Entries by Ómar

Selatangar – Húshólmi

Selatangar eru forn verstöð, sennilegast notuð þegar á miðöldum. Hraunið, Ögmundarhraun, er frá því um 1150, en það ár lagði það gamla Krýsuvíkurbæinn í Húshólma, sem er litlu austar, í eyði og færði garða og mannnvirki í og við Óbrennishólma í kaf. Þó má sjá þar móta fyrir hlöðnum vegg, sem hraunið hefur stöðvast við, […]

Brunatorfur (Brundtorfur/Brunntorfur) – umhverfi

Gengið var um Brunatorfur (Brunntorfur/Brundtorfur) vestan Brunans (Nýjabruna/Háabruna) eða Nýjahrauns (Kapelluhrauns) eins og það var nefnt eftir að það rann, sennilega árið 1151. Upptök þess eru í Rauðhól, eða Hraunhól eins og sumir vilja nefna hann, skammt norðvestan Vatnsskarðs í Sveifluhálsi/Undirhlíðum. Gígnum, sem var einn af nokkrum á 25 km langri gossprungu, hefur nú verið […]

Brennisteinsfjöll V

Ætlunin var að ganga upp frá Geithöfðahálsi ofan Geithöfða með stefnu á sunnanverða Gullbringu norðan efri Kálfadala. Útsýni var niður í neðri Káldadali þar sem hrauntaumurinn Víti liggur niður með austanverðri hlíð dalsins. Fjær í suðri er Geitahlíðin með Æsubúðum efst.   Fetið var fótað með suðvestanverðum hlíðum hennar inn á heiðarhálsinn. Þaðan var stefnan […]

Ferðamannavörtur á Borgarhól

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu 22. sept. 2008 undir yfirskriftinni „Felldu ferðamannavörtur“. „Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóða- vandamáli síðari tíma,“ segir Ari Arnórsson leiðsögumaður, sem á föstudaginn stóð fyrir vörtuhreinsun meðfram Krýsuvíkurvegi. Vörtur eru vörður sem ferðamenn hlaða á ferðamannastöðum. Þó að flestar þeirra séu […]

Þórshöfn – Gamli-Kirkjuvogur

Haldið var í Þórshöfn. Leitað var tveggja festarhringja. Ofan við Þórshöfn, þann gamla verslunarstað, eru auk þess áletranir á klöppum, m.a. skammstöfunin HP. Nýlega hafði fundist þarna nokkurt brak úr Jamestown, sem strandaði utan við Hestaklett 1881, en einnig hafa menn talið sig hafa fundið silfurberg, sem átti að hafa verið ballest skipsins. Til að […]

Gjáarrétt – Garðaflatir

Gengið var um Búrfellsgjá, sem er í rauninni ekki gjá heldur hrauntröð. Mesta breidd hennar er um 300 metrar, en mjóst er hún 20-30 metrar. Lengd gjárinnar er um 3 og ½ km. Góður stígur liggur í gjána. Nyrst í henni er Gjáarrétt, nokkuð heilleg og fallega hlaðin. Þessi fjallaskilarétt var byggð 1839. Hún var […]

Straumsselsstígur – Sauðabrekkugjá – Óttarsstaðasel

Gengið var eftir Straumsselsstíg frá gamla Keflavíkurveginum áleiðis upp í Straumssel. Ætlunin var að ganga í gegnum það upp fyrir Almenning og síðan til baka um Bringur og Óttarsstaðasel. Þegar komið var yfir Alfaraleiðina liggur stígurinn áfram til suðausturs vestan Miðmundarhæðar, yfir haft á hraunhrygg, áfram yfir Selhraun og síðan vestan Draughólshrauns, við vesturenda Straumselshæða […]

Mosadauði í grennd gufuaflsvirkjana

Áhrif álvera á Íslandi – þungmálmar og brennisteinn í mosa „Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands hélt  fyrirlestur í nóv. 2007 þar sem hann gaf stutt yfirlit yfir vöktun á þungmálmum í Evrópu á síðustu áratugum og segir frá helstu niðurstöðum rannsóknanna hér á landi, einkum í nágrenni iðjuveranna í Straumsvík og á Grundartanga. […]

Lambagjá – Helgadalur – Valaból

Gengið var frá Kaldá að Níutíumetrahellinum. Nokkrir duglegir krakkar voru með í för. Þótt opið gefi ekki til kynna að þarna sé langur hellir er hann nú samt sem áður jafn langur og nafnið gefur til kynna. Fyrst er komið niður í nokkurs konar lágan forsal, sem þrengist síðan smám saman uns fara þarf niður […]

Búrfellsgjá – Búrfell

FERLIR hefur nokkrum sinnum þrætt Búrfellsgjá sem og systur hennar, Selgjá. Jafnan hefur það verið á leiðum til annarra nálægra áfangastaða, s.s. Garðaflata, Valabóls, Helgafells o.fl. Nú var ætlunin að ganga upp (austur) gjána, skoða Gjáarrétt, Gerðið, fyrirhleðslur við skúta, gamlar götur og halda síðan áfram á Búrfell. Fyrri lýsingar af svæðinu voru gerðar í tíð […]