Doglas rb66

Enn og aftur var gerð leit að braki flugvélar sem vera átti í Lakadal, milli Lakahnúka og Stóra-Sandfells (sjá meira HÉR). Að þessu sinni var haldið á vettvang með málmleitartæki því stórir sandflákar eru þarna neðan við mikil gil í Sandfellinu. Talið var líklegt að vatn og vindar hefðu fært brakið í kaf á umliðnum árum, en heimildin var frá árinu 2005. Veður var eins og best var á kosið, 19°C hiti.
BrakiðGengið var yfir Lakahnúka. Frá þeim var ágætt útsýni yfir svæðið. Þegar komið var niður var stefnan tekin í innsta gilið. Gamlar gosdósir létu í sér heyra.
Eftir að hafa endurmetið aðstæður og lína aðlöguð af fyrri ferð upplýsingaraðila um svæðið var stefnan tekin til norðvesturs. Þar fannst brakið títtnefna; heilleg hurð af flugvél. Hurðin virtist hafa komið niður úr loftinu ein og sér, a.m.k. var ekkert annað brak að sjá í nágrenninu. Gengið var upp nærliggjandi gil og umhverfi þess, en málmleitartækið var þögult sem gröfin.
ÁletrunÁ hurðinni voru tveir gluggar, sá efri brotinn, líkt og að hann hefði lent í kúlnaregni – eða á grjóti þegar niður var komið. Á henni voru m.a. eftirfarandi áletrun ofan á (Cut here for EMERGENCY RESCUE) annarri amerískri; PLT 54-545A. Þegar hurðinni, sem virtist vera ca. 60-100 kg, var snúið við komu í ljós ýmsar áletranir, s.s. “SERKIT” með stimpli og ýmsum merkingum. Sjá mátti númerið 3024 og á öðrum stað númeraröðina 5470191 3 A 7075.
Að myndatöku lokinni var haldið til baka, enda biðu næg verkefni annars staðar. Að þeim loknum voru upplýsingarar og myndir sendar til Eggerts Norðdahls og hann beðinn um að reyna að sannreyna hvaða flugvél hurðin gæti hafa verið af. Ekki stóð á svari: “Amerísk “Douglas RB-66B-DL Destroyer” frá USAF (bandaríska flughernum), númerið á flugvélinni er málað á hlerann (hurðina)! “54-545A” – Borguð af fjárhagsárinu 1954 og líklega smíðuð 1954/1955 – Ekki hefur hún farist, bara misst af sér hlerann!
Slíkt kom fyrir, tvö, þrjú skipti eru kunn af öðrum vélum hér á Íslandi. Þar sem hún er mjög líklega kominn á haugana ca. 1973 (ef ekki skotin niður í VíetNam eða farist einhverstaðar áður) þá þarf líklegast ekki að skila hleranum! Mér þykir ólíklegt að áhafnarmeðlimur hafi skotið sér út eða hún farist þarna (og engin heimild um slíkt). Líklega er þetta hlerinn við stjórnklefann (sbr. myndir). Það er gler á honum, tegundinn “RB-66” var könnunarvél, ekki sprengjuvél þó B- standi fyrir “Bomber”.”

Douglas RB-66

Af þessum upplýsingum fengnum var a.m.k. hægt að útiloka að þýska flugvélin, sem flökkusögur hafa gengið um, hefði komið niður þarna.
Hafa ber í huga að framangreindar upplýsingar koma ekki af engu. Þeim þarf að safna saman, flokka og greina. Síðan þarf að fara á vettvang og sannreyna, skrá í hnitakerfi, ljósmynda og leita frekari staðfestinga. Allt tekur þetta tíma og er vinna. T.d. voru gerðar þrjár tilraunir til að komast inn í Lakadal eftir að þeim fyrri slepptum, en þá varð frá að hverfa vegna veðurs í öll skiptin. Þær ferðir eru ekki skráðr. Sú ferð, er hér um ræðir, er skráð í FERLIRSsöguna sem sú 1388.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Lakadalur

Doglas RB 668 DL Destroyer.