Entries by Ómar

Garðahreppur – átthagafræði

Grein þessi um „Átthagafræði Garðahrepps“ birtist í tímaritinu Harðjaxl árið 1924: „Hr. ritstjóri! Þegar eg las í blaði yðar Harðjaxl um hinn mikla framgang Harðjaxlsstefnunnar, sem ennþá er vitanlega mestur í höfuðborginni, datt mór í hug, að þegar þér farið að senda erindreka yðar út um sveitirnar, væri gott fyrir yður að vita nokkur deili […]

Garðaflatir

Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann. Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, […]

Keilir I

Keilir er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum. Fjallið, sem er strýtulaga, sést vel víða frá, t.d. frá ásum höfuðborgarsvæðisins, Ströndinni og Rosmhvalanesi. Það er formfagurt og minnir að mörgu leyti á eldkeilu. Hvers vegna fjallið varð nefnt í karlkyni er mörgum hulið. Eðlilegra heiti á því hefði verið Keila. Keilir varð til við gos undir jökli […]

Krikar – Búrfellsgjá

Gengið var um Heykrika, Svartakrika, Grenikrika, Miðkrika, Vatnsendakrika, Réttarkrika, Kolhólskrika, Einihlíð/ar, Löngubrekkur og Tungu niður á Garðaflatir. Á leiðinni var ætlunin að gefa gaum mannvistarleifum, sem ku leynast á svæðinu. Réttarkriki tekur t.d. nafn af búsetuminjum og á Garðaflötum mótar enn fyrir húsum, sem þjóðsaga segir að hafi verið hinir fornu Garðar. Hinn ægilegi Húsfellsbruni liggur um […]

Þáttur af Jóni á Setbergi

Eftirfarandi grein um Jón á Setbergi birtist í Litla-Bergþóri árið 1996: „Einhvern tíman fyrir löngu síðan ákvað ég með sjálfum mér að skrifa þátt um langafa minn, Jón á Setbergi,áður en ég „setti upp tærnar“. Enda er allt hæpið með handskriftina eftir að maður er kominn í þær stellingar. Hann hóf hér vist sína tæpum […]

Hólmur – forn veiðistöð

„Við höldum nú vestur að Stapa. Á þeirri leið eru réttir þeirra Vogamann, hlaðnar úr grjóti undir klapparholti nokkru. Þetta eru gömlu réttirnar á Suðurnesjum, og þangað kom fé úr öllum nálægum hreppum og margt fólk, meðan réttadagurinn var einn af hátíðardögum ársins. [Hún var staðsett  vestan undir klapparhól þar sem nú er fiskeldisstöðin. Grjótið […]

Herdísarvíkurhraunshellir III

Stefnan var tekin suður og niður Herdísarvíkurhraun frá Sængurkonuhelli. Með í för var rúmlega 8 metra langur stigi sem og Björn Hróarsson, hellafræðingur, sá Íslendingur, sem ásamt félögum sínum, hafa hvað oftast fyrstir manna, skoðað hina ýmsustu staði undir yfirborði skagans. Ætlunin var að komast niður í Herdísarvíkurhraunshelli, sem SG kom auga á fyrir skömmu. […]

Gjáarréttarstígur – Moldargötur – Grásteinsstígur

Gengið var frá Hraunsholtstúni upp á Gjárréttarstíg með norðanverðu Flatahrauni í Garðabæ. Stígnum var fylgt framhjá Stekkjartúnsrétt (neðri) og inn í Garðahraun, framhjá Miðaftanshól og yfir Reykjanesbraut, en stígurinn er undir brautinni á kafla, upp með Dyngjuhól, á Moldargötur og eftir Grásteinsstíg yfir Urriðakotshraun að Kolanefi og þaðan stíg upp í Selgjá. Á Flatahrauni eru hlaðnir […]

Hraunin – nútímalaus

Eftirfarandi umfjöllun um „Hraunabæina“ eftir Gísla Sigurðsson birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000: Nútíminn fór að mestu leyti hjá garði í Hraununum. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja […]

Viðarkol

Í „Sagnir og þjóðhættir“ eftir Odd Oddsson er kafli um Viðarkol. Þar segir m.a.: „Þar sem ekki var kostur á rekavið, sem mjög víða hlaut að vera sökum staðhátta, var eigi annars að neyta til hita í húsum og til matselda en skógarviðar, sem til allrar hamingju var nægð af, því að víst hefur það […]