Entries by Ómar

Reykjanestá

FERLIR fór um Reykjanestá í sinni ferð nr. 1530. Á Nesinu er ýmislegt fróðlegt að finna, hvort sem lýtur að jarðsögu, náttúru eða minjum. Þa er m.a. stærsti leirhver landsins, Gunnuhver. Svæðið hefur gjörbreyst við hverinn frá því sem var fyrir þremur árum og hefur myndast þar stærsti leirhver á Íslandi með gígop sem er 20 metrar í þvermál. […]

Krýsuvíkurnámur – Ólafur Olavius

Ólafur Ólafsson, sem síðar latíniseraði nafn sitt að lærðra manna sið og kallaðist Olavius, var vestfizkrar ættar. Fæddur var hann á Eyri í Seyðisfirði vestra árið 1741. Ingibjörg, systir Olaviusar, varð amma Jóns Sigurðssonar forseta. Jafnframt læknanámi í Skálholti og síðar guðfræðinámi í Kaupmannahöfn fékkst hann við ritstörf. Hann hefur sýnilega verið gagntekinn af anda […]

Fossvogur – skipsflak

„Í Fossvogi er skipsflak – og búið að vera þar lengi. Þetta er hnoðaður járnskrokkur, stærðin er óræð en gæti hafa verið um 350-500 tonn ef marka má lengd kjalarins sem sjáanlegur er. Líklegast hefur skipið verið rifið þarna því síðurnar virðast hafa verið logskornar sundur þó erfitt sé að átta sig á því vegna […]

Hellisheiði I

Eftirfarandi er álit Örnefnastofnunnar á nafninu Hellisheiði: „Hellisheiði er í vestanverðri Árnessýslu. Vestarlega á henni er Hellisskarð (kallað Öxnaskarð að fornu) nálægt Kolviðarhól.“ Í Árbók Ferðafélags Íslands 2003, Í Árnesþingi vestanverðu, eftir Þór Vigfússon er fjallað um nafnið Hellisheiði með eftirfarandi orðum: „Ekki er vitað hví Hellisheiði heitir svo, enginn er hér hellirinn.“ Ennfremur segir […]

Jarðfræði Reykjanesskaga – forsagan

Í Náttúrufræðingnum 1994-1995 skrifar Magnús Á Sigurgeirsson m.a. um jarðfræði Reykjaness: „Reykjanes er um 5 km langt, í SV-NAstefnu,og myndar suðvestasta hluta Reykjanesskagans. Það afmarkast af Stóru-Sandvík í vestri og Sandvík austan Háleyjabungu í austri. Nesið er allt eldbrunnið og hrjóstrugt yfir að líta, að mestu þakið gróðurvana, sandorpnum og úfnum hraunum. Upp úr hraunbreiðunum […]

Sveifluháls – Folaldadalir

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar, fyrrum lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði, segir m.a. um Folaldadalina í Sveifluhálsi og nágrenni: „Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum […]

Eru selir menn í álögum?

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa margt fróðlegt, m.a. eftirfarndi um seli: „Víða um heim er talsverð hjátrú sem tengd er selum með einum eða öðrum hætti. Mönnum þykir skepnan falleg, einkum skinn hennar og augu. Oft hefur selum þótt svipa til manna, sérstaklega höfuðlag þeirra, og sagt er að selurinn hafi mannsaugu. Þetta hefur […]

Frá Reykjavík suður að Vogastapa 1890

Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa. Hér er ritað um sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. „Ég ætla þá að fara úr Reykjavík suður eftir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veginn snertir.  Þegar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. Þær eru að vísu þannig á sumrum, að […]

Strokkamelar – brugghellir – Rjúpnadalir

Gengið var um Hvassahraun með það fyrir augum að reyna að finna Alfaraleiðina þar í gegn. Byrjað var að skoða hraundrílin á Strokkamelum. A.m.k. tvö þeirra eru alveg heil, tvö önnur eru fallega formuð og önnur hálfheil eða hrunin. Hraundrílin hafa myndast á svipaðan hátt og tröllakatlanir undir Lögbergsbrekkunni, en eru einungis minni í sniðum. […]

Vegghleðslur – mismunandi nálgun

Var munur á vegghleðsluverki fyrrum á milli landshluta? Gæti það hafa verið ólíkt vegna veðurfars, t.d. rigninga, snjóþyngsla o.fl.? Mikilvægt er að hafa svolitla innsýn í handverkið – og hugsunina, auk þess sem frásagnir og skrif frá fyrri tíð hjálpa svolítið til við að varpa ljósi á sumt sem ekki hefur unnist tími til að viðhalda […]