Fagridalur

Gengið var um Breiðdal frá Vatnsskarði?, með Háuhnúkum, framhjá Breiðdalshnúk og ætluðu Markrakagili, upp að Ing-vari, til suðurs niður í Leirdal og síðan áfram um Fagradal.

Helgafell

Helgafell.

“Fönn, fönn, fönn – íslensk fönn”, kvað við í hlíðum og dölum. Nánari kynni hlíða og dala gerast varla nánari á forvordögum. Nýársdagur var runninn upp, stillilogn, bjart yfir og litadrjúgur himinn sveipaði roða um fjöll. Það marraði taktfast í snjónum undan skósólunum – “Fönn, fönn, fönn, ekta íslensk fönn”
Í Breiðdal hefur Landnám Ingólfs verið að reyna að græða upp, m.a. utan í Breiðdalshnúk. Hnúkurinn er í suðvestanverðum dalnum, fallegur móbergsstandur. Norðan og austan við hann tekur við breiður dalur, sem einhvern tímann hefur verið ríkur af gróðri. Nú hefur þar að mestu fokið upp og leirflög standa eftir.

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Á vinstri hönd er Markrakagil, eða Markraki. Landamerki Garðakirkju lágu um gilið. Eins og svo títt er í landamerkjadeilum telja sumir að þar sem um sama skarð og ræða og Vatnsskarð, en aðrir að hið eiginlega Vatnsskarð sé undir Vatnsshlíðarhorninu þar sem fyrst sér til Kleifarvatns – eins og eðlilegast væri miðað við hina fyrrum Dalaleið. Hvað sem þeim deilum líður er Markrakagil merkt á landakort við Markraka á Undirhlíðum. Í Breiðdal er steyptur stólpi, sem komið hefur niður úr skarðinu. Hann mun einhvern tímann hafa staðið uppi á brúninni, en einhver hins vegar séð sig knúinn til þess að spyrna við honum þaðan.
MarkrakagilGilið mun áður hafa heitið Markagil á Marraka eða Marrakagil á Undirhlíðum, en síðar er það nefnt 
Marrakagil í skjalinu frá 21. júní 1849 um Álftanesskóga. Það er það sama og annar staðar er nefnt Markrakagil (Melrakkaskarð, Vatnsskarð) eða Melrakkaskarð (Vatnsskarð, Markrakaskarð) í Undirhlíðum eins og það er nefnt sitt á hvað í “Merki á landi Garðakirkju….” frá 7. júní 1890 og sem staðfest er í landslögum nr. 13. frá 22. október 1912 um merki í landi Garðakirkju. Auk þess virðist þetta kennileiti hafa verið stafað Marrkagil, Marakki, Markragil o.s.frv. og á sumum stöðum staðsett á röngum stað. Í dag er þetta skarð eða gil aðeins nefnd Vatnsskarð. Eigandi Krýsuvíkur er samþykkur aðalmarki Garðakirkju og Krýsuvíkur í Vatnsskarði (Markrakagili, Melrakkaskarði), samkvæmt fyrrgreindu skjali frá 1890 og bréfi frá 14. apríl þ.á. (undirritaður tekur Vatnsskarð út fyrir sviga).
Breiðdalur hefur áður fyrr verið gróinn “milli botns og hlíða”. Stórar grastorfur eru enn í dalnum og sjá má gróðurbörð í hlíðum hans. Slóði liggur í gegnum dalinn, yfir í Slysadal, sem áður hét Leirdalur nyrðri. Á ásnum milli dalanna er stór og mikill “útstigningur”, sem 

Örsmáa

FERLIR hefur áður nefnt Ing-var til heiðurs fyrrum ástsælum bæjarstjóra þeirra Hafnfirðinga.  Útstigningurinn, eða höfðinn, sem hefur mannshöfðusmynd, hefur líkt og stigið út úr sunnanverðum Undirhlíðum eins og hann hafi orðið leiður á undirstöðunni og ákveðið að leggja af stað á brott frá þeim upp á sitt einsdæmi – einhverra erinda. Þannig sker hann sig úr, en hlíðarnar eru þær sömu. Sama mætti segja um Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. Sú síðarnefnda stendur enn sem hlíðin, litlaus og lítt áhugaverð. Hið eina áhugaverða á staðum er höfðinn – Ing-var – í takt við tímann.

Breiðdalur

Strýtur í Breiðdal.

Útsýni frá Ingvari yfir Slysadali, Leirdalshöfða og að Helgafelli, Þríhnúkum, Tvíbollum, Undirhlíðum, Kerlingarskarði, Fagradalsmúla, Fagradal, Vatnshlíðarhorni og Sveifluhálsi.
Gengið var til suðurs yfir að Leirdal syðri, um frosna tjörn og freðna móa. Fagurt útsýni var inn Fagradal. Vel sást hvar hraunstraumurinn hafði komið niður hlíðarnar í honum suðvestanverðum. Um hann lá leiðin til Krýsuvíkur um Hvammahraun.
Gegnt Fagradal eru nokkrar forskallaðar strýtur. Hvaða hlutverki þær hafi átt að þjóna þarna væri fróðlegt að fá upplýsingar um. Í Fagradal er gróinn hóll, sem grunur er um að kunni að leynast tóft neðan undir? Meira síðar…
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Fagridalur

Í Fagradal.