Arnarþúfa

Skoðaðar voru rústir eftir Bretana frá stríðsárunum vestan undir hólum vestan Arnarþúfu vestan Sandskeiðs.

Arnarþúfur

Skjól í Arnarþúfum.

Vestan við hólana eru miklar rústir eftir, s.s. skotbyrgi, vegir, varnarveggir og önnur mannvirki. Nyrst undir vestanverðum hólunum eru einnig tvær, sem virðast vera eldri en aðrar rústir á svæðinu. Önnur er hlaðið hús úr móbergssteinum. Norðan við tóttina er sorpbrennsluofn frá Bretanum. Tóttin er nokkuð heilleg. Í einn steininn inni í henni eru ritaðir stafirnir R.B. Þarna gæti verið um gamalt sæluhús að ræða, en það er, líkt og svo magrar aðrar tóttir á Reykjanesi, í skjóli fyrir austanáttinni. Skammt sunnan við tóttina er önnur graslæg. Þar virðist hafa verið brunnur og er allgróið í kringum hann. Gamla þjóðleiðin austur er þarna skammt austar. Ekki langt frá, á klapparhól skammt vestan við Sandskeið, er tótt hlaðins sæluhús. Það sæluhús er annað tveggja, sem vitað er um nálægt Fóelluvötunum. Hitt er svo til miðja vegu á milli þessa húss og Lyklafells, þar vestan undir smáhæð. Þar eru a.m.k. tvær tóttir.

Arnarþúfur

Áletrun í Arnarþúfum.