Entries by Ómar

Mosfellssel

FERLIR hafði áður skoðað rústir Mosfellssels undir Illaklifi ofan Leirvogsvatns, á svonefndri Selflá. Við skoðun nú komu í ljós fleiri minjar, sem gáfu tilefni tiil að ætla að selstaðan hafi  verið mun eldri en ætla mætti. Í „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006“ má sjá eftirfarandi um Mosfellssel: „Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir: „Selstöður eru hvergi […]

Skúli fógeti

Í tilefni af 60 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík 2007 var gefið út sérstakt afmælisblað „Útkall rauður“. Þar segir m.a. um björgun áhafnarinnar á togaranum Skúla fógeta þann 10. apríl 1933: „Laust eftir miðnætti klukkan 0:40 strandaði togarinn Skúli fógeti vestanvert við Staðarhverfiið í Grindavík, í kafaldsbyl og austan hvassviðri. Strax eftir að skipið […]

Námuhvammur – Kistufell

„Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum. Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og […]

Trölladyngjur

Eftirfarandi grein birtist í Náttúrufræðingnum 1941 og fjallar um Trölladyngjur (hér er hún lítillega stytt): „Íslenzkir annálar og árbækur geta 6 sinnum eldgosa í Trölladyngjum, en þar sem fjöll með þessu nafni eru tvö á landi hér, annað í Ódáðahrauni, hitt á Reykjanesskaga, hafa fræðimenn ekki orðið á eitt sáttir um það, hvoru beri að […]

Jarðfræði Reykjanesskaga I

Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesskaga. Þar segir m.a.: “Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn […]

Grindavík – hús

Gestahúsið við Garðhús er að öllum líkindum að uppruna elsta húsið í Grindavík, frá því um 1882. Eftir að það hafði verið gert upp að hluta var það flutt frá Garðhúsum yfir á svonefndan sjómannareit í hjarta bæjarins og betrumbætt þar. Það hýsti um tíma upplýsingamiðstöð bæjarins, en er nú handverkshús. Flagghúsið er eitt af elstu […]

Skipskaðar við Grindavík 1850-1927

Þessi „Skýrsla um skipströnd í Grindavík á svæðinu frá Hraunsandi til Staðarbergs árin 1850—1927, byrtist í Ægi árið 1927: 1. „Delphin“, frönsk loggorta, strandaði á Kasalóni laust eftir 1850. -Menn björguðust allir. Skip þetta var tekið út sumarið eftir. Keyptu það Sveinbjörn Ólafsson kaupmaður í Keflavík o. fl. 2. „Beta“, dönsk jakt lítil. Rak hún […]

Vegakerfið á Þingvöllum – Guðmundur Davíðsson

Guðmundur Davíðsson ritaði um „Vegakerfið á Þingvöllum“ í Alþýðublaðið árið 1940: „Nokkru fyrir aldamótin síðustu var gerður akvegur frá Reykjavík til Þingvalla. Hann er lagður, eins og kunnugt er yfir há-Mosfellsheiði, bak við alla bæi í Mosfellssveit og kom því sveitinni að engum notum. Hann var nokkurskonar öræfavegur. Meðfram honum var nálega hvergi snöp handa […]

Sel á Reykjanesskaga – inngangur

Í umföllun um selin á Reykjanesskaga vestan Esju verður lýst tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, notkun, aldri, umfangi og hvernig umhorfs var í sumum þeirra um síðustu aldamót (2000). Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 við sel, sem þekkt eru á Skaganum og reynt að lýsa hvernig sel á svæðinu […]

Reykjanesskagi – skilgreining

Landnám Ingólfs Arnarssonar ofanvert er sagt hafa verið við línu dreginni frá Ölfusárósum í Hvalfjarðarbotn. Allt landið neðanvert eignaði landnámsmaðurinn sjálfum sér, þ.e. Reykjanesskagann allan. “Um takmörk hans [Suðurkjálkans] eru “þeir lærður” ekki sammála. Sumir telja hann byrja, sunnan megin, við Hafnarskeið (Þorlákshafnarvíkina), en að norðan við Kollafjörð (Grafarvog) og við línu sem dregin er […]