Bjargarhellir

Haldið var að Bjargarhelli á Strandarheiði. Svart sólskinið lék um heiðina, logn og 5 °C hiti. Í myrkrinu var mið tekið af Nesvita í suðaustri og upplýstri Strandarkirkju í suðvestri. Og með FERLIRshúfuna var tiltölulega auðvelt að finna hellinn, sem er í 410 metra fjarlægð frá veginum.

Bjargarhellir

Innan við op Bjargarhellis.

Gömul sögn er um langa hraunrás inn úr Strandarhelli, sem um 400 metrum ofar, en bent hefur verið á þar geti hafa verið átt við Bjargarhelli. Hellar þessir eru nokkuð líkir og því auðvelt fyrir þá, sem ekki voru vel kunnugir á heiðinni, að villast á þeim. Búið var að kanna með hugsanlega rás úr Strandahelli en engin fannst í það sinnið.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Bjargarhellir er nokkuð rúmgóður fjárhellir. Umhverfis gróið jarðfallið, sem hann er í, er gamall jarðlægur garður. Fyrst var hugað að fyrirhleðslu norðaustan til undir vegg hellisins. Ekkert op var þar að finna. Þá var skoðað á bak við langa fyrirhleðslu sunnan og inn í honum. Þar var heldur ekkert op að sjá. Ekki var þörf á að hreyfa við hleðslunum til að ganga úr skugga um þetta. Þá var staldrað við, íhugað og hugsað, eins og svo algengt er í betri FERLIRsferðum.

Bjargarhellir

Gasuppstreymisop í Bjargarhelli.

Bjargarhellir hafði greinilega myndast í miklu gasuppstreymi. Tvö útstreymisop eru greinileg upp undir lofti í vestanverðum hellinum svo augljóst var að gasið hefur komið einhvers staðar inn að neðan og myndað hvelfinguna áður en það fór út aftur.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Þagað var um stund, hugsað og gaumgæft – og sjá. Athugul augu komu auga á að gólfið á einum stað neðan við uppstreymisopið var ekki eins og annars staðar í hellinum. Var því byrjað á að færa til grjót í moldargólfinu.

Bjargarhellir

Grjót í opi neðri hluta Bjargarhellis.

Fljótlega kom í ljós rás, sem greinilega hafði verið fyllt upp í undir veggnum – undir gólfinu. Náðist að hreinsa nokkuð upp frá opinu, en eftir stóðu 3-4 steinar, sem verkfæri þurfti til að ná upp. Sást ofan í rásina þar sem hún liggur undir vegginn til norðnorðvesturs.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Eftir nokkurt erfiði í blautu moldardrullumalli virtist opið inn vera orðið nógu vítt til þess að hægt væri að skríða þar inn þegar búið var að hreinsa upp frá því. Þegar verið var að hreyfa til stóra grjótið, og það hrundi niður, glumdi í eins og í tómri tunnu uns bergmálið dó einhvers inn undir hrauninu – niðri í iðrum jarðar.
Síðar kom í ljós að ályktunin og allt erfiðið reyndist rétt, sbr. meðfylgjandi myndir….
Bjargarhellir

Opið niður í neðri hluta Bjargarhellis er óárennilegt.