Skarhólamýri – skilti
Í Skarhólamýri við Skarhólabraut, gegnt húsi nr. 4, er skilti á upphafsleið göngustígs á Úlfarsfell (Hamrafell) neðan Lágafellshamra. Á skiltinu má lesa eftirfarandi: „Héðan liggur gönguleið á Úlfarsfell. Fyrst er gengið eftir vegslóða að brekkurótum og þaðan liggur stikuð leið upp fjallshlíðina uns komið er upp undir norðurbrún fjallsins. Þá er stefnt vestur fyrir Stórahnúk […]
