari og yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði.

Vegurinn var góður og umhverfið fagurt. Leiðin lá til Krýsuvíkur á einum af þessum björtu dögum í septembermánuði. Árið var 1995. Ætlunin var að heimsækja Svein Björnsson, listmálara og fyrrverandi yfirlögregluþjón í Hafnarfirði, sem var búinn að koma sér fyrir í gamla bústjórahúsinu. Að öðrum ólöstuðum má segja að Sveinn hafi þá verið með litríkari […]

Pétursborg – Stapaþúfa – Gjásel – Hólssel

Gengið var að Pétursborg á Huldugjárbarmi. Ágætir Vogabúar slógust með í för. Eftir u.þ.b. 20 mín gang var komið að Huldugjá. Fjárborgin á barminum er bæði heilleg og falleg. Hún mun vera fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar (1839-1904), sem talinn er hafa hlaðið borgina. Vesturveggurinn hefur haldið sér […]

Hólmur – Hrauntún – Rauðhólar – Gvendarbrunnar

Gengið var um Löngubakka austan Hólms ofan Reykjavíkur, um Rauðhóla og Gvendarbrunnasvæðið í Heiðmörk heimsótt undir leiðsögn. Við fyrstu sýn virðist hér ekki verið um mikil tengsl að ræða, en við nánari skoðun mun svo vera því allt svæðið er innnan jarðarinnar. Hólmur var forn kirkjustaður, enda ber óraskaður kirkjugarðurinn austan núverandi bæjar þess glögg merki. Garðurinn […]

Njarðvíkursel – Hópssel – Baðsvallasel

Skoðað var Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar. Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Um er að ræða nokkur hús. Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór stekkur. Þetta hefur verið ágæt aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. […]

Selsvallasel – Hraunssel

Farið var yfir Höskuldarvelli, að Sogagíg utan í vestanverðri Trölladyngju og litið á selin og önnur mannvirki þar. Síðan var haldið inn á Selsvellina og staðnæmst við Selsvallaselin eldri sunnan á vestanverðum völlunum. Eftir að hafa skoðað tóttirnar tvær undir hálsinum uppgötvaðist þriðja tóttin, greinilega sú elsta þeirra, skammt neðar, nær völlunum. Tóttir þessarra eru […]

Smjörbrekkustígur

Jörð í Krýsuvík hafði skolfið meira en hún á venju til að undanförnu. Nýjalandssvæðið hefur risið og hnigið á víxl. Líklega er gígurinn stóri milli Stóra-Lambafells og Kleifarvatns, yst í Hvömmum, að láta vita af sér. Þrátt fyrir lætin var ætlunin að feta Ketilsstíg frá Seltúni upp á Sveifluháls, framhjá Arnarvatni og yfir á Smjördalahnúk vestan í […]

Aurafundur á Skildinganesi

Peningar fundust nýlega [des. 2008] á Skildinganesi. Fundarstaðurinn var utan gamals sjóvarnargarðs norðvestan í Skildinganesi. Í fyrstu virtist vera um mjög gamla mynt að ræða. Fundarmenn voru steinhleðslumennirnir Guðjón S. Kristinsson, torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður, og bróðir hans, Benjamín Kristinsson, húsasmíðameistari og bátasmiður, auk þræls. Þeir eru að vinna við endurgerð garðsins, sem hefur látið á sjá vegna sjávargangs […]

Kampstekkur – Dauðsmannsvörður – Prestsvarða – Stúlkuvarða

Sigurður Eiríksson í Norðurkoti var heimsóttur. Bauð hann fólki í kaffi að venju. Þegar hann var spurður um eftirbíðanlegan leturfund við Dauðsmannsvörðu kom í ljós að ekki hafði hann komið í leitirnar ennþá, hvað sem sögunni liði. Fram kom hins vegar að Dauðsmannsvarðan efri hafði aftur á móti verið hlaðinn upp nýlega. Hún er á […]

Njarðvíkursel

Skúli Magnússon hafði eftir síra Pétri Jónssyni að höfðubæir í Njarðvíkum hafi verið tveir; Innri- og Ytri-Njarðvík: “Frá Innri-Njarðvík var selstaða við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík. Þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá […]