Entries by Ómar

Leiðarendi I

Löng bílalest liðaðist hægt eftir Bláfjallaveginum. Ferðinni var heitið í Leiðarenda. Þátttakendur voru um 90 talsins. Ferðin var m.a. farin til að kenna ungu fólki að umgangast og bera virðingu fyrir hellum landsins. Ferðin var hluti af “Ævintýranámskeiði Hraunbúa”, skátanna í Hafnarfirði. Áður en farið var í hellinn var unga fólkinu sagt var frá myndun […]

Útilegumannaslóðir á Reykjanesfjallgarði – Ólafur Briem

Ólafur Briem skrifaði eftirfarandi um „Útilegumannaslóðir á Reykjanesskaga“ í Andvara árið 1959: „Fyrsti útilegumaður, sem vitað er um í Reykjanesfjallgarði, er Eyvindur Jónsson, sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi. Hans er getið í alþingisbókinni 1678 og mörgum annálum. Frásögn alþingisbókarinnar er á þessa leið: „Í sama stað og ár og dag (29. […]

Borgarstígur

Stefnt var að því að reyna að rekja svonefndan Borgarstíg upp úr Borgardal austan (sunnan) Reynivalla í Kjós. Reynivallaháls heitir hæðarraninn þar fyrir ofan. Tvær aðrar götur liggja upp á Hálsinn beggja vegna, annars vegar Kirkjustígur frá Reynivöllum að Fossá í Hvalfirði og hins vegar Gíslagata frá Gíslastöðum, næstu jörð innan við Reynivelli, yfir í […]

Bjargarhellir – árangur

Haldið var að Bjargarhelli á Strandarheiði. Svart sólskinið lék um heiðina, logn og 5 °C hiti. Í myrkrinu var mið tekið af Nesvita í suðaustri og upplýstri Strandarkirkju í suðvestri. Og með FERLIRshúfuna var tiltölulega auðvelt að finna hellinn, sem er í 410 metra fjarlægð frá veginum. Gömul sögn er um langa hraunrás inn úr […]

Hraun – sögu- og minjaskilti

Sögu- og minjaskilti var vígt við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík. Þetta var sjöunda skiltið á jafnmörgum stöðum víðsvegar í Grindavík. Af því tilefni var efnt til gönguferðar um svæðið með leiðsögn. Skiltið er staðsett við Ísólfsskálaveg á mörkum Hrauns og Þórkötlustaða. Á því er örnefna- og minjakort og auk þess má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik: […]

Þorbjarnastaðarauðamelur – Jón Jónsson

„Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi [svæðið tilheyrði ekki Hafnarfirði fyrr en 1967] og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér er um eldvörp að ræða. Ekki er […]

Reykjanesvirkjun og orkuverið jörð

Íslenskir fjárbændur fara víðast hvar um landið gjörvallt. Þegar þeir smala á haustin er hugur og augu þeirra nær eingöngu á fénu – sjá ekkert annað – veita ekki öðru athygli. Þegar þeir hinir sömu eru spurðir um hvort ekki hafi einhverjar áhugaverðar minjar læðst inn í sjónarholin þeirra í leiðinni kviknar þó jafnan dauflega á perunni. […]

Eldvörp – Rauðhóll – Sandfellshæð – útilegumenn

Gengið var með Eldvörpum að nýfundnum „Tyrkjabyrgjum“ (fundust 2006), skoðað í „útilegumannahelli“ (fannst 2004), leitað að hlöðnu byrgi við Rauðhól skv. ábendingu Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, og gígurinn í Sandfellshæðardyngju skoðaður. Þá var skoðað í „útilegumannahelli“ (fannst 1982) við Eldvörp. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Jarðhiti er í Eldvörpum […]

Hóp og Nes

Gengið var með Tómasi Þorvaldssyni, útgerðarmanni í Grindavík, um Hóp og Nes. Fyrst var farið að Fornuvör neðan Járngerðarstaða. Vörin sést enn vel og er skammt vestan við Brimbrjótinn (neðan við fjárhúsin). Þá leið fóru m.a. Tyrkir þegar þeir komu til Grindavíkur 1627 og hnepptu allt heimilsfólkið á Járngerðastöðum í fjötra. Fólkið var rekið niður […]

Horfin Ófeigskirkja

„Nógu flókið getur verið að meta varðveislugildi fornleifa sem engin mannaverk eru á þótt ekki séu jafnframt áhöld um hvort viðfangsefnið sé hið rétta [RT].“ Ófeigskirkju, hraunkletti í Gálgahrauni, er eftir því sem næst verður komist fyrst getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Garðahverfi sem var vafalítið tekin saman á 6. áratug síðustu aldar. „Framan við […]