Reykjanesskagi

Landnám Ingólfs Arnarssonar er sagt hafa verið vestan við línu dreginni frá Ölfusárósum í Hvalfjörð .

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi. Reykjanes neðst – loftmynd.

“Um takmörk hans [Suðurkjálkans] eru “þeir lærður” ekki sammála. Sumir telja hann byrja, sunnan megin, við Hafnarskeið (Þorlákshafnarvíkina), en að norðan við Kollafjörð (Grafarvog) og við línu sem dregin er á milli þessara tveggja staða. Aðrir láta sér nægja að telja hann frá línu milli Selvogs að sunnan og Hafnarfjarðar að norðan, en hvorug þessara takmarka eru eðlileg og skýr”.
Á vefsíðu FERLIRs er fjallað um Reykjanesskagann vestan línu sem dregin eru um Suðurlandsveg og Þrengslaveg. Þó eru þrjú sel austan við þessa línu höfð með, þ.e. Hraunssel undir Löngubrekkum, frá Hrauni í Ölfusi, Hafnarsel undir Votabergi (Þorlákshafnarsel) og Nessel við Selvatn.

Þrengri skilgreining er til þar sem segir að Reykjanes sé skaginn vestan við línu á milli Stóru-Sandvíkur í norðri og Sandvíkur í suðri.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – ÓSÁ.