
Nú er aftur leyfilegt að tímasetja vetrarsólstöður eins og þær eru í raun, en við höldum ekki uppá þær sem skyldi (einhverra hluta vegna). Menn dýrka enn Jesús um jól og fagna nýju ári um áramót og þykir hvort tveggja merkilegt en horfa framhjá því hversu stórkostlegt það er að við getum í dag mælt nákvæmlega möndulhalla jarðar og stöðu hennar á braut í kringum sólina og vitum uppá sekúndu hvenær vetrarsólstöður eru. Þetta er í raun allt miklu merkilegra en eldgamlar tilbúnar sögur, sem flestir fylgja enn þann dag í dag (af óskiljanlegri venju).
Framangreint segir sína sögu um hversu nútímamaðurinn er móttækilegur fyrir sjálfgefnum og athugasemdalausum tillögum hversdaglífsins…
Gleðileg jól – kl. 17:11 að íslenskum tíma í dag (2013).”