Entries by Ómar

Skarhólamýri – skilti

Í Skarhólamýri við Skarhólabraut, gegnt húsi nr. 4, er skilti á upphafsleið göngustígs á Úlfarsfell (Hamrafell) neðan Lágafellshamra. Á skiltinu má lesa eftirfarandi: „Héðan liggur gönguleið á Úlfarsfell. Fyrst er gengið eftir vegslóða að brekkurótum og þaðan liggur stikuð leið upp fjallshlíðina uns komið er upp undir norðurbrún fjallsins. Þá er stefnt vestur fyrir Stórahnúk […]

Ljósmyndasíða Rikka

Fjölmargar bloggsíður frá fyrri tíð lifa enn góðu lífi í „kosmósinu“, þökk sé innlendum varðveislumiðlum. Þessar síður voru forverar vorra fánýtu nútíma samfélagsmiðlasíðna. Að baki þeim lá veruleg vinna og mikil upplýsingasöfnun, sem engin ástæða er til að kasta fyrir róða. Ríkarður Ríkarðsson starfaði sem lögreglumaður, síðast í Kópavogi. Hann fæddist á Húsavík 24. september […]

Suðurnes – Ellefu staðir á náttúruminjaskrá 1988

Í Víkurfréttum árið 1988 má lesa eftirfarandi um „Suðurnes – Ellefu staðir á náttúruminjaskrá„. Hafa ber þó í huga að í raun nær hugtakið „Suðurnes“ einungis yfir svæðið frá Hvassahrauni yfir byggðirnar austan og vestan Stapa á norðanverðum Reykjaneskaganum vestast. Grindavíkursvæðið er, og hefur verið, þar undanskilið. „Út er komin á vegum Náttúruverndarráðs náttúruminjaskrá 1988. […]

Forn eldvörp í Selhrauni – Jón Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1965 má lesa um „Forn eldvörp í Selhrauni“ eftir Jón Jónsson, jarðfræðing. „Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi [nú Hafnarfirði] og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða […]

Söguhvörf á Suðurkjálka – Ágúst Sigurðsson III

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist þriðja greinin af þremur: „Pílagrímsför kallar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari þau minni, sem hún skráði um kynnisferð sína og Kristínar Benediktsdóttur, systur Einars skálds, til Herdísarvíkur á hásumri 1936. […]

Útsog á Suðurkjálka – Ágúst Sigurðsson II

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist önnur greinin af þremur: „Það var í heimskreppunni, svo að út í frá var það ekki fréttnæmt né undarlegt í augum heimamanna í Grindavíkurhreppi eða nærsveitarfólks austur í […]

Krýsuvík á Suðurkjálka – Ágúst Sigurðsson I

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann„, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist fyrsta greinin af þremur: „Kirkja Vorrar frúar, sem bóndinn í Krýsuvík byggði, sennilega brátt eftir kristnilagatökuna, var nánast heimiliskapella. Stóð svo lengur hér en víða annars staðar, af […]

Fyrsti skáli skíðadeildar KR í Skálafelli 1936-1955

Skíðadeild KR var stofnuð 1934. Tveimur árum eftir stofnunina var byggður skíðaskáli í Skálafelli. Ekki var byggður annar skáli fyrir starfsemi félagsins fyrr en eftir seinna stríð, en sá var staðsettur í Hveradölum. Skálarnir brunnu hinsvegar báðir. Skálinn í Hveradölum fórst í bruna árið 1953 en skálinn í Skálafelli fórst einnig í bruna, tveimur árum […]

Úlfarsfell – Freyja Jónsdóttir

Í Dagur/Tíminn árið 1996 fjallar Freyja Jónsdóttir um bæinn „Úlfarsfell“ og nágrenni: „Þegar rætt er um fjallasýn frá höfuðborginni, er það oftast Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan sem koma upp í hugann. En ein er sú náttúruperla rétt við bæjardyrnar hjá okkur Reykvíkingum, sem mætti gefa meiri gaum. Hér er átt við Úlfarsfellið, sem blasir við […]

Um daginn og veginn – Sturlaugu Björnsson

Í Faxa árið 1996 skrifar Sturlaugur Björnsson „Um daginn og veginn“ í Keflavík fyrrum daga: „Vegurinn út í Leiru liggur í nokkurri lægð við gömlu bæjarmörkin, uppaf Grófinni, á hægri hönd er Klifið og skammt þaðan er gamli vegurinn, í famhaldi af Kirkjuveginum. Tvö vörðubrot eru hér, annað úr vörðu sem hefur verið við veginn […]