Entries by Ómar

Þrengsladraugurinn

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1974 má lesa eftirfarandi um Þrengsladrauginn undir fyrirsögninni „Aðsókn í Þrengslum„: „Ég sá hann greinilega, en kann gufaði upp“. Rætt var við einn þeirra, sem hafa „séð“ í Þrengslunum: „Ég sá hann greinilega, svo greinilega að ég myndi þekkja hann aftur á ljósmynd, en hann bara gufaði upp,“ sagði Jón Karlsson […]

Drykkjarháls – Drykkjarsteinn – Móháls

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar er m.a. fjalla um brýni. Í umfölluninni er getið um tvö örnefni, sem ekki lengur eru þekkt sem slík; Móháls og Drykkjarháls. Svo virðist sem þarna sé annars vegar átt við skarð þar sem gamla þjóðleiðin liggur um Mókletta norðan við Siglubergsháls milli Festarfjalls og Fiskidalsfjalls og hins vegar hálsinn vestan Drykkjarsteinsdals norðvestan Slögu. Örnefnið Móklettar er […]

Krýsuvík – eignarnám

Fyrir þá, sem eru lítið fyrir lestur, er ágætt að byrja á því að lesa niðurlag þessarar umfjöllunar. Við það gæti áhuginn á frekari lestri kviknað. Ekki eru hafðar myndir með textanum svo þær dragi ekki athyglina frá innihaldinu. Þann 18. júní 1999 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli Hafnarfjarðarbæjar gegn íslenska ríkinu. Efnislega […]

Krýsuvíkurgata – Krýsuvíkurrétt – Gestsstaðir

Gengið var frá útivistarsvæði skátanna austan undir Bæjarfelli að gömlu Krýsuvíkurrréttinni. Þaðan var haldið eftir gamalli götu í átt að Drumbsdalavegi. Gatan liggur fyrst norðan vegarins, fer síðan yfir hann þar sem varða er hlaðin norðan við veginn og liggur síðan áfram samhliða honum að sunnanverðu. Á einum stað má sjá hlaðið í moldarflag. Við […]

Hvítur snjór?

„Snjóhvítt er sagt að sé efni eins hvítt og frekast er hægt að hugsa sér hvítan hlut. Bráðni snjóflyksa í lófa manns verður hún að glærum og tærum vatnsdropa, en hvíti liturinn er horfinn. Hvítleiki snævarins getur því ekki hafa stafað af neinu hvítu litarefni, sem uppleyst hafi verið í sjónum, því að þá hefði […]

Helluhús

Skemmtileg frásögn í Þjóðólfi um „Húsasölu og húsabyggíngar í Reykjavíkur haupstað árið 1855; „Húsið nr. 20 á Arnarhólsholti fyrir 700 rddl.; kaupm. og bæjarfulltrúi þorst. Jónsson seldi, en Egill hreppst. Hallgrímsson í Minnivogum keypti. Húsið nr. 5 á Austurvelli fyrir 3000 rdl.; kaupm. E. Siemsen seldi, konferenzráfe og riddari B. Thorsteinson keypti. — Húsið nr. […]

Víkingar

Forfeður okkar Íslendinga voru víkingar. Víkingaöldin var tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e. Kr. skv. upplýsingum Orra Vésteinssonar, fornleifafræðings og kennara við Háskóla Íslands. Lengd tímabilsins var mismunandi eftir svæðum. Víkingaöldin einkenndist fyrst og fremst af ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyjum og í strandhéruðum Norður-Evrópu, en fljótlega einnig skipulegum hernaði og […]

Grímshóll – saga

Þess er og getið um Norðlinga að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum. Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn […]

Útilegumenn í Henglinum – Þórður Sigurðsson

Þórður Sigurðsson frá Tannastöðum skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1939 um „Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra„: „Í annálum er þess getið, að útileguþjófar hjeldu til í Henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afrjettur Grafningsmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið […]

Útilegumannahellir í Innstadal

„Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum. Heimildir skýra svo frá; Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt […]