Entries by Ómar

Junkaragerði

Gengið var um Junkaragerði í Höfnum sunnan Skiptivíkur, skoðaðar tóftir Sólheima og Traðarhúss, auk Kalmanstjarnar, sem brann ekki alls fyrir löngu. Annars eru Junkaragerðin tvö á Suðurnesjum; annars vegar þessi í Höfnum og hins vegar ofan og vestan við Stórubót í Grindavík. Hér verður á göngunnu m.a. rifjaðar upp sagnir og þjóðsögur úr Junkaragerðinu í […]

Reykjavegur – leiðarlýsing

Michal, göngumaður og gestur hér á landi frá Nýja-Sjálandi, skrifaði ágæta „gönguskýrslu“ árið 2017 um Reykjaveginn, sem hann nefndi „Lengstu merktu gönguleiðina á Íslandi„. Á vefsíðunni segir hann í inngangsorðum: „Ég er Michal – sporgöngumaður og hægfara ljósmyndari. Ég skrifa aðeins um staðina sem ég hef komið á og búnaðinn sem ég prófaði í langan […]

Merkines

Gengið var til suðurs upp á Hafnasand frá bátagörðunum austan við Merkines með það fyrir augum að reyna að finna þar gamlar hlaðnar refagildrur. Eftir u.þ.b. fimm mínútna göngu var komið að hárri vörðu með klofi, líkt og „Stúlkur“ vestan gömlu Hafna. Hún var í línu í vörðu ofan við Merkinesvörina austari. Varðan var greinlega […]

Byggðin í Sléttuhlíð 25 ára

Í Hamri 1951 er fjallað um Sléttuhlíð ofan Hafnarfjarðar; „Byggðin í Sléttuhlíð 25 ára„. „Eg hef oft séð það í blöðum og tímaritum, að minnst hefur verið á afmæli hjá félögum og einstaklingum, er um 25 ára starf eða meira er að ræða. Mér hefur því komið til hugar, að minnast lítillega á eitt brautryðjendastarf, […]

Látnu óvinirnir í Brautarholtskirkjugarði

Í Morgunblaðinu 22. febrúar 1998, bls. 20 og 22, fjallar Elín Pálmadóttir um „Látnu óvinina í Brautarholtskirkjugarði á Kjalarnesi“: „Í kirkjunni í Brautarholti á Kjalarnesi vekur forvitni tréskjöldur með áletrun um þakklæti þýskra mæðra – og feðra til Ólafs Bjarnasonar bónda þar fyrir umhyggju hans. Elín Pálmadóttir leitast hér við að rekja merkilega sögu, sem […]

Skáli í Jósepsdal

Í Fálkanum árið 1951 er sagt frá byggingu skíðaskála Ármanns í Jópsepsdal: „Telja má að saga Skíðaskála Ármanns í Jósefsdal hefjist með byggingu gamla skálans, en horsteinn var lagður á Jónsmessunótt 1936. Raunar hafði landnám Ármenninga í Jósefsdal byrjað árið 1932, þegar þeir fyrst völdu dalinn og Bláfjöllin sem sitt skíðaland. Var hugmyndin um skíðaskála þá […]

Fagradalsfjall – flugvélaflök

Gengið var um Fagradalsfjall með það að markmiði að finna og skoða þrjú flugvélaflök, sem þar eiga að vera. Gengið var frá Siglubergshálsi og gengið um Lyngbrekkur og upp með Langahrygg að austanverðu. Þaðan er gott útsýni yfir að Skála-Mælifelli. Flugvélabrak frá því á stríðsárunum liggur norðaustan í hryggnum. Tólf menn fórust, Bretar og Bandaríkjamenn. […]

Tóustígur – Búðarvatnsstæði – Skógarnef – Öskjuholt – Öskjuholtsskjól

Gengið var frá Hvassahrauni að Afstapahrauni (Arnstapahrauni) og inn í hraunið. Það virtist ógreiðfært við fyrstu sýn, en raunin var önnur. Það er vel gróið á kafla og auðvelt yfirferðar. Að austanverðu eru falleg gróin svæði strax og komið er inn í hraunið með fallegum klettamyndunum. Sjá mátti fyrirhleðslu á einum stað. Stígur liggur þar […]

Hrafnagjá – Stóra-Aragjá – Knarrarnessel – Brunnastaðasel – Nýjasel

Gengið var yfir Hrafnagjá frá Reykjanesbraut, upp Vogaheiði áleiðis upp í Knarrarnessel og Brunnastaðasel, síðan niður heiðina á ný, niður að Snorrastaðatjörnum með viðkomu í Nýjaseli. Hrafnagjá liggur, að sumir segja, frá Háabjalla og alla leið í sjó fram í túninu á Stóru-Vatnsleysu. Af loftmyndum að dæma eru skil á milli Hrafnagjá Vatsleysumanna og Hrafnagjár […]

Fossvogsbakkar – skilti

Norðan Fossvogs, milli Nauthólsvíkur og Nestis, er skilti; Fossvogsbakkar. Á því má lesa eftirfarandi: „Fossvogsbakkar eru friðlýstir vegna einstæðra setlaga frá lokum ísaldar. Friðlýsta svæðið nær all frá Nauthólsvík inn í botn Fossvogs. Stærð svæðisins er um 18 ha. Jarðsaga og myndun Á síðustu hlýskeiðum ísaldar fyrir um 11 þúsund árum leiddi bráðnun jökla til […]