Entries by Ómar

Herdísarvík – heimildir

Í úrskurði Óbyggðanefndar (mál nr. 6/2004) er m.a. fjallað um Herdísarvík í Ölfusi: „Herdísarvíkur er getið í rekaskrá Strandarkirkju í Selvogi sem er talin vera frá árinu 1275. Í máldaga Krýsuvíkurkirkju sem einnig er talinn frá því um 1275 kemur fram að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík. Hinn 28. júní 1448 útnefndi Steinmóður Viðeyjarábóti og […]

Herdísarvíkursel – heimildir

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Herdísarvík koma fram eftirfarandi upplýsingar um Herdísarvíkursel og nágrenni: „Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu. Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landamerkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra […]

Eyrarhraunsbrunnur – Kaldadý

Farið var með heimildarmanni, Jóni Péturssyni frá Eyrarhrauni, að Kaldadý, sem vera átti upp af og til hliðar við hús nr. 53a við Suðurgötu. Kaldadý er merkileg fyrir það að hafa verið fyrsta neysluvatnsveita Hafnfirðinga. Hún var „virkjuð“ um 1904 og þá af einkaaðilum undir heitinu Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar. Félagið lét grafa brunninn og lögðu frá […]

Elliðavatnsbærinn

Elliðavatnsbærinn hýsir eitt elsta steinhús á Íslandi. Elliðavatn var löngum ein þekktasta jörðin í nágrenni Reykjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming. Á þeim tíma stóð enginn styr um þessar umhverfisbreytingar. Hvað hefur eiginlega gerzt sem haft hefur í för […]

Ögmundarhraun og Selatangar

Gestur Guðfinnsson skrifaði eftirfarandi um „Ögmundarhraun og Selatanga“ í Morgunblaðið árið 1970: „Einhvers staðar segir í gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.“ Þama var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum framundir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil. Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur […]

Minnismerki um fallna flugmenn

Á mbl.is þann 12. september 2007 kom m.a. fram að Játvarður hertogi af Kent hafi afhjúpað minnisvarða í Fossvogskirkjugarði um fallna flugmenn bandamanna sem höfðu bækistöð á Íslandi á stríðsárunum. Viðstödd voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Alph Mehmet, sendiherra Bretlands ásamt fyrrum flugmönnum hins konunglega flughers Breta. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri […]

Stafnesheiðarleiðir – með Jóni Ben III

Fulltrúi FERLIRs mætti nýlega (sept. 2009) í enn einn tímann í fornleifafræði í Háskóla Íslands. Umskipti hafa orðið á kennurum í faginu. Kennarinn nú, annar af tveimur (reyndur fornleifafræðingur), lagði sérstaka áherslu á að „menn ættu að tjá sig um það sem þeir hefðu vit á, en þegja um það sem þeir hefðu minna vit […]

Hrauntungustígur – Hrauntunga – Almenningur

Ætlunin var að skoða þann hluta Hrauntungustígsins, sem liggur um trjáræktarsvæði Skógræktar ríkisins við Brunntorfur (Brundtorfur/Brunatorfur) norður undir Almenningi. Þarna ofan við hraunrönd hins mosavaxna Nýjahrauns (Kapelluhrauns), í gróður- og kjarrríkt Hrútargjárdyngjuhraunið, hefur verið plantað miklu magni af greni- og furutrjám. Birkið hefur náð sér vel á strik í skjóli þeirra og er orðið allhátt. […]

Hjartartröð – Bollar

Ætlunin var að halda í Hjartartröð í Stórabollahrauni og skoða niður í rásina. Nokkur op eru á henni. Rásin er í raun framhald af Leiðarenda, sem er þarna skammt vestar í hrauninu, um 750 m langur. Stuttur gangur er að tröðinni frá Bláfjallavegi, eða um 365 metrar. Í nýju hellabókinni (BH-2006, Íslenskir hraunhellar), er ekki […]

Sprengjur í Vogaheiði

Í Morgunblaðinu árið 2004 birtist eftirfarandi frétt um sprengju í Vogaheiði undir fyrirsögninni „Landhelgisgæslan segir að sprengjuleit á Vogaheiði sé margra ára verkefni – Málmflísarnar þeytast eins og byssukúlur“. „Það er ekki hvellurinn sem er hættulegastur heldur allar málmflísarnar sem þeytast frá sprengjunni eins og byssukúlur,“ segir Jónas Þorvaldsson, sprengju-sérfræðingur hjá Landhelgis-gæslunni, áður en rafstraumi […]