Entries by Ómar

Selsvellir – Sogasel

Gengið var um nýja borsvæðið vestan Trölladyngju, yfir að Oddafelli og með því að Hvernum eina. Áður en komið var að syðsta hluta Oddafellsins mátti sjá gamlan stíg yfir hraunið norðan fellsins í átt að norðausturenda Driffells. Einungis lítill gufustrókur stendur nú upp úr hvernum, sem eitt sinn var stærsti gufuhver landsins, sást jafnvel frá […]

Grjóthleðsla II

Námskeið í „grjóthleðslu í gömlum stíl“ var haldið í Vogunum á vegum Miðstöð Símenntunnar á Suðurnesjum. Á námskeiðinu, sem tók tvo vinnudaga, var m.a. ætlunin að hlaða frístandandi og fljótandi veggi úr náttúrulegu grjóti. Auk þess var ætlunin að kenna öll grundvallaratriði grjóthleðslu. Nemendur áttu að læra að hlaða horn og bogaveggi og að „toppa“ grjótvegg. Þetta var að […]

Krýsuvík – Magnús Ólafsson

Krýsuvík er sennilega landnámsjörð. Segir Landnáma að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Eftir að kristni var lögtekin var þarnar kirkja, og helguð Maríu mey. Voru prestar búsettir í Krýsuvík fram yfir 1600, séra Eiríkur í Vogósum þjónaði Krýsuvíkur prestakalli (margar sögur fara af síra Eiríki í Vogósum og göldrum hans). Stóri Nýibær lagðist […]

Eyðibyggð við alfaraleið

„Byggðin í Hraununum var ekki aðeins við alfaraleiðina suður með sjó heldur í næsta nágrenni við mesta þéttbýli á landinu. Samt leið hún undir lok. Hér verður reynt að bregða ljósi á búskapinn í Hraununum og litið á einstakar jarðir.  Þarna mætti lifa á fegurðinni, sagði hrifnæmur maður eftir gönguför á fallegum degi suður í […]

Trölli – II

Trölli var sigraður í morgun (25. sept. 2011) eftir tveggja klst. göngu í svartaþoku í Brennisteinsfjöllum. Þokan var svo þykk á köflum að það var líkt og gengið væri á vegg. Hellirinn er í afurð Vörðufellsdyngjunnar. Með aðstoð vírstiga HERFÍS var loksins komist niður á botn (24 m dýpi). Niðri voru… a.m.k. þrjú rými, (hjarta, […]

Minja- og söguskilti við Hóp

Fimmta Minja- og söguskiltið af sex í Grindavík verður afhjúpað við Hópið laugardaginn 11. október n.k. Staðsetningin sem og dagskráin verða auglýst á www.grindavik.is er nær dregur. Í Manntali 1880 var bæjarstæðan að Hópi nefnd Stóra-Hóp og Litla-Hóp, en í Manntali 1910 nefndist hún Austur-Hóp og Vestur-Hóp. Þar var þríbýli frá 1850 og fram í […]

Þorlákshöfn – Hafnarberg – Nes

Ætlunin var að fylgja Kjartani Óskarssyni, þaulkunnugum, eftir um strandlengjuna frá Þorlákshöfn að Nesi í Selvogi. Kjartan, sem fæddur er 1946, er uppalinn í Nesi í Selvogi, auk þess sem hann hefur gegnt vitavarðastarfi í Selvogsvita frá árinu 1962. Víst var að ýmislegt myndi bera á góma – og ekki allt fyrirséð. Samhliða því að fylgja bergbrúninni […]

Reykjanesskaginn – fornar götur

Vitneskja um „fornar“ eða „gamlar“ götur á Reykjanesskaganum eru tiltölulega nýjar. Þeirra er ekki getið í fornum heimildum, enda hafa að öllum líkindum þótt svo sjálfsagðar að ekki tæki að fjalla um þær sérstaklega. Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúrustaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík. Að öðru leyti […]

Álfar í Hafnarfirði

Oft hefur verið haft á orði að Hafnarfjörður væri álfabær – og það þrátt fyrir að nánast öngvir íbúanna hafi sannanlega séð álfa. Og hvergi á landinu eru til færri skráðar sögur af álfum en í Hafnarfirði. Þær, sem til eru, tengjast Hamrinum (Hamarkotshamri) og Hellisgerði. Álfaörnefni eru þó til í bænum, s.s. Álfaskeið, Álfaberg […]

Vatnsleysuströnd – Borgarkot

Gengið var frá Minni-Vatnsleysu að Þórustöðum. Skoðuð var stórgripagirðingin vestan Vatnsleysu, en hún liggur í beina línu frá hæðinni vestan bæjar niður að sjó. Einmana ryðgaður mjólkurbrúsi, merktur MSR, stóð þar uppréttur á mosavaxinni hæð, líkt og hann vildi enn um sinn minna á hina gömlu búskapahætti. Staldrað var við vatnsstæði á milli kletta austan […]