Entries by Ómar

Hafurbjarnarstaðir – kuml II

Kristján Eldjárn ritaði tólf minjaþætti í „Stakir steinar„, sem gefin var úr árið 1956. Einn þátturinn ber yfirskriftina „Smásaga um tvær nælur – og þrjár þó“. Í honum er m.a. lýst staðsetningu á kumlum þeim sem fundust við Hafurbjarnarstaði á Rosmhvalanesi og hafa að hluta verið til sýnis undir gleri í gólfi II. hæðar á […]

Hallgrímshellan – heimildir og vangaveltur

SG tók eftirfarandi saman um „Hallgrímshelluna„, byggt á heimildum og umfjöllun um helluna. Þar kemur m.a. fram að HPS-steinninn, sem nú er í geymslu Þjms. þarf ekki endilega að vera Hallgrímshella sú, sem um er getið í heimildum. Nafnið gæti einnig átt við um bungulaga klapparhæð, en nafnið síðan hafa færst yfir á nálægan ártalsssteininn […]

Ferð til Krýsuvíkur

 Eftirfarandi kafli er úr bók Bjarna Sæmundssonar „Um láð og lög“, sem kom út árið 1942. Bjarni fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík 15. apríl 1867 og var skírður af sér Þorvaldi Böðvarssyni á Stað. Hann mundi eftir fólki frá uppvaxtarárum sínum í Grindavík, en síður eftir örnefnum og merkilegum minjum. Í þessum kafla lýsir hann […]

Miðmundahólar – tóft I

Á Flekkuvíkurheiði er falleg hólaþyrping sem ber við himinn sé komið að þeim úr norðri. Þeir heita Miðmundahólar. Vestan undir hólunum er tóft, sem ekki virðist vera til í örnefnalýsingum eða fornleifaskrám. Ofan hólanna eru Miðmundalágar. Norðvestur af Miðmundahólum er Tvívörðuhóll. Strandarvegurinn leggur skammt neðan við hann. Vestur undir Tvívörðuhól er Mundastekkur, líklega frá Flekkuvík […]

Steinn Steinunnar

Í Alþýðublaðinu 13. október 1964 birtist eftirfarandi frétt eftir OÓ: „Fundinn er við Hvalsnesskirkju legsteinn Steinunnar dóttur Hallgríms Péturssonar. Steinn þessi hefur verið týndur í hátt á aðra öld, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hafa upp á honum.“ Síðan segir frá því hvernig bóndinn á Bala, Guðmundur Guðmundsson, formaður sóknarnefndar Hvalsnessóknar hafi verið að […]

Kistufellshraun – KST-16, KST-17, KST 18 og KST 19

Í síðustu FERLIRsferð um Brennisteinsfjöll var gengið fram á op á þykkri hraunhellu í Kistufellshrauni, nokkru vestan Kisufellshraunshellanna (KST). Gatið var um 4 m í radíus, hringlaga. Dýptin niður á botn var um 10 metrar. Þar sást niður í rás, um 6 metra breiða. Stórt gróið jarðfall er nokkuð ofar, en ekkert að sjá neðar. […]

Kristmundarvarða

SGG ritaði grein í 6. tbl. Faxa 1993 er fjallaði um Kristmundarvörðu í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd. „Nú í sumar, árið 1993, endurhlóð Ragnar Ágústsson í Halakoti vörðuna og var það þarft verk og vel gert. Hún stendur á sléttri klöpp svo til beint upp af eyðibýlinu Vorhúsum á Bieringstanga, ca. 50 m ofan við gömlu […]

Gróður á Reykjanesskaganum II

“Þar sem hraun þekur mest af yfirborði Reykjanesskagans og lítið er um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofan á hrauninu vegna þess hve það er ungt. Dæmigert úthafsloftslag og veturnir sem eru yfirleitt mildir eru plöntum í hag en hins vegar blæs mikið og lítið […]

Lois

 Í blaði björgunarsveitarinnar Þorbjörns í tilefni af 60 ára afmæli hennar (árið 2007) „Útkall rauður“ er m.a. fjallað um björgun áhafnarinnar á togaranum Lois frá Fleetwood. Byggt er á frásögn Tómasar (Todda) Þorvaldssonar: Um það leiti sem sveitin var stofnuð eða í byrjun ársins 1947 strandaði togarinn Lois frá Fleetwood á Hraunsfjöru utan við Hraun […]

Cap Fagnet

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni „Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu“: Aðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan […]