Selvogur

Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.

Víghólsrétt?

Þórður Sveinsson sagði nýlega frá því að Selvogsbóndi einn hafi misst frá sér kind við Hásteina. Hún hafi síðan fundist í skúta skammt vestan við þá. Áður höfðu þrjár kindur horfið sporlaust á þessu svæði. Þær fundust síðar af tilviljun þegar maður einn var að ganga skammt vestan við girðinguna, sem þar er (var). Bein kindanna lágu framan við hellisop og virðast þær hafa fennt þar í kaf. Hvar opið er eða hvað er fyrir innan opið er ekki vitað. Ætlunin var m.a. að skoða svæðið.
Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.
Í Örnefnaskrá fyrir Nes segir m.a.: “Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum. Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða. Víghólsrétt er við Víghól, sem er svolítil hæð.  Við Nesstekk er Nesstekkatún. Stekkir voru þarna í röð yfir landið, austast Nesstekkur, þá Bjarnastaðastekkur og Útvogsstekkur. Prestskrókur er milli Nesstekkjar og Víghólsréttar.  Það er slægjublettur, og hefur prestur slegið þar einhvern tíma. Þar var PrestGapiskróksvarða, nú dottin niður.
Ofar en Víghóll er Fornagata. Á Fornugötu mætast göturnar frá Vogsósum  og neðan úr Selvogi, s.s. frá Þorkelsgerði og Bjarnastöðum. Hún er við götuslóðann austur á Sand, í slægjulöndin. Fornagata er bæði í landi Ness og Bjarnastaða, liggur yfir mörkin.”
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta svæði umhverfis Bjarnastaðaflatir: “Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina.
Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað.
Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann FRétt við Fornugötuornugötuflatir.”
Í örnefnalýsingu fyrir Götu er getið um Bjarnastaðastekk o.fl.: “Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v. í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúnsflatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.”
Að þessu sinni var lagt af stað frá Fornugötu sunnan Fornugötuhliðs, gengið suður fyrir klapparhæðina þar sem gatnamótin á götunni eru, annars vegar til vesturs og austurs og hins vegar til suðvesturs niður að Selvogi. Nokkru sunnar var stefnan tekin til vesturs, að Víghól og áfram inn á og yfir Bjarnastaðaflatir. Mikil landeyðing hefur orðið á neðanverðum flötunum og neðan þeirra. Ekki var unnt að greina mannvirki á þeirri leið, þ.e. frá svonefndri Víghólsrétt. Nokkrar grónar vörður, sem fyrrum hafa verið allstórar, eru á ofanverðum Bjarnastaðaflötum, s.s. Digravarða. Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið Fornagata við Strandarhæðtvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.
Komið var í fjárstekknum Gapa og haldið inn á Fornugötu ofan hans. Gatan sést þar vel í holtinu. Hún liggur skammt norðan við Bjargarhelli. Litið var inn í hellinn, en götunni síðan fylgt áfram til austurs. Komið var að grónum hvammi og liggur gatan norðan hans. Hlaðið er í götukantinn ofan við hvamminn. Skammt suðaustan við hann er annar gróinn hvammur, sem eflaust hefur verið ágætur áningarstaður fyrrum þegar langar lestir manna og skepna liðuðust um hæðina. Þarna sunnan við götuna er rétt. Líklega hefur hún verið notuð sem aðhald þegar reka þurfti fé þessa leið. Skammt austar og norðaustar eru allnokkrar vörður, líklega á landamerkjum.
Fornugötu var fylgt áfram til austurs, en stefnan síðan tekin upp með girðingunni fyrrnefndu á mörkum Ness og Bjarnastaða. Henni var fylgt upp að efstu Hásteinum. Ætlunin var að finna skúta þann eða helli sem Þórður Sveinsson hafði sagt frá vikunni áður. Þegar komið var upp fyrir Hásteina mátti sjá hlaðið aðhald norðvestan við þá. Tóftir eru og undir hæsta Hásteini. Eftir stutta göngu til vesturs var komið að litlu jarðfalli og skúta. Þar gæti verið um að ræða skúta þann sem fyrr var nefndur. Innihaldið gæti vel rúmað 10 kindur. Vestan við hann var hlaðið skjól, líklega refaskyttu. Varða var þar skammt frá, yfir greni. Á bakaleiðinni var gengið fram á nokkur merkt greni. Nýleg fótspor voru eftir ref frá vestanverðum Hásteinum með stefnu á Strandarkirkju.
Annað jarðfall fannst nokkuð suðvestar, í sömu fjarlægð frá girðingunni og sá efri. Gróið var umhverfis, en inni var rými fyrir 15-20 kindur. Engin bein sáust í eða við framangreinda skúta, en nokkur mold var á gólfum beggja.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Þorkelsgerði og Götu.

Bjarnastaðastekkur

Bjarnastaðastekkur.