Herrdísarvík

Sje farið frá Krýsuvík, austur í Herdísarvík, liggur vegurinn ofan við Arnarfell og yfir sand að Geitahlíð. Hún er 386 metra há og efst á henni er þríhyrningamælinga varða herforingjaráðsins.
herdisarvik-222Svo liggur leiðin meðfram hlíðinni Og yfir Deildarháls, milli hennar Og Eldborgar (180 m.), sem er gamall eldgígur. Framan við er hraun, allt út á Krýsuvíkurberg og nokkuð úti í hrauninu er annar gamall eldgígur (122 m.). Síðan liggur vegurinn milli hrauna og hlíðar, austur að Sýslusteini, en þar mætast Árnessýsla og Gullbringusýsla og þar eru einnig landamerki Krýsuvíkur og Herdísarvíkur. Er þarna víða fallegt, hraunið talsvert gróið og smákjarr víða og hunangsilmur úr jörð, eins og Grelöð sagði, enda bregður manni við eftir gróðurleysið umhverfis Krýsuvík. Frá Sýslusteini liggur vegurinn yfir hraunið. Eru þar víða sljettar hraunhellur á löngum köflum, en það er merkilegt við þær, að eftir þeim eru djúpar, troðnar hestagötur, sem sýna að þarna hefir verið meiri umferð áður. „Ennþá sjást í hellum hófaförin, harðir fætur ruddu braut í grjóti”. Hið sama sjer maður einnig í hellum víða hjá Undirhlíðum á leiðinni frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur. Mun skáldið hatfa haft þær einkennilegu götur í huga, er það kvað “Skúlaskeið”? Sá, sem einu sinni hefur sjeð þær, gleymir þeim trauðla aftur. Og þegar bílar og önnur nýtísku farartæki hafa gert hesta óþarfa til flutninga og ferðalaga, og allar aðrar hestagötur eru löngu grónar, þá eru þessar götur í hörðum klöppunum enn til minja um þá daga, þegar hesturinn var þarfasti þjónninn og á hontum var alt flutt, sem flytja þurfti bæja, bygða og landshorna á milli.
Fyrir austan Sýslustein taka við báar hamrahlíðarar á vinstri hönd og ná þær óslitið alla leið austur að Hlíðarvatni. Klettarnir eru háir, svartir og ógrónir, og þótt þeir sjeu skammt frá sjó, verpir bjargfugl þar ekki. Mun því valda gróðurleysið, að hann kann þar ekki við sig. Hamrabrúnirnar eru 210—250 metra yfir sjó og sýnast gnæfandi háar vegna þess, hvað hraunið er lágt fyrir framan. Undir þeim eru skiður miklar, því að mikið hrynur úr þeim. Í jarðskjálftanum, sem varð þegar hverinn mikli í Krýsuvík braust út, haustið 1924, varð svo geysilegt hrunn í þessum björgum, að undir tók í fjöllunum víðs vegar í grend og laust upp svo miklum rykmekki, að ekki glórði í hamrana lengi dags. — Daginn eftir var mökkurinn enn sýnilegur, en hafði þá borist út yfir Herdísarvíkina.
hedisarvik-223Má enn sjá stórar ljósleitar skellur í björgunum hingað og þangað. Er það sárin eftir bjarghrunið. Til marks um, hvað það var mikið, segja kunnugir menn, að hefði það borið að í náttmyrkri, myndi allir hamrarnir hafa verið til að s.á sem eitt eldhaf, vegna neistaflugsins. Það er sömu söguna að segja um leiðina milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og flestar aðrar leiðir um Reykjanes, að þar er ekkert vatn, hvorki pollur nje lind frá sleppir bæjarlæknum í Krýsuvík og þangað til kemur að Herdísarvíkurtjörn, sem bærinn stendur við.
Tjörnin er ekki stór, en ljómandi falleg. Hún hefir ekkert afrensli, en í henni er fljóð og fjara vegna þess að sjór síast í gegn um kampinn, sem er fyrir framan hana. Þó fylgist ekki að flóð og fjara í tjörninni og sjónum, heldur er þar alt seinna. Með hálfútföllnum sjó er t. d. háflóð í tjörninni. og mun það stafa af því, hvað sjórinn or lengi að síast í gegnum sævarkampinn. Fyrir 70— 75 árum var flutt bleikja í tjörnina og hefir hún þrifist þar vel og er þar tiltölulega mikil veiði, þegar tekið er tillit til þess, hvað tjörnin er lítil. Silungurinn, sem nú veiðist er vænn, 5—6 pund hver. Veiðina tók þó undan einu sinni, og lá við sjálft að hún mindi alveg fara forgörðum, og skal þess getið bráðum. Í tjörninni er líka mikið af ál. Er hann vænn, en hefir ekki verið veiddur til þessa. Andir og æðarfugl sækja í tjörnina og munu eyða miklu af hrognum og silungsseiðuni. Áður voru ernir og tíðir gestir, en nú sjást þeir ekki fremur þar en annars staðar.
hedisarvik-224Herdísarvíkurbær er snotur þótt ekki sje hann stór. Þar er baðstofa, bygð forkunnar vel og úr völdum viðum að mestu. Er það unninu rekaviður þar úr fjörunni. Tvöföld súð er í baðstofunni og tróð á milli. Bærinn stendur á ofurlítilli flöt rjett á tjarnarbakkanum og stendur lágt. Hefir það oft hefnt sín að hann stendur ekki hærra, því að þegar stormflóð koma af hafi, gengur sjór yfir malarkambinn, inn í tjörnina og fyllir hana svo, að hún flóir yfir alla bakka og inn í bæ. Stórfenglegasta flóðið kom veturinn 1925. Þá gerði hafstorm í stórstraum og belgdi sjóinn inn á víkina, svo að hann gekk yfir allan kambinn og langt út í hraun í allar áttir. Flóðið kom þegar inn í bæinn óg varð fólkið að flýja þaðan. Bóndi tók eitthvað af sængurfötum og batt þau upp í sperrukverk. Hafðist fólkið svo við, meðan mesta flóðið var, í hlöðu úti á túninu, og stendur hún miklu hærra en bærinn. En þó komst flóðið þangað. Þegar fjaraði og fólkið leitaði til bæjarins, voru sængurfötin uppi í sperrukverkinni rennblaut og sýndi það að baðstofan hafði fylst af sjó upp í mæni. Og þungi vatnsins inni í bænum hafði orðið svo mikill þegar fjaraði frá úti, að hann sprengdi gaflinn úr baðstofunni fram á hlað, og skolaði vatnið þar út með sjer körfustól og ýmsum öðrum húsgögnum, sem var í baðstofunni. Austan við bæinn stóð stór timburskemma á háum grunni og var í henni geymt mikið af þungavöru. Þó var flóðið svo aflmikið, að það velti skemmunni um koll og setti hana rjett fyrir framan fjósdyrnar, svo að ekki varð komist í fjósið í í nokkra daga. Eftir þetta mikla flóð hvarf silungur úr tjörninni um nokkur ár. Ætla menn að ýmist hafði flóðið skolað honum alt sjávar, eða þá víðsvegar upp um hraun.

herdisarvik-225

Eitthvað hefir þó orðið eftir af hrognum og seiðum, því að nú er veiðin orðin álíka mikil og hún var áður.
Herdísarvík er gæðajörð til lands og sjávar. Þar gengur sauðfje sjálfala allan ársins hring, ef ekki koma þeim mun harðari klakavetur. Fjörubeit er góð og varla tekur fyrir beit í hrauninu, enda kem ur það sjer vel, því að ekki er hægt að slá eitt einasta högg utan túngarðs. En fjárgeymsla er mjög erfið. Ólafur Þorvaldsson, sem þar býr nú, hefir rausnarbúi og er fyrirmyndarbragur á öllu hjá honum. Hann setur um 500 fjár á, vetur hvern. En hann segir, að ekki veiti af tveimur fullorðnum mönnum til þess að fylgja fjenu allan veturinn, myrkranna á milli, bæði í fjöru og hrauni, að koma því í hús á kvöldin og til beitar snemma á morgnana. Haun kveðst þó oftast taka lömb á gjöf, og í vetur öll lömbin nema 20, sem gengu algerlega úti, en þau bera af öllum hinum, enda munu þau hafa verið tápmest. En hjer er sama sagan nú og annars staðar, að sauðfjárræktin er dýr, en veitir lítið í aðra hönd. Það er af sú tíðin er menn gátu fætt og klætt sig og sína með afurðum 50—60 fjár. Í haust varð Ólafur að borga 150 dilka upp í landskuld og kaup eins manns. Hugsið ykkur það, 150 dilka fyrir utan alt, sem þurfti til bús að leggja!
Túnin í Herdísarvík eru tvö og fást af þeim í meðalári um 170 hestar. Ekki kemur til mála að tvíslá, því að kúnum þarf að beita á túnin undir eins og þau eru hirt, því að kúahagar eru þar engir, og hestahagar ekki heldur. Veitti ekki að að gefa kúm og hestum allan ársins hring. Hestar eru því verstu ómagar þarna, en ekki verður komist hjá því að hafa þá, vegna þess hvað bærinn er afskektur og langt til aðdrátta. Nú seinustu árin hefir Óafur þó fengið vörur” sínar með bíl til Grindavíkur og þaðan með “trillubáti” til Herdísarvíkur. Er það kostnaðarsamt, en verður þó ódýrara heldur en að flytja alt á hestum þessa löngu leið, og verða fyrir vikið að hafa marga hesta á fóðrum.
Í Herdísarvík eru miklar og merkilegar fornleifar frá þeim tímum, er útgerð var stunduð þar í stórum stíl. Þar standa enn fornar sjóbúðatættur frá þeim tíma er allur fiskur var hertur, og í brunahrauni austan við bæinn og alla leið upp undir fjall má líta óteljandi hraungarða hvern við annan, hlaðna af manna höndum. Þetta er þurkreiturinn, þar sem fiskurinn var hertur. Fiskverkunaraðferðin í þá daga var þannig, að fiskurinn var fyrst slægður og flattur og síðan „kasaður”. Þótti það mikill vandi að kasa vel og öll verkun komin undir því. Ekkert vatn mátti komast í fiskinn og hann varð að kasast þannig, að hann yrði ekki „maltur” við þurkinn, en til þess þurfti allur safi að síga úr honum áður en hann var breiddur til þerris. Fiskurinn var kasaður þannig, að eftir að hann var flattur, var hann lagður saman aftur og stungið niður á hnakkakúluna, hver fiskur utan á annan og skaraðir þannig, að vatn gæti ekki komist á milli þeirra. Í þessum kösum stóðu þeir svo allan veturinn, eða þangað til vorþurrkar komu. Þá voru þeir bornir á bakinu upp um alt hraun og breiddir á garðana. Var þetta oft langur burður, en sá var kostur við það að hafa þerrigarðana úti í brunanum, að minni hætta var á, að fje færi í fiskinn, en það er sólgið í hann, ef það kemst á bragðið.
Herdisarvik-226Af hinum fornu sjóbúðum er nú fátt eftir, en þær nafa verið rambyggilega hlaðnar úr brimsorfnu hnullungagjóti og standa þykkir veggirnir lítt hrundir enn í dag. Eru sumar búðirnar 30 fet á lengd að innanmáli og má á því sjá, að þar hafa verið stórar skipshafnir. Svo lagðist útgerð að mestu niður í Herdísarvík um alllangt skeið, svo að þar var oft ekki nema eitt skip. En fyrir aldamótin hófst útgerð þar aftur með nýjum krafti. Veturinn 1896 gengu þaðan t. d. 8 skip. En þá var fiskverkunar-aðferðin hreytt, og var þá farið að salta allan fisk. Nú risu þarna upp nýjar sjóbúðir og standa tvær þeirra enn, en annari hefir verið breytt í hlöðu, hinni í fjárhús og verður því ekki lengur sjeð hvernig umhorfs hefir verið þar inni, meðan þetta voru mannabústaðir.
Allir sjóbúðaveggir eru hlaðnir út hnullungagrjóti og þykkir mjög. Búðirnar eru 30—40 fet að innanmáli og munu oft hafa verið 15—16 manns í hverri, því að þá var róið þarna á tíæringum og auk þess voru landmenn við söltun og aðgerð og svo þjónusta. Búðirnar snúa frá norðri til suðurs Og á suðurstafni eru dyr og reft þar yfir með þrælsterkum viðum. Stafnar eru hlaðnir úr gróti, eins og veggir og mænisás lagður á milli þeirra og nokkrar stoðir undir, sem standa auðvitað á miðju gólfi. Í sumum sjóbúðum voru sperrur og skarsúð, en flestar munu hafa verið þannig, að síreft hefir verið báðum megin á mænisás úr klofnum rekaviði. Hafa raftarnir verið nokkuð mislangir og sköguðu því sumir út úr þekjunni, sitt á hvað. Heldur munu sjóbúðir þessar hafa verið óvistlegar, en sjálfsagt hefir verið hlýtt í þeim.
Fram á sjávarkamhinn er þyrping af húsarústum. Nokkuð af þeim hefir sjórinn brotið, en sumar tætturnar standa óhaggaðar. Þarna var salt- og beitugeymsla, lýsisgeymsla o. s. frv., en beitt munu menn hafa úti, engu síður en inni. Er þar til marks um það, sem sagt er um áleitni sauðfjár við útróðramenn. að þeir máttu ekki víkja sjer frá beitutrogunum inn í sjóbúðirnar. Gerði þeir það, þá var ,,kind á hverjum öngli” þegar þeir konm út aftur.
herdisarvik-227Herdísarvík var löngum happasælt fiskver. Oftast nær var ekki róið lengra en út á víkina og fékst þó góður afli. Á seinni árum voru menn farnir að róa í Selvogssjó. Fiskgöngur koma þar oftast beint úr hafi, og voru þær taldar bestar þegar ekki fylgdi síli. Eftir sumarmál var fiskur vanur að draga sig frá landi út í svonefndar “Forir” og aflaðist þá oft vel þar í vertíðarlok.
Nú hefir engin útgerð verið í Herdísarvík um mörg ár, en fiskur gengur þar að ekki síður en áður. Er þar til marks um, að í vetur reru þar tveir menn um tíma á svolitlu bátkríli. Fóru þeir rjett fram fyrir landsteinana með handfæri og drógu þar bandóðan rígaþorsk. Voru þeir fljótir að hlaða, því að báturinn lá með horðstokknum þegar komnir voru í hann 100 fiskar. En alls fengu þeir um 1500 til hlutar — og alt fast upp við landsteinana.
Þegar maður heyrir slíkt, verður manni á að hugsa hvort ekki mundi það borga sig betur að taka upp á slíkum stöðum gömlu veiðiaðferðina á opnum skipum og gömlu fiskverkunaraðferðina, að herða fiskinn, heldur en að láta verstöðvarnar ónotaðar og helga sig hinni rándýru vélbátaútgerð og hinni enn þá dýrari saltfiskverkun.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 10. júlí 1932, bls. 205-207.

Herdísarvík

Herdísarvík.