Sýslusteinn

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Herdísarvík koma fram eftirfarandi upplýsingar um Herdísarvíkursel og nágrenni:

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

“Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu.
Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landamerkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra í Sýslustein, rétt ofan vegarins…

Seljabót

Seljabót.

Ofan Gjögranna [neðan Herdísarvíkur] var nafnlaust sandflæmi allt út á Alboga, en ofan við sandinn tóku við Flatirnar, og eftir þeim lágu fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg. Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar. Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.”

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Í Jarðabókinni 1703 segir svo um Herdísarvík: “Selstöðu eigna menn jörðinni í Krýsuvíkurlandi, þar sem enn heitir Herdísarvíkursel. Ekki brúkast hún nú í nokkur ár, heldur önnur í heimalandi.”

Sjá meira um heimaselið HÉR.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.
-Sjá heimasel https://ferlir.is/herdisarvikursel-heimasel/
-Jarðabókin 1703 – Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – Háaberg.