Entries by Ómar

Um Strönd og Strandarkirkju – Jón Helgason

Jón Helgason, biskup, skrifaði grein „Um Strönd og Strandarkirkju“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1926: „Árni biskup á fyrstur að hafa vígt kirkju á Strönd. Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er, að vjer vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera, að hún hafi verið reist þegar í fyrstu kristni, og eins […]

Sæluhús við gamla Þingvallaveginn endurbyggt

Á vefsíðu Ferðafélags Íslands er sagt frá endurbyggingu sæluhúss við „Gamla Þingvallaveginn“. Annað sæluhús, mun eldra, hlaðið úr torfi og grjóti, var í Moldbrekkum skammt norðaustar á Mosfellsheiði, við „Fornu Þingvallaleiðina“ um Seljadal og Bringur. Yngra sæluhús hafði verið byggt við „Nýju Þingvallaleiðina“ áður en „brú og nýbyggt sæluhús frá árinu 1907 var byggt úr […]

Sæluhús – Gestur Guðfinnsson

Gestur Guðfinnsson skrifarði grein um „sæluhús“ í Alþýðublaðið árið 1967: „Sæluhús er fallegt orð. Samkvæmt skilgreiningu orðabókar Menningarsjóðs er merking þess „hús til að gista í í óbyggðum, á Öræfum“. Sú tegund gistihúsa átti þó fram á okkar daga lítið skylt við hin rúmgóðu og þægilegu hótel nútímans með fjölmennu þjónustuliði, útvarpi, sjónvarpi, síma og […]

Latfjall – sæluhús – Óbrennishólmi – Húshólmi

Gengið var um Ögmundarhraun að Latfjalli, komið við í sæluhúsi í hrauninu undir fjallinu og síðan gengið yfir í Óbrennishólma og þaðan yfir í Húshólma. Stígur í gegnum hraunið liggur ofan við sæluhúsið og með sunnanverðum Óbrennishólma. Áður fyrr hefur hann legið með ströndinni um Húshólma, en sjórinn hefur tekið hann til sín fyrir allnokkru. […]

Flankastaðahverfi

Á Flankastaðatorfunni voru um tíma bæirnir Endagerði (nyrst), nú Arnarhóll, Arnarbæli, gamla Klöpp, nýja Klöpp, Kólga, Tjarnarkot, Norður Flankastaðir, fyrrum Flankastaðakot, Efri-Flankastaðir og Neðri-Flankastaðir, einnig nefndir Syðri-Flankastaðir. Suðaustan við túngarðinn var Traðarkot um tíma uns Garðskagavegurinn var lagður yfir bæjarstæðið og skar sundur Sandgerðistjörnina. „Flankastaðir eru bæir rétt fyrir norðan Sandgerði. Flankastaðir eru allstór jörð […]

Ósar – Kirkjuvogur – Kotvogur – Merkines – Junkaragerði

Gengið var um Ósa, Kirkjuvog og Kotvog, yfir að Merkinesi og Junkaragerði. Gangan byrjaði á Þrívörðuhæð ofan við Ósa, eða Kirkjuvog en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndst vegna landsigs. Gömlu leiðinni til Hafna var fylgt að þorpinu. Vísbendingar um það er að minnst er á 50 kúa flæðiengi, sem lægi undir jörðina […]

Grindavík – örnefnið

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir Svavar Sigmundsson um „Önefnið Grindavík„: „Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði. Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar ‘gerði’ eða ‘hlið’, eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Grindarás í Austfjörðum […]

Krýsuvík – örnefnið

Jafnan, þegar heyra má spurninguna um hvaðan örnefnið Krýsuvík (Krísuvík) sé upprunnið, verður jafnan fátt um svör. Getgátur eru leiddar fram, en fáar áreiðanlegar. En hver er þá merkingin Krýsuvík og hvar er örnefnið Gullbringu að finna í sýslunni, sem hún dregur nafn sitt af? Við þessari spurningu svarar Svavar Sigmundsson hjá Örnefnastofnun Íslands með […]

Bæjarsker

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ„, frá árinu 2022 segir m.a. um Bæjarsker, Hólshús, Hólkot, Miðkot, Syðstakot, Setberg, Hábær, Bárugerði, Laufás, Péturskot, Stakkagerði: Bæjarsker/Býjasker Um 1270: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. “ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktiar holm.” DI II, 77. Um 1270: […]

Vatnsskarð – Breiðdalur – Markrakagil

Gengið var um Breiðdal frá Vatnsskarði?, með Háuhnúkum, framhjá Breiðdalshnúk og ætluðu Markrakagili, upp að Ing-vari, til suðurs niður í Leirdal og síðan áfram um Fagradal. “Fönn, fönn, fönn – íslensk fönn”, kvað við í hlíðum og dölum. Nánari kynni hlíða og dala gerast varla nánari á forvordögum. Nýársdagur var runninn upp, stillilogn, bjart yfir og litadrjúgur himinn […]