Entries by Ómar

Einar Kr. Einarsson – Gatan mín… III

Hér gengur Jökull Jakobsson með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Þriðji þáttur. Frá 3.febrúar 1973. „Í gamla daga var Staðarhverfið afskekkt, vegakerfið ekkert, en slóðar víða um hraunin. Það er ákaflega fróðlegt að sjá hin djúpu för í hraunhelluna. Þá gengu menn í skinnskóm svo það hefur tekið langan tíma að móta stígana. […]

Lækningagrös

Grasalækningar hafa verið stundaðar um allan heim frá örófi alda. Hér á landi má telja víst að landnámsmenn hafi komið með þekkinguna með sér þegar þeir námu Ísland en grasalækningar koma bæði við sögu í íslenskum fornsögum svo og í mörgum íslenskum þjóðsögum. FERLIR fór nýlega í grasaferð með Ásdísi Rögnu Einarsdóttur, grasafræðingi. Hún miðlaði […]

Krýsuvík – stórfellt landnám

Í Lögbergi árið 1948 er viðtal við Jens Hólmgeirsson, framkvæmdastjóra, um fyrirhugað stórfellt landnám í Krýsuvík undir fyrirsögninni „Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar – Lokið er byggingu eins íbúðarhúss og hafinn undirbúningur að túnrækt og byggingu gróðurskálans: „Í Krýsuvík á sunnanverðu Reykjanesi var áður allmikil byggð, sem lagðist með öllu niður fyrir nokkru. Þar […]

Höskuldarvallavegur – Einihlíðar

Gengið var um Lambafellsklofa og Einihlíðar er liggja suðaustan við Mosa. Þetta eru lágar en gróðurríkar hlíðar sem snúa mót vestri [útnorðri] og liggja millum Lambafells og Mávahlíða. Einihlíðabruni er ofan við Einihlíðar og á tveimur stöðum fellur hraunið í fossum niður hlíðarnar og sameinast þar öðrum hraunum, s.s. Eldborgarhrauni. Í ferðinni var og ætlunin að […]

Mosfell – Silfur Egils II

Í síðustu ferð FERLIRs þar sem metnar voru aðstæður í Bæjargili og Kirkjugili í sunnanverðu Mosfelli kom fátt fram er bent gæti til þess að silfur Egils væri þar að finna. Gilin eru, og hafa væntanlega ekki verið, vænleg til fjárfelu. Nú var kíkt á Kýrgilið, það austasta af þremur fyrrnefndum. Gilið er jafnframt það […]

Ullarstuldur í Krýsuvík

Mánudaginn 12. marzmánaðar var kveðinn upp dómur í máli bóndans á Litla-Nýjabæ í Krýsuvík; nr. 3/1906: Réttvísin gegn Sigurði Magnússyni. „Dómur – Mál þetta var í héraði höfðað gegn ákærða, sem þá var bóndi í Litla-Nýjabæ í Krýsuvík, fyrir að hafa dregið óleyfilega undir si gull af kindum, er aðrir áttu, en hann rúði fyrir […]

Drumbdalastígur

Eftirfarandi er frásögn Gísla Sigurðssonar um leiðir í Krýsuvík. Hér lýsir hann Drumbdalastígnum og leiðum að honum frá Krýsuvík… “Við höfum verið við guðsþjónustu í Krýsuvíkurkirkju. Við höfum notið góðgerða á heimili kirkjuhaldarans. Við kveðjum þá alla með virktum. Komnir fram á hlað ráðum við ráðum okkar, því um tvær leiðir er um að ræða. […]

Straumsvíkin kyrrláta

Í Vísi árið 1965 var fjallað um Straumsvík, Hrólfsvík og fyrirhugaða byggingu álvers á svæðinu – „Kyrrláta Straumsvíkin„: „Allt útlit er fyrir það, að stórir atburðir fari að gerast hér suður með sjó, á stað þeim sem heitir „í Straumi“. Þetta er einn fallegasti og hlýlegasti staðurinn á allri strandlengjunni frá Hafnarfirði og suður að […]

Kleifarvatn – Pálmi Hannesson

Pálmi Hannesson skrifaði fróðlega grein um „Kleifarvatn“ í Náttúrufræðinginn árið 1941. Hér má sjá hluta hennar: „KLEIFARVATN Sumarið 1930 rannsakaði ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og kunnugt er, og […]

Selin í Vatnsleysustrandarheiði

Í bók Sesselju G. Guðmundsdóttur um Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, er getið um öll sel, sem þar er að finna. Brunnaselstöðunni er t.d. lýst svo:”….Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, er þar hagar litlir, en vantsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga”. Þessi segir okkur margt um erfiða búskaparhætti og ástand gróðursins í heiðinni. Árið […]