Reykjanesskagi

Landnám Ingólfs Arnarssonar ofanvert er sagt hafa verið við línu dreginni frá Ölfusárósum í Hvalfjarðarbotn. Allt landið neðanvert eignaði landnámsmaðurinn sjálfum sér, þ.e. Reykjanesskagann allan.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

“Um takmörk hans [Suðurkjálkans] eru “þeir lærður” ekki sammála. Sumir telja hann byrja, sunnan megin, við Hafnarskeið (Þorlákshafnarvíkina), en að norðan við Kollafjörð (Grafarvog) og við línu sem dregin er á milli þessara tveggja staða. Aðrir láta sér nægja að telja hann frá línu milli Selvogs að sunnan og Hafnarfjarðar að norðan, en hvorug þessara takmarka eru eðlileg og skýr”.
Misvísunin stafar af mismunandi eignaryfiráðum eftir að landnáminu lauk. Ættmenn, vandafólk og vinir Ingófs fengu að gjöf (eða kaups) einstaka hluta þess.
Um landnámið má t.d. lesa HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Reykjanes

Reykjanes – kort 1952.

Fjölmiðlafólk skilgreinir jafnan Reykjanesskagann sem “Reykjanes“. Þrengri skilgreining á Reykjanesskaganum er til þar sem segir að Reykjanes sé skaginn vestan við línu á milli Stóru-Sandvíkur í norðri og Sandvíkur í suðri. Þá er Grindavík í seinni tíð skilgreint sem hluti Suðurnesja, sem er fjarri lagi skv. eldri skilgreiningum.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.